FLÓRGOÐINN MAI 2025

Page 1


GLEÐILEGT SUMAR

FLÓRGOÐINN

Meistarakokkarnir Louis og Leon ásamt Hörpu kennara sínum. Sigurrétturinn Chicken Alfredo pasta

MEISTARAKOKKAR ÁSLANDSSKÓLA

Meistarakokkar Áslandsskóla 2025 eru Louis og Leon úr 9. bekk. Þeir buðu uppá Chicken Alfredo pasta og Gulrótarköku. Samkeppnin var hörð frá Birgi Gauta úr 10. bekk sem bauð uppá kornflex kjúkling og franskar og Red velvet ostaköku og líka frá 8. bekkingunum Sigurði og Róbert sem buðu uppá taco og lakkrístoppa. Dómarar í keppninni voru rómaðir matgæðingar úr röðum kennara þeim Önnu Siggu, Hjördísi Hrund, Örnu Maríu og Nemo.

Nemendur voru mjög áhugasöm að skoða fiskana. Svipbrigðin voru allskonar.

HEIMSÓKN FRÁ HAFRÓ

Faðir barna við skólann kom með skemmtilega hugmynd á dögunum og fékk vin sinn frá Hafrannsóknarstofnun til að koma og halda kynningu á undrum hafsins og hafði hann með í farteskinu nokkrar tegundir af fiskum. Viðburðurinn var tengdur náttúrufræðikennslu í 3. bekk og vakti mikla lukku og var vel heppnaður. Öllum sem áttu leið hjá var boðið að koma og kíkja a gersemina.

SAMVINNA -

ÞJÓNUSTA VIÐ SAMFÉLAGIÐ

Föstudagurinn 2. maí var tileinkaður hornstoðinni, þjónusta við samfélagið. Við höfðum samband við margar stofnanir og nemendur í 3., 7., og 10. bekk fóru út í samfélagið þennan dag. Markmiðið með þessu var að efla tengsl nemenda við samfélagið með því að gefa af sér á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Dagurinn tókst frábærlega og jákvæð tengsl mynduðust milli íbúa og nemenda í þeim tilfellum þar sem nemendur komu í heimsókn. Óskir um frekara samstarf hafa komið frá nokkrum stöðum eftir daginn.

Farið var á eftirfarandi staði: Hrafnistu, Tjarnarás, Stekkjarás, Sólvang, Janus endurhæfing, Blikaás sambýli, Erluás sambýli, Svöluás sambýli ásamt því að bjóða dagmömmum og þeim sem eru í fæðingarorlofi að koma og leika á sal skólans. Nemendur í öðrum bekkjum plokkuðu rusl í nærsamfélaginu og dagurinn endaði á pylsu veislu eða pulsu veislu.

DÝRAGARÐUR

Menningardagar 2025 voru haldnir 7. - 10. apríl og tókust þeir einstaklega vel. Þemað í ár voru dýr af öllum stærðum og gerðum. Unnu deildir skólans í fjölbreyttum verkefnum er sett voru upp og var skólinn skreyttur hátt og lágt.

MENNINGARDAGURINN

Fimmtudaginn 10. apríl voru dyrnar síðan opnaðar öllum þeim sem vildu koma og njóta afrakstursins og gleðinnar. Glæsileg dagskrá var á sal þar sem hápunkturinn var uppsetning 3. bekkja á söngleiknum um týndu ævíntýrapersónurnar en einnig tróðu nemendur miðdeildar upp með tónlistaratriðum og dansi.

WHITE FRIDAY

Áslandsskóli hefur síðastliðin 2 ár 2023-2025 stýrt Erasmus + verkefnið í samvinnu við Litháen og Slóveníu sem ber heitið “White Friday.” Verkefnin voru þrískipt og fjölluðu um plastsóun, matarsóun, og fatasóun. Verkefnin tengdust heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna og það voru nemendur í 3.bekk, 4.bekk og 5.bekk sem tóku þátt í verkefninu og er verkefnið styrkt af Evrópusambandinu. Gaman að segja frá því að Áslandsskóli varð “áhrifavaldur” á skóla í Vilníus í Litháen en sá skóli heillaðist af ýmsu í okkar skóla og tók upp í sínum skóla. Skemmst frá því að segja að þeir tóku upp heimalestur í 15 mínútur og láta foreldra kvitta fyrir í kvittunarhefti, vesti fyrir starfsmenn í frímínútum, 15 mínútna matar-og kaffihlé fyrir kennara í 3x í viku, þýddu ákveðin atriði úr eineltisáætlun skólans yfir á sitt tungumál og þeir hönnuðu sitt eigið skólamerki fyrir skólann með ákveðinni merkingu fyrir hvert tákn. Virkilega gaman að upplifa bein áhrif frá okkar skóla í heimsókn okkar í skólann hjá þeim.

Plast

Verkefnið hófst í nóvember 2023 með heimsókn kennara frá Ziburius grunnskóla fyrir yngri deild í Vilnius, Litháen og Osnovna šola Šmartno grunnskóla í Slovenj Gradec í Slóveníu. Verkefnið er styrkt af Erasmus+. Á vorönninni 2024 var unnið með plastsóun. Nemendur í 3 og 4 bekk tóku þátt í verkefninu. Nemendur kynntu sér hvernig við flokkum plast og hvað verður um það. Þeir skoðuðu hversu mikið plast féll til á heimilinu og umhverfinu. Þau könnuðu hvort heimilin notuðu pappírspoka, plastpoka eða fjölnota poka þegar verslað var inn. Það kom þeim á óvart hversu mikið plast var utan um hvern hlut. Þegar við kynntum okkur hvaða áhrif plast hefur á lífríkið þá hvatti það þau til að henda ekki rusli í náttúruna og voru áhugasöm að tína rusl. Þeim fannst ömurlegt að lífverur eins og t.d. fuglar væri að þjást þegar þau flæktust í eða borðuðu plast í miklu magni. Þeim fannst skrítið að plast væri flutt erlendis til endurvinnslu. Þau glöddust hinsvegar yfir því að við værum komin í heilan hring með að heyrúlluplast sem er safnað frá bændum verður að plast perlum sem er hægt að nota til búa til plastbrúsa og annan varning. Nemendur í 3. bekk tóku myndir bjuggu til rafrænar bækur í Book Creator. Nemendur í 4. bekk tóku myndir og myndbönd og bjuggu myndband í IMovie um plast flokkun í skólanum og frá heimilum.

Skannaðu Qr kóðann og skoðaðu verkefnið um plastnotkun.

Matur

Nemendur viktuðu matarafganga í mötuneyti skólans og sáu hversu miklum mat er hent og þar kviknað þeirri hugmynd að fá sér minna á diskinn og klára í stað þess að henda. Nemendur bjuggu til uppskriftabók með mataruppskriftum úr afgöngum. Nemendur kynntu sér hvernig heimili og skóli flokkar matarafganga og hvað verður um afganga. Nemendur í 4. bekk fóru í heimsókn í gas- og jarðgerðarstöð SORPU í Álfsnesi. Þar fylgdust þau með ferlinu hvernig matur verður að gasi, moltu og mold. Nemendur tóku upp myndbönd klipptu þau til og settu inn texta og tal í appinu IMovie og gerðu sitt myndband sem fór á sameiginlegan Padlet vegg.

Textil- Óskilamunir

Nemendur tóku óskilamunir í skólanum fyrir. Mikið er um óskilafatnað í skólanum og í mörg ár er búið að reyna að minnka þau föt sem enda á óskilaborðinu. Nemendur settu sér markmið að ná að skila 50% af þeim fatnaði og óskilamunum aftur til réttra eigenda, náðu markmiði sínu og bættu um betur og skiluðu 57% til réttra eigenda. Þau fundu öll föt sem voru merkt, fundu nemendur og skiluðu þeim fötunum. Þau föt sem ekki voru merkt tóku þau og hengdu upp á herðatré í miðrými skólans þar sem allir nemendur og gestir gátu séð. Þetta gerði alla nemendur meðvitaðri um að passa fötin sín og minna aðra nemendur á ef þeir voru að gleyma einhverju. Nemendur lærðu um að efni í fötum eru mismunandi, þau geta verið úr náttúrulegum efnum og gerviefnum sem eru búin til af manninum. Þau komumst að því að oft er erfitt að endurvinna og flokka fatnað sem er úr blönduðum efnum. Þegar þau lærðu meira um ör plast í náttúrunni og það vakti það áhuga þeirra að ganga meira í náttúrulegum efnum. Það kom þeim á óvart hversu mikil mengun er af fatnaði, bæði í framleiðslu og á urðunarstöðum. Nemendur voru áhugasamir að skoða úr hvaða efnum fötin þeirra eru úr og vildu passa betur upp á fötin sín til að sporna móti fatasóun. Nemendur komu með föt að heiman og fengu efnisbúta í skólanum og hver nemandi skapaði listaverk sem tengdist endurvinnslu eða náttúru.

Verkefnið var samþætt með ensku og UT kennslu í 5. bekk þar sem nemendur bjuggu til 6 mismunandi sokka brúðuleikrit tengt áhrif skynditísku og fatarsóun á umhverfið.

Skannaðu Qr kóðann og skoðaðu verkefnið ummatarsóun.
Skannaðu Qr kóðann og skoðaðu verkefnið textíl og óskilamuni.

PANGEA STÆRÐFRÆÐIKEPPNIN

17. maí var Pangea stærðfræðikeppnin haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar átti Áslandsskóli tvo keppendur þá Þór Elí í 8. bekk og svo Bjarka Ingason í 9. bekk. Pangea er einstaklingskeppni í stærðfræði fyrir nemendur í 8. og 9. bekk. Hún er nú haldin á Íslandi í sjöunda skipti. Keppnin skiptist í þrennt en fyrstu tvær umferðirnar fara fram í grunnskólunum sjálfum. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað mikið ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka. Hátt í 5000 þúsund nemendur voru skráðir til leiks í upphafi og er það frábær árangur hjá drengjunum að komast í lokakeppnina í MH.

Skólaslit Áslandsskóla vorið 2025

Fimmtudagur 5. júní

Kl. 17:00 10.bekkur

Föstudagur 6. júní

Kl. 9:00 1.-4. bekkur

Kl. 9:30 5.-7.bekkur

Kl.10:00 8. og 9.bekkur

Skólasetning verður mánudaginn 25. ágúst

Bjarki Ingason og Þór Elí komust í lokakeppni Pangea

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.