
1 minute read
Margrét Lea á heimsmeistaramót
Margrét Lea Kristinsdóttir, Fimleikafélaginu Björk, keppti á dögunum á EM í áhaldafimleikum og náði þeim glæsilega árangri að vinna sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Belgíu í september.
Margrét Lea er ein fremsta fimleikakona landsins og æfir að meðaltali um 21 klukkustund á viku.
Advertisement
Að sögn Margrétar gekk undirbúningurinn fyrir tímabilið mjög vel en hún meiddist sem setti strik í reikninginn rétt fyrir mót. „Ég var mjög spennt fyrir keppnistímabilinu en ég lenti í smá óhappi rétt fyrir Evrópumótið og meiddi mig í ökklanum sem gerði undirbúninginn erfiðan, síðan á fyrstu æfingunni úti meiði ég mig á hinum ökklanum og var ekki viss hvort ég gæti keppt á öllum áhöldum,“ sagði Margrét Lea.
Árangurinn var því ótrúlega góður og ljóst að hugarfarið hefur komið henni langt „Ég er ánægðust með að hafa ekki gefist upp því það skilaði mér sæti á HM sem var markmið tímabilsins.“ Það verður spennandi að fylgjast með Margréti undirbúa sig fyrir Heimsmeistaramótið og óskum við henni góðs gengis.
Margrét Lea Kristinsdóttir.

Nánari upplýsingar: hfj.is/matjurtagardur