Fréttabréf stéttarfélaganna febrúar 2022

Page 1

Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Blaðsíða 6

Mývatnssveitin er æði

Blaðsíða 8

Námsstyrkir í boði

Blaðsíða 12

Hjálparsveit Skáta í viðbragðsstöðu


1. tbl. 33. árgangur • Febrúar2022

Forsíða Þorri er nafnið á fjórða mán­ uði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugar­ dagur er nefndur þorra­þræll. Það er við hæfi að hafa forsíðu­ myndina á Þorr­ anum af falleg­ um fjár­ hóp úr Hvoli í Aðaldal. ÚTGEFENDUR Þingiðn, félag iðnaðarmanna Starfsmannafélag Húsavíkur Framsýn- stéttarfélag HEIMILISFANG Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík SÍMI 464 6600 NETFANG kuti@framsyn.is HEIMASÍÐA www.framsyn.is ÁBYRGÐARMAÐUR Aðalsteinn Á Baldursson Yfirlestur og ráðgjöf Ósk Helgadóttir Fréttabréfið er skrifað 3. febrúar 2022 UPPLAG 1800 PRENTUN Héraðsprent

STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR

2

Vinnumiðlun- hugmynd í vinnslu Um þessar mundir er unnið að því að uppfæra heimasíðu stéttarfélaganna og gera hana enn aðgengilegri fyrir félagsmenn og aðra þá sem leita þurfa eftir upplýsingum á síðunni. Til skoðunar er að opna á aðgengi fyrirtækja eða stofnana að starfatorgi/ vinnu­miðlun. Það er að aug­­lýs­ingar um laus störf verði aðgengileg á síðunni á hverjum tíma. Þannig geti fyrirtæki auglýst eftir starfs­mönnum með því að koma auglýsingu á framfæri við síðuna. Verði hugmyndin að veruleika gætu þeir sem væru í atvinnu­leit einnig farið inn á síðuna og kannað þau störf sem væru laus til umsóknar. Um er að ræða frábæra hugmynd sem myndi án efa auðvelda fyrir­ tækjum/ stofnunum að fá fólk í vinnu. Sömuleiðis gæfist félags­mönnum stéttar­félag­ anna tækifæri á að skrá sig í atvinnuleit. Um væri að ræða endurgjaldslausa Ásrún Ásmundsdóttir starfar hjá Vinnumálastofnun, hér er hún þjón­ ustu fyrir félagsmenn ásamt Ingunni Ástu Egilsdóttur sem rekur Naustið sem er vinsæll og fyrirtæki/stofnanir. Mark­ veitingastaður á Húsavík. Hún er ein af þeim fyrirtækjaeigendum mið stéttarfélaganna með sem eru farnir að leita sér að starfsfólki fyrir sumarið. Verði hugmynd þessu er að auðvelda félags­ stéttarfélaganna að veruleika með að opna fyrir vinnumiðlun á mönnum í atvinnuleit að fá heimasíðu stéttarfélaganna mun það gagnast henni og öðrum atvinnurekendum á svæðinu að finna fólk til starfa. vinnu við sitt hæfi.

Auglýsing Um greiðslu á félagsgjaldi Félagsgjöld í Framsýn eru ákveðin á aðalfundi félagsins á hverjum tíma. Þau hafa verið óbreytt til fjölda ára eða 1% af launum starfsmanna. Til að teljast fullgildur félagsmaður þurfa menn að vera á vinnumarkaði og hafa náð að greiða lágmarksfélagsgjald kr. 12.075,- á árinu 2021. Félagsmenn sem eru á vinnumarkaði og ná ekki að greiða lágmarksgjaldið s.s. vegna þess að þeir eru í hlutastarfi eða störfuðu á vinnumarkaði, aðeins hluta af árinu, stendur til boða að greiða mismuninn á greiddu félagsgjaldi á árinu og lágmarksgjaldinu enda ætli þeir sér að vera áfram á vinnumarkaði. Geri menn það hafa menn fullt kjörgengi í félaginu og teljast fullgildir félagsmenn. Eða eins og stendur í lögum félagsins; „Þeir félagsmenn, sem ekki hafa náð að greiða það lágmarksgjald, sem aðalfundur hefur ákveðið skulu færðir á aukafélagaskrá. Greiði þeir skuld sína vegna næstliðins starfsárs fyrir 31. mars, skulu þeir á ný færðir á skrá yfir fullgilda félagsmenn.“ Rétt er að taka skýrt fram að greiðslur til félagsmanna úr sjóðum félagsins s.s. sjúkra- orlofs eða starfsmenntasjóðum taka ávallt mið af greiðslum atvinnurekenda í þessa sjóði af viðkomandi félagsmönnum, ekki af lágmarksgjaldinu enda kjarasamningsbundið að atvinnurekendur greiði í þessa sjóði, en ekki almennir félagsmenn. Þeir sem eru hættir á vinnumarkaði stendur ekki til boða að greiða lágmarksgjaldið, enda eru þeir ekki á vinnumarkaði. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna eða með því að senda fyrirspurn á netfangið kuti@ framsyn.is.

Frét t a bré f s tét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m


Skerpa starfsreglur

-vegna þeirra sem hættir á vinnumarkaðiUm þessar mundir er starfandi nefnd á vegum Framsýnar sem vinnur að því að yfirfara reglur varðandi réttindi félags­ manna við starfslok, sérstaklega hvað varðar al­ ­ menna þjónustu, áunninn réttindi og greiðslur úr sjóðum félagsins. Vissulega þurfa reglurnar að byggja á lögum, reglugerðum sjóða og ákvæðum kjarasamninga. Reiknað er með að þessari vinnu ljúki á næstu vikum og þá verði gefnar út leiðbeinandi reglur fyrir þennan sístækkandi hóp félagsmanna. Reglurnar koma vonandi til með að taka gildi með vorinu.

Við það er miðað að félagsmenn sem láta af störfum á vinnu­ markaði eigi áfram rétt á almennri þjónustu hjá félaginu, sem fellur undir starfsemi stéttarfélaga og lífeyrissjóða út æviskeiðið. Sama á við um aðgengi að lögfræðingum, flugmiðum með Flugfélaginu Erni, hótelgistingu, orlofsferðum, orlofsíbúðum, sumarhúsum og öðrum orlofskostum á vegum félagsins á hverjum tíma. Þessi listi er ekki tæmandi yfir réttindi félagsmanna sem

hverfa af vinnumarkaði hvað varðar almenn réttindi hjá félaginu. Forsendan er að viðkomandi einstaklingur hafi verið full­ gildur félagsmaður í fimm ár fyrir starfslok á vinnumarkaði. Tekið er tillit til þess, hafi menn verið frá vinnu vegna eigin veikinda á tímabilinu umfram kjarasamningsbundinn veikindarétt. Varðandi starfslokin er horft til þess að miða þau við 60 ára aldur. Réttur þessi miðast við 67 ára aldur í dag. Gangi þessar breytingar eftir er um að ræða verulega réttarbót fyrir viðkomandi aldurshóp hjá félaginu. Þá er lagt til að félagsmenn haldi réttindum sínum til náms­­ styrkja í allt að 24 mánuði frá því þeir hættu á vinnu­markaði. Rétt er að taka fram að í einhverjum til­ fellum getur rétturinn verið aðeins lengri eða styttri. Úthlutunarreglurnar taki mið af reglugerðum viðkomandi sjóða sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn í gegnum kjarasamninga. Þrátt fyrir að almenna reglan sé sú að við starfslok missi menn réttindi úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga eða í síðasta lagi eftir 6 til 12 mánuði frá starfslokum, er lagt til að félags­ menn haldi fullum réttindum í 3 ár frá starfslokum. Þannig leggur nefndin til að gert verði betur við félagsmenn Framsýnar en þekkist almennt hjá öðrum sambærilegum stéttarfélögum. Reyndar hefur þessi regla verið opnari en þetta hjá félaginu fram að þessu, sem stangast á við til­ gang sjúkrasjóða. Ákveðnar reglur þurfa að gilda hvað varðar útgreiðslur úr sjóðnum þar sem greiðslur inn í sjóðinn koma frá atvinnurekendum í gegnum kjarasamninga og er hugsað sem ákveðið öryggisnet fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Það er, launþegar greiða ekki framlag í sjóðinn, heldur atvinnurekendur. Hér eftir sem hingað til munu aðstandendur eiga rétt á útfararstyrk fyrir félagsmenn sem falla frá eftir starfslok á vinnumarkaði.

Átt þú erindi í stjórn Stapa lífeyrissjóðs? Framsýn stéttarfélag auglýsir eftir aðilum til að bjóða sig fram í stjórn Stapa lífeyrissjóðs kjörtímabilið 2022-2024. Launþegar skipa sameiginlega fjóra stjórnarmenn í stjórn sjóðsins og fulltrúaráð sjóðsins staðfestir skipunina. Framsýn tilnefnir einn aðila í stjórn Stapa á næsta ársfundi sjóðsins. Tilnefning Framsýnar tekur mið af kynjasamsetningu stjórnar. Áhugasöm geta gefið kost á sér með að senda kynningarbréf og starfsferilskrá eigi síðar en 28. febrúar 2022. Gögn skulu berast í tölvupósti á póstfangið kuti@framsyn.is eða á skrifstofu Framsýnar merkt „Framsýn/Stapi“. Við mat á hæfi umsækjanda verður m.a. horft til eftirfarandi: • Umsækjandi skal vera launþegi (ekki sjálfstætt starfandi/einyrki) sem greiðir skyldubundið lífeyrisiðgjald til Stapa lífeyrissjóðs og sé einnig félagsmaður í Framsýn. • Umsækjandi skal uppfylla skilyrði m.a. um fjárhagslegt sjálfstæði, óflekkað mannorð, þekkingu og starfsreynslu í samræmi við ákvæði reglna 180/2013 um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða. • Umsækjandi skal vera reiðubúinn að undirgangast munnlegt hæfismat Fjármálaeftirlitsins. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Árni Baldursson í síma 8646604, tölvupósti kuti@framsyn.is og á skrifstofu Framsýnar. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n geyj ar sýslum

3


Breytingar á launakjörum iðnaðarmanna Launahækkanir 1. janúar 2022 Almenn launahækkun: Mánaðarlaun þeirra sem taka ekki laun eftir gildandi launatöflu Samiðnar hækka um kr. 17.250 á mánuði. Taki menn hins vegar laun eftir gildandi kaup­töxtum hækka mánaðarlaunin um kr. 25.000,- á mán­ uði. Vinnutímabreytingar 1. janúar 2022 Hafi ekki þegar verið búið að semja um vinnutímastyttingu á viðkomandi vinnustað í samræmi við grein 3.1.2. í kjara­ samningi um styttingu vinnutímans tekur gildi 1. janúar 2022 einhliða ákvörðun starfsmanna í kosningu, þar sem meirihluti ræður, um að stytta vinnutímann.

Verslunar- og skrifstofufólk

Komið ykkar kröfum á framfæri Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hefur hafið undirbúning að mótun kröfugerðar fyrir félagsmenn enda kjarasamningar lausir á árinu. Hvað það varðar er afar mikilvægt að þið komið ykkar tillögum að kröfugerð á framfæri við félagið á næstu vikum. Ekki þarf að ítreka mikilvægi þess að starfsmenn sjálfir móti kröfugerðina með því að koma sínum tillögum á framfæri við stjórn deildarinnar innan Framsýnar. Ábend­ ingar sendist á netfangið kuti@framsyn.is. Koma svo kæru félagar nær og fjær! Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar

Kauptaxtar komnir á netið Nýir kauptaxtar fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum, hjá ríki og sveitarfélögum eru komnir á heimasíðu stéttar­ félaganna framsyn.is. Kauptaxtarnir gilda frá 1. janúar til 31. desember 2022 hjá starfsfólki á almenna markaðinum og sveitarfélögum en frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023 hjá starfsmönnum ríkisstofnana. 4

Frét t a bré f s tét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Auglýsing um kjör í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Þingiðnar, kjörtímabilið 2022-2024 Aðalstjórn: Jónas Kristjánsson Formaður Bílaleiga Húsavíkur ehf. Vigfús Þór Leifsson Varaformaður Norðurvík ehf. Hólmgeir Rúnar Hreinsson Ritari Trésmiðjan Rein ehf. Þórður Aðalsteinsson Gjaldkeri Trésmiðjan Rein ehf. Jónas Hallgrímsson Meðstjórnandi Trésmiðjan Rein ehf. Aðalstjórn er jafnframt stjórn sjúkra-, orlofsog vinnudeilusjóðs Varastjórn: Gunnólfur Sveinsson Gunnar Sigurðsson Daníel Jónsson Hörður Ingi Helenuson

Vinnustaður: Bílaleiga Húsavíkur ehf. Eimskip hf. Curio ehf. Fagmál ehf.

Trúnaðarmannaráð: Sigurjón Sigurðsson Kristján G. Þorsteinsson Andri Rúnarsson Kristinn Jóhann Lund Rafnar Berg Agnarsson Bjarni Björgvinsson

Norðurvík ehf Bílaleiga Húsavíkur ehf. Fjallasýn ehf. Curio ehf. PCC Bakki Norðurvík ehf.

Varatrúnaðarmannaráð: Sveinbjörn Árni Lund Kristján Gíslason Sigurður Sigurjónsson Bjarni Gunnarsson

Curio ehf. Norðlenska ehf. Bifreiðaskoðun Íslands ehf. Bílaleiga Húsavíkur ehf.

Skoðunarmenn ársreikninga: Kristján Gíslason Arnþór Haukur Birgisson Varamenn: Steingrímur Hallur Lund Sigurmundur Friðrik Jónasson Kjörnefnd: Davíð Þórólfsson Gunnólfur Sveinsson Kristján Gíslason

Kjörstjórn: Þorvaldur Ingi Björnsson Vigfús Þór Leifsson Varamaður: Andri Rúnarsson

Fulltrúi félagsins 1. maí nefnd: Jónas Kristjánsson

Heimilt er hverjum fullgildum félaga að koma með breytingartillögur um félagsmenn í einstakar trúnaðarstöður eða koma fram með nýja heildartillögu um skipan í trúnaðarstöður næsta kjörtímabil. Breytingartillögu skal fylgja skrifleg heimild frá þeim sem stungið er upp á og meðmæli a.m.k. 10% fullgildra félagsmanna. Nýjum heildartillögum þurfa að fylgja skrifleg meðmæli a.m.k. 20% félagsmanna. Skylt er að koma breytingartillögum til skrifstofu félagsins að Garðarsbraut 26, 640 Húsavík, fyrir 1. mars 2022. Athygli er vakin á því að samkvæmt 10. gr. félagslaga c-lið eru félagsmenn skuldbundnir til að gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið, nema einhver sú ástæða hamli, sem félagsfundur tekur gilda. Enginn getur, nema af frambornum ástæðum sem félagsfundur tekur gilda, skorast undan að taka kosningu í stjórn eða útnefningu til annarra starfa í þágu félagsins. Þó getur starfandi stjórnarmaður, sem verið hefur þrjú ár samfellt í stjórn félagsins, skorast undan stjórnarstörfum í jafnlangan tíma. Sama gildir um önnur trúnaðarstörf í þágu félagsins.

Kjörnefnd Þingiðnar


Sjómenn álykta um stöðuna í kjaramálum sjómanna Miklar og góðar umræður urðu á aðalfundi Sjómanna­ deild­­ar Framsýnar fyrir áramótin um kjaramál og mál­ efni sjómanna. Frekari upplýsingar um fundinn er hægt að nálgast inn á heimasíðu stéttarfélaganna fram­syn.is. Fundurinn samþykkti samhljóða að senda frá sér svo­hljóð­ andi ályktun en sjómenn hafa verið samnings­lausir í tvö ár: „Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar stéttarfélags, haldinn 29. desember gagnrýnir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) harðlega fyrir vanvirðingu þeirra í garð sjómanna. Sjómenn hafa nú verið samningslausir í tvö ár. Vegna áhugaleysis útgerðarmanna er ekki að sjá að samningar takist á næstu mánuðum og árum. Sjómenn geta ekki látið útgerðarmenn komast endalaust upp með hroka og virðingarleysi gagnvart stéttinni. Hvar væru útgerðarmenn án sjómanna? Aðalfundurinn krefst þess að SFS gangi nú þegar til raun­ verulegra viðræðna við samninganefnd Sjómanna­sambands Íslands með það að markmiði að ljúka samningagerðinni sem fyrst. Hagnaður útgerðarinnar hefur verið um 181.000 milljónir króna á síðustu fimm árum eða um 36.000 milljónir króna á ári að meðaltali. Það ætti því ekki að reynast SFS þung byrði að koma til móts við kröfur sjómanna s.s. með 3,5% viðbótarframlagi í lífeyrissjóði eins og aðrir launþegar hafa í dag sem þykir sjálfsagður réttur. Kostnaðaraukinn af þeirri aðgerð er innan við eitt þúsund milljónir króna á ári. Sjómenn, hingað og ekki lengra! Það er okkar að sækja fram og krefjast þess að þegar í stað verði gengið frá kjarasamningi við sjómannasamtökin. Vilji sjómanna er að það verði gert með friðsamlegum hætti. Sé það hins vegar vilji SFS að hunsa sjómenn eitt árið enn sér Sjómannadeild Framsýnar fyrir sér að blásið verði til aðgerða strax á nýju ári til að knýja á um gerð kjarasamnings.“

Starfsmenn sveitarfélaga Ert þú búin að fá greiðslu úr sjóðnum?

Framsýn stéttarfélag

Allir félagsmenn Framsýnar sem störfuðu hjá sveitar­ félagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2021 til 31. desember 2021 eiga að fá greitt úr Félagsmannasjóði SGS þann 1. feb­rú­ar nk. Sjóðurinn er vistaður hjá Starfs­greina­ sambandi Íslands og er 1,5% af heildar­launum við­ komandi starfsmanna. Til að hægt sé að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist þarf að skrá reiknings­ upp­lýsingar á slóð sem hægt er að nálgast inn á heimasíðu stéttarfélaganna, framsyn.is, undir frétt um félagsmannasjóðinn. STARFSMANNAF HÚSAVÍKUR

Starfsmannafélag Húsavíkur

Aðildarfélög innan BSRB sem semja fyrir starfsmenn sveitarfélaga, sömdu um Kötlu félagsmannasjóð í kjara­­­samningum aðildarfélaganna og Sambands Íslenskra sveitarfélaga í mars 2020, með gildistíma frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023. Aðild að sjóðnum eiga einnig eftir atvikum félagsmenn sem starfa hjá tengd­ um aðilum s.s. á hjúkrunarheimilum og þeim sem eru með sama ákvæði í kjarasamningi Sam­bandsins og aðildarfélaganna. Tekjur sjóðsins árið 2021 voru 1,24% af heildarlaunum þeirra starfsmanna sem aðild eiga að sjóðnum. Aðildarfélög að Kötlu félagsmannasjóði eru öll bæjar­­ starfsmannafélög BSRB, þar á meðal Starfs­ manna­ félag Húsavíkur. Hlutverk sjóðsins er m.a. að auka tækifæri sjóðsfélaga til starfsþróunar, m.a. með því að sækja sér fræðslu og endurmenntun og með því að sækja ráðstefnur, þing og námskeið til þess að þróa sína starfshæfni. Rétt er að taka fram að félags­ menn starfsmannafélagsins sem ráðnir eru inn á forsendum háskólamenntunar geta hugsanlega ekki átt rétt á greiðslum úr Kötlu þar sem greitt er af þeim í annan sjóð, Vísindasjóð. Skorað er á félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur að sækja sinn rétt hjá sjóðnum. Það gera menn með því að fara inn á https:// katla.bsrb.is/

Members rights to learn Icelandic

Ný heimasíða í vinnslu Þessar vikurnar er unnið að því að uppfæra heimasíðu stéttarfélaganna. Við reiknum með að taka nýja heimasíðu í gagnið síðar í vetur til að koma betur til móts við fjölmarga notendur síðunnar. Samið var við vefsíðufyrirtækið Dorado um að vinna verkið með stéttarfélögunum.

Union members/Framsýn with different native language than Icelandic can apply for up to 90% subsidy of Icelandic tuition fees. They have the right to do this after beeing a member of the union for only one month. Usally members have to have been members in the union for six months in order to get the right to a subsidy to tuition fees but in the case of the Icelandic courses the rulu is only one month. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n geyj ar sýslum

5


Ánægjuleg heimsókn í Mývatnssveitina

Nýverið heimsóttu formaður og varaformaður Framsýnar, þau Aðalsteinn Árni Baldursson og Ósk Helgadóttir Björgunar­ sveitina Stefán í Mývatnssveit. Var tilgangur heim­­sóknarinnar að afhenda sveitinni 250.000,- peninga­ gjöf frá Framsýn, líkt og öðrum björgunarsveitum á félags­ svæðinu hefur verið veitt undanfarið. Framsýn hefur árlega lagt talsverða upphæð til samfélagsmála og tók aðal­fundur félagsins um það ákvörðun síðastliðið vor að leggja tæpar tvær milljónir króna í þetta verkefni, það er að styðja við bakið á björgunarsveitum á svæðinu. Vill félagið með því leggja sitt að mörkum til að styðja við starf björgunarsveitanna, sem eins og öllum ætti að vera ljóst gegna lykilhlutverki í almannavarnarkerfi okkar Íslendinga. Það voru nokkrir galvaskir meðlimir björgunarsveitarinnar með formann sinn, Kristján Steingrímsson í fararbroddi, sem tóku á móti gestunum frá Framsýn og veittu gjöfinni viðtöku. Voru þeir afar þakklátir fyrir fjárstuðninginn og sögðu hann koma sér vel. Til þess að björgunarsveitirnar gætu uppfyllt sem best það hlutverk sem þær gegna, þyrftu þær að hafa yfir að ráða góðum búnaði, en viðhald og endurnýjun á tækjum og búnaði væri mjög fjárfrekt verkefni. Stefánsmenn leiddu gestina um hýbýli sín og fræddu þá um starfsemi sveitarinnar. Það gefur auga leið að björgunarsveitir á jaðri hálendisins þurfa að hafa yfir að ráða öflugum tækjabúnaði til að geta sinnt þeim margvíslegu verkefnum og tekist á við beljandi jökulfljót, misviðri og óblíða náttúru. Tækjakostur Stefáns eru heldur engin barnaleikföng, en í skemmu stendur í stafni 6 hjóla

6

Frét t a bré f s tét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Ford Econoliner á 46 “ásamt fleiri stæðilegum tækjum, s.s. Hagglund snjóbíl, fjórhjóli, vélsleðum, slöngubátum og alls kyns skyndihjálpar og björgunarbúnaði. „Hálendið hefur mikið aðdráttarafl” segja Stefánsmenn. „Mývatnssveitin er á jaðri hálendisins, sveitina heimsækir gríðarlegur fjöldi ferðamanna og fjöldi útkalla er í samræmi við það“. Björgunarsveitin Stefán er með höfuðstöðvar að Múlavegi 2, í suðurenda áhaldahúss og slökkvistöðvar. Sveitin er einnig með aðstöðu að Múlavegi 3 undir tæki og tól. Félagar í Stefáni eru um 40 talsins. Til gamans má geta þess að nafn sveitarinnar; Stefán, er tilkomið vegna björgunarafreka Stefáns Stefánssonar á Ytri Neslöndum. Stefán þótti forspár og bjargaði hann oftar en einu sinni mönnum úr lífsháska, er fallið höfðu niður um ís á Mývatni. Voru Stefáni veitt verðlaun úr opinberum sjóðum fyrir björgunarafrek sín.

Páskaúthlutun íbúða Þá er komið að því, páskarnir framundan með tilheyrandi gleði og hamingju. Að venju verðum við með sérstaka páska­úthlutun á íbúðum stéttarfélaganna. Það er á íbúð­ um félaganna í Reykjavík, Kópavogi og Akureyri. Frestur til að skila inn umsóknum um dvöl í íbúðunum um páskana er til 15. mars. Þeir sem sækja um fyrir þann tíma sitja fyrir við úthlutun á íbúðunum. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna eða með því að senda skilaboð á netfangið linda@framsýn.is.

Nýr línubátur landar á Húsavík Um miðjan desember kom nýr línubátur, Háey I ÞH 295, til lönd­ unar á Húsavík í fyrsta skiptið. Háey er í eigu GPG Seafood ehf. sem er með höfuð­stöðvar á Húsa­ vík. Báturinn, sem er 30 BT að stærð, var smíðaður hjá Víking­ bátum á Esjumelum og er af nýrri gerð báta frá fyrir­ tækinu. Heimahöfn Háeyjar I er Raufarhöfn og skip­­stjóri á henni Sævar Þór Ásgeirsson. Stéttarfélögin óska áhöfn og eigendum til hamingju með glæsilegan bát. Tölu­verður kraftur hefur verið í starfsemi GPG á Húsavík og Raufar­höfn. Háey I er annað fiskiskipið sem fyrirtækið fjárfestir í á skömmum tíma. Á síðasta ári eignaðist fyrir­ tækið öflugt skip, Jökull ÞH sem sést á myndinni með Háey I í Húsa­víkur­höfn á dögunum.


Fáni og vindátt

Flottustu starfsmennirnir

Fáni Framsýnar blaktir yfirleitt við hún úti fyrir höfuð­stöðvum stéttarfélaganna á Húsavík. Undan­­ farnar vikur hafa verið nokk­­uð vindasamar á víkinni, en við þannig aðstæður fer fán­ inn illa, trosnar og lætur á sjá. Af virðingu við fánann, sem auðvitað er stolt félagsins var ákveðið að taka hann niður tímabundið, eða þar til að veðráttan yrði skaplegri. Eftir ábendingu frá vegfaranda var hins vegar ákveðið að flagga fánanum á ný. Færði við­ komandi góð rök fyrir máli sínu og sagði svo þægilegt að gera sér grein fyrir vindáttinni á hverjum tíma með því að fylgjast með fánanum. Sam­kvæmt þessu gegnir því félagsfáni Framsýnar veigamiklu hlutverki. Annars vegar sem táknmynd fyrir staðsetningu Skrifstofu stéttar­ félaganna, en hins vegar sem leiðarvísir fyrir áhuga­fólk um veður, sem vill fylgjast með ríkjandi vindáttum á hverjum tíma. Svona fréttir eru alltaf skemmti­legar.

Forsvarsmenn Framsýnar komu við í verslun Samkaupa í Mývatns­sveit um jólahátíðina. Þar voru þau Helgi Aðal­ steinn, Helgi James Price og Malina Luca að störfum. Þau voru ánægð með lífið og tilveruna enda töluvert að gera í versluninni og því ekki yfir neinu að kvarta.

Launahækkanir um áramót 1. janúar 2022 áttu laun að hækka: Almenn laun hækka um 17.250 kr. Laun hjá þeim sem taka laun skv. kauptöxtum hækka um 25.000 kr. Kjaratengdir liðir hækka um 2.5%. Við hvetjum alla til að skoða launaseðla sína um síðustu mánaðamót og ganga úr skugga um að hækkunin hafi örugglega borist.

Hressir smiðir Hólmgeir Rúnar Hreinsson og Sören Jónsson starfa hjá Trésmiðjunni Reini. Hér má sjá þá félaga við störf þegar þeir voru að klæða gamalt og virðulegt hús sem stendur við Garðarsbrautina á Húsavík. Þeir voru ánægðir með tíðina sem hefur hjálpað mikið til þegar kemur að því að klæða íbúðarhús að utan á þessum árstíma.

Ólíðandi staða Þess var krafist á aðalfundi Sjómannadeildar Framsýnar fyrir áramótin að þegar í stað verði gengið frá kjarasamningi fyrir sjómenn á hvalaskoðunarbátum. Þrátt fyrir háværar kröfur félagsins fh. starfsmanna fyrirtækjanna hefur enn ekki tekist að ganga frá endurnýjuðum samningi við fyrirtækin sem fundarmenn sögðu ólíðandi með öllu. Eftir fjörugar umræður var ályktað um málið: „Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar stéttarfélags, hald­inn 29. desember skorar á hvalaskoðunarfyrirtækin á Húsavík að klára samningagerð við félagið sem fyrst. Framsýn hefur átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um endurnýjun á samningi við fyrirtækin. Kjarasamningnum er ætlað að tryggja starfsmönnum á sjó ákveðin kjör fyrir þeirra störf og að þeir séu tryggðir með sambærilegum hætti og aðrir sjómenn sem gegna hliðstæðum störfum hjá öðrum hvalaskoðunarfyrirtækjum. Annað er ólíðandi með öllu. Aðalfundurinn telur það vera algjört virðingarleysi við starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja að þeir séu samnings­ lausir á sjó. Framsýn hefur ítrekað krafist þess að við­ ræðurnar yrðu kláraðar með samningi, en þrátt fyrir það hefur það ekki gengið eftir. Þess vegna ekki síst er mikilvægt að samningsaðilar setjist niður og klári viðræðurnar með samningi á næstu vikum.“

Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n geyj ar sýslum

7


Góðir námstyrkir í boði fyrir félagsmenn Framsýnar Félagsmenn - þetta er skyldulesning

Á árunum 2000-2007 voru stofnaðir öflugir fræðslu­sjóð­ ir fyrir félagsmenn innan aðildarfélaga Starfsgreina­sam­ bands Íslands, Sjómannasambands Íslands og Lands­ sambands íslenskra verslunarmanna. Þetta eru sjóðirnir, Landsmennt, Sjómennt, Ríkismennt, Sveitamennt og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks. Félags­ menn Framsýnar hafa aðild að þessum fræðslusjóðum í gegnum sína kjarasamninga. Framsýn afgreiðir ein­stak­ l­ings­­styrki til félagsmanna sinna í umboði viðkomandi fræðslusjóða. Til viðbótar má geta þess að Framsýn á sinn eigin fræðslusjóð sem félagsmenn sem stunda kostn­ aðarsamt nám geta fengið greiðslur úr enda hafi þeir þegar notað sinn rétt að fullu hjá viðkomandi fræðslu­sjóði sem tilgreindur eru hér að ofan og er kjara­samningsbundinn. Hve mikið er greitt ? Miðað við núverandi reglur er greitt að hámarki kr. 130.000.- á hverju almanaksári. Aldrei er þó greitt meira en sem nemur allt að 90% af námskostnaði. Réttur félagsmanna tekur mið af greiddu félagsgjaldi síðustu 12 mánaða. Þá þurfa félagsmenn að hafa greitt félagsgjald í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum eða lengur til að eiga rétt á námsstyrkjum. Athugið, hlutfallið 90% er tímabundið til 1. maí 2022 sem hluti af Covid fræðsluátaki sjóðanna – hefur verið 75%. Það á einnig við um frístunda- og tómstundanámskeið. Uppsafnaður réttur; aukinn styrkur til náms Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu þrjú ár, eiga rétt á styrk allt að kr. 390.000.- fyrir eitt samfellt nám/ námskeið skv. reglum sjóðsins. Ferðakostnaður vegna náms getur að hámarki orðið kr. 130.000.- sem hluti af kostnaði náms/námskeiðs í þessu tilviki. Félagsgjald til Framsýnar þarf að hafa borist félaginu að lágmarki í 30 mánuði af síðustu 36 mánuðum fyrir dagsetningu um­ sóknar. Frístunda/tómstundanámskeið Félagsmönnum stendur til boða að fá styrki vegna tóm­­­ stunda­námskeiða ýmiskonar og er endurgreiðsla vegna þeirra allt að 90% af kostnaði en aldrei hærri en kr. 130.000.- á ári og dregst jafnframt af heildarupphæð einstaklingsstyrks þess árs. 8

Frét t a bré f s tét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Unga fólkið og ökunám/meirapróf Ungir sem eldri félagsmenn Framsýnar sem fara í ökunám eiga rétt á styrkjum enda hafi þeir verið greiðendur til félagsins í lengur en 6 mánuði. Sama á við um aukin öku­ réttindi/meirapróf. Réttur félagsmanna sem hverfa tímabundið af vinnu­ markaði Sá sem hverfa þarf tímabundið af vinnumarkaði af ástæðum sem valda því að ekki ber að skila tryggingagjaldi af launum hans, heldur í allt að tuttugu og fjóra mánuði þeim rétti til starfsmenntunarstyrks sem hann hafði áunnið sér hjá sjóðnum. Að tuttugu og fjórum mánuðum liðnum, frá því hann hvarf af vinnumarkaði, fellur réttur hans að fullu niður. Réttur félagsmanna í fæðingarorlofi Félagsmenn sem eru í fæðingar- eða foreldraorlofi geta nýtt sér áunnin rétt ef þeir velja að greiða félagsgjöld til Framsýnar á meðan á orlofi stendur. Réttur félagsmanna í atvinnuleit Félagsmenn í atvinnuleit halda áunnum rétti sínum eins og hann var við starfslok ef þeir velja að greiða félagsgjöld af atvinnuleysisbótum. Réttur félagsmanna sem hætta á vinnumarkaði Félagsmaður sem hverfur frá vinnu og hættir að greiða félagsgjald, heldur áunnum réttindum sínum til styrks í 3 mánuði. Að 3 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður. Réttur félagsmanna varðandi raunfærnimat Vegna kostnaðarþátttöku einstaklinga í raunfærnimati sem ekki tilheyra markhópi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins; þ.e. fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á fram­ haldsskólastigi, geta þeir sótt um allt að 90% í styrk vegna


þess sam­kvæmt gild­ andi úthlutuna­regl­ um á hverjum tíma. Réttur félagsmanna vegna starfstengds netnáms Vegna netnámskeiða þarf námskeiðið að hafa skilgreint upp­ haf, endi og vera með leiðbeinanda. Ef um áskrift að vef­ síðu­/efnisveitu með starfs­tengdum nám­ skeið­um/kennslu­­­efni er að ræða, styrkja sjóð­irnir að hámarki að­gang félagsmanna til eins árs. Réttur félagsmanna vegna íslenskunáms Félagsmenn sem hafa annað móðurmál en íslensku geta sótt um allt að 90% styrk vegna íslenskunáms eftir mánaðar félagsaðild að Framsýn. Athugið hér er um sérstaka reglu að ræða sem gildir um íslenskunámskeiðin þar sem menn þurfa almennt að hafa greitt til félagsins í sex mánuði til að öðlast rétt til námsstyrkja hjá félaginu. Réttur öryrkja og ellilífeyrisþega Félagsmenn sem hætta á vinnumarkaði vegna aldurs eða örorku halda áunnum rétti sínum til einstaklingsstyrkja í allt að 24 mánuði frá því þeir hætta á vinnumarkaði. Smá desert frá Framsýn Fullgildir félagsmenn sem nýta sér fulla kjarasamnings­ bundna námsstyrki geta sótt um aukastyrk úr Fræðslusjóði Framsýnar, allt að kr. 100.000,- þó aldrei meira en 50% af kostnaði við námið samkvæmt gildandi starfsreglum á hverjum tíma. Hvernig sækja menn um námsstyrki? Fylla þarf út umsóknareyðublað sem er inn á heimasíðu Framsýnar eða á síðum fræðslusjóðanna og skila ásamt reikningi/kvittun á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Umsókn þarf að berast félaginu innan 12 mánaða frá dagsetningu reiknings. Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku. Þá verður að vera sundurliðuð kostnaðarskipting, þ.e. ekki er greitt fyrir ferðir, gistingu og uppihald. Brýnt er að allur texti sé skýr og skilmerkilegur. Sé þýðing ekki fyrir hendi fæst ekki greiddur styrkur. Umsókn þarf að berast félaginu innan 12 mánaða frá dagsetningu reiknings. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••

Ferða- og dvalarstyrkir

Þeir einstaklingar sem þurfa að sækja styrkhæft nám/ námskeið um langan veg eiga rétt á stuðningi við ferðaog dvalarkostnað. Um er að ræða einstaklingsstyrk sem sótt er um á sérstöku eyðublaði sem nálgast má inn á heimasíðu Framsýnar eða á síðum sjóðanna.

Reglur um sérstaka ferða- og dvalarstyrki: • Akstur 50% af almennu kílómetragjaldi eins og það er ákveðið hverju sinni skv. taxta ferðakostnaðarnefndar. • Ekki er tekið þátt í ferðakostnaði vegna aksturs sem er innan við 12 km frá námskeiðsstað eða skóla. • Varðandi akstur og flug er alltaf gert ráð fyrir að menn velji ódýrustu leiðina. • Flug: Heimilt verði að niðurgreiða kostnað um allt að 75% af hverju flugfargjaldi. • Gisting: Heimilt verði að niðurgreiða hverja gistinótt á hótelum/gistiheimilum um að hámarki kr. 6.000.- þó aldrei hærra en 75% af verði gistingar pr. sólarhring. Ferða- og dvalarstyrkir eru afgreiddir sér, en dragast frá hámarki einstaklingsstyrkja. Áríðandi skilaboð Félagsmenn þurfa að hafa í huga að reglulega eru gerðar breytingar á starfsreglum þeirra fræðslusjóða sem Fram­ sýn á aðild að í gegnum kjarasamninga. Það er því mikil­­ vægt að félagsmenn fylgist vel með starfsreglum sjóð­­ anna á hverjum tíma ætli þeir sér að sækja um náms- eða ferðastyrki. Jafnframt er rétt að taka fram að úthlutunarreglur sjóðanna eru ekki að öllu leyti sam­bærilegar en reglur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrif­stofufólks eru aðeins frábrugðnar reglum hinna sjóðanna fjögurra. Í hvaða fræðslusjóði ert þú? Aðild Framsýnar að kjarasamningum tryggir félags­mönn­ um aðgengi að öflugum fræðslusjóðum. • Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands vegna félagsmanna aðildar­­ félaga sambandsins á landsbyggðinni, þar á meðal Framsýnar. • Ríkismennt er fræðslusjóður ríkisins og Starfs­greina­ sambands Íslands vegna starfsmanna ríkis­stofn­na á landsbyggðinni innan aðildarfélaga SGS, þar á með­al Framsýnar. • Sveitamennt er fræðslusjóður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands vegna félagsmanna aðildarfélaga sambandsins á lands­ byggðinni, þar á meðal Framsýnar. • Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og starfar sam­ kvæmt samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við Sjómannasamband Íslands. Sjómenn innan Sjómannadeildar Framsýnar eiga aðild að sjóðnum. • Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks er stofn­aður á grundvelli kjarasamnings Samtaka atvinnu­ lífsins og Landssambands íslenzkra verzlunar­ manna. Félagsmenn Framsýnar innan Deildar verslunar- og skrif­stofufólks eiga aðild að sjóðnum. Hring, hring eftir upplýsingum Framsýn leggur mikið upp úr því að veita félagsmönnum góða þjónustu. Vanti þá frekari upplýsingar um út­ hlutunarreglur sjóðanna er mikilvægt að þeir hafi samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík eða beint við starfsmenn sjóðanna í Reykjavík. Þær Kristín Njálsdóttir (kristin@landsmennt.is) og Hulda Björg Jóhannesdóttir (hulda@landsmennt.is) svara frekar fyrir Landsmennt, Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n geyj ar sýslum

9


Sveitamennt, Ríkismennt og Sjómennt. Þær taka öllum vel og veita félagsmönnum og fyrirtækjum góða þjónustu. Jafnframt er hægt að fræðast um starfsemi sjóðanna inn á þeirra heimasíðum; landsmennt.is, sveita­mennt.is, ríkismennt.is og sjómennt.is. Varðandi Starfsmenntasjóð Verslunar- og skrifstofufólks er hægt að nálgast frekari upplýsingar um úthlutunarreglur inn á heimasíðu sjóðsins starfsmennt.is. Einnig er hægt að hafa beint samband við starfsmenn sjóðsins. Þær eru Selma Kristjánsdóttir selma@starfsmennt.is og Sandra Ósk Jóhannsdóttir sandra@starfsmennt.is

Námsstyrkir í boði fyrir félagsmenn Þing­iðnar Fyrir nokkrum árum stofnaði Þingiðn, félag iðnaðar­ manna í Þingeyjarsýslum sinn eiginn fræðslusjóð með 0,3% fram­­­­lagi félagsmanna. Starfsreglur sjóð­ins taka mið af þeim úthlutunarreglum sem fram koma og tengjast aðild félagsmanna Framsýnar af kjara­ samningsbundnum fræðslu­ sjóðum. Frekari upp­ ­ lýsingar um sjóðinn, út­ hlut­ unar­­­ reglur og styrki er hægt að nálgast á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsa­ vík. Þá eiga félagsmenn jafnframt aðild að Iðunni, fræðslu­ setri sem reglulega býður félags­ mönnum aðildar­félaga Iðunnar upp á fjölbreytileg nám­skeið, sjá frekar inn á idan.is

Þjónusta til fyrirmyndar Það er alltaf notalegt að koma í verslunina Pennann Eymunds­son á Húsavík enda þjónusta og viðmót starfs­ manna með miklum ágætum. Meðal starfsmanna eru þau Davíð Atli Gunnarsson og Elín Anna Óladóttir sem taka líkt og aðrir starfsmenn verslunarinnar vel á móti við­skipta­ mönnum sem leið eiga í versluninna.

Skólaheimsóknir Rétt er að minna skóla­ stjórnendur á að starfs­ menn stéttar­félag­anna eru ávallt til­ búnir að koma með fræðslu í grunn- og fram­ halds­ skóla á svæðinu sé eftir því leitað. 10

Frét t a bré f s tét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Fræðslustyrkir til fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkis­stofnana Fyrirtæki greiða iðgjald í starfsmenntasjóði/-setur og geta sótt um styrki til námskeiðahalds fyrir starfsmenn sína eða vegna námskeiða sem starfsmenn sækja. Einn­ ig geta fyrirtæki fengið fræðslustjóra að láni inn í fyrir­tæk­ið og styrki til eigin fræðslu. Styrkir og upphæð þeirra fer eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna. Nokkrir stórir starfs­menntasjóðir, sem fyrirtæki innan Samtaka Atvinnu­lífsins eiga aðild að hafa sameinast um eina vefgátt, attin.is, sem tekur við umsóknum og fylgigögnum til eins fleiri eða allra sjóðanna, allt eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna. Á vefgáttinni eru frekari upplýsingar um hvernig er sótt um, hvers konar styrkir eru í boði, reglur og listi yfir fræðsluaðila. Varðandi sveitarfélögin og stofnanir ríkisins er hægt að nálgast frekari upplýsingar um fræðslustyrki til þeirra á heimasíðum sjóðanna rikismennt.is og sveitamennt. is eða með því að hafa samband við skrifstofu Ríkis­ menntar/Sveitamenntar að Guðrúnartúni 1 í Reykjavík 599-1450 og með því að senda fyrirspurn á netfangið kristin@landsmennt.is.

Öngþveiti við Húsavíkurhöfn Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir þeim miklu um­ svifum sem tengjast starfsemi PCC á Bakka við Húsavík. Þar starfa um 130 til 150 manns að staðaldri og þá eru launa­kjör starfsmanna almennt betri en gerast á svæðinu. Fjöldi undirverktaka koma að því að þjónusta fyrirtækið sem og aðrir þjónustuaðilar sem reiða sig á þjónustu við fyrirtækið og starfsmenn þess. Eða eins og rakarinn sagði: „ Það skiptir mig máli að vel gangi á Bakka og starfsemin sé í gangi, þá þarf ég að snyrta fleiri hausa“. Fyrirtækið er því að skila miklum sköttum í gegnum aðstöðugjöld, almenna skatta og útsvarsgjöld starfsmanna. Ekki má heldur gleyma skipaumferðinni um höfnina með tilheyrandi tekjum fyrir Norðurþing í formi hafnargjalda. Skip koma fulllestuð til Húsavíkur með hráefni fyrir PCC, meðan önnur skip sigla frá Húsavík fulllestuð af afurðum frá PCC á erlenda markaði. Já, verksmiðjan á Bakka skiptir verulega miklu máli fyrir samfélagið allt en framleiðslan hefur gengið afar vel undanfarna mánuði með tilheyrandi gjaldeyrissköpun sem okkur veitir ekki af um þessar mundir. Þrátt fyrir að það sé dimmt úti um þessar mundir er bjart yfir Húsavík. Þá má geta þess að PCC hefur í samráði við Framsýn og Þingiðn hannað nýtt bónuskerfi sem er að skila góðum árangri fyrir starfsmenn og þar með fyrirtækið þar sem það byggir á ávinningi fyrir báða aðila, starfsmenn og fyrirtækið.


Styrkur þinn til náms

Þín leið til fræðslu

Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni.

Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni.

Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is

Landsmennt

Sveitamennt

Menntun skapar tækifæri

Átt þú rétt á styrk ?

Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Ríkismennt

Sjómennt

Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is

í Þ i n geyj ar sýslum

11


Styrkur til Hjálparsveitar skáta í Aðaldal

Undanfarnar vikur hafa forsvarsmenn Framsýnar heimsótt björgunarsveitirnar á félagssvæðinu og afhent þeim örlítinn þakklætisvott frá félaginu fyrir þeirra mikla og góða framlag í þágu samfélagsins, en á síðasta aðalfundi Framsýnar var ákveðið að leggja tæpar tvær milljónir króna í það verkefni. Á dögunum heimsóttu formaður og varaformaður Framsýnar, þau Aðalsteinn Árni Baldursson og Ósk Helgadóttir Hjálparsveit skáta í Aðaldal . Formaður hjálparsveitarinnar Jóhann Ágúst Sigmundsson, ásamt nokkrum meðlimum sveitarinnar veittu gjöfinni viðtöku og gáfu sér tíma til að fræða gestina um starfsemi hjálpar­ sveitarinnar. Hjálparsveit skáta í Aðaldal hefur á að skipa öflugu fólki, sem líkt og þúsundir annar sjálfboðaliða björgunar­sveita Landsbjargar eru til taks fyrir okkur hin þegar út af bregður, hvort heldur sem er á nóttu eða degi, allt árið um kring. Félagar hjálparsveitarinnar eru um 30 talsins, er talsverður hluti þeirra virkur í starfinu og ávallt einhverjir klárir í þau verkefni sem upp koma. Hjálparsveitin er nokkuð vel tækjum búin, en að sjálfsögðu þarfnast allur útkallsbúnaður björgunarsveita stöðugrar endurnýjunar við til að standast ýtrustu kröfur um öryggi. Fram kom í máli Jóhanns og félaga að skipulögð séu vinnukvöld í húsi sveitarinnar þar sem farið sé yfir tækjakost félagsins, dyttað að ýmsu smálegu og rædd þau verkefni sem vitað sé að fyrir muni liggja. Þau segja ánægjulega þróun vera í samstarfi björgunarsveitanna á almannavarnarsvæði 12, sem séu 8 talsins. Samstarf þeirra á milli hafi aukist verulega á síðustu árum og virðist almennur áhugi

fyrir því að efla það starf enn frekar í framtíðinni. Það sé styrkur fyrir sveitirnar sem margar eru fámennar að vinna meira saman og þá ekki eingöngu að útköllum, heldur einnig námskeiðahaldi, þjálfun og æfingum. Almanna­varnasvæði 12 nær frá Víkurskarði í vestri að Sand­víkurheiði við Vopnafjörð í austri og frá nyrsta odda landsins, Hraunhafnartanga á Melrakkasléttu, inn á Vatna­ jökul í suðri og spannar um 5% af flatarmáli landsins. „Það er okkar allra hagur að vinna saman“ segja þau, „aukin samvinna eflir sveitirnar og eykur fagmennsku og öryggi, auk þess sem það stuðlar að samstöðu sveitanna í heild“. Eðlilega hefur reynst erfitt að halda úti skipulegu félagsstarfi björgunarsveitanna síðustu misseri sökum sóttvarna- og samkomutakmarkana og af þeim sökum ekki verið eins mikið um æfingar og námskeiðahald eins og hefði verið undir eðlilegum kringumstæðum. Það er sérstaklega ánægjulegt að segja frá því að Hjálparsveit skáta í Aðaldal hefur síðustu vetur verið samstarfsaðili Þingeyjarskóla, þar sem elstu nemendur grunnskólans eiga þess kost að taka valáfanga þar sem að þau fá tæki­ færi til að kynnast starfi björgunarsveita. Það er félagi í hjálpar­ sveitinni sem jafnframt er starfsmaður Þing­ eyjarskóla, sem hefur kennsluna með höndum. Líkt og hjá öðrum hjálpar/björgunarsveitum er fjáröflun talsverður hluti starfsins. Sjóðir sveitanna eru ekki digrir og þurfa þær sífellt að reyna að leita leiða til að afla tekna til að halda starfseminni gangandi s.s. með flugeldasölu. Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar verður haldinn fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna.

Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf a. Kosning starfsmanna fundarins b. Skýrsla stjórnar c. Stjórnarkjör

Staðan tekin, varaformaður Framsýnar Ósk Helgadóttir, leit við á skrifstofu Stéttarfélaganna fyrir jólin. Kom hún færandi hendi með nýtt rúgbrauð, kleinur og silung úr sveitinni sem hún gaf starfsmönnum með kaffinu. Það gerðu Kiddi og Solla á Þórshöfn líka, sem lögðu til síld á rúgbrauðið. Starfsmenn þakka fyrir sig. 12

Frét t a bré f s tét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

2. Kjaramál 3. Lagabreytingar 4. Önnur mál Skorað er á félagsmenn deildarinnar sem falla undir deildina að mæta á fundinn og taka þátt í líflegum umræðum, ekki síst um kjaramál. Það er félagsmenn Framsýnar sem starfa við verslun, þjónustu og skrifstofustörf. Stjórn deildarinnar


Verslunarfólk á skilið virðingu

Ósk Helgadóttir skrifaði hugleiðingu um mikilvægi starfa í verslun og þjónustu á heimasíðu stéttarfélaganna fyrir jólin. Þar sem hún á erindi til okkar allra er hún birt hér með leyfi höfundar: Önnur jólahátíð óvissu og takmarkana er að bresta á. Önnur hátíð sóttkvíar og einangrunar, á tímum sem hafa verið okkur öllum erfiðir. Covid – jól. Það er komin þreyta og pirringur í samfélagið, sem hefur reyndar einkennst af ótrúlegri þolinmæði og þrautseigju síðan ósköpin dundu yfir fyrir tæplega tveimur árum. Fréttir herma að afkoma verslunarinnar hér á landi hafi verið mikil undanfarið og hafi sjaldan verið meiri. Ég stend í biðröð í verslun með stútfulla innkaupakerru. Þar er margt um manninn, grímuklædd andlit þjóta hjá, það er áþreifanleg spenna í loftinu og líkt því að jólavertíðin sé að nálgast hámarkið. Starfslið verslunarinnar er fámennt. Það virðist flest ungt að árum og líklega fæst hver með margra ára reynslu á vinnumarkaði. Klárir krakkar skanna inn vörur öruggum höndum á hefðbundnum afgreiðslukössum, eða stökkva til með sprittbrúsana að þrífa á milli þeirra sem kjósa að nota sjálfsafgreiðslukassana. Allir virðast vera að flýta sér. Kliður háværra radda blandast skröltinu í tómum innkaupakerrum sem skella saman við útganginn og stöðugu gelti samskiptageldra sjálfsafgreiðslukassana: „Óvæntur hlutur á pokasvæði … ekki gleyma vörunum þín­um … mundu eftir kvittunni“. Ég þokast nær kassanum, miðaldra og meðvituð um síminnkandi streituþol mitt. Lamandi jólastressið seytl­ ar um æðarnar. Er eina ferðina enn búin að glutra búðar­ miðanum út úr höndunum. Mundi ég eftir öllu? Var ég búin að kaupa gjöfina handa mömmu? Hvað ætlaði ég aftur að gefa Kalla frænda? Ég þarf að ná á pósthúsið fyrir lokun og taka pakkann á Eimskip. Vantaði ekki perur í útiseríurnar? Er ég með rétta jólaölið? Ég hata biðraðir. Hugsanirnar geisa stjórnlaust um höfuðið og gamalkunnur seyðingur stingur sér undir hægra gagnaugað. Það er korter í mígrenikast og mér sýnist það besta í stöðunni vera að leita vars í dimmu skoti, hnipra mig saman og bíða þess að ósköpin gangi yfir. Loksins kemur röðin að mér. Ég herði mig upp og reyni að bera mig mannalega. Býð ungum dreng við kassann

brosandi góðan dag. Við spjöllum á léttu nótunum meðan hann rennir vörunum í gegnum skannann og afgreiðir mig. Þakka síðan kurteislega fyrir mig og óska honum gleðilegra jóla. „Þakka þér fyrir að vera svona almennileg. Það eru ekki allir viðskiptavinir búnir að vera þannig í dag“ segir þessi ágæti drengur sendir mér sitt breiðasta bros. „Fólk eins og þú gerir daginn minn betri“. Það kom hálfgert á mig við þetta óvænta skjall, en ég áttaði mig fljótlega á hvað hann var að fara. Hversu oft hefur maður ekki heyrt af og jafnvel orðið vitni af slæmri framkomu fólks sem leyfir sér að taka pirring dagsins með sér í búðina og lætur það bitna á saklausu afgreiðslufólkinu. Hlýleg framkoma unga mannsins fylgir mér út í skamm­ degismyrkrið og fyllir hjartað þakklæti. Hefur bein áhrif á birtumagnið í sálinni og mér líður betur. Það er engu logið þegar talað er um mikilvægi mannlegra samskipta. Þetta litla atvik vekur mig til umhugsunar um hversu þakklát við megum vera þeim fjölmenna hópi fólks sem vinnur við verslun og þjónustu. Hópi sem flokkast af einhverjum ástæðum ekki til framlínustarfsmanna, en gegnir þó mjög mikilvægu hlutverki í okkar daglega lífi. Það er þeim að þakka að við höfum haft nokkuð greiðan aðgang að nauðsynjavöru og þjónustu þann tíma sem heimsfaraldurinn hefur geisað. Þeirra störf munu seint teljast vel borguð og ekki allir sem sækja í þau. Margir hafa skoðun á því að greiða eigi ákveðnum stétt­ um samfélagsins álagsgreiðslur vegna mikils álags og áhættu í þeirra daglegu störfum. Starfsfólk í verslun og þjónustu er í mikilli nálægð við viðskiptavini og er þar af leiðandi í mikilli smithættu alla daga. Þetta er hins vegar ekki fólkið sem kvartar yfir kjörum sínum og kannski er hluti skýringarinnar sá að stór hluti stéttarinnar er ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og erlent verkafólk sem jafnvel er að stíga sinn fyrstu skref á íslenskum vinnumarkaði. Verum þakklát framlínustarfsmönnum okkar hvar sem að við þurfum á þjónustu að halda fyrir óeigingjörn störf í okkar þágu. Sýnum þeim þakklæti og virðingu og leyfum þeim að verða þess áskynja að við metum þau að verðleikum. Komum fram við fólk eins og við viljum láta koma fram við okkur. Brosum mót hækkandi sól. Ósk Helgadóttir, varaformaður Framsýnar Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n geyj ar sýslum

13


Auglýsing um kjör í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Framsýnar kjörtímabilið 2022-2024 AÐALSTJÓRN: Vinnustaður: Aðalsteinn Árni Baldursson Formaður Skrifstofa stéttarfélaganna Ósk Helgadóttir Varaformaður Þingeyjarsveit – Stórutjarnaskóli Elva Héðinsdóttir Ritari PwC- Húsavík Jakob G. Hjaltalín Gjaldkeri ÚA – Þurkun Laugum Sigurveig Arnardóttir Meðstjórnandi Hvammur - heimili aldraðra Svava Árnadóttir Meðstjórnandi Norðurþing – Raufarhöfn Torfi Aðalsteinsson Meðstjórnandi Jarðboranir hf. VARASTJÓRN: Aðalsteinn Gíslason Fiskeldið Haukamýri ehf. Agnes Einarsdóttir Vogafjós María Jónsdóttir Fatahreinsun Húsavíkur sf. Þórir Stefánsson Vegagerðin Gunnþórunn Þórgrímsdóttir Norðurþing – Leiksk.Grænuvellir Börkur Kjartansson Brim hf. TRÚNAÐARRÁÐ: Þráinn Þráinsson Víkurraf ehf. Guðmunda Steina Jósefsdóttir Hvammur - heimili aldraðra Ölver Þráinsson Norðlenska ehf. Arnar Guðmundsson Sjóvá Almennar hf. Friðgeir Gunnarsson Norðurþing - Leikskólinn Krílabær Guðlaug Anna Ívarsdóttir Norðurþing – Öxarfjarðarskóli Sunna Torfadóttir Norðurþing - Leikskólinn Grænuvellir Guðný Ingibjörg Grímsdóttir ÚA – Þurkun hf. Laugum Þórdís Jónsdóttir Þingeyjarsveit – Þingeyjarskóli Sigrún Hildur Tryggvadóttir PCC BakkiSilicon hf. Arna Ósk Arnbjörnsdóttir Fjallalamb hf. Kristján Marinó Önundarson Vegagerðin Guðrún St. Steingrímsdóttir Menningarmiðstöð Þingeyinga Garðar Finnsson Icelandair – Hótel Reynihlíð Hulda Ellý Jónsdóttir Heilbrigðisstofnun Norðurlands Stjórn fræðslusjóðs: Sigurveig Arnardóttir Gunnþórunn Þórgrímsdóttir Þórir Stefánsson Varamenn: Aðalsteinn Gíslason Elva Héðinsdóttir Stjórn sjúkrasjóðs: Aðalsteinn Á. Baldursson Arnar Guðmundsson Ingibjörg Benediktsdóttir Varamenn: Ósk Helgadóttir Jónína Hermannsdóttir Linda Margrét Baldursdóttir Stjórn orlofssjóðs: Ósk Helgadóttir Kristján M. Önundarson Agnieszka Anna Szczodrowska Varamenn: Linda Baldursdóttir Arna Ósk Arnbjörnsdóttir Stjórn vinnudeilusjóðs: Elísabet Gunnarsdóttir Jakob Gunnar Hjaltalín Svava Árnadóttir Varamenn: Linda Margrét Baldursdóttir Agnes Einarsdóttir 14

Laganefnd: Hallgrímur Jónasson Torfi Aðalsteinsson Sigurveig Arnardóttir Varamenn: Börkur Kjartansson Guðmunda Steina Jósefsdóttir Kjörstjórn: Ágúst Óskarsson Kári Kristjánsson Varamenn: Jónína Hermannsdóttir Hólmfríður Agnarsdóttir Skoðunarmenn reikninga: Sigrún Marinósdóttir Pétur H. Pétursson Varamaður: Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir Siðanefnd: Ari Páll Pálsson, formaður Þóra Kristín Jónasdóttir Ingunn Guðbjörnsdóttir Varamenn: Friðrika Illugadóttir Eydís Kristjánsdóttir

Frét t a bré f s tét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Fulltrúar í 1. maí nefnd stéttarfélaganna: Sigurveig Arnardóttir Aðalsteinn Árni Baldursson Varamenn: Guðný Ingibjörg Grímsdóttir Þráinn Þráinsson Heimilt er hverjum fullgildum félaga að koma með breytingartillögur um félaga í ein­stakar trúnaðar­ stöður eða koma fram með nýja heildar­ tillögu um skipan félaga í trúnaðar­ stöð­ur fyrir næstu starfsár. Breytingar­til­lögu skal fylgja skriflega heimild frá þeim, sem stungið er upp á og meðmæli a.m.k. 40 full­ gildra félagsmanna. Nýjum heildartillögum þurfa að fylgja skrifleg meðmæli a.m.k. 80 full­ gildra félagsmanna. Skylt er að koma breyt­ ingar­tillögum til Skrifstofu stéttar­félaganna, Garðarsbraut 26, Húsavík fyrir 1. mars 2022. Kosningar fara fram í samræmi við reglugerð ASÍ um allsherjaratkvæðagreiðslur. Rétt er að taka fram að auglýsing þessi á ekki við um kjör í stjórnir deilda innan félagsins þar sem kosið er í stjórnir deilda á aðalfundum deild­anna, það er Sjómannadeildar og Deildar versl­unar- og skrifstofufólks. Það sama á við um stjórn Framsýnar-ung. Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar skipar í stjórnina á hverjum tíma samkvæmt ákvæðum félagslaga. Húsavík 3. febrúar 2022 Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar


Uppgangur á norðursvæðinu Fulltrúar frá Framsýn og Virk endurhæfingarsjóði gerðu sér ferð í norðursýsluna í desember, það er í Kelduhverfi, Öxar­fjörð og á Raufarhöfn. Komið var við í Rifós, Fisk­eldi Sam­herja, Leikskólanum í Lundi, Versluninni í Ás­byrgi, Skerjakollu, Fjalla­lambi, GPG -Fiskverkun og stjórn­sýslu­­­ húsinu á Raufar­höfn. Al­mennt var fólk ánægt með sig enda

Ísak í Ásbyrgi var ánægður með verslunina í sumar, mikið hafi ver­ ið um íslenska ferðamenn sem hafi litið við og verslað í Ásbyrgi. Hann líkt og aðrir vonast til þess að Covid hafi vit á því að hverfa á braut sem fyrst svo eðlilegt ástand myndist í þjóðfélaginu sem og í heiminum öllum. Hér tekur hann stöðuna með Ágústi starfsmanni Virk á Húsavík.

Verklegar framkvæmdir við stækkun landeldisstöðvar Fisk­ eldis Samherja í Öxarfirði, Silfurstjörnunnar, eru hafnar. Það var Benedikt Kristjánsson sem tók fyrstu skóflu­stunguna. Stöðin verður stækkuð um nærri helming, þannig að framleiðslan verður um þrjú þúsund tonn af laxi á ári. „Nýir tímar eru að renna upp,“ segir Thomas Helmig eldisstjóri sem fagnar stækkuninni.

mannlífið með mikl­um ágætum og almennt mik­ið að gera. Fulltrúar Fram­­sýnar og Virk áttu gott spjall við heimamenn auk þess að færa starfsmönnum á stærri vinnustöðunum konfekt, dagatöl og minnisbækur að gjöf frá Framsýn með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

Landsliðið, frábærir starfsmenn starfa í leikskólanum í Lundi. Að sjálf­­sögðu var spjallað við þær í góða veðrinu. Þar er ekki töluð vit­ leysan, maður góður.

Mikil vinna hefur verið hjá GPG- Fiskverkun á Raufarhöfn undan­ farna mánuði og var unnið alveg fram að jólum. Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar heilsaði upp verkstjórana, þau Lindu og Þór.

Björn Víkingur í Fjallalambi var mjög ánægður með söl­una fyrir jól­ in. Hann sagði hangi­kjöts­söluna í ár slá öll fyrri met. Sal­an skipti tugum tonna. Það er full ástæða til að gleðjast með starfsmönnum og fram­kvæmda­stjóra Fjallalambs. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n geyj ar sýslum

15


Fræðsla fyrir alla! Á fræðsluvef Íslandsbanka finnur þú áhugaverð myndbönd, fræðandi greinar, góð ráð og upplýsingar um fræðslufundi islandsbanki.is/fraedsla

16

Frét t a bré f s tét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.