Náðarstund - brot úr bókinni

Page 1

„Sækir djúpt í norræna sögu og sagnahefð, sekt og þögn ... og gæðir raunverulegar sögupersónur sínar lífi og frásögn þeirra spennu.“

„Ótrúleg bók sem ég sat límdur við. Ungur ástralskur höfundur dýfir sér í jökulkalt sagnadjúp okkar og kemur úr kafi með skáldsögu sem er svo trúverðug að manni finnst hún helst vera samtímalýsing frá 1830. Vatnsdalurinn verður aldrei samur.“

P u b lish er s W eek ly

„Átakanleg og falleg ... Kent segir kaldhamraða sögu af undraverðri nákvæmni og án nokkurrar tilfinningasemi.“

H a llg rímu r H elg a s o n

Was h in g t o n P o st

Jón St. Kristjánsson þýddi.

VVVVV

Th e O b s erver

„Það er erfitt að hverfa aftur til raunveruleikans þegar bókinni lýkur.“

K e n t

Hannah Kent var skiptinemi á Íslandi þegar hún heyrði söguna um síðustu aftöku á Íslandi og heillaðist af henni. Hér dregur hún upp margræða mynd af íslenskum raunveruleika, harðri lífsbaráttu, drungalegu myrkri og björtum nóttum, heitum tilfinningum og hörmulegum örlögum. Náðarstund er fyrsta skáldsaga hennar og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og verið seld til fjölmargra landa.

„Sjaldan hefur sést jafn fágað og fallegt byrjandaverk – þetta er einföld en hjartnæm saga; vandlega undirbyggð og seiðmögnuð frásögn.“

H a n n a h

Hannah Kent er ástralskur rithöfundur, fædd 1985. Hún kom til Íslands sem skiptinemi sautján ára að aldri, dvaldist á Sauðárkróki í eitt ár og hefur heimsótt landið nokkrum sinnum síðan. Á meðan á Íslandsdvöl hennar stóð heyrði hún söguna af Agnesi, Friðriki, Natani Ketilssyni og síðustu aftöku á Íslandi. Hún rannsakaði frumheimildir málsins á Þjóðskjalasafninu og víðar og nýtir þær eftir föngum í skáldsögunni en meginefnið er þó saga Agnesar sjálfrar. Árið 2011 lagði Hannah Náðarstund fram í handritasamkeppni og fékk í kjölfarið útgáfusamning. Handritið vakti mikla athygli og hafði verið selt til tuttugu landa þegar bókin kom út. Hún fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda og lesenda og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, þar á meðal Áströlsku bókmenntaverðlaunin. Hannah Kent vinnur nú að sögulegri skáldsögu sem gerist á Írlandi.

Árið 1829 bíður kona aftöku sinnar á norðlenskum sveitabæ. Agnes Magnúsdóttir hefur verið dæmd til dauða ásamt tveimur ungmennum fyrir hrottalegt morð á elskhuga sínum og öðrum manni. Henni er komið fyrir hjá hreppstjóranum á meðan beðið er eftir dómi Hæstaréttar í Kaupmannahöfn. Heimilisfólkið óttast hana og forðast; enginn sýnir henni skilning nema ungur aðstoðarprestur sem hefur verið falið að búa hana undir dauðann. Í samtölum þeirra og upprifjunum Agnesar opinberast smátt og smátt harmsaga hennar, ást hennar á Natani Ketilssyni og aðdragandi skelfingarnæturinnar á Illugastöðum.

D ai ly M ai l

„Ef þú lest bara eina bók í haust skaltu lesa Náðarstund: Blaðsíðurnar fletta sér sjálfar.“ M ar i e Clai r e

„... sjaldan hefur hrjóstrugu landslagi og viðsjálum veðrum verið lýst jafn glæsilega ... Nærgöngult verk frá hæfileikaríkum ungum höfundi.“

Agnes Magnúsdóttir – ást hennar, glæpur og aftaka

„... falleg og heillandi skáldsaga ...“ Th e G u ar di an

VVVVV The Telegraph

„Nístingssár saga af ást og svikum og togstreitu ... Einstök frumraun.“ T h e S u n d ay E x p ress

B o o k list

H a n n a h

K e n t

„Grípandi frásögn af ást og morðum sem gerist í tíma og umhverfi sem er jafn nöturlegt og miskunnarlaust og glæpurinn og refsingin sem þar átti sér stað.“ S an F r ancisc o Ch r o nic le


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Náðarstund - brot úr bókinni by Forlagid - Issuu