Fréttabréf Framsýnar mars 2019

Page 1

Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Blaðsíða 3

Znizkowe bilety samolotowe -Do naszych zwiazkowcow-

Blaðsíða 7

The unions airfares -For members only-

Blaðsíða 6

Flugfargjöld stéttarfélaganna -Aðeins fyrir félagsmenn-


1. tbl. 30. árgangur • Mars 2019

Skoðun

Kommúnistar og kröfuhundar Þeir sem vinna þau störf sem í daglegu tali kallast láglaunastörf þekkja hversu mikið þarf að l­eggja að mörkum til að brauðfæða fjölskylduna. Það er ástæðan fyrir því að fólk í þeirri stöðu ­vinnur margt hvert langan vinnudag og er þess utan tilbúið að hlaða á sig aukavinnu sé hún boði, því með því móti getur það mögulega tryggt sér og sínum lágmarksþátttöku í því s­ amfélagi sem við búum í. Þættir sem mörgum þykja sjálfsagðir, eins og það að mennta börnin sín og eignast þak yfir höfuðið er ekki einfalt fyrir þá sem lítið hafa og sama hvað hver segir, þá er það blákaldur veruleiki að við Íslendingar sitjum ekki öll við sama borð.

Forsíða Elías Frímann Elvarsson starfar hjá Húsavíkurhöfn, ­ hér er hann að fást við dagleg störf við höfnina en ­gríðarleg aukning hefur orðið í k­ omum skipa til Húsavíkur eftir að PCC hóf starfsemi á Bakka. ÚTGEFENDUR Þingiðn, félag iðnaðarmanna Starfsmannafélag Húsavíkur Framsýn- stéttarfélag Verkalýðsfélag Þórshafnar. HEIMILISFANG Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík SÍMI 464 6600 NETFANG kuti@framsyn.is HEIMASÍÐA www.framsyn.is ÁBYRGÐARMAÐUR Aðalsteinn Á Baldursson Fréttabréfið er skrifað 1. mars 2019 UPPLAG 2000 HÖNNUN/UMBROT OG PRENTUN Ásprent, Akureyri

STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR

2

Vinna verka- og láglaunafólks skiptir sköpum fyrir samfélagið, því það vinnur s­ törfin sem enginn tekur eftir að séu unnin, en það taka allir eftir því ef það er ekki gert. Líklega hugsa ekki margir út í það að þetta er einmitt fólkið sem heldur samfélaginu ­gangandi (með ­fullri v­ irðingu fyrir öðrum stéttum). Ætli hugsi til dæmis margir út í það hvað starfs­ fólk á hjúkrunar­heimilum ber úr býtum við að sinna andlegum og líkamlegum ­þörfum ástvina okkar, sem við sjálf höfum ekki tíma til að sinna? Eða hvernig við kæmust leiðar okkar í snjó og ófærð ef e ­ nginn fengist til að vinna á ­snjóruðningstækjunum? Ef enginn tæmdi sorptunnurnar fyrir o ­ kkur myndi fljót­ lega skapast vandamál og lítill yrði útflutningurinn ef ekki fengist fólk til ­ starfa í frystihúsin og í afurða­ stöðvarnar við að skapa verð­ mæti úr landbúnaðar- og sjávar­ afurðum. Hvað ef við fengjum ekki fólk í ­ vinnu við að ­ ­ þjónusta Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar er höfundur með­fylgjandi grein Ósk er skólaliði í Stórutjarnaskóla. ferðamenn? Það yrði ástand í leik- og grunn­skólum ef ekki fengist þar fólk til almennra starfa. Hver ætti þá að gæta barn­anna, snýta þeim, hugga þau og skeina, svo að við hin gætum sinnt okkar vinnu og aflað tekna. Öll þessi störf ásamt reyndar fjölmörgum öðrum láglaunastörfum eiga það sammerkt að vera ekki mikils metin í þjóðfélaginu, þó öllum ætti að vera ljós nauðsyn þess að þau séu innt af hendi. Launaseðlar verka- og láglaunafólks taka af allan vafa um hversu margra króna virði það er talið. Þó að gamla bændasamfélagið sé sem betur fer liðið undir lok, þá hangir enn yfir okkur sá illi arfur að ætla vinnufólki það hlutskipti að ná því rétt að hanga á horriminni. Íslenskt verka- og láglaunafólk hefur lengi verið þurftalítið og hefur langoftast, allavega í seinni tíð, beðið þeirra mola er hrjóta við og við af borðum atvinnurekanda. Verið sagt að fara varlega í að rugga bátnum, ófaglært fólk hafi lítið fram að færa og mætti þakka fyrir að hafa yfirhöfuð einhverja vinnu. Nærtæk dæmi snúa að þeim kjaraviðræðum er nú standa yfir og lúta að kosta­kjörum Samtaka atvinnulífsins varðandi vinnutímabreytingar og eru svar þeirra við kröfum ASÍ er varða styttingu vinnuviku. Tillögur SA byggja á þremur meginþáttum og ­hljóða í stuttu máli upp á: „ að víkka ramma dagvinnutímans úr 10 klukkutímum í 13, að ­lengja

Frét t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýsln u m


uppgjörstímabil yfirvinnu og að taka kaffitíma út úr launuðum vinnutíma“. ­Tillögurnar féllu líklega vel að þeirri samfélagsgerð sem hér var við lýði í árdaga verkalýðshreyf­ ingarinnar, í upphafi 20. a­ ldar. Þá tíðkaðist að fólk þrælaði myrkranna á milli, alltaf á sama kaupinu hversu margir tímar sem unnir voru og án ­nokkurra sérstakra kaffitíma. Tillögurnar ef samþykktar yrðu myndu færa verkafólk ­aftur til ómanneskjulegs samfélags, þar sem réttlaus lítilmagninn mátti sín lítils gagn­vart ofríki atvinnurekanda. Eins og ævinlega er styttist í að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losni og verka­ ­ lýðshreyfingin krefst launahækkana fyrir verka- og láglaunafólk, bregst það ekki að á sjónvarpsskjánum birtist boðberi válegra tíðinda, í formi seðlabankastjóra. Allt hans yfirbragð ber þess merki að heimsendir sé á næsta leiti, jafnvel strax á morgun. „Það verður ágjöf, þjóðarskútan mun lenda í svarrandi brimi. Vitið þið ekki að óhóflegar launa­hækkanir leiða af sér hærri vexti og meira atvinnuleysi“ þrumar

nar um kjaramál og stöðuna á vinnumarkaði.

bankastjórinn, slær út höndum orðum sínum til ­áréttingar og ískaldur hrollur hríslast niður hryggsúluna á kröfu­ hundum og ­kommúnistum sem vita, en vilja ekki lengur skilja, að það er hefð fyrir því að stöðugleiki efnahags­ lífsins sé látinn lenda á einmitt þessum hópi. Ég ætla, sem einn þessara meintu kommúnista og kröfu­ hunda að boðskap seðlabankastjóra megi skilja sem svo að þær krónur sem vinnulýðurinn nær að hrista úr launa­ umslaginu, séu á einhvern hátt efnismeiri og hafi ­meira verðgildi en hækkanir til þeirra sem gullvögnunum aka. Þeim er ekki boðið upp á launahækkanir sem tíðkast á ­hinum almenna og opinbera vinnumarkaði þar sem prósentin teljast á fingrum annarrar handar heldur hljóða þær oftast upp á tugi prósenta og svo það sé sagt hreint út af bálreiðri verkakonu, þá er líkast því að þær hækkanir séu skrifaðar með sverum skítagaffli. Siðlausar launa­hækkanir,

árangurstengdar greiðslur og bónusar til þessara útvöldu hópa í þjóðfélaginu vekja reiði í brjóstum þeirra sem sífellt þurfa að stíga pedalana hraðar í von um að eiga fyrir mat fram að næstu mánaðarmótum. Slíkar hækkanir þó miklar séu gára ekki hafflötinn og þjóðarskútan siglir hægan byr á milli hafna. Hvar er þá samfélagsleg ábyrgð og hófsemi? Fólkinu á gólfinu bjóðast ekki slíkar greiðslur þótt margir hverjir hafi verið á vinnumarkaði árum saman og búi þar af leiðandi yfir víðtækri þekkingu og mikilli reynslu af ýmsum störfum. Árangurstengdar greiðslur til handa verka- og láglaunafólki byggjast hins vegar á stoð­ kerfisvandamálum og slitnum liðum. Leggi það verulega hart að sér, gæti það að auki nælt sér í bónus sem fólginn er í skertum lífsgæðum sökum ótímabærrar örorku og skapast af lang­varandi þrældómi. Daginn sem Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland ­fylltist ­almenningur í landinu réttlátri reiði í garð ­gráðugra auðvalds­ plebba sem græddu á daginn og grilluðu á ­kvöldin. Hrunið kom harðast niður á þeim er síst skyldi, því án þess að hafa nokkuð til þess unnið missti fjöldi fólks atvinnuna, aðrir misstu heimili sín eða töpuðu fjár­munum sem þeir voru búnir að nurla saman yfir starfs­ ævina. Hrunið hafði samt ekki eingöngu slæmar afleið­ingar ­þegar til lengri tíma er litið, því einhverskonar hópefli varð til meðal þjóðarinnar sem stóð eftir hnípin og særð. Það urðu víðtækar breytingar á hugsunarhætti almennings, sem var rétti­lega nóg boðið þegar veislan fór úr ­böndunum, áþ ­ eirra ­kostnað. Því eru, í það minnsta lægri stéttir samfélagsins ekki búnar að gleyma og ætla sér ekki að kosta gleðina á ný. Fólkið á lægstu laununum, fólkið bak við tjöldin er Íslands stærsta auðlind, því án þess myndi samfélagið einfaldlega ekki v­ irka. Við förum ekki fram á mikið, enda kærum við okkur ekki um samfélag byggt á græðgi og efnishyggju. En við eigum fullan rétt á að okkur sé sýnd virðing fyrir það að vinna þau mikilvægu störf sem við vinnum og fyrir það krefjumst við mannsæmandi launa. Amen og halelúja. Ósk Helgadóttir

Znizkowe bilety samolotowe -Do naszych zwiazkowcowPagniemy przypomniec, ze znizki zwiazkowe dotycza tylko tych zwiazkowcow, ktorzy na wlasny uzytek ­podrozuja linia lotnicza Ernir pomiedzy Húsavíkiem a Reykjavíkiem. Osoby podrozujace sluzbowo nie maja prawa do korzystania z takich znizek. Nie d ­ ozwolone jest rowniez udostepninie wlasnych znizek dla innych czlonkow rodziny. Osoby, ktore nie beda ­ ­przestrzegaly naszych warunkow znizkowych straca przywileje zwiazkowe zwiazkow Framsýn, Þinginar, ­Starfsmannafélag Húsavíkur oraz Verkalýðsfélag Þórs­ hafnar. Zwiazki zawodowe Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a r s ýslnum

3


Skipt um húsverði Nýir umsjónarmenn orlofsíbúðanna í Þorrasölum eru Sjöfn Ólafsdóttir og Helga Rúna Pétursdóttir en stéttar­félögin auglýstu á dögunum eftir nýjum umsjónar­ mönnum ­eftir að Tómas Guðmundsson sagði starfi sínu lausu ­eftir áralangt og farsælt starf. Sjöfn og Helga Rúna hafa að ­jafnaði viðveru í íbúðum milli kl. 14:00 og 16:00 virka daga og því skiptir máli að virða brottfarar- og komutíma. Utan þess tíma er heimilt í undantekningatilfellum að hafa samband við þær þurfi leigjendur nauðsynlega á því að halda. Þeim er ætlað taka íbúðirnar út eftir notkun félagsmanna og fylgjast með því að vel sé gengið um íbúðirnar. Þær búa í íbúðum 103 (Helga) og 104 (Sjöfn) í Þorrasölum 1-3.

Ánægjulegt samstarf við PCC PCC BakkiSilicon hf. og stéttarfélögin Þingiðn og Framsýn hafa tekið upp samstarf um að hluti af nýliðafræðslu starfs­manna fyrirtækisins verði að hlýða á fyrirlestur frá starfs­mönnum stéttar­félaganna um vinnurétt og samskipti á vinnustöðum. Aðilar eru sammála um mikilvægi þess að nýir starfsmenn geri sér grein fyrir sínum helstu réttindum og ábyrgð þeirra gagn­vart fyrirtækinu. Fyrsti fyrirlesturinn var fyrir nokkrum dögum þegar Aðalsteinn J. Halldórsson starfsmaður stéttarfélaganna var m ­ ætur á svæðið og ­messaði yfir nýjum starfsmönnum PCC á Bakka.

Starfsmenn voru áhugasamir um fyrirlesturinn og spurðu mikið út í málefni fundarins.

Nýju húsverðir stéttarfélaganna í Þorrasölum, Sjöfn Ólafsdóttir og Helga Rúna Pétursdóttir.

Gengið frá kaupum á flugmiðum Framsýn gekk um ára­mótin frá nýjum samningi við Flugfélagið Erni um afsláttar­ kjör fyrir félagsmenn sem fljúga milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samningurinn felur í sér að Framsýn í umboði aðildarfélaga Skrifstofu stéttar­félaganna, Þingiðnar, STH og Verkalýðsfélags Valgeir Páll Guðmundsson flýgur Þórshafnar kaupir 4800 reglu­lega með Flugfélaginu Erni flugmiða sem jafngildir um ­milli Húsavíkur og Reykja­víkur. árs notkun félags­ manna á ­Valli er alltaf hress ekki síst með flugmiðum þar sem um 400 kjörin sem honum og öðrum félags­mönnum stéttar­félaganna félagsmenn fljúga í hverjum bjóðast, ferðist þeir með flugi mánuði á stéttarfélags­­far­ ­milli lands­hluta með Erni. gjaldinu að meðal­tali. ­Vegna verðlagsbreytinga og aukins kostnaðar í rekstri flug­ félagsins náðist ekki að viðhalda óbreyttu verði sem verið hefur frá árinu 2015. Þess í stað hækka miðarnir til félags­ manna í kr. 10.300 per ferð með niðurgreiðslum félag­anna. Nýju miðarnir gilda á árinu 2019. 4

Frét t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýsln u m

Aðalsteinn J. messaði yfir starfsmönnum um vinnurétt og ­tryggingar á vinnumarkaði.

Félagar í STH athugið Aðildafélög Samflots, FOSA, Fos-Vest., SDS, St. Fjalla­ byggð, St. Fjarðabyggð, STAVEY og Starfsmannafélags Húsavíkur, leita nú til félagsmanna sinna með vandaða viðhorfskönnun um kröfur og önnur helstu atriði í ­komandi kjarasamningum. Félögin eru að vinna að kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga við sveitarfélög og ríki og mun þitt svar hafa áhrif á þá vinnu. ­Einnig er spurt um annað, s.s. líðan í starfi, um starfs­ umhverfi og launakjör, um afstöðu til stéttarfélags og um sameiningu stéttarfélaga ásamt öðru. Það er fyrirtækið Zenter-rannsóknir sem sér um þessa ­könnun fyrir okkur og vinnslu úr henni og þátttaka tekur um 7 til 9 mínútur. Formannaráð Samflots hvetur félagsmenn aðildarfélaganna til að taka þátt í þessari könnun sem verður send á netfang félagsmanna og hægt að svara á netinu.


Trausti og Kristbjörg Vala Heilsað upp á félagsmann ný í stjórn

Stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar er vel skipuð.

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar fór fram í byrjun febrúar. Á fundinum var farið yfir starfsemi deildarinnar á síðasta ári auk þess sem kjara­ mál fengu góða umræðu. Þá var gengið frá kjöri á nýrri stjórn og hana skipa; Jónína Hermannsdóttir formaður, Trausti Aðalsteinsson varaformaður, Karl Hreiðarsson ­ritari og meðstjórnendur Anna Brynjarsdóttir og Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir. Trausti og Kristbjörg Vala koma ný inn í ­stjórnina. Jóna Matthíasdóttir og Dómhildur Antonsdóttir voru áður í stjórn en voru ekki í kjöri á fundinum í gær. Var þeim báðum þakkað fyrir vel unninn störf í þágu deildar­ innar. Nánar er hægt að fræðast um aðalfundinn inn á heima­síðu stéttarfélaganna, framsyn.is

Framsýn á víða glæsilega félagsmenn sem gegna mikilvægum störfum á vinnumarkaði. Einn af þeim er Rúnar Þór Brynjarsson sem starfar sem sölumaður hjá Vodefone. Rúnar Þór er ekki bara magnaður sölumaður heldur er hann einnig drengur góður, tónlistarmaður og knatt­ spyrnumaður en hann spilar með Völsungi. Talsmaður Framsýnar átti gott spjall við Rúnar Þór um hans áhugamál og vinnuna þegar hann leit við hjá honum í smá spjall.

Rein byggir og byggir Starfsmaður stéttarfélaganna heimsótti á dögunum starfs­menn Trésmiðjunnar Rein sem eru meðal annars að byggja raðhús við Höfðaveg á Húsavík. Þetta er annað af stærri verkefnum sem trésmiðjan er að vinna við um ­þessar mundir. Fyrir utan húsið við Höfðaveg er í byggingu íbúðarhús á Húsavík sem nokkrir starfsmenn sinna þessa dagana.

Skelltu þér á leiksýningu Um þessar mundir er Leikdeild Eflingar að sýna leikritið Brúðkaup eftir Guðmund Ólafsson í leikstjórn Völu Fannell. Tónlistar­ maðurinn Jaan Alavere sér um tónlistarstjórn. Um er að ræða gamanleikrit með söngvum og gríni. Miðaverð er kr. 3000 en Framsýn/ Þingiðn/STH hafa ákveðið að niðurgreiða leikhúsmiðana. Þannig fá félagsmenn þessara félaga fá miðann á kr. 2.000. Skilyrði fyrir því er að félagsmenn komi við á skrifstofu stéttarfélaganna og fái afsláttar­ miða áður en þeir fara á leiksýninguna, að öðrum kosti gilda ekki afsláttarkjörin. Miðarnir gilda einungis fyrir félagsmenn.

Hér má sjá Þórð Aðalsteinsson og Gunnar Jóhannesson klæða loftið í einni íbúðinni í raðhúsinu. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a r s ýslnum

5


Óánægja með tilboð SA og aðkomu stjórnvalda

Framsýn stéttarfélag stóð fyrir félagsfundi um kjaramál 21. febrúar. Fyrir fundinum lá tillaga um að félagið afturkallaði samnings­umboðið frá Starfsgreinasambandi Íslands og vísaði deilunni til ríkissáttasemjara. Í ljósi atburðarásar dagsins var til­laga þess efnis dregin til baka þar sem viðræðunefnd Starfsgreina­ sambandsins samþykkti fyrr um daginn að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara en Framsýn er aðili að Starfs­greinasambandinu. Fundurinn var mjög góður og hiti var í fundar­mönnum, ekki síst vegna þeirrar miklu misskiptingar sem þrífst í þjóðfélaginu, tilboðs SA um launahækkanir og tillagna stjórnvalda um skattkerfisbreytingar. Eftir líflegan fund var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða. „Framsýn stéttarfélag lýsir yfir miklum vonbrigðum með þær skattkerfisbreytingar sem ríkisstjórnin hefur lagt fram sem inn­legg inn í yfirstandandi kjaraviðræður aðildarfélaga Alþýðu­sambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Framsýn hafði vænst þess að tillögur stjórnvalda kæmu þeim lægst launuðu best, enda afar mikilvægt að auka ráðstöfunar­tekjur þeirra umfram aðra hópa launamanna er búa við mun betri kjör. Í stað þess að svigrúm til skattalækkana sé notað til að koma til móts við þá hópa sem skrapa botninn í tekjum virðist það

Bannað að greiða orlof út með launum Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að samkvæmt orlofslögum er óheimilt skv. 7. gr. orlofslaga nr. 30/1987 að greiða orlof jafnóðum út með launum starfsmanna. Því miður eru dæmi um að fyrirtæki framfylgi ekki þessum lögum. Þau hin sömu eru vinsamlegast beðin um að gera það svo þau komist hjá frekari aðgerðum. 6

Frét t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýsln u m

einlægur vilji ríkistjórnarinnar að það gagnist öllum, ekki síst þeim sem taka árslaun verkafólks á einum mánuði. Til að kóróna vit­leysuna er ætlunin að frysta hækkun á persónuafslætti í þrjú ár. Félagsmenn Framsýnar mótmæla þessum vinnubrögðum. Framsýn stéttarfélag skorar á stjórnvöld og Samtök atvinnu­ lífsins að láta af þeim hroka sem endurspeglast í tillögum þeirra er varðar skattamál, velferðarmál og launahækkanir til lausnar kjaradeilunni. Vatnsgusurnar eru heldur kaldar sem ráðamenn þjóðarinnar senda verkafólki þessa dagana. Er það ekki öfugsnúið að bankastjórar ríkisbankana njóti svo mikilla launahækkana að þeir telji jafnvel ástæðu til að skila þeim að hluta, skuli nærast á brjósti þeirrar sömu ríkis­ stjórnar og setur hóflegar kröfur launafólks upp sem ógnun við efnahagslegan stöðugleika. Miðað við þá stöðu sem uppi er í dag er afar mikilvægt að aðildar­félög Starfsgreinasambands Íslands, Lands­sambands íslenskra verslunarmanna og iðnaðarmannafélögin ­innan Alþýðusambands Íslands standi saman í yfirstandandi kjara­viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Samstaðan hefur í gegnum tíðina verið það afl sem fært hefur verkafólki bestu kjarabæturnar.“

Flugfargjöld stéttarfélaganna -Aðeins fyrir félagsmennRétt er að ítreka að afsláttarkjör stéttarfélaganna gilda aðeins fyrir félagsmenn sem fljúga með Flugfélaginu Erni í einka­erindum milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Ferðist félagsmenn á ­vegum fyrirtækja, félaga­samtaka eða stofnana er þeim óheimilt að nota afsláttarkjör stéttarfélaganna eða fyrir aðra fjöl­ skyldu­ meðlimi. Verði menn uppvísir af því að misnota flugmiðana hafa þeir fyrirgert frekari rétti til kaupa á flugmiðum á ­vegum stéttarfélag­anna, Framsýnar, Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar. Stéttarfélögin


Þingiðn mótmælir breytingum á yfirvinnuálagi Sparisjóður S-Þing í sókn Stjórn Þingiðnar hefur sent frá sér ályktun vegna yfir­ standandi kjaraviðræðna milli Samiðnar og Samtaka atvinnu­lífsins sem snúast m.a. um vinnutímabreyt­ingar, það er niðurfellingu á neysluhléum og lækkun á yfir­ vinnuálaginu. Þingiðn hefur áhyggjur af stöðunni. Samiðn fer með samningsumboð félagsins. Stjórnin samþykkti að senda frá sér svohljóðandi ályktun um stöðu mála. “Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum hafnar alfarið hugmyndum Samtaka atvinnulífsins sem byggja ­ á því að fella niður neysluhlé, lengja dagvinnutímabil og heimilt verði að fleyta yfirvinnutíma milli mánaða og gera að dagvinnu. Þá er breytingum á yfirvinnuálagi, það er úr 80% í 66% hafnað. Slíkar hugmyndir eru fráleitar að mati Þingiðnar og ber að vísa út af borðinu þegar í stað. Þess í stað er mikilvægt að samninganefnd Samiðnar tryggi iðnaðarmönnum viðunandi lífskjör í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld. Kjör sem taki mið af menntun og ábyrgð iðnaðarmanna til samræmis við aðrar sambærilegar stéttir þar sem menntunar er krafist.”

Stjórn Þingiðnar hefur þegar komið sínum athugasemdum á framfæri við stjórn Samiðnar.

Stofna öflugan starfsmenntasjóð Á síðasta aðalfundi Þingiðnar var samþykkt að ­stofna fræðslusjóð Þingiðnar m.a. með því að félagsmenn ­greiddu 0,3% af launum sínum til sjóðsins sem innheimt verður með félagsgjaldinu. Félagsgjaldið verður áfram 0,7%. ­Þetta þýðir að framlag félagsmannsins til Þingiðnar verður í heildina 1% frá 1. janúar 2019.

Linda og Jónína færðu Gunnhildi og Helgu Dögg blómvönd frá stéttarfélögunum.

Sparisjóður Suður-Þingeyinga opnaði nýja afgreiðslu á Húsavík í febrúar að Garðarsbraut 26, það er í húsnæði stéttar­ félaganna í Þingeyjarsýslum þar sem áður var þjónustuskrifstofa VÍS. Að því tilefni færðu starfsmenn stéttar­ félaganna þær Jónína Hermanns­ dóttir og Linda Margrét Baldursdóttir starfsmönnum sparisjóðsins blómvönd um leið og þær voru boðnar vel­komnar í húsið. Starfsmenn sparisjóðsins á Húsavík eru; Helga Dögg Aðalsteinsdóttir þjónustustjóri og Gunnhildur Gunnsteins­ dóttir þjónustufulltrúi. Gunnhildur og Helga Dögg þ ­ ökkuðu fyrir sig og sögðu alla hjartanlega velkomna á nýja staðinn en útibú sparisjóðsins var áður í Öskjuhúsinu á Húsavík. Fyrir er spari­sjóðurinn með þjónustu á Laugum og í Mývatns­ sveit. Spari­sjóður Suður-Þingeyinga h ­ efur verið í m ­ ikilli sókn undanfarið og verður svo vonandi áfram enda metnaðar­full fjármálastofnun í heimabyggð. Fjölmargir einstaklingar, sveitarfélög, fyrirtæki og félagasa­ samtök eins og stéttarfélög í Þingeyjarsýslum eru stofnfjárfestar í Sparisjóði Suður- Þingeyinga.

The unions airfares -For members onlyPlease keep in mind that the unions discount of airfares with Eagle air is for members only who travel between Húsavík and Reykjavík on a private errand. If members are traveling on the behalf of companies, organizations or institutions they are not allowed to use the unions discount. It is also not allowed to use the discount for other family members. It someone is caught misusing the discount fares, he or she is no longer allowed to buy fares from Framsýn, Þingiðn, Starfsmannafélag Húsavíkur and Verkalýðsfélag Þórs­ hafnar. The unions Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a r s ýslnum

7


Tveir magnaðir

Gagn og gaman Nemendur í 10. bekk Borgarhólsskóla komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í byrjun febrúar. Fulltrúi stéttar­félaganna fór yfir helstu atriði sem tengjast stéttar­ félögum og vinnumarkaði. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk á þessum aldri að gera sér grein fyrir sinni stöðu á vinnumarkaði til þess að vera með á nótunum frá upphafi. Heimsóknin var ánægjuleg og ekki spurning að þeim verður haldið áfram. Rétt er að minna á að stéttarfélögin eru ávallt klár að koma í heimsóknir í skóla.

Sigurður Dagbjartsson starfsmaður Íþróttahallarinnar á Húsavík og Björn Elí Víðisson sem kemur að þjálfun hjá Völsungi eru báðir góðir drengir. Þeir tóku spjall við fulltrúa frá stéttar­félögunum sem heilsaði upp á þá á ­dögunum. Að sjálfsögðu voru kjara­málin tekin til umræðu sem og önnur gáfuleg umræðuefni.

Framtíðin er björt sé tekið mið af þeim glæsilegu ungmennum sem komu í heimsókn til stéttarfélaganna til að fræðast um vinnumarkaðinn.

Góðir gestir í heimsókn Góðir gestir komu í heimsókn til Framsýnar. Þetta voru þær Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður og ­Silja Jóhannesdóttir sveitarstjórnarfulltrúi á Húsavík. Þær gegna þessum störfum fyrir Samfylkinguna. Heilsuðu ­ þær upp á formann Framsýnar til að fræðast um stöðuna í ­ kjaraviðræðum verkalýðshreyfingarinnar og S­amtaka atvinnulífsins. Aðalsteinn greindi þeim frá því enda ­þátttakandi í viðræðunum fyrir hönd Framsýnar. B ­ yggðaog atvinnumál komu e ­innig til umræðu og tillögur um skattamál og húsnæðismál sem lagðar hafa verið fram. ­Fundurinn var gagnlegur fyrir gestina og formann ­Framsýnar.

8

Frét t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýsln u m

Kóngurinn í fjallinu Páll Ríkarðsson starfsmaður Norðurþings hefur staðið ­vaktina í Húsavíkurfjalli undanfarnar vikur en fjöldi fólks hefur lagt leið sína á skíði í Skála­ melinn. Aðstaðan er frábær þegar snjó setur í brekkuna ­ sem er reyndar allt of sjaldan fyrir skíðafólk, en er á meðan er. Þegar tíðindamaður Frétta­ bréfsins var á svæðinu voru ­allir brosandi og Palli aðstoðaði þá sem á því þurftu að halda að komast í lyftuna upp á topp.


Sjómenn funda

Markmið Framsýnar að samningar takist Þó nokkuð hefur verið um fyrirspurnir frá fyrirtækjum og stofnunum til skrifstofu stéttarfélaganna varðandi ­stöðuna í kjaraviðræðum og hugsanlegar verkfallsaðgerðir þar sem kjaraviðræðurnar eru í hnút þegar þetta er skrifað. Því er til að svara að Framsýn mun leita allra leiða til að samningar takist svo ekki þurfi að koma til verkfallsátaka á félagssvæðinu. Félagið er hins vegar ágætlega undir það búið, komi til átaka á vinnumarkaði með um 200 milljónir í vinnudeilusjóði sem síðast var notaður þegar sjómenn fóru í verkföll í byrjun árs 2017.

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar fór fram í lok síðasta árs en hefð er fyrir því að halda fundinn þegar ­flestir sjómenn eru í jólafríi enda ekki auðvelt að ­halda hann á öðrum tímum árs. Að venju fór fundurinn vel fram og góðar umræður urðu um starfsemi deildarinnar, frjálsa félagaaðild, uppsagnir í sjávarútvegi og ­komandi kjaraviðræður við útgerðarmenn en kjarasamningur Sjómanna­ sambands Íslands og samtaka útgerðarmanna rennur út í lok næsta árs. Þá var gengið frá kjöri á nýrri stjórn sem er eftirfarandi: Jakob Gunnar Hjaltalín formaður Heiðar Valur Hafliðason varaformaður Björn Viðar ritari Börkur Kjartansson meðstjórnandi Aðalgeir Sigurgeirsson meðstjórnandi Hægt er að fræðast betur um fundinn inn á heimasíðu stéttarfélaganna, framsyn.is

Uppbót til starfsmanna sveitarfélaga Minnum félagsmenn Framsýnar, STH og Verkalýðsfélags Þórshafnar sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum á sérstaka eingreiðslu sem greiðast átti til þeirra þann 1. febrúar síðastliðinn.

Starfsmenn sveitarfélaga kr. 42.500

Um er að ræða kjarasamningsbundna eingreiðslu sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf sem var við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfs­ tíma og starfshlutfall í desember 2018.

Það eru mörg undarleg farartæki sem hafa verið í umferð í vetrarríkinu sem geisað hefur undanfarnar vikur. Hér má sjá Hall Þór Hallgrímsson á sérsmíðuðu farartæki við Húsavík sem er blanda af mótorhjóli og snjósleða. Hallur var ánægður með farartækið og sagðist komast á því um allt.

Fréttabréf um orlofskosti Unnið er að því að ganga frá orlofskostum sem félags­ mönnum stendur til boða sumarið 2019. Sameiginleg orlofsnefnd stéttarfélaganna hefur setið á fundum til að klára málið. Fréttabréf með orlofskostum sumarsins verður gefið út um miðjan mars og þar verður einnig hægt að fi ­ nna eyðublað sem menn geta skilað inn til Skrifstofu stéttarfélaganna. Þá verður einnig hægt að senda eyðublöðin inn til félaganna með tölvupósti. Nánar um það í næsta Fréttabréfi.

Starfsmenn ríkisins kr. 45.000

Um er að ræða kjarasamningsbundna eingreiðslu sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við þá sem eru í fullu starfi í janúar 2019. Þeir sem eru í hlutastarfi og/ eða hafa starfað hluta úr mánuði skulu fá hlutfallslega greiðslu. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a r s ýslnum

9


Fundað með PCC Framsýn stéttarfélag og Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum hafa undanfarnar vikur og mánuði átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna PCC BakkiSilikon hf. um breytingar á sérkjarasamningi aðila sem rann út um áramótin. Stéttarfélögin hafa þrýst á að samningaviðræðurnar kláruðust sem fyrst. Meðal þess sem unnið hefur verið að er þróun á frammistöðutengdu bónuskerfi, sem ætlað er að bæta kjör í verksmiðjunni og auka um leið verðmæti framleiðslunnar. Metnaður PCC er að framleiða hágæðavöru. Til að liðka fyrir samningum hækkaði PCC laun starfsmanna um allt að 6% frá og með síðustu áramótum. Auk þess samþykkti PCC í fyrstu að greiða starfsmönnum 8% framleiðslukaupauka frá sama tíma út janúar. Fyrirtækið hefur nú samþykkt að greiða sömuleiðis 8% kaupauka í febrúar meðan unnið verði að því að þróa kerfið betur. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, fagnar útspilli PCC, það er að koma til móts við kröfur stéttarfélaganna fyrir hönd starfsmanna þrátt fyrir að ekki hafi náðst samningar. Yfirlýsing PCC hafi verið unnin í góðu samstarfi við stéttarfélögin. Að sögn Aðalsteins verður viðræðum fram haldið næstu vikurnar, eða þar til samningar hafa náðst. Vilji aðila sé að klára viðræðurnar með samningi eigi síðar en í mars.

Samninganefnd Framsýnar og Þingiðnar hafa fundað reglulega með forsvarsmönnum PCC og Samtaka atvinnulífsins.

Trúnaðarmannanámskeið í boði Framsýn stendur fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði í byrjun apríl. Það er 1. og 2. apríl, sem er mánu­dagur og þriðjudagur. Ætlast er til þess að allir trúnaðarmenn Framsýnar sæki námskeiðið sem jafnframt verður opið þeim trúnaðarmönnum sem eru í öðrum stéttarfélögum á svæðinu eins og Starfsmannafélagi Húsavíkur, Þingiðn og Verkalýðsfélagi Þórshafnar. Reiknað er með að halda námskeiðið á Húsavík í fundaraðstöðu stéttarfélaganna. 10

Frét t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýsln u m

GPG með námskeiðahald GPG-Seafood stóð fyrir 48 stunda kjarasamnings­bundnum fiskvinnslunámskeiðum á Húsavík og á ­ Raufarhöfn í janúar. Starfsmenn stéttarfélaganna komu að ­ kennslu á námskeiðunum en Þekkingarnet Þingeyinga hafði ­umsjón með námskeiðunum fyrir hönd fyrirtækisins. Eins og ­kunnugt er starfar fólk frá mörgum þjóðlöndum við fiskvinnslu á Íslandi. Á námskeiðinu á Raufarhöfn tóku til að mynda nemar af sex þjóðernum þátt í námskeiðinu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru af ­nemendum á námskeiðunum.


Gleði og alvara í starfi Framsýnar Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til síðasta fundar ársins um miðjan desember. Mörg mál voru á dagskrá fundarins. Í lok fundar var síðan boðið upp á kvöldverð frá Fosshótel Húsavík og skemmtiatriði sem fundarmenn sáu sjálfir um. Hefð er fyrir því að halda útvíkkaðan fund stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar í desember. Auk fulltrúa úr stjórn og trúnaðarráði var starfsmönnum ­félagsins, stjórn sjúkrasjóðs, trúnaðarmönnum og stjórnarmönnum í Framsýn-ung boðið að sitja fundinn. Heiðursgestir fundarins voru Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar og Aðalbjörn Jóhannsson formaður ASÍ-UNG. Fundurinn fór vel fram, sjá meðfylgjandi myndir frá kvöldinu en mikið er lagt upp úr hópefli innan Framsýnar enda mikilvægt að það sé bæði skemmtilegt og gefandi að taka þátt í verkalýðsbaráttu. Um þessar mundir er frábært fólk sem kemur að störfum fyrir félagið.

Allir í stuði Að venju voru stéttarfélögin með opið hús á aðventunni í desember. Boðið var upp á kaffi og meðlæti af bestu gerð frá Heimabakaríi. Börn og unglingar úr Tónlistar­skólanum á Húsavík komu í heimsókn og spiluðu jólalög og ­önnur skemmtileg lög ásamt kennurum. Öðlingurinn Jón Sigurjóns­son kom einnig við og fékk sér kaffi og spilaði nokkur lög á harmonikku. Ungu börnin fengu glaðning frá jólasveininum. Dagurinn var í alla staði mjög gleðilegur en um 200 manns komu í jólakaffið. Við þökkum fyrir okkur. Sjá myndir frá deginum.

Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a r s ýslnum

11


islandsbanki.is

Snertilausar greiðslur Íslandsbanka

Borgaðu með símanum í næsta posa Sæktu kortaappið og tengdu kreditkortið þitt. Þú borgar snertilaust í posum um allan heim með Android og innan skamms með iOS og snjallúrum.

440 4000

Nánar á islandsbanki.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.