Katniss Everdeen hefur sloppið lifandi frá tvennum Hungurleikum en líf hennar er dýru verði keypt. Tólfta umdæmi er brunnið til grunna en Kapítól hefur ekki enn svalað hefndarþorsta sínum … Uppreisnarmenn vilja að Hermiskaðinn verði sameiningartákn í stríðinu gegn Kapítól.
„Collins er snjall og hugkvæmur höfundur …“ Suzanne Collins
PBB / Fréttatíminn
Katniss er á báðum áttum – en á hún nokkurra kosta völ ef hún vill bjarga ástvinum sínum? Smám saman rennur þó upp fyrir henni að hlutverk Hermiskaðans kann að verða henni þungbærara en nokkrir Hungurleikar. Hermiskaði er lokabindið í hinum geysivinsæla bókaflokki Suzanne Collins um Hungurleikana. Spennan er ekki minni hér en í fyrri bókunum og margt kemur á óvart – svo ekki sé meira sagt. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi. „Collins gerir marga hluti snilldarlega; ekki síst tekst henni hvað eftir annað í kaflalok að skapa óbærilega spennu sem snýr atburðarásinni á hvolf.“ Booklist „Lokabindi þríleiksins um Hungurleikana er enn betra en hin, glæsilega smíðuð og snjöll saga sem er að öllu leyti vel heppnuð.“ Publishers Weekly
HERMISKAÐI Suzanne Collins Mynd á kápu er endurgerð Scholastic UK á upprunalegri mynd Tims O’Brien af hermiskaða