Fitnessfréttir 4.tbl.2017

Page 1

FitnessFréttir NÝJUSTU RANNSÓKNIR Á LÍKAMSRÆKT OG NÆRINGU

4.TBL. 19. ÁRG. 2017

NÆRMYND

Rakel Rós Friðriksdóttir nýbökuð móðir og keppandi í módelfitness

ÓKEYPIS EINTAK

fitness.is er vefurinn þinn

STRESS ER FITANDI

ÁFENGI EYKUR MATARLYST

HRING ÞJÁLFUN MIKIÐ KYNLÍF BÆTIR MINNIÐ

RÆKTIN 101 OFURSETT FYRIR LENGRA KOMNA

Kreatín eykur

vöðvakraft

NÝJAR BRAGÐTEGUNDIR

22g

AÐEINS

1g

SYKUR

Fitnessfréttir 1


WAIST TRIMMER BELTI Hver viii ekki grennra mitti? Sweet Sweat Waist Trimmer eykur hitastigio a miosvceoinu og orvar pannig fitubrennsluna og vatnslosunina a pvf akveona svceoi! Frabcer leio til ao minnka mittismalio hratt og orugglega. Sjaanlegur arangur strax eftir fyrstu notkun!

Nu a frabceru kynningartilbooi

a aoeins 5.990 kr.

SWEET SWEAT

��!�f�I Simi 544-5555 • fitnesssport.is


FitnessFréttir

FitnessFréttir NÝJUSTU RANNSÓKNIR Á LÍKAMSRÆKT OG NÆRINGU

4.TBL. 19. ÁRG. 2017

NÆRMYND

Rakel Rós Friðriksdóttir nýbökuð móðir og keppandi í módelfitness

Efnisyfirlit

ÆFINGAR // FITUBRENNSLA // MATARÆÐI // HEILSA

ÓKEYPIS EINTAK

fitness.is er vefurinn þinn

STRESS ER FITANDI

ÁFENGI EYKUR MATARLYST

HRING ÞJÁLFUN MIKIÐ KYNLÍF BÆTIR MINNIÐ

RÆKTIN 101 OFURSETT FYRIR LENGRA KOMNA

Kreatín eykur

vöðvakraft

NÝJAR BRAGÐTEGUNDIR

04 08

Viðtal við Rakel Rós Friðriksdóttur keppanda í módelfitness.

Klukkustundar járnapump í tækjasal hindrar hjartasjúkdóma.

06 10

22g

Kókoshnetuolíu og hollustu ætti aldrei að nefna í sömu setningu.

Hringþjálfun - alhliða æfingakerfi sem sparar tíma og hentar byrjendum.

AÐEINS

1g

SYKUR

Fitnessfréttir 1

4.tbl.2017 Forsíða: Rakel Rós Friðriksdóttir Ljósmyndari: Brynjar Ágústsson

Markmið Fitnessfrétta er að hvetja almenning til að stunda líkamsrækt og heilbrigða lífshætti. Fitnessfréttum er dreift ókeypis í allar æfingastöðvar á landinu. Blaðið er kostað með auglýsingum.

12

Ræktin 101. Ofursett fyrir lengra komna í ræktinni. Frábært æfingakerfi.

16

Áfengi eykur matarlyst og hleður upp aukakílóum og auknu mittismáli.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður Einar Guðmann einar@fitness.is Aðstoðarritstjóri Gyða Henningsdóttir gyda@fitness.is Auglýsingar fitness@fitness.is

18

Lyktarskynið ræður miklu um matarlyst. Borðum við minna ef við missum lyktarskynið?

20

Tímasetning máltíða hefur áhrif á algengi offitu. Við sköpum okkar eigin hefðir.

Ljósmyndir Einar Guðmann Gyða Henningsdóttir Vefmyndabankar Nema annað sé tekið fram Útlitshönnun Einar Guðmann Prentun Prentmet ehf Vefur www.fitness.is

Vefurinn Fylgstu með fréttum og fróðleik á fitness.is sem fer sístækkandi. www.fitness.is

Facebook

Ertu í hópi þúsunda sem fylgjast með fitness.is á Facebook? www.facebook.com/fitness.is

22 26

Tónlist er notuð til að flýta fyrir endurhæfingu. Hún hefur mikil áhrif á minni.

Kreatín eykur vöðvakraft. Fá bætefni geta státað af jafn afgerandi rannsóknum.

24 28

Mikið kynlíf bætir minni kvenna. Rannsókn sýnir skondinn vinkil á kynlífi.

Minna frekar en meira af vaxtarhormónum lengir lífið öfugt við fyrri tilgátur.

© Fitnessfréttir 1999 - 2017 Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti svo sem með ljósmyndun, prentun, ljósritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild án leyfis ritstjóra. SKOÐANIR GREINAHÖFUNDA BLAÐSINS ERU EKKI ENDILEGA ÞÆR SÖMU OG SKOÐANIR RITSTJÓRNAR EÐA RÁÐGJAFA. HEIMILDIR ERU FÁANLEGAR HJÁ RITSTJÓRA. HÖFUNDUR ALLRA GREINA ER EINAR GUÐMANN NEMA ANNAÐ SÉ TEKIÐ FRAM.

WWW.FITNESS.IS // FITNESSFRÉTTIR 3


Í nærmynd er Rakel Rós Friðriksdóttir keppandi í módelfitness. Hvernig hefur gengið að komast í form Hvaðan ertu? eftir að þú eignaðist barn? Ég er fædd og uppalinn í Hveragerði og Það hefur aldrei verið vesen. Ég átti erfitt með að bíða eftir því að komast á æfingar eftir að ég eignaðist strákinn minn. Svo var haldið að hann væri með mjólkuróþol og ég tók út alla mjólk og þá var erfitt að borða eitthvað annað en hollt svo ég þurfti ekki mikið að hugsa um það að koma mér í form. Mér líður líka best þegar ég borða hollt og hreyfi mig mikið.

Aldur og fyrri störf?

Ég er 21 árs og er að klára stúdentinn núna um jólin og vinn sem vaktstjóri á barnum Frón á Selfossi. Í sumar var ég yfir bæjarvinnunni í Hveragerði sem var rosalega gaman.

Uppáhalds óholli maturinn?

bý þar núna.

Sushi! Og allt súkkulaði! Sérstaklega Kinder og Milka.

Fjölskylduhagir?

Uppáhalds holli maturinn?

Ég og strákurinn minn búum saman hjá foreldrum mínum í augnablikinu á meðan við bíðum eftir að íbúðin okkar hérna í Hveragerði losnar. Það er búið að vera frábært, foreldrar mínir eiga mikið hrós skilið. Þau standa þétt við bakið á mér og styðja mig alveg rosalega í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Svo á ég tvær systur en önnur þeirra býr í Danmörku með kærasta sínum og barni og hin er í háskóla í Reykjavík og býr þar.

Helstu áhugamál?

Næstum því öll líkamsrækt og vera með vinum og fjölskyldu, ég bókstaflega nærist á því.

Uppáhalds tónlist?

Ég hlusta á allt fer bara eftir því hvernig skapi ég er í.

Uppáhaldskvikmynd? Klárlega Peaceful worrior.

Hvaða bók tækirðu með á eyðieyju? Brandarabók

Hvernig er fullkomin helgi?

Þar sem ég hreyfi mig mikið og er með syni mínum þegar það er ekki pabba helgi og ég er ekki að vinna. Svo eru líka vinnuhelgarnar á Frón mjög skemmtilegar og þá fæ ég góðan tíma fyrir sjálfa mig og ræktina, geri lítið annað en að vinna, sofa og eyði miklum tíma í ræktinni þær helgar.

Hver er uppáhalds veitingastaðurinn?

Sushi Social.

Kjúklingur. Fæ aldrei nóg.

Hvenær ferðu á fætur á morgnana?

6:30 en ef ég tek morgunbrennslu þá 5:30.

Hefur þú lent í vandræðalegu augnabliki?

Já margoft, en nýlega fór ég aftur inn í búð og spurði um símann minn og maðurinn benti mér á að hann væri í hendinni á mér.

Leikhús eða bíó?

Bæði jafn skemmtilegt þegar maður gefur sér tíma.

Uppáhaldsíþróttamaður?

Þeir eru svo margir en í þessu sporti eru það Margrét Gnarr, Ashley Kaltwasser og Kristín Kristjánsdóttir.

Hvernig er dæmigerður dagur hjá þér?

Gef mér tíma til að borða morgunmat með stráknum mínum, skutla honum síðan í leikskólann, fer í skólann og næ síðan í strákinn minn og mamma passar hann á meðan ég fæ að skjótast í ræktina. Svo kem ég heim og nýt þess að vera með stráknum mínum þangað til að ég svæfi hann. Þá geri ég næsta dag tilbúinn og kíki svo á lærdóminn.

Hvaða bók ertu með á náttborðinu? Oftast bara sú sem ég er að lesa fyrir skólann.

Hvað drekkurðu marga kaffibolla á dag? Fæ mér mjög marga Celcius á dag.

Hver er draumaborgin til að ferðast til?

Í augnablikinu hugsa ég mikið um að fara til Ástralíu og þá Sydney en annars langar mér að ferðast mikið og stefni á það í framtíðinni.

Hvað ætlarðu að gera á næstunni?

Útskrifast sem stúdent og fara síðan í háskóla og læra sálfræði. Síðan langar mig alveg rosalega að stefna á að keppa úti í módelfitness.

Ljósmyndari: Brynjar Ágústsson, portrett.is

NÆRMYND

>>>

Líður best þegar ég borða hollt og hreyfi mig mikið


OPIÐ TIL KL 21:00 ÖLL KVÖLD

takk!

þökkum frábærar móttökur í smáralind

nautasalat xo

Líklega besti holli skyndibitinn Á íslandi XO

HU MA RB AK A

RI O O ND A T

jl húsinu & smáralind www.Xofood.is 571-3888

4,5

*

FACEBOOK.COM/ XO VEITINGASTAÐUR

4,7

*

R GU N I KL Ú KJ


>>> FITUBRENNSLA

KÓKOSHNETUOLÍU OG HOLLUSTU ÆTTI ALDREI AÐ NEFNA Í SÖMU SETNINGU Það eru sömu forsendur fyrir því að auglýsa snakk og kartöfluflögur sem hollustu eins og að auglýsa kókoshnetuolíu sem hollustuvöru. Hvorugt stenst skoðun. Kókoshnetuolía hefur fengið mikla umfjöllun undanfarin ár vegna meintrar hollustu. Fjallað var um olíuna í greininni „Auglýsingaskrum í kringum kókoshnetuolíu“ sem birt var í Fitnessfréttum fyrir tveimur árum. Þar var flett ofan af meintri hollustu hennar og hástemmdum auglýsingum henni tengdri.

Prótínríkt megrunarfæði er gott fyrir hjartað Niðurskurðarfæði sem inniheldur 35% prótín er betra fyrir efnaskiptabúskap líkamans en sama fæði með 27 eða 20% prótínhlutfall. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Rocío Meteo Gallego og félaga við Heilsustofnunina í Aragon á Spáni. Níutíu og ein kona var á niðurskurðarfæði í sex mánuði. Þeim var skipt upp í hópa sem voru ýmist á 20, 27 eða 35% prótínhlutfalli. Hópurinn sem var með hæsta prótínhlutfallið lækkaði mest í fituhlutfalli og blóðfitu og blóðsykurstjórnun batnaði mest. Það var hins vegar ekki marktækur munur á hópunum í léttingu. Konurnar voru álíka jákvæðar gagnvart mataræðinu og það hvernig þær þoldu það. Það má því færa rök fyrir því að prótínríkt og hitaeiningalágt mataræði sé heppilegt út frá hollustusjónarmiðum og hjartasjúkdómum. (Clinical Nutrition, 36: 371-379, 2017)

Af og til má samt enn sjá hana auglýsta sem betri valkost en ólífuolíu eða jurtaolíu. Hún á jafnvel að stuðla að léttingu. Staðreyndin er sú að kókoshnetuolía inniheldur mikið magn mettaðrar fitu. Þrjár matskeiðar af kókoshnetuolíu sem settar eru út í mat innihalda allt að 30 g af mettaðri fitu. Amerísku Hjartasamtökin birtu nýlega grein í hinu virta blaði Circulation þar sem allur vafi er tekin af því hvort kókoshnetuolía sé heppileg fyrir hjarta- og kransæðaskerfið eða ekki. Frank Sacks prófessor við Harvardháskóla er höfundur greinarinnar. Hann tekur af allan vafa um að hollusta olíunnar á ekki við rök að styðjast. Markaðurinn tók rækilega við sér á sínum tíma þegar það fór ranglega í loftið að kókoshnetuolía væri holl. Henni var slegið upp sem dýrð og dásemd í fjölda auglýsinga. Hvernig stendur á því? Hvaðan kom þessi misskilningur? Í viðtali við TIME sagði Marie-Pierre St-Onge aðstoðarprófessor að „ástæða þess að kókoshnetuolía er vinsæl hjá þeim sem vilja léttast er vegna rannsókna minna á miðlungslöngumþríglyseríðakeðjum (MLÞ).“ Hún sagði einnig í viðtalinu að „...kókoshnetuolía inniheldur hærra hlutfall MLÞ en flestar aðrar fitugerðir eða olíur og

6 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS

rannsóknir mínar hafa sýnt fram á að miðlungslangar-þríglyseríðakeðjur geta örvað efnaskiptahraða.“ Það sem gengur ekki upp í þessum fullyrðingum St-Onge er að rannsóknirnar gerðu ráð fyrir að olían innihéldi 100% miðlungslangarþríglyseríðakeðjur. Innihaldið er hinsvegar einungis 13-15%. Það þýðir að hlutfallið er ekki nægilega hátt til að hafa nokkur áhrif á léttingu í gegnum hraðari efnaskipti. Æskilegt er að dagsskammtur mettaðrar fitu fari ekki yfir 6% af fituneyslunni. Ein teskeið af kókoshnetuolíu inniheldur meira. En hvað er rétt? Á sínum tíma fengu fjölómettaðar fitusýrur óþarflega jákvæða umfjöllun vegna rannsókna sem sýndu fram á hollustu þeirra umfram mettaða fitu. Framleiðsla og sala jurtaolía á brúsum blómstraði. Það kom hins vegar ekki nægilega vel fram í fjölmiðlum að jurtaolía sem fengin er úr ferskum afurðum eins og hnetum og fiski er holl. Ekki olía á brúsum. Ólífuolía og hóflegt magn af ósöltuðum hnetum er hluti af Miðjarðarhafsmataræðinu. Nýlegar rannsóknir benda til að slíkt mataræði sé heppilegt fyrir hjartað og aukakílóin. Vísindamenn hafa ekki séð neinn mun á kókoshnetuolíu og öðrum olíum sem innihalda mikið af mettuðum fitusýrum. Þá er verið að bera hana saman við svínafitu sem er 39%, nautakjötsfitu sem er 50% og smjör sem er 63%. Laglegur félagsskapur það. 82% af fitunni í kókoshnetuolíu er mettuð. Kókoshnetuolíu og hollustu ætti því aldrei að nefna í sömu setningu. Ef þú átt lager af kókoshnetuolíu er fínt að nota hana sem rakakrem fyrir húðina eða sem nuddolíu. Á dollunni ætti að standa - notist útvortis, ekki innvortis. (Dietary Fats and Cardiovascular Disease: A presidential advisory from the American Heart Association; útgefið 15 júní2017; TIME tímaritið, 26 apríl 2017.)


Nýtt í Nettó


FITUBRENNSLA

>>> Meðferð betri en lyf við of lágu testósteróni Fjöldinn allur af krankleikum hjá karlmönnum tengjast minnkandi testósterónframleiðslu þegar aldurinn færist yfir. Tenging er á milli lágs testósteróns og ótímabærra dauðsfalla, hjartasjúkdóma, risvandamála, þunglyndis, vöðvarýrnunar, beinþynningar og slappleika. Þessi upptalning kann að skýra hvers vegna ávísanir lækna á testósterón hafa sprungið út á undanförnum árum. Í löndum eins og Bandaríkjunum þar sem heimilt er að auglýsa lyfseðilsskyld lyf í sjónvarpi birtast þessa dagana endalausar auglýsingar frá lyfjafyrirtækjum markaðssetja þau eins og hverja aðra munaðarvöru. Áætlað er að söluveltan í þessum lyfjaflokki verði 402 milljarðar íslenskra króna á árinu 2018. Það er því eftir miklu að sækjast fyrir hin einkareknu lyfjafyrirtæki. David Handelsman prófessor við Læknaháskólann í Sidney í Ástralíu gagnrýndi þessa stefnu lækna í lyfjamálum í nýlegri ritstjórnargrein. Hann færði rök fyrir því að læknar ættu fremur að meðhöndla orsök lágs testósteróns í karlmönnum á efri árum í stað þess að auka magn þess í blóðrásinni. Hægt er að meðhöndla einkenni lágs testósteróns með því að stunda æfingar og hreyfingu, losna við aukakíló, laga mataræðið, losa lífsstílinn við streitu og sofa meira. (Journal of the American Medical Association, 317: 699-701, 2017)

KLUKKUSTUNDAR JÁRNAPUMP HINDRAR HJARTASJÚKDÓMA Það dregur verulega úr hættunni á efnaskiptatengdum sjúkdómum ef stundaðar eru æfingar í tækjasal.

Milljónir karlmanna eru hrjáðir af hinum ýmsu sjúkdómum sem rekja má til versnandi efnaskipta. Hjartasjúkdóma, sykursýki og hjartaslag má rekja til efnaskipta líkamans. Með tilkomu offitu hlaðast upp áhættuþættir eins og mikið mittismál, of mikið af þríglyseríðum í blóðinu, of lítið af HDL (góða) kólesterólinu, of hár blóðþrýstingur og of hár blóðsykur. Það er engin lausn að skella sér í megrunarkúr. Nær væri að skella sér í ræktina. Samkvæmt nýlegri rannsókn sem birt var í Mayo Clinic Proceedings dregur verulega úr hættunni á efnaskiptatengdum sjúkdómum ef stundaðar eru æfingar í tækjasal. Jafnvel þó ekki séu teknar brennsluæfingar. Mayo Clinic er ein virtasta heilbrigðisstofnun heimsins og rannsóknin var mjög umfangsmikil. Alls tóku 7.418 manns þátt í rannsókninni. Flestir voru í nágrenni við miðjan aldur. Meðalaldurinn var 46 ár. Ekki var haft eftirliti með hverjum og einum í rannsókninni. Þátttakendur æfðu og gáfu skýrslu eftir leiðbeiningum sem gefnar voru út af Sjúkdómavarnastofnun Bandaríkjanna. Samkvæmt leiðbeiningunum átti að „stunda styrktaræfingar á borð við það að lyfta lóðum eða nota viðnámsteygjur. Álag skal vera frá miðlungsátaki til

8 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS

hámarksátaks og á að fela í sér alla vöðvahópa. Æfa skal tvo eða fleiri daga í viku... og þolæfingar skulu samtals vera minnst 500 efnaskiptamínútur (MET) á viku“ Enginn þátttakendanna í rannsókninni var með efnaskiptasjúkdóm þegar hún hófst. 1147 manns eða 15% þróuðu með sér efnaskiptasjúkdóm næstu fjögur árin á meðan rannsóknin fór fram. Rannsóknin snéri fyrst og fremst að karlmönnum. 19% þátttakenda voru konur. Vísindamennirnir komust að því að styrktarþjálfun sem náði þeim viðmiðunum sem til var ætlast lækkaði áhættuna á efnaskiptasjúkdómum um 17%. Um klukkustundar viðnámsþjálfun á viku dró úr líkunum á efnaskiptasjúkdómum um 29% í samanburði við enga viðnámsþjálfun. Meiri þjálfun fól ekki í sér minni áhættu. Þátttakendur sem náðu bæði lágmarksviðmiðum í þjálfun og stunduðu þolfimiæfingar var í 25% minni hættu á að þróa með sér efnaskiptatengda sjúkdóma í samanburði við þá sem náðu ekki lágmarksviðmiðinu í æfingum. Vísindamennirnir birtu eftirfarandi tilkynningu í lok rannsóknarinnar sem stóð í fjögur ár: „Heilbrigðisstarfsmenn ættu að mæla með að sjúklingar stundi styrktaræfingar og þolæfingar til að draga úr hættunni á efnaskiptatengdum sjúkdómum.“ (Mayo Clinic Proceedings, fréttatilkynning)


SMIÐJUVEGUR 6 • fitnesssport.is


RÆKTIN 101

>>>

>>>

HRINGÞJÁLFUN ÆFINGAKERFI SEM SPARAR TÍMA

Hringþjálfun er öflugt alhliða æfingakerfi sem hentar sérstaklega vel þeim sem eru að byrja.

Hringþjálfun er vinsælt æfingakerfi sem byggist á að taka eitt sett af oftast 10 til 12 æfingum og byrja síðan aftur. Þetta æfingakerfi leynir á sér. Það hentar vel þeim sem vilja byggja upp vöðvaþol en ekki endilega vöðvamassa umfram það sem hóflegt þykir. Hringþjálfun hentar hópþjálfun vel þar sem hægt er að byrja æfingarnar á mismunandi stöðum. Hringþjálfun byggir ekki upp vöðvamassa að neinu marki, en uppskeran er gott alhliða form.

Framkvæmd hringþjálfunar

Teknar eru 10-12 æfingar hver á eftir annarri með lítilli eða engri hvíld á milli. Þessar 10-12 æfingar þurfa að taka á allan líkamann og teknir eru tveir til þrír hringir sem þýðir að þegar upp er staðið er búið að taka tvö til þrjú sett af hverri æfingu. Dæmigerðar æfingar sem teknar eru í hringþjálfun eru fótapressa, bekkpressa, uppsetur, fótaréttur, standandi axlapressa, tvíhöfðalyfta, framstig, kálfalyfta og baktog. Eftir einn slíkan hring er búið að taka á öllum helstu vöðvahópum líkamans og til þess að gefa vöðvahópunum færi á hvíld er reynt að taka ólíkar æfingar saman. Axlapressu á eftir fótaæfingu sem dæmi.

Meginreglur hringþjálfunar

Hringþjálfun fer eftir öðrum lögmálum en önnur æfingakerfi í ræktinni þar

sem markmið þjálfunarinnar er ekki endilega að geta tekið sem mestar þyngdir eða ná hámarks-vöðvamassa. Tilgangurinn er frekar að komast í gott alhliða form sem skilar sér í góðri blöndu styrks, þols - og útlits. Yfirleitt eru teknar léttar þyngdir sem hægt er að taka mjög oft. Ekki meira en 40-50% af hámarksgetu. Hvert sett er tekið annað hvort margar endurtekningar sem eru þá minnst 12 sinnum en allt að 30 sinnum eða hvert sett er tekið á tíma. Ef tekinn er tími þá er algengt að hvert sett sé 30 sekúndur. Þá er lyft eins oft og hægt er á þessum 30 sekúndum. Hvíld á milli setta er annað hvort engin eða einungis 15-30 sekúndur. Í hópþjálfun argar þjálfarinn yfir hópinn hvenær á að byrja og hætta eða skipta. Þetta þýðir að þol verður meira þar sem álag á hjartað verður meira en í hefðbundnum æfingakerfum þar sem hvílt er eina til þrjár mínútur á milli setta. Þegar búið er að fara einn hring er um tvennt að velja. Fara strax annan hring eða hvíla í tvær til þrjár mínútur. Þegar þol og geta eykst er hægt að fara tvo til þrjá hringi, jafnvel fleiri. Hafa ber þó í huga að hugsanlega er skynsamlegra að auka þyngdir í stað þess að fara fleiri en þrjá hringi.

10 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS

HRINGÞJÁLFUNAR SÝNISHORN Nr. Æfing

Tími/fjöldi

1

Bekkpressa í vél

30 sek/20

2

Sitjandi baktog

30 sek/20

3

Framstig í vél

30 sek/20

4

Axlapressa í vél

30 sek/20

5

Hnébeygja í vél

30 sek/20

6

Tvíhöfðalyfta í vél

30 sek/20

7

Þríhöfðapressa

30 sek/20

8

Standandi kálfalyfta

30 sek/20

9

Kviðréttur í vél

30 sek/20

10

Niðurtog í vél

30 sek/20

Helsti kostur hringþjálfunar er tímasparnaðurinn. Margt gerist á stuttum tíma. Það þarf ekki að taka nema hálftíma að fara þrjá hringi þar sem teknar eru 10 æfingar og hvílt hálfa mínútu á milli setta. Æfingakerfið hentar sérstaklega vel þeim sem þurfa að spara tíma og hafa ekki tíma til að sinna hefðbundinni styrktarþjálfun.

Helstu kostir hringþjálfunar

Hringþjálfun leggur alhliða álag á líkamann. Þol og styrkur tekur því hröðum framförum. Þeir sem eru í góðu formi auka ekki endilega þol í hringþjálfun. Hringþjálfun eykur örugglega þol hjá þeim sem eru byrjendur eða í lélegu formi. Ef ætlunin er að auka fyrst og fremst þol eru til önnur æfingakerfi sem leggja meiri áherslu á þol. Framfarir í styrk eru fljótar að sýna sig hjá byrjendum í hringþjálfun. Fólk sem er í góðu formi þarf sífellt að taka þyngra, meira, hraðar og oftar til að ná framförum. Hringþjálfun er gott alhliða æfingakerfi sem hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru að byrja. Með auknu erfiðleikastigi getur það líka hentað sem æfingakerfi til framtíðar óháð því hversu gott formið er.

Tvennskonar æfingakerfi

Skipta má æfingakerfum fyrir hringþjálfun í tvennt. Styrktarhringi þar sem einungis eru teknar styrktaræfingar fyrir ákveðna vöðvahópa og blandaða hringþjálfun þar sem styrktar- og þolæfingum er blandað saman.


100%

HREIN LAXAOLÍA Cardio Salmon olían frá Hofseth Biocare ... ... ... ... ...

hentar fólki á öllum aldri, íþróttafólki sem kyrrsetufólki er nátturleg uppspretta Omega 3 fitusýra býr yfir náttúrulegu andoxunarefni inniheldur hvorki aukaefni eða rotvarnarefni er rekjanleg og vottuð sjálfbær norsk framleiðsla

180 hylki – 2 hylki á dag – 3 mánaða skammtur 1000mg í hverju hylki

Dreifing:

Fæst í sjálfstæðu apótekunum og Lyf og Heilsu

Ýmus ehf. - Sími 5331700 - Dalbrekku 2, 200 Kópavogur ymus@ymus.is - www.ymus.is

ALLAR KONUR ÆTTU AÐ EIGA SINN DEMANT! Silkimjúkt sleipiefni sem veitir unaðslega tilfinningu Endist lengi Silicone baserað Má nota með smokkum Fæst í apótekum og á www.heimkaup.is


RÆKTIN 101

>>>

>>> RÆKTIN 101

OFURSETT FYRIR

LENGRA KOMNA Í RÆKTINNI Aukið álag á vöðva þýðir að hann verður að stækka. Þetta er lögmálið sem ræður vöðvastækkun. Það er því lykilatriði að auka álagið eins og hægt er án þess að stofna til meiðsla. Til erum ýmsar leiðir og æfingakerfi til að auka álagið. Augljósast er að nota meiri þyngdir eða taka þyngdina oftar. Einnig er hægt að taka svokölluð ofursett. Ofursett geta hámarkað möguleikana í vöðvastækkun. Það hljómar eflaust vel í eyrum þeirra sem stefna að auknum vöðvamassa.

Tvær tegundir ofursetta

Ofursett felst í því að taka tvær æfingar saman án hvíldar á milli. Teknar eru tvær og tvær æfingar saman án hvíldar fyrr en lokið er við báðar. Hvílt er í eina til þrjár mínútur áður en næsta ofursett er tekið. Æfingar eru þannig alltaf paraðar.

• Lærvöðvar að aftan og framan

OFURSETT (SUPERSET) HÁMARKA ÁTAKIÐ Á VÖÐVANN OG HÁMARKA ÞAR AF LEIÐANDI LÍKA MÖGULEGAN ÁRANGUR.

PARAÐAR ÆFINGAR

Skipta má ofursettum í tvær tegundir. Ofursett fyrir sama vöðvahóp og ofursett fyrir gagnstæða vöðvahópa. Samsetning æfinga fyrir gagnstæða vöðvahópa gæti litið svona út:

Ofursett (superset) byggjast á að para saman tvær æfingar ýmist fyrir sama vöðvahóp eða gangverkandi vöðvahópa. Markmiðið er að auka álagið (árangurinn) og spara tíma.

• Tvíhöfði og þríhöfði • Brjóst og bak • Kviður og neðra bak • Axlir að framan og axlir að aftan

Ofursett nýta tímann vel. Það er nefnilega óþarfi að hvíla á milli setta þegar gagnstæðir vöðvahópar eru paraðir í sett. Eina hvíldin er tíminn sem það tekur að fara á milli æfinga. Ef neðra bak er tekið með kviðæfingum hvílist neðra bakið á meðan kviðæfingarnar eru teknar og öfugt.

Ofursett fyrir sama vöðvahóp Töluvert erfiðara er að taka ofursett innan sama vöðvahóps en fyrir gagnstæða vöðvahópa. Vöðvarnir sem tekið er á fá þá í raun litla hvíld og

álagið verður mikið. Eru þá tekin tvö sett saman fyrir sama vöðvahópinn en léttar þyngdir notaðar í aðra æfinguna.

Þrjár tegundir ofursetta fyrir sama vöðvahóp Hægt er að taka venjuleg ofursett, forþreytuofursett og eftirþreytuofursett. Hin tvö síðarnefndu eru fágaðri en venjuleg ofursett vegna þess hversu vel er hægt að stjórna álaginu. Forþreytuofursett byggist á að taka einangrandi æfingu fyrir ákveðinn vöðva á undan æfingu sem nær til

ÆFINGAKERFI FYRIR ALLAN LÍKAMANN Hvert æfingapar er tekið saman þar til lokið er við þrjú sett af hverri æfingu. Hver æfing er tekin 8-12 endurtekningar. Ekkert hvílt á milli æfinga, einungis hvílt í eina til þrjár mínútur á milli æfingapara. Ofursett fyrir gagnstæða vöðvahópa hvíla einn vöðvahóp á meðan annar er í átökum. Það þýðir að álagið verður aldrei óbærilegt og álagið á lungu og hjarta eru ekki jafn mikið og þegar tekin eru ofursett innan sama vöðvahóps.

12 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS

Sett Vöðvahópur

Æfingar teknar saman

1

Handleggir

Tvíhöfðalyfta með handlóðum Þríhöfðapressa í vél

2

Axlir

Axlapressa með stöng Framhallandi axlaróður

3

Brjóst og bak

Bekkpressa með handlóðum Handlóðaróður fyrir bak

4

Lærvöðvar að framan og aftan

Fótabekkur fyrir framan Fótabekkur fyrir aftan

5

Kviður og neðra bak

Uppsetur í bekk Hippi (Hyperextensions)


HVAR SEM ER

PRÓTEINRÍKT – FITUL AUST

#iseyskyr


ÆFINGAR

>>> Koffín skilur á milli þess að nenna og nenna ekki Aukin orkutilfinning fylgir koffínneyslu, hvort sem inneign er fyrir henni eða ekki. Vísindamenn mældu áhrif þess að taka þrjú milligrömm af koffíni fyrir hvert kíló líkamsþyngdaar eftir fjórar morgun- og þrjár seinnipartsæfingar á þrekhjóli. Koffínið dregur úr sársaukaupplifun í æfingum og hentar því vel þeim sem æfa mikið. Almennt er talið að koffín dragi úr verkjum vegna strengja. Aukin orkutilfinning fylgir koffínneyslunni, hvort sem inneign er fyrir henni eða ekki. Koffín hefur því lengi vel verið talið gott bætiefni fyrir þá sem æfa mikið, sérstaklega fyrir þá sem stunda skorpuæfingar (HIIT). Hluti af virkni koffíns felst eflaust í áhrif á viljastyrk. Þeir sem drekka mikið af kaffi þekkja það hvernig einn kaffibolli getur skilið á milli afkasta og leti í vinnunni. Hann getur verið drifkrafturinn sem vantaði. Flest afrek lífsins byggjast á því að mæta. Þar á meðal það að stunda æfingar í ræktinni. Koffín getur því skilið á milli þess að nenna og nenna ekki að mæta á æfingu. (Journal Strength Conditioning Research, 31:638-643, 2017)

>>> RÆKTIN 101

OFURSETT FYRIR LENGRA KOMNA Í RÆKTINNI

...framhald af bls 12. margra liðamóta og tekur á fleiri en einn vöðva. Með öðrum orðum-litla æfingu á undan stórri æfingu. Með því að taka æfingu sem nær til margra liðamóta getur vöðvinn sem var einangraður haldið áfram að taka á vegna hjálpar frá öðrum vöðvum.

handlóðum. Kosturinn við þessa aðferð er að hugsanlega er það þríhöfðinn sem takmarkar hversu mikið er hægt að lyfta í axlapressunni en með því að taka axlalyftuna með handlóðunum í restina er hægt að leggja ofurálag á axlirnar.

Dæmi um forþreytuofursett er að taka axlalyftu út frá síðunni með handlóðum á undan axlapressu með stöng. Axlalyftan tekur mestu orkuna úr axlavöðvunum en þegar komið er í axlapressuna með stöng fá axlavöðvarnir stuðning frá efri hluta brjóstvöðvans og þríhöfðanum.

Flest æfingakerfi sem byggjast á ofursettum gera ráð fyrir að taka hverja æfingu 8-12 sinnum og hvert par af æfingum þrisvar. Hvílt er síðan eina til þrjár mínútur áður en næsta æfingapar er tekið. Eðlilega er reiknað með að taka léttar þyngdir í seinna settinu, sérstaklega þegar einangrandi æfingar sem taka bara á einn vöðva eiga í hlut.

Eftirþreytuofursett er öfugt forþreytuofursett. Markmiðið er að taka mestu orkuna úr aðalvöðvanum sem fókusað er á með æfingu sem nýtir mörg liðamót en þegar gefist er upp er farið í auðveldari æfingu sem einangrar hann þannig að hægt er að kreista allt út úr vöðvanum. Dæmi um eftirþreytuofursett er að taka axlapressuna fyrst og síðan axlalyftu út frá síðunum með

14 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS

Álagið sem fylgir ofursettum er það mikið að flest æfingakerfi gera ekki ráð fyrir að þau séu tekin fyrir allar æfingar. Það væri ávísun á ofþjálfun. Gott er að setja ofursett inn í æfingakerfi þar sem vel hentar. Vegna álagsins sem þeim fylgir næst mikill árangur í vöðvauppbyggingu. Hægt er að tvöfalda æfingaálagið án þess að lengja æfingatímann.


WWW.BKKJUKLINGUR.IS


ÆFINGAR

>>>

ÁFENGI EYKUR MATARLYST OG HLEÐUR UPP AUKAKÍLÓUM Spergilkál er góð vörn gegn aukakílóum Kál af ýmsum tegundum innihalda efni sem kallast sulforaphane. Spergilkál, blómkál, og hvítkál innihalda öll þetta efni. Sulforaphane hefur fengið aukna athygli nýverið vegna rannsókna sem benda til að samband sé á milli þess og færri aukakílóa. Naoto Nagata sem starfar við rannsóknardeild í frumu- og mólekúlrannsóknum við Kanazawaháskólann í Japan vakti athygli á þessu efni eftir rannsókn sem hann og félagar hans gerðu á músum. Áhrif þess að bæta sulforaphane í mataræðið var létting, lægra fituhlutfall, lægri blóðsykur, minni bólgur og aukin virkni brúnu fitunnar. Brún fita eyðir orku með hitamyndun í stað þess að umbreyta henni í fituforða. Brún fita hefur þar af leiðandi fengið mikla athygli í rannsóknum sem tengjast heilbrigði og holdafari. Kál af ýmsum tegundum hefur lengi verið talið hollur matur. Fjölmargar rannsóknir benda til að það dragi úr líkunum á krabbameini og hjartasjúkdómum. Til viðbótar fyrri rannsóknum sem hafa talið kál af hinu góða bætist nú við rannsókn sem bendir til að það stuðli að færri aukakílóum.

Það er auðvelt að bæta á sig aukakílóum með því að drekka nokkra bjóra reglulega eða drekka yfir höfuð áfengi. Þegar mýs fengu litla skammta af áfengi í þrjá daga jókst matarlystin hjá þeim samkvæmt rannsókn á vegum Söru Cain svið Francis Crick stofnunina í London. Alkóhólið í áfenginu raskar þyngdarstjórnuninni með því að koma í veg fyrir að fituvefurinn nýti fitu sem orku. Orkan í áfenginu er það rífleg að líklegt er að hún dugi líkamanum sem orkugjafi sem þýðir að líkaminn þarf ekki endilega að breyta fitu í orku. Það má nefnilega ekki gleyma því að áfengi hefur tvöföld áhrif á fitusöfnun. Það bætir orku í forðabúrið og kemur í veg fyrir að fitufrumur séu notaðar sem orka. Það eru 7 hitaeiningar í hverju grammi af alkóhóli. Það er mikið. Gramm af fitu gefur 9 hitaeiningar. Það er því auðvelt að bæta á sig aukakílóum með því að drekka nokkra bjóra reglulega eða drekka yfir höfuð áfengi. Við bætist að áfengi laðar að sér óhóflegt mataræði. Steikur og skyndibitafæði eru gjarnan innan seilingar þegar áfengi er haft um hönd. Það eru því þrennskonar álög sem fylgja áfenginu. Það eykur matarlyst, það er orkuríkt (fitar auðveldlega) og raskar niðurbroti fitu sem orkugjafa.

>>>

(Nature Communications, 8: 14014, 2017)

Kviðfita eykst með stressi Samkvæmt mælingum á magni kortísóls í hári miðaldra fólks eru þeir sem mælast með mesta magn þess feitastir, með mesta mittismálið og hæsta líkamsþyngdarstuðulinn. Það er þannig samhengi á milli offitu og streitu. Viðvarandi streita hækkar magn kortísóls í blóðrásinni. Kortísólið eykur magn insúlínhormónsins sem hækkar blóðþrýsting og stuðlar að aukinni kviðfitu. Fita í kringum hjarta og lifur eykst sérlega mikið. Kortísól getur einnig aukið matarlyst hjá sumu fólki en áhrif þess á matarlyst eru mjög persónubundin. Hið einkennilega við streitu er að hún getur valdið því að sumir fitna á meðan aðrir horast. Ekki þykir ólíklegt að það sé vegna þess að persónubundið er hversu mikið kortísól myndast við streitu. Tengsl kortísóls, streitu og kviðfitu eru vel þekkt. Þeir sem mynda mikið kortísól hafa tilhneigingu til að safna kviðfitu og fyrir þá sem aðra skiptir regluleg og viðvarandi hreyfing miklu máli. Hreyfing brennir hitaeiningum og vinnur gegn streitu. (Obesity, 25: 539-544, 2017)

(Diabetes, vefútgáfa 16. febrúar 2017)

16 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS



MATARÆÐI

>>> Lyktarskyn ræður miklu um matarlyst

BORÐUM VIÐ MINNA EF VIÐ MISSUM LYKTARSKYNIÐ? Vonandi fer enginn að reyna að missa lyktarskynið eftir að lesa þetta. Það er hins vegar þannig að vísindamenn við Kaliforníuháskóla í Berkley komust að því að mýs sem misstu lyktarskynið tímabundið léttust meira en mýs með eðlilegt lyktarskyn. Hvað er það sem gerist þegar lyktarskynið hverfur? Við notum lykt til að þefa uppi mat og því má færa rök fyrir því að freistingar verði færri. Við þekkjum það öll að hafa verið á röltinu í verslunarmiðstöð og fundið matarilm sem lokkar okkur inn á veitingastað. Þegar nágranninn fer að grilla á kolagrillinu sínu er líklegt að löngun í góðan mat kvikni þegar ilmurinn af kolagrilluðum steikum leikur um vitin. Skynfærin okkar hafa þróast þannig að við finnum til löngunar í mat við það að finna matarilm. Það má því færa rök fyrir því að þeir sem finna enga lykt falli sjaldnar í freistni og borði því á heildina litið færri hitaeiningar en aðrir. Þegar hungrið sverfur að eflast skynfærin. Sérstaklega lyktarskynið. Við finnum aldrei sterkari lykt en þegar við erum svöng. Líklega hefur sá eiginleiki þróast í gegnum árþúsundin

>>> Við finnum til löngunar í góðan mat þegar við finnum matarilm. Þeir sem finna ekki lykt borða minna fyrir vikið.

þar sem þeir sem hafa gott lyktarskyn finna frekar mat en aðrir. Vísindamenn hafa sýnt fram á það hvaða áhrif lyktarskynið hefur með því að gera rannsóknir á músum. Þeir völdu tvær mýs sem voru jafn stórar og jafn þungar og lömuðu lyktarskynið tímabundið í annarri þeirra. Báðar fengu fituríkt mataræði en músin sem var með eðlilegt lyktarskyn varð spikfeit en hin ekki. Vísindamennirnir komust einnig að því að lyktarleysið varð þess valdandi að hvít- og drapplituð fita breyttist í auknum mæli í brúna fitu. Brún fita inniheldur meira magn af hvatberum en hvít fita en þeir eru einskonar orkustöðvar innan frumna. Aukning brúnu fitunnar og fjölgun hvatberana varð til þess að auka hitaeiningabrennslu.

Dópamín eykur hitaeiningaeyðslu brúnu fitunnar Taugaboðefnið dópamín er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi miðtaugakerfisins. Það á þátt í að flytja boð á milli taugafrumna. Ýmsar athafnir örva myndun dópamíns. Er þar helst að nefna kynlíf og erfiðar æfingar sem pumpa upp vöðvana. Í kjölfarið kemur vellíðunartilfinning sem margir sækjast eftir.

Mýs og menn eiga margt sameiginlegt þegar líffræði er annars vegar. Það skýrir allar þessar rannsóknir sem gerðar eru á músum. Hins vegar er óþarfi að hlaupa til og telja að allar niðurstöður músarannsókna megi heimfæra á okkur mannfólkið. Efnaskipti músa eru hraðari en í mönnum og því er erfitt að fullyrða að þessar niðurstöður megi heimfæra á menn. Niðurstöðurnar lofa hins vegar góðu og auka skilning okkar á því hvernig efnaskipti, fitubrennsla og neysla spila saman. Það er því ekki hægt að útiloka þann möguleika að í framtíðinni muni baráttan við offituna byggjast á aðferðum sem nýta sér þekkingu á lyktarskyni fremur en varasömum skurðaðgerðum eða pillum. (Cell Metabolism, 26. bindi, útgáfa 1, bls 198-211.e5, 5 júlí 2017)

Þýskir vísindamenn við SchleswigHolsteinháskólann sýndu fram á að aukning í dópamínframleiðslu ýti undir að svokölluð brún fita brenni hitaeiningum og virkni hvatbera í frumum eykst. Hvatberar eru einskonar orkustöðvar innan frumna. Æfingar auka framleiðslu dópamíns sem eykur orkueyðslu hvatbera og virkni brúnu fitunnar. L-tyrosine, koffín og Mucuna pruriens sem inniheldur efnið L-dopa auka einnig dópamín. Ef til vill er þetta spurning um að fá sér kaffi - eða skreppa á æfingu. (Journal of Molecular Endocrinology, 58: 57-66, 2017)

18 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS


„Ég finn gríðalegan mun á liðunum, Kísilsteinefnið frá geoSilica hefur hjálpað mér mikið á Crossfit æfingum”. Jón Pétursson Crossfit iðkandi

Sölustaðir: Helstu apótek, heilsuvöruverslanir, Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup og vefverslun geoSilica. geoSilica Iceland ehf.: Graenasbraut 506 - 235 Reykjanesbaer, Iceland - Phone: +354 571 3477 - Email: geosilica@geosilica.com - www.geosilica.com


HEILSA

>>>

TÍMASETNING MÁLTÍÐA HEFUR ÁHRIF Á ALGENGI OFFITU Við sköpum okkar eigin hefðir og þær ráða miklu um það hvar við endum í lífinu. Líklegt er að 60% fullorðinna Íslendinga séu yfir æskilegri þyngd og rúmlega 20% með offitusjúkdóm. Þessar tölur fara vaxandi og eru varlega áætlaðar. Matarhefðir eru mismunandi eftir því hvaða menningarheimur á í hlut en þær geta ráðið miklu um það hvort þú verður offitusjúklingur eða ekki. Ludvig Árni Guðmundsson skrifaði á sínum tíma pistil í Læknablaðinu þar sem hann fjallar um offituvandamálið. Hann kemst vel að orði þar sem hann segir. „Alltof margir láta hjá líða að marka sér stefnu um hvernig þeir ætla að lifa lífinu og lenda því af leið án þess að ætla sér það. Eins og Laó Tse orðaði það. Ef þú ekki veist hvert þú ætlar getur þú lent einhvers staðar annars staðar.“ Við sköpum okkar eigin hefðir og þær ráða miklu um það hvar við endum í lífinu. Offituhlutfall á Ítalíu er innan við 8% en það er rúmlega 20% í Bretlandi. Ítalir borða stærstu máltíð dagsins um miðjan dag en stærsta máltíð dagsins í Bretlandi er kvöldverðurinn. Að hluta til kann þessi hefð að skýra muninn á offitutíðni.

hitaeiningarnar yfir miðjan daginn dregur verulega úr líkunum á að verða offitu að bráð. Matmálstímavenjur hafa áhrif á neyslu og þar af leiðandi heilbrigði. Greina má mælanleg jákvæð áhrif á hjarta, svefn og blóðsykurstjórnun hjá þeim sem borða stærstu máltíðirnar yfir miðjan daginn. Þeir sem borða flestar hitaeiningarnar á kvöldin eru með hæsta líkamsþyngdarstuðulinn (BMI). Það hentar ekki öllum að borða yfir miðjan daginn. Vinnutími ræður þar miklu, en einnig aðgengi að mat á þeim tíma, verðlagning og venjur fjölskyldu eða vina. Enn fremur eiga margir erfitt með að breyta rótgrónum venjum. Menningarhefðir hafa þannig áhrif sem orsakavaldur offitu. Æskilegt væri að borða ekki mikið síðar en klukkan fimm seinnipart dags og drekka aðallega vatn eftir það. Það myndi hjálpa mikið. Þeir sem falla í offituflokk eiga það margir sameiginlegt að borða mikið á kvöldin. (Journal of Physiology, vefútgáfa 10 mars 2017; Laeknabladid. is/2004/7/nr/1650)

Rannsóknir á bæði mönnum og dýrum sýna að með því að borða flestar

20 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS

KAFFI VERNDAR LIFRINA

Kaffidrykkja er góð fyrir lifrina Safngreiningarrannsókn á vegum Karn Wijarnpreecha við Bassett læknamiðstöðina og Lækna- og skurðlæknaháskólann í Kolumbíufylki bendir til að þeir sem drekka kaffi sýni töluvert minni einkenni um bólgur í lifur en þeir sem ekki drekka kaffi. Kaffidrykkjumenn eiga sömuleiðis síður hættu á að mynda svokallaða fitulifur. Kaffidrykkjumenn eru í 80% minni hættu gagnvart því að fá skorpulifur en þeir sem ekki drekka kaffi. Skorpulifur er ólæknandi ástand sem felst í að örvefur myndast í lifrinni í stað heilbrigðra frumna. Örvefurinn hindrar blóðflæði til lifrarfrumnanna og lifrin hættir að geta sinnt sínum 500 hlutverkum. Orsakir skorpulifrar er helst lifrarbólga B (um 30% tilfella) og C (27% tilfella), langvarandi misnotkun áfengis (20% tilfella) og veirusýkingar. Fitulifur getur hins vegar myndast án misnotkunar áfengis. Kaffi virðist vernda lifrina með því að draga úr bólgum. Lifrarkrabbamein er mjög lífshættulegt krabbamein og fitulifur getur þýtt að sjúklingurinn þurfi lifrarígræðslu. Einhverra hluta vegna virðist kaffi hafa jákvæð áhrif á lifrina. Einn og einn bolli í hófi er því af hinu góða. (European Journal Gastroenterology and Hepatology, 29: e8-e12, 2017)


Nýtt Magnesium Gel Enn bætist í magnesíum-fjölskylduna frá . Magnesíum kemur við sögu í hundruðum mismunandi efnaskiptaferla í líkamanum og er best þekkt fyrir að hafa slakandi áhrif á vöðvana, draga úr krömpum og fótapirringi ásamt því að bæta svefn hjá mörgum. Gelið er þykkt og olíukennt og inniheldur mikið af hreinu magnesíum. Það er tilvalið til notkunar við æfingar og gott að nudda á aum og stirð svæði líkamans.

Inniheldur 100% náttúrulegt og hreint magnesíumklóríð, hentar öllum aldurshópum og er öruggt til notkunar bæði hjá börnum og ófrískum konum.

Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana


HEILSA

>>> Blóðþrýstingur hækkar á heimsvísu

ÁHRIF TÓNLISTAR Á MINNI Elizabeth Stegemoller er vísindamaður sem hefur notað tónlist til að flýta fyrir endurhæfingu Heilinn er í stöðugri mótun alla ævi. Hann breytist þegar við lærum eitthvað nýtt. Lærðu nýtt tungumál og ný taugamót myndast í heilanum og taugakerfið tekur miklum breytingum. Þetta á bæði við um að læra nýtt tungumál eða nýja æfingu. Íþróttamenn sem fínpússa tækni í ákveðinni hreyfingu eru í raun að forrita taugamót. Taugamót sem gera það eðlislægt og fyrirhafnarlaust að muna og endurtaka hreyfinguna eða tæknina. Mýelín er hvítt fituríkt efni sem myndar slíður um síma taugunga. Það flýtir fyrir taugaboðum og eykur þannig hæfni til að framkvæma flóknar hreyfingar eða rifja upp þekkingu fyrirhafnarlaust. Elizabeth Stegemoller er vísindamaður sem starfar við Ríkisháskólann í Iowa í Bandaríkjunum. Hún hefur notað tónlist til að flýta fyrir endurhæfingu Parkinsonssjúklinga, barna með

einhverfu, fólks með taugaskemmdir og þeirra sem fengið hafa heilablóðfall. Tónlist örvar umbunarkerfi heilans sem talið er hafa í för með sér umbreytingu á heilaberkinum. Taktföst tónlist veldur samhæfðum og örum taugaboðum sem kenningin segir að auki taugaviðloðun. Tónlist efli þannig hæfileikann til að læra. Ekki er hægt að fullyrða mikið um vísindalegt gildi þessarar kenningar. Til þess skortir frekari gögn. Hreyfingar líkamans eru mjög sérhæfðar. Íþróttamenn hafa hugsanlega gagn af tónlist. Ekki endilega vegna þess að hún flýti fyrir því að þeir læri nýja tækni eða hreyfingar. Þægileg og skemmtileg tónlist kallar fram vellíðan og kann því að hjálpa til á fleiri en eina vegu. Kúnstin er eflaust sú að láta tónlistina ekki taka athyglina frá lærdómnum, hver sem hann kann að vera. (The Scientist, mars 2017)

22 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS

MEÐ ÞVÍ AÐ LÆKKA SLAGBILSÞRÝSTINGINN NIÐUR FYRIR 120 MM HG ER HÆGT AÐ LÆKKA TÍÐNI HJARTAÁFALLA, HJARTABILUNAR OG HEILABLÓÐFALLA UM 30% OG FÆKKA DAUÐSFÖLLUM UM 25%.

Talið er að um einn milljarður manna sé með of háan blóðþrýsting. Hár blóðþrýstingur er talinn vera meira en 140 yfir 90 mm Hg. Frá árinu 2000 hefur orðið 13% aukning í fjölda þeirra sem þjást af of háum blóðþrýstingi. Hár blóðþrýstingur eykur hættuna á hjartaslagi, heilablóðfalli, brjóstverkjum, nýrnasjúkdómum og getuleysi í kynlífi. Hægt er að meðhöndla blóðþrýsting og jafnvel koma í veg fyrir hann með reglulegri hreyfingu eða æfingum, minnka saltneyslu, auka ávaxta- og grænmetisneyslu og taka blóðþrýstingslækkandi lyf. Með því að lækka slagbilsþrýstinginn niður fyrir 120 mm Hg er hægt að lækka tíðni hjartaáfalla, hjartabilunar og heilablóðfalla um 30% og fækka dauðsföllum um 25%. Þetta voru niðurstöður rannsóknar sem gengur undir skammstöfuninni SPRINT sem stendur fyrir Systolic Blood Pressure Intervention Trial. (Journal American Medical Association, 317: 165-182, 2017)


>>> HEILSA

OFÁT ER ÁTRÖSKUN Ofát er einn algengasti átröskunarsjúkdómurinn meðal fullorðinna en hefur ekki fengið jafn mikla athygli og anorexía og búlimía. Anorexía og Búlimía eru ekki algengustu átröskunarsjúkdómarnir. Ofát er algengasti átröskunarsjúkdómurinn. Ofát var skilgreint sem átröskunarsjúkdómur árið 2013. Anorexía (lystarstol) felur í sér langvarandi lystarleysi en búlimía (lotugræðgi) er sjúkdómur af sálrænum toga þar sem sjúklingurinn hefur sjúklega mikla matarlyst en framkallar uppköst eftir átið til að losna við matinn. Anorexía og búlimía hafa fengið mun meiri athygli í fjölmiðlum en ofát (binge eating). Það var Albert Stunkard sem fyrstur varð til að lýsa sjúkdómnum en ofát er skilgreint þannig að sjúklingurinn hámar í sig ógrynni af mat í einskonar átköstum. Tilfellin geta verið nokkur í viku en ólíkt búlimíunni ælir hann ekki á eftir. Ofát er einn algengasti átröskunarsjúkdómurinn meðal fullorðinna en eins og áður sagði hefur hann ekki fengið jafn mikla athygli og anorexía og búlimía. Í fyrstu var sjúkdómurinn talinn tengjast

áráttu til ofáts að nóttu til (night eating syndrome) en ljóst er að hann er ekki bundinn við ákveðinn tíma sólarhrings. Lyfjaráð Bandaríkjanna samþykkti nýlega lyfið Vyvanse sem ætlað er að vinna gegn miklu ofáti. Lyfið hefur ýmsar aukaverkanir sem eru ekki sérlega eftirsóknarverðar og því er ekki mælt með því sem megrunarlyfi. Það er örvandi og aukaverkanir hafa falið í sér aukinn blóðþrýsting og örari hjartslátt. Samkvæmt rannsóknum getur lyfið fækkað ofátstilfellum úr 4,97 á viku í 0,78. Ávísun lyfsins er hinsvegar háð ströngu eftirliti vegna hugsanlegrar misnotkunar og ávanabindandi áhrifa. Í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á lyfinu hafa aukaverkanir verið fjölmargar. Þurrt munnhol, svefnleysi, lystarleysi, ör hjartsláttur, hægðatregða og kvíðaköst koma þar við sögu. (Shire News, 2. febrúar 2015 og Wikipedia.com)

IFBB er íþróttasamband. Það er aðili að SportAccord (Heimssamtökum alþjóðaíþróttasambanda), heimsleikunum (IWGA), UNESCO,

Það er engin tilviljun að þjálfarar ráðleggja sínu fólki að sleppa áfengi þegar ætlunin er að taka rækilega á því í ræktinni og ná góðum árangri. Áfengi hægir á nýmyndun vöðva í kjölfar erfiðra viðnámsæfinga samkvæmt rannsókn sem gerð var á músum við Penn State læknaháskólann.

Alþjóðasamband líkamsræktarmanna Alþjóðasamband líkamsræktarmanna fer með yfirstjórn vaxtarræktar- og fitnessmóta á heimsvísu og var stofnað af bræðrunum Joe og Ben Weider árið 1946 í Montreal í Kanada. Alls eiga 192 lönd aðild að IFBB sem heldur um 1400 mót á ári víðsvegar um heiminn. Helstu mótin sem haldin eru á vegum IFBB eru heimsmeistaramót karla í vaxtarrækt, heimsmeistaramótið í fitness, heimsmeistaramót unglinga og öldunga í fitness og vaxtarrækt og Arnold Classic í Evrópu.

Vöðvamassi og áfengi fara ekki saman

Notast var við rafmagnstækni til að örva vöðvana í músunum þar sem þær fóru í rafmagnsmeðferð sem samanstóð af 10 lotum og 6 endurtekningum. Tveimur klukkustundum síðar fengu þær áfengi sem dugði til að gera þær hífaðar.

ICSSPE og ýmsum öðrum virtum alþjóðlegum samböndum og er eina viðurkennda alþjóðlega íþróttasambandið í heiminum sem heldur vaxtarræktar- og fitnessmót og starfar í samræmi við reglur WADA (World Anti-doping Agency).

Rafmagnsmeðferðin jók nýmyndun prótína um 28% en áfengið stöðvaði ferlið algerlega. Ef hið sama á við um okkur mennina er nokkuð ljóst að við eigum að halda okkur frá áfenginu þegar ætlunin er að ná árangri í ræktinni. (Alcoholism: Clinical and Experimental Research, 39:1-10, 2015)

WWW.FITNESS.IS // FITNESSFRÉTTIR 23


KYNLÍF

>>> >>>

Er minnið að versna? Spurning hvort það sé ekki bara skynsamlegt að líta annað slagið upp úr prófalestrinum.

MIKIÐ KYNLÍF BÆTIR MINNI KVENNA

Konurnar sem stunduðu oftast kynlíf áttu auðveldara með að muna ýmis erfið sérfræðiorð - en ekki endilega eftir andlitum .

Tengsl eru á milli tíðara kynlífs og betra minnis hjá ungum fullþroska konum samkvæmt könnun sem gerð var af Larah Maunder og félögum við McGill Háskólann í Montreal í Kanada. Rannsóknin snéri að 78 gagnkynhneigðum konum á aldrinum 18 - 29 ára sem gáfu skýrslur um það hversu oft þær stunduðu kynlíf. Konurnar tóku minnispróf í tölvu þar sem þær reyndu að muna andlit og erfið sérfræðiorð. Konurnar sem

Læknar vilja ekki ræða kynlíf Rúmlega 90% íranskra lækna segja afar mikilvægt að læknar ræði kynlíf við sjúklinga sína. Þeir eru þó ekki samkvæmir sjálfum sér þar sem einungis 11% gera það í raun og veru. Flestir læknar eru meðvitaðir um tengsl á milli einkenna sem geta komið upp í kynlífinu og hjarta- og kransæðasjúkdóma. Risvandamál hjá karlmönnum geta verið sterk vísbending um að hjarta- og æðakerfið

stunduðu oftast kynlíf áttu auðveldara með að muna erfið sérfræðiorð en ekki endilega eftir andlitum. Lítið skal fullyrt um gagnsemi þess að stunda brjálað kynlíf skömmu fyrir lokapróf í anatómíu eða öðrum erfiðum prófum þar sem tengslin á milli kynlífs og betra minnis voru ekki mjög mikil. Engu að síður er þarna kannski komin ágæt ástæða til að líta upp úr próflestrinum annað slagið. (Archives of sexual behaviour, vefútgáfa 14. nóvember 2016)

sé ekki að virka eðlilega. Líf getur legið við og því er undarlegt að feimni eða afturhaldssemi geri það að verkum að læknar vilja ekki ræða kynlíf við sjúklinga. Þessi tölfræði kemur frá vísindamönnum við Geðheilbrigðisstofnun Teherans í Íran. Við hér á vesturlöndum skulum anda rólega því mjög takmarkað samhengi er á milli menningar í Teheran og afslappaðrar kynlífsumræðu. Líklegt er að læknar séu opnari fyrir umræðu um kynlíf hér heima. Eða hvað? (Sexual Medicine, 5: e44-e53, 2017)

24 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS

Endast tölvunördar lengur í rúminu? Ótímabært sáðlát er vandamál hjá mörgum karlmönnum. Dásemdir kynlífsins enda fyrr en þeir hefðu viljað. Þetta er algengt umkvörtunarefni sem veldur streitu og pirringi. Í verstu tilfellum getur það leitt til þess að karlmenn forðist kynlíf vegna þess hve vandræðalegt þetta getur verið fyrir þá. Hugsanlega er komin lausn. Spila tölvuleiki. Ný rannsókn sem gerð var við Rómarháskóla sýnir fram á að tengsl eru á milli þess að spila tölvuleiki og betra kynlífs. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð er á tengslum rafrænnar afþreyingar og kynlífshegðunar karla. Leikjaspilarar endast lengur í rúminu í samanburði við þá sem ekkert spila. Rannsóknin var gerð sumarið 2014 og fólst í að spyrja 599 karlmenn á aldrinum 18-50 fjölda spurninga sem vörðuðu kynlíf. Þeir sem spiluðu tölvuleiki að jafnaði klukkustund eða lengur á dag voru ekki jafn líklegir og aðrir til að vera í vandræðum með ótímabært sáðlát. Þeir voru hins vegar líklegri til að hafa örlítið minni löngun í kynlíf. Ef ótímabært sáðlát er til vandræða í rúminu er kannski ekki svo galið að grípa af og til í tölvuleiki. (www.jsm.jsexmed.org/article/S1743-6095(17)31149-9/ fulltext)



>>> BÆTIEFNI

MELATÓNÍN, OFFITA OG ÖRVERUR Í MELTINGARVEGI Þegar músunum var gefið melatónín breyttist örverusamsetningin í meltingarveginum, mýsnar léttust og fituvefur minnkaði.

Kreatín eykur vöðvakraft Af öllum þeim aragrúa fæðubótarefna sem í boði eru er kreatín líklega það sem flestir íþróttamenn og dugnaðarforkar í ræktinni sjá sér hag í að taka. Það eru helst hinar ýmsu prótínblöndur sem keppa við kreatín í vinsældum. Af hverju? Jú, þeir sem hafa langa æfingareynslu eru fljótir að átta sig á áhrifum kreatíns. Það einfaldlega gefur meiri kraft í skammvinnum átökum enda þyngjast flestir sem byrja að taka kreatín og vöðvamassi eykst. Kretatín eykur árangur íþróttamanna í hinum ýmsu íþróttagreinum samkvæmt rannsóknum. Fyrst og fremst þó greinum sem byggjast á sprengikrafti. Frjálsíþróttir, fótbolti, tennis, lyftingar eða vaxtarrækt. Allt eru þetta íþróttir sem kreatín gagnast. Hins vegar hafa engar rannsóknir sýnt fram á að kreatín skili árangri fyrir þol eða íþróttir sem byggjast á þoli.

Melatónín er hormón sem framleitt er í heilakönglinum. Hlutverk þessa náttúrulega hormóns eru mörg. Eitt stærsta hlutverk þess er að koma reglu á svefninn. Framleiðsla heilaköngulsins stjórnast af myrkri og birtu sem skýrir hvers vegna það hefur áhrif á svefnvenjur. Hugsanlegt er að með því að taka inn melatónín sé hægt að stuðla færri aukakílóum. Það gerist vegna áhrifa melatóníns á bakteríur í þörmum og meltingarvegi samkvæmt niðurstöðu kínverskra vísindamanna á músum. Kínversku vísindamennirnir fóðruðu mýsnar á fituríku fæði sem breytti samsetningu örvera í meltingarveginum og fitaði mýsnar. Þegar músunum var gefið melatónín

breyttist örverusamsetningin í meltingarveginum, mýsnar léttust og fituvefur minnkaði. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að melatónín í lyfjaformi dragi úr bólgum og komi eðlilegu ástandi á adipókín-boðefni. Adipókín-boðefni eru mikilvæg fyrir fituefnaskipti. Þaðan má rekja þá vel auglýstu virkni melatóníns að það stuðli að betri svefnvenjum og léttingu. Ójafnvægi í örveruflóru meltingarvegarins er í grunsamlega miklu samhengi við 0ffitu, lélegt ónæmiskerfi, andremmu, tannholdssýkingu, kransæðasjúkdóma, krabbamein, bakverki, ofnæmi og einhverfu. (Journal of Pineal Research, vefútgáfa 15 febrúar, 2017)

Grísk jógúrt Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini

Lítið er vitað um áhrif kreatíns á unga íþróttamenn. Langtímarannsóknir skortir á þessu sviði. Vafasamt er að mæla með kreatíni fyrir unga íþróttamenn á meðan ekki er vitað hver langtímaáhrif þess eru. Rannsóknir hafa fram til þessa ekki gefið tilefni til tortryggni, en engar stórar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sviði og því er full ástæða til að fara varlega. (Journal International Society Sports Nutrition, 14:5, 2017; Mayoclinic.org/drugs-supplements/creatine/evidence/ HRB-20059125

26 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS

Morgunmatur: Grísk jógúrt, múslí, sletta af agave

Eftirréttur: Grísk jógúrt, kakó, agave chia fræ

Köld sósa: Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka, 2 hvítlauksrif, salt og pipar

Lífrænar mjólkurvörur

www.biobu.is


T T Ý N

™ RESEARCH & DEVELOPMENT

ERT ÞÚ

BÚINN AÐ PRÓFA

CLEAR MUSCLE RANNSÓKN HJÁ HÁSKÓLANUM Í TAMPA FLORIDA SÝNDI AÐ ÞEIR SEM NOTUÐU CLEAR MUSCLE ÞYNGDUST UM 7 KÍLÓ AF HREINUM VÖÐVAMASSA Á AÐEINS 12 VIKUM.

ÖFLUGRA EN:

• PRÓTEIN • KREATÍN • BCAA AMÍNÓSÝRUR • TESTOSTERONE BOOSTERAR

FAXAFEN 8 fitnesssport.is SMIÐJUVEGUR 6 • fitnesssport.is


HEILSA

>>> Vaxtarhormón hefur kallast lyf fræga fólksins

>>>

Það hefur verið tekið sem yngingarlyf, en nú sýna rannsóknir að minna fremur en meira magn vaxtarhormóna lengi lífið.

MINNA FREKAR EN MEIRA AF VAXTARHORMÓNUM LENGIR LÍFIÐ Fjöldi lækna á læknastofum í Evrópu og Bandaríkjunum ávísa vaxtarhormónum til karlmanna sem komnir eru á ákveðinn aldur. Þetta hormón sem framleitt er í heilanum er vinsælt meðal þeirra sem sækjast eftir eilífri æsku. Umdeilt og auðvitað á gráu svæði. Í viðtali við Hollywoodreporter fullyrti vel þekktur þjálfari að um 20% karlkyns leikara í Hollywood noti stera og vaxtarhormón (HGH) til að komast fljótar í form fyrir krefjandi kvikmyndahlutverk. Það er einn galli á gjöf Njarðar. Ný rannsókn sem birt var í Science Advances gefur til kynna að það sé lágt magn vaxtarhormóns sem lengi lífið. Vísindamenn greindu algenga stökkbreytingu á erfðaefni sem talin er tengjast langlífi karlmanna. Áhrif á konur voru engin. Um einn af hverjum fjórum er með stökkbreytt gen sem varðar viðtaka fyrir vaxtarhormón. Hjá þessum fjórðungi karlmanna vantar þessa viðtaka. Dr. Gil Atzmon er erfðafræðingur við Haifaháskólann í Ísrael. Hann og félagar hans veittu því athygli að stökkbreytta genið var til staðar hjá 12% karlmanna sem höfðu náð 100 ára aldri. Tíðni þess var þrefalt hærri en hjá sjötugum karlmönnum. Gögnunum var safnað með því að skoða genaraðir fyrir viðtaka vaxtarhormóns hjá einstaklingum sem teymi Atzmons hafði rannsakað

um árabil. Atzmon og félagar skoðuðu genin í þremur öðrum hópum fólks sem var langlíft víðsvegar um heiminn og komust alltaf að sömu niðurstöðu– stökkbreytingin í geninu fyrir viðtaka vaxtarhormóns var alltaf tengd langlífi. Dr. Ali Torkamani sem er yfirmaður erfðamengjatækni hjá Scripps Translational Science stofnuninni í La Jolla í Kaliforníu lét hafa eftir sér að niðurstöður rannsóknarinnar væru „sannfærandi“ og sagði rannsóknina þá fyrstu til að sýna fram á hlekk á milli vaxtarhormónaviðtaka og langlífis. Fyrri rannsóknir hafa fundið stökkbreytingar á genum sem hafa áhrif á langlífi kvenna, en ekki karla. Vísindamennirnir lögðu fram þá tilgátu að langlífi karla og kvenna ráðist ekki af sömu erfðaþáttum. Dr. Nir Barzilai erfðafræðingur við Albert Einstein háskólann í New York sagði að ef ætlunin væri að lifa lengi væri líklega ráðlegra að halda magni vaxtarhormóna niðri í stað þess að auka magn þeirra. Í framhaldi af þessum rannsóknum hyggjast Barzilai og teymið hans kanna áhrif þess að lækka magn vaxtarhormóna hjá öldruðu fólki með því að herma eftir áhrifum stökkbreytingarinnar á genin. Rannsóknir á dýrum þar sem sykursýkilyfið metformin er notað hafa lofað góðu. (Science Advances 2017: þriðja bindi, nr 6, e1602025)

28 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS

Rautt kjöt er lífshættulegt Fyrir sælkera er fátt betra en alvöru steik. Gildir þá einu hvort hún er grilluð, pönnusteikt eða bökuð í ofni. Sumar staðreyndir eru þó óþægilegri en aðrar. Rautt kjöt eykur hættuna á sykursýki, kransæðasjúkdómum, hjartabilun, heilablóðfalli, mörgum tegundum krabbameina og ótímabærum dauða. Fyrir sælkerann er það að taka af honum rautt kjöt eins og að taka snuð af smábarni. Hræðilegt. Heimurinn er ekki samur. Getur samt komist í vana enda við mennirnir aðlögunarhæf tegund. Alicja Wolk við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð birti fyrir skömmu niðurstöður safngreiningarrannsóknar sem dró fram óþægilega neikvæðar hliðar á kjötneyslu. Hún bar saman tíðni ákveðinna sjúkdóma meðal fólks sem borðaði mismikið af rauðu kjöti. Nautakjöt, lambakjöt, kálfakjöt og svínakjöt var til skoðunar en einnig skynka, pylsur, beikon, bjúgu og spægipylsur. Rautt kjöt og unnar kjötvörur auka hættuna á sykursýki, heilablóðfalli, kransæðastíflu og hjartabilun. Á því leikur enginn vafi. Hættan á sykursýki og kransæðasjúkdómum tvöfaldast hjá þeim sem borða unnar kjötvörur. Þeir sem borða sjaldan eða jafnvel aldrei eins og vegan - grænmetisætur eru í minni áhættu gagnvart þessum sjúkdómum en þeir sem borða reglulega rautt kjöt og unnar kjötvörur. Því miður. Sár sannleikur. (Journal of Internal Medicine, 281: 106-122, 2017)


„TÆKIFÆRIÐ ER NÚNA.“ Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu.

ÞETTA Á EKKI AÐ VERA AUÐVELT. EN ÞAÐ ER ÞESS VIRÐI. Það eru margir þættir sem stuðla að því að einstaklingar og lið ná að skipa sér í fremstu röð. Kjarkur, dugur og þor eru þar á meðal. Það hjálpar líka alltaf að taka Lýsi.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS


KYNNINGAR

>>> >>>

KYNNING

FUNCTIONAL FOOD VÖRUR SELJAST VEL Í FITNESSSPORT

Svavar í Fitnesssport segist hafa orðið var við mikla aukningu á sölu í því sem kallast Functional Food á ensku. Það er kannski erfitt að finna íslenska nafnið yfir það en besta lýsingin á þessum vörum væri sú að matvælaframleiðendur eru sífellt að reyna að auka próteinmagn og minnka sykur í venjulegum matvælum.

„Við erum t.d að selja mjög mikið af Walden Farms kaloríulausum sósum sem eru alger snilld þar sem þær innihalda alls engar kaloríur. Þar getur þú fengið karamellusýróp og salatsósur án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að fitna. Nuts n More próteinbætta hnetusmjörið hefur verið rosalega vinsælt líka og nýjasta æðið hjá okkur

>>>

þessa dagana er Doh Pro sem er tilbúið súkkulaðibita kökudeig sem inniheldur nánast engan sykur og mikið prótein. Þetta deig er hægt að baka í örbylgjuofni á 20 sekúndum og vera þannig með tilbúna súkkulaðibitaköku sem er holl og próteinrík og ekki síst nánast sykurlaus. Síðast en ekki síst erum við með Protein chips flögurnar sem bragðast eins og kartöfluflögur en eru miklu próteinríkari og með nánast engri fitu! Við spáum því að svona vöruval muni bara aukast á næstu misserum enda einstaklega þægilegt fyrir þá sem vilja lifa heilbrigðum lífsstíl og borða hollan mat.“ segir Svavar að lokum.

KYNNING

Ísey skyr með rabarbara, vanillu og kókos Vöruþróun í Ísey skyr flokknum hefur verið mikil undanfarin ár og viðtökur nýjunga sýna svo ekki verður um villst að íslenskir neytendur taka fagnandi á móti nýjum og spennandi bragðtegundum og að þessu sinni kynnir MS tvær nýjar tegundir til leiks. Ísey skyr með rabarbara og vanillu er fitulaust skyr sem bragðbætt er með sykri en þessi tegund inniheldur 30% minni viðbættan sykur en aðrar

500.is - nýr vefur fyrir konur. 500.is er splunkunýr vefur sem snýst um hugmyndir fyrir konur. Hugmyndir úr öllum áttum. Flottar vörur, hönnun, gamanmál og grín, útlit, hollustu, heimilið, uppskriftir og heilræði svo eitthvað sé nefnt. Vefurinn sem sérstaklega hefur konur og hugðarefni þeirra í huga hefur það hlutverk að varpa fram hinum ýmsu hugmyndum og lausnum á einu og öðru sem daglegt líf ber með sér. Skemmtilegur vefur sem gaman er að gramsa í. Kíktu á 500.is.

Bikarmót í fitness 18. nóvember í Háskólabíói

sambærilegar tegundir í flokknum. Viðbættum sykri er haldið í lágmarki og er einungis 5,5% í nýja skyrinu og er þetta liður í þeirri stefnu MS að draga úr viðbættum sykri í mjólkurvörum. Ísey skyr með kókos er kolvetnaskert, það er bragðbætt með sætuefnum og inniheldur 2% fitu en það gerir skyrið einstaklega mjúkt og bragðgott. Fyrr á árinu komu tvær bragðtegundir í flokkinn sem báðar innihalda 2% fitu og hafa þær notið mikilla vinsælda meðal neytenda, Ísey skyr með crème brûlée og Ísey skyr með jarðarberjaböku.

30 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS

Þessa dagana standa yfir skráningar á Bikarmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna sem fer fram laugardaginn 18. nóvember í Háskólabíói. Um er að ræða annað af þeim tveimur fitnessmótum sem haldin eru hér á landi á hverju ári.

Margir af bestu keppendum landsins eru að undirbúa sig fyrir mótið og má búast við hörkumóti. Eins og á síðasta ári verður keppt á einum degi. Dagskránni er skipt upp til hagræðis fyrir keppendur og áhorfendur til þess að áhorfendur eigi auðvelt með að fylgjast með ákveðnum keppendum á mótinu. Keppendalisti og nánari dagskrá verða kynnt á fitness.is en áhugafólk um líkamsrækt ætti ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara.


SMIÐJUVEGUR 6 • fitnesssport.is



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.