Page 1


Árfætlur – Súluætt

40

Súla Morus bassanus Stór, ljós og rennilegur sjófugl. fullorðin súla er nær alhvít, með gulleitan haus og svarta vængenda. Vængir eru langir, odd­ mjóir og stélið fleyglaga. ungfugl er marg­ breytilegur að lit en þó alltaf auðþekktur frá öðrum sjófuglum á stærð, lögun og hegðun. Nýfleygir ungar eru aldökkir með ljósum dílum, en lýsast smám saman þangað til þeir skrýðast fullorðinsbúningi fjögurra ára gamlir. Þeir byrja að lýsast að neðan, svo á höfði, hálsi og bringu, síðan á vængjum og síðast armflugfjöðrum og stéli.

JAN

FEB

M ARS

APR

M AÍ

JÚNÍ

Goggur er langur, oddhvass og blágrár að lit. Fætur grásvartir með ljósgrænum langröndum. Augu ljósgul með blágráum augnhring. Fiðurlaus húð er umhverfis augu að goggi. Súlan er oft nefnd drottning Atlants­ hafsins vegna þess hve tíguleg hún er. Er venjulega félagslynd og flýgur oft í litlum hópum lágt yfir haffleti. Flugið er kraft­ mikið með djúpum vængjatökum, brotið upp af svifflugi með lítið eitt aftursveigð­ um vængjum. Er fremur létt á sundi.

JÚLÍ

ÁGÚST

SEPT

OK T

NÓV

DES

Algengur en staðbundinn varpfugl / að mestu farfugl


Árfætlur – Súluætt

1.

2.

LENGD

VæNGh AF

Þy NGD

URPT

KL AK TÍMi

UNGATÍMi

VARPPÖR

87–100 cm

165–180 cm

3 kg

1 egg

44 dagar

um 90 dagar

31.500

1. Á 3ja ári | 2. Fullorðin | 3. Fullorðin

Gefur frá sér rám, geltandi hljóð á varpstöðvum. Súlukast er það kallað þegar súlan stingur sér eftir æti með aðfelldum vængj­ um, lóðrétt úr allt að 40 m hæð, en einnig á ská úr minni hæð á grunnu vatni. Fæðan er fiskur, eins og síld, loðna, makríll, þorsk­ fiskar, sandsíli o.fl., jafnvel úrgangur frá fiskiskipum. Úthafsfugl, sem verpur í þéttum byggðum á sæbröttum eyjum, stöpum eða í björgum. Gerir stóran hreiðurhrauk úr

41

þangi, þara og ýmsu drasli, notar drit og leir til að líma hreiðurefnin saman. Um helmingur íslenskra súlna verpur í Eldey, sem er eitt stærsta varp í heimi. Vetrarstöðvar eru í N­Atlantshafi. Íslenskar súlur hafa fundist á Grænlandi og með ströndum V­Evrópu suður til V­Afríku. Þær hverfa að mestu frá landinu í október−des­ ember. Varpheimkynni auk Íslands eru í Kanada, Færeyjum, á Bretlandseyjum, í Noregi, Þýskalandi og Frakklandi.

3. 1.


Strandfuglar – Snípuætt

88

Þórshani Phalaropus fulicarius þórshani er dálítið stærri en óðinshani. sumarbúningur hans er rauðbrúnn að neðan en með áberandi ljósum og dökk­ um röndum að ofan. er með svartan koll, goggrót og kverk og hvítan vanga,  er litdaufari, með rákóttan koll og oft með ljósa bletti á bringu og kviði. Vængbelti eru hvít. Á veturna er þórshani ljósblágrár að ofan en ljós að neðan, með dökka augnrák. ungfugl er svipaður en dekkri á kolli, hnakka, baki og síðum.

JAn

feB

m ARS

APR

m Aí

JÚní

Goggur er gulur, nema dökkur fremst, og gildari en goggur óðinshana. Fætur eru gráleitir með gulum sundblöðkum, augu dökk.

JÚlí

ÁgÚSt

SePt

OKt

nÓV

deS

Sjaldgæfur varpfugl / farfugl


Strandfuglar – Snípuætt

1.

89

2.

lengd

Vængh Af

Þy ngd

URPt

Kl AK tími

UngAtími

StOfnStæRð

20–22 cm

40–44 cm

60 g

4 egg

18–20 dagar

16–18 dagar

180–270

1. Fullorðinn  | 2.  og  | 3. Vetrarbúningur

Þórshani er líkur óðinshana í háttum og býr við konuríki eins og hann. Röddin er lík rödd óðinshana, en hvellari. Notar svipaðar aðferðir við fæðuöflun og óðinshani. Er meira í fjörum og tekur þar þangflugulirfur, doppur og önnur smáskeldýr. Er meiri sjófugl en óðinshani. Á sumrin heldur hann sig helst við sjávarlón, í fjörum með þanghrönnum og á grónum jökulaurum með tjörnum og lækjum. Hreiðrið er grunn laut, falin í gróðri.

Hér eru aðeins tæplega 300 fuglar í smáum byggðum umhverfis landið. Þórshani er með sjaldgæfustu varpfuglum okkar og er í útrýmingarhættu. Hann dvelur aðeins 1−2 mánuði á varpstöðvunum. Fuglar sem sjást fram í október eru e.t.v. fargestir frá heimskautalöndum. Talið er að vetrarstöðvarnar séu í Atlantshafi, nálægt miðbaug. Þórshani er hánorrænn fugl sem verpur víða við strendur landanna umhverfis norðurheimskautið en þó hvergi í Evrópu nema á Íslandi, Svalbarða og Novaja Zemlja.

3. 1.


Brúsar – Brúsaætt

180

Himbrimi Gavia immer stór, sterklegur og rennilegur vatnafugl, einn af einkennisfuglum íslenskra heiða­ vatna. Á sumrin er hann með gljásvart höfuð og háls, á hálsi er ljós kragi með svörtum langrákum og sama litamynstur á bringuhliðum. Hann er svartur að ofan, alsettur hvítum tíglum eða dílum sem eru mest áberandi á axlafjöðrum. bringa og kviður eru hvít, vængir dökkir að ofan en hvítir að neðan. Á veturna er hann grábrúnn að ofan, með dekkri koll og afturháls, hvítur á vöngum, framhálsi og að neðan. ungfugl er svipaður en ljósari

JAn

feB

m ARS

APR

m Aí

JÚní

fjaðrajaðrar mynda daufa tígla að ofan. kynin eru eins. svipaður lómi á veturna en dekkri, stærri og þreknari en hann, með breiðari gogg sem veit beint fram; sjá einnig lýsingu á skörfum og fiskiöndum. Goggurinn er svartur og gildur og minnir á rýting. Hann lýsist á vetrum. Fætur eru dökkbrúnir og augu dökkrauð.

JÚlí

ÁgÚSt

SePt

OKt

nÓV

deS

Strjáll varpfugl / að nokkru farfugl


Brúsar – Brúsaætt

1.

2.

lengd

Vængh Af

Þy ngd

URPt

Kl AK tími

UngAtími

VARPPÖR

69–91 cm

127–147 cm

3,5 kg

2 egg

25–30 dagur

56–77 dagar

~300

1. Fullorðinn | 2. Ungur/vetur | 3. Fullorðinn

Himbriminn flýgur með kraftmiklum vængjatökum. Á flugi er hálsinn niðursveigður og fæturnir skaga aftur fyrir stélið. Hann er fimur sundfugl, mikill kafari og fremur djúpsyndur, þungur til flugs og lendir á maganum en ber ekki fæturna fyrir sig eins og flestir fuglar. Brúsar geta ekki gengið og koma ekki á land nema til að verpa og skríða þá á maganum til og frá hreiðrinu. Eru venjulega stakir, í pörum eða litlum hópum. Hljóð himbrimans eru langdregin vein og köll. Hávær á varptíma, sérstaklega á nóttunni, en þögull ella.

181

Verpur við vötn og tjarnir með silungi, frá sjávarmáli upp í 600 m hæð. Hreiðrið er stór en grunn laut á vatnsbakka eða í litlum hólma og myndast vel troðin slóð milli hreiðurs og vatns. Dvelur á veturna við strendur og geldfugl er aðallega á sjó á sumrin. Staðfuglar hafa vetursetu við ströndina en farfuglar eru við Bretlandseyjar og V-Evrópu. Ísland er eini varpstaður þessa vesturheimsfugls í Evrópu en hann er algengur á meginlandi N-Ameríku og á Grænlandi.

Fiskiæta, á ferskvatni er silungur aðalfæðan, litlir ungar fá hornsíli. Á sjó veiðir hann m.a. marhnút, ufsa, þorsk, skera og trjónukrabba.

3. 1.

Íslenskur fuglavísir - sýnishorn  

Íslenskur fuglavísir - sýnishorn

Íslenskur fuglavísir - sýnishorn  

Íslenskur fuglavísir - sýnishorn