Ný handprjónuð flík eða teppi er einstaklega hlýleg og góð gjöf handa nýfæddu barni, og margar verðandi mæður fyllast líka löngun til að prjóna á ófædd börn sín. Hlýtt og mjúkt fyrir minnstu börnin er bók fyrir mömmur, ömmur, vinkonur, frænkur og alla aðra sem langar til að prjóna eitthvað fallegt handa litlu kríli.