Hjólhesturinn 17. árg. 1. tbl. mars 2008

Page 1

FRÉTTABRÉF ÍSLENSKA FJALLAHJÓLAKLÚBBSINS Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Brekkustíg 2. 101 Reykjavík 1. TÖLUBLAÐ 17. ÁRGANGUR. 2008

HJÓLREIÐAR LENGJA LÍFIÐ!


PISTLAR ferðum og námskeiðum á dagskránni í ár og Formannspistillinn má nefna frábæra utanlandsferð þar sem Árið 2007 var gott og skemmtilegt á ætlunin er að hjóla frá Kaupmannahöfn til margan hátt. Klúbburinn tók m.a. í notkun Berlínar, næturhjólaævintýri um Vesturland nýja og glæsilega heimasíðu svo og hin árlega Nesjavallaferð til að nefna fjallahjolaklubburinn.is. Á síðunni gefst aðeins brot af frábærri virkum félögum kostur á dagskrá. að skrá sig sem penna og Einnig viljum við vil ég hvetja sem flesta til hvetja alla til þess að þess. Heimasíðan er skrá sig á póstlistann einnig kjörin til þess að okkar og fylgjast vel deila ferðasögum og með heimasíðunni þar myndum. sem við auglýsum allar Starf klúbbsins var í uppákomur sem eru utan blóma á seinasta ári og dagskrár. Sendið póst á má meðal margra ifhk@mmedia.is til að skemmtilegra ferða nefna skrá ykkur. hina árlegu ferð á Að lokum vil ég Nesjavelli sem var PÉTUR Á NESJAVÖLLUM óska öllum sem hyggjast sérlega skemmtileg og vel ferðast á reiðhjóli næsta heppnuð svo og ferð í sumar velfarnaðar og Skorradal þar sem hvet þá um leið til þess að sækja ferðalangar hrepptu alveg hreint frábært ferðaundirbúningsnámskeið klúbbsins sem veður. verður haldið í vor. Það er skemmst frá því að segja að Hjólakveðjur, breytingar urðu á stjórn klúbbsins á seinasta Pétur Þór Ragnarsson aðalfundi, þar sem sá sem þetta ritar var kjörinn formaður í fyrsta skipti í stað Afslættir félagsmanna Sólvers H. Sólverssonar, sem nú gegnir Fjölmörg fyrirtæki veita félagsmönnum hlutverki meðstjórnanda. Ég vil því nota klúbbsins góða afslætti upp á 10% - 15%. þetta tækifæri til að þakka Sólveri Flestir gera sér grein fyrir því að með einu sérstaklega fyrir vel unnin störf sem félagsgjaldi eru þeir búnir að tryggja sér svo formanns í þágu klúbbsins. góða afslætti að þeir borga upp félagsgjaldið Um þessar mundir er mikið líf í í næstu hjólabúð. Í ár eru enn fleiri fyrirtæki klúbbnum. Mikið er af skemmtilegum

borgarhjol.net Hverfisgata 50 - 101 Reykjavík Sími (tel.): 551 5653 - 8965653 Hjólhesturinn

Félagar Íslenska fjallahjólaklúbbsins fá að fljúga með hjólin frítt hjá Iceland Express 2


að slást í hópinn og vilja gera vel við okkur. Það er gaman að segja frá því að nú tökum við hjólið með í flug, því Iceland Express býður okkur frítt með hjólin í sínar áætlunarvélar. Það þarf að senda bókunarnúmerið á fluginu til starfsmanns IE og hann sendir bókun til baka, sem við þurfum að prenta út og framvísa á flugvöllunum hér heima og erlendis. Það er 2.500 kr. hver leggur þar sem við spörum. Trex og SBA bjóða okkur einnig að ferðast frítt með hjólin á þeirra áætlanaleiðum. Öll betri reiðhjólafyrirtæki landsins bjóða okkur afslátt; Borgarhjól koma ný inn og áfram njótum við góðra kjara í Markinu, Erninum, Útilíf og Hvell, svo eitthvað sé nefnt. Við minnum félagsmenn á að framvísa skírteininu í verslununum áður en viðskipti fara fram og láta stjórn vita ef eitthvað er öðruvísi en við auglýsum. Allar breytingar eru uppfærðar á fjallahjolaklubburinn.is þar sem segir betur frá afsláttunum. Félagsgjald 2008 er 2000 kr, 3000 kr fyrir fjölskyldu eða 1000 kr fyrir undir 18 ára. Sesselja Reglulegar hjólreiðar lengja lífið! Stór fullyrðing en þetta var niðurstaða víðtækrar vandaðrar rannsóknar sem gerð var í Danmörk og er ein af mörgum sem John Franklin vísar í í fyrirlestrum sínum sem við gefum gott pláss í þessu fréttablaði.

Þar fjallar hann um ýmsar þversagnir í öryggismálum hjólreiðafólks, hvernig sumt sem gert er til að auka öryggi eykur í raun hættu og veitir aðeins falskt öryggi. Seinni fyrirlesturinn fjallar um hvernig á að nota hjólið sem samgöngutæki, hvar er öruggast að hjóla og greiðustu leiðirnar. Mörgum dettur bara Miklabraut í hug þegar talað er um að hjóla á götum borgarinnar en við viljum við einmitt hafa hjólabrautir meðfram þessum stóru umferðaræðum borgarinnar eins og kemur fram í samantektinni um helstu baráttumál hjólreiðafólks. Fyrst of fremst erum við að berjast fyrir bættri aðstöðu svo hjólið verði raunhæfur valkostur í samgöngumálum. Það skiptir ekki öllu hvort fólk hjólar bara suma daga eða bara á sumrin eða alla daga allt árið, því allir hafa gott af hreyfingunni og reglulegar hjólreiðar lengja lífið. PG Óskiptir stígar Í byrjun árs var tekin ákvörðun hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar að fallast á óskir LHM um að hætta að skipta sameiginlegum göngu- og hjólreiðastígum með línu. Það mun þó taka nokkurn tíma að fjarlægja skilti og má af það sem málað hefur verið. Félagsmenn fá 15% afslátt af prenthylkjum

Útgefandi:

Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 1181. 121 Reykjavík. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is Skoðið dagskrána þar - ifhk@mmedia.is Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður: Páll Guðjónsson. Ritnefnd: Páll Guðjónsson Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar, ritnefndar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins Myndir © Páll Guðjónsson, Magnús Bergs, Pétur, John Franklin og fl. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið.

3

1. tölublað. 17. árgangur


Þessi skipting hefur valdið því að fólk hefur neyðst til að stunda hægri og vinstri umferð til skiptis, hjóla yfir óbrotnar línur, sem ekki er leyfilegt, því öðruvísi er ekki hægt að mætast á ræmunni sem ætluð var hjólum. Þessir stígar eru allt of þröngir til að hægt sé að skipta þeim og því mikið öryggi af því að notast bara við hina almennu hægrireglu á stígunum sem annars staðar. PG Stefnum að öflugri samgönguhjólreiðum: Viltu vera með í að móta Hjólafærni? Sannanlega má segja að með komu John Franklin hafi ákveðin straumhvörf mótast í hugum þeirra íslensku hjólreiðamanna sem á hann hlýddu. Hugmyndir hans hljóma svo eðlilega fyrir umferðina og það er ekki hægt annað en hrífast með því sem Bretarnir hafa tileinkað sér. Verkefnastjórn hefur orðið til innan raða ÍFHK og LHM, skipuð Sesselju Traustadóttur, Morten Lange og Páli Guðjónssyni. Þessi stjórn hefur sett sér það markmið að afla fjár til þess að byggja ofan á þá þekkingu sem John Franklin miðlaði til okkar. Ef allt gengur að óskum og fjármögnun verður í lagi, þá er stefnt að því að ráða breska hjólreiðakennara til landsins, strax í vor, sem munu kenna íslenskum hjólreiðamönnum að kenna öðrum

300 MANNS HJÓLA SAMAN Í REYKJAVÍK 2005 Hjólhesturinn

4

hjólreiðamönnum að vera á hjóli í umferðinni. Bretarnir ætla síðan að fylgja íslensku kennurunum úr höfn og styðja þá í gegnum sín fyrstu námskeið. Samhliða þessu leitar verkefnisstjórnin leiða til þess að vinna íslenskt námsefni sem hentar kennslu í Hjólafærni. Jafnframt stefnir hún að ímyndarherferð með prentverki til þess að minna á hina jákvæðu eiginleika reiðhjóla. Einn grunnskóli í borginni hefur gefið vilyrði fyrir því að þróunarkennsla í hjólreiðum geti farið fram á meðal nemenda skólans strax næsta vetur. ÍSÍ hefur þegar lýst stuðningi við verkefnið og fleiri hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Mikil vinna hvílir á herðum verkefnastjórnarinnar til næstu missera. Öflugt kynningarstarf er í uppsiglingu og unnið verður markvisst að því að fá ólíka leikmenn að borðinu. Þetta ætti að vera hagsmunamál innlendra sveitarstjórna, Samgöngu-, Mennta-, Heilbrigðis- og Umhverfisráðuneytis, tryggingafélaga, ökuskóla, íþróttafélaga, Lýðheilsustöðvar og fleiri. Þeir hjólreiðamenn sem vilja verða nemendur á námskeiðum Bretanna ættu að senda okkur í verkefnastjórn línu. Allir aðrir sem áhuga hafa á að styðja þetta verkefni á einn eða annan hátt, ættu endilega að gera það sama; sendið okkur línu og takið þátt í að móta þetta stóra og mikla verkefni okkar.


Það er næg vinna framundan og alltaf pláss fyrir velviljaðan mannskap til þess að leysa skemmtileg og krefjandi verkefni. sessy@alfto.is, morten7an@yahoo.com og pg@mi.is – Sessý, Morten og Páll. Samgöngustefna og hjólreiðasamningur Nýlega skoðuðum við hvað starfsfólki sem kýs að hjóla til eða í vinnu er boðið annarsvegar hjá Reykjavíkurborg og hinsvegar VGK-Hönnun. Samgöngustyrkur til starfsmanna VGKHönnunar í Reykjavík: VGK-Hönnun greiðir strætókort fyrir þá starfsmenn sem að jafnaði nota strætó í ferðir til/frá vinnu. VGK-Hönnun greiðir andvirði strætókorts til þeirra starfsmanna sem að jafnaði ganga/ hjóla til vinnu eða koma með öðrum í bíl. Til að auðvelda starfsmönnum að nýta sér vistvæna ferðamáta til/frá vinnu verða merktir fyrirtækisbílar til staðar fyrir vinnutengdar ferðir starfsmanna. Ef starfsmenn sem nýta sér vistvænan ferðamáta þurfa óvænt að ferðast í einkaerindum á vinnutíma, t.d. vegna veikinda barna, mun VGK-Hönnun endurgreiða viðkomandi leigubílakostnað. Þessi samningur er alveg til fyrirmyndar og væri gott að fá ábendingar um fleiri sambærilega frá ykkur. Samningur Reykjavíkurborgar er of flókinn til að birta hér og sýnist okkur hann vera íþyngjandi og fráhrindandi nema fólki sem er tilbúið að skuldbinda sig til að hjóla í heilt ár allan ársins hring og þarf ekkert að fara á “jakkafatafundi” enda t.d. afsala þeir sér greiðslur vegna leigubílanotkunar. 5. gr. er t.d. svona: “Ef aðstæður breytast getur sviðsstjóri eða forstöðumaður sagt upp hjólreiðasamningi með eins mánaðar uppsagnarfresti.” Ekki að sjá að starfsmaður geti sagt samningnum upp sjálfur. Þetta er góð viðleitni en þarf að útfæra betur. PG.

Afslættir félagsmanna ÍFHK: Staðg. Kredit 12 Tónar 10% 10% 66°Norður 10% 10% 101 Sport 15% 10% Afreksvörur 10-15%10-15% Alhliða flutningsþj. 10% Nei Borgarhjól 10% 10% Cintamani Búðin 10% 10% Merking 15% 15% Everest 10% N/A Fat Face 10% 10% Fjallahjólabúðin GÁP 15% 15% Hvellur 15% 10% Ljósmyndavörur 10% Nei Markið 10% 5% Íslensku Alparnir 10% 5% Norðlensku Alparnir 10% 5% Rafgrein sf 10% 10% Hjólasprettur ehf 10% 5% Hjólið ehf verkstæði 10% Nei Skíðaþjónustan 10% 7% Slippfélagið - Litaland15-30% 15-30% Sportver 10% 10% Sölutraust Gilsbúð 10% 10% Toner.is 15% 15% Útilíf 10% 5% Örninn 10-15% 5% Sum flugfélög og sérleyfishafar hópferðabíla bjóða félagsmönnum frítt fyrir hjólið Skoðið nánari upplýsingar um afslætti á vef klúbbsins Félagsgjald 2008 er 2000 kr, 3000 kr fyrir fjölskyldu, allir fá skírteini eða 1000 kr fyrir undir 18 ára. 5

1. tölublað. 17. árgangur


BARÁTTUMÁLIN Þann 17. janúar 2008 stóðu Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) fyrir opnu málþingi með öllum stærstu samtökum hjólreiðamanna og þar var samþykktur fullur stuðningur við þær kröfur sem LHM hafði sent Alþingi um að hjólreiðafólki verði ekki bannað að nota forgangsakreinar eins og frumvarps sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Einnig var full samstaða um þau málefni sem hjólafólk vill að verði sett í forgang og talin eru upp hér. Þessi listi var lagður fyrir Samgöngunefnd Alþingis þegar fulltrúar frá LHM og ÍFHK funduðu með henni vegna nefnds frumvarps. Brýnustu aðgerðir í málefnum hjólreiðamanna Hér eru talin saman nokkur atriði sem mikilvægast er að setja í forgang til að ná árangri í þeim markmiðum um aukinn hlut vistvænna samgöngumáta og í að efla lýðheilsu landsmanna sem flestir ráðamenn og stjórnmálaflokkar hafa í stefnu sinni og jafnvel í stjórnarsáttmálum. Reiðhjól eru samgöngutæki sem flestir geta notað og óhætt er að fullyrða að notkun þeirra myndi stóraukast ef ákveðnum hindrunum væri rutt úr vegi og réttar aðstæður skapaðar fyrir hjólreiðar með þeim jákvæðu áhrifum sem leitað er eftir og eru nánar útlistuð í erindi sem John Franklin, einn helsti sérfræðingur um þessi mál í Bretlandi, flutti á

Hjólhesturinn

6

Samgönguviku 2007 og er í þýddri útgáfu í þessu blaði. Forgangsmál nr. 1: Hjólabrautir meðfram stofnbrautum Það er mikilvægt að lagðar verði hjólabrautir meðfram stærstu umferðaræðum höfuðborgarsvæðisins, alvöru hjólabrautir sem eru um 2m á breidd í hvora átt, sitt hvoru megin, eins og erlendir staðlar segja til um og ekki með blandaðri umferð gangandi. Engin slík hjólabraut er til á Íslandi ólíkt flestum nágrannalöndum okkar. Úrbætur á þessum aðalleiðum þurfa að fara í algeran forgang og klára helst fyrir lok þessa árs. Þessar stóru umferðaræðar eru með flóknu neti aðreina, fráreina, mislægra gatnamóta og miklum umferðarhraða og margir hræðast að hjóla eftir þeim. Það er næstum ógerlegt að finna greiðar, öruggar leiðir milli margra rótgróinna hverfa innan Reykjavíkur og til og á milli nágrannasveitafélaga s.s. Árbæjar, Breiðholts, Kópavogs, Mosfellsbæjar, að ekki sé minnst á nýrri hverfi á höfuðborgarsvæðinu. T.d. vantar alveg leiðir meðfram Reykjanesbraut, Hafnarfjarðarvegi, Vesturlandsvegi, Bústaðavegi og víðar. Vestan Elliðaár er boðið upp á blandaða stíga sem henta illa til samgangna. Fólkið sem fer eftir þessum leiðum milli borgarhluta á bílum sínum þarf að komast milli sömu borgarhluta þegar það skilur bílinn eftir heima og notar hjólið.


Gatnakerfið hentar vönu hjólafólki best til samgangna Öruggustu, greiðustu og auðveldustu leiðir reynds hjólreiðafólks liggja eftir hinu almenna gatnakerfi og eðlilega eiga hjólreiðar heima þar samkvæmt lögum. Gatnakerfið þarf því að þjóna fólki á reiðhjólum jafn vel og fólki í bifreiðum. Fyrir utan stærstu umferðaræðarnar henta flestar götur vel til hjólreiða en þó er þörf á átaki til að bæta aðstæður þar og breyta hugsunarhætti í samgöngumálum. Það þarf að gefa reiðhjólinu aukið vægi í skipulagi t.d. með hæfilega breiðum akreinum og máluðum hjólavísum sem minna ökumenn bifreiða á að þeir deila götunum með hjólafólki. Fjölgun hjólreiðafólks á götum = aukið öryggi hjólreiðafólks á götum Það sem mest eykur öryggi fólks sem notar hjólið til samgangna er aukinn fjöldi hjólreiðafólks í umferðinni. Því má ná fram með jákvæðum áróðri og bættri aðstöðu. Margt af því sem bætir aðstæður til hjólreiða bætir einnig almennt umferðaröryggi. T.d. þegar hægt er á umferðarhraða, gatnamót eru einfölduð og þveranir styttar. Það er mikilvægt að sleppa öllum óþarfa sveigjum og hindrunum því mikilvægt er að hjólreiðafólk geti viðhaldið skriðþunga sínum og komist greiðlega leiðar sinnar. Forgang í umferðinni Forgangsakreinar

fyrir

almenningssamgöngur eiga að vera fyrir reiðhjól líka og víða má greiða götur hjólafólks t.d. með því að undanskilja þau banni sem stýra ferð bifreiða s.s. að leyfa hjólreiðar í báðar áttir eftir einstefnugötum, opna hjólaleiðir úr botnlgötum og fleira í þeim dúr. Hjólavísar eru ódýrari, einfaldari og öruggari lausn en hjólareinar Víða erlendis hefur verið komið fyrir sér hjólareinum samhliða akbrautum í þeim tilgangi að auka öryggi hjólafólks. Reynslan sýnir hinsvegar fleiri galla en kosti sérstaklega þegar kemur að öryggismálunum og forðast margir vanir hjólreiðamenn að nota þær. Sú leið að hafa akrein nægilega breiða til að auðvelt sé að taka fram úr hjólreiðamanni og merkja hana með hjólavísum (share the road arrows = sharrows = bike and chevron) til að marka leið hjólreiðamannsins í öruggri fjarlægð frá kyrrstæðum bifreiðum og minna bílstjóra á að hann deilir götunni með öðrum jafn réttháum ökutækjum. Rannsóknir sýna að við þær aðstæður víkja bílstjórar betur fyrir hjólafólki við framúrakstur en þegar það er á þröngt afmörkuðum hjólareinum sem gefa hjólafólki ekki sama svigrúm til að staðsetja sig á götunni eftir aðstæðum eins og nauðsynlegt er við síbreytilegar aðstæður á götunum. Það er þekkt þversögn í öryggismálum hjólreiðafólks að hjólareinar og blandaðir

7

1. tölublað. 17. árgangur


göngu- og hjólastígar reynast oft draga úr öryggi hjólandi umferðar með því að fjölga hættum fyrir hjólandi með flóknara umhverfi. Langahlíð er því miður skólabókadæmi um flest mistök sem gerð eru við hönnun hjólareina, í stað beinnar breiðrar hjólabrautar er þar hlykkjótt mjó leið með aukinni slysahættu við flest gatnamót. Lærum af reynslu annarra í stað þess að endurtaka mistökin. Blandaðir stígar henta ekki til samgangna. Stígakerfið á höfuðborgarsvæðinu ber þess glögg merki að vera ekki hannað til samgangna hjólandi fólks. Þó er það nauðsynlegur valkostur fyrir byrjendur og reynslulitla því þeir upplifa sig öruggari þar og vel hannaðir stígar hvetja til hjólreiða þótt í reynd sýni reynslan að hjólreiðafólki er mun hættara við slysum á þeim, sér í lagi af völdum bíla við gatnamót, bílastæði og

Fyrir ofan er fjallað um “hjólavísa” sem hafa verið notaðir t.d. í San Fransico í fjölda ára. Þeim er ætlað að minna ökumenn á að þeir deila götunni með hjólum og marka hjólinu ákveðin stað á götunni í hæfilegri fjarlægð frá t. d. hurðum sem opnast óvænt án þess að loka hjólinu inni á Hjólhesturinn

8

innkeyrslur. Fræðsla og þjálfun. Aukin áhersla á gagnsemi og heilsubót. Umræðan einkennist um of af meintum hættum því við nánari skoðun eru þær hverfandi ef tekið er tillit til þess að hjólreiðar til samgangna eru líklegri til að lengja líf og heilsu fólks en nokkur önnur hreyfing og slysatíðnin er minni en í flest öllum íþróttum. Nær væri að fræða fólk um gagnsemi hjólreiða og þjálfa fólk í hjólreiðum því það er ekkert einfaldara að hjóla í umferð en að aka bíl. Gjarnan mætti koma á fót kennslu og námskeiðum í notkun reiðhjóla til samgangna eins og Bretar og fleiri þjóðir gera. Mikilvægt er að kenna fólki að forðast slysin. Notkun hjálma á að vera val hvers og eins og alls ekki leiða í lög. PG *Sjá Þversagnir í umferðaröryggi

afmörkuðu svæði eins og gerist á hjólarein með tilheyrandi aukinni slysahættu. Annað skilti sem við vildum gjarnan sjá hér er þetta sem segir að reiðhjól megi nota alla akreinina. Þar sem götur eru of þröngar fyrir hjól og bíl hlið við hlið getur hjólreiðamaðurinn ekki hleypt bílum fram úr sér og verður því að taka alla akreinina, þessi skilti minna ökumenn aðeins á þessa augljósu staðreynd. PG


Fyrirtækjakeppni um allt land AUKIN ORKA – MEIRI KRAFTUR

VERTU ME‹! Skráning og nánari uppl‡singar á vefsí›unni: isi.is Ólympíufjölskyldan:


ÞVERSAGNIR Í ÖRYGGISMÁLUM Ekki er allt sem sýnist í öryggismálum hjólafólks. Það sem virðist góðar hugmyndir hefur oft þveröfug áhrif í raunveruleikanum. Það er mikilvægt þegar reynt er að auka öryggi og efla hjólreiðar að ekki séu endurtekin mistök annarra þjóða þar sem illa hannaðar hjólabrautir og -reinar hafa reynst auka slysahættu en ekki draga úr henni. Hjálmaskylda hefur allsstaðar minnkað hjólreiðar án nokkurs árangurs í slysatölum enda koma hjálmar ekki í veg fyrir árekstra meðan hjóla-ökukennsla kennir fólki að forða slysum og gefur fólki það sjálfstraust sem nauðsynlegt er í umferðinni. Allt of mikið af umræðunni um hjólreiðar fjallar um hættur og öryggismál þegar raunin er sú að þær eru alls ekkert hættulegar heldur það sem líklegast er til að lengja lífið og bæta heilsufarið. Hjólreiðar eru hollari, ódýrari, öruggari og umhverfisvænni en flestir aðrir fararmátar. Á samgönguviku 2007 kom hingað einn helsti sérfræðingur um þessi mál í Bretlandi og víðar, John Franklin. Bók hans er notuð sem kennsluefni fyrir þjálfun í miklu átaki þar og víðar með það markmið að auka notkun reiðhjóla til samgangna fólks á öllum aldri. Hann hélt meðal annars fyrirlestur um þversagnir í öryggismálum hjólafólks og vitnaði í ótal rannsóknir og slysatölur máli sínu til stuðning. Íslensk stjórnvöld gætu lært mikið af honum og sparað sér dýr mistök sem eru augljós okkur sem raunverulega notum hjól. Við fengum leyfi til að þýða þennan fyrirlestur og mælum með að allir lesi hann. Annars staðar í blaðinu er fyrirlestur hans um ökutækjahjólreiðar. P.G. Hjólhesturinn

10

Þversagnir í öryggismálum hjólafólks Erindi John Franklin í Borgarbókasafni Reykjavíkur 21. september 2007 Inngangur Þótt hjólreiðar séu einfaldar í sjálfu sér eru líklega fleiri ranghugmyndir og munnmælasögur tengdar þeim en öðrum fararmátum. Til viðbótar ranghugmyndum um að hjólreiðar séu erfiðar og seinlegar hafa á undanförnum árum bæst við þær ranghugmyndir að hjólreiðar séu hættulegar og að þær skapi hættu í umferðinni. Margir telja að til að auka öryggið eigi hjólafólk að halda sig eða vera skikkað til þess að halda sig fjarri umferð vélknúinna ökutækja og nota sérstakan aðbúnað, s.s. merkingar og mannvirki fyrir hjólreiðar. Þessi fyrirlestur fjallar um þversagnirnar í öryggismálum hjólafólks þar sem ekki fer alltaf saman það sem virðist öruggt og það sem rannsóknir sýna að er öruggt. Ég ber öryggismál hjólreiða saman við aðrar algengar athafnir; skoða hvort hjólreiðum sé best komið í sérsniðinni aðstöðu eða með annarri umferð og hvort hjólahjálmar séu jafn nauðsynlegt öryggistæki og stundum er haldið fram. Ég mun síðan skoða þær leiðir sem ég tel árangursríkastar til að auka öryggi. Einkum er það þjálfun í færni á reiðhjólum og samgönguhjólreiðar (Vehicular Cycling), notkun reiðhjóla sem farartækja, sem er grunnurinn að nýrri nálgun í fræðslustarfi í nokkrum löndum. Að endingu mun ég fjalla um nýja breska hjólaþjálfunarstaðalinn, (National Cycling Training Standard) sem verið er að innleiða af miklum krafti um allt Bretland.


Hvers vegna á að hvetja til hjólreiða? Fyrst vil ég fjalla um af hverju þetta er svo mikilvægt. Af hverju við þurfum að eyða ranghugmyndum og þversögnum í öryggismálum hjólandi fólks til að fá fleiri til að hjóla, hjóla oftar og hjóla víðar. Því hefur verið haldið fram að ef reiðhjólið hefði fyrst komið fram í dagsljósið í dag, án 150 ára sögu fordóma og ranghugmynda, þá yrði því fagnað sem einni mikilvægustu uppfinningunni í baráttunni við fjölmörg þeirra vandamála sem nútímasamfélagið glímir við í dag. Eitt helsta vandamálið er tengt heilsu og líkamshreysti almennings. Reglulegar hjólreiðar minnka tólffalt líkurnar á hjartasjúkdómum, sem er helsta dánarorsökin í flestum löndum. Þær eru einnig mjög áhrifaríkar í baráttunni við flesta lífsstílssjúkdóma eins og streitu, offitu og margar tegundir krabbameina. Kyrrsetulífernið mun koma verst niður á yngstu kynslóðinni. Hjólreiðar bjóða upp á mikla möguleika til að efla líkamshreysti ungs fólks. Í raun vilja krakkar og unglingar hjóla meira en eru lattir til þess eða bannað af foreldrunum sem oft hafa áhyggjur af öryggi þeirra. Þó myndu hjólreiðar færa börnum og unglingum aftur það frelsi til að ferðast sjálfstætt líkt og fyrri kynslóðir og þyrftu ekki að treysta á fullorðna til að keyra þau um. Almennt talað vilja margir hjóla en eru hræddir frá því. Það mæla mörg fjárhagsleg rök með því að efla hjólreiðar. Fólk sem hjólar til vinnu er með færri veikindadaga, er frískara og afkastar meiru en aðrir. Miklir peningar gætu sparast í heilbrigðiskerfinu ef almenningur væri frískari og hraustari. Síðan eru það umferðarteppurnar sem eru líklega vaxandi vandamál í Reykjavík eins og öðrum bæjum og borgum. Landsvæðið sem hjól þarf er aðeins 1% af því sem bílar þurfa undir götur og bílastæði. Hjólið er sveigjanlegri valkostur en almenningssamgöngur og

JOHN FRANKLIN kannanir sýna að ef ökumaður þyrfti að velja annan fararmáta til að komast til vinnu yrði hjólið oftast fyrir valinu. Síðast en ekki síst er það hættan sem okkur stafar af loftslagsbreytingum. Hjóleiðar geta gegnt veigamiklu hlutverki í þeirri baráttu. Áhætta Þau útbreiddu viðhorf að hjólreiðar séu hættulegar hamla verulega útbreiðslu þeirra. En eru þær hættulegar? Rannsóknir, þar á meðal stór og vönduð rannsókn frá Kaupmannahöfn1 , sýna að fólk sem hjólar reglulega lifir lengur en þeir sem hjóla ekki, og það þjást síður af heilsuleysi. Rannsóknir sýna að reglulegar hjólreiðar eru árangursríkasta leiðin til að lengja lífið, og það á líka við um fólk sem stundar aðra hreyfingu. Fyrir mér setur þetta öryggismál hjólafólks í rétt samhengi, því hvaða áhætta sem fylgir hjólreiðum þá er áhættan klárlega meiri við að hjóla ekki. Þegar meðaltími milli alvarlegra slysa við hjólreiðar er um 3000 ár - 40 æviskeið – þá eru hjólreiðar ekki hættulegar, ekki frekar en það að ganga. Taflan á næstu síðu2 sýnir hversu fáir hjólreiðamenn deyja í Bretlandi samanborið við mikið hærri tölur látinna vegna annarra slysa og sjúkdóma. Ef þið viljið draga úr fjölda ótímabærra dauðsfalla þá þarf að 11

1. tölublað. 17. árgangur


beina athyglinni að öðru en hjólreiðum. Neðra grafið3 er ekki síður athyglisvert og kunna tölurnar að koma ykkur á óvart en þær eru réttar. Hjólreiðar eru ekki aðeins öruggari en augljósar áhættuathafnir eins og klifur og akstursíþróttir, þær eru einnig öruggari en algengar íþróttir eins og tennis, fótbolti og sund. Kannski er ótrúlegast að þær eru öruggari en veiði, ég þurfti svolítið að sannfæra sjálfan mig en það eru víst margir veiðimenn sem drukkna. Taflan efst til hægri sýnir niðurstöður rannsókna sem voru gerðar fyrir Evrópuráðið4. Þar er verið að bera saman

ökumenn og hjólafólk eftir aldri og þeirri vegalengd sem farin er. Að bera saman ökumann og hjólamann er villandi því sá sem hjólar fer styttri vegalengd en sá sem keyrir. Það er eðlilegra að bera þá saman eftir tímanum sem þeir eru í áhættu. Þrátt fyrir það sýnir taflan að fólk á aldrinum 18 til 49 ára er öruggara á hvern farinn kílómetra á hjóli en í bíl. Þið hafið kannski séð tölur sem sýna annað, en það sem er öðruvísi hér er að slys á hraðbrautum eru undanskilin. Þar sem hraðbrautir eru mikið öruggari en venjulegir vegir og ekkert sambærilegt er til fyrir

Hjólreiðar: hlutfallsleg áhætta Klifur Aksturs íþróttir Fiskveiðar Hestreiðar

umferð hjólandi er ekki eðlilegt að hafa þann akstur með í samanburðinum. Þetta gjörbreytir myndinni. Og að lokum, eins öruggar og hjólreiðar eru þá verða þær öruggari eftir því sem fleiri hjóla. Þegar hjólreiðar tvöfaldast minnkar áhætta hvers hjólreiðamanns um þriðjung. Þessi áhrif kallast “öryggi fjöldans”, (Safety in Numbers), og eru þekkt um alla Evrópu, norður

Sund Frjálsar íþróttir Fótbolti Tennis Hjólreiðar Golf Skemmtiganga

HLUTFALLSLEG HÆTTA HJÓLREIÐA (BRETLAND)

Hjólhesturinn

12


Ameríku og Ástralíu 5 6 Árangursríkasta leiðin til að auka öryggi hjólreiðafólks er að fá fleiri til að hjóla. Aðbúnaður fyrir hjólreiðar Margir trúa því að besta leiðin til að auka öryggi hjólreiðafólks sé að aðskilja það frá annarri umferð með hjólastígum og slíkum aðbúnaði. Margir segjast aðeins vilja hjóla þar sem slíkur aðbúnaðar er til staðar. Það er hinsvegar löngu þekkt að margt bendir til þess að sérstökur hjólaaðbúnaður sé bæði hættuleg og leiði til áhættuhegðunar við hjólreiðar. í töflunni neðst er aðeins vitnað í nokkrar af þeim rannsóknum sem sýna fram á að hjólreiðar í sérstakri aðstöðu til hjólreiða eru hættulegri. Hvað veldur þessu? Ein ástæðan er að hönnunin er oft málamiðlun en ekki besta lausnin, því það er sjaldnast rými eða fjármagn til að koma fyrir hágæða hönnun sem hentar flestu hjólreiðafólki, sérstaklega í þéttbýli. Oft er þessi aðbúnaður flóknari í notkun en ekki auðveldari. Síðan eru aðrar takmarkanir sem slíkri hönnun fylgir óhjákvæmilega. Teikningin sýnir götu, hjólabraut og tvo hjólreiðamenn. Takið eftir hversu mikið víðara sjónarhornið er sem þarf að fylgjast með af stígnum til að sjá hvort einhver hætta steðji að. Hjólreiðamaðurinn þarf að snúa

Slysahætta á hverja 1.000.000 km Aldurshópur Bílstjórar Hjólreiðamenn 12 – 14 15 – 17 18 – 24 25 – 29 30 – 39 40 – 49 50 – 59 60 – 64 > 64

33,5 17 9,7 9,7 5,9 10,4 39,9

16,8 18,2 7,7 8,2 7 9,2 17,2 32,1 79,1

Samanlagt

20,8

21

höfðinu, sem tekur tíma, og honum getur auðveldlega yfirsést snöggar breytingar í umhverfinu. Sá á götunni getur með staðsetningu sinni og heyrn minnkað það sjónarhorn sem hann þarf að einbeita sér að niður í 90° og þarf ekkert að hreyfa höfuðið sem er í senn auðveldara og fljótlegra. Hjólareinum fylgja einnig nýjar hættur. Hjólreiðamaður tekur um 1 metra ef gert er ráð fyrir smá svigrúmi. Á venjulegri götu ætti hann að hjóla um hálfan metra frá götubrún. Það er óskráð regla en flestir bílstjórar gefa hjólamanni jafn mikið pláss og sem nemur fjarlægð hjólamanns frá götubrún. Ef hjólreiðar eiga að vera

Bandaríkin: 2.9 x fleiri slys per km á hjólastígum en götum 7 Berlin: 4 x fleiri slys á hjólastígum 8 Holland: 36% x hætta við gatnamót 9 Kanada: 11 x hætta á gangstéttum 10 Finnland: 2.5 x áhætta á hjólabraut 11 Austurríki /Svíþjóð: 3 x áhætta á hjólabrautum 12 13 Bretland: 2.5 x hætta á dauðsfalli í bæ með stórt net hjólabrauta 14 Danmörk (2007): Hólareinar auka slysahættu á gatnamótum um 7% til 15% 15 13

1. tölublað. 17. árgangur


þægilegar þarf hjólreiðamaðurinn því 2 metra á götunni.

rými, svo sem í slæmu veðri eða við aðrar erfiðar aðstæður. Ýmisskonar hjólaaðbúnaður er orðinn mjög umdeildur í Bretlandi, m.a. af framangreindum ástæðum. Nýlega mótmæltu 19.000 hjólreiðamenn fyrirhuguðum breytingum á orðalagi í umferðarlögum sem hefði bent hjólafólki á að nota sérstakann hjólaaðbúnað þar sem það væri mögulegt. Í sumum löndum hefur lögum einnig verið breytt til að skylda ekki hjólreiðafólk til að nota hjólabrautir og hjólareinar.

Þar sem hjólareinar eru til staðar sýna rannsóknir16 að bílstjórar eru líklegri til að keyra alveg að hjólareinum og fara hraðar fram úr hjólafólki. Ef hjólareinin er þrengri en 2 metrar fær hjólamaðurinn minna rými en ef hjólareinin væri ekki til staðar. Fyrir bílstjórum virðist sem hjólareinin afmarki það rými sem hjólreiðamaður þarf og ef þetta rými er of lítið, sem er algengt, hvetur það til hættulegri framúraksturs. Hjólareinar stýra hjólafólki einnig á þá staði þar sem slysahættan er mest, svo sem við hliðargötur eins og sést á myndinni. Og hjólareinar eru að sjálfsögðu fastir hlutir sem breikka ekki þegar hjólafólk þarf meira

Kostir hjólaaðbúnaðar Ég vil ekki gefa í skyn að sérstakur aðbúnaður fyrir hjól sé aldrei gagnlegur. Hjólareinar auðvelda hjólafólki að fara framúr umferðarteppu, svo framarlega að þær séu nægilega breiðar. Hjólabrautir fjarri streitu umferðarinnar geta stundum verið notalegri hjólaleiðir. Og undantekningar á almennum umferðarreglum eins og sjást á myndunum geta verið mjög gagnlegar. Og, það sem er kannski mikilvægast, sérstakur aðbúnaður fyrir hjólreiðar hvetur fleiri til að hjóla því margir upplifa sig öruggari þar sem hann er í boði. En þeir sem leggja til aðbúnaðinn verða að vega huglæga kosti á móti raunveruleikanum, þar sem kostirnir eru yfirleitt meiri þægindi eða hentugri leiðir en ekki meira öryggi. Þess vegna tel ég að það eigi aldrei að skylda notkun á hjólaaðstöðu.

Forgangsakrein fyrir hjól og strætó, hjól mega hjóla gegnt einstefnu, beygja til vinstri bönnuð öðrum en hjólum, botnlangagata með opinni leið í gegn fyrir hjól. Hjólhesturinn

14


ör au nin gl n ýs in g 15

1. tölublað. 17. árgangur


Hjólreiðahjálmar Undanfarin 20 ár hefur umræðan um öryggismál hjólafólks í vaxandi mæli beinst að meintu vandamáli vegna höfuðáverka hjólafólks og þörfinni á að hvetja fólk til að nota hjálma. Okkur hefur verið talin trú um að hjólreiðar séu algeng orsök höfuðáverka og að yfir 70% dauðsfalla meðal hjólreiðafólks sé vegna höfuðáverka. Þegar börn hafa látist í slysi sem fær mikla umfjöllun er kastljósinu stundum beint að þessum þætti. Og oft er vitnað í eina rannsókn sem gaf í skyn að hjólahjálmar kæmu í veg fyrir 85% höfuðáverka og 88% heilaskemmda. Mörg lönd hafa látið tilleiðast að innleiða lög um skyldunotkun hjólahjálma, að minnsta kosti fyrir börn. Það er hinsvegar önnur hlið á þessum gögnum. Ég nefndi það áður að sannfærandi gögn sýna að hjólreiðamenn lifa að jafnaði lengur en þeir sem ekki hjóla og lifa við betri heilsu. Hvernig stemmir það við fullyrðingar um að hjólreiðafólki sé sérstaklega hætt við lífshættulegum

áverkum? Hlutfall dauðsfalla í Bretlandi þar sem aðal dánarorsökin er vegna höfuðáverka er hærra meðal hjólafólks en gangandi vegfarenda og fólks í bílum, en hlutfall dauðsfalla þar sem höfuðáverkar koma við sögu er hinsvegar lægra (82% hjá hjólafólki á móti 86%)17. Munurinn liggur í því að hjólafólki er ekki jafn hætt við sumum öðrum dánarorsökum svo sem banvænum áverkum á kviðarholi og brjóstholi. Öðrum vegfarendum er hættara við dauðsfalli vegna víðtækra áverka samhliða höfuðáverkum. Þau lönd þar sem hjálmanotkun er minnst18 eru þau lönd þar sem hjólreiðar eru öruggastar, þar með talin minnsta hættan á höfuðáverkum. Stærsti þátturinn sem hefur áhrif á öryggi þeirra sem hjóla er fjöldi þeirra sem hjóla, eins og ég sagði áður. Hjálmanotkun virðist engu skipta í sjálfu sér en reynslan af hjálmalögum og áróðri fyrir hjálmum er sú að fólk er hrætt frá hjólreiðum sem aftur vinnur á móti öryggisáhrifum fjöldans.

ÖRYGGISÁHRIF FJÖLDANS

Hlutfall ferða með reiðhjólum

Dánartíðni á milljarð hjólaðra km.

Hlutfall hjólaferða / Dánartíðni á milljarð hjólaðra km. / Hjálmanotkun

USA Frakkland Þýskaland Danmörk Bretland Finnland Svíþjóð Holland 38% 22% 2,4% 20% 2% 15% 3% 0,1% Hlutfall þeirra sem nota hjálma eftir löndum % hjólaferða

Hjólhesturinn

1996 dánartíðni / 1.000.000.000 km hjólaðra

16


Að lokum: Á stöðum þar sem hjálmalögum er framfylgt og hlutfall (en ekki endilega fjöldi) hjólafólks sem notar hjálma hafði hækkað, sýndi rannsókn19 að hjálmanotkunin hafði alls engin jákvæð áhrif á slysatölur tengdar höfuðáverkum. Í raun virtist víðast meiri áhætta á höfðáverkum, mjög líklega vegna áberandi fækkunar hjólafólks og þar með minna “öryggi fjöldans”. Hjálmanotkun hjólreiðamanna er nú umdeildari en nokkru sinni, fleiri skrifa í heilsupressuna og draga í efa gagnsemi hjálma og gagnrýna meinta hlutdrægni þeirra rannsókna sem mæla með hjálmum. Breska ríkisstjórnin, sem mælir enn með notkun hjálma, viðurkenndi nýlega að gögnin eru tvíræð og ætlar að láta rannsaka að nýju gagnsemi hjálma og aðrar hliðar öryggismála hjólafólks. Ég var beðinn um að vera meðal ráðgjafa. Að auka öryggi hjólreiðafólks Nóg um þversagnirnar. Þó hjólreiðar séu hlutfallslega öruggur fararmáti, þá gætu þær verið öruggari. Hvernig náum við því fram? Efst á listanum er öryggi fjöldans. Fáum fleiri til að hjóla og áhættan minnkar. En mörgum hefur klárlega verið talin trú um að hættan sé meiri en leggjandi er á sig. Hvernig yfirstígum við þessa hræðslu? Ég mæli með þríþættri lausn. Hvetjum til hjólreiða með jákvæðum hætti – ekki nefna öryggismál! Bætið gatnakerfið með tilliti til hjólreiða Hjólaþjálfun Bætur í aðstæðum hjólafólks Eftirfarandi eru mikilvæg atriði: Hægja á umferðarhraða og umferðarhörku Einfaldari gatnamót – engar sveigjur, stuttar þveranir. Beinar leiðir – engar þrengingar Fjarlægja hindranir til að flýta ferðum og viðhalda skriðþunga.

Gott yfirborð Hjólreiðamenn eru ekki gangandi vegfarendur! Mannvirki fyrir gangandi, svo sem gangstéttir og göngustígar henta sjaldnast hjólandi eða auka öryggi þeirra. Samgönguhjólreiðar Nútíma hjólaþjálfun byggir á hugmyndinni um samgönguhjólreiðar. Breska þjóðaráætlunin byggir staðfastlega á samgönguhjólreiðum og það eru svipaðar áætlanir í Sviss, Bandaríkjunum, Kanada og Singapúr. Þau Evrópulönd sem fylgja í kjölfarið eru hvött áfram af evrópusamtökum hjólreiðamanna (European Cyclists Federation) sem beita sér fyrir hjólaþjálfun í öllum löndunum. En hvað eru samgönguhjólreiðar? Samgönguhjólreiðar eru öruggasta og skilvirkasta aðferðin til að hjóla. Þær gefa sér að almenna gatnakerfið sé helsti vettvangur hjólreiða (þó þær geri ekki lítið úr gildi góðs sér aðbúnaðar fyrir hjólreiðar sem viðbótar valkost við gatnakerfið). Grunnurinn er samþætting umferðar en ekki hræðsla við hana, notkun reiðhjólsins sem ökutækis; að bregðast við þeim aðstæðum sem á vegi verða með virkum hætti á þann veg sem er áhrifaríkastur og veitir mesta öryggið. Samgönguhjólreiðar snúast ekki um að fylgja ósveigjanlegum reglum óháð afleiðingunum. Hvernig hjólinu er beitt er í flestum tilfellum mikilvægara en líkamshreysti hjólreiðamannsins og það er hægt að stunda samgönguhjólreiðar á litlum hraða. Grunnþættirnir í samgönguhjólreiðum eru að hafa fullkomna stjórn á hjólinu, hafa skilning á því hvernig umferðin hagar sér og hvernig reiðhjólið passar inn í hana, eftirtektarsemi og fyrirhyggja, að gera ráð fyrir hinu óvænta, staðsetning, viðhorf, og fyrir lengra komna, að virkja aðra í umferðinni til samvinnu á umferðarþungum 17

1. tölublað. 17. árgangur


götum. Staðsetning er sá grunnþáttur sem gefur hjólreiðamanninum best færi á að auka öryggi sitt, þó þessi þáttur hafi til skamms tíma verið lítið þekktur. Góð staðsetning er að hjóla þar sem þú sérð best til, þar sem best sést til þín og þar sem þú aftrar öðrum frá því að leggja þig í hættu. Í því felst líka að leita skilvirkustu leiðanna sem auðveldar um leið stjórn hjólsins. Það að forðast að vera ekki fyrir öðrum er ekki góð staðsetning í sjálfu sér. Góð staðsetning miðast við flæði umferðarinnar (sjá teikningu) en ekki vegbrúnina (sem hjólareinar ráða ekki við). Ökumenn beina athygli sinni þangað sem umferðin flæðir og hjólreiðafólk ætti að halda sig þar nálægt. Þegar hjólreiðamaður þarf að sjá fram fyrir sig og vera sýnilegur og þegar hann þarf að hindra ógætilegan framúrakstur á hann að staðsetja sig í miðri umferðinni þar sem hún flæðir. Þegar hægt er að taka framúr hjólreiðamanni með öruggum hætti ætti hann að staðsetja sig til hliðar við umferðarflæðið, um það bil 1m hægra megin við umferðina. Breski hjólaþjálfunarstaðallinn Breska hjólaþjálfunarstaðlinum var komið á fót 2001 að frumkvæði CTC, hinna bresku landssamtaka h j ó l r e i ð a m a n n a . Kennsluáætlunin var skrifuð af stýrihópi sem samanstóð af opinberum starfsmönnum sem störfuðu bæði á landsvísu og í sveitafélögum, hjólreiðafólki Hjólhesturinn

18

og samtökum sem þegar störfuðu við hjólaþjálfun. Hún var byggð á bók minni Cyclecraft (Hjólafærni) og ég var hluti af stýrihópnum. Síðan var komið á stjórnkerfi og gæðastaðli, þar á meðal skrá á landsvísu yfir þá sem höfðu öðlast þjálfunarréttindi. Opinbert fjármagn kostar skráningu og þjálfun þeirra sem sækja um þjálfunarréttindi. Aðeins þeir sem hjóla reglulega geta fengið þjálfunarréttindi. Þjálfun er síðan veitt af sjálfstætt starfandi þjálfurum, sérhæfðum þjálfunarsamtökum eða sveitastjórnum. Þjálfun fullorðinna eftir nýja staðlinum byrjaði 2003 og í ár (2007) var byrjað að þjálfa börn í Englandi öllu. Lykilbreyting frá fyrri aðferðum sem notaðar voru í þjálfun barna er að þessi þjálfun hvetur börn til að hjóla meira, sérstaklega í skólann. Þjálfunin er stundum innleidd í skóla sem hluti af stærri pakka sem getur innihaldið betrumbætur á leiðum og nýjum hjólastæðum. Markmiðið er að helmingur allra 11 ára barna hafi hlotið þjálfun í hjólreiðum fyrir 2009 og öll fyrir 2011. Svipuð markmiðssetning er væntanleg í Skotlandi, Wales og Norður Írlandi. Mikið átak í hjólaþjálfun fullorðinna er á döfinni næstu ár, hugsanlega með tengingu við vitundarvakningu um veðurfarsbreytingar. Samhliða greiða margir atvinnurekendur fyrir hjólaþjálfun starfsmanna sinna, þar á meðal stjórnvöld á landsvísu, í sveitafélögum og lögreglan, ásamt því að



vaxandi fjöldi fullorðinna sækir í þessa þjálfun að eigin frumkvæði. Þjálfunin hefur reynst mjög vinsæl og vel er látið af henni. Margir tala um hversu mikið auðveldara þeim finnst að hjóla í umferðinni eftir að hafa hlotið þjálfunina. Bókin mín, Cyclecraft (Hjólafærni) er bókin sem notuð er við þjálfun eftir Breska hjólaþjálfunarstaðlinum. Þó hún sé skrifuð með vinstri umferð í huga á meirihluti efnisins við allsstaðar og mér er sagt að það sé auðvelt að horfa á teikningarnar í spegli! Hún gæti höfðað til sumra ykkar John Franklin john@cyclecraft.co.uk www.cyclecraft.co.uk ISBN 978-0-11-703740-3 Þýðing: Páll Guðjónsson Heimildir: 1 Andersen LB, Schnohr P, Schroll M, Hein HO. All-cause mortality associated with physical activity during leisure time, work, sports, and cycling to work. Arch Intern Med, 2000 Jun 12;160(11):1621-8. 2 Graph based on data from various UK Governmnt sources. 3 Fatalities per participant: OPAS monitors based on Coroner’s Court records and General Household Survey, UK. 4 Dekoster J, Schollaert U. Cycling; the way ahead for towns and cities. European Commission DG XI. 1999. 5 Jacobsen PL. Safety in numbers: more walkers and bicyclists, safer walking and bicycling. Injury Prevention, 2003;9:205-209. 6 Robinson DL. Safety in numbers in Australia: more walkers and bicyclists, safer walking and bicycling. Health Promotion Journal of Australia, 2005;16:47-51. 7 Kaplan. Characteristics of the regular adult bicycle user. FHWA, 1975. http:// www.bikexprt.com/research/kaplan/ Hjólhesturinn

20

index.htm 8 Verkehrsunfälle mit Radfahrern. Der Polizeipräsident in Berlin. Berlin Police, Germany, 1987. 9 Wegman, Dijkstra. Safety effects of bicycle facilities. SWOV, Netherlands, 1992. 10 Aultman-Hall, Adams. Sidewalk bicycling safety issues. Transportation Research Board, 1998. 11 Pasenen. The risks of cycling. Helsinki City Planning Department. http:// www.bikexprt.com/research/pasanen/ helsinki.htm 12 Sicherheit rund ums Radfahren. ARGUS, Austria, 1992. http:// www.bikexprt.com/bikepol/facil/sidepath/ adfc173.htm 13 Linderholm. Signalised intersections function and accident risk for unprotected road users. University of Lund, Sweden, 1984 14 Franklin JA. Two decades of the Redway cycle paths of Milton Keynes. Traffic Engineering + Control, 1999. http:// www.cyclecraft.co.uk/digest/2decades.html 15 Jensen SO, Rosenkilde C, Jensen N. Road safety and perceived risk of cycle facilities in Copenhagen. Trafitec. (Detailed presentation at Velo City 2007, Munich) 16 Basford L, Reid S, Lester T, Thomson J, Tolmie A. Drivers’ perceptions of cyclists. Transport Research Laboratory, TRL549. 17 Kennedy A. The pattern of injury in fatal pedal cycle accidents and the possible benefits of cycle helmets. British Journal of Sports Medicine, 1996 Jun;30(2):130-3. 18 see http://www.cyclehelmets.org/ mf.html?1079 for references to graph. 19 Robinson DL. Do enforced bicycle helmet laws improve public health?. BMJ, 2006;332:722-725.



UM FJALLABAKSLEIÐ Í FJALLAHJÓLAKLÚBBINN ferðalaga er jú upplifunin sem maður lifir á Ferðalög eru og hafa verið mín helsta leiðinni og/eða staðnum sem maður fer á en ástríða allt frá því ég man eftir mér. ekki fjölda kílómetra sem Tjaldútilegur og jeppaferðir maður fór yfir ekki satt? með styttri eða lengri Fyrsta hálendishjóltúrinn gönguferðum yfir sumartímann minn fór ég að Fjallabaki, leið hefur átt stóran þátt í að móta sem ég hafði ekið oftar en ég mig á barns og unglings hef tölu á. En við það að hjóla árunum. Ég ferðaðist með þessa leið “sá” ég fyrst leiðina, ömmu og afa, mömmu og landslagið og fann hvernig pabba, og frændsystkinum úr landið lá. Það varð ekki aftur stórfjölskyldunni og naut snúið og síðan eru margar hverrar stundar. Það er því FJÖLNIR mislangar og erfiðar hjólaferðir nokkuð skrítið finnst mér hvað að baki, hér heima og erlendis. ég uppgötvaði hjólið seint. Ég Ég hef náð þeim þroska að sjá hvað hjólið hef samt átt hjól síðan ég man eftir mér. Ég getur í raun gefið manni. hjólaði allra minna ferða á Akranesi þar sem Fjallahjólaklúbburinn er ekki bara fyrir ég ólst upp, en einhvern vegin datt mér ferðafíkla eins og mig sem njóta þess að aldrei í hug að ferðast á því. ferðast á hjóli, þó hann hafi í upphafi verið Það var ekki fyrr en ég uppgötvaði það og dragi nafn sitt þaðan. Það er Fjallahjólaklúbbinn að kviknaði á perunni. útbreiddur misskilningur að maður verði að Ég hafði reyndar séð útlendinga hjóla um vera á fjallahjóli til að vera gjaldgengur landið, en ég vorkenndi þeim af því ég hélt meðlimur. Ég var til dæmis á tíugíra hjólinu þeir væru svo fátækir að þeir hefðu ekki efni á bílaleigubíl eins og allir hinir. Seinna komst ég að því að mörg hver þessara alvöru hjóla með búnaði kosta á við bíl. Ástæðan fyrir því að hjóla frekar en að aka bíl eða mótorhjóli er tengingin við náttúruna og umhverfið sem maður fær með því að fara MYND ÚR NESJAVALLAFERÐ hægar yfir. Takmark Hjólhesturinn

22


hennar mömmu þegar ég mætti fyrst á opið hús hjá klúbbnum og var tekið opnum örmum. Núna nær starfssemin yfir allar hliðar og greinar hjólreiða að undanskildum kapphjólreiðum. Klúbburinn er eftirsóknarvert félag sem veitir félagsmönnum sínum ýmis kjör og fríðindi. Þar má nefna afslætti hjá ýmsum verslunum og fyrirtækjum, aðgangur að gríðarlegu magni gagnlegra upplýsinga um hjólreiðar í víðasta skilningi í bókasafninu, aðgangur að viðgerðaraðstöðu með öllum þeim helstu sérverkfærum sem þarf til viðgerða. Félagslífið er blómlegt, klúbburinn stendur fyrir fjölmörgum hjólaferðum í ýmsum útfærslum og lengdum. Í sumar eru þær frá 10km kvöldferð upp í um 650km reisu á 8 dögum, svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Viðgerðarnámskeið eru haldin á vorin bæði fyrir byrjendur og

lengra komna. Ferðasögur, myndasýningar og góður félagsskapur er líka það sem einkennir starfssemina. Flestir meðlimir klúbbsins eru í dag þeir sem nýta sér hjólið aðallega til samgangna innanbæjar til vinnu, út í búð og þessháttar. Það liggur í augum uppi hagkvæmnin í því að hjóla til vinnu. Hreyfingin er líkamanum nauðsyn og tími og peningar sparast í líkamsræktarstöðvum. Bíllinn fær hvíld og maður sparar eldsneyti og annan rekstrarkostnað á honum svo maður tali nú ekki um umhverfismengunina (mengun bílsins er nefnilega ekki bara það sem kemur út um púströrið). Að hjóla til vinnu – sérstaklega að vori er dásamlegt! Maður finnur ilminn af vorinu, heyrir í fuglunum og maður skynjar svo sterkt hvernig sumarið nálgast. Og svo helst maður í fínu formi. Fjölnir Björgvinsson.

23

1. tölublað. 17. árgangur


SAMGÖNGUHJÓLREIÐAR Samgönguhjólreiðar – kynning John Franklin Ráðhús Reykjavíkur. 22. september 2007 Inngangur Tilgangur þessarar kynningar er að gefa gagnlegar ráðleggingar um hvernig best sé að nota reiðhjól sem samgöngutæki (e: vehicular cycling). Flestir halda að hjólreiðar séu nokkuð sem ekki þarf að læra mikið um, allir kunna jú að snúa pedulunum og koma sér áfram, er þetta eitthvað flóknara? Ja, ef þessi kynning fjallar bara um það sem þið vitið nú þegar, þá er ég mjög ánægður með að hafa svona vel upplýstan áheyrendahóp. Algengast er samt að flestir sem hjóla gætu gert það með auðveldari og ánægjulegri hætti og öruggari að auki, og flestir sem hjóla ekki gætu haft mikinn hag af því að stunda þær ef þeir öðluðust skilning á því hvernig þeir geta yfirstigið ótta sinn og kvíða og öðlast sjálfsöryggi til að hjóla með öruggum hætti í umferðinni. Sumt af því sem ég segi um bestu hjólaaðferðir kann að virðast öfugsnúið en það er allt í samræmi við það sem fullorðnum og börnum er kennt í Bretlandi undir formerkjum “National Cycle Training Scheme” áætlunarinnar sem hefur verið vandlega metin af sérfræðingum og nýtur stuðnings stjórnvalda, sérfræðinga í umferðaröryggismálum og samtökum hjólreiðafólks. Að sjálfsögðu eru mismunandi aðstæður og viðhorf á milli landa en mér skilst að á Íslandi eins og í Bretlandi njóti reiðhjólið lagalegs réttar ökutækis og að hjólreiðafólk njóti sömu réttinda og beri sömu skyldur og Hjólhesturinn

24

aðrir ökumenn. Þar af leiðandi sýnist mér að þið hefðuð gagn að því að þekkja til meginreglna samgönguhjólreiða. Ég skal reyna að útskýra aðeins hugtakið samgönguhjólreiðar sem er kannski nýtt fyrir ykkur. Megnið af þessari kynningu mun fjalla um þau lykilatriði hjólafærni sem hjólreiðafólk þarf að búa yfir til að stunda samgönguhjólreiðar, sum þeirra þarf að kynna betur. Síðan mun ég fjalla aðeins um val á leiðum og að lokum segja ykkur frá hjólaþjálfunaráætlunum sem verið er að innleiða í nokkrum löndum og byggja á meginreglum samgönguhjólreiða. Kannski gætuð þið sannfært íslensk yfirvöld um að innleiða eitthvað slíkt hér. Samgönguhjólreiðar Samgönguhjólreiðar snúast um að nota reiðhjólið sem ökutæki. Reiðhjólið er ökutæki, rétt eins og bílar og mótorhjól, og reiðhjólafólk hefur sömu réttindi og flestar sömu skyldur og aðrir ökumenn. Hjólandi ökumenn leitast við að samlaga sig umferðinni, hræðast hana ekki né forðast. Þeir stjórna hjólinu eins og ökutæki og bregðast með virkum hætti við þeim aðstæðum sem upp koma á þann hátt sem er öruggastur og auðveldastur. Samgönguhjólreiðar snúast ekki um að fylgja ósveigjanlegum reglum óháð afleiðingunum. Þetta er lang áhrifaríkasta aðferðin til að hámarka öryggi og gera hjólreiðar auðveldar og ánægjulegar. Þótt sumsstaðar hafi verið settar upp hjólabrautir og annar aðbúnaður jafnast ekkert á við almenna gatnakerfið sem öruggur og hagkvæmur kostur fyrir hjólreiðar þegar á heildina er litið, og samgönguhjólreiðar nýta


þessa kosti til fulls. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að samgönguhjólreiðar eru ekki aðeins fyrir líkamsræktarfólk. Í flestum tilfellum er það tæknin sem skiptir máli en ekki kraftur og hreysti. Það er vel hægt að stunda samgönguhjólreiðar á rólegum hraða. Nú kann ég að hafa ruglað einhverja hér. Er það rétt að það sé öruggt að hjóla í umferð? Jafnvel öruggara en ef umferðin er aðskilin? Eru ekki reiðhjól og vélknúin ökutæki ósamrýmanleg í eðli sínu? Ég ætla að fjalla aðeins um algengar ranghugmyndir í öryggismálum hjólafólks. Hlutfallslegar áhættur Fólk sem hjólar reglulega lifir að jafnaði lengur en fólk sem hjólar ekki og á síður á hættu að tapa heilsunni. Rannsóknir sýna að árangursríkasta leiðin til að lengja lífið er að stunda hjólreiðar. Grafið hér fyrir neðan ber saman áhættuna við hjólreiðar og aðrar algengar athafnir. Hjólreiðar eru ekki aðeins öruggari en augljósar áhættuathafnir eins og klifur og akstursíþróttir, þær eru einnig öruggari en algengar íþróttir eins og tennis, fótbolti og sund. Kannski er ótrúlegast að

þær eru öruggari en stangveiði, ég þurfti svolítið að sannfæra sjálfan mig en það eru víst margir sem drukkna við stangveiðar. Það sem þetta þýðir er sem sagt að hver sem áhættan við hjólreiðar er þá er meiri hætta fólgin í því að stunda þær ekki. Hjólreiðar eru öruggar, rétt eins og það að ganga. Ekki láta telja ykkur trú um annað. Enn fremur, ef þið lærið að hjóla af færni eins og með samgönguhjólreiðum sem ég ætla að lýsa, munið þið auka öryggið enn fremur. Þó þið munið oft verða vitni að slæmu aksturslagi þá er það oftast fyrirsjáanlegt. Það má búast við því og koma í veg fyrir afleiðingarnar. Enn fremur mun öryggið aukast eftir því sem fleiri hjóla. Góð leið til að auka öryggi þitt í umferðinni er að hvetja vini og fjölskyldu til að hjóla með þér. En hvað með hjólabrautir og hjólareinar? Slíkur hjólaaðbúnaður getur stundum veitt greiðari eða notalegri leið en aðeins einstaka sinnum veitir hann aukið öryggi. Hætturnar á hjólabrautum eru ekki jafn fyrirsjáanlegar og á götum og getur verið erfiðara að forðast þær. Almennt séð sýnir sagan að hjólabrautir og hjólareinar

Hjólreiðar: hlutfallsleg áhætta Klifur Aksturs íþróttir Fiskveiðar Hestreiðar Sund Frjálsar íþróttir Fótbolti Tennis Hjólreiðar Golf Skemmtiganga

eru ekki öruggar. Svo notið þær ef þær gagnast ykkur en einbeitið ykkur að því að öðlast kunnáttu til að hjóla á götunum. Öruggasta hjólafólkið er það sem hefur lært tæknina sem notuð er í samgönguhjólreiðum og getur beitt þeirri kunnáttu hvar sem þeir hjóla. 25

1. tölublað. 17. árgangur


að vera sem öruggastur sem hjólamaður þarft þú að vera innan þessa athyglissviðs, ekki utan þess. Til að skilja staðsetningu í umferð þarf líka að gera sér grein fyrir því hvernig umferðin fer eftir götunni þá stundina. Hún flæðir fram hjá kyrrstæðum bílum og öðrum hindrunum en fer ekki endilega eftir akbrautamerkingum á yfirborði gatna. Á neðri teikningunni má sjá skyggða leið umferðarinnar sem hlykkjast framhjá kyrrstæðum bifreiðum og myndi einnig hlykkjast framhjá umferðareyjum. Breidd þeirrar brautar sem umferðin fylgir er breytileg eftir ökutækjunum. Sem hjólreiðamaður á staðsetning þín alltaf að miðast við flæði umferðarinnar en ekki vegbrúnina. Þetta er ein ástæðan fyrir því að hjólareinar sem fylgja vegbrún geta verið erfiðar og hættulegar. Í umferðinni ætti hjólamaður að velja sér aðra af helstu staðsetningunum: Staðsetning í umferð, þegar hjólað er í miðju flæði umferðarinnar eins og neðri hjólamaðurinn á teikningunni. Þannig skal staðsetja hjólið þegar þú getur fylgt hraða umferðarinnar, þegar þú þarft sérstaklega að vera sýnilegur umferðinni framundan eða til að hindra ógætilegan framúrakstur. Þessi staðsetning er sú þar sem hjólreiðamaðurinn er sýnilegastur öðrum og gefur honum besta útsýnið yfir veginn framundan. Þessi staðsetning getur að sjálfsögðu valdið bílsjórum fyrir aftan hjólið óþægindum svo hjólreiðamaðurinn ætti að færa sig til

Lykilatriði hjólafærni Lykilatriðin í hjólreiðum eru: · Fullkomin stjórn á hjólinu (hvernig á að nota bremsur og gíra, horfa aftur fyrir sig, gefa merki og að knýja hjólið með skilvirkum hætti. · Skilningur á umferðarkerfinu · Eftirtekt og fyrirhyggja · Staðsetning · Viðhorf · Samvinna, þeir sem langt eru komnir geta virkjað aðra í umferðinni til að auka öryggi á umferðarþungum götum. Staðsetning Staðsetning er sá grunnþáttur sem gefur hjólreiðamanninum besta færi á að auka öryggi sitt. Markmið með réttri staðsetningu á götu eru: a) Að auka öryggi með því að hjóla þar sem þú sérð best til, þar sem aðrir sjá best til þín og geta séð fyrir um hreyfingar þínar og þar sem þú aftrar öðrum frá því að fara þangað sem þeir leggja þig í hættu. b) Að leita beinustu leiðanna sem spara þér erfiði og auðveldar um leið stjórn hjólsins. Það að forðast að vera ekki fyrir öðrum er ekki góð staðsetning í sjálfu sér. Ökumenn beina athyglinni aðeins að litlum hluta vegarins framundan, þar sem þeir eiga von á hættum (sjá efri teikningu). Þeir sjá fátt annað en það sem er framundan. Þetta svið sem athyglinni er beint að er þröngt og þrengist með auknum hraða. Til Hjólhesturinn

26


Ef þú ert viss um að engar hættur séu til staðar getur þú hjólað áfram en annars getur þú gert þig sýnilegri með því að færa þig í miðja umferðarleiðina þegar þú nálgast gatnamótin auk þess sem það fælir aðra frá því að taka fram úr þér og gefur þér svigrúm í neyð ef réttur þinn er ekki virtur.

hliðar við flæði umferðarinnar þegar hún getur með öruggum hætti tekið fram úr hjólinu. Hliðarstaðsetning er um 1m til hliðar við flæði umferðarinnar en aldrei nær vegbrúninni en hálfum meter, sjá efri hjólreiðamanninn á teikningunni. Færðu þig aftur inn í umferðina áður en þú kemur að næstu hættu með því að líta aftur fyrir þig í leit að öruggri staðsetningu, gefa merki til vinstri og fara síðan inn í umferðina.

Framúrakstur er annað dæmi um aðstæður þar sem hjólreiðamaður ætti að fara inn í umferðina tímanlega, og hjóla síðan í öruggri fjarlægð frá bílhurðum sem gætu verið opnaðar, sjá neðri teikningu og mynd til vinstri. Ef þú dregur of lengi að fara inn í umferðina verður það erfiðara og líklegra til að valda ruglingi eða ágreiningi. Ef það eru nokkur ökutæki sem þarf að taka fram úr með stuttu millibili, haltu þá staðsetningunni þar til þú ert kominn fram úr þeim öllum.

Staðsetning í reynd Þar sem hjólað er fram hjá hliðargötu er gott dæmi um hvar maður á að beita staðsetningunni til að auka öryggi sitt, sjá efri teikningu. Helstu áhættuþættirnir eru þrír: Ein er frá ökutækjum sem koma úr hliðargötunni án þess að virða rétt hjólamannsins eða af því bílstjórinn tók ekki eftir honum sem getur verið erfitt ef hjólað er upp við kantinn. Annar áhættuþáttur er bíll sem fer fram úr þér og tekur síðan hægri beygju. Þriðji eru bílstjórar sem koma úr gagnstæðri átt og taka vinstri beygju í veg fyrir þig.

Að beygja til hægri kann að virðast einfalt en þú þarft enn að gæta þín á óþolinmóðum ökumönnum fyrir aftan þig sem gætu reynt að taka fram úr þér og fara síðan í veg fyrir þig eða ökumönnum sem koma á móti og beygja of fljótt í veg fyrir þig. Það kann að virðast einkennilegt að fara fyrst til hægri til að beygja til vinstri en reyndu að gera þeim sem eru á eftir það ljóst hvað stendur til og ef einhver af áhættuþáttunum er til staðar skal taka hægri beygjur úr miðri umferðinni. Haltu þeirri

27

1. tölublað. 17. árgangur


staðsetningu á hliðargötunni þar til öruggt er að færa sig til hliðar við umferðina. Myndin sýnir hægri beygju úr hliðargötu inn í aðalgötu. Takið eftir hvernig hjólreiðamaðurinn undirbýr strax að taka fram úr kyrrstæðu bifreiðinni með því að hjóla ekki við vegarbrún. Ættir þú að gefa merki um hægri beygju? Almenna reglan segir já en í raun er þá hætta á að það myndi hvetja bílstjóra á eftir þér að taka fram úr þér á gatnamótunum, nokkuð sem er algengt í Bretlandi. Þú verður að meta aðstæðurnar hverju sinni og gefa merki ef það gagnast öðrum án þess að setja þig í hættu, en það er ekki alltaf gott að gefa merki um hægri beygju. Gatnamót, s.s. við umferðarljós, eru dæmigerðir staðir þar sem sumir

hjólreiðamenn leggja sig í hættu. Það er skiljanlegt að hjólreiðamaður vilji ekki bíða fyrir aftan langa röð bifreiða en að hjóla alveg við vegbrún framhjá bifreiðum eru hættulegar aðstæður. Það er miklu betra að fara inn í umferðina á þeirri akrein sem leið þín segir til um. Ef þú kemur þér fram hjá langri röð bifreiða blandaðu þér þá aftur í umferðina tveim ökutækjum áður en þú kemur að gatnamótunum. Ef það eru aðeins nokkur ökutæki á undan tapar þú ekki miklum tíma með því að halda þig fyrir aftan þá. Það er einnig oft öruggara að fara vinstra megin fram úr bifreiðaröð heldur en hægra megin. Vinstri beygjur á götu með tveim akreinum eru ekkert flóknari en framúrakstur. Færðu þig eftir þörfum úr hliðarstaðsetningu inn í umferðina en ekki of nálægt gatnamótunum. Ef þú þarft að bíða vegna umferðar á móti þá ættir þú ekki að stoppa of nærri miðlínunni og ekki að vera feiminn við að stöðva umferð fyrir aftan þig ef hún kemst ekki með öruggum hætti framhjá þér. Þegar leiðin er greið beygðu þá inn í hliðargötuna en gættu þín á umferð úr hliðargötunni. Að gefa merki um vinstri beygju er mjög mikilvægt því þetta er öryggismerki til annarra um hvert leið þín liggur. Að beygja til vinstri á breiðari götum er flóknara en þó fært flestu vönu hjólreiðafólki. Það krefst meiri færni í því að ná tengslum við aðra ökumenn og fá þá til að aðstoða. Þessari tækni og fleirum er lýst í bókinni “Cyclecraft”. Hringtorg. Margir hjólreiðamenn óttast

Hjólhesturinn

28


hringtorg en flest þeirra þurfa þó alls ekki að vera vandamál þó erfitt sé að alhæfa um þau, það fer allt eftir aðstæðum á hverjum stað. Þrjú af fjórum slysum sem snerta hjólreiðamenn við þessar aðstæður eiga sér stað þegar hjólreiðamaður fer fram hjá hliðargötu. Bílstjórar beina athygli sinni fram á veginn til vinstri þar sem þeir eiga von á umferð. Mikilvægasta regla hjólreiðamanna í hringtorgum er að hjóla aldrei við ystu brún hringtorgsins. Fylgið umferðinni eins og frekast er kostur. Á efstu teikningunni eru hjólreiðamenn A og B staðsettir þar sem þeir sjást illa og eru því mjög berskjaldaðir. Hjólamaður C er betur staðsettur. Það er best að staðsetja sig inni í umferðinni áður en komið er að hringtorgum með einni akrein

og að forðast að hjóla meðfram ytri brúninni. Hringtorg með tveim akreinum eru flóknari og á leiðum þar sem umferðarhraði er mikill þá eru þau meðal fárra staða þar sem það gagnast að ná að hjóla hratt. Aftur, haldið ykkur alltaf frá ytri brún, hjólið í umferðinni á þeirri akrein sem þið ætlið að fylgja og reynið að virkja ökumenn til samvinnu þar sem því verður viðkomið til að verja ykkur. Samvinna í umferðinni gegnir lykilhlutverki í miklum umferðarþunga. Löng ökutæki. Stundum verður þú að aðlaga þig að þeirri umferð sem þú mætir og löngum ökutækjum fylgja sérstakar hættur. Ég hef lagt áherslu á að hjóla þar sem þú sést og löng ökutæki hafa mikið stærri blindsvæði en fólksbílar og litlir sendibílar. Teikningin sýnir að ef þú

29

1. tölublað. 17. árgangur


hjólar á blindsvæðinu sér bílstjórinn þig ekki og þú sérð heldur ekki fram fyrir þig. Ef þú sérð ekki hliðarspegil ökutækisins fyrir framan þig sér ökumaðurinn þig ekki heldur. Svarið er að hjóla aftar og til vinstri við ökutækið þar sem þú verður sýnilegastur. Löngum ökutækjum fylgja enn fleiri hættur þegar þeim er beygt til hægri, því miðhluti ökutækisins fer mikið lengra til hægri en fram- eða afturhlutinn. Hjólreiðafólki stafar mikil hætta af þessum ökutækjum ef þau þrengja þannig að leið hjólafólks við hægribeygju. Aldrei fara fram úr löngu ökutæki, ekki einu sinni á hjólarein, nema þú sért 100% viss um að það færi sig ekki á þeim tíma sem tekur þig að fara framúr því. Fylgist með sama hætti með löngum ökutækjum þegar þið takið vinstri beygju við gatnamót. Hjólaaðbúnaður Ég hef nefnt það áður að hjólastígar eru oft ekki þeir ákjósanlegu staðir til hjólreiða sem margir halda. Ég ætla nú að benda á nokkur af vandamálunum og hvernig má draga úr þeim. Teikningin til hliðar sýnir tvo hjólreiðamenn, einn á stíg og annan á götu,

Hjólhesturinn

30

og sjónarhornið sem þeir þurfa að fylgjast með til að greina aðsteðjandi hættur. Það er mun auðveldara fyrir hjólreiðamanninn á götunni að fylgjast með sínu litla sjónarhorni því hann þarf einungis að hreyfa augun. Hjólamaðurinn á stígnum þarf að hreyfa allt höfuðið til að fylgjast með sínu stóra sjónarhorni, sem er seinlegra og meiri hætta á að breyttar aðstæður fari fram hjá honum. Meðan hjólamaðurinn á götunni blasir við umferð sem kemur úr sömu átt eða gagnstæðri þá er hjólamaðurinn á stígnum utan þess svæðis sem ökumenn beina athygli sinni að og því verður hann að passa sig sjálfur.

Notið þessa stíga ef ykkur finnst þeir gagnast ykkur og að áhætturnar séu viðráðanlegar, en ekki líta á þá sem öruggar leiðir því það eru þeir ekki. Verið viðbúin því að fara hægar yfir og varið ykkur sérstaklega þegar stígurinn þverar götur og gatnamót. Svipað á við um hjólareinar. Hjólafólk kvartar oft yfir að bílar gefi því ekki sama rými þegar ekið er framúr því þar sem hjólarein er til staðar en þar sem hún er ekki til staðar, þar sem bílstjórunum finnst í lagi að keyra upp að línunni en hefðu annars vikið betur frá. Rannsóknir sýna að bílstjórar fara jafnframt fram úr á meiri


hraða en ella. Hjólareinar geta haft sína kosti þegar t.d. er farið fram úr röð bíla sem eru kyrrstæðir eða hreyfast hægt en þó eru hjólreiðamenn alltaf berskjaldaðir gagnvart því þegar bílhurðir opnast óvænt. Við gatnamót staðsetja hjólareinar þig einmitt þar sem hættan er mest, sjá mynd, þar sem önnur ökutæki fara inn á gatnamótin án þess að taka eftir þér. Ef það er gerlegt ættir þú að færa þig út í umferðina til að taka meira rými eða þá að þú verður að hægja á þér og fara sérlega varlega. Að velja sér leið Leiðin sem þú velur þér hefur mikil áhrif á hversu ánægjuleg ferðin verður. Hjólreiðamenn hafa oft meira val um leiðir en ökumenn bifreiða og þið ættuð að nýta ykkur það. Þegar þú hefur öðlast nægjanlega færni getur þú hjólað hvaða leið sem þér er leyft að hjóla um samkvæmt lögum en líklega verður leiðin ánægjulegri og lausari við streitu ef þú forðast eftirfarandi: · Gatnamót með hraðri umferð og flókinni hliðarumferð. Stór gatnamót og hringtorg eru algengustu dæmin. · Þröngar yfirfullar götur. Ef þú er ekki tilbúinn til að sitja í hægfara umferðinni er hætta á að þú freistist til að taka framúr þar sem ekki er öruggt pláss til þess. · Þröngar götur með röð kyrrstæðra bifreiða. Hurðir geta opnast mjög óvænt eða fólk skotist út á götu milli bílanna. Þessar götur krefjast mikillar eftirtektarsemi þó þar sé ekki mikil umferð. · Hliðarvegir sem hafa ekki forgang. Sumir hliðarvegir eru ágætir, sérstaklega þeir sem bjóða hjólreiðafólki leiðir sem bjóðast ekki öðrum, en ef þú þarft ítrekað að stoppa og taka af stað verður hjólaferðin

erfiðari og hættan á mistökum eykst. Góðar leiðir eru með léttri umferð eða litlum hraða en umfram allt nægu rými. Umferðarþung gata getur verið ágæt til reglulegra ferða ef akreinarnar eru nægilega breiðar, gatnamótin hefðbundin og hraðinn hóflegur. Ef þú hjólar eftir götum með mikilli en hægri umferð er ýmis tækni sem er vert að temja sér til að auka öryggi sitt í umferðinni. Góð staðsetning í umferðinni er lykilatriði ásamt því að horfa fram á veginn og stilla hraða þinn þannig að þú þurfir sem sjaldnast að stoppa. Það dregur úr þreytu. Að mjaka sér fram úr bílaröðinni getur hjálpað þér áleiðis en þarf að gera af mikilli varkárni og það getur verið öruggara vinstra megin við röðina en við vegbrúnina. Svona tækni er bara ein af fjölmörgum sem notaðar eru í samgönguhjólreiðum af þeim sem langt eru komnir. Hjólaþjálfun Verið er að innleiða áætlanir um hjólaþjálfun sem byggja á samgönguhjólreiðum í fjölda landa um þessar mundir. Ég var viðriðinn Bresku hjólaþjálfunaráætlunina. “The UK National Cycle Training Standard” sem var komið á 2001 að frumkvæði CTC, hinna bresku landssamtaka hjólreiðamanna. Kennsluáætlunin var skrifuð af stýrihópi sem samanstóð af opinberum starfsmönnum sem störfuðu bæði á landsvísu og í sveitarfélögum, hjólreiðafólki og samtökum sem þegar störfuðu við hjólaþjálfun. Hún var byggð á bók minni Cyclecraft (Hjólafærni) og ég var hluti af stýrihópnum. Síðan var komið á stjórnkerfi og gæðastaðli, þar á meðal skrá á landsvísu yfir þá sem höfðu öðlast þjálfunarréttindi. Opinbert fjármagn kostar skráningu og þjálfun þeirra sem sækja um 31

1. tölublað. 17. árgangur


AÐ KOMA SÉR AF STAÐ væri það vegna þess að ég hefði gefist upp Það var í fyrra vor sem hann Fjölnir og snúið við. Um kl. 20 var lagt af stað í vinur minn fór að hvetja mig í því að hjóla rólegheitunum. Fólk var að spjalla saman, í vinnuna. Ég hélt hann væri galinn. Jú horfa í kringum sig og hjóla og áður en ég jú,ég átti fínt ca 10 ára gamalt, ónotað hjól vissi af var ég komin niður í Mjódd aftur í geymslunni, en að hjóla og það alla leiðina með hópnum. Þessu bjóst ég aldrei við. En í vinnuna, það var óhugsandi. Hann gafst þar með var ekki aftur snúið. ekki upp, og sagði mér að koma með hjólið Ég fór að hjóla oftar með klúbbnum á niður í klúbbhús og hann myndi hjálpa mér þriðjudagskvöldum, fara með þeim í lengri að yfirfara það, stilla gírana, smyrja ferðir og prófa að hjóla í vinnuna. Í upphafi keðjuna, skoða bremsurnar o.s.frv. Jú ég þá teymdi ég upp flestar brekkur, en eftir því var alveg á því að það væri nú í lagi, tróð sem ég hjólaði oftar, þá fór ég að komast hjólinu í skottið á bílnum og fór niður í ofar í þær áður en ég fór að teyma og á klúbbhúsið að Brekkustíg 2. endanum var ég farin að hjóla alla leiðina Þar tóku á móti mér brosandi andlit sem upp. Það var buðu mig velkomna. frábært. Þrekið Hjólinu mínu var jókst, líkaminn snarað uppá stand og styrktist og kílóin því komið í fóru að fjúka. Það toppform á meðan sem áður var spjallað var um hjól óhugsandi var allt í og ferðir sem höfðu einu orðið ekkert verið farnar með mál. Ég fór að klúbbnum. Einnig kaupa fleiri var mér sagt frá EYRÚN OG FJÖLNIR KYNNA aukahluti á hjólið, þriðjudagsferðunum VETRARHJÓLREIÐAR VIÐ PERLUNA sem ég fékk afslátt sem klúbburinn fer í af því að ég var frá Mjóddinni á orðin meðlimur í sumrin, því í þeim er klúbbnum. farið um höfuðborgarsvæðið í smá Einnig mætti ég þegar opið hús var skömmtum og þar lærir maður að þekkja annað hvert fimmtudagskvöld þar sem fólk stígana og umhverfið. Og ég hvött í að mæta spjallaði saman yfir kaffibolla, gerði við í þá næstu sem var Breiðholtshringurinn. hjólin sín eða naut afþreyinga sem Húff jú ég ákvað að slá til. klúbburinn bauð uppá eins og Næsta þriðjudag, þá lagði ég tímanlega myndasýningar, námskeið og fleira. Þannig af stað í Mjóddina og þar sem var smá hópur fór að ég bauð mig fram í stjórn klúbbsins af fólki á öllum aldri á alls konar hjólum. sem ritara. Þar var m.a. hann Bjarni sem leiddi hópinn Einnig er í boði að vera í nefndum sem og ákvað ég að segja honum frá því að ég eru innan félagsins og geta allir sem áhuga ætlaði að vera öftust, og ef ég “týndist” þá Hjólhesturinn

32


gildir sama regla og áður, það er alveg í lagi hafa, fundið eitthvað við sitt hæfi. Í þeim er að teyma hjólið þar sem manni líst ekki á alltaf pláss fyrir fleira gott og skemmtilegt aðstæður. fólk. Húsnefndin sér m.a. um að halda Mig langar til þess að hvetja þig til þess að klúbbhúsinu fínu og skipuleggja og stýra koma í heimsókn til okkar í klúbbhúsið og uppákomum sem eiga sér stað í húsinu kynnast okkur og/eða mæta í þriðjudagsferðir sjálfu. Ferðanefndin skipuleggur og leiðir þegar þær byrja í vor því þær eru við allra hæfi. þriðjudagsferðirnar og aðrar lengri ferðir Stærsti þröskuldurinn er maður sjálfur við að sem eru farnar. Ritnefnd setur m.a. greinar koma sér af stað. En þú getur það og þú þarft á heimasíðu okkar og gefur út Hjólhestinn. ekki að vera á fjallahjóli því það sem skiptir Og fjáröflunarnefndin sér m.a. um það að mestu máli er að vera á hjóli sem hentar finna fyrirtæki sem vilja veita meðlimum manni og líður vel á. klúbbsins afslætti og selja auglýsingar í Hlakka til að sjá þig. Hjólhestinn. Þetta er allt sjálfboðavinna, en Eyrún Guðjónsdóttir margar hendur vinna létt verk og þegar félagsskapurinn er góður er allt skemmtilegt. Í dag er ég búin að setja nagladekk undir hjólið og fer á því í vinnuna þegar veður er skaplegt og fer hjólatúra mér til skemmtunar. Maður fer hægar yfir og þarf að fara varlegar, en þetta er alveg hægt. Einnig ÚR ÞRIÐJUDAGSFERÐ Ökutækjahjólreiðar framhald: þjálfunarréttindi. Aðeins þeir sem hjóla reglulega geta fengið þjálfunarréttindi. Þjálfun er síðan veitt af sjálfstætt starfandi þjálfurum, sérhæfðum þjálfunarsamtökum eða sveitarstjórnum. Þjálfun fullorðinna eftir nýja staðlinum byrjaði 2003 og í ár (2007) var byrjað að þjálfa börn í Englandi. Svipuð markmiðssetning er væntanleg í Skotlandi, Wales og Norður Írlandi. Markmiðið er að helmingi allra 11 ára barna bjóðist þjálfun í hjólreiðum fyrir 2009 og öllum á þessum aldri fyrir 2011. Hjólaþjálfun fullorðinna er oft kostuð af atvinnurekendum, þar má nefna stjórnvöld á landsvísu, sveitarfélög og lögreglu, ásamt vaxandi fjöldi einkarekinna fyrirtækja. Ef þú hefur áhuga á hjólaþjálfun, hvort

sem það væri sem verðandi nemandi eða skipuleggjandi eða kennari, þá ættir þú kannski að hvetja stjórnvöld eða sveitafélagið þitt til að innleiða eitthvað í svipuðum dúr. Bókin mín, Cyclecraft (Hjólafærni), er bókin sem notuð er við þjálfun eftir Breska hjólaþjálfunarstaðlinum og fjallar ítarlega um allar hliðar samgönguhjólreiða sem ég hef talað um hér og mikið meir. Þó hún sé skrifuð með vinstri umferð í huga á meirihluti efnisins við allsstaðar og mér er sagt að það sé auðvelt að horfa á teikningarnar í spegli! John Franklin john@cyclecraft.co.uk www.cyclecraft.co.uk ISBN 978-0-11-703740-3 Þýðing: Páll Guðjónsson 33

1. tölublað. 17. árgangur


DAGSKRÁ SUMARSINS Ferðanefnd ÍFHK er búin að móta dagskrá fyrir ferðir sumarsins. Þar er bæði gamalt og nýtt efni í boði og ferðir við allra hæfi. Fyrst ber að nefna hinar vikulegu þriðjudagsferðir. Alfreð Emil Alfreðsson, Mætingabikarhafi síðasta árs, verður í forsvari fyrir þeim og hefjast þær formlega í Mjódd þriðjudaginn 6. maí. Fyrsta kvöldferðin er að sjálfsögðu beint í kaffi í klúbbhúsið á Brekkustígnum. Síðan taka við aðrir áfangastaðir; fuglaskoðun í Grafarvoginn, Mosfellsbær, Garðabær, Viðeyjarferð, Rauðhólar og víðar. Síðustu ár hefur skapast heilmikil keppni um þriðjudagsbikarinn og væntanlega verður sama upp á teninginn í ár. Merkt er við þátttakendur og sá sem á flestar mætingar eftir sumarið, verður krýndur með Mætingabikarnum 2008 að kveldi 26. ágúst. Útrás Íslenska fjallahjólaklúbbsins er staðreynd. Við látum okkur ekki nægja að þeysa um íslensk holt og línuvegi, heldur verður líka hópur á götum Kaupmannahafnar 7. júní nk. og hjólar með á Stora cykeldagen undir merkjum félagsins. Þetta verður upphitun fyrir þá sem ætla að hjóla frá Kaupmannahöfn til Berlínar, alls

ÚR ÞRIÐJUDAGSKVÖLDFERÐ Hjólhesturinn

630 km leið á átta dögum. Formaður ferðanefndarinnar, Sesselja Traustadóttir, hefur skipulagt og bókað gistingar fyrir 16 manna hóp sem ætlar að hjóla þessa vinsælu leið sem varð til sem vel merkt hjólaleið árið 2000 þegar Berlín og Kaupmannahöfn voru báðar menningarborgir Evrópu. Dagleiðir eru heldur lengri en þegar venjulegar ferðaskrifstofur skipuleggja þessa leið, frá 50 – 90 km. Við hjólum með ströndinni frá Kaupmannahöfn til Mön og þaðan til Gedser. Ferja flytur okkur yfir til Þýskalands þar sem við gistum í gamla Hansakaupmannabænum Rostock og þaðan verður hjólað á 5 dögum til Berlínar. Sú leið er um gamla Austur-Þýskaland, um héruð sem voru nánast óáreitt á meðan borgarskipulög og iðnaðahverfi tröllriðu ósnertum svæðum Evrópu á síðustu öld. Leiðin liggur um friðuð þjóðgarðssvæði og við hjólum fram hjá Stechlin, einu hreinasta vatni Þýskalands. Hópurinn kemur til Berlín að kveldi 16. júní og heldur heim á leið, frá og með 17. júní. Í lok júní verður Næturævintýr á Vesturlandi. Þetta er helgin eftir Jónsmessuna, 27. – 29. júní. Nóttin er björt

GAMLA ÞINGVALLALEIÐ 34


og við hvílum okkur á daginn en hjólum á vatnið. Ferðin verður alfarið hjóluð af nóttunni. Línuvegir, kindaslóðir, óbrúaðar ár alhörðustu görpunum en aðrir gera ráð fyrir og hljóð nóttin. Næturbirta. Leggjum af stað einhverju trússi og aðstoð fjórhjólatækja. úr bænum á föstudagskvöldi, reisum búðir á Fyrstu helgina í september er Magnús Vesturlandi og hjólum út í Bergsson búinn að taka að nóttina. Komum í búðir, sér fararstjórn í Óvissuferð hvílum okkur langt fram á haustsins. Og það verður dag, grillum, leggjum hann sem kemur okkur á okkur og hjólum á ný út í óvart þegar nær dregur og nóttina – þegar lömbin eru enginn veit í dag hvað það sofnuð. Þetta er ferð sem þýðir. En að sjálfsögðu aðeins getur orðið á verður mjög gaman, gott HJÓLIÐ HANS MAGNÚSAR norðlægum slóðum og við ferðaveður og þægilegur njótum til ítrasta sérstöðu meðvindur. íslenskrar náttúru. Fyrir neðan er hluti af dagskráinni en þar Um Verslunarmannahelgina ætlar Pétur sem við eigum það til að bæta inn formaður að lóðsa okkur í ferð um Gamla viðburðum og ferðum með stuttum fyrirvara Þingvallaveginn, sem liggur um mælum við með að þið skoðið dagskrána á Mosfellsheiði og Fjölnir ætlar enn og aftur vef klúbbsins fjallahjolaklubburinn.is og að fara með okkur dásamlega hringinn í skráið ykkur á póstlistann okkar til að fá kringum Skorradalsvatnið. Þeir sem einu fréttir af því sem er að gerast í starfinu með sinni hafa hjólað hringinn í kringum vatnið því að senda okkur póst á ifhk@mmedia.is vita að þar er alltaf brakandi sólskin og Sesselja Traustadóttir formaður meðvindur – allaveganna öðru megin við ferðanefndar. Dags. Dagskrá Staðsetning 3. apr Opið hús: Kvennakvöld Brekkustíg 2 10., 17. og 24. apr. Opið hús og viðgerðarnámskeið Brekkustíg 2 1. maí Opið hús: Heimsókn aðildarfélaga LHM Brekkustíg 2 6. maí Fyrsta þriðjudagskvöldferðin og síðan vikulega í sumar Frá Mjódd kl. 20:00 7.-27.m Hjólað í vinnuna á vegum ÍSÍ Ísland 8. maí Opið hús: Myndakvöld Brekkustíg 2 22. maí Opið hús: Ferðaundirbúningur Brekkustíg 2 24.-25. Hjólaferð: Árleg Nesjavallaferð ÍFHK Frá Árbæjarsafni 29. maí Opið hús: Brekkustíg 2 5. jún Opið hús: Undirb. fyrir Bláalónsþrautina Brekkustíg 2 8. jún Bláalónsþrautin Hafnafjörður 8.-17. j. Hjólaferð: Stóra Berlínarferðin Danmörk, Þýskaland 27.-29. júní Hjólaferð: Næturævintýri á Vesturlandi Vesturland 2.-4. ág. Hjólaferð: Gamli Þingvallavegur - Skorradalur Suð/Vesturland 16. ág. Reykjavíkurmaraþon - aðstoð Reykjavík 6.-7. sept Óvissuferð Auglýst síðar 16.-22. s. Evrópsk Samgönguvika Reykjavík - Hafnafjörður 30. okt. Aðalfundur ÍFHK Brekkust. 2 35

1. tölublað. 17. árgangur


WWW.GAP.IS

4


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.