Fjarðarfréttir - sérblað: Hafnfirsk æska

Page 1

www.fjardarposturinn.is

Miðvikudagur 26. maí 2021 | 1. tbl. 19. árg.

Upplag 10.000 eintök.

Finndu okkur á

Dreift frítt inn á öll heimili í Hafnarfirði

Opið: Virka daga: 8:30-17 Laugardaga: 10-14

www.fjardarfrettir.is öflugur fréttavefur

-20% á skál dagsins

Hafnfirsk æska SÉRBLAÐ UM SUMARSTARF Í HAFNARFIRÐI

Sólin hækkar á lofti og sumarið birtist með sínum töfralitum og hafnfirsk æska þyrstir í leiki og þrautir. Sem betur fer er margt í boði og hægt er að upplifa ævintýri, útivist og leiki í fjölbreyttu tómstundastarfi í Hafnarfirði.

Æskulýðs- og íþróttafélögin og Hafnarfjarðarbær bjóða upp á fjölbreytt starf sem ætti að uppfylla kröfur flestra. Í boði eru námskeið í skemmri tíma og æfingar í allt sumar svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Svo má ekki gleyma að hraunið og umhverfi

Hafnarfjarðar er ævintýraheimur út af fyrir sig og börn og fullorðnir hvattir til að njóta þess í leik og göngu um okkar fallega bæjarstæði. Íþróttafélögunum hefur fjölgað og auk hinna hefðbundnu boltaíþrótta og frjálsíþrótta hafa vinsældir t.d. bretta- og

hjólaíþrótta aukist til muna. Skoðið úrvalið og foreldrar eru hvattir til að hvetja börnin sín til að taka þátt og ekki síður að prófa eitthvað nýtt. Njótum sumarsins og hins glæsilega starfs sem í boði er í Hafnarfirði!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.