Í Eldar kvikna er haldið áfram að fylgjast með Katniss, Peeta og Gale og lífi þeirra í Panem þar sem uppreisnarólgur eru byrjaðar að vakna.
Hungurleikarnir hafa átt miklum vinsældum að fagna á Íslandi hjá fólki á öllum aldri. Innbundna útgáfan er uppseld og kiljan hefur verið prentuð tvisvar sinnum. Einnig eru Hungurleikarnir í rafbók mest selda rafbók Forlagsins.
Þriðja og síðasta bókin í þríleiknum, Hermiskaði, kemur út hjá Forlaginu í haust.