Feykir 15tbl 2016 35ára

Page 1

AFMÆLIS

15 TBL

20. apríl 2016 36. árgangur : Stofnað 1981

35 ára

Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra


2

15/2016

Ársfundur Byggðastofnunar síðastliðinn föstudag

LEIÐARI

Feykir lengi lifi! Við á Norðurlandi vestra státum af einu elsta héraðsfréttablaði landsins en þann 10. apríl síðastliðinn voru 35 ár síðan fyrsta tölublað Feykis leit dagsins ljós. Óslitið síðan hafa verið fluttar fréttir og frásagnir af mannlífi landshlutans. Það hefur verið gaman að rýna í gömul Feykisblöð undanfarna daga og rekast á kunnugleg andlit á ýmsum aldursstigum, í eldri árgöngunum má sjá ýmis tilbrigði tískunnar - túberaða toppa eða sítt að aftan - en í þeim yngri hafa kannski bæst við nokkur grá hár. Ég rakst líka á eina mynd af nýfæddum dreng á fæðingastofunni fyrir um 15 árum sem sat svo fyrir á forsíðu Fermingablaðs Feykis í fyrra. Fyrir mitt leyti þá er það einmitt viðmót barna við Feyki sem mér þykir einna vænst um í þessu starfi og dásamlegt þegar ég mæti einhversstaðar með myndavélina og heyri útundan mér: „Feykir er kominn!!“ Þetta er einmitt fjársjóðurinn sem Feykir er, auk þess að vera fjölmiðill sem vekur forvitni og ánægju á líðandi stundu þá heldur hann utan um og varðveitir sögu fólksins á svæðinu. Þær hafa verið margar skemmtilegar stundirnar við mín störf hjá Feyki, eftirminnilegir viðmælendur og ekki síst samstarfsfólkið þar sem alltaf hefur verið góður andi og stutt í glensið. Til dæmis á meðfylgjandi mynd þar sem við Palli, sem þá var ritstjóri, pósum á bolludaginn og Óli Arnar myndaði af mikilli snilli og setti á fésið. Myndin vakti mikla kátínu og þá orti sr. Hjálmar Jónsson, einn stofnenda blaðsins, svo eftirminnilega:

Sauðkrækingar brauðin baka og bollur sínar alla vega. Páll og Berglind bæði taka bolludaginn alvarlega.

Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki heyrt um Feyki áður en ég kynntist mínum manni en ég er tengdadóttir Skagafjarðar, eins og það kallast, og kem hingað norður úr borginni. En ég minnist þess, áður en við fluttum hingað norður, þegar við heimsóttum tengdó að ég varð fljótlega vör við hvaða sess Feykir skipaði þar. Blöðunum var aldrei hent og brottfluttu systkinin kepptust um að fá að vera fyrst til að lesa blaðið. Ótal samskonar sögur hef ég fengið að heyra af öðrum heimilum síðan ég byrjaði hjá Feyki, að blöðunum er safnað saman, jafnvel í sumum tilfellum bundin inn, þau ganga mann af manni og eru lesin í ræmur. Svona sögur hlýja manni um hjartarætur. Þær segja manni að ekki bara sé fólki annt um blaðið heldur er því annt um samfélagið sitt. Fyrir þetta afmælisblað stefndum við saman stofnendum blaðsins og fengum við Kristín samstarfskona mín að hlusta á sögur nokkurra stofnendanna, og er sumum sögunum gerð skil á opnu blaðsins. Það að stofna héraðsfréttablað var ekki auðveld fæðing, þetta var hark og hörkuvinna, en allt vel þess virði að mér heyrðist, þar sem blaðið lifir enn í dag. Útgáfustarfsemi hefur átt undir högg að sækja um land allt undanfarin ár, sérstaklega eftir „bankahrunið“ svokallaða og fór Feykir ekki varhluta af því. En það er ánægjulegt að segja frá því að undanfarna mánuði höfum við fundið fyrir auknum byr og áskrifendum hefur farið fjölgandi. Að halda úti blaði er ekki gert í gróðravon en með stuðningi samfélagsins og áskrifendanna dafnar blaðið. Feykir lengi lifi - húrra, húrra, húrra! Berglind Þorsteinsdóttir, ritstjóri

Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Auglýsingasöfnun: Sigríður Garðarsdóttir – siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tbl með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. & 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.

Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum

Landstólpinn kom í hlut Álftagerðisbræðra og Stefáns Gíslasonar

Anna Lea Gestsdóttir, Ingibjörg Sigfúsdóttir og Sigríður Þorgrímsdóttir. Þær Anna Lea og Sigríður hafa veg og vanda af verkefninu Landstólpinn en Ingibjörg tók við viðurkenningunni fyrir hönd Álftagerðisbræðra og Stefáns Gíslasonar. MYND: BYGGÐAST.

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í Miðgarði sl. föstudag. Á fundinum var m.a. tilkynnt um nýja stjórn Byggðastofnunar, Landstólpinn afhentur, veittir styrkir úr byggðarannsóknasjóði og kynntar niðurstöður verkefna í byggðaáætlun. Áskoranir og aðgerðir í byggðamálum voru megininntakið í ræðu sem Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flutti á fundinum. Einnig flutti Herdís Á. Sæmundardóttir, formaður stjórnar Byggðastofnunar ræðu þar sem fram kom að gefin hefði verið heimild til að hefja byggingu húss fyrir starfsemi stofnunarinnar á Sauðárkróki. Á fundinum fór Julien Grun-

felder, sérfræðingur hjá Nordregio, yfir skýrslu sem kom út í febrúar sl. og fjallaði meðal annars um sérstöðu Íslands samanborið við hin norrænu löndin. Nýja stjórn Byggðastofnunar skipa þau Herdís Á. Sæmundardóttir formaður, Einar E. Einarsson varaformaður, Valdimar Hafsteinsson, Ásthildur Sturludóttir, Karl Björnsson, Oddný María Gunnarsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. Kynnt voru þrjú verkefni í byggðaáætlun. Var þar um að ræða niðurstöður þjónustukönnunar á Norðurlandi vestra, greiningarvinnu Nordregio og Byggðastofnunar um aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi og gögn Hagstofu Íslands um þróun atvinnutekna eftir atvinnu-

greinum og landsvæðum 20082015. Þá var úthlutun úr Byggðarannsóknasjóði kynnt á fundinum. Sjóðurinn var stofnaður haustið 2014 og er fjármagnaður af fjárlagalið byggðaáætlunar og með framlagi frá Byggðastofnun. Til úthlutunar eru 10 milljónir króna. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í lok janúar og umsóknarfrestur rann út þann 6. mars. Alls bárust 15 umsóknir, samtals að upphæð 48,4 milljónir króna. Umsóknirnar voru afar fjölbreyttar og uppfylltu flestar skilyrði sjóðsins. Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla, hagnýtt gildi framtíðarfræða við byggðaþróun, fjarbúar og fasteignamarkaður á landsbyggðunum og vinnusóknarmynstur og vinnusóknarsvæði á Norðurlandi eru þau verkefni sem stjórn Byggðarannsóknasjóðs ákvað að styrkja árið 2016. Nánar má lesa um verkefnin á heimasíðu Byggðastofnunar. Einnig var samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, Landstólpinn, afhent í sjötta sinn. Að venju bárust fjölmargar tilnefningar víðsvegar að af landinu. Viðurkenningin kom að þessu sinni í hlut Álftagerðisbræðra og Stefáns Gíslasonar, listræns stjórnanda þeirra. /KSE

Brakandi ferskur

Feykir í 35 ár

Feykir er eitt af elstu starfandi svæðisfréttablöðum landsins í dag en það kom fyrst út árið 1981. Blaðið kemur út vikulega. Feykir er stútfullur af fréttum, viðtölum og allskonar bráðhollri afþreyingu sem gefur öllum Norðvestlendingum nær og fjær hressandi innspýtingu í dagsins önn.

Afmælisáskriftar-

tilboð

Þú gerist áskrifandi í þrjá mánuði og færð 1 mánuð frían. Eftir þrjá mánuði hringir þú og lætur vita ef þú vilt hætta.

Fáðu ferska n og flottan Feyki inn um bréfalúgun a í hverri viku

Fáðu þér áskrift! Einungis 2.120 kr. fyrir fjögur blöð á mánuði, stútfull af efni frá Norðurlandi vestra. Áskriftarsími er 455 7171, einnig hægt að gerast áskrifandi inn á feykir.is eða senda beiðni á feykir@feykir.is


15/2016

3


Bitruhálsi 1 · 110 Reykjavík Sími 569 2200 · fax 569 2222 Kt. 540405-0340 · Vsknr. 92557 · www.ms.is

4

ms.is

F

Bitruhálsi 1 · 110 Reykajvík Sími 569 2200 · fax 569 2222 Kt. 540405-0340 · Vsknr. 92557 · www.ms.is

15/2016

ENSO

Skútuvogi 2, Reykjavík - S: 1414 - www.vodafone.is FEYKIR 35 ÁRA

Við óskum – fréttaog dægurmálablaði á Norðurlandi vestra til hamingju afmælið Borgartúni 37, Feyki Reykjavík :: 569 7700 :: www.nyherji.is Fjölnisgötu 1b, Akureyri s: 517 0202með - www.arkir.is

Dalsmári 9-11 | Kópavogi | logl.is | thinnlikami.is | 571 7000

kir.is

www.matis.is I matis@matis.is I 422 5000

Suðurgötu 3 ♦ SKR. ♦ fasteignir@krokurinn.is ♦ krokurinn.is www.posturinn.is

www.stapi.is :: stapi@stapi.is :: Sími: Raftahlíð 74, Skr. S: 453 6769460 4500

FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA www.fnv.is s: 455 8000 550 Sauðárkróki

Háeyri 1, Sauðárkróki - www. fisk.is - S: 455 4400 Sauðárkróki Sími 571 7888 ragna@rhend.is

kir.is

Borgartúni 1, Skr. S: 453 6490

Húnabraut 13, www.lifland.is Blönduósi | S: 452-4321 | www.hunabokhald.is / lifland@lifland.is

Rækjuvinnsla • Útgerð Pósthólf 85 • Hesteyri 1 • 550 Sauðárkrókur • Sími 453 5923

HÁRSNYRTISTOFA

Suðurgötu 3, Skr.9,- SKR. S: 453 5900 864 5889 Aðalgata sími 453&5131

Norðurbraut 24, 530 Hvammstangi Sími 455 2330 www.vis.is :: Sími: 560 I5000

• Fax 453 5423 • www.dogun.is • dogun@dogun.is

Pósthólf

Við þökkum eftirtöldum aðilum kærlega fyrir veittan Borgarmýri 1, 550 Sauðárkrókur s: 453 5433 stuðning við útgáfu þessa blaðs

HÁGÆÐA PAPPÍR OG PRENTVÖRUR www.byggdastofnun.is www.hskrokur.is :: Sími: 455 4000

Faxafen 10, Reykjavík. - S: 517-3800 - www.enso.is

Hárgreiðslustofa Hárgreiðslustofa • Fax 453 5423 MARGRÉTAR MARGRÉTAR

Pósthólf 85 • Hesteyri 1 • 550 Sauðárkrókur • Sími 453 5923

ge.is

Rækjuvinnsla • Útgerð • www.dogun.is • dogun@dogun.is

Dalatúni 17, Skr., s: 453 5609

an

www.momentum.is I Sími: 510 7700

Skeifunni 2 www.vogabaer.is , Reykjavík :: Sími 530 5900

KRÓKSÞRIF

APPÍR VÖRUR

...ÞRÍFUR FYRIR ÞIG

Sæmundargata 1, 550 SKR www.krokstrif.is :: Sími: 821 6190 s: 453 5481

Ármúla 25,www.holar.is Reykjavík :: Sími 550 6000 :: www.siminn.is I Sími: 455 6300

HÚNAVATNSHREPPUR www.hunavatnshreppur.is Sími: 452 4660 / 452 4661

Borgarflöt R e y k j a v í k1 •- s: B ú453 › a r5790 dalur • Ísafjör›ur • Akure

Áskilinn er réttur að reikna hæstu lögleyfðu vexti mán

Borgartúni 6b 550 Sauðárkróki Sími: 453 6474 HÖNNUN PRENTUN oskarha@simnet.is

minn.is

Borgarflöt 1

550 Sauðárkrókur

BLÖNDUÓSBÆR SKILTAGERÐ

Sími 455 7171

nyprent@nyprent.is

ör›ur • Akureyri • Egilssta›ir • Selfoss

www.blonduos.is I Sími 455 4700

SVEITARFÉLAGIÐ SKAGASTRÖND leyfðu vexti mánaðarlega. Athugasemdir óskast gerðar innan 15 daga annars telst reikningurinn réttur. www.skagastrond.is

5

Óskum Feyki fréttablaði til hamingju með 35 árin

og um leið íbúum svæðisins og öðrum

gleðilegs sumars

5

www.skagafjordur.is I 455 6000

Reykjavík • Bú›ardalur • Ísafjör›ur • Akureyri • Egilssta›ir • Selfoss

Áskilinn er réttur að reikna hæstu lögleyfðu vexti mánaðarlega. Athugasemdir óskast gerð


15/2016

Samið við Landsbókasafn Íslands

Feykir væntanlegur á Tímarit.is Feykir og Landsbókasafn Íslands hafa gert með sér samkomulag um að Feykir verði myndaður og varðveittur á vefnum timarit.is. Þar með verður öllum tölublöðum Feykis frá upphafi komið á stafrænt form og blöðin gerð aðgengileg á vefnum, en vefurinn er notendum að kostnaðarlausu. Er þarna um að ræða mikla byltingu varðandi aðgengi að efni blaðsins. Gert er ráð fyrir að eftir að búið verður að koma eldri árgöngum inn á vefinn verði hver árgangur settur inn um ári eftir útgáfu. Vart þarf að tíunda heimilda-

gildis Feykis fyrir Norðurland vestra enda hefur blaðið frá upphafi birt fréttir, fréttatengdar umfjallanir, viðtöl, greinar frá lesendum, kveðskap, ljósmyndir og fleira. Lauslega má áætla að þeir 35 árgangar sem eru að baki í útgáfunni spanni um 13 þúsund síður. Lengi hefur verið rætt um mikilvægi þess að gera Feyki aðgengilegan á timarit.is og hyllir nú loks undir að það verði að veruleika. Standa vonir til að myndun eldri árganga verið lokið næsta haust. Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra veitti þann 1. apríl sl. 300 þúsund króna styrk í verkefnið. /KSE

Eitt elsta héraðsfréttablað landsins 35 ára

Nokkrar vörður í útgáfusögu Feykis SAMANTEKT Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Feykir er eitt af elstu héraðsfréttablöðum landsins og á sér 35 ára samfellda útgáfusögu. Blaðamaður tók saman nokkrar vörður sem marka tímamót í útgáfusögu blaðsins.

tímalína 10. apríl 1981

Fyrsta tölublað Feykis gefið út.

September 1981

Fyrsta fundarboðið Í 35 ára afmæli Feykis færði Jón Hjartarson Feyki nokkur merkileg skjöl frá fyrstu árum Feykis og fyrstu og einu fundargerðarbók stjórnar hlutafélagsins Feykis. Meðal skjalanna mátti sjá fyrsta fundarboðið vegna stofnfundar hlutafélags um blaðaútgáfu á Sauðárkróki. Skjölin verða færð Héraðsskjalasafni Skagfirðinga til varðveislu.

Skemmtilegar skopmyndir

Guðráður teiknar

Í Feykisblöðum á árunum 1986 og 1987 birtust gjarnan skopmyndir eftir húnvetnska listamanninn Guðráð B. Jóhannsson á Beinakeldu. Hér að neðan má sjá skopmynd sem Guðráður teiknaði af hreppsnefnd Blönduóss í 12. tölublað 1986.

1981

Baldur Hafstað tók til starfa sem ritstjóri. Blaðið fór að koma út hálfsmánaðarlega.

ágúst 1982

Þorsteinn Broddason tók við ritstjórn Feykis.

Júlí 1985

Hávar Sigurjónsson ráðinn ritstjóri, en hann hafði þá starfað í rúmlega ár sem blaðamaður hjá Feyki. Á sama tíma tók SÁST við uppsetningu blaðsins, en eigendur þess, þeir Guðni Friðriksson og Stefán Árnason, keyptu tölvusetningarbúnað Guðbrands Magnússonar.

1987

Gömul skjöl færð Feyki

5

Ari Jóhann Sigurðsson ráðinn ritstjóri í janúar. Á sama tíma var Feykir gerður að vikublaði eins og staðið hafði til frá upphafi útgáfunnar. Vísnaþáttur undir stjórn Guðmundar Valtýssonar á Eiríksstöðum hefur göngu sína í apríl. Þátturinn er enn í blaðinu, alls hafa birst 662 þættir og njóta þeir mikilla vinsælda. Um sumarið var farið að prenta Feyki hjá SÁST á Sauðarkróki, en fram að því hafði blaðið verið prentað hjá Dagsprenti á Akureyri. Á forsíðu fyrsta tölublaðs Feykis var ritstjórnarstefnan birt í hnotskurn í þessari vísu: Menning eykur eflaust hér, er það veikum styrkur. Blaðið Feykir fréttir ber, forðast reyk og myrkur.

1997

Ritstjórn Feykis flyst úr gamla barnaskólanum við Aðalgötu að Ægisstíg 10. Í mars sama ár flyst prentsmiðjan í núverandi húsnæði að Borgarflöt 1 og nafni hennar var breytt í Hvítt&Svart.

1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999

2. maí 1981

Formlegur stofnfundur Feykis hf. Stofnfélagar voru 27 einstaklingar ásamt fyrirtækinu Loðskinn, sem lagði fram 10 þúsund krónur í hlutafé og var það langstærsta framlagið.

Desember 1982

Opnuð ritstjórnarskrifstofa að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki en fram að því hafði Feykir haft aðstöðu í gamla Bæjarþingsalnum í sama húsi. Guðbrandur Magnússon ráðinn ritstjóri og við það færðist umbrotið í hans hendur en blaðið var áfram prentað í Dagsprent á Akureyri, eins og verið hafði frá upphafi.

Janúar 1986

Jón Gauti Jónsson varð ritstjóri í hálfu starfi en Hermann Sæmundsson Sauðárkróki, Skúli Þórðarson, Hvammstanga og Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum í A-Hún. ráðnir til fréttaöflunar. Um þetta leyti fara eftirminnilegar skopmyndir eftir Húnvetninginn Guðráðs B. Jóhannsson að birtast í blaðinu.

júní 1988

Þórhallur Ásmundsson tók við ritstjórn Feykis og hefur starfað lengst allra ritstjóra til þessa eða 16 ár. Þórhallur sá jafnframt um rekstur hlutafélagsins Feykis hf.

Árið 1984 kostaði blaðið 23 krónur í áskrift en 25 krónur í lausasölu „Feykir eignaðist aldrei ritvél, Sjúkrasamlag Sauðárkróks lánaði rafmagnsritvél þar til Guðbrandur Magnússon gerðist ritstjóri, hann var prentlærður og átti tölvu þar sem hægt var að setja og brjóta blaðið svo prentunin var það eina sem gert var á Akureyri.“ (48. tbl. 2005) Oddvitinn var lengi fastur liður í Feyki og átti ýmis spakmæli. Meðal annars þetta: „Það er vandratað milli skips og bryggju.“ Margir muna eftir gömlu svæðis-símanúmerunum, Feykir hafði lengi númerið 95-5757

2000 2001 2002 2003 Október 2004

Árni Gunnarsson frá Flatatungu ráðinn ritstjóri Feykis. Fyrirtækið Hinir sömu, sem var í eigu Óla Arnars Brynjarssonar og Péturs Inga Björnssonar, tók við umbroti Feykis og aðstoðaði Árna við efnisskrif. Óli Arnar hefur sett blaðið upp síðan.

2004 2005 2006 2007

Ágúst 2008

Vefurinn Feykir.is var formlega opnaður að viðstöddu fjölmenni á sýningunni Sveitasælu í Reiðhöllinni Svaðastöðum.

2008 2009 2010

September 2011

Páll Friðriksson tók við ritstjórn Feykis, en hann hafði starfað sem blaðamaður frá vordögum 2010.

2011

2014 2015

Ljósmyndir í lit fara að sjást á síðum Feykis.

Janúar 2007

Guðný Jóhannesdóttir tók við ritstjórn Feykis og var hún fyrsta konan sem gegndi starfinu. Blaðið var um leið stækkað úr átta blaðsíðum í tólf. Nýprent tók við rekstrinum af Feyki hf. og hefur rekið blaðið síðan.

Ágúst 2009

Heimasíðan Skagafjörður.com, sem Hinir sömu sf. höfðu haldið úti síðan árið 2000, sameinaðist Feykir.is á slóðinni Feykir.is.

2012 2013

Ný fjögurra lita prentvél Nýprents tekin í notkun í apríl. Endurgerður vefur Feykir.is settur í loftið í september og í október hófst samstarf milli Feykis og Skottu film um þáttagerð fyrir FeykiTV.

Janúar 2005

2015 2016 . . .

janúar 2014

Berglind Þorsteinsdóttir ráðin ritstjóri Feykis, en hún hafði starfað sem blaðamaður frá því sumarið 2011.


6

15/2016

Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin Baldur Hafstað ritstjóri 1981-1982

„Sæll og blessaður, það er Baldur hérna Hafstað“ Baldur Hafstað var fyrsti ritstjóri Feykis, frá árinu 1981-1982. Það var að mörgu að huga upphafsár Feykis þegar blaðið var sent í prentun til Akureyrar í öllum veðrum og svo þurfti að bera það út til áskrifenda. Það sem Baldur segir einna minnisstæðast frá þessum tíma er hve margt fólk var reiðubúið að hjálpa til við útgáfu blaðsins. UMFJÖLLUN Berglind Þorsteinsdóttir Baldur Hafstað við það að fara af stað í hjólatúr. MYND: ÚR EINKASAFNI

-Þegar ég tók að mér ritstjórastarfið haustið 1981 kenndi ég við Fjölbrautaskólann. Þetta var því aukastarf og ég sinnti því bara einn vetur. Tvö tölublöð höfðu komið út um sumarið ef ég man rétt, en nú

vildu menn koma reglu á útgáfuna. Við gátum þó ekki gert Feyki að vikublaði strax, urðum að láta okkur nægja aðra hverja viku. Jón Hjartarson skólameistari var höfuðpaurinn. Hann hafði,

alveg frá því að skólinn var stofnaður 1979, rætt við mig og aðra um nauðsyn þess að halda úti blaði í kjördæminu. Jón var ýtinn, og ég minni á það afrek hans að koma bóknámshúsinu upp á þessum fyrstu árum

sínum í starfi, auðvitað með stuðningi margra góðra manna. Það var ekki hægt annað en að taka áskorun Jóns Hjartarsonar þótt aðstæður væru frumstæðar. Það þurfti að prenta blaðið á Akureyri; ég

sendi handritið eldsnemma að morgni hvers útgáfudags með flutningabíl, fór síðan sjálfur seinni part dagsins til að lesa prófarkirnar og kom svo með blaðið heim um kvöldið (fór einu sinni út af í blindbyl í Öxnadal). Svo bárum við Finna Birna, konan mín, blaðið út morguninn eftir með hjálp nokkurra unglinga og fórum á pósthúsið með bunka; já, það var mikil vinna að merkja póstinn. Kannski er það minnisstæðast hvað margt fólk var reiðubúið að leggja okkur lið: Kári Jónsson á pósthúsinu, Helgi Rafn kaupfélagsstjóri o.s.frv. En það vantaði peninga, og frekar illa gekk að safna auglýsingum; og bókhaldið var rassvasabókhald. Sjálfur var ég næstum því kauplaus og fannst það reyndar mjög eðlilegt af því að ég var í fastri vinnu annars staðar. Það eru bara góðar minningar frá þessum vetri. Ég kynntist fjölda manns um allt kjördæmið, aðallega í gegnum síma, og Finna segist helst muna eftir mér þennan vetur að taka símanúmer og segja síðan: „Sæll og blessaður, það er Baldur hérna Hafstað.“

Hollara og betra álegg - hagstæðari kaup! Áleggið frá Kjarnafæði er sannkallað gæðaálegg og því bera margar tegundanna græna skráargatið. Svo má ekki gleyma gullinu sem pepperóníið og spægipylsan státa af. Álegginu er nú pakkað í léttari einingar sem stuðlar að minni matarsóun og hagstæðari kaupum. Veldu gæði, veldu Kjarnafæði.

ÁN MSG Kjarnafæði framleiðir flestar þær afurðir úr íslensku gæðakjöti sem í boði eru á íslenskum neytendamarkaði. Höfuðáherslur Kjarnafæðis eru á vöruvöndun og gæði framleiðslunnar og því er markvisst stefnt að aukinni hollustu, unnið að fækkun aukefna og ofnæmisvalda. Kjötiðnaðarmeistarar fyrirtækisins hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir færni sína.

Kjarnafæði hf. 601 Akureyri Sími 460 7400 kjarnafaedi.is


15/2016

Gísli Einarsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV

Afmæliskveðja til Feykis

Gísli við tökur á Burður í beinni í fyrravor. MYND: KSE

Mín fyrstu viðvik fyrir fjölmiðla vann ég fyrir hið ágæta blað Feyki. Það var fyrir um aldarfjórðungi. Þá bjó ég í tæpt ár á Hvammstanga og að beiðni vinar míns, þáverandi ritstjóra Feykis, Þórhalls Ásmundssonar þá skrifaði ég fáeinar fréttir í blaðið úr Húnaþingi vestra. Árinu áður hafði í fyrsta sinn birst mynd af mér í fjölmiðli, svo mér hafi verið kunnugt um. Það var meira að segja á forsíðu! Á forsíðu Feykis að sjálfsögðu. Þetta var mynd sem fyrrnefndur Þórhallur hafði náð af mér í æfingaferð knattspyrnuliðs Neista í Færeyjum. Þetta var ekki mynd af afrekum mínum á íþróttavellinum heldur sýndi hún mig sofandi með danskt Andrésblað í fanginu. Svona er maður sjálfhverfur að þegar maður ætlar að rita afmæliskveðju til einhvers þá er það fyrsta sem manni dettur í hug maður sjálfur. Ég held reyndar að öll séum við sjálfhverf á einhvern hátt þótt margir fari betur með það en ég geri hér. Við höfum mestan áhuga á því sem snertir okkur sjálf og okkar nærumhverfi. Það er einmitt þess vegna sem við þörfnumst, og kunnum að meta okkar héraðsfréttablöð, á borð við Feyki. Og það er náttúrulega af sömu ástæðu sem nánast

allir eru komnir með sinn eigin fjölmiðil í formi svokallaðra samfélagsmiðla. Flest okkar fylgjast að sjálfsögðu með því sem er að gerast í heiminum. Sérstaklega stórum viðburðum sem varða velferð mannskyns. Líka ýmsu skrítnu og skemmtilegu, já og líka miður skemmtilegu, sem er að gerast þarna langt, langt í burtu. Við fylgjumst samt betur með því sem er að gerast á Íslandi og þar er ýmislegt að gerast þessa dagana og þess vegna höfum við kannski sjaldan fylgst eins vel með fréttum á landsvísu. Mesta athygli veitum við þó fréttum af okkar nærumhverfi – úr okkar heimahéraði – af okkar fólki. Það er líka mjög eðlilegt og þannig á það að sjálfsögðu að vera. Sama hversu miklir heimsborgarar menn eru, vilja vera, eða þykjast vera, þá kemur manns eigin hundaþúfa alltaf fyrst. Það er líka margsannað mál að það sigrar enginn heiminn nema að vera í sátt við sitt nærumhverfi. Héraðsmiðlar, með héraðsfréttablöðin í broddi fylkingar, eiga þannig stóran þátt í að móta sjálfsmynd íbúanna á sínu útbreiðslusvæði. Það sem við lesum um okkur sjálf, heyrum – eða horfum á, það hefur áhrif á það hvaða augum við lítum okkur sjálf og okkar heimasveit. Héraðsmiðlarnir eiga líka stóran þátt í að móta ímynd viðkomandi svæðis

útávið. Það eru nefnilega ekki bara Skagfirðingar og Húnvetningar sem lesa Feyki, svo dæmi sé tekið. Það er fólk um land allt, vítt og breitt um heiminn þess vegna, sem hefur áhuga á því sem er að gerast í þessum landshluta. Það hefur líka fjölmiðlafólk á öðrum miðlum. Sérstaklega á fjölmiðlum sem kalla má landsdekkandi. Fréttir og umfjallanir í héraðsfréttablöðum eru endalaus uppspretta frétta- og dagskrárefnis fyrir miðla sem eru með útbreiðslu um allt land. Margfeldisáhrif lítillar fréttar í héraðsfréttablaði geta því verið umtalsverð. Hlutverk héraðsfréttablaða er ekki lítið og sömuleiðis ábyrgð þeirra sem á þeim starfa. Pressan er líka umtalsverð og krafan um að skrifa „jákvæðar fréttir“ er ávallt til staðar. Í mínum huga er hinsvegar óeðlilegt að skipta fréttum upp í „jákvæðar“ og „neikvæðar“ fréttir eins og mörgum er tamt. Það sem er neikvætt fyrir einn getur verið jákvætt

fyrir annan. Ef við horfum á hlutina útfrá samfélaginu þá getur það verið mjög jákvætt fyrir samfélagið að benda á neikvæða hluti. Að benda á eitthvað sem er að því þá eru kannski líkur á að það verði lagað. Sem er jákvætt! Ég er ekki í vafa um gildi héraðsmiðlanna og nauðsyn þess að þeir standi áfram sína vakt. Mér þykir líka vænna um héraðsfréttablöðin en flesta aðra fjölmiðla. Og Feykir er að sjálfsögðu í sérstöku uppáhaldi frá því hann var mitt héraðsfréttablað sem íbúa á Norðurlandi vestra. Og svo ég ljúki þessu á sömu sjálfhverfu nótunum og ég byrjaði, þá spillir heldur ekki fyrir að litla systir mín, sem ég er býsna stoltur af, er hluti af hinu vaska Feykisliði. Ég óska Feyki innilega til hamingju með afmælið. Gísli Einarsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV

Í MIÐGARÐI

ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR ÁSAMT GÓÐUM GESTUM Í MIÐGARÐI 28. MAÍ NK. KL. 20:30 Það verður enginn svikinn af stórglæsilegum tónleikum hinna söngelsku Álftagerðisbræðra, en þeir koma fram í Miðgarði ásamt fríðu föruneyti þann 28. maí nk. Spé- og söngfuglinn Örn Árnason mun verða þeim til fulltingis ásamt hljómsveit. Miðasala hefst föstudaginn 22. apríl í Blóma- og gjafavörubúðinni Sauðárkróki og í KS Varmahlíð. Verð 4.500,Úr Feyki 1990.

7

ATH! Eingöngu tekið við peningum sem greiðslumiðli


8

15/2016

Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin Guðbrandur Magnússon ritstjóri 1982-1985

Fylgdist með byrjunarskrefum Feykis og flutti á Krókinn til að starfa við blaðið skapaðist þó við það ákveðin festa, blaðið hafði ritstjórnarskrifstofu sem allir vissu hvar var og var opin alla daga. Ritnefndin hittist reglulega í hádeginu á mánudögum í Hressingarskálanum, en þar að auki átti ég mest samskipti við séra Hjálmar, sem var með skrifstofu í Safnaðarheimilinu hinum megin við Aðalgötuna. Við fengum okkur gjarnan kaffi og vínarbrauð síðdegis.

Uppbyggingu Steinullarverksmiðjunnar og endalausar deilur um riðuveiki efst á baugi Guðbrandur á góðum degi. MYND: ÚR EINKASAFNI

Guðbrandur Magnússon gegndi starfi ritstjóra Feykis á tímabilinu 1982-1985. Hann segir Feykisárin hafa verið viðburðarík og skemmtileg en jafnframt erilsöm. Meðal eftirminnilegs umfjöllunarefnis í Feyki nefnir hann göngur á Eyvindarstaðaheiði með úrvalsfólki úr Lýtingsstaðahreppi, viðtal á bökkum Ströngukvíslar við „uppreisnarmenn“ úr röðum hrossabænda og fleira.

og aðstöðu til að brjóta um blaðið þar, ásamt því að ég tæki að mér að ritstýra blaðinu. Þetta varð úr og ég kom mér fyrir í bæjarstjórnarsalnum í gamla barnaskólanum. Ég veit ekki hvernig þetta er núna á Feyki, en þá sá ég um allt sem fylgir svona blaðaútgáfu. Tók myndirnar, skrifaði fréttir, seldi auglýsingar og braut um blaðið og skipulagði dreifinguna. Þetta var erilsamt en skemmtilegt. Kvöldið fyrir útgáfudag var unnið frameftir og umbrot og prófarkalestur blaðsins klárað. Hjalti Pálsson

sá um prófarkalesturinn. Ég endaði kvöldið eða nóttina með því að keyra með umbrotnar síður heim til Magnúsar Svavarssonar, sem þá keyrði reglulega milli Sauðárkróks og Akureyrar. Hann fór með blaðið í prentsmiðjuna og á meðan hann var að keyra á milli fyrirtækja á Akureyri var blaðið prentað og svo kom hann með það að kvöldi tilbúið. Eftir að vinnsla blaðsins fluttist til Sauðárkróks var hægt að vera með nýrri fréttir í blaðinu en áður hafði verið mögulegt. Fyrst og fremst

VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir

-Tildrög þess að ég var ráðinn ritstjóri Feykis voru að ég var á þessum tíma starfandi hjá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri, en þar var Feykir brotinn um og prentaður fyrstu árin. Ég fylgdist vel með þessum byrjunarskrefum. Ritnefndin sem þá var hafði mikil afskipti af útgáfu blaðsins og ég þekkti alla ritnefndarmennina eitthvað. Þetta voru þeir séra Hjálmar Jónsson, Jón Hjartarson skólameistari, Hilmir Jóhannesson, Árni Ragnarsson og Jón Ásbergsson, sem ásamt Baldri Hafstað fyrsta ritstjóra blaðsins komu gjarnan norður. Þeir höfðu greinilega mjög gaman af þessu stússi sem fylgdi. Sú hugmynd fæddist svo einhvern tímann, að ég myndi flytja aftur heim á Krók og setja upp tæki

Nokkrar klippur frá ritstjórnartíma Guðbrands Magnússonar.

Ég var ritstjóri Feykis í um fjögur ár. Þetta var skemmtilegur tími og ég kynntist mörgum. Fór vítt um Norðurland vestra á fundi og mannfagnaði, í göngur og fjallaferðir til að taka myndir og viðtöl. Svo komu til liðs við mig einnig þeir Magnús Ólafs-son á Sveinstöðum og Hávar Sigurjónsson, sem tók svo við ritstjórninni þegar ég flutti burtu. Meðal þeirra mála sem efst voru á baugi á þessum árum má nefna uppbyggingu Steinullarverksmiðjunnar, endalausar deilur um riðuveiki, viðkvæmar kosningar um áfengisútsölu á Króknum og deilur meðal

framsóknarmanna, sem enduðu með sérframboði svokallaðra göngumanna. Á Sauðárkróki lífgaði Sumarsæluvika uppá tilveruna, Tindastóll komst upp í aðra deild í fótbolta, Skagfirðingabúð opnaði og svona mætti lengi telja. Minnisstæðar eru göngur á Eyvindarstaðaheiði með úrvalsfólki úr Lýtingsstaðahreppi, viðtal á bökkum Ströngukvíslar við „uppreisnarmenn“ úr röðum hrossabænda sem ráku hross sín gegn vilja stjórnvalda á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðar og mikil fundahöld og eftirmálar um beitarþol. Á þessum tíma var einnig merkilegur viðtalsflokkur um konur í Skagafirði og fleira mætti nefna. Fjölmargir lögðu leið sína inn á ritstjórnarskrifstofuna. Fremstur í flokki var Gvendur dýri, síungur og skemmtilegur. Sömuleiðis var hressandi að fá Björn á Sveinsstöðum gustmikinn inn á gólf til sín, og þá ekki síður Þorberg Þorsteinsson léttmildan. Geirlaugur Magnússon, ljóðskáld og kennari bjó í suðurendanum í gamla barnaskólaum. Ég varð reyndar lítið var við Geirlaug, en þó fór vera hans í húsinu ekki fram hjá neinum, því lyktin af frönsku sígarettunum hans smaug um alla bjálka hússins.


15/2016

„Hefur góða stöðu til að takast á við ný verkefni“

Bjarni Maronsson, stjórnarformaður Kaupfélags Skagfirðinga, tók til máls á fundinum. MYND: ÓS

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn í Selinu á Sauðárkróki þann 16. apríl síðastliðinn. Fram kom að velta félagsins hafi verið um 32,2 milljarðar króna á síðasta ári og hefði aukist um 5 milljarða milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá KS komu Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki ásamt Kjötbankanum í Hafnarfirði og Sláturhúsinu á Hellu ný inn í samstæðuuppgjör félagsins að þessu sinni. Hagnaður samstæðunnar var rúmur 1,8 milljarður á móti 2,1 milljörðum árið 2014. Veltufé frá rekstri samstæðunnar nam 3,3 milljörðum á móti 3,5 milljörðum árið á undan. Eigið fé var 25,4 milljarðar um síðustu

áramót samanborið við 23,7 milljarða árið á undan. Í inngangsorðum Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra, í ársskýrslu kaupfélagsins, kemur fram að stærstu verkefni og fjárfestingarnar hjá samstæðunni hafi verið breytingar á landvinnslu FISK-Seafood á Sauðárkróki, fjárfestingar hjá kjötafurðastöð og mjólkursamlagi ásamt kaupum á hlutafé í Steinull hf. Hann segir að markaði fyrir sjávarafurðir hafi verið nokkuð góðir á árinu, ef frá er talin sala á þurrkuðum sjávarafurðum til Nigeríu. Vegna verðfalls á hráolíu féll kaupmáttur í Nigeríu og skortur varð á gjaldeyri. Þá segir hann markaði fyrir kjöt og kjötafurðir erlendis vægast sagt hafa verið mjög erfiða á árinu 2015. Í raun hafi markaður fyrir gærur

hrunið og óseldar birgðir hrannast upp. Það sem öðru fremur hafði áhrif var að Kína tók upp strangt eftirlit með innflutningi og Íslendingar gerðust aðilar að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi. Hann segir vonir standa til að fríverslunarsamningur milli Kína og Íslands verði virkur fyrir árslok. Þórólfur ræðir jafnframt um virkjunarmál í inngangsorðum sínum þar sem hann segir með öllu óviðunandi að fámennur ráðgjafahópur umhverfisráðuneytis geti komið í veg fyrir að komandi virkjun í Héraðsvötnum. „Ekki má útiloka Skagfirðinga frá því að geta á komandi árum eða áratugum notað orku Héraðsvatna til vistvænnar raforkuframleiðslu. Það er með öllu óviðunandi að fámennur ráðgjafahópur um-

hverfisráðuneytis geti komið í veg fyrir að komandi kynslóðir íbúa Skagafjarðar geti nýtt auðlindir héraðsins með sambærilegum hætti og gert er í öðrum héruðum til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar,“ segir hann. Loks segir hann efnahag samstæðunnar góðan og að reksturinn hafi verið að skila nokkuð góðum árangri síðustu ár. „Kaupfélag Skagfirðinga hefur því góða stöðu til að takast á við ný verkefni, samhliða því sem tækjakosti og búnaði er vel við haldið. Lögð er sem áður áhersla á mikilvægi þess að í héraðinu sé stunduð öflug framleiðsla, hvort sem horft er til landbúnaðar eða sjávarútvegs. Sérstaklega ber að undirstrika mikilvægi þess að sjávarútvegi sé af hálfu stjórn-valda skipaður traustur rekstrar-grundvöllur er

byggi á því kvótakerfi sem sett hefur íslenskan sjávarútveg í fremstu röð á heimsvísu, hvað hagkvæmni og sjálfbærni varðar.“

Framleiðsla Mjólku/ Vogabæjar flytur til Sauðárkróks Tæplega 900 manns unnu hjá Kaupfélagssamstæðunni á síðasta ári og námu launagreiðslur félagsins um 7 milljörðum króna. Fram kom á aðalfundinum að stærstu verkefnin framundan hjá samstæðunni væru kaup á nýjum ísfisktogara sem er væntanlegur í upphafi næsta árs og uppbygging landvinnslu hjá Fisk Seafood ásamt undirbúningi fyrir mjólkurpróteinframleiðslu og flutningi á framleiðslu Mjólku/ Vogabæjar til Sauðárkróks. /BÞ

MIÐASALA ER HAFIN Á MIÐI.IS

Music Festival

– ÞAR SEM VEGURINN ENDAR

REYKJUM Á REYKJASTRÖND Í SKAGAFIRÐI 25. JÚNÍ 2016 nýprent ehf / 042016

Velta KS eykst um 5 milljarða milli ára

9

Færum Feyki héraðsfréttablaði á Norðurlandi vestra bestu framtíðaróskir í tilefni 35 áranna

úlfur úlfur

retro stefson

sverrir bergmann

Óskum blaðinu til hamingju með aldurinn


0 5 u vali.

10

15/2016 10/2016

( TÓN-LYSTIN )

oli@feykir.is

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir / söngkona

FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI

Námsframboð Stúdentsbrautir: FÉL-2015 Félagsvísindabraut. Áhersla á samfélagsgreinar. FJÖ-2015 Fjölgreinabraut. Áhersla á sérgreinar er í höndum nemanda. HAG-2015 Hagfræðibraut. Áhersla á viðskipta- og hagfræðigreinar. HES-2015 Hestabraut. Áhersla á sérgreinar hestamennsku. ÍÞT-2015 Íþrótta- og tómstundabraut. Áhersla á íþróttir og uppeldisgreinar. NÁT-2015 Náttúruvísindabraut. Áhersla á stærðfræði og raungreinar. NÝT-2015 Nýsköpunar- og tæknibraut. Áhersla á skapandi greinar og listir.

Grunndeildir: GR. GBM. MG.

Grunndeild rafiðna, Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina, Málmiðngreinar, fyrri hluti.

Iðnbrautir: BV8. HG. HÚ8. HS8. RK9. VS8. VVA. VVB.

Bifvélavirkjun * Hársnyrtiiðn * Húsasmíði, verknámsbraut Húsgagnasmíði * Rafvirkjun Vélvirkjun Vélstjórnarbraut - A Vélstjórnarbraut - B

Starfsnámsbrautir: * FIT-2015 HEL-2016 MN. PLB-2016 PLT-2016 SJ. SLÁ-2016 Smáskipa- nám

Fisktækni. Áhersla á sérgreinar fisktækni. Hestaliðabraut. Áhersla á sérgreinar hestamennsku. Meistaranámsbraut fyrir iðnsveina. Plastbátasmíði. Áhersla á sérgreinar trefjaplastsmíði. Plasttækni. Áhersla á sérgreinar trefjaplastsmíði. Sjúkraliðabraut. * Slátraranám. Áhersla á sérgreinar slátrunar. Réttindi til skipstjórnar upp að 12 metrum.

Framhaldsskólabrautir: NÝT-2015 Nýsköpunar- og tæknibraut. Áhersla á skapandi greinar og listir. KVT-2016 Kvikmyndatækni. Áhersla á sérgreinar kvikmyndagerðar. *Námsbrautir sem kenndar eru þegar eftirspurn er fyrir hendi.

Sími: 455 8000 :: www.fnv.is :: fnv@fnv.is

Syngur gömul íslensk dægurlög í sturtunni Hvaða græjur varstu þá með? Heyrðu, Panasonic sem gat spilað útvarp, vínil, kasettur og geisladiska – aðal trendið þegar ég fermdist. En vasadiskóið var látið hafa það óþvegið þangað til ég fékk dýrgripinn. Ekki langt síðan að græjurnar dóu. Hvað syngur þú helst í sturtunni? Gömul íslensk dægurlög eða æfi þau lög sem ég er að fara að performa. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? SMS tónninn hans Vignis Kjartanssonar ;o) ... Nei, það er ekkert lag sem eyðileggur fyrir mér daginn. Maður bara slekkur eða lækkar svona Helstu tónlistarafrek? Já, ég veit ekki alveg rétt á meðan. hvernig maður mælir það. Ég hef sungið Uppáhalds Júróvisjónlagið? Gleðibankinn er nokkrum sinnum fyrir forsetann, stigið á svið algjör perla, en ég er samt glöðust með þá sem með frábærum hljómsveitum og stórkostlegum hafa reynt að hrista aðeins upp í Júróvision eins flytjendum, spilað á yndislegum íslenskum og Pál Óskar, Sylvíu Nótt, Lordy og finnska lagið tónlistarhátíðum eins og Aldrei fór ég suður, núna síðast. Bræðslunni, Gærunni, Rauðasandi, Blúshátíð í Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu Reykjavík, V.S.O.T. og Iceland Airwaves. Það var hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? heldur ekkert leiðinlegt að spila með Of Monsters Earth, Wind and Fire. and Men á Græna hattinum, Emiliönu Torrini á Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, Drangeyjar festivalinu og svona gæti maður talið hvað viltu helst heyra? Á sunnudögum er upp endalaust. En það að gefa út tvær plötur, vínilspilarinn alltaf brúkaður. Þá hljóma Carol sem eiga eftir að lifa lengur en ég, er sennilega King, Aretha Franklin, Memfis Mafían, Gunnar Þórðar með fyrsta og öðrum kaffibollanum – það sem telst til afreka. Hvaða lag varstu að hlusta á: Syngjandi ótrúlega notalegt – en þegar líður á kaffibolla nr. 3 Stelpurokk með Todmobil. Aðeins að hita upp og nr. 4, þá er Sound City yfirleitt komin á fóninn. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heimnostalgíuna fyrir Árið er í Sæluviku. Uppáhalds tónlistartímabil? Tímabilið þegar inum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, DROTTNINGARNAR - GYÐJURNAR voru og hétu; á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ella Fitzgerald, Aretha Franklin, Billy Holiday og Shiiiiiii, svo agalega margir tónleikar sem kæmu til greina en Foo Fighters með Fúsa hljómar Nina Simone. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa stórkostlega eða Tom Waits tónleikar með dagana? Tónlist sem er ekki mjög mainstream meðlimum (rosalegt orð meðlimir)... allavega og ekki produceruð í drasl. Hráleiki og fílingurinn meðlimum hljómsveitarinnar Contalgen Funeral. „reherse more – edit less.“ Agent Fresco gaf út Hvaða músík var blastað í bílnum þegar þú varst kominn með bílprófið ? æðislega plötu fyrir stuttu, eyrun Led Zeppelin, Weezer, Nirvana, sperrtust næst-um því af við toppurinn Eva Cassidy, Emiliana Torrini. fyrstu hlustun. Vinsælustu lögin á Nú er öllu bara blastað, finnst Hvers konar tónlist var hlustPlaylistanum: best að hlusta á tónlist í bíl og að á á þínu heimili? Foreldrar hlusta sennilega mest á tónlist í mínir hlustuðu á mjög fjölbreytta Life on Marz bíl, mjög hátt stillt, sama hvaða DAVID BOWIE tónlist; Queen, Sinead O'Connor, tónlist það er og sama hverjir eru Megas, ýmsa karlakóra og Far away með mér í bílnum. klassíska tónlist. Bróðir minn ól EYVÖR PÁLS Hvaða tónlistarmaður hefur mig upp á Pink Floyd, Bubba Brennum allt þig dreymt um að vera? Þegar Morthens, Iron Maiden og ÚLFUR ÚLFUR ég var lítil þá var Ragga Gísla Metallica. Mágkona mín kom Old man my girl og er það enn. Svo hefði mér upp á Janis Joplin og Björk NEIL YOUNG verið gaman að vera uppi hérna og önnur systir mín var með Trouble í denn og vera Ella Fitzgerald og Wham! æði. Þannig að þetta var BELLSTOP svo hefði ekkert verið verra að afar fjölbreytt. Paradísarfuglinn vera Cyndi Lauper þegar hún Hver var fyrsta platan/diskurMEGAS seldi 40 þús milljón diska... inn/kasettan/niðurhalið sem Hver er að þínu mati besta þú keyptir þér? Bigger, plata sem gefin hefur verið út? Heart Better, Faster, More of Saturday Night með Tom Waits / með 4 Non Nevermind með Nirvana. En ég fæ samt Blondes. líka alveg gæsahúð að hugsa til nýjustu David Bowie plötunnar Black Star. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir býr í Skógargötunni á Sauðárkróki en alin upp í Sunnuhvoli í Hofsósi. Silla er ljómandi góð söngkona sem hefur víða komið við en er kannski þekktust fyrir frammistöðu sína með eðalbandinu Contalgen Funeral. Auk þess að syngja grípur hún í skeiðar, greiður og jafnvel bein til gamans. Nú í Sæluvikunni er Sigurlaug Vordís í fylkingarbrjósti hópsins sem stendur fyrir uppsetningu á tónlistarveislunni Árið er í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki.


11

15/2016

Ragnar Gunnlaugsson á Hvammstanga skrifar

Vorið ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN

kristin@feykir.is

„Vakna tekur von í bæ vetur greikkar sporið. Kemur yfir sunnan sæ sólar hlýja vorið.“ Þegar kemur fram í mars apríl þá fyllist hugurinn þrá eftir vori og sumri þegar veður lætur blítt eins og núna hefur gerst, þó maður viti af fenginni reynslu að vorið kemur sjaldan á einum degi, oftast koma hret inn á milli, en um að gera að njóta góðu dagana. En hvað er það sem gerir góðviðrisdaga á vori svo dásamlega? Í mínum huga er það þegar maður heyrir fuglasönginn hljóma, hittir vinkonur sínar maríerlurnar sem gefa sér stundum tíma í smá spjall fyrstu dagana eftir að þær koma, þar sem þær gerðu sér hreiður síðasta vor. Síðan tekur hreiðurgerð við hjá þeim, sem þær klæða innst með ull. Þá er sauðburðurinn alltaf skemmtilegur þegar vel gengur, hjálpa kind við burð

og koma lífi í lamb sem er vanmáttugt. En mér finnst að sauðburður hafi verið skemmtilegri þegar maður fór til kinda kvölds og morgna út í hagann. Helsta vandamálið var ef eitthvað bar út af, þá þurfti annað hvort að ná kindinni úti eða reka hana heim í hús sem kom þó ekki oft fyrir.

Eins gleður það augað þegar fyrstu stráin fara að koma upp, sóleyjarnar og fíflarnir. Það er gaman að vera úti um vornótt þegar fuglarnir þagna um miðnættið allir sem einn en byrja svo sinn söng aftur þegar nokkur tími er liðinn. Það er gaman að fara út í hagann og setjast á þúfu og horfa á köngulóna baslast

áfram á milli stráanna sem eru fyrir þeim sem frumskógur og þúfurnar sem hæstu fjöll og horfa svo upp í endalausan himininn og uppgötva hvað maður er agnarsmár í alheiminum, samt getur maður verið að rífa kjaft og gera sig breiðan. Sumt þykir mér hafa farið aftur

úti í náttúrunni frá þeim tíma sem ég var að alast upp. Lóu og spóa hefur fækkað verulega og rjúpunni, sem er allt að því í útrýmingarhættu. Allt eru þetta fallegir fuglar sem gera engum mein og þarna er tófan stór áhrifavaldur. Henni hefur stórfjölgað nú síðustu ár og hefur hún flutt sitt búsvæði heim í heimalönd sem eru aðalvarplönd þessara fugla. Áður fyrr sáust tófur sjaldan nema fram til heiða og upp til fjalla, enda nær daglegur umgangur um heimalönd og þá var hundur gjarnan með í för. Nú skjóta bændur tófur út um fjárhúsdyrnar og greni finnast við túnjaðarinn, enda sjaldan farið um heimalönd. Svo er þessi dæmalausa ráðstöfun að friða tófuna á Hornströndum sem flæðir svo yfir allt vestanvert landið. Ef ég mætti nokkru ráða þá mundi ég fækka fólki við tölvurnar hjá Umhverfisstofnun og ráða góða veiðimenn til þess að fækka tófu á friðlandinu. Ég mundi banna alla fuglaveiði í þjóðlendum. Þá fengi rjúpan griðland og ekki væri verið að keyra

vegaslóða sem þola ekki umferð á viðkvæmum tímum. Bændur gætu leyft skotveiði í sínum heimalöndum ef þeir vildu og haft nokkrar tekjur af. Eins mættu bændur og veiðimenn, með leyfi bænda, skjóta álft og gæs á túnum og ökrum eftir að varpfuglinn er komin á sínar varpstöðvar en þessum fuglum hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Skil stundum ekki stangveiðimenn sem sleppa laxi sem þeir eru búnir að landa og þykjast hafa gert ánni mikið gott með þessu, þó vitað sé að á vorin klekjast út víðast hvar margfalt fleiri seiði en áin getur fóðrað og hýst, en svo eru þeir sömu að ganga sig upp að hnjám við að eltast við að drepa þessar fáu rjúpur sem eftir eru. Óska öllum sem þetta lesa gleði og gæfu á komandi vori og sumri. ----Ragnar skorar á Ragnar Braga Ægisson, Jörfa, að rita næsta pistil.

SÆLUVIKUTILBOÐ Frábær fartölva í skólann og heima frá Acer með 4ra kjarna örgjörva, enn nákvæmari precision touchpad og glæsilegri rifflaðri áferð á baki.

Nýjasta kynslóð fartölva með 4ra kjarna Carrizo örgjörva, öflugra þráðlausu neti, enn hraðari SSHD harðdisk og TrueHarmony hljóðkerfi.

Glæsileg, öflug og létt 14“ fartölva.

RAFVERKTAKAR, TÖLVUÞJÓNUSTA & GRÆJUBÚÐ

ACER ASPIRE ES1-521-634W

ACER ASPIRE E5-552-T055

LENOVO IDP 500S

VERÐ KR. 79.990

VERÐ KR. 119.990

VERÐ KR. 149.900

• • • • • •

• • • • • •

AMD A6-6310 Quad Core 2.4GHz Turbo 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 1TB SATA3 Ultra Fast harðdiskur 15.6’’ HD LED AntiGlare 1366x768 2GB AMD R4 128GCN DX12 skjákjarni Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

AMD A10-8700P Quad Core 3.2GHz Turbo 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 500GB SSHD og 8GB SSD Hybrid diskur 15.6’’ FHD LED Anti-Glare 1920x1080 8GB AMD R6 Carrizo DX12 skjákjarni Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

• • • • • •

Intel Core i3 5005u 2.0GHz dual core 3MB HT 4GB DDR3 1600MHz vinnsluminni (Stækkanlegt í 8GB, 1 rauf) 256GB SSD 2.5“ 5mm 14“ IPS LED Full HD 1920x1080 snertiskjár og Gorilla glass vörn Intel HD5500 Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

VERÐ KR. 119.900

Intel Core i5 6200U 2.3-2.8GHz dual core 3MB HT TB 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 256GB SSD 2.5“ 5mm 14“ Full HD LED TN 1920x1080 Intel HD Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

Glæsileg þráðlaus heyrnatól frá Sony með innbyggðum hljóðnema fyrir símann.

Einstök hönnun sameinar fartölvu og spjaldtölvu með Windows 10 stýrikerfi.

LENOVO IDP YOGA3 14

• • • • • •

HEYRNATÓL SONY BLUETOOTH MIC • • • •

30mm hátalarar tryggja hárfín hljómgæði Þráðlaus með Bluetooth NFC snertitenging Tíðnisvið 20-20.000Hz

Mögnuð hljómtæki fyrir snjallsímann og fleira. Frábær hljómgæði.

HLJÓMTÆKI SONY BLUETOOTH NFC BLK SRSX55 • • • •

VERÐ KR. 17.990

Frábær bassahljómur Clear Audio+ 30W magnari NFC snertitenging og Bluetooth

VERÐ KR. 26.990 Tengill ehf.

Hesteyri 2

www.tengillehf.is

455 9200


12

15/2016

Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin Ari Jóhann Sigurðsson ritstjóri 1987-1988

Fingraförin ennþá ljóslifandi á síðum blaðsins Ari Jóhann Sigurðsson í Varmahlíð var ritstjóri Feykis á árunum 19871988. Ýmsar breytingar áttu sér stað í stjórnartíð hans, meðal annars fór Feykir úr því að koma út á hálfsmánaðar fresti í vikublað. Á því tímabili var jafnframt birtur fyrsti hagyrðingaþáttur Feykis, í umsjón Guðmundar Valtýssonar, og hefur hann verið fastur liður í blaðinu alla tíð síðan en þáttur 662 var birtur í síðustu viku. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir

Hvernig kom það til að þú varðst ritstjóri Feykis og hve lengi sinntir þú því starfi?

vaxtaverkir sem maður sá ekki fyrir. Þannig var að fram að þessu hafði Feykir verið gefin út hálfsmánaðarlega en fljótlega var farið að ræða um að gefa blaðið út vikulega. Vikuleg útgáfa kallaði á aukna vinnu, ekki síst við auglýsingasöfnun. Þá var einnig farið út í aukna fréttaöflun í Húnavatnssýslunum. Maður lagði mikla vinnu í þetta á þessum tíma, tölvur voru komnar skrifstofuna en samt var heilmikið unnið á ritvél. Þetta var oft á tímum erilsamt starf.

Fjörugar umræður og pólitíkin oft ekki langt undan

Ari Jóhann. MYND: ÚR EINKASAFNI

-Einhvern tímann eftir miðja síðustu öld, það er svo langt síðan að maður þarf að kafa djúpt til að muna. Starfið var auglýst og ég sótti um, man nú ekki einu sinni hvort það voru einhverjir aðrir umsækjendur,

en hvað um það, ég var ráðinn. Var þetta ekki 1987 eða 1988, jú held það, og vann við blaðið í tvö ár held ég. Þetta lagðist mjög vel í mig, en það voru breytingar í farvatninu. Þeim fylgdu

Fljótlega var komið að máli við mig að það vantaði vísnaþátt í blaðið. Sá sem kom með þessa hugmynd var að sjálfsögðu ráðinn til verksins. Guðmundur Valtýsson hefur síðan séð um þennan þátt til dagsins í dag. Svona geta einfaldar ákvarðanir sem teknar voru fyrir 28 árum síðan ennþá haft áhrif á mannlífið og manns eigin fingraför ennþá ljóslifandi á síðum blaðsins.

Óskum Feyki fréttablaði á Norðurlandi vestra til hamingju með 35 ára afmælið Megi blaðið vaxa og dafna á komandi árum!

Maður kynntist mörgum einstaklingum á þessum tíma. Náið samstarf var við starfsmenn SÁST en þeir sáu um að prenta blaðið. Rétt er að geta þess að fyrir mína tíð var blaðið prentað á Akureyri en fljótlega eftir að ég tók við efldu SÁST menn vélakost sinn og tóku að sér prentun á blaðinu. Það var mikill áfangi að flytja þá vinnu á Krókinn og gerði prentsmiðjunni auðveldara að fjármagna ný tæki til prentunar. Ég hafði ætíð aðstoðarfólk á skrifstofunni og á engan er hallað þó ég geti sérstaklega um Hauk heitinn Hafstað. Það voru sérstök forréttindi að fá að kynnast þeim merka manni. Stjórnarfundir voru haldnir reglulega í húsakynnum blaðsins og eru þeir mjög eftirminnilegir, þar kynntist maður skemmtilegum karakterum. Oft var pólitíkin ekki langt undan og fjörugar umræður um landsins gögn og nauðsynjar einkenndu þessa fundi. Þá voru einnig margir sem lögðu leið sína á skrifstofuna til að spjalla um málefni líðandi stundar, enda ætíð heitt á könnunni.


15/2016

Guðmundur Valtýsson á Eiríksstöðum í Svartárdal sér um vísnaþátt Feykis

Á sjöunda hundrað vísnaþættir á 29 árum Það er sjaldgæft í seinni tíð að Feyki berist handskrifuð bréf, en þó gerist það hálfsmánaðarlega að ritstjórnarskrifstofunni berast nokkrar arkir með rithönd þess manns sem lengst allra hefur verið fastur penni við blaðið. Þar er á ferðinni vísnaþáttur Guðmundar Valtýssonar á Eiríksstöðum í Svartárdal, sem hóf göngu sína í blaðinu 1. apríl 1987. Sé miðað við að þátturinn hafi hverju sinni verið hálf síða, líkt og hann er í dag, má lauslega áætla að Guðmundur hafi til þessa lagt blaðinu til hátt í 1400 síður í 662 vísnaþáttum. VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir

„Þetta kom þannig til að mér var boðið á árshátíð hestamannafélagsins Stíganda í mars 1987. Þar hitti ég Ara Jóhann, sem þá var nýlega tekinn við ritstjórn blaðsins. Ég fór að tala um þetta við hann og kvarta yfir því að mér fyndist mjög slappt að geta ekki haldið úti Guðmundur gluggar í gamlan Feyki í afmælissamkundu í Jarlsstofu sl. föstudag. MYND: KSE

vísnaþætti í blaðinu,“ rifjar Guðmundur upp. Fram að því höfðu þó öðru hvoru birst vísur í blaðinu sem hagyrðingar og vísnaunnendur sendu inn. Skemmst er frá að segja að Ari fól Guðmundi að sýna fram á að slíkt væri gerlegt og birtist fyrsti vísnaþátturinn í hans umsjá í blaðinu 1. apríl 1987. Guðmundur segist hafa safnað vísum og kveðskap frá barnsaldri. „Ég var farinn að tína þetta saman þegar ég var krakki. Það var til dæmis gömul kona hérna á næsta bæ, en ég fór stundum þangað til að hjálpa þar til, sem hafði orðið vör við þetta hjá mér. Hún fór að klippa út og safna saman ef hún sá blöð eða náði í einhverjar vísur og láta mig hafa það,“ segir hann. „Síðan byrjaði ég á því sjálfur, smá saman, að safna svona löguðu að mér.“ Í safni Guðmundar er ógrynni af vísum og segir hann að það sé þó nokkur vinna að halda utan um það allt saman. „Maður er alltaf að safna þessu saman, sumu kemur maður inn í möppur og annað er í umslögum eða í bunkum og stöflum einhvers staðar innan um blöð og bækur. Svo er maður að róta í þessu

alltaf annað slagið, þegar tími gefst til, og fá meira í safnið.“ Í seinni tíð segist Guðmundur reyna að merkja við og halda til haga hvað búið sér að birta í Feyki, enda erfiðara að muna það eftir því sem þáttunum fjölgar. Vísurnar reynir hann að velja á þann hátt að þær tengist árstíðum hverju sinni, þó það sé ekki algilt.

Fjölmargir hafa samband vegna vísnaþáttarins Vegna vísnaþáttarins er Guðmundur í sambandi við fjölda fólks víðs vegar um landið, sem gjarnan leggur honum til efni í þáttinn eða biður um áskrift að blaðinu. Segir hann að þar sé aðallega um að ræða eldra fólk og efnið sem berst sé bæði gamalt og nýtt. „Um daginn fékk ég lifandis ósköp frá konu austur í Biskupstungum sem sendi mér bréf og helling af vísum, bæði eftir hana sjálfa og aðra,“ nefnir hann sem dæmi. Gjarnan er spurt um höfunda eða auglýst eftir vísum eftir ákveðna höfunda í vísnaþættinum og fær Guðmundur töluverð viðbrögð frá lesendum. Alltaf kemur fyrir öðru hvoru að vísur séu „rangt feðraðar,“ enda ber mönnum ekki alltaf saman um faðernið, og hann segist kunna vel að meta að fólk leiðrétti það sem missagt kann að vera í þættinum. Sjálfur segir Guðmundur erfitt að velja einhvern ákveðinn hagyrðing eða ákveðinn kveðskap sem er í uppáhaldi. Hann nefnir þó Villu-Gústa og Gísla

13

Stefánsson, sem dæmi um þá sem hann hafi hrifist af í gegnum tíðina. Einnig segist hann hafa hvað mestar mætur á hringhendum, enda sé afar vandasamt að setja þær saman. Þegar blaðamaður innir Guðmund eftir því hvort hann yrki ekki sjálfur segir hann að sér finnist ekki við hæfi að nota vísnaþáttinn sem vettvang til að birta kveðskap eftir sjálfan sig, þó hann geri fáeinar undantekningar á því. Blaðamaður fær þó góðfúslegt leyfi til að birta tvær vísur, ortar til vinkonu í Reykjavík, sem á þeim tíma var þula í sjónvarpinu: Ylur hýr um æðar líður allir þrá að sofna rótt þegar konan besta býður börnum jarðar góða nótt. Lífið ætti létt að falla lánið bætti þennan stað ef ég mætti höfði halla hjartaslætti þínum að. Þeir eru orðnir allmargir starfsmenn Feykis sem Guðmundur hefur átt samstarf við gegnum aðkomu sína að blaðinu. „Ég er ákaflega glaður yfir því hvað það hefur gengið allt saman vel. Það er best að vera ekkert að leiða getum að því hvað þessi þáttur endist lengi, en maður er farinn að gæla við komast í 30 ár með þetta, í apríl á næsta ári. Þessi vísnaáhugi fylgir manni og yfirgefur mann líklega ekki fyrr en á hinstu stundu,“ segir hann að lokum.


14

15/2016

Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin Þórhallur Ásmundsson ritstjóri 1988-2004

Ýtu-Keli og Pála Páls einna eftirminnilegust

Þórhallur Ásmundsson, sem nú býr á Siglufirði, hefur setið lengst allra á ritstjórastóli Feykis fram til þessa, eða í 16 ár og fjóra mánuði. Hann minnist fyrst og fremst eftirminnilegra viðmælenda vítt og breitt um landshlutann og segir alla tíð hafa verið spennandi og skemmtilegt að skrifa Feyki. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir

-Ég byrjaði blaðamennsku á Degi dagblaði vorið 1986, hafði

þá reyndar skrifað um íþróttir í Feyki í tvö til þrjú ár. Ég var svolítið einmana á skrifstofu Dags á Sauðárkróki og langaði að breyta til, var reyndar líka hvattur til að taka við Feyki. Ég byrjaði á Feyki í júníbyrjun 1988 og hætti í lok september 2004, sem eru 16 ár og fjórir mánuðir. Skemmst frá að segja fannst mér alla tíð spennandi og skemmtilegt að skrifa Feyki og ritstýra. Gætir þú nefnt fyndna frétt eða fyrirsögn sem þú manst Þóhallur Ásmundsson á hjólaskíðunum. MYND: ÚR EINKASAFNI eftir? -Nei, ég man ekki eftir neinni slíkri, þó held ég að þætti sjálfsagt ekkert sniðugt í keyrði á traktor um Krókinn. stundum hafi maður brugðið á dag. Ég man t.d. að ég tók einu Mig minnir að hann hafi heitið leik. Tíðarandinn hefur líka sinni stutt viðtal sem ég birti á Haraldur og verið kenndur við breyst, það sem þótti fyndið þá baksíðu við gamlan mann sem Bakka í Viðvíkursveit. Karlinn

sagðist vera nánast sjónlaus en keyrði samt ótrauður þótt þrír lögregluþjónar byggju í götunni hans á Króknum.

Velkomin á Sæluviku sæluvika Skagfirðinga 2016! 2016

. apríl 24. apríl – 30

HÁTÍÐ ENNINGAR ÐI LISTA- OG M Í SKAGAFIR

Sæluvika Skagfirðinga verður að þessu sinni sett sunnudaginn 24. apríl kl. 14 í Safnahúsi Skagfirðinga.

Þar verður glæsileg setningarathöfn og flutt ávörp, leikin tónlist, úrslit kynnt í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga, myndlistarsýning opnuð og síðast en ekki síst verða afhent fyrstu Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Í Sæluviku Skagfirðinga rekur hver viðburðurinn annan og má þar nefna leiksýningar, myndlistarsýningar, tónleika, kvikmyndasýningar og bílabíó, dansleiki, kaffihlaðborð, kaffihúsakvöld, bókamarkað, opnar vinnustofur, kirkjukvöld, bingó, ísbað, sundmót, fræðslufundi, kynningar á starfsemi viðbragsaðila og félagasamtaka, Ísmanninn 2016, veitingahlaðborð og –tilboð, flóamarkað, hátíðardagskrá stéttarfélaga, o.fl.

1

Sæluvikudagskrána má finna á www.saeluvika.is og á www.facebook.com/saeluvika, auk þess sem prentuð eintök af dagskránni verða borin út á heimili í Skagafirði og víðar. Við hvetjum alla Skagfirðinga og nágranna okkar nær og fjær til að njóta fjölbreyttra viðburða sem í boði eru.

„Menn eiga að hafa vit á að vera í góðu skapi“ - Dúddi á Skörðugili -


15/2016

Brot úr nokkrum eftirminnilegum viðtölum frá ferli Þórhalls sem ritstjóra Feykis.

Feykir var líka frumkvöðull. Einu sinni var efnt til skoðanakönnunar fyrir alþingiskosningar, en þá voru meðal

annarra í framboðið, tveir fyrrum blaðstjórnarmenn, Hjálmar Jónsson og Jón F. Hjartarson. Niðurstaðan þótti óraunhæf en

að kvöldi kjördags kom annað í ljós. Sætaskipan stóðst og einungis munaði broti úr prósenti á fylgi tveggja fram-

Sumarið er t í minn ... t il að grilla!

Lambakjöt frá KS er engu öðru líkt! Kjötafurðastöð EYRARVEGUR 20, 550 SAUÐÁRRKÓKUR

boða. Þá var Lauga á Kárastöðum fengin til að spá fyrir um vetrarveðráttuna með því að rýna í garnir. Þessi spá var

15

árviss um tíma og á eftir fylgdi til dæmist Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík með sína spádóma. Af mörgum skemmtilegum viðmælendum eru Ýtu-Keli og Pála Páls frá Hofsósi hvað eftirminnilegust. Ýtu-Keli fyrir það hvað hann kryddaði sögurnar sínar vel og Pála hvað hún hafði yfirburðaþekkingu á enska boltanum, sló mér þar við held ég, þótt ég teldi mig vera vel inni í öllum boltafræðum á seinni hluta síðustu aldar. Jón í Gautsdal, Bangsa og Sigurð Eiríksson á Hvammstanga og marga fleiri gæti ég nefnt. Já, þeir voru margir viðmælendurnir sem ég kom ekki að tómum kofanum hjá. Megi Feykir lifa áfram. Mér sýnist blaðið dafna mjög vel þessi misserin hjá þeim stöllum Berglindi og Kristínu.


16

15/2016

Stofnendum Feykis stefnt saman

Margt þurfti að koma til svo Feykir gæti orðið að veruleika Þann 10. apríl voru liðin 35 ár síðan fyrsta tölublað Feykis leit dagsins ljós. Af því tilefni ákváðu núverandi starfsmenn að stefna saman stofnendum blaðsins og efna til endurfunda þar sem hægt væri að rifja upp skemmtilegar stundir frá upphafsárunum. Af þeim 27 einstaklingum sem sátu stofnfund blaðsins eru nokkrir látnir og aðrir fluttir brott úr héraði. Engu síður tókst að koma á endurfundum með sex þessara aðila, og áttum við Feykiskonur skemmtilegt kaffispjall með þeim á Hótel Tindastóli á föstudaginn var. SAMANTEKT Kristín Sigurrós Einarsdóttir

MYNDIR Berglind og Kristín

Það voru þau Birna Guðjónsdóttir, Björn Björnsson, Hilmir Jóhannesson, Hörður Ingimarsson, Jón F. Hjartarson og Jón Ormar Ormsson sem áttu heimangengt til þessara endurfunda. Greinilegt var að þeir voru kærkomnir og margt

var rifjað upp. Hér verður aðeins stiklað á stóru í því sem bara á góma, til að gefa lesendum smá innsýn í þessa skemmtilegu stund. Jón rifjar það upp að við fyrstu skólasetningu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 22. september 1979 hafi Ólafur Jóhannesson fyrrverandi forsætisráðherra, Ragnar Arnalds og fleiri verið viðstaddir. „Baldur Hafstað, þáverandi

kennari við skólann, stillti þessu þannig upp að menntamálaráðherra og þingmenn flyttu ræður sínar á undan skólameistara, sem hélt að venju langa ræðu. Þegar skólaslitin voru búin var hann búinn að gefa út hraðfréttablað sem sagði frá atburðunum,“ segir Jón. Hann útskýrir jafnframt að meðan skólinn var minni hafi oft þurft að ráða kennara í hlutastarf og þá hafi þurft að

finna fyrir þá annað hlutastarf á móti. Það hafi meðal annars verið kveikjan að stofnun Feykis, enda var fyrsti ritstjórinn, Baldur Hafstað, íslenskukennari við skólann og svo var raunar um fleiri ritstjóra. Á þessum tíma höfðu héraðsfréttablöð sprottið upp víðsvegar um landið. Einnig höfðu ýmsir reynt að halda úti einhvers konar blaðaútgáfu á Króknum, svo sem Hreinn Sigurðsson með blaðinu Vettvangi. „Ég held að menn hafi nú áttað sig á því, þó að Vettvangur kæmi nú ekki út lengi, að það væri eftirsóknarvert að hafa einhvers konar blað,“ segir Björn. Þannig voru það raunar nokkrar skyldar hugmyndir sem kviknuðu á mismunandi stöðum sem urðu til þess að ráðist var í útgáfu á óháðu héraðsfréttablaði. Áhugasamir og þróttmiklir menn komu svo hugmyndinni á koppinn, ekki síst vegna þess að samfélagið þurfti frjálsan samskiptagrundvöll um málefni sem voru í gerjun á þessum tíma. Má þar t.d. nefna stofnun Fjölbrautaskólans fáeinum misserum áður, upphaf Steinullarverksmiðjunnar og Blönduvirkjun, sem allt voru fyrirferðarmikil

málefni í blaðinu á fyrstu árum þess.

Baldur á hlaupum með Feykisblöð og barnavagn Auðheyrt er á spjalli stofnfélaganna að margir voru frá upphafi afar velviljaðir Feyki. Fyrstu blöðunum var ekið til Akureyrar, í umbrot og prentun en síðar tóku vöruflutningar Magnúsar Svavarssonar að flytja blaðið og var það þá prentað meðan flutningabílstjórinn lauk erindum á Akureyri. Í framhaldi af þessu rifjast upp að Baldur hafi oft farið í hús með blöðin til áskrifenda, með dóttur sína í barnavagni meðferðis. „Maður hafði nú ekki, á þessum tíma, séð karlmann með barnavagn. Hann gekk heldur aldrei, hann hljóp,“ rifjar Birna upp og auðheyrt er á þeim öllum að Baldur var mikill hvalreki fyrir blaðið. Hörður nefnir einnig að aðkoma Stefáns Árnasonar og Þórhalls Ásmundssonar að blaðinu hafi verið ómetanleg. Svo mætti eflaust lengi telja upp einstaklinga sem hafa átt stóran þátt í útgáfusögu blaðsins. Hilmir grípur orðið og bendir núverandi Feykiskonum góðfúslega á að langt sé síðan konur komu að blaðinu. „Einu sinni var hjá okkur ritstjóri sem hét Jón Gauti. Þá voru nú ritstjórnarlaunin borguð bæði seint og illa svo hann fór bara á togara á milli blaða. Ef hann gat ekki skroppið í land til að gefa út Feyki sá konan bara um það og blöðin voru ekkert verri hjá henni.“ Þá segir Jón frá því að Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum ritari í fjölbrautaskólanum, hafi átt hugmyndina að nafni blaðsins.

Orðrómur um áfengisútsölu á Hofsósi Jón Ormar, Hilmir, Hörður og Jón rifja upp skemmtilegar minningar frá árdögum Feykis.

Sigríður Svavarsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði sker afmæliskökuna.

Gestir í afmælisveislu Feykis í Jarlsstofu á Hótel Tindastóli.

Jón F. Hjartarson flutti skemmtilegt ávarp um aðdragandann að stofnun Feykis og fyrstu ár blaðsins.

„Eitt sprell gerðum við, en þá var skólaslitafagnaður í Bifröst og ég sat með Ófeigi Gestssyni sem þá var sveitarstjóri á Hofsósi. Við erum að ræða verslun og viðskipti í héraðinu og þar með áfengisverslun. Þá spurði ég sveitarstjórann hvort ég mætti ekki hafa það eftir honum í Feyki að við hefðum verið að ræða opnun áfengisútsölu á Hofsósi? „Jú, jú, alveg sjálfsagt, við skulum þá bara ræða um það,“ sagði hann. Síðan kom frétt í Feyki: „Umræður í gangi um opnun áfengisútsölu á Hofsósi,“ rifjar Jón upp. Áfengisútsalan endaði þó á Sauðárkróki sem kunnugt er og


15/2016

Sex af tuttugu og sjö stofnfélögum mættu í 35 ára afmæli Feykis. Frá vinstri: Björn Björnsson, Birna Guðjónsdóttir, Hilmir Jóhannesson, Jón Hjartarson, Jón Ormar Ormsson og Hörður Ingimarsson.

gantast Jón með að það hafi verið talinn kostur að ef menn úr Lýtingsstaðahreppi ættu erindi til að kaupa sér bomsur á Króknum gætu þeir komið við í ríkinu í leiðinni. Viðstaddir ritstjórnarmenn rifja upp að starf þeirra hafi verið grasrótarstarf í orðsins fyllstu merkingu. Þeir funduðu til að mynda einu sinni á lóðinni hjá Hilmi, að Víðigrund 3, og lágu á grasinu ræddu málin. Þá var það föst hefð hjá ritstjórninni að funda í hádeginu

daginn sem blaðið kom út og leggja drög að næsta blaði. Eitt sinn segist Hilmir sjálfur hafa orðið ósáttur vegna greinar sem komst inn í blaðið á síðustu stundu, frá andstæðingum í bæjarpólitíkinni. Hann óskaði þá eftir að fá birta grein í næsta blaði en þá reyndist ekki pláss í blaðinu. „Þá fauk í mig svo ég bjó til vísu og keypti auglýsingu í Sjónhorninu. Hún var svona: Feykir hann má næðis njóta nú er stefnu búið að móta

bæjarslúðrið leiða og ljóta lætur sem vind um eyru þjóta.“

Ekið á „Guðs vegum“ Hilmir rifjar upp ferð í Húnavatnssýslurnar í árdaga Feykis. „Þá keyrði Jón [Hjartarson] en hann átti nýjan Volvo. Ég man að Jón Ásbergsson var með og Baldur, og sennilega Árni Ragnarsson. Þetta var á þeim árum sem enginn hafði heyrt talað um bílbelti og hafði nú engin maður frétt af því að það

væri malbik notað á vegi. Þegar við vorum komnir hérna framhjá Vík – ég var nú svo óheppinn að sitja fram í – þá varð mér litið á hraðamælirinn og hann stóð í 160! Þegar ég náði andanum fór ég að hafa orð á þessu. Þá lýsti bílstjórinn því yfir hástöfum að við töluðum svo mikið að hann kæmist ekki að. Þess vegna keyrði hann svona hratt, til að þagga niður í okkur hinum.“ Og Jón bætir við: „Eina sögu á Hilmir, sem hefur birst í bókum. Það var um þann greinarmun sem mætti gera á aksturslagi Jóns Hjartarsonar, Þórðar Þórðarsonar bæjarstjóra og Hjálmars Jónssonar sóknarprests. Þær væru allir að flýta sér og væri það algjör tilviljun að Þórður Þórðarson héldist á veginum. Það væri hins vegar ekki tilviljun með okkur Hjálmar, því það væri hönd sem kæmi úr neðra og héldi Hjálmari við veginn en það væri drottins hönd sem héldi mér á veginum. En svo kom þessi saga út í mismunandi útgáfum. Í ævisögu séra Hjálmars, þá var allt í einu búið að skipta um hendur milli mín og hans.“ Og áfram heldur Hilmir að segja frá ferðinni góðu í Húna-

Gísli Sigurðsson, Ólafur Sigmarsson og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Nýprents.

Ingibergur Guðmundsson, starfsmaður SSNV, og Guðmundur Valtýsson, umsjónarmaður Vísnaþáttar, fletta gömlum Feykisblöðum.

Hilmir, Jón, Birna og Björn rifja upp skemmtilegar sögur frá þeim rúmlega sextán árum sem Þórhallur Ásmundsson (lengst til hægri) ritstýrði Feyki.

Stofnfélagar að Feyki skrafa og skeggræða. Hörður, Jón, Birna og Björn.

17

vatnssýslu: „Þegar við ætluðum að koma okkur heim í fjörðinn Skaga kom séra Hjálmar úr Reykjavík, þá hafði hann verið að breiða Guðs orð þar út, og veitti nú ekki af. Bað hann mig að vera með sér á heimleiðinni, því honum leiddist að vera einn. Ég hélt nú að hann gæti spjallað við almættið en hann var nú búinn að tala mikið við það og orðinn leiður á því líka. Ég var nú til með að fórna mér fyrir Guðs kristni í landinu. Svo keyrði hann heim og þó að Jón keyrði á 160 þá var það eins og gömul hestakerra hjá þeim ósköpum að vera með sóknarprestinum, það var alveg rosalegt,“ segir Hilmir hlæjandi.

Fjórir prestar á bæn uppi á Vatnsskarði Og enn rifjast upp ferðir af svaðilförum, að þessu sinni á fund með Ingvari Gíslasyni þáverandi menntamálaráðherra. „Lagt var af stað að næturlagi þar sem fundurinn átti að hefjast klukkan átta að morgni. Það var kafaldsbylur og skyggni mjög lélegt. Við komumst áleiðis upp Vatnsskarðið en endum á því að Þórður [Þórðarson bæjarstjóri], sem var á amerískri drossíu, keyrði út af. Við náðum að ýta bílnum upp og síðan var reynt að koma honum áleiðis. Þegar hann er kominn á skrið stekk ég upp í, með þeim orðum að einhversstaðar verði kjalfestan að vera,“ segir Jón og heldur áfram: „Séra Hjálmar sér að bíllinn er að ná sér á skrið og stekkur upp í hann líka en söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, sem var með í för, verður eftir. Þegar hann kemst loks inn í bílinn kemur Lada Sport jeppi að, með fjórum konum sem lýsa upp bílinn, sjá fjóra svartklædda menn og spyrja: „Er ekki allt í lagi með ykkur?“ Við héldum áfram en ákváðum síðan að leggja drossíunni því við kæmumst ekkert áfram á henni. Þegar við komum á Blönduós var búið að skila Lödu Sport jeppanum þangað og höfðu konurnar sem á honum voru sagt að það væru fjórir prestar á bæn uppi á Vatnsskarði!“ Spjallið berst síðan um víðan völl og síðar bætast fleiri í samkvæmið, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Feykir þakkar þeim sem komu fyrir ánægjulega stund og hlý orð í garð blaðsins.


18

15/2016

Sæluvikutónleikar Karlakórsins Heimis

„Endurnýjunin er okkar gæfa“

Karlakórinn Heimir hefur auglýst sína árlegu Sæluvikutónleika laugardaginn 30. apríl. Áratuga hefð er fyrir að kórinn haldi tónleika í Sæluviku, ýmist einn og sér eða með aðkomu annarra kóra. Undanfarin ár hafa landsþekktir gestasöngvarar komið fram með kórnum. Að þessu sinni er það Elmar Gilbertsson tenórsöngvari sem heiðrar kórinn með þátttöku sinni. VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Elmar er meðal annars þekktur fyrir hlutverk Daða í óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson, auk fjölmargra hlutverka í óperum víða í Evrópu. Þess má til gamans geta að Elmar rekur ættir sínar í Skagafjörð, því móðurafi hans er Benedikt Frímannsson frá Austara-Hóli í Fljótum. Eftirtekt vekur að kórfélagar eru fleiri en nokkru sinni fyrr og segja þeir Gísli Árnason, formaður kórsins, og Jónas Svavarsson, stjórnarmaður í kórnum, að mikil endurnýjun sé þeirra gæfa. Ungu mennirnir – eða „guttarnir“ eins og þeir

kalla þá- bíði óþreyjufullir eftir að komast í kórinn og falli vel inn í hópinn, þó aldursbilið milli þess elsta og yngsta sé um 70 ár. „Við erum mikið öfundaðir af þessari endurnýjun af öðrum kórum,“ segja þeir. Þá segja þeir dæmi þess að þrjár kynslóðir syngi saman í kórnum, auk þess sem mikið er um bræður og feðga. En það er ekki bara söngmennirnir sem þarf að endurnýja því söngskráin er líka í stöðugri endurnýjun. Jónas segir að allt upp í þrjú mismunandi prógrömm hafa verið sungin sama veturinn, en fastir viðburðir í starfi kórsins hér heima eru, auk Sæluvikutónleika, söngur í desember og þrettándatónleikar. Að Sæluviku lokinni mun Heimir koma fram í 20 ára afmælishátíð

Elmar Gilbertsson

Vesturfarasetursins í sumar og á Landsmóti hestamanna á Hólum. Næsta ár verður sömuleiðis annasamt því þá fagnar kórinn 90 ára afmæli sínu og að sögn Gísla og Jónasar verður hápunktur þessa árs fyrirhuguð ferð til Vancouver í Kanada.

100 metrar af efni í kórjakka Rekstur kórsins er að mestu fjármagnaður með aðgangseyri að tónleikum. Því hafa kórfélagar ekki þurft að greiða árgjöld eða æfingagjald, þeir hafa ekki einu sinni þurft að greiða fyrir einkennisjakkana rauðu. Eru jakkarnir reyndar alveg kapítuli út af fyrir sig, en Gísli og Jónas segja flesta kóra hætta að skarta slíkum jökkum. „Í fyrra keyptum við heilan

Elmar Gilbertsson útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2007. Eftir það lá leiðin til Hollands þar sem hann lagði stund á mastersnám í óperusöng. Eftir námið var Elmar tekin inn í Óperustúdíó hollensku óperunnar þar sem hann starfaði í tvö ár. Hann fékk fastráðningu og síðar gestaráðningu hjá óperunni í borginni Maastricht. Elmar hefur á sínum stutta ferli sungið og túlkað allnokkrar af persónum óperubókmenntanna. Elmar hefur á síðustu árum komið víða fram í óperuhúsum og tónleikasölum í Evrópu og meðal verkefna hans er óperuhátíðin Festival d´Aix en Provence í Suður-Frakklandi og uppsetning á Katja Kabanova eftir Janácek í Toulon-óperunni í Frakklandi. (www.opera.is)

stranga, hundrað metra, af efni í jakkana sem þurfti að panta frá Asíu og kostaði 700 þúsund, það var ekki hægt að gera minni pöntun. Það er svo geymt hjá fyrirtækinu Martex og ætti að duga til að sauma jakkana góðu næstu áratugina,“ segja þeir glettnir í bragði. Húmorinn er enda aldrei langt undan þegar Heimismenn eru annars vegar. Í vetur hefur kórinn farið í söngferðir og haldið tónleika í Glerárkirkju, á Breiðumýri, Blönduósi og í Keflavík og Reykjavík. Segja þeir Gísli og

Karlakórinn Heimir ásamt stjórnandanum, Stefáni Gíslasyni, og undirleikaranum, Tomasi R. Higgerson. MYND: HEIMIR

www.ssnv.is

35

Sendum Feyki fréttablaði á Norðurlandi vestra heilla- og árnaðaróskir í tilefni 35 áranna

www.hunathing.is

Jónas að ekki sé hægt að kvarta undan mætingu á tónleika, hún sé yfirleitt afar góð. Það jafnvel þrátt fyrir að vont veður virðist oft fylgja þessum ferðalögum þeirra, en aldrei hafa þeir þó lent í verulegum hremmingum. Sömu sögu er að segja um tónleika heima í héraði, Skagfirðingar og nærsveitamenn eru duglegir að mæta. Fyrir það eru þeir afar þakklátir og segja mikilvægt að vera á stöðugt á tánum og bjóða upp á eitthvað nýtt sem fólk vill hlusta á og kórfélagar vilja syngja.


15/2016

Nú rekur Árni Gunnarsson Skottu kvikmyndafjelag og hefur verið ötull við gerð heimildamynda. Hér er hann í Beirút við gerð myndar um komu flóttafólks til Íslands. MYND: ÚR EINKASAFNI

Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin Árni Gunnarsson ritstjóri 2004-2006

„Mátti ekki miklu muna að útgáfan legðist af“ Árni Gunnarsson var ritstjóri Feykis frá 2004 til 2006. Þegar hann var beðinn um að taka við ritstjórnartaumum blaðsins hafði útgáfa blaðsins stöðvast um tíma og segir hann ekki hafa mátt miklu muna að útgáfan legðist af. Bestu minningarnar segir hann án efa samstarfsfólkið og þá fjölmörgu sem lögðu blaðinu lið.

sonar og Péturs Inga Björnssonar, sá um umbrot og uppsetningu Feykis. Frá þeim kom líka mikið af ljósmyndum í blaðið. Við Óli unnum oft fram á nótt við að ganga frá blaðinu fyrir útgáfudag og ég

dáðist oft að þolinmæði og jafnaðargeði Óla.

Ég hætti með Feyki í lok árs 2006. Það eru margar skemmtilegar minningar frá þessum árum. Mörg góð viðtöl eins og t.d. dæmis við Einar Odd Kristjánsson, sem var kallaður „bjargvætturinn frá Flateyri“ eftir þjóðarsáttarsamningana á sínum tíma. Einnig fékk ég að taka viðtal við Baltasar og Lilju heima hjá þeim á Hofi á Höfðaströnd fyrir jólablað Feykis. Ég held að Feykir hafi verið eina glansmagasínið sem fékk að taka svona drottningarviðtal við þau heima á Hofi. Bestu minningarnar eru þegar upp er staðið án efa samvinnan með Óla, Þuríði, Guðna og því fjölmarga fólki sem lagði blaðinu lið. Það mátti ekki miklu muna að útgáfan legðist af á þessum tíma. Sem betur fer varð það ekki og ég óska aðstandendum Feykis til hamingju með árin 35.

Byggðasaga Skagafjarðar

Fellshreppur og Haganeshreppur kemur út 2017

„Tilkomumikil sjón“ Við keyrðum blaðið út á PDF formi og síðan fór ég með

Frá Bakka á Bökkum í Haganeshreppi, þar sem hinir skagfirsku Bakkabræður bjuggu. MYND: BYGGÐASAGA SKAGAFJARÐAR

VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir

-Ég hafði unnið við blaða- og fréttamennsku í tíu ár, bæði á Akureyri og í Reykjavík áður en ég flutti aftur í Skagafjörðinn árið 2000. Ég var formaður blaðstjórnar Feykis árið 2004 þegar þáverandi ritstjóri, Þórhallur Ásmundsson, færði sig um set til Siglufjarðar og tók við nýju starfi þar. Útgáfa blaðsins stöðvaðist í einhvern tíma og ég var beðinn um að ritstýra blaðinu og skrifa það í nokkrar vikur. Á þessum tíma var ég framkvæmdastjóri Leiðbeiningamiðstöðvarinnar og verkefnisstjóri Upplýsingatækni í dreifbýli og vann yfirleitt við blaðið seinnipart dags og fram eftir kvöldi. Fyrirtækið Hinir sömu, sem er í eigu snillinganna Óla Arnars Brynjars-

myndskrána í prentsmiðjuna Hvítt og svart, sem prentaði Feyki, en þar var gerð endanleg myndskrá fyrir prentið. Ég lagði mikið upp úr fyrirsögnum og yfirfyrirsögnum og var stundum að breyta þeim á síðustu stundu, stundum með Þuríði Sigurðardóttur í prentsmiðjunni. Eitt sinn gerði ég breytingar á yfirfyrirsögn á frétt með mynd frá Jóni Sigurðarsyni, ljósmyndara á Blönduósi, af borgarísjaka á Húnaflóa. Yfirfyrirsögnin var „Tilkomumikil sjón“. Ekki vildi betur til en að þessi yfirfyrirsögn festist inni og kom yfir óskyldar fréttir á sama stað í blaðinu næstu þrjár vikurnar. Meðal annars yfir frétt um það þegar Ingibjörg í Vík var kjörin formaður Búnaðarsambandsins, fyrst kvenna í Skagafirði. Það glottu ýmsir þegar því var lýst sem „Tilkomumikilli sjón“.

19

Yfirfyrirsögnin sem gekk aftur. Það var ekki laust við að ritstjóri og uppsetjari klóruðu sér í höfðinu þegar yfirfyrirsögnin birtist í annað sinn en ritstjóri fór fyrst að hafa áhyggjur af málinu í þriðja skiptið sem hún birtist – enda kannski pínu óheppileg í það skiptið. Loks kom þó í ljós hvar hnífurinn stóð í kúnni en allt kom fyrir ekki. Hún birtist aftur!

Á síðasta ári voru liðin 20 ár síðan hafist var handa við undirbúning að ritun Byggðasögu Skagafjarðar. Lokið er umfjöllun um tíu hreppa í sjö bindum og vinna við 8. bindið er langt á veg komin. Áætlanir gerðu ráð fyrir að það bindi (Fellshreppur og Haganeshreppur) kæmi út haustið 2016 en ákveðið hefur verið að fresta útgáfu þess til hausts 2017. Umfang Byggðasögunnar er mikið og þegar hefur verið fjallað um 556 býli, á 3204 blaðsíðum og ljósmyndirnar orðnar á fimmta þúsund. Níunda bindi Byggðasögunnar mun fjalla um Holtshrepp, sem er þrettándi hreppurinn í ritröðinni, sem hófst árið 1999 með útgáfu 1. bindis um Skefilsstaða- og Skarðshreppa. Samhliða ritun verksins

hefur verið unnið að gerð nafnaskrár fyrir þau sjö bindi sem út eru komin. Þar koma fyrir 21.400 mannanöfn. Nafnaskrár verða í lokabindi, sem og sérnafnaskrá en vinna við gerð hennar hefst á þessu ári. Í lokabindinu verður sögð saga verslunarstaðanna Hofsóss og Grafaróss, og jarða í Hofsósshreppi. Drangey og Málmey fá einnig umfjöllun í því bindi. Byggðasagan þykir einstaklega vandað og fjölbreytt fræði- og uppflettirit um byggð í Skagafirði að fornu og nýju. Ritstjóri Byggðasögunnar er Hjalti Pálsson frá Hofi og hefur hann unnið að ritun verksins frá upphafi. Aðstoðarritstjóri er Kári Gunnarsson frá Flata-tungu. Byggðasagan er vinsæl til tækifærisgjafa, ýmist einstök bindi eða verkið í heild. /Tilk.


20

15/2016

– fyrir kröfuharða ökumenn

AKUREYRI

Draupnisgötu 5 460 3000

EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 460 3001

REYKJAVÍK Skeifunni 5 460 3002

REYKJAVÍK

Skútuvogi 12 460 3003

Skoðaðu úrvalið á vefnum okkar:

www.dekkjahollin.is /dekkjahollin


15/2016

21

Hallrún Ásgrímsdóttir með myndlistarsýningu í Sæluviku

„Náttúran, hrossin, fólkið í samfélaginu og sveitalífið heillar mig“ Listasafn Skagfirðinga, í samvinnu við Safnahúsið, stendur fyrir myndlistarsýningu Hallrúnar Ásgrímsdóttur í Sæluviku. Hallrún, sem er frá Tumabrekku í Óslandshlíð, er nemi við Myndlistarskólann á Akureyri. Hún segist hafa alla tíð hafa verið að teikna en myndlistarnámið hóf hún fyrir fáeinum árum og er nú að ljúka öðru ári af þremur í námi við fagurlistadeild. VIÐTAL Kristín S. Einarsdóttir

Hallrún með folald í Danmörku. Myndin er tekin þegar hún starfaði þar við tamningar síðasta sumar. MYND: ÚR EINKASAFNI

„Ég hef teiknað frá því að ég man eftir mér. Ég hafði samt ekkert lært fyrr en ég byrjaði í Myndlistarskólann á Akureyri fyrir þremur árum,“ segir Hallrún. Hún byrjaði í svokölluðu fornámi við skólann og er núna á öðru ári í fagurlist, sem er önnur af tveimur sérbrautum skólans. „Ég hef aðallega verið að mála olíumálverk í vetur og vil stefna á að halda áfram í því,“ segir Hallrún, aðspurð um hvers konar myndlist hún fæst við. „Það má segja að ég sé frekar þjóðleg í myndavali. Það er náttúran, hrossin, fólkið í samfélaginu í kringum mig og sveitalífið sem að heillar mig,“ bætir hún við. Hallrún segist hafa verið mikið í kringum hesta og áður en hún hóf myndlistarnámið hafði hún lokið námi í tamningum við Háskólann á Hólum. Einnig hafði hún lokið sveinsprófi í húsasmíði frá VMA og námi í búfræði á Hólum. „Ég hef valið mér að gera bara það sem mér finnst skemmtilegt að gera og svo vonast ég til að geta bara fléttað þessu saman á einhvern hátt,“ segir hún.

Hallrún tók þátt í samsýningu nemenda í fagurlist við Myndlistaskólann á Akureyri í Mjólkurbúðinni í Gilinu á Akureyri, sem haldin var í vetur. Sýningin í Sæluviku Skagfirðinga er hennar fyrsta einkasýning. Þegar Feykir hafði samband við hana var hún ekki búin að leggja lokahönd á að velja myndir á sýninguna en sagðist reikna með að þær yrðu nokkuð margar. Sýningin verður í Safnahúsi Skag-

firðinga og verður opin alla daga Sæluvikunnar, frá klukkan 11-18. Hallrún hefur gert töluvert af því að mála og teikna eftir pöntunum, til að mynda skopmyndir og segist ennþá gera töluvert á því, auk þess að mála eftir pöntunum. Hún er með fésbókarsíðuna Hallrún, þar sem hægt er að skoða myndir af verkum hennar og setja sig í samband við hana.

Sveitabiti & Mozzarella Tveir góðir frá KS

NÝPRENT

Fáðu þér Sveitabita á brauðsneiðina og Mozzarella í salatið

MJÓLKURSAMLAG Lokaverk úr áfanga í Málun, sem sýnt var á sýningunni Guð minn góður! í Mjólkurbúðinni á Akureyri í vetur. „Viðfangsefnið var að mála okkur sjálf eftir spegli og setja okkur í hlutverk trúarpersónu eða guðs. Ég málaði rómversku gyðjuna Eponu (guð hestanna) með Sleipni og Gera, hesti og úlfi Óðins, með sér,“ segir Hallrún um þessa mynd. MYND: ÚR EINKASAFNI

Vönduð vinnubrögð skila okkur í fremstu röð!


22

15/2016

Fullkomið brúðkaup á fjalirnar í Sæluviku

„Þessi týpíski farsi – hraði og misskilningur“ Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks þetta árið er Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon, þýtt af Erni Árnasyni. Um er að ræða dæmigerðan farsa sem inniheldur hraða, spennu, misskilning og allt sem góður farsi þarf að hafa til að bera. Sex leikarar taka þátt í uppfærslunni, undir leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar, og verða þrettán sýningar, allt frá upphafi Sæluviku til hvítasunnudags.

Leikfélagi FNV, Árskóla og víðar. Sex leikarar taka þátt í uppfærslunni. Aldrei þessu vant komust færri að en vildu í leikarahópinn. „En starf í áhugaleikhúsi er mun fjölbreyttara en bara að leika, það eru líka mörg skemmtileg verkefni á bak við tjöldin, enda þarf alltaf svipaðan fjölda baksviðs,“ segir Sigurlaug Dóra. Leikararnir eru blandaður hópur mismikilla reynslubolta, sumir eru að koma aftur eftir hlé og aðrir hafi sjaldnar tekið þátt. Eins og hefð er fyrir verður

frumsýning í byrjun Sæluviku, eða sunnudaginn 24. apríl. Auglýstar verða þrettán sýningar og verður sú síðasta um hvítasunnuhelgina. Það er því upplagt fyrir þá sem leggja leið sína í Skagafjörð, hvort sem er í Sæluviku eða um hvítasunnuna, að bregða sér í leikhús. „Í öllum þessum látum sem eru búin að vera í þjóðfélaginu undanfarnar vikur held ég að sé mjög gott að koma í leikhús og hlæja mikið og gleyma sér eina kvöldstund,“ sagði Sigurlaug Dóra að lokum.

UMFJÖLLUN Kristín Sigurrós Einarsdóttir

„Þetta er náttúrulega bara þessi týpíski farsi, hraði og smá misskilningur, en allt mjög skemmtilegt,” sagði Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, formaður Leikfélags Sauðárkróks, þegar blaðamaður Feykis spurði hana út í umfjöllunarefni leikritsins. „Það er haldið steggjapartí rétt fyrir brúðkaup, sem fer kannski ekki alveg eins og áætlað var,“ sagði hún, en vildi lítið tjá sig um innihaldið að öðru leyti, enda erfitt að gera það án þess að eyðileggja spennuna fyrir áhorfendum. Fullkomið brúðkaup var sýnt við miklar vinsældir á Akureyri árið 2005. Sigurlaug Dóra segir að margir Skagfirðingar og nærsveitamenn hafi lagt leið sína þangað á sínum tíma og nú sé kjörið að koma aftur í leikhús og endurnýja kynnin af þessu skemmtilega leikriti, í aðeins öðrum búningi, enda séu engar tvær uppfærslur eins. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, sem leikstýrt hefur fjölmörgum sýningum hjá Leikfélagi Sauðárkróki,

Sýningartímar:

Frumsýning sunnudaginn 24. apríl kl. 20 2. sýning þriðjudaginn 26. apríl kl. 20 3. sýning miðvikudaginn 27. apríl kl. 20 4. sýning laugardaginn 30. apríl kl. 15 5. sýning sunnudaginn 1. maí kl. 20 6. sýning þriðjudaginn 3. maí kl. 20 7. sýning miðvikudaginn 4. maí kl. 20 8. sýning föstudaginn 6. maí kl. 20 9. sýning laugardaginn 7. maí kl 15 10. sýning sunnudaginn 8. maí kl. 20 11. sýning miðvikudaginn 11. maí kl. 20 12. sýning laugardaginn 14. maí kl. 15 Lokasýning sunnudaginn 15. maí kl. 20

Magna og Siggu Beinteins hlakka til að koma fram á stórsýningunni „Árið er…“ í Sæluviku

Skemmtileg og mjög grand hugmynd

Undirbúningur fyrir Sæluvikuhátíðina Árið er… lögin sem lifa gengur vonum framar, að sögn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur framkvæmdastjóra sýningarinnar. Um er að ræða glæsilega samsuðu af videoklippum, tónleikum og balli sem verður haldið í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 29. apríl næstkomandi. Á hátíðinni verður íslensk dægurlagasaga flutt í tali og tónum af landsþekktum söngvurum í bland við upprennandi stjörnur; Siggu Beinteins, Magna Ásgeirs, Sigríði Thorlacius, Sigvalda Helga, Ellert Jóhanns, Sigurlaugu Vordísi, Róbert Óttars, Bergrúnu Sólu og Malen Áskelsdætur. Feykir tók púlsinn á Magna og Siggu Beinteins. „Hugmyndin á bakvið þetta er skemmtileg og mjög „grand“ og þættirnir sem þetta er byggt á eru auðvitað með því betra sem hefur verið gert í íslensku útvarpi. Ég held að þetta verði mjög skemmtileg kvöldstund,“ sagði Magni, í samtali við Feyki, um væntingar sínar til kvöldsins. Þegar hann var spurður hvort hann hefði komið áður fram í Skagafirði játaði hann því. „Ég hef ekki alveg tölu á því hversu oft ég hef stigið á stokk þarna sennilega komið á fimmta tuginn með hinum ýmsu hljómsveitum og atriðum. Það skemmta sér fáir jafn vel og „skál og syngja“ Skagfirðingar! Þarna á ég marga vini og vandamenn þannig að ég hlakka alltaf til að koma þangað,“ sagði Magni og bætir við að lokum: „Sjáumst með sparibrosið.“

Við í Stjórninni elskuðum að spila í Miðgarði „Ég hlakka mjög mikið til að koma og syngja í Sæluvikunni, og vona bara að sem flestir mæti því þetta verður eitthvað sem fólk mun muna eftir. Mér finnst mjög flott pæling að búa til „show“ úr þessum þáttum sem hafa verið svo vinsælir,“ sagði Sigga þegar Feykir hafði samband við hana. Líkt og Magni hefur Sigga stigið margsinnis á svið í Skagafirði. „Þetta er sko ekki í fyrsta sinn og vonandi ekki það síðasta. Stjórnin spilaði mikið í Skagafirðinum, bæði á Króknum og svo var Miðgarður eitt stærsta vígi sveitaballanna. Þar spiluðum við í Stjórninni oft og elskuðum að koma í Miðgarð og spila, svo hef ég líka komið fram áður að syngja í Sæluvikunni. Þá var ég að syngja með hljómsveitinni Von og Sigga Dodda snillingi. Ég verð nú bara að segja það, Skagfirðingar kunna að skemmta sér og það er aldrei leiðinlegt að skemmta þeim, og maður hlakkar alltaf til. Þeir eru manna hressastir,“ segir hún. Þegar Sigga er spurð út í lagaval „Árið er…“ segist hún ekki geta upplýst mikið um það því hún viti ekki mikið um það sjálf. „Það er búið að segja mér að sviðið verði mjög flott og lagavalið verður æðislegt, ég mun til dæmis syngja íslensk lög sem að ég hef aldrei sungið áður, svo það verður gaman að prófa það.“ Samkomulag hefur náðst við Rás 2 sem ætlar að koma og taka upp tónleikana, sem síðan verða fluttir í útvarpi allra landsmanna. Aðspurð segir Sigurlaug miðasölu hafa farið vel af stað, en hún fer fram í gegnum Tix.is. Hópar hafa verið hvattir til að mæta og hafa gaman saman, t.d. saumaklúbbar, vinnustaðir, árgangar og fleiri. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og bendir hún þeim sem ætli að fjölmenna að hafa samband við hana sem fyrst til að tryggja sér borð. /BÞ


15/2016

Starfsemi Iðju flytur í Sæmundarhlíð

færa, breyta raflögnum, skipta um inn- verður þá segir Jónína að boðið verði réttingar, loftaplötur, gólfefni og gera upp á konfekt fyrir augu, eyru og munn. aðgengi gott fyrir hjólastólanotendur. „Opið-Hús“ verður dagana 26.–29. Margt sé eftir sem framkvæmt verður á apríl, milli kl. 14:00–15:00 og þá gefst næstu árum, t.d. að skipta um gler, laga líka tækifæri til að koma og skoða. klæðningu og koma lóðinni í gott stand. „Húsnæðið opnar á ýmsa möguleika Sölusýning í Sæluviku innan sem utan, það er stærra [innsk. en í tíunda sinn Iðja hefur fram til þessa verið til húsa í á Aðalgötu], sem og lóðin. Nú er hægt Aðalgötu 21 á Sauðárkróki en þann 22. að fara út að anda að sér fersku lofti án Notendur þjónustu Iðju eru 13 talsins og apríl verða kaflaskil í sögu starfsemþess að vera nánast í miðri bílaös, segir Jónína tvær umsóknir vera í ferli. innar þegar hún flyst í nýuppgert mengun og ryki. Lóðin býður upp á Leiðbeinendur eru fimm. Jónína segir húsnæði við Sæmundarhlíð, sem áður marga möguleika sem spennandi verð- mikilvægt að notendur þjónustu Iðju hýsti leikskólann Furukot. „Það ríkir ur að þróa í framtíðinni. Innanstokks er hafi nóg að gera og eru þeir alltaf til í að mikil tilhlökkun hjá öllum að takast á aðgengið að flestu leyti sérhæfðara þar taka að sér verkefni. „Það sem notendur Netf.: bobbi@craft.is :: www.craft.is við þetta skemmtilega verkefni því það Austurvegi 2, 400 Ísafjörður. S. 456 3110 sem tæknin er okkur hliðholl og getur76 - Kópavogi vantar helst eru fleiri er nú ekki oft á lífsleiðinni sem færi www.lyfja.is Smiðjuvegi - S: 414 1000 vinnuverkefni - www.tengi.is þar Við hlið Jónínu eru: Eiríkur Pétursson smiður, í miðju fólk með skerta getu jafnvel gert fleiri sem þau hafa ekki lengur verkefni sem gefst á að flytja slíka starfssemi í er Hörður Ólafsson pípulagningarmeistari og svo hluti sjálft svo sem að elda/baka, setja í þau hafa verið með í mörg ár, eins og sérhannað húsnæði. Samt er smá kvíði, Ágúst Eiðsson. MYND: BÞ ehf. uppþvottavél, þvo áhöld o.frv. Flest seilingarböndin fá FISK-Seafood og því þetta eru jú heilmiklar breytingar. afþreyingu og hæfingu með það að rými verða stærri og skipulagðari og skrúfuverkefni frá Eyrinni.“ Svo komum við til með að sakna markmiði að gefa fötluðu fólki kost á að gefa möguleika á betri nýtingu, t.d. í Undanfarnar vikur hefur staðið yfir návistar við Bjarna Har,“ segir Jónína starfi, þjálfun og vinnu- undirbúningur fyrir árlega sölusýningu sækja dagþjónustu/hæfingu utan •heim- skapandi Gunnarsdóttir, forstöðukona Iðju, Gæði Ferskleiki • Hollusta G - S: 453Við 5923getum t.d. Norðurhellu 10, Hafnarfirði - S: 512 3000 í- Landsbankanum www.mjollfrigg.is í verkefnum. farið að sem haldin verður ilis við hæfi hvers ogHesteyri eins. 1 - Skr. - www.dogun.is glöðKorngörðum í bragði. 11, Reykjavík - S: 540 8700 - www.kornax.is Þegar Feyki bar að garði voru flokka rusl og þvegið þvott. Umhverfið Sæluviku, tíunda árið í röð. „Ágóðinn Iðja er dagþjónusta sem starfar sam- iðnaðarmenn í óða önn að koma hús- verður aðgengilegra og vellíðan okkar fer óskertur í vinnustofu Iðju. Keypt eru REIKN Mjólkursamsalan ehf . í kjölfarið,“ efni og áhöld til að þróa og vinna ný og kvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks og næðinu í stand en þá var einungis vika í allra mun væntanlega Bitruhálsiaukast 1 · 110 Reykjavík 569 2200opnun · fax 569 2222 Formleg verður fleiri verkefni til sölu og sýnis,“ segir reglugerð um atvinnumál þeirra. Iðja er opnun. Jónína segir að taka þurfti húsið í útskýrir Jónína.Sími Kt. 540405-0340 · Vsknr. 92557 · www.ms.is vinnustaður sem veitir í senn verkþjálfun, nefið eins og sagt er, t.d, fella veggi og fimmtudaginn 28. apríl kl. 14:00 og Jónína að lokum. /BÞ

„Komum til með að sakna návistar við Bjarna Har“ Til hamingju með Atvinnulífssýninguna 2012

DÖGUN

F

Lynghálsi35 2 -ÁRA Reykjavík S: 570 0300 - www.garri.is FEYKIR

Skútuvogi 2, Reykjavík - S: 1414 - www.vodafone.is Bitruhálsi 1 - Reykjavík S: 569 2200 - www.ms.is Við óskum Feyki – fréttaog dægurmálablaði á Norðurlandi vestra til hamingju með afmælið

Dalsmári 9-11 | Kópavogi | logl.is | thinnlikami.is | 571 7000

ju með Atvinnulífssýninguna 2012 STEINULL HF

69

olinn.is

23

Brautarholti 24, Skipagötu 105 Reykjavík s: 562 6464 - www.henson.is 14, 600 Akureyri

.

Borgartúni 37, Reykjavík 569 7700 :: www.nyherji.is Sauðárkróki Sími 455:: 3000 www.steinull.is

Sundaborg 5, Reykjavík s: 517 0202 - www.arkir.is

ENSO

Fjölnisgötu 1b, Akureyri s: 517 0202 - www.arkir.is www.byko.is

Háeyri 1, Sauðárkróki - www. fisk.isSími - S:455 4556200 4400 Borgarteigi 15 550 Sauðárkróki

www.skrautmen.com Raftahlíð 74, Skr. S: 453 6769

Aðalgata 21,- S: 550 Sauðárkrókur Suðurgötu 3, Skr. 453 5900 & 864 5889

www.landsbankinn.is www.posturinn.is

FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA www.fnv.is s: 455 8000 550 Sauðárkróki

www.velfang.is :: 5806140 8200 Borgarteigi 15:: -velfang@velfang.is Sauðárkróki :: S: 455 ustöð Skagafjar ða eyp St r Pósthólf 85 • Hesteyri 1 • 550 Sauðárkrókur • Sími 453 5923

Svalbarðseyri 601 Akureyri www.vis.is :: Sími:kjarnafaedi@kjarnafaedi.is 560 5000 SKAGAFIRÐI

Skarðseyri 2- Sauðárkróki :: S: 453 5581

REIÐHÖLLIN SVAÐASTAÐIR www.svadastadir.is

www.arionbanki.is www.lifland.is / lifland@lifland.is

Hárgreiðslustofa Hárgreiðslustofa • Fax 453 5423 MARGRÉTAR MARGRÉTAR

Rækjuvinnsla • Útgerð • Fax 453 5423 • www.dogun.is • dogun@dogun.is

Pósthólf 85 • Hesteyri 1 • 550 Sauðárkrókur • Sími 453 5923

Við þökkum eftirtöldum aðilum kærlega fyrir veittan Sæmundargötu 1, 550blaðs Sauðárkróki :: S: 453 5400 stuðning við útgáfu þessa

HÁGÆÐA PAPPÍR OG PRENTVÖRUR www.hskrokur.is :: Sími: 455 4000 www.vilko.iswww.lindesign.is - S: 535 4000, 452 4272

LÉTTITÆKNI EHF. www.lettitaekni.is :: lettitaekni@lettitaekni.is

Skeifunni 2 , Reykjavík Sími 530 5900 KAUPFÉLAG VESTUR:: HÚNVETNINGA

tborg@tborg.is 453 5170 Faxafen 10, Reykjavík. - S: 517-3800S:- www.enso.is

ge.is

bakkaflot@bakkaflot.is 453 8245 www.ferrozink.is - S:www.riverrafting.is 460 1500 - Árstíg 6,S:Akureyri

Réttingar Bílamálun Bílamálun & réttingar

Tjónaskoðun *Bílamálun Smiðjuvegi - 46 ::*Réttingar idnvelar@idnvelar.is Ármúla 25, 44 Reykjavík :: Sími 550 *Tjónaskoðun 6000 :::: www.idnvelar.is www.siminn.is Borgarröst 5, Sauðárkrókur - S: 453 6760 / 698 4342 Fax: 453 6761 - Netfang: malverk550@simnet.is

Dalatúni 17, Skr., s: 453 5609

www. posturinn.is

KRÓKSÞRIF ...ÞRÍFUR FYRIR ÞIG

Vísindagarðar

www.krokstrif.is :: Sími: 821 6190 Háeyri 1 550 Sauðárkróki Sími 455 7930

Borgartúni 6b 550 Sauðárkróki Sími: 453 6474 www.hotelvarmahlid.is :: info@hotelvarmahlid.is :: 4538170 oskarha@simnet.is

• www.


24

15/2016

Við þjónustum bílinn þinn IÐNSVEINAFÉLAG SKAGAFJARÐAR

Tjónaskoðun Cabas Erum með samninga við öll tryggingfélög.

Iðnsveinafélag Skagafjarðar óskar Feyki til hamingju með 35 ár full af fréttum úr heimabyggð

Færum Feyki héraðsfréttablaði á Norðurlandi vestra bestu framtíðaróskir í tilefni 35 áranna

Útvegum bílaleigubíla Hamingjuóskir til Feykis fréttablaðs í tilefni 35 áranna

Bílaverkstæði Bílaverkstæði KS

Hesteyri 2

550 Sauðárkróki

Sími 455 4570

60 ÁRA

www.protis.is

Um leið og við óskum Feyki til hamingju með afmælið þá þökkum við frábærar móttökur á Amínó vörunum okkar!


15/2016

Hjónin Karl Jónsson og Guðný Jóhannesdóttir með yngsta fjölskyldumeðliminn, Halla, og heimilishundinn. MYND: BÞ

Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri 2006-2011

Gerðist ritstjóri Feykis fyrir algjöra tilviljun Guðný Jóhannesdóttir var ritstjóri Feykis frá 2006-2011. Hún segir ritstjórastarfið hafa verið fjölbreytt og spennandi og í gegnum það hafi hún kynnst fullt af fólki á öllu Norðurlandi vestra. Á svæðinu búi kraftmikið fólk sem vinni ötullega að málefnum svæðisins. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir

-Það að ég kom sem ritstjóri hjá Feyki var í raun algjör tilviljun. Ég ætlaði að sækja um starf hjá Gagnaveitu Skagafjarðar og hafði maðurinn minn samband við kunningja sinn út af því starfi, bara svona til að forvitnast um það hvernig landið lægi. Úr því samtali kom að Kalli var ráðinn sem starfsmaður Gagnaveitu Skagafjarðar og ég sótti um og fékk stöðu ritstjóra Feykis. Þetta var haustið 2006 og ég byrjaði í desember það sama ár

og fyrsta blaðið undir minni ritstjórn kom út í ársbyrjun 2007. Síðasta blaðið undir minni ritstjórn kom síðan út í lok ágúst 2011 ef ég kann þetta rétt en það snjóar fljótt yfir ártöl. Starfið lagðist í upphafi mjög vel í mig og var fjölbreytt og spennandi frá upphafi. Hins vegar fann ég fljótt fyrir því að spenna var milli svæða og fékk ég mjög gjarnan skammir fyrir að taka viðtal við of marga frá hinu og þessu svæðinu. Fljótlega kom ég mér upp þeirri vinnureglu að ef ég var reglulega skömmuð á öllum svæðum fyrir að tala við fólk af hinum svæðunum þá væri ég líklega að gera eitthvað rétt. Þarna þurfti því að passa upp á til dæmis með forsíðuna að hafa rétt hlutfall milli kynja, svæða og starfsstétta. Þegar á leið fór álagið við starfið að segja til sín og krafan um að ritstjórinn væri alls staðar var á stundum nánast óbærileg. Ég mátti ekki fara út á mannfögnuði án þess að vera með myndvél annars var ég að senda samfélaginu þau skilaboð að ég

hefði ekki áhuga. Jafnvel þó ég væri í sumarfríi eða bara að það væri 17. júní og ég fengi ekkert borgað fyrir að vera í vinnunni. Steininn tók síðan út þegar ég fékk miklar skammir frá einstaklingi fyrir að hafa ekki birt myndir frá samkomu sem ég sannarlega sótti en var á þeim tíma í veikindaleyfi og ekki í

vinnu. Þá upplifði ég að það væri ekki lengur þess virði að vera alltaf í vinnunni, rjúka til hvar og hvenær sem var, án þess að fá endilega borgað í samræmi við þá vinnu en taka endalaust við skömmum. Börnin mín voru orðin vön því að útilegur voru farnar í nágrennið og mamma var með myndavélina að safna efni þó við ættum að vera í fríi saman. Vinnan var farin að yfirtaka allt eðlilegt líf og ég fann að þetta var komið gott og setti því punkt enda neistinn slokknaður og Feykir átti allt annað skilið en útbrunninn ritstjóra. Starfið fór því frá því að vera ofurspennandi yfir í að ræna mig svefni undir það síðasta. Enda vorum við hjón steinhætt að fara eitthvað vegna þess að við nenntum ekki bögginu sem því fylgdi. Ég held að samfélagið verði að átta sig á að tvær manneskjur geta ekki bæði unnið fullan vinnudag og átt síðan kauplaust að mæta á hina og þessa viðburði í frítíma sínum. Sem betur fer voru margir til í að aðstoða mig og taka myndir og senda og fyrir það var ég og er mjög þakklát. Mig langar að minna fólk á að það að eiga öflugan héraðsmiðil

25

er ekki sjálfgefið og blað eins og Feykir mun aldrei lifa né halda mannskap nema með sameiginlegu átaki héraðsbúa um að halda blaðinu lifandi. Þá eru allir héraðsfréttamenn.

Aprílgabbið um brjóstamjólkurostinn skemmtilegast Ég held að fyrir utan stóru ísbjarnamálin þá hafi verið skemmtilegast að vinna að aprílgabbi sem ég fékk Svavar vin minn hjá KS til að taka þátt í með okkur. Ég man að ég vaknaði þann 1. apríl og var enn í vandræðum með hvað ætti að vera apríl gabbið þetta árið. Leit á Kalla og spurði hvort það væri ekki smá húmor í osti gerðum úr brjóstamjólk. Hringdi í Svavar vin minn og við ákváðum að hittast eftir 30 mínútur uppi í samlagi. Á þessum 30 mínútum bjó snillingurinn hann Óli Arnar til lógó og þegar ég mætti í samlagið var Svavar búinn að búa til mosarella ost sem var í laginu eins og konubrjóst. Ég hef sjaldan hlegið eins mikið og þennan morgun og ég held að gabbið okkar hafi þótt ágætlega vel heppnað þetta árið þó kannski

Undir stjórn Guðnýjar var farið að gefa út Jólablað Feykis í stað Jólablaðs Nýprents en mikill metnaður var frá upphafi lagður í Jólablaðið. Hér er Guðný, lengst til vinstri, að spjalla við Maddömurnar í kökuþætti blaðsins fyrir jólin 2009. MYND: ÓAB

Starfsmenn Mjólkursamlagsins með brjóstamjólkurostinn sem var skemmtilegt aprílgabb í ritstjórnartíð Guðnýjar. MYND:FEYKIR


26

15/2016

ÁRIÐ ER LÖGIN SEM LIFA

nýprent ehf / 042016

STÓRSÝNING & DANSLEIKUR

Umfjöllun um fyrirtæki vikunnar var vinsælt efni í Feyki í ritstjórnartíð Guðnýjar.

hafi ekki margir hlaupið apríl. Eins þótti mér alltaf svakalega gaman að vinna að lið sem hét „Fyrirtæki vikunnar“ og fjalla um grasrótina sem hélt samfélaginu okkar gangandi. Það var liður sem ég fann að fólk hafði gaman af og að það kæmi á óvart hversu fjölbreytt atvinnulíf væri á svæðinu. Að taka einhvern einn eftirminnilegan viðmælanda og nefna er hreinlega ekki hægt. Hins vegar kynntist ég fullt af fólki sem ég bý enn að því að þekkja í gegnum fésbókina og fylgist með. Á öllu Norðurlandi vestra býr kraftmikið fólk sem vinnur ötullega að málefnum svæðisins og fær ekkert endilega alltaf þakkir fyrir. Þetta fólk

stendur að mínu viti upp úr. Þegar ég tók við var blússandi góðæris eitthvað í öllu samfélaginu en á Norðurlandi vestra var neikvæður hagvöxtur. Þrátt fyrir það var unnið að miklu uppbyggingastarfi þar sem reynt var að byggja upp atvinnulífið og margar góðar hugmyndir urðu að veruleika og aðrar fóru aldrei lengra en á teikniborðið. Ég vil því ekki nefna neina einstaklinga en á öllu svæðinu býr fólk sem ég hugsa til með mikilli hlýju og dáist að eljusemi þeirra og dugnaði. Feykisárin mín voru góður endir á blaðamannaferli mínum, ég vann sem blaðamaður allt í allt í um 14 ár og eftir þann

í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í Sæluviku föstudaginn 29. apríl 2016 í samstarfi við Rás 2 Íslensk dægurlagasaga í tali og lifandi tónum frá framleiðendum hinna margverðlaunuðu sjónvarps- og útvarpsþátta Árið er

FRAM KOMA:

Magni Ásgeirs Sigríður Thorlacius Sigga Beinteins Ellert Jóhanns Sigvaldi Helgi Bergrún Sóla Malen Sigurlaug Vordís Róbert Óttars og stórhljómsveit hússins Húsið opnar 20:00 Tónleikar hefjast kl. 20:30 Aldurstakmark 18 ár Sérstök sýning fyrir börn kl. 17:00 MIÐAVERÐ:

Miðaverð í forsölu á tix.is kr. 6.500 Miðaverð við inngang kr. 6.900 Sérstök tilboðsverð fyrir hópa, skráning hópa og borðapantanir í síma 695 9016 eða netfangið vordisin@gmail.com (Sigurlaug Vordís)

MIÐAVERÐ Á SÝNINGU FYRIR BÖRN

17 ára og yngri kr. 1.000, frítt fyrir börn undir 6 ára í fylgd með forráðafólki. 18 ára og eldri kr. 2.000.

tíma fann ég að neistinn var slokknaður. Ég óska blaðinu og starfsmönnum velfarnaðar og

minni lesendur á að blað eins og Feykir getur ekki lifað nema með jákvæðri þátttöku sam-

félagsins og íbúa svæðisins. Feykir lengi lifi.

KAUPFÉLAG VESTUR HÚNVETNINGA Strandgötu 1, 530 Hvammstanga - Sími 455 2326

Sauðburðarvörur og aðrar búvörur í miklu úrvali! Netfang: buvorur@kvh.is


15/2016

27


28

15/2016

Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin Páll Friðriksson ritstjóri 2011-2014

Forsetafrúin og skrípaleikurinn í kringum hvítabirnina eftirminnilegast Páli Friðrikssyni var boðinn ritstjórnastóllinn eftir að hafa starfað sem blaðamaður hjá Feyki í þrjú ár og segist ekki sjá eftir því að hafa þegið boðið. Páll var ritstjóri Feykis frá 20112014. Páll er jafnframt krossgátusmiður Feykis og á heiðurinn af því að útbúa nýja krossgátu í blaðið á hverri viku. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir

-Það hafði þann aðdraganda að Guðný Jóhannesdóttir hættir sem ritstjóri og mér, sem hafði starfað sem blaðamaður á Feyki þrjú árin á undan, var boðinn ritstjórnarstóllinn. Eftir örlitla umhugsun tók ég boðinu og sé ekki eftir því. Ég sinnti því starfi í tvö ár eða þangað til ég snéri mér að öðrum hlutum. Starfið lagðist bara vel í mig. Ég hafði gaman af því að skrifa en maður var stundum pirraður yfir því hvað tíminn leið hratt og hve litlum tíma var hægt að eyða í hvert verkefni. Blaðið varð að fara í prentun á réttum tíma hvernig sem á stóð og þess vegna fór eitthvað frá manni sem ekki var alveg eins og maður vildi hafa það. Ég get mér þess til að svona sé þetta yfir alla blaðamannastéttina. Gætir þú nefnt fyndna frétt eða fyrirsögn sem þú manst eftir? -Það er

nú örugglega hægt að finna eitthvað þegar leitað er. Það poppaði upp nú fyrir skemmstu minning á Fésbókinni þar sem ég hafði tekið viðtal við forstöðumenn meðferðarheimilisins Háholts, þá Ara og Hinrik. Það skondna var að á forsíðu var mynd af þeim standandi fyrir framan hænsnakofa í garðinum, en hann kom lítillega fyrir í viðtalinu, og var eins og fyrirsögnin ætti við hann: Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði – Heimili en ekki fangelsi Svo man ég eftir einu atriði sem mér fannst fyndið þegar ég sá það í blaðinu. Það var í matarþættinum og einhver dýrindis uppskrift sem vinir mínir í Ási í Hegranesi voru með, þau Bjarney og Einar Valur. Í uppskriftina voru notuð ýmis hráefni og upptalning á þeim eins og gengur. En það skemmtilega var að síðustu tvö hráefnin fóru í nýja línu og stóðu eins og um myndatexta væri að ræða. Undir myndinni af þeim hjónum stóð skýrum stöfum: Salt og pipar.

„Græðum“ mannlífið með skemmtilegu blaði og lifandi umræðu Það var mjög eftirminnilegt fyrsta sumarið mitt á Feyki þegar hvítabirnirnir gengu á land. Fyrst svokallaði Þverárfjalls ísbjörn og svo sá sem gerði vart við sig á Hrauni á Skaga. Sá fyrri var bara skotinn þegar færi gafst en hinum

Páll Friðriksson glottir út í bæði á ritstjórnarskrifstofu Feykis vorið 2012. MYND: ÓAB

síðari átti að reyna að bjarga á einhvern hátt vegna pólitískrar réttsýni íslenskra ráðamanna. Að mínu mati var þar eintómur skrípaleikur á ferðinni en ég geri mér alveg grein fyrir því að margir trúðu því og gera kannski enn að hægt hefði verið að bjarga honum og koma honum „heim til sín“. Eins og margir

muna var hann skotinn rétt áður en hann kom sér í sjóinn. Á staðinn voru mættir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og ráðuneytismenn til að fylgjast með björguninni en vonbrigðin leyndu sér ekki hjá ráðherranum yfir sorglegum endi.

Svo verð ég líka að nefna forsetafrúna sem kom með eiginmanni sínum í opinbera


15/2016

29

Palli er krossgátusmiður Feykis

Erfiðast er að láta þetta ganga upp í restina

Skipulegt kaos á skrifborði Palla ritstjóra í byrjun september 2012. Þarna er Palli ásamt Berglindi Þorsteinsdóttur blaðamanni sem nú ritstýrir Feyki. MYND: ÓAB

heimsókn í Skagafjörð rétt á undan hvítabjörnunum. Hún var eins og drottning sem heillaði alla hvar sem hún kom. Ég var sendur í það verkefni að taka mynd af þeim hjónum upp á sjúkrahúsi þar sem þau voru að húsvitja en endaði með því að elta þau um allan Skagafjörð.

Ég vil bara að lokum hvetja alla til að gerast áskrifendur að Feyki. Ég veit það af eigin raun að þetta er ekki rekstur sem hægt er að græða á en við íbúar Norðurlands vestra „græðum“ mannlífið með skemmtilegu blaði og lifandi umræðu um okkur sjálf.

„Ég byrjaði á þessu eftir að ég gerðist ritstjóri. Mig langaði að vera með eina létta afþreyingarsíðu aftarlega í blaðinu. Þar átti m.a. að vera spurning vikunnar, sudoku og helst krossgáta. Þar sem ég vissi ekki um neinn sem smíðaði þær prófaði ég að útbúa eina. Mér til mikillar gleði tókst það ágætlega að eigin mati,“ svarar Páll þegar

hann er spurður útí hvernig hann byrjaði að gera krossgátur fyrir Feyki. „Þetta var nokkuð snúið fyrst en er komið í betri farveg núna. Erfiðast er að láta þetta ganga upp í restina þegar fáir reitir eru eftir.“ „Hugmyndirnar fæðast við myndirnar sem ég vel. Síðan þarf að útbúa stuttan texta sem ég leiði í gegnum

Afmæliskrossgátan

Verðlaunakrossgáta

Fern verðlaun verða veitt fyrir rétta lausn á krossgát-unni, sem felur í sér stutta setningu. Lausnin skal sendast á netfangið feykir@feykir.is eða í pósti á: Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki, ekki síðar en 1. maí nk.

reiti gátunnar og því næst hefst prjónaskapurinn. Hjálpartækin eru veforðabókin Snara og Beygingarlýsing íslensks nútímamáls á vef stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ómissandi fyrir alla sem eitthvað vinna með íslenskt mál,“ segir hann að lokum.

Vinningarnir eru: Geisladiskur Karlakórsins Lóuþræla, Senn kemur vor Tveir miðar á Sæluvikuleikrit Leikfélags Sauðárkróks, Fullkomið brúðkaup. Geisladiskur Gísla Þórs Ólafssonar, Gillon. Matreiðslubókin Undir Bláhimni.


30

15/2016

Ný hljómplata lítur dagsins ljós Gillon eftir Gísla Þór Ólafsson

Hljómurinn áreynslulaus og flest lögin í ballöðustíl VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir

Tónlistarmaðurinn Gillon, í daglegu lífi þekktur sem Gísli Þór Ólafsson, er að gefa út sína fjórðu plötu en líkt og tónlistarmaðurinn sjálfur ber platan heitið Gillon. „Þessi plata er poppaðri en tvær seinustu og e.t.v. meira í ætt við fyrstu plötuna Næturgárun. Til gamans má geta þess að umslag disksins prýðir ljósmynd af mér, en það er í fyrsta skiptið sem mynd af mér birtist á hljómafurð,“ sagði Gísli Þór í gamansömum tón þegar Feykir spurði hann að hvaða leyti platan sé frábrugðin fyrri útgáfum. Að sögn Gísla hófst vinnsla plötunnar um mánaðarmótin ágúst/september 2015 og var að mestu lokið í byrjun október. Hún var unnin með Sigfúsi Arnari Benediktssyni og tekin upp í stúdíóinu hans, Stúdíó Benmen. „Platan var í salti frá október og út árið og svo endurskoðuð í byrjun nýs árs. Þá ákváðum við að breyta tveimur lögum á henni, lögum við ljóð Ingunnar Snædal, en hún á tvö ljóð á plötunni. Að

MYND: HJALTI ÁRNA

öðru leyti eru lög og textar eftir mig og efnið samið á tímabilinu 2010-2015,“ útskýrir hann. „Hljómur er áreynslulaus og flest lögin í ballöðustíl. Þá er lag á ensku á plötunni sem heitir My Special Mine. Það er í fyrsta skiptið sem ég gef út lag á

ensku. Auk þess er þetta fyrsta platan mín sem inniheldur ekki ljóð eftir Geirlaug Magnússon,“ segir Gísli þegar hann er spurður nánar út í plötuna. Í sérstöku uppáhaldi segir Gísli vera lagið Sumar, sem varð til síðastliðið haust. „Þá var eins og einskonar ritstífla hafi brostið og eilítill nýr tónn kviknað. Enn nýrri tónn kviknaði svo í desember og hefur verið að þróast síðan, en það eru lög sem eru hugsuð fyrir þarnæstu plötu. Annars þykir mér einna vænst um lögin Svo blindur og Hin eina sanna. En liggur meiri vinna á bakvið sum lög en önnur? -„Já, nema við Sigfús erum orðnir pínu sjóaðir í vinnuferlinu og ákváðum auk þess að hafa þessa plötu frekar lifandi og ekki mikið útsetta. E.t.v. er mesta vinnan fyrir mig sú hvernig lög þróast frá því að þau eru samin og þar til ég hitti Sigfús til að taka þau upp. Flest eru þau fullmótuð í huga mér, þó sumar útsetningar verði til í skapandi flæði okkar beggja. Að loknum upptökum gengur svo Fúsi frá hljóðblöndun og masteringu. Til gamans má nefna að lagið My Special Mine var reynt á íslensku og ég gerði nokkra texta og söng einn þeirra inn, en það vantaði mýktina sem var í upprunalega textanum og vinnudemóinu þannig að við ákváðum að kýla á það á

ensku, en þannig var það samið sumarið 2011.“ Aðspurður um hvað sé eftirminnilegast við gerð plötunnar svarar Gísli að það sé að hvaða leyti hún virðist aðgengilegri og auðveldari í vinnslu en hinar á undan. „Einnig að lag við ljóð Ingunnar Snædal, Komin til að vera, nóttin, lifnaði einhvern veginn við er við endurgerðum útsetninguna á því eftir áramót. Svo var lagið Sumar tekið upp þegar það var nýsamið en það hefur ekki verið algengt hjá mér til þessa.“

Upplifir í æskudrauminn Gísli Þór vinnur jafnframt að útgáfu nýrrar ljóðabókar sem hann áætlar að gefa út í haust og er að semja lög á þarnæstu plötu. „Ekki er víst að ég efni til tónleika í kjölfar útgáfunnar, en Contalgen Funeral mun engu að síður vera eitthvað viðloðandi næstu mánuðina, en við hittumst núna aðra hverja helgi til að skoða og æfa nýtt efni.“ „Undanfarin tíu ár hefur verið gaman að fá innsýn í þann draum sem hefur fylgt mér síðan ég var barn, að hafa kost á því að gefa út bækur og diska og öðlast reynslu á því sviði. Á unglingsárunum kviknaði svo ljóðaáhuginn, en í haust eru tíu ár síðan mín fyrsta ljóðabók, Harmonikkublús kom út. Það getur verið að ég haldi upp á það afmæli með einhverjum hætti. Það kemur nánar í ljós í haust,“ segir Gísli að lokum. Gillon er fáanleg hjá Gísla í gegnum netfagnið thorgillon@ gmail.com. Einnig í Skagfirðingabúð, auk helstu tónlistarbúða syðra, Smekkleysu og 12 tónum.


31

15/2016

Jóhannes og Adda eru matgæðingar vikunnar

og maukuð í örfáar sekúndur, eða eftir smekk. Ef súpan þykir of þykk, þá má bæta vatni út í.

Að elda handahófskennt

EFTIRRÉTTUR

Döðlukaka

MATGÆÐINGAR VIKUNNAR

Þessa uppskrift rákumst við á upprunalega á síðunni www. nordicfoodliving.com og heppnast hún alltaf svo vel að hér er hún í nánast óbreyttri mynd. Í kökunni er hvorki viðbættur sykur né hveiti (þó flestir sem hafa smakkað hana eigi erfitt með að trúa því).

berglind@feykir.is

„Oft er gott að prófa sig áfram með eitthvað nýtt án þess að fylgja uppskrift, og er svoleiðis tilraunamennska oft stunduð hér á bæ. Svoleiðis tilraunamennska er einnig mjög hentug til þess að nýta afganga og mat sem er á síðasta snúning, eða á það til að gleymast aftast inn í ísskáp. Hafa skal þó í huga að sumar tilraunir mistakast og maður þarf að sætta sig við það að ágætis hluti afrakstursins getur orðið frekar ósmekklegur,“ segja Jóhannes G. Þorsteinsson og Arnfríður Hanna Hreinsdóttir í Kollafossi í Miðfirði. „Gott er því að stunda svona skemmtilegheit með rétti sem fara ekki til spillis þó eitthvað mistakist. Eins og til dæmis vefjur, þar sem hægt er að hafa margt mismunandi í boði til að skella í þær. Áttu til popp? Jafnvel frá kvöldinu áður? Settu það í matvinnsluvélina og eitthvað annað skemmtilegt með. Kiwi? Avocado? Eitthvað sem þú myndir ekki venjulega setja saman. Smakkast það ekki nógu vel? Taktu eitthvað annað handahófskennt og bættu út í. Einhver skemmtileg krydd. Endurtaktu þangað til þetta smakkast annaðhvort óhóflega vel, eða ásættanlega. Ef þetta smakkast óhóflega vel, til hamingju, þú ert komin/n með FEYKIFÍN AFÞREYING

100g dökkt súkkulaði 150g döðlur 200g hnetur / möndlur (t.d. cashew hnetur, heslihnetur og möndlur) 2 bananar 2 egg 1 tsk lyftiduft ¼ tsk salt 1 tsk vanilluduft (má sleppa)

Jóhannes og Adda.

nýja uppskrift. Smakkast þetta ásættanlega? Vel gert, þú getur sett þetta á listann þinn fyrir áframhaldandi tilraunastarfsemi. Óætt? Þá væri best að strika þessa áhugaverðu samblöndu hráefna af listanum þínum. Það skemmtilegasta er, að svona réttir bragðast sjaldnast nákvæmlega eins þegar maður reynir að endurskapa þá síðar.“ AÐALRÉTTUR

Grænmetissúpa

Þessi súpa breytir um lit eftir því hvaða grænmeti er til í ísskápnum hverju sinni og í hvaða hlutföllum það er, en bragðið er þó oftast á svipuðum nótum. Það má nota blöndu af fersku og frosnu grænmeti.

Vissirðu að ...

... Mount Olympus Mons fjallið á Mars er þrisvar sinnum stærra en Everest? ... um eitt tonn af geimryki og öðru geimdrasli fellur til jarðar á hverjum degi? ... um það bil 40.000 Bandaríkjamenn slasa sig á klósettum árlega? ... algengasta nafnið í heiminum er Múhameð?

Sudoku

MYND: ÚR EINKASAFNI

1 dós kókosmjólk 2-3 bollar grænmetiskraftur 2-3 msk kókosolía Eftirfarandi grænmeti endar oftast í súpunni: Laukur, hvítlaukur, sæt kartafla, gulrófa, spínat, gulrætur. Stöku sinnum: Grænkál, blómkál, brokkolí, sellerý, kartöflur.

Aðferð: Skerið grænmetið fremur gróft og steikið í kókosolíunni við miðlungshita. Þegar það er farið að mýkjast er kókosmjólkinni hrært út í. Grænmetisteningarnir eru leystir upp í heitu vatni og bætt saman við. Ef frosið grænmeti er notað, þá er því einnig bætt út í og súpan síðan látin malla við vægan hita í a.m.k. 20 mínútur, eða þar til grænmetið er orðið mjög mjúkt. Súpunni er skellt í blandara eða matvinnsluvél

Feykir spyr...

Ert þú eða hefur verið áskrifandi að Feyki? [SPURT Í

SKAGFIRÐINGABÚÐ Á SAUÐÁRKRÓKI]

„Ég hef verið áskrifandi en er það ekki lengur.“

Hrefna Þórarinsdóttir

Aðferð: Saxið súkkulaðið og 50g af hnetunum. Malið restina af hnetunum í matvinnsluvél þar til blandan er orðin að mjöli. Hrærið mjölinu saman við saxaða súkkulaðið og hneturnar í stórri skál. Blandið lyftidufti og salti saman við. Setjið banana, döðlur, egg og vanillu (ef notuð) í matvinnsluvél og blandið þar til áferðin er orðin mjúk og allt vel blandað saman. Setjið blönduna út í stóru skálina og hrærið öllu vel saman. Bakað í 20-25sm hringlaga formi (eða eldföstu móti) við 180°C í U.Þ.B. 25 mínútur. Berið kökuna fram volga með þeyttum rjóma eða ís. Kakan er einnig góð köld.

„Ég hef verið áskrifandi í rúmlega ár.“

Við skorum á Ástu Sveinsdóttur á Fosshóli að koma með uppskriftir að einhverju ljúfmeti.

„Ég er það ekki en hef verið áskrifandi.“

Agnar Búi Agnarsson

Verði ykkur að góðu!

Jón Daníel Jónsson

oli@feykir.is

Tilvitnun vikunnar

Vandamálin eiga það til að stækka við að velta sér upp úr þeim. - Oddvitinn

„Já, ég hef verið áskrifandi.“

Hanna Eiríksson

„Ég hef ekki verið áskrifandi en maðurinn minn keypti blaðið lengi.“

Sigurlaug Eiríksdóttir

Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar getur hugsað hlýlega til Feykis!

UMSJÓN

kristin@feykir.is


Til hamingju Kaupfélag Skagfirðinga óskar Feyki til hamingju með 35 ára afmælið.

Kaupfélag Skagfirðinga | Ártorgi 1 | 550 Sauðárkróki | & 455 4500


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.