1 minute read

Skákdeild Hauka endurvakin

19 krakkar kepptu á Vorskákmóti Hauka

Skákdeild Hauka, sem nýlega var endurvakin stóð fyrir Vorskákmóti þar sem 19 krakkar tóku þátt.

Advertisement

Í stúlknaflokki vann Helma Heiðarsdóttir og í öðru sæti varð Sigurrós Hansen. Mjög efnilegar stúlkur og duglegar.

Yngri flokkinn vann Jonatan Szaro, í öðru sæti varð Ari Leó Ólafsson og í þriðja sæti varð Magnús Þór Magnússon.

Adam Alchouch Alchaer sigraði í eldri flokkinn, og á mótinu í heild en í öðru sæti varð Marinó Georg Konstantínsson og í þriðja sæti varð Sigurður Ýmir Þorbergsson. Þremenningarnir skipuðu efstu sætin í mótinu í heild. www.haukar.is/skak

Allir keppendur stóðu sig vel og voru til fyrirmyndar og flestir voru að keppa á sínu fyrsta skákmóti.

Starfsemi skákdeildarinnar fer aftur af stað í haust.

Knattspyrnuskóli FH

Tíu námskeið!

1. námskeið: 12. - 16. júni

2. námskeið: 19. - 23. júni

3. námskeið: 26. - 30. júní

4. námskeið: 3. - 7. júlí

5. námskeið: 10. - 14. júlí

6. námskeið: 17. - 21. júlí

7. námskeið: 24. - 28. júlí

8. námskeið: 31. júlí - 4. ágúst

9. námskeið: 8. - 11. ágúst - 4 dagar

10. námskeið: 14. - 18. ágúst

Skólinn er frá 9-12 alla daga fyrir krakka fædda 2016-2013 og kl. 10-12 fyrir krakka fædda 2012-2010. Gæsla kl. 8-9.

Boltaskólinn

fyrir krakka fædda 2017-2020 kl. 9-12. Gæsla kl. 8-9

1. námskeið: 10. - 14. júlí

2. námskeið: 17. - 21. júlí

3. námskeið: 31. júlí - 4. ágúst

4. námskeið: 8-11. ágúst - 4 dagar

Rafíþróttir

12. júní - 18. ágúst | 5 daga námskeið 20 námskeið í boði

7-16 ára (aldursskipt fyrir og eftir hádegi)

Pizzuveisla í lok námskeiða | Verð 17.990 kr.

Reykjavíkurvegur 50, Hafnarfirði

Yfirþjálfari, ragnarmar@fh.is gefur nánari upplýsingar

Handboltaskóli FH

Í sumar mun handknattknattleiksdeild FH bjóða upp á handboltaskóla fyrir krakka á aldrinum 6 – 13 ára (1. -7. bekk) í Kaplakrika. Kennt verður í báðum sölum og verður hópaskipt eftir aldrei og námskeiðið sniðið eftir getu þátttakenda. Námskeiðið er hvoru tveggja tilvalið fyrir lengra komna til að auka handbolta getu sína og sem og fyrir nýja iðkendur að prófa handbolta. Fjölmargir þjálfara og leikmenn handknattknattleiksdeildar FH munu kenna á námskeiðinu.

Handboltaskóli FH sumarið 2023

1. námskeið: 12. – 16. júní

2. námskeið: 19. – 23. júní

3. námskeið: 26. – 30. júní

4. námskeið: 31. júlí – 4. ágúst

5. námskeið: 8. - 11. ágúst*

6. námskeið: 14. - 18. ágúst

Námskeiðin eru frá kl. 13 til 16. Nánari upplýsingar um Handboltaskólann má finna á Sportabler verslun og fh.is

Sportabler

Skannaðu kóðann til að sjá öll námskeið hjá FH

This article is from: