Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum
5. tbl. 27. árgangur • Desember 2016
FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA
Forsíðumynd
Eins og fram kemur í Fréttabréfinu var nýlega tekið í notkun nýtt reiðhjól á Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík. Eftir afhendinguna lagði Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norður þings í hjólaferð með tvo heimilismenn á Hvammi.
Framkvæmdir að hefjast
Tilkynning
- Viltu vera félagi -
Á árinu 2016 greiddu um 2700 launamenn til Framsýnarstéttarfélags iðgjöld skv. ákvæðum kjarasamninga. Félagið gætir hagsmuna þeirra allra gagnvart atvinnurekendum í héraði og fer með umboð þeirra í samstarfi við verkalýðshreyfinguna á landsvísu. Allir sem greitt er af til félagsins afla sér réttinda í sjóðum þess og njóta verndar þeirra kjarasamninga sem félagið gerir og allir sem greitt er af eru færðir á félagaskrá sem fullgildir félagsmenn nema þeir óski eftir því að vera ekki á henni. Það athugist að einungis fullgildir félagsmenn njóta kosningaréttar og kjörgengis í félaginu. Hér með er þeim tilmælum beint til þeirra launamanna sem greiddu iðgjöld til félagsins á árinu 2016 en vilja ekki vera á félagsskrá sem fullgildir félagsmenn að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík sem allra fyrst. Stjórn Framsýnar- stéttarfélags
Lokað á Þorláksmessu
Skrifstofa stéttarfélaganna verður lokuð 23. desember 2016, það er á Þorláksmessu. Stéttarfélögin STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR
Stéttarfélögin hafa ákveðið að ráðast í breytingar á húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík, efri hæð þar sem áður var verslunarrekstur. Framkvæmdum á að vera lokið 1. mars 2017. Við þessar breytingar verða til 8 nýjar fullkomnar skrifstofur.
Upplýsingar um desemberuppbót
Félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum eiga rétt á að fá greidda desemberuppbót samkvæmt kjarasamningum. Upphæðin er mismunandi eftir samningum og við hvaða tímabil er miðað varðandi skilgreiningu á fullu starfi. Uppbótina skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Full desemberuppbót árið 2016 er kr. 82.000 hjá þeim sem vinna á almennum vinnumarkaði. Full desemberuppbót árið 2016 er kr. 82.000 hjá þeim sem vinna hjá ríkisstofnunum. Full desemberuppbót árið 2016 hjá þeim sem vinna hjá sveitarfélögum er kr. 106.250. Rétt er að taka fram að desemberuppbótin getur í ákveðnum tilvikum verið hærri en hér kemur fram. Það á við um þá starfsmenn Framsýnar og Starfsmannafélags Húsavíkur sem hafa langa starfsreynslu hjá sveitarfélögum. Í tilfelli Framsýnar nær ákvæðið til starfsmanna sem voru við störf hjá sveitarfélögum fyrir 29. apríl 1997. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um útreikning á desemberuppbótinni inn á heimasíðu stéttarfélaganna www.framsyn.is
Jólakveðja
Stjórnir og starfsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum óska félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra, öðrum Þingeyingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Framsýn-stéttarfélag Starfsmannafélag Húsavíkur Verkalýðsfélag Þórshafnar Þingiðn ÚTGEFENDUR: Þingiðn, félag iðnaðarmanna, Starfsmannafélag Húsavíkur, Framsýn- stéttarfélag, Verkalýðsfélag Þórshafnar. Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík • Sími 464 6600 • Fax 464 6601 • e-mail: kuti@framsyn.is • Heimasíða: www.framsyn.is • ÁBYRGÐARMAÐUR: Aðalsteinn Á Baldursson Fréttabréfið er skrifað 16. desember 2016 og gefð út í 2000 eintökum. HÖNNUN/UMBROT og PRENTUN: Ásprent, Akureyri.
FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA
Sjómenn!
Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar-stéttarfélags verður haldinn miðvikudaginn 28. desember 2016 í fundarsal félagsins. Fundurinn hefst kl. 17:00. Gestur fundarins verður Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Verkfall sjómanna/verkfallsbætur 3. Önnur mál Mikilvægt er að sjómenn láti sjá sig á fundinum. Í lok fundar verður boðið upp á hefðbundnar veitingar í boði deildarinnar. Stjórn Sjómannadeildar
Dagbækur/ dagatöl
Félagsmenn stéttarfélaganna geta nálgast dagbækur og dagatöl fyrir árið 2016 á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir sem búa utan Húsavíkur geta hringt á skrifstofuna og fengið dagbækurnar og dagatölin send til sín í pósti. Dagbókunum og dagatölunum er að venju dreift ókeypis til félagsmanna.
Jólagleði á Húsavík
Reiðhjól fyrir aldraðra
Á dögunum var Hvammi, heimili aldraðra afhent hjól að gjöf er nefnist Christania Bike. Hjólið kemur frá Danmörku. Halla Rún Tryggvadóttir og Björg Björnsdóttir sjúkraþjálfari á Húsavík stóðu fyrir söfnun til að fjármagna kaupin á hjólinu. Meðal þeirra sem lögðu söfnuninni lið voru stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum. Hjólinu er ætlað að auka lífsgæði fólks sem býr á Hvammi og auðvelda þeim að fara um bæinn. Fremst á hjólinu er eins konar kerra bæði með svuntu og skyggni og þá er það með rafmótor og því er hægt að hjóla langar leiðir þótt farþegarnir séu tveir.
Pólskar fjölskyldur sem búsettar eru á svæðinu komu saman í fundarsal stéttarfélaganna á aðventunni og héldu jólahátíð, börnin fengu gjafir og jólasveinninn kom alla leið frá Póllandi til að heilsa upp á ungu kynslóðina sem kunni vel að meta heimsóknina. Um var að ræða samstarfsverkefni Pólverja sem búa á svæðinu og Framsýnar sem lagði til húsnæði, hátíðartertu og kaffiveitingar. Hátíðin tókst í alla staði mjög vel og voru gestir almennt ánægðir með gleðskapinn.
Eins og sjá má á myndinni er hjólið afar glæsilegt. Stéttarfélögin tóku þátt í kaupunum á hjólinu.
Sameiginlegur fundur á Bakka
Áhyggjur af framtíð FSH
Fulltrúar Framsýnar hafa fundað með forsvarsmönnum Framhaldsskólans á Húsavík um rekstrarvanda skólans. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum skortir á að skólinn hafi fengið eðlileg framlög frá ríkinu til að rekstrar. Framsýn hefur einnig ályktað um málið auk þess að senda Menntamálaráðherra bréf þar sem skorað er á hann að fylgja málinu og leysa úr rekstrarvanda skólans auk þess að auglýsa eftir skólameistara. Núverandi skólameistari var ráðinn tímabundið frá að næstu áramótum. Eðlilega hefur Framsýn miklar áhyggjur af stöðu mála enda gegnir skólinn mikilvægu hlutverki í héraðinu. Þá telur félagið eðlilegt að þingmenn kjördæmisins láti í sér heyra, þingmenn sem töluðu fyrir mikilvægi menntunar fyrir kosningar.
Vinnumálastofnun og Framsýn stóðu fyrir sameiginlegum fundi með starfsmönnum LNS Saga á Bakka í lok nóvember. Starfsmenn höfðu áður farið þess á leit við Framsýn að félagið stæði fyrir kynningarfundi um reglur sem gilda um atvinnuleysisbætur á Íslandi og flutning á réttindum milli landa. Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunnar á Norðurlandi eystra mætti á svæðið og sat fyrir svörum á fundinum sem rúmlega 30 starfsmenn sóttu. Hún naut aðstoðar túlks en Agnieszka Szczodrowska sá um það af einstakri prýði en hún er yfirtúlkur hjá stéttarfélögunum í Framsýn hvetur stjórnvöld til að standa vörð um Framhaldsskólann á Húsavík. Þingeyjarsýslum. Desember 2016 3
FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA
Starfsmenn Jarðborana teknir húsi
Fulltrúar frá Framsýn, Vinnumálastofnun og Vinnueftirlitinu fóru í vinnustaðaeftirlit í desember. Meðal vinnustaða sem voru heimsóttir var athafnasvæði Jarðborana á Þeistareykjum en þar vinna starfsmenn ásamt undirverktökum að borunum eftir orku fyrir Þeistareykjavirkjun sem er í eigu Landsvirkjunar. Að vanda voru starfsmenn í góðu skapi og með sín flest mál í lagi. Sjá myndir sem teknar voru í heimsókninni.
Stéttarfélögin taka þátt í forvarnarverkefni
Nýverið undirrituðu fulltrúar stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og Lionsklúbbur Húsavíkur undir áframhaldandi samstarf um stuðning félaganna við verkefni vegna forvarna gegn ristilkrabbameini sem Lionsklúbbur Húsavíkur og HSN á Húsavík hafa sammælst um að standa fyrir áfram það er á árunum 2017 til 2021. Sömu aðilar hafa staðið fyrir sambærilegu verkefni síðustu 5 árin. Í ljósi reynslunnar og mikilvægi þessara forvarna hafa aðstandendur verkefnisins ákveðið að halda því áfram með stuðningi úr samfélaginu þar á meðal frá stéttarfélögunum sem leggja verkefninu til kr. 1.000.000,-. Þannig verður áfram hægt að bjóða öllum einstaklingum sem verða 55 ára á ári hverju og búsettir eru á svæði HSN á Húsavík, sem er frá Stórutjörnum í vestri að Brekknaheiði í austri, að gangast undir endurgjaldslausa ristilspeglun hjá HSN á Húsavík. Stéttarfélögin sem standa að verkefninu eru: Framsýn, Þingiðn, Starfsmannafélag Húsavíkur og Verkalýðsfélag Þórshafnar.
Aðalsteinn Árni Baldursson forstöðumaður Skrifstofu stéttarfélaganna og Huld Aðalbjarnardóttir skrifstofu- og fjármálastjóri stéttarfélaganna eru hér ásamt Birgi Þór Þórðarsyni frá Lionsklúbbi Húsavíkur eftir undirskriftina. Við það tækifæri þakkaði Aðalsteinn Lionsklúbbnum fyrir frumkvæði þeirra að þessu mikilvæga og þarfa verkefni sem væri til mikillar fyrirmyndar, verkefni sem þegar hefði sannað gildi sitt.
Sveitarfélög samþykkja keðjuábyrgð
Innsigluðu gott samstarf
Góðir gestir frá Flugfélaginu Erni gerðu sér ferð til Húsavíkur til að heilsa upp á starfsmenn á Húsavíkurflugvelli auk starfsmanna á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Afar gott samstarf hefur verið milli stéttarfélaganna og flugfélagsins um að efla flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll. Það ánægjulega er að það hefur skilað góðum árangri en búast má við að yfir 20 þúsund farþegar fari um Húsavíkurflugvöll á þessu ári, þar af um 4 þúsund á stéttarfélagsfargjöldum. Í máli þeirra Ásgeirs og Ævars frá Flugfélaginu Erni kom fram að þeir eru mjög ánægðir með samstarf flugfélagsins við aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir komu því vel á framfæri í heimsókninni. Hér eru þeir ásamt starfsmönnum stéttarfélaganna. Mikil áhugi er meðal samstarfsaðila að viðhalda góðu samstarfi áfram á komandi árum, flugfélaginu og félagsmönnum stéttarfélaganna til góða.
Tvö sveitarfélög í Þingeyjarsýlum hafa samþykkt að taka upp keðjuábyrgð aðalverktaka sem koma til starfa við sértök verkefni á vegum sveitarfélaganna. Þetta eru sveitarfélögin Norðurþing og Skútustaðahreppur. Áður hafði Framsýn skrifað sveitarfélögum á félagssvæðinu bréf með þeim tilmælum að sveitarfélögin tækju um reglur um keðjuábyrgð verktaka sem koma inn á svæðið í stærri framkvæmdir. Mikil ánægja er hjá stéttarfélögunum með ákvörðun sveitarfélaganna um leið og skorað er á önnur sveitarfélög á starfssvæðinu að fara að dæmi Norðurþings og Skútustaðahrepps í þessum Fulltrúar stéttarfélaganna og Flugfélagsins Ernis áttu saman góða samverustund á Húsavík þar sem samstarf aðila um flugsamgöngur var til umræðu. efnum. 4 Desember 2016
FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA
Gleði á aðventu
Að venju stóðu stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum fyrir opnu húsi laugardaginn 10. desember. Fjölmargir lögðu leið sína á Skrifstofu stéttarfélaganna og þáðu kaffiveitingar og hlustuðu á mögnuð tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Húsavík. Sjá myndir og kærlega takk fyrir okkur.
Desember 2016 5
FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA
Employee rights
Desember, 2016 Framsýn labour union office Opening hours: 08:00 - 16:00, monday - friday Phone: 4646600 - Fax 4646601 Website: www.framsyn.is If you have queries and tips for the union contact via email, kuti@framsyn.is
Frumherji car inspections Union members get 20% discount on car inspections with Frumherji. Before getting a car inspected contact Framsýn office. Hotel accommodation discount Framsýn has an agreement with Fosshótel. Union members get discount on hotel accommodation across the country. Other hotels are also in liaison with Framsýn on cheap hotel accommodation. Those are Hótel Keflavík, Gistiheimili Keflavíkur, Bed and Breakfast og Keahótel. For further information contact Framsýn office. Ticets for Hvalfjörður Tunnel Framsýn has for sale tickets for The Hvalfjörður tunnel on special price. Each ticket is 650 kr.
The idea of this booklet is to present important information to those who pay charges to Framsýn labour union each month. These charges guarantee union members important benefits according to union regulations.
N1 and Olís discount Union members can get special discount cards for both N1 and Olís. The cards provide discount on most products sold by N1 and Olís, including fuel and refreshments.
Framsýn labour union - function Framsýn´s function is to protect member rights. Framsýn also negotiates minimum wage, insurance for the employees and working conditions.
Scholarships Union members have access to education funds. If members attend courses or start schooling they will get grants from Framsýn. Flats and summer houses Framsýn has four flats in Reykjavík/Kópavogi. The flats are rented out short term to union members. Rent time is from one to seven days. Also, members have access to summer houses during the summer time.
General services Union members have the right of obtaining all services from Framsýn covered by the unions operation. Camping site Union members that stay on camping sites can get refund up to Legal aid 20.000 kr. per year. All union members have the right to legal aid through Framsýn´s lawyers, in relation to their work on the labour market. The fishing card The fishing card is available for union members for special price. The Fly with Framsýn fishing card gives owners access to 35 lakes across the country. The Union members can buy affordable flight tickets between Húsavík card can be bought in Framsýn office. and Reykjavík. The fare can be bought in Framsýn´s office. Sickness benefits due to time off work Myvatn nature baths Union members that are incapacitated and have finished their sick Framsýn has agreement with Mývatn nature baths about spe- leave from the employer have the right of sickness benefits from cial 15% discount for union members. Vouchers are available at Framsýn for up to 120 days. Framsýn´s office. Sickness benefits due to chronically ill children Car rental discount Union members unable to work due to having chronically ill chilFramsýn has an dren have the right to sickness benefits up to 90 days, after they agreement have finished their sick leave with the current employer. with Bílaleiga Húsavíkur Sickness benefits due to ill spouse on discount for Union members unable to work due to having chronically ill spouse union members have the right to sickness benefits up to 90 days, after they have on car rental finished their sick leave with the current employer. in Reykjavík. For further Physiotherapy information Union members can get up to 50% refund of physiotherapy. contact Bílaleiga Massage therapists and chiropractors Húsavíkur Union members that go to massage therapists and chiropractors or Framsýn can get partial refund for the treatment. For each session with chioffice. ropractors members get 2.300 kr. For each session with massage therapists members get 2000 kr.
6 Desember 2016
FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA Medical gymnastics Union members in need of medical gymnastics, for example regarding treatment for injuries and illness, have the right of up to 50% refund of the treatment fee.
Contact lenses Every 36 months union members can buy contact lenses with financial help from the union. The grant can be up to 50% of the total cost but never more than 50.000 kr.
The NLFÍ spa and medical clinic in Hveragerði For a stay in The NLFÍ spa and medical clinic in Hveragerði or comparable organizations, union members can get a refund up to 60.000 kr. but no more than 50% of total cost.
Laser eye surgery Union members can get laser eye surgery and get subsidy. The grant is 50.000 for each eye.
Travel grant due to illness If a union member is ill and has to travel away from Húsavík to seek treatment, it is possible to get travel grant from the union. This only applies if the treatment is not available in Húsavík. Grants are awarded for up to three journeys a year. Before this resource is used members must have exhausted their right for travel grants from the Social Insurance Administration. Death of a working union member If a union member dies while still on the job market, family members have the right to a funeral grant of 330.000 kr. Births and adoptions If a union member has a baby, the member has a right to a grant of 100.000 kr. per child, each parent. This perk applies if the union members has been a paying member for 12 months before the baby is born. This also applies to adoptions.
Health improvement Union members can get 17.000 kr. each year for health improvement. Hearing aid Union members in need of hearing aid can get subsidy if they buy them. The grant is 75.000 kr. per ear. When have members earned right to get subsidy? In general the rule is that members that have payed to the union for six to twelve months have full access to all union funds. There is however an exception if a union member has been involved with a different member organization of ASÍ/SGS just before joining Framsýn. In those cases, members get subsidy rights one month after joining. Up to then, applicants keep their rights with the previous union. For consideration: All information in this booklet are based on Framsýn regulations from 1. july 2016 and they will change in accord with the unions statutes on every given time. In Iceland, 86% of all people are in unions.
Artificial insemination Union members that use artificial insemination have the right of 100.000 kr. financial subsidy. This only applies if members have been paying to the union for 12 months before the operation. Oncology All union members can get a refund for regular oncology services. Gait analysis Gait analysis is subsidized by the union for union members. The grant is 6000 kr. but never more than 50% of the total cost. Psychological counseling/family counseling Union members in need of psychological counseling or family counseling have the right to a financial subsidy. The subsidy can be up to 50% of the amount payed for each session but never more than 6000 kr. per session.
Information on Framsýn The name is Framsýn labour union. It is one of the strongest unions in Iceland. The operational area is the municipalities of Norðurþing, Tjörneshreppur, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur. The union has 2.700 members. Framsýn is part of the Federation of general and special workers in Iceland. Within the Federation are 19 unions across Iceland. The purpose of this booklet is to make it easier for foreign employees in Framsýn operational area to learn about the union and what rights they gain by joining it and paying the 1% premium.
Glasses Every 36 months union members can buy glasses with financial help from the union. The grant can be up to 50% of the total cost but never more than 50.000 kr.
Desember 2016 7
FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA
Hæ, hó,,,,,
Í byrjun desember var haldinn síðasti fundur stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar á árinu 2016. Í tilefni af því var starfsmönnum félagsins, trúnaðarmönnum og stjórnum deilda innan Framsýnar boðið að taka þátt í fundinum sem fór vel fram enda mikið lagt upp úr líflegu og skemmtilegu starfi á vegum félagsins. Eftir venjuleg fundarstörf skemmtu fundarmenn sér saman auk þess að borða veislumat frá Fosshótel Húsavík sem klikkaði ekki. Meðfylgjandi eru myndir frá jólafundinum.
Kraftur í ungliðastarfi Framsýnar
4. þing ASÍ-UNG var haldið í Reykjavík í haust. Þingið var vel sótt og voru tugir fulltrúa ungs launafólks saman komnir til þess að ræða stöðu ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar og eins framtíð ungliðahreyfingar ASÍ. Ný stjórn var kjörin og línur lagðar fyrir komandi starfsár. Í kjölfar þingsins var gögnum safnað saman og frábær, áframhaldandi umræða hefur átt sér stað um stefnu og tilgang ungliðahreyfinga innan ASÍ. Þingið tók þá ákvörðun að horfa inn á við og reyna að átta sig á hvernig best er að virkja ungt fólk innan hreyfingarinnar. Vandi hefur verið að fá ungt fólk til starfa innan stéttarfélaganna og ungt fólk innan ASÍ hefur upplifað sig með lítið bakland jafningja sinna. Þessu þarf að breyta enda upplifði ungt launafólk að það hefði verið skilið eftir og á það stigið í kjaraviðræðum síðasta árs. Án virkrar þátttöku ungs fólks missir hreyfingin nefnilega bæði vægi og vogarafl í baráttu launafólks. Rödd okkar vantaði við samningaborðið og niðurstaðan var eftir því. ASÍ-UNG telur að heilt yfir þá þurfi að endurhugsa kynningu og fræðslustarfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Það er áhyggjuefni hvað hreyfingin eldist hratt og að þrátt fyrir mikilvægi hennar þá virðist ungt fólk ekki tengja við hana. Aðferðir til þess að ná til ungs fólks hafa að mörgu leiti ekki fylgt eftir þróun í miðlun og aðferðafræði og nauðsynlegt fyrir aðildarfélög ASÍ að átta sig á alvarleika málsins. Stór hluti af vandanum er vanmat á þörf og vöntun á fjármagni til þess að sinna kynningar- og félagsstarfi ungs fólks innan hreyfingarinnar. Nauðsynlegt er að setja fjármagn í uppbyggingu ungliðastarfs innan ASÍ og aðildarfélaga til þess að tryggja nýliðun, gæði og framkvæmd viðburða, samráðsferðalög milli landshluta og samskipti við sambærileg samtök utan landsteina. Framsýn er frumkvöðull innan hreyfingarinnar og hefur með því að halda úti virku ungliðaráði sýnt fram á raunverulegan vilja til lausna. Samskipti okkar við stjórn og formann hafa verið félaginu til sóma og það er mikil hvatning til okkar í ungliðaráðinu að finna fyrir þeim metnaði sem félagið sýnir í málefnum ungs fólks. Með þennan metnað í farteskinu er Framsýn-UNG staðráðið í að sjá til þess að félagið verði áfram leiðandi í þeirri hröðu þróun sem þarf að eiga sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar til þess að tryggja henni líf og tilgang næstu árin og áratugina. Aðalbjörn Jóhannsson, formaður Framsýnar-UNG og alþjóðaritari stjórnar ASÍ-UNG.
Ístak byggir í Kröflu
Fulltrúar Framsýnar fóru í heimsókn í Kröflu á dögunum. Þar er verktakafyrirtækið Ístak að byggja tengivirki fyrir Landsvirkjun. Um 25 starfsmenn hafa verið í Kröflu upp á síðkastið en framkvæmdir hófust í Innan Framsýnar er mikil áhugi fyrir því að efla þátttöku ungs fóls í starfi ágúst. Heimsóknin var hin ánægjulegasta. Ístak lagði fram ósk um að eiga félagsins. gott stamstarf við stéttarfélögin og þeirra einlæga vilja til að hafa hlutina í góðu lagi.
Á myndinni eru frá vinstri, Helgi Valur Einarsson staðarstjóri í Kröflu, Karl Andreassen framkvæmdarstjóri Ístaks og Bjarki Þór Iversen mannauðsstjóri. Hjá þeim stendur svo Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar. Líkt og aðrir verktakar á svæðinu leggur Ístak upp úr góðu samstarfi við stéttarfélögin. 8 Desember 2016
Haraldur Ævarsson sem starfar hjá LNS Saga á Þeistareykjum leit við á Skrifstofu stéttarfélaganna til að fá dagatöl fyrir starfsmenn og þáði kaffi í leiðinni. Hann var leystur út með gjöfum áður en hann hélt aftur til fjalla, það er konfektkassa.
FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA
Ályktað um sóðaskap kjararáðs
Konur hittust á Skrifstofu stéttarfélaganna
Stjórn Framsýnar samþykkti að senda frá sér svohljóðandi ályktun um Í tilefni af kvennafríi 2016 komu í kringum 80 konur í heimsókn á Skrifstofu úrskurð kjararáðs á launahækkunum til þingmanna, ráðherra og forseta stéttarfélaganna 24. október. Þann dag lögðu konur niður vinnu klukkan Íslands. Ljóst er að almenningi og þar með stjórn Framsýnar er gróflega 14:38 og komu í létt spjall og kaffi. Karlkyns starfsmaður stéttarfélaganna misboðið. var með myndavélina á lofti og sjá má hluta afrakstursins hér að neðan. Ályktun um sóðaskap kjararáðs „Framsýn stéttarfélag fordæmir harðlega úrskurð kjararáðs um ofurhækkanir til handa þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands. Hækkanir sem eru langt, langt umfram það sem eðlilegt getur talist og endurspeglar enn og aftur spillinguna og misréttið sem viðgengst í þjóðfélaginu. Framsýn skorar á hlutaðeigandi aðila, það er kjörinna fulltrúa, að afsala sér hækkunum kjararáðs og taka þess í stað við almennum launahækkunum sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um. Annað væri ömurlegt veganesti inn í nýtt kjörtímabil fyrir þingmenn og ráðherra sem vilja ávinna sér traust þjóðarinnar. Þessi ótrúlegi gjörningur kjararáðs kallar á breytingar. Krafan er að skipaðir fulltrúar í kjararáði segi þegar í stað af sér þar sem þeir eru algjörlega rúnir trausti. Þá er mikilvægt að Alþingi geri breytingar á hlutverki ráðsins og finni launahækkunum til embættismanna og kjörinna fulltrúa sem falla undir úrskurð kjararáðs sanngjarnari farveg. Þá er tímabært að Alþýðusamband Íslands boði til mótmæla á Austurvelli þar sem þessum gjörningi verði mótmælt harðlega um leið og svokallað SALEK samkomulag aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda verði brennt á báli með táknrænum hætti. Samkomulag sem stjórnvöld hafa barist fyrir að koma í gegn með það að markmiði meðal annars að stuðla að hógværum launahækkunum og vinna gegn svokölluðu „höfrungahlaupi“ á íslenskum vinnumarkaði. Að lokum skorar Framsýn stéttarfélag á verkalýðshreyfinguna að segja upp gildandi kjarasamningum þar sem forsendur samninganna eru brostnar með taktlausu útspili kjararáðs. Sjálftaka sem þessi sem gerð er í skjóli myrkurs á ekki að líðast í landi sem kennir sig við virkt lýðræði. „
Gengið frá kjarasamningi við ÖÍ
Framsýn hefur gengið frá kjarasamningi við Öryggismiðstöð Íslands vegna starfsmanna sem starfa á vegum fyrirtækisins á Húsavík. Þess má geta að Öryggismiðstöðin sér um alla gæslu á framkvæmdasvæðinu á Bakka. Á myndinni má sjá tvo starfsmenn skoða nýja samninginn eftir undirskriftina. Samningurinn gildir frá 1. maí 2016.
Stofnanasamningur undirritaður
Í október var undirritaður nýr stofnanasamningur milli stéttarfélaganna á Norðurlandi og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands með gildistíma frá 1. janúar 2017. Eins og kunnugt er voru nokkrar heilbrigðisstofnanir sameinaðar undir HSN. Þess vegna þurfti að ráðast í samningagerð milli hlutaðeigandi aðila þar sem hvert og eitt stéttarfélag var áður með samning við stofnun í sínu heimahéraði. Stéttarfélögin Samstaða, Eining-iðja, Aldan og Framsýn komu að gerð samningsins við HSN. Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar stéttarfélaganna og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, (HSN) eftir undirskrift samningsins.
Góðir námskeiðsstyrkir Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum styrkja fullgilda félagsmenn sem sækja námskeið eða stunda nám með vinnu. Styrkirnir koma frá fræðslusjóðum sem félögin eiga aðild að. Einnig er hægt að sækja til viðbótar um sérstaka námsstyrki frá félögunum sjálfum. Vinsamlegast leitið upplýsinga á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Desember 2016 9
FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA
Starfsmenn G&M yfirgáfu landið
Undirverktakinn G&M sem verið hefur með verkefni á Þeistareykjum og við Laxárvirkjun á vegum verktakans LNS Saga hefur nú pakkað saman og yfirgefið landið með starfsmenn sína. Frá því að fyrirtækið hóf störf á Þeistareykjum vorið 2015 hafa verið allt að 60 starfsmenn við störf á vegum fyrirtækisins á félagssvæði Framsýnar. Frá upphafi hefur Framsýn þurft að hafa afskipti af fyrirtækinu þar sem það hefur ekki séð ástæðu til að virða þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Það er þrátt fyrir að Framsýn hafi gengið frá samkomulagi við fyrirtækið haustið 2015 um vinnufyrirkomulag og kjör starfsmanna. Blekkið var varla þornað á samkomulaginu þegar fyrirtækið hófst handa við að brjóta samkomulagið. Það eru ófáir fundirnir sem forsvarsmenn Framsýnar hafa átt með starfsmönnum fyrirtækisins svo ekki sé talað um alla netpóstana sem farið hafa milli aðila vegna þessara samskipta. Í sumar krafðist Framsýn þess að fyrirtækið greiddi starfsmönnum vangoldin laun upp á um 14 milljónir. Um er að ræða leiðréttingu á launum. Jafnframt var þess óskað að aðalverktakinn LNS Saga greiddi launin beint inn á reikning starfsmanna, það er héldi eftir uppgjöri til undirverktakans G&M þannig að leiðréttingin skilaði sér örugglega til starfsmanna. Á þetta var fallist og leiðréttingin greidd beint inn á reikninga starfsmanna. Eftir stendur krafa Framsýnar um að fyrirtækið greiði starfsmönnum 3 milljónir til viðbótar vegna vangoldinna launa sem tengjast starfsemi fyrirtækisins áður en þeir skráðu sig með útibú á Íslandi í maí 2016. Til viðbótar hefur fyrirtækið ekki staðið við að greiða kjarasamningsbundinn gjöld af starfsmönnum til Framsýnar. Eins og staðan er í dag verður lögfræðingum Framsýnar falið að innheimta vangoldnar greiðslur til Framsýnar og starfsmanna þar sem fyrirtækið hefur hunsað að klára uppgjörið, það verður ekki liðið af hálfu félagsins. Eins og þessi frétt ber með sér hefur gífurlegur tími farið í þetta erfiða mál. Það hefur hjálpað mikið til að verkkaupinn Landsvirkjun og aðalverktakinn LNS Saga hafa lagt sitt að mörgum til að liðka fyrir lausn málsins og fyrir það ber að þakka. Framsýn hefur borist miklar og góðar þakkir frá starfsmönnum G&M fyrir baráttu félagsins að tryggja starfsmönnum launakjör samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Framganga Framsýnar hefur spurst út þar sem starfsmenn G&M á höfuðborgarsvæðinu og sem starfa við verkefni á vegum fyrirtækisins í Noregi hafa kallað eftir aðstoð frá félaginu. Þegar framkvæmdir hófust á „Stór Húsavíkursvæðinu“ vegna uppbyggingu PCC á Bakka gaf Framsýn það út að allt yrði gert til að vinna gegn undirboðum og kjarasamningsbrotum. Við það hefur félagið staðið og mun gera áfram. Nú þegar hafa tvö fyrirtæki yfirgefið svæðið sem rekja má að hluta til afskipta félagsins að þeirra starfsemi þar sem þau hafa ekki virt kjarasamninga.
Mikið og gott samband hefur myndast milli erlendra starfsmanna sem tengjast uppbyggingunni á Bakka og forsvarsmanna Framsýnar/Þingiðnar. Hér má sjá póst frá starfsmanni G&M sem hann sendi starfsmönnum stéttarfélaganna nýlega. „I was with you today, thank you for what you are doing. You’re gorgeous.“
Kauptaxtar á ensku og pólsku
Búið er að þýða kauptaxta kjarasamnings Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að yfir á ensku og pólsku. Þetta er mjög gott framtak sem mun nýtast vel eins og staðan er á Íslandi í dag, ekki síst á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Upplýsingar um samningana er að finna inn á heimasíðu stéttarfélaganna og á skrifstofu félaganna. 10 Desember 2015
Góður gangur í Akurseli
Starfsmaður stéttarfélaganna tók hús á gulrótarframleiðandanum í Akurseli í Öxarfirði. Þar á bæ bar fólk sig vel eftir ágætis uppskeru sumarsins. Allri upptöku var lokið og unnið var að því að klára að pakka vörunni á innlenda markaði fyrir jólin. Þegar því líkur verður lítil starfsemi hjá fyrirtækinu þangað til undirbúningur vegna sáningar hefst með vorinu.
Framsýn kallar eftir frekari sameiningu lífeyrissjóða
Innan Framsýnar stéttarfélags hefur verið umræða um starfsemi lífeyrissjóða sem félagið á aðild að, það er sameining sjóða meðal aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands, réttindi sjóðfélaga og þann mikla mun sem er á réttindum sjóðsfélaga innan almennra og opinberra lífeyrissjóða. Inn í þessa umræðu hefur blandast umræða um jöfnun lífeyrisréttinda sem boðuð hefur verið með svokölluðu Salek samkomulagi. Þá má geta þess að lífeyrissjóðir hafa verið að sameinast samanber nýlegt dæmi þegar Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir lífeyrissjóður sameinuðust. Á fundi stjórnar Framsýnar þann 19. október 2016 var samþykkt að beina þeim tilmælum til stjórnar Stapa lífeyrissjóðs að hafin verði athugun á vegum sjóðsins varðandi frekari sameiningu sjóðsins við aðra lífeyrissjóði. Flestir félagsmenn Framsýnar greiða í dag til Stapa, lífeyrissjóðs. Stapi byggir í dag tilveru sína á lífeyrissjóðum sem hafa verið sameinaðir undir nafni sjóðsins á Norður- og Austurlandi. Að mati Framsýnar er mikilvægt að þessari vegferð verði haldið áfram með það að markmiði að ná niður rekstrarkostnaði og tryggja um leið sjóðfélögum aukin réttindi. Hvað það varðar leggur Framsýn til að stjórn Stapa láti fara fram skoðun á því hvort ekki megi hagræða í starfsemi sjóðsins með sameiningu við aðra lífeyrissjóði þannig að auka megi um leið réttindi sjóðfélaga til lífeyris. Tilgangur sameiningar við aðra sjóði getur verið að auka áhættudreifingu, hagræði í rekstri, draga úr rekstrartengdri áhættu og auka möguleika á bættri ákvarðanatöku í fjárfestingum í því skyni að bæta hag sjóðfélaga. Í bréfi Framsýnar til stjórnar Stapa væntir félagið þess að erindi félagsins fái gott brautargengi í stjórn sjóðsins og niðurstaða úr athuguninni verði tekin til kynningar og afgreiðslu á ársfundi Stapa lífeyrissjóðs árið 2017. Þegar þetta er skrifað hefur stjórn sjóðsins ekki séð ástæðu til að svara en vonandi verður það gert á næstu vikum.
Nú er hægt að skila inn rafrænum skilagreinum
Skrifstofa stéttarfélaganna býður atvinnurekendum að skila inn rafrænum skilagreinum til stéttarfélaganna. Nýtt kerfi þess efnis hefur verið tekið í notkun. Nánari upplýsingar gefur Jónína Hermannsdóttir á Skrifstofu stéttarfélaganna. Netfangið hjá henni er nina@framsyn.is STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR
FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA
Orlofshús á Spáni Til leigu fyrir félagsmenn
Um 20 þúsund farþegar hafa farið um Húsavíkurflugvöll á árinu 2016. Fulltrúar Framsýnar fögnuðu þessum merkilega áfanga með starfsmönnum á Húsavíkurflugvelli og tveimur flugmönnum hjá Flugfélaginu Erni sem voru staddir á vellinum þegar fulltrúar Framsýnar komu færandi hendi með tertu og konfekt handa starfsmönnum flugvallarins fyrir helgina.
Fyrirtæki misnota orlofsrétt starfsmanna
Framsýn, stéttarfélag hefur óskað eftir áliti lögmanns á því hvort atvinnurekanda sé heimilt að ákveða einhliða að starfsfólk hans taki orlof meðan fyrirtæki er lokað yfir jól- og áramót. Dæmi eru um að fyrirtæki þrýsti á starfsmenn að taka sér orlof á þessum tíma til að losa sig undan launagreiðslum. Samkvæmt umsögn lögmanna félagsins er slíkt óheimilt, sjá meðfylgjandi umsögn: „Samkvæmt orlofslögum nr. 30/1987 skal veita orlof á tímabilinu frá 2. maí til 15. september. Það er þannig meginregla að orlof skuli veitt að sumri til. Í 5. gr. laganna segir að atvinnurekandi skuli ákveða í samráði við starfsmenn hvenær orlofið skuli veitt. Atvinnurekanda ber að verða við óskum einstakra starfsmanna í því efni eftir því sem honum er unnt vegna starfseminnar. Að lokinni þessari könnun er atvinnurekanda skylt að tilkynna starfsmönnum um tilhögun orlofstöku, svo fljótt sem verða má og aldrei seinna en mánuði fyrir töku þess. Atvinnurekanda er heimilt að loka fyrirtæki sínu meðan starfsmenn eru í orlofi. Æskilegt er að ákvörðun um slíka lokun liggi fyrir eigi síðar en 1. apríl ár hvert þannig að öllum starfsmönnum sé kunnugt um hana áður en að orlofstímabili kemur. Ákvörðun atvinnurekanda um að loka í orlofi ber annars að tilkynna með sama hætti og tilkynningu um orlof endranær, þ.e. tilkynna ber um fyrirhugaða lokun með minnst eins mánaðar fyrirvara. Ef atvinnurekandi hyggst flytja hluta orlofs yfir á vetrartímann verður hann að færa fyrir því sérstök rök sem byggja á rekstrarástæðum fyrirtækis, enda er meginreglan sú sem fyrr greinir að sumarið sé tími orlofstöku og af þeirri ástæðu hefur einnig verið samið um sérstakar skorður í þessu efni í kjarasamningum, þannig að sumarorlof sé ekki skert nema að vissu marki. Telji atvinnurekandi nauðsynlegt að loka fyrirtæki yfir hátíðir, eins og um var spurt, ber honum í ljósi fyrrgreindra reglna að gera ráð fyrir því þegar við skipulagningu orlofs að vori þannig að starfsmenn geri sér grein fyrir því fyrirfram að orlof þeirra verði skipt í sumar og vetrarorlof og með þeim fyrirvara sem áður var lýst. Undir engum kringumstæðum standa rök til þess að atvinnurekanda sé tækt að ákveða undir lok árs að fyrirtæki loki yfir hátíðir og starfsmenn hefji þá orlofstöku, sem þeir ella hefðu átt að taka á næsta sumri eftir lokunina.“
Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík hefur fengið aðgengi fyrir félagsmenn að tveggja herbergja íbúð í Alicante á Spáni. Um er að ræða íbúð á neðri hæð í litlu fjölbýli með nokkuð stóru útisvæði sem tilheyrir þessari íbúð eingöngu. Auk svefnherbergis er baðherbergi, rúmgóð stofa, eldhús og þvottahús með þvottavél. Í heildina eru svefnstæði fyrir fjóra í tvíbreiðu rúmi í herbergi og svefnsófa í stofunni. Í húsinu eru rúmföt og tuskur. Íbúðin er í lokuðum íbúðarkjarna með sér sundlaug og útisvæði. Frá flugvellinum í Alicante er um 40 km að íbúðinni. Auðvelt er að komast að henni frá flugvellinum með rútu, leigubíl eða bílaleigubíl. Margvísleg afþreying er á svæðinu, svo sem bátsferðir, skemmtisiglingar og fleira. Þá er í göngufæri verslunarkjarni þar sem finna má úrval verslana s.s. Primark og H&M. Einnig er stutt í matvöruverslanir s.s. Carrefour. Nokkur flugfélög fljúga til Alicante s.s. er WOW air, Icelandair og Dreamjet. Verð á íbúð: Sumartími frá 1. apríl - 30. september, vikuleiga kr. 56.000,- og hver dagur eftir það á kr. 7.000,-. Vetrartími frá 1. október - 31. mars, vikuleiga kr. 42.000,- og hver dagur eftir það á kr. 5.000,-. Frá þessu verði dragast til viðbótar sérkjör félagsmanna kr. 1.500 per. dag sem gist er í íbúðinni. Félagsmenn geta fengið íbúðina leigða í allt að 14 daga enda sé hún laus. Ekki er vitlaust að miða tímabil dvalar við hvenær ódýrast er að fljúga til Alicante. Tilboðið gildir einnig fyrir félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna og á skrifstofu Verkalýðsfélags Þórshafnar.
Húfur fyrir veturinn
Dæmi er um að fyrirtæki þrýsti á starfsmenn að taka sér orlof um jólahátíðina til að losa sig undan greiðsluskyldu yfir hátíðarnar. Slíkt er óheimilt með öllu svo vísað sé í umsögn lögmanna Framsýnar.
Félagsmenn Framsýnar og Þingiðnar geta komið við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fengið félagshúfu fyrir veturinn.
Desember 2015 11
N M 7 19 1 1 ENNEMM / SÍA /
Gjafakort Íslandsbanka
STUNDUM ER GAMAN AÐ LEYFA ÖÐRUM AÐ ÁKVEÐA
Einfaldaðu ákvörðunina með gjafakorti Íslandsbanka
Gjafakort Íslandsbanka hittir alltaf í mark og er gjöf með endalausa möguleika. Kortið má nota eins og önnur greiðslukort, bæði í verslunum um allan heim og á netinu. Þú færð gjafakortið í fallegum umbúðum í næsta útibúi Íslandsbanka.
2014
2015