
1 minute read
leiðarinn
Æskulýðs- og íþróttafélögin í Hafnarfirði halda úti öflugu starfi á sumrin auk þess sem Hafnarfjarðarbær býður upp á námskeið en margt er í boði.
Í blaðinu má finna tilboð frá fjölmörgum félögum en bæjarbúar eru hvattir til að leita á heimasíðum félaganna eða á tómstundavefnum ef upplýsingar er ekki að finna hér.
Advertisement
Hafnarfjarðarbær styður vel við bakið á starfi þessara félaga til þess að börn og ungmenni geti tekið þátt í uppbyggjandi starfi sem eflir bæði líkamlega og andlega heilsu.
Útivist og hreyfing er nauðsynleg öllum, á hvaða aldri sem er, og ekki síst á uppvaxtarárunum. Ekki aðeins eflir hún líkamlega hreysti heldur styrkir einnig andlega líðan. Foreldrar eru hvattir til að njóta útivistar með börnum sínum sem er ekki síður nauðsynleg en gönguferð með hundinn! Útivistarsvæði innan bæjarins og gríðarstórt uppland bæjarins býður upp á ótrúlega möguleika til útiveru en Ratleikur Hafnarfjarðar er tilvalin leið til að kynnast bæjarlandi Hafnarfjarðar en leikurinn nýtur sívaxandi vinsælda meðal allra aldurshópa. Hann er þó sérstaklega góður fjölskylduleikur.
Guðni Gíslason ritstjóri.