__MAIN_TEXT__

Page 1

T I L H A M ING JU UMF. TI NDA STÓLL

Stólastúlkur L E N G J U D E I L DA R M E I S TA R A R 2 0 2 0

Umfjöllun Feykis um kvennaknattspyrnu á Sauðárkróki og afrek Stólastúlkna | 14. október 2020

Stólastelpur sigurvegarar Lengjudeildar

Á leiðinni í Pepsi Max deildina Framganga kvennaliðs Tindastóls í knattspyrnu hefur verið framúrskarandi síðustu misseri og árangurinn athyglisverður. Eftir mikla vinnu síðustu ára og háleit markmið er uppskeran loksins komin í hús þar sem liðið tryggði sér sæti meðal þeirra bestu í íslenska boltanum.

Covidið er þó að setja strik í reikninginn því síðasti leikur stelpnanna átti að fara fram síðasta föstudag með pomp og prakt. Hvernig sem úrslit hans hefðu orðið hefði bikarinn farið á loft með allri þeirri gleði og stemningu sem því fylgir. Ákveðið var að tileinka Feyki vikunnar þeim flottu stelpum sem unnið hafa að þessu markmiði, þjálfurum, öllu starfsliði og stuðningsfólki

Covid-19 hafði af okkur forsíðumyndina þar sem áttu að vera fagnaðarlæti með verðlaunabikarinn hátt á lofti. Þess í stað er önnur mynd, ekki síður söguleg, af stelpunum eftir sigur á ÍA í Akraneshöllinni þann 2. nóvember sl. þar sem Pepsideildarsætið var tryggt. Efri röð frá vinstri: Jónsi þjálfari, Lára Mist, Magnea Petra, Jackie, María Dögg, Amber, Margrét Rún, Bergljót, Krista Sól, Rakel Sjöfn og Kristrún. Neðri röð frá vinstri: Bryndís Rut, Aldís María, Laufey Harpa, Mur, Birna María, Sólveig, Hugrún, Agnes og Berglind. Á myndina vantar Guðna þjálfara, Hrafnhildi sem var fjarri góðu gamni sökum meiðsla og þá spiluðu Hallgerður, Anna Margrét, Eyvör og Lara Margrét með liðinu fyrri part sumars. Vonandi vantar Feyki ekki einhvern í upptalninguna en allir hafa gert sitt til að búa til sigurlið. Til hamingju allir Stólar – nær og fjær! MYND: GRÓA GUÐMUNDA

sem stendur að baki þessu ævintýri, og vonum að allir hafi gaman af. Eins og fram kemur í þeim fjölmörgu viðtölum sem við birtum í blaðinu hefur vinnan að takmarkinu tekið mörg ár og fjölmargir aðilar komið að. Kannski erum við enn á upphafsreit einhverra enn meira spennandi tíma. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvenær grænt ljós verður gefið fyrir því að klára Íslandsmótið í knattspyrnu og allt eins víst að því verði slegið á frest. Í ljósi þeirrar óvissu fannst okkur á Feyki ekki góð hugmynd að fresta þessari umfjöllun okkar ef ske kynni að síðasti leikurinn færi aldrei fram. En hvernig sem fer óskum við Tindastól til hamingju og öllum þeim sem að þessu verkefni hafa komið á hvaða hátt sem er. /PF

Guðni Þór Einarsson | Þjálfari kvennaliðs Tindastóls

Liðið stóðst pressuna ótrúlega vel Króksarinn og Tindastólskappinn Guðni Þór Einarsson tók við sem þjálfari Tindastóls sl. haust þegar allt leit út fyrir að samþjálfari hans, Jón Stefán Jónsson, kæmi ekki að þjálfun liðsins vegna starfa sinna fyrir Íþróttafélagið Þór á Akureyri. Guðni sóttist hins vegar eftir því að fá að njóta krafta og reynslu hans áfram og stökk Jónsi aftur á Stólavagninn í byrjun árs.

Fór svo að þeir hafa þjálfað liðið í sameiningu í sumar, líkt og síðustu tvö sumur þar á undan, og hefur árangurinn verið eins og í góðu ævintýri þó í byrjun hafi sennilega einhverjir ekki haft mikla trú á að markmið þeirra um sæti í efstu deild ætti mikið skylt við raunveruleikann. En trúin flytur augljóslega fjöll – jafnvel Tindastól!

Guðni undirbýr skiptingu. Jónsi félagi hans er fjær. MYND: ÓAB

Feykir hafði samband við Guðna í síðustu viku og lagði fyrir hann tvær spurningar. Hvað kom þér mest á óvart í Lengjudeildinni í sumar? „Í hreinskilni sagt þá er mjög fátt sem kom mér á óvart hvernig deildin spilaðist. Fyrirfram bjóst ég við því að

Haukar og Keflavík yrðu okkar helstu keppinautar um efstu tvö sætin sem svo var raunin. Liðin frá 4.–8. sæti eru mjög jöfn að getu og hafa verið að stríða efstu liðunum og tekist að taka stig af okkar helstu andstæðingum. Mér finnst ég einnig verða að koma inn á að

umgjörð félaganna er líka alltaf að verða betri og betri.“ Hvað kom mest á óvart varðandi lið Tindastóls? „Það sem gleður mig sem þjálfara hvað helst er hversu vel hópurinn í heild hefur höndlað það að fara úr því að vera liðið sem kom öllum á óvart í fyrra og í það að vera besta lið deildarinnar. Leikmenn, þjálfarar og stjórn hafa talað mjög opinskátt um að stefnan yrði sett á efstu deild í sumar. Liðið hefur staðist þessa pressu ótrúlega vel. Það sem kemur mér skemmtilega á óvart er hversu stelpurnar hafa verið jarðbundnar og einbeittar að ná þessu stóra markmiði og til að ná því hafa þær sýnt ótrúlegan vilja, aga og metnað í að leggja meira á sig. Til að mynda er eitt atriði í velgengi sumarsins hversu vel þær æfðu í Covidpásunni þegar við máttum ekki

æfa saman sem hópur í sex vikur. Sá tími reyndi mikið á sjálfs-aga og metnað leikmanna og að mínu mati er þessi tími á lokastigi undirbúningstímabilsins ákveðinn lykilþáttur í árangri sumarsins. Þar viljum við í þjálfarateyminu koma hrósi á Guðrúnu Jenný, sem sá um styrktarþjálfun og útbjó program fyrir stelpurnar, og Sigurð Arnar, frjálsíþróttaþjálfara, sem útbjó hlaupaprógram fyrir okkur. Annað atriði, sem kemur reyndar ekkert á óvart, er þessi ótrúlegi stuðningur og bakland sem hópurinn hefur fengið frá stjórn, kvennráði (Helgu Eyjólfs og Sunnu Björk), foreldrum og stuðningsmönnum öllum. þessi stuðningur er algjörlega ómetanlegur og á stóran þátt í velgengninni,“ segir Guðni að lokum. /ÓAB


2

39/2020 | STÓLASTÚLKUR

Til hamingju

Stólastúlkur LENGJUDEILDARMEISTARAR 2020

Þórhallur Rúnar Rúnarsson | formaður knattspyrnudeildar Tindastóls

Breytir heilmiklu fyrir deildina

ÍSFELL

Rúnar, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, kampakátur á vellinum. MYND: ÓAB

VERSLUN

Haraldar Júlíussonar

Ómar Bragi

FYRRUM FORMAÐUR KNATTSPYRNUDEILDAR UMF. TINDASTÓLS

Áfram Tindastóll

„Líðan og tilfinning þessa dagana er líklega eins hjá mér og öllum Skagfirðingum, stolt og gleði,“ segir Þórhallur Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, inntur eftir tilfinningunni að eiga lið í efstu deild Íslandmótsins í knattspyrnu. „Ég er gríðarlega stoltur fyrir hönd hópsins og teymisins og gaman fyrir mig og aðra stjórnarmeðlimi að fá að vera lítill partur af þessu ævintýri. Þetta er árangur sem tekið er eftir og er í raun risastórt að lið eins og Tindastóll eigi lið í deild þeirra bestu,“ segir Rúnar. Áhugi á knattspyrnu hefur alltaf verið mikill á Sauðárkróki hjá báðum kynjum og segist Rúnar sjá margar efnilegar stelpur, alveg niður í 6. flokk sem eiga eftir að spila fyrir meistaraflokk í framtíðinni. „Til að svo megi verða þarf að halda vel á spilunum og hlúa vel að yngriflokka starfi klúbbsins. Ég leyfi mér að fullyrða að ein stærsta og besta ákvörðun sem deildin hefur tekið var að stofna barnaog unglingaráð og ég tala nú ekki um það frábæra fólk sem situr í þeirri stjórn, en það á svo mikið hrós skilið fyrir þess framlag.“ Rúnar segir að það skref að fara upp í Pepsi-Max deildina komi til með að breyta heilmiklu fyrir deildina m.a. þarf öll umgjörð að vera veglegri, og t.d. þarf Atli Kolbeins marga með sér í gæslu á næsta ári. Þá verða sjúkraþjálfarar að fylgja liðinu í alla leiki svo einhver dæmi séu tekin.

„Allt kostar þetta pening og má búast við að rekstarkostnaður deildarinnar hækki töluvert á milli ára. Líklega hækka einhverjir styrkir frá KSÍ en við þurfum að bæta töluvert í tekjuöflun á næsta ári, en árið 2020 er búið að vera erfitt fyrir okkur eins og alla aðra. Bara það að missa Króksmótið skilur eftir sig gat upp á 7,5 milljónir og svo gekk illa að fá auglýsingatekjur fyrir tímabilið og má leiða að því líkum að þar vanti um 5 milljónir.“

Dreymir um að reisa stúku við gervigrasvöllinn Varðandi aðstöðu segist Rúnar dreyma um að geta reist stúku við KS-völlinn, en það nafn ber gervigrasvöllurinn í dag, og geta boðið upp á skjól fyrir norðangjólunni. Samkvæmt keppnisskilyrðum KSI fyrir efstu deildir verður að vera stúka við vellina, en Rúnar segir að einhver aðlögunartími sé gefinn frá því að lið kemst upp í efstu deild. En brátt verður hægt að fagna þó einhver bið ætli að verða á því að stelpurnar fái bikarinn afhentan. „Já, því miður var leiknum frestað, en þegar það loks gerist vil ég hvetja alla til að fagna þeim og eins og sóttvarnarreglur leyfa með þeim, en Knattspyrnudeildin og velunnarar koma til með að reyna allt til að gera þann dag sem eftirminnilegastan fyrir LENGJUMEISTARANA okkar. ÁFRAM TINDASTÓLL! /PF

skilaboð TIL STÓLASTÚLKNA

Donni Sigurðsson

fyrrum þjálfari og leikmaður Tindastóls og Íslandsmeistari með kvennalið Þórs/KA: Innilega til hamingju stelpur og þið öll sem standið við bakið á þeim á einn eða annan hátt. Það að komast í deild þeirra bestu er gríðarlega mikið afrek fyrir ykkur og okkar frábæra samfélag og þið megið vera mjög stoltar af ykkur. Ég þykist vita að þið hafið öll lagt mjög mikla vinnu á ykkur i þessu ferli öllu og það er fátt skemmtilegra en að uppskera á þennan hátt. Ég vona samt innilega að þið séuð öll tilbúin að leggja núna enn harðar að ykkur í framhaldinu því það sem bíður ykkar er svo sannarlega miklum mun erfiðara. En með gífurlegri vinnusemi, aga, skipulagi, samheldni og mikilli trú getiði allt. Munið að njóta augnabliksins og enn og aftur til hamingju! Áfram Tindastóll - Alltaf!

Ana Lúcia Dida

fyrrum markvörður með kvennaliði Tindastóls 2015 og 2017: Congratulations to the whole team. The strength, determination, effort and dedication are admirable! Congratulations on your achievement, God bless you! Áfram Tindastóll

Bjarki Már Árnason

núverandi þjálfari Kormáks/ Hvatar og fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Tindastóli: Mikið ofsalega er gaman að sjá hve samheldinn og flottur hópur þið eruð! Svona árangur kemur ekki af sjálfu sér og öll vinnan sem þið hafið lagt í þetta á undanförnum árum að skila sér. Hlakka til að sjá ykkur í Pepsí, áfram Tindastóll!!

Maddie Cannon Grubb

spilaði 19 leiki með liði Tindastóls sumarið 2017 og gerði fimm mörk: Congratulations to the Tindastól girls! As a member of the 2017 roster, I had the pleasure of joining many of the current players on the field and couldn’t be more proud. I can not think of a harder working nor more deserving group of women. Keep making history! Áfram Tindastóll!


STÓLASTÚLKUR | 39/2020

3

Valgerður Erlingsdóttir | Rifjar upp fyrstu ár kvennaboltans á Króknum

„Enn þegar grasið grænkar á vorin langar mig að setja undir mig takkana...“ Valgerður, dóttir Erlings heitins P. og Sigrúnar sem ráku Verslunina Tindastól á Króknum, sællar minningar, var meira en til í að svara nokkrum spurningum sem tengdust þeim tíma þegar hún var í boltanum með liðum Tindastóls seint á níunda áratug síðustu aldar. Þetta voru í raun fyrstu skrefin, fyrsta skiptið sem Tindastóll átti stúlknalið á Íslandsmóti. Og augljóslega tímar sem lifa í minningunni eins og glitrandi perlur.

Stólastúlkur. 3. flokkur Tindastóls en myndin er líklega frá 1989. Efri röð frá vinstri Edda Matthíasdóttir, Kristín Elva Magnúsdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir, Birna Valgarðsdóttir, Sigríður Hjálmarsdóttir, Jóna Kolbrún Árnadóttir, Kristvina Gísladóttir, Inga Huld Þórðardóttir. Eysteinn Kristinsson stendur þarna á bakvið. Neðri röð frá vinstri: Tinna Dögg Gunnarsdóttir, Júlía Pálmadóttir, Valgerður Erlingsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Helena Magnúsdóttir, Emma Sif Björnsdóttir og Ásta Margrét Benediktsdóttir. AÐSEND MYND

„Ég man í raun ekki eftir að margar stelpur hafi æft fótbolta á þeim árum sem ég gekk í barnaskóla. Við vorum svona ein og ein á stangli og vorum það iðnar við sportið að við sáumst vart á götum úti nema með gula markmannshanska með gúmmíneti inni í lófanum, bolta undir hönd og í takkaskóm. Við æfðum fyrstu árin með strákunum en ég man samt aldrei til þess að strákarnir hafi verið okkur neitt nema hvatning til að halda áfram. Við fengum allt það sama og þeir, nema búningaaðstaðan okkar Ingu Dóru [Magnúsdóttur Rögnvaldssonar] var yfirleitt inni á klósettum, eitt sinn í kústaskáp á Siglufirði eða inni í rútu,“ segir Valgerður þegar hún rifjar upp fyrstu árin í boltanum. „Nú, eftir mikla heimildaleit sem endaði hjá Árna Óla sem þjálfaði okkur í 5. flokki karla , komst ég að því að við Inga Dóra sáum ekki fram á að fá að vera mikið lengur með strákunum, svo við fórum að smala stelpum á æfingar og á endanum voru komnar nægilega margar til að stofna lið. Erlingur Jóhannesson sagði mér að árið 1986 hafi stelpur meira farið að koma inn á

æfingar hjá meistaraflokki kvenna sem þá var stofnaður og tóku þær þátt í minni bæjarkeppnum. En árið 1989 mætti ég ásamt fleirum inn á teppi knattspyrnudeildar, mánuði fyrir mót, og óskuðum við formlega eftir því að stofnað yrði kvennalið sem fengi að taka þátt í Íslandsmóti. Við þeirri bón var orðið alveg um leið, þrátt fyrir að það hafi skekkt fjárhagsáætlun þess árs töluvert. Eysteinn Kristinsson var ráðinn þjálfari og fylgdi hann þessu fyrsta kvennaliði frá Sauðarkróki, sem í voru stelpur fæddar 1975-1978, á Íslandsmót og Gull- og silfurmótið í Kópavogi.“ Valgerður segir að samkvæmt heimildum Erlings hafi þeim gengið framar vonum á þessum mót-

um og upp frá því óx kvennaboltinn hratt á Sauðárkróki. Hvað er svona skemmtilegt við fótboltann? „Hefði ég svarað þessu sem barn þá hefði ég sagt að það væri að vinna leiki, skora mörk og æfingarnar. Að sjálfsögðu er það ennþá þannig líka en í dag þá er það þessi liðsheild sem varð til, innan sem utan vallar, sem stendur upp úr. Við fengum útrás saman, studdum hver aðra, glöddumst, hlógum og það kom fyrir að við grétum saman líka. Það var engin annarri æðri, við vorum allar jafnar og saman sköpuðum við þetta lið sem er án efa sá maganaðasti hópur sem ég hef nokkurn tíma verið partur af – að öðrum ólöstuðum. Sá

vinskapur sem þarna fæddist er enn til staðar og mun fylgja mér, og vonandi okkur öllum sem þarna spiluðum saman, um ókomin ár.“ Hvað er eftirminnilegast frá þínum tíma með liði Tindastóls? „Það eru ótrúlega margar minningar tengdar þessum tíma og ekki síður allt sem gerðist utan vallar eins og uppskeruhátíðirnar sem voru sögulegar. En ætli það sé ekki skemmtilegra að hafa þær minningar tengdar innan vallar sigrunum og minnast þess er við lyftum bikar í fyrsta sinn eftir að hafa unnið mót á Ólafsfirði í 3.flokki. Þegar ég var svo kosin besti leikmaður 2. flokks það árið og að hafa verið kölluð tvívegis inn á landsliðsæfingar og komist í 30 manna hópinn í seinna skiptið, en þá var hún Vanda okkar að þjálfa landsliðið. Svo voru það Gull- og silfurmótin [Símamótið í dag] þar sem hún Inga Dóra vinkona mín var eitt sinn kosin besti leikmaður þessa stóra móts í þriðja flokki A liða. Ég á svo frábæra minningu um hana þar sem hún situr á heimleiðinni með bikarinn í fanginu, starir stolt á hann og á sama tíma ekki að trúa þessu. Mér er sérstaklega minnisstætt hvað við vorum ótrúlega stoltar af henni, það var engu líkara en við hefðum allar hlotið þennan titil – litla liðið okkar var komið á kortið. En Inga Dóra fór okkar lengst í boltanum en hún á að baki 18 leiki með yngri landsliðum og sex með A-liðinu og er eina knattspyrnukonan sem hefur verið kjörin íþróttamaður UMSS,“ segir Valgerður.

Stefnt að stofnun stuðningsmannahóps fyrir sunnan

Fyrsti bikar Stólastúlkna fer á loft á Ólafsfirði. AÐSEND MYND

Hvernig líst þér á að Stólastúlkur séu komnar í efstu deild? „Vitiði, mér finnst bara hálf skrítið hvað þetta hefur haft mikil áhrif á mig því það eru að nálgast 30 ár síðan ég stóð síðast á vellinum undir Nöfunum, í brakandi ferskum Copa Mundial (Made in Germany) og beið þess að dómari flautaði til leiks, full

eftirvæntingar í hvert sinn. Sú tilfinning er engri annarri lík og enn þegar grasið grænkar á vorin langar mig að setja undir mig takkana og sparka í bolta. En ég ætla að leyfa mér að tala beint til hópsins: Kæru leikmenn og þjálfarar! Þið hafið brotið blað í sögu félagsins okkar og hvert einasta ykkar á sinn þátt í því. Það er búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með ykkur byggja upp liðið síðustu árin. Ég leyfi mér að tala fyrir hönd allra kvenna sem spilað hafa fyrir Tindastól þegar ég lýsi yfir hversu stolt ég varð þegar ég heyrði að Tindastóll væri á leið upp í Pepsi Max deildina. Ég veit að á bak við slíkan árangur liggur gríðarleg vinna þar sem reynir ekki aðeins á hæfni með boltann, heldur líka á hæfni til samvinnu og samstöðu, innan vallar sem utan. Þið hafið haft mögnuð áhrif á mig og okkur eldri kempurnar núna síðustu daga, þar sem við höfum í huganum, á samfélagsmiðlum og með símtölum rifjað upp ýmislegt frá okkar ferli og komist um leið að því hve sterk áhrif við höfðum í raun hver á aðra á þessum tíma og kvennaknattspyrnu á Sauðárkróki, án þess að hafa nokkurn tíman gert okkur grein fyrir því. En svo að þið vitið það þá stendur til að stofna stuðningsmannaklúbb Tindastóls hér sunnan heiða á næstu mánuðum og ég hlakka mikið til að mæta í stúkuna og hvetja liðið sem mér þykir svo vænt um. Ég hef fulla trú á að þið séuð hvergi nærri hættar, eigið nóg inni og munið halda áfram að vaxa sem knattspyrnukonur og manneskjur um leið. Ég óska ykkur til hamingju frá mínum innstu hjartarótum og ég hreinlega klökkna þegar ég hugsa um söguna okkar og hversu magnað afrek þetta er. Haldið áfram að vera yngri iðkendum svona frábærar fyrirmyndir og takk hver og ein, þjálfarar, stjórnarfólk og sjálfboðaliðar fyrir ykkar framlag í sögubækur knattspyrnudeildar Tindastóls. Áfram Tindastóll!“ /ÓAB


4

39/2020 | STÓLASTÚLKUR

Svava Rún Ingimarsdóttir | Leikjahæsti leikmaður kvennaliðs Tindastóls

Til hamingju

Stólastúlkur LENGJUDEILDARMEISTARAR 2020

Bílaverkstæði

Meira í leiðinni

RAFVERKTAKAR, TÖLVUÞJÓNUSTA & GRÆJUBÚÐ

Kjötafurðastöð

Meistaraflokkur kvenna endurvakinn Umhverfi kvennaknattspyrnunnar hefur tekið miklum stakkaskiptum hjá Tindastól í gegnum árin og ekki mikið um að vera þegar Svava Rún Ingimarsdóttir, leikjahæsti leikmaður kvennaliðs Tindastóls, hóf að æfa fótbolta. Hún byrjaði að æfa fótbolta sex ára gömul og þá æfðu stelpurnar og spiluðu með strákunum. Það var ekki fyrr en Svava varð níu ára, árið 1999, sem stelpurnar æfðu sér og spiluðu saman. Síðasti leikur Svövu var árið 2017 og þá hafði hún tekið þátt í 139 leikjum fyrir meistaraflokk kvenna með Stólunum.

úr 3. flokki og fá að taka þátt í því að endurvekja meistaraflokk kvenna Tindastóls eftir nokkur ár í dvala. Hver sýnist þér vera helsti munur boltans nú og þegar þú varst upp á þitt besta? -Gæðin eru orðin mun meiri og spilamennskan orðin frábær. Greinilegt að

Var ekkert nema fótbolti sem komst að? - Nei það má segja það að ekkert nema fótbolti hafi komist að. Eftir vinnu eða skóla fór maður beint á æfingu og svo eftir æfingu beint heim að borða og hvíla sig. Yfir vetrartímann hafði maður örlítið meiri tíma utan fótboltans en þann tíma nýtti maður oftast í aukaæfingar. Þetta krefst aga og er ekki alltaf auðvelt en það sem gerði þetta enn auðveldara þegar ég var að æfa var hversu mikil samheldni var í hópnum hjá okkur, allar voru að vinna að sama markmiði og þar með var þetta mun auðveldara. Hvað er eftirminnilegast frá þínum árum í fótboltanum? - Úff... Verð nú að nefna Pæjumótstitilinn okkar árið 1999, fyrsta árið sem við náðum Svava Rún spilaði 139 leiki fyrir Tindastól. MYND AÐSEND í stelpulið og fórum á Pæjumótið og framfarirnar eru miklar og það að loksins hafi rúlluðum því upp og komum með bikarinn heim. Undanúrslitaleikurinn í Lengjubikarnum árið komið gervigrasvöllur í fullri stærð á Sauðárkrók 2014 er einnig ansi eftirminnilegur, þegar við hefur haft áhrif á gæði og framfarir, enda mál til spiluðum í skítaveðri við Álftanes. Leikurinn endaði komið til að geta fylgt öðrum liðum eftir. í vítaspyrnukeppni þar sem við unnum og vorum Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Ég vil óska þar með komnar í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum í Tindastólsstelpunum og starfsliði þeirra innilega til fyrsta skipti og mættum þar KR. Úrslitin voru ekki hamingju með sætið í Pepsi Max deildinni og okkur í hag en stuðningurinn frá fólkinu okkar var sigurinn í Lengjudeildinni. Langþráðu markmiði ómetanlegur. Við áttum langflesta áhorfendurna á meistaraflokks kvenna Tindastóls loksins náð og leiknum á KR-vellinum og stuðningur frá fyrir- maður gæti ekki verið stoltari af þeim. Þær eru vel að þessu komnar. Næsta sumar verður hrikalega tækjum og einstaklingum var alveg ómetanlegur. Einnig 2016 þegar við komumst í fyrsta skiptið í krefjandi sem og spennandi fyrir þessar stelpur. Áfram Tindastóll! /PF úrslitakeppnina í 1. deildinni. Svo verð ég nú að nefna árið 2007, nýskriðin upp

Staðan í Lengjudeildinni | Lið Tindastóls aðeins fengið á sig sjö mörk í 17 leikjum

Vörnin sterk

Í sumar hefur lið Tindastóls spilað 17 leiki í Lengjudeildinni og unnið 15 þeirra, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Í þessum 17 leikjum hefur liðið aðeins fengið á sig sjö mörk sem er mikil breyting frá því árinu áður þegar liðið fékk á sig 34 mörk. Amber Michel stendur nú í marki Tindastóls og hún hefur haft frábær áhrif, varið markið vel og sagt vörninni til. Þá er varnarleikur liðsins agaður en stelpurnar hefur aðeins fengið 18 gul spjöld í allt sumar og aldrei litið rautt. Það er magnað.


STÓLASTÚLKUR | 39/2020

Vigdís Edda Friðriksdóttir | Stólastúlka í toppliði Breiðabliks

Ætlar sér stærri hluti hjá Blikum Vigdís Edda Friðriksdóttir er ein þeirra sem stóran þátt á í uppbyggingu kvennaliðs Tindastóls en hún var aðeins 16 ára þegar hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki. Fyrir þetta tímabil ákvað hún hins vegar að söðla um, freista gæfunnar meðal þeirra bestu og hefur leikið með Breiðabliki í sumar, toppliði Pepsi Max deildar. Vigdís Edda segir að vel hafi gengið hjá sér í Kópavoginum, skorað tvö mörk og hefur fengið spilatíma í flest öllum leikjunum í sumar. „Ég hef fengið að æfa við topp aðstæður með stelpum í landsliðsklassa. Breiðablik er í fyrsta sæti í Pepsi Max deildinni og stefnan er að taka titilinn,“ segir hún. Í Tindastól var hún að æfa með sínum bestu vinkonum

Vigdís Edda verður að öllum líkindum Íslandsmeistari með liði Blika í sumar – eða vetur. MYND AÐSEND

sem hún segir að hafi verið frábært og oft mikið fjör en helsti munurinn á liðunum sem hún fann fyrir var að mun hærra tempo er hjá Blikum sem tók tíma fyrir hana að venjast, fleiri og lengri æfingar í viku. „Stólarnir þurfa að halda í sinn mannskap og mögulega bæta við. Inni á vellinum þurfa þær að þora að halda boltanum innan liðsins. Þær þurfa að æfa vel í vetur því þetta verða erfiðir leikir í Pepsi Max deildinni sem krefjast úthalds.“ Vigdís er ekki á leiðinni heim þar sem hún er samningsbundin Blikum út næsta tímabil. „Markmiðið er að fá meiri spilatíma og ábyrgð innan liðsins. Ég ætla mér að ná lengra. En ég hef fulla trú á Tindastól í efstu deild og óska þeim til hamingju með árangurinn.“ /PF

Jackie Altschuld | Ætlar að koma aftur á Krókinn í janúar

„Allir leikmennirnir trúðu á markmið okkar“ Þrjár bandarískar stúlkur hafa verið með liði Tindastóls í sumar og er óhætt að segja að Króksarar hafi tekið ástfóstri við þær. Þær eru ekki bara góðar í fótbolta heldur líka einstaklega jákvæðar og heilsteyptar. Þetta eru að sjálfsögðu markamaskínan Murielle Tiernan, Amber Michel sem aðeins hefur fengið á sig sjö mörk í marki Tindastóls í sumar og loks Jacqueline Covarrubias Altschuld, eða bara Jackie, sem hefur blómstrað á miðjunni í sumar. Feykir heyrði aðeins í Jackie og spurði út í sumarið, fótboltann og framtíðina. Hafið þið, þú, Amber og Mur, átt gott sumar á Íslandi? „Við höfum skemmt okkur mjög vel í sumar! Okkur hefur tekist að ferðast heilmikið um Ísland, séð fullt af fossum og farið í gönguferðir. Þar sem þetta er annað tímabilið mitt hér, og þriðja tímabil Mur, höfum við getað sýnt Amber nokkra af uppáhaldsstöðunum okkar og einnig uppgötvað nýja. Í ár fundum við nokkrar faldar perlur hér í nágrenninu, eins og lækinn við stífluna,“ segir Jackie og á þá við hylinn í Gönguskarðsánni rétt neðan við stífluna. Hvað geturðu sagt okkur um lið Tindastóls, er eitthvað sérstakt við þennan hóp? „Þessari spurningu er erfitt að svara því það er svo margt sem er sérstakt við þennan hóp. Það hefur verið ævintýri líkast að vera hluti af þessu ferðalagi síðustu tvö tímabil og ég veit að ferðin byrjaði árum áður. Liðið okkar er sannarlega eins og fjölskylda. Þú sérð Mur og Hugrúnu fara í ísbað í læknum eða í sjónum. Bryndís keyrir okkur um bæinn og passar upp á að við höfum allt sem við þurfum. Við heimsækjum Maríu og borðum kvöldmat með henni og fjölskyldu hennar. Og Anna Margrét er með okkur á FaceTime alla leið frá Kentucky. Ég hef ekki trú á öðru en að stundir sem þessar utan vallar hafi hjálpað til við að styrkja okkur á vellinum. Að síðustu er ég ekki viss um að mörg önnur lið þurfi að takast á við mótlætið sem fylgir því að missa leikmenn burt í háskólanám (hvort sem það er til Reykjavíkur eða Bandaríkjanna) og fá inn nýja leikmenn í þeirra stað en árangurinn sem náðist í sumar er tilkominn vegna þess að allir leikmennirnir trúðu á markmið okkar og lögðu allt í sölurnar til að ná því.“

skilaboð TIL STÓLASTÚLKNA

Kathy Davis Tiernan

mamma Mur og einn helsti stuðningsmaður Tindastóls í USA: To the players, coaches and fans of Tindastóll, it has been so much fun enjoying your tremendous success this year! The live streams and announcers sure have helped! You are all true champions! Hope you are able to play the last game and at least celebrate a little! Áfram Tindastóll! Love, the Tiernans.

Arnar Skúli Atlason

fyrrum þjálfari kvennaliðs Tindastóls: Til hamingju með glæsilegan árangur! Þið eruð frábærar fyrirmyndir fyrir ungar fótboltakonur! Haldið áfram, framtíðin er ykkar.

Anna Margrét Hörpudóttir

Stóla-skóla-stúlka í Kentucky USA: Þetta lið og þessar stelpur hafa verið svo stór partur af lífi mínu. Ég er svo ómetanlega þakklát fyrir þær allar, að hafa fengið að vera partur af þessum frábæra hóp og ég er SVO stolt af þeim! Þetta eru ekki bara fyrirmyndar fótbolta konur, heldur hágæða manneskjur í einu og öllu. Næsta skref? Ekkert annað en að rúlla upp Pepsí, ef einhver getur það, þá eru það þessar A klassa drollur! Það hafa verið alvarlegar pælingar hjá mér að kaupa flugmiða beinustu leið heim til að sjá bikarinn fara á loft og taka þátt í fögnuðinum! En víst ekki í ár, kannski á næsta ári, hver veit. Ætla að enda þetta með því að segja: BESTASTA LIÐ Í HEIMI!

Gróa Guðmunda Haraldsdóttir (Gógó)

Jackie með boltann í leik gegn Skagastúlkum í haust. MYND: ÓAB

Stefnir þú á að spila með liði Tindastóls í Pepsi Max-deildinni? „Já, ég ætla að koma aftur og vera annað sumar hér á Sauðárkróki og taka þátt í að láta til okkar taka í Pepsi Max deildinni. Við vitum öll að þetta verður ekki auðvelt á næsta tímabili en ég efast ekki um að við munum halda áfram að vaxa og bæta okkur og halda Tindastóli sem Pepsi Max liði.“ Hvernig hefur veðrið verið að fara með ykkur Kaliforníustúlkurnar að undanförnu? „Veðrið hefur farið sæmilega með mig síðustu daga en spyrðu mig þeirrar spurningar aftur þegar ég kem til baka á Krókinn í janúar og svar mitt gæti breyst. Mur og ég sjáum alltaf til þess að Amber sé með nógan klæðnað fyrir leiki því hitinn fer aldrei niður fyrir 18 gráður í San Diego þar sem hún býr – við viljum ekki að hún breytist í frostpinna þarna í markinu!“ /ÓAB

stuðningsmaskína og mamma Bergljótar: Stelpur, það er svo frábært að hafa getað fylgst með ykkur undanfarin ár og svo að sjá drauminn ykkar rætast núna – það er toppurinn! Veit að þið munuð leggja enn harðar að ykkur í Pepsí Max deildinni og berjast fyrir ykkar tilveru þar. Ég mun passa upp á mínar gömlu og góðu snjóbuxur/happabuxur og klæðast þeim á öllum leikjum áfram. Elska ykkur og áfram Tindastóll!

5


6

39/2020 | STÓLASTÚLKUR

Bryndís Rut Haraldsdóttir | Fyrirliðinn frá Brautarholti í Skagafirði

Stefnum alltaf á að bæta okkur Litlu mátti muna að Tindastóll færi upp í Pepsi Max deildina í fyrra, svo litlu að það réðist ekki fyrr en í síðasta leik. Tindastóll endaði í þriðja sæti með tveimur stigum færri en FH sem endaði í öðru sæti. Feykir náði í Bryndísi og byrjaði á að spyrja hvað hafi vantað upp á þá? „Það komu nokkrir leikir sem við hefðum átt að klára, komumst yfir en misstum síðan stjórnina. Fengum hreinlega of mörg mörk á okkur þetta tímabil og kannski er það að hluta til reynsluleysi þar sem við vorum að stíga upp úr 2. deildinni og markmiðin voru öðruvísi í upphafi.“ Mikill viðsnúningur hefur orðið í markareikningi Stóla þar sem skoruð hafa verið 50 mörk í sumar en liðið aðeins fengið á sig sjö mörk þegar

Bryndís stjórnar vörninni af stakri prýði. MYND: ÓAB

einn leikur er eftir. Á síðasta tímabili skoruðu Stólar svipaðan fjölda marka eða 48 en liðið fékk þá á sig fimm sinnum fleiri mörk eða alls 34. Hver skyldi skýringin vera á því? „Við höfum bætt okkur í varnarleiknum sem lið, það er engin spurning. Hins vegar fengum við alveg frábæran markmann, hana Amber Kristin Michel, sem hefur hjálpað mikið við að stýra vörninni og átt alveg ótrúlegar vörslur,“ segir Bryndís sem sér fyrir sér mikla vinnu framundan. „Að taka þetta stökk úr fyrstu deildinni yfir í Pepsi Max deildina er rosalega stórt og það krefst bara meiri vinnu. Ég hef hins vegar mikla trú á því að við höldum áfram að bæta leik okkar og að þetta verði krefjandi en skemmti-

legt undirbúningstímabil með mikilli tilhlökkun fyrir tímabilinu. Það er ekkert leyndarmál að þetta á eftir að verða erfitt en við stefnum alltaf á að bæta okkur og þá er næst að taka þetta skref í deild þeirra bestu.“ Bryndís er ánægð með stuðningsfólkið sem hefur verið duglegt að mæta á leiki, bæði heima og að heiman, og þakklæti er henni ofarlega í huga. „Þetta er ómetanlegt og gerir verkefnið ennþá skemmtilegra að hafa fólk með okkur í gegnum súrt og sætt. Ég gæti ekki verið stoltari af því að vera partur af liðinu og er virkilega stolt af stelpunum. Hvet síðan fólk til þess að fylgjast með okkur áfram.“ /PF


STÓLASTÚLKUR | 39/2020

7

Hrafnhildur Björnsdóttir | Lykilmaður úr nágrannabænum Blönduósi

Eignaðist margar góðar vinkonur hjá Stólunum hún hóf að leika með Stólunum. „Nei, það var ekkert plan. Ég féll strax inn í hópinn hjá Stólunum þarna í 3.flokki, leið vel og eignaðist margar góðar vinkonur. Það leiddi til þess að ég ákvað að fara í FNV og gat þá æft með Stólunum allan þann tíma. Árin liðu, liðið varð betra og markmiðin háleitari og svo var ég allt í einu búin að spila 100 leiki fyrir Tindastól og þeir eiga eftir að verða fleiri.“

Hrafnhildur Björnsdóttir hefur verið ein af lykilmönnum Tindastóls í gegnum árin og í sumar lék hún sinn hundraðasta leik fyrir liðið. Uppeldisfélag hennar er Hvöt á Blönduósi en þar hóf hún boltasparkið fimm eða sex ára gömul.

Þá voru mjög fáar stelpur á hennar aldri að æfa þannig að hún spilaði upp fyrir sig, eins og kallað er þegar leikmenn spila flokk ofar en aldur segir til um, eða með strákunum á hennar aldri þangað til hún var komin upp í 3. flokk. Þegar Hrafnhildur var komin upp í 3. flokk voru tvær stúlkur að æfa með Hvöt en þá skipti hún yfir í Tindastól og hefur leikið þar síðan. Hrafnhildur segir það ekki hafa verið planað fyrirfram að ná 100 leikja markinu þegar

Hrafnhildur með boltann á Meistaravöllum. MYND AÐSEND

Hefur þú einhvern tímann hugsað um að leika með öðru liði? „Já, hef alveg hugsað það. Maður hefði gott af því að fara út fyrir þægindarammann, spila með öðru liði og kannski með fleiri, betri og reynslumeiri leikmönnum og þar af leiðandi styrkja sjálfan sig sem leikmann. Þar sem ég er mjög

heimakær og sveitin togar í hef ég alltaf viljað vera fyrir norðan, þar sem stutt er í sveitina. En fyrst og fremst hefur mér alltaf liðið vel hjá Stólunum og markmiðið að vera hluti af því sögulega afreki að koma liðinu upp í Pepsi-Max deildina, sem tókst. Telur þú að velgengni Tindastóls í kvennaknattspyrnunni hafi áhrif á stúlkur í nágrannaliðum? „Já, það gæti verið. Við höfum allavega sýnt að ef viljinn er fyrir hendi þá er allt hægt þótt við séum lítið lið utan af landi.“ Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? „Þakkir fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið síðastliðin ár.“ /PF


8

39/2020 | STÓLASTÚLKUR

skilaboð TIL STÓLASTÚLKNA

Hallgerður Kristjánsdóttir

varnarjaxl úr Val sem spilaði með Stólastúlkum í sumar: Mér bauðst það frábæra tækifæri að fá að vera hluti af þessum metnaðarfulla og samheldna hóp. Það var svekkjandi að ná ekki að klára tímabilið með stelpunum en það var gaman að geta hjálpað liðinu og ég er afar þakklát fyrir traustið sem mér var sýnt. Þessi einstaki árangur er fyllilega verðskuldaður og meira en það. Innilega til hamingju!

Sigfús Ingi Sigfússon

sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar: Ég vil óska stórkostlegu liði Tindastóls í meistaraflokki kvenna hjartanlega til hamingju með sigurinn í Lengjudeildinni. Þær hafa allt til að bera til að verðskulda deildarmeistaratitilinn; hæfileikana, karakterinn og liðsandann. Stelpurnar eru með sanni stolt okkar Skagfirðinga og það verður frábært að fá að fylgjast með þessum magnaða hópi næsta sumar – í fyrsta sinn sem meistaraflokkslið Tindastóls leikur í efstu deild íslenskrar knattspyrnu.

Ólína Sif Einarsdóttir

Stólastúlka í orlofi: Elsku stelpur! Innilega til hamingju með stórkostlegan árangur! Ég veit hvað þið hafið lagt ótrúlega mikið á ykkur og þið eigið þetta svo algjörlega skilið. Takk fyrir að láta drauminn okkar allra rætast!

Andri Már Sigurðsson

stuðningsmaður Stólastúlkna í Mexíkó: Þetta er búið að vera mjög gott tímabil fyrir Tindastól. Sérstaklega þar sem við fylgjumst aðeins með kvennaboltanum í gegnum Tindastóll TV – verandi í Mexíkó, okkur varðar ekki um neitt annað. Þannig að við sendum sögulegar baráttukveðjur og hlökkum til að sjá liðið í deild þeirra bestu. Kveðja, aðdáendaklúbburinn í Mexíkó.

Guðjón Örn Jóhannsson | Þjálfari kvennaliðs Tindastóls árin 2013 – 2015

Grunnurinn lagður Það hefur verið bæði gaman og forvitnilegt að fylgjast með uppgangi kvennaboltans á Króknum og velta því fyrir sér hvenær full alvara kom inn í framtíðarplön meistaraflokks. Feykir leitaði til Guðjóns Arnar Jóhannssonar en undir hans stjórn tók liðið gríðarlegum framförum 1. deild árin 2013 – 2015.

Safnað fyrir tveimur útlendingum Guðjón er reynslumikill þjálfari og hefur æft bæði stráka og stelpur og hefur honum fundist skína í gegn, hjá stelpuhópunum sem hann hefur þjálfað, metnaður og vilji til að bæta sig á meðan það hafi vantað nema hjá einstaka

Guðjón tók við liðinu af Pétri Björnssyni sem þjálfaði árið áður og setti liðinu það markmið að komast upp í efstu deild á fimm árum. „Þetta sögðu stelpurnar mér allavega. Það var því ákveðið að reyna að halda sig við þessi markmið og við Dúfa, [Dröfn Ásbjörnsdóttir] sem þjálfuðum liðið 2013, byrjuðum strax að vinna í þá átt. Þetta tók að vísu átta ár en það er líklega tíminn sem þetta átti að taka. Vinnan á þeim tíma fólst í hundleiðinlegri grunnvinnu í langan tíma. Sendingar, móttökur í kyrrstöðu, sendingar, móttökur á ferð, sendingar, móttökur á ferð með andstæðingum. Þegar ég hætti voru stelpurnar alveg komnar með upp í kok af æfingunum mínum en framfarirnar voru greini- Guðjón Örn. MYND AÐSEND legar. Fólk hafði á orði að stelpurnar væru farnar að spila fótbolta, leikmönnum í karlahópunum og nefnir það sæist spil á milli manna,“ segir dæmi: „Lykilleikmaður í kvennaliðinu Guðjón sem í minningunni var strangur okkar í dag vildi bæta sig í löngum og kröfuharður. spyrnum fyrir nokkrum árum síðan. Hann segist þó hafa haft Dúfu sem Meðan við höfðum ekki gervigrasið þá mótvægi til að halda uppi fjöri en þannig gat engin sparkað áberandi langt því við tókst vel að halda aga og hafa gaman af æfðum aldrei við þær aðstæður að það annars leiðinlegum æfingum. Guðjón væri hægt nema rétt yfir hásumarið. tekur sem dæmi litla sögu: „Fyrirliðinn Viðkomandi stelpa vildi ekki láta það kom að máli við mig á fyrsta árinu og var stoppa sig og spurði mig. Ég sagði henni ekkert sérstaklega sátt við að við æfðum að sparka bolta 100 sinnum upp í aldrei hornspyrnur og við fengum aldrei Nafirnar á dag í þrjár vikur. Leikmaðurneitt út úr hornspyrnum í leikjum. Ég inn sagði ókey og gerði það og bætti sagði henni að það væri ekki kominn spyrnulengd sína um helming á þremur tími á að æfa hornspyrnur. Hún fussaði vikum. Þannig virkar þetta, þjálfari getyfir þessu svari og sagði mér að öll ur bara bent leikmönnum sínum á leiðir meistaraflokkslið æfi hornspyrnur. Ég til að bæta sig en restin liggur hjá spurði hana þá þeirrar einföldu iðkandanum. Staðreyndin er og hefur spurningar: „Hversu margar stelpur í verið að eldri iðkendur Tindastóls hafa liðinu drífa inn í miðjan teig úr því miður ekki haft nógu góðan grunn til hornspyrnum?“ Hún svaraði rétt: þess að ráða vel við alvöru meistara„Tvær“. Þá spurði ég hana hversu margar flokksæfingar þar sem alla tækni þarf að stelpur sem standa inni í teig þegar þær framkvæma á miklum hraða, stelpurnar sem drífa taka hornin þora að skalla höfðu þolinmæði til að ganga í gegnum bolta? Hún svaraði aftur rétt og sagði: þetta og árangurinn kom. Ég tel samt að „Engin“. Það þurfti að æfa spyrnur og þær eigi alveg hellings bætingu inni fyrir skalla á einfaldari hátt en með hornum næsta ár en það krefst mikillar vinnu í áður en við gætum farið að eyða tíma í allan vetur. Þessar stelpur eru svo magnþað.“ aðar og metnaðarfullar að þær geta allar

bætt sig mikið. Rýna í veikleikana í vetur og gera þá að styrkleikum.“ Árið 2013 gerðist sá merki atburður að tveir útlendingar voru fengnir í liðið, sem kostaði ekki bara blóð svita og tár, að sögn Guðjóns þar sem ekki var peninga að fá frá stjórn knattspyrnudeildar í það verkefni. „Okkur var sagt að þetta væri ekki hægt. Á þessum árum voru fjórir til átta leikmenn að koma í karlaliðið á hverju ári. Ég fékk stelpurnar með mér í lið og við ákváðum að svekkja okkur ekki á þessu og gera frekar eitthvað í þessu. Við söfnuðum fyrir tveimur leikmönnum, Leslie Briggs og Carolyn Polgari, sem komu alveg hrikalega góðar inn í þetta. Ég talaði þær inn á að taka þátt í að byggja þetta lið upp frekar en að halda að við værum að fara að keppa um að fara upp á því ári. Þær tóku mjög vel í að vera nokkurs konar þjálfarar á vellinum og gerðu það mjög vel. Þær voru mjög uppbyggjandi fyrir okkar ungu stelpur sem lærðu mikið af þeim. Þarna hækkuðum við bæði getu og hraða á æfingunum. Það varð samkomulag á milli okkar og stelpnanna að fá eina til tvær erlendar stelpur á hverju ári til að læra af og bæta sig. Ég tel að sú aðferðafræði hafi gengið bara vel. Ætlunin var aldrei að fylla liðið af aðkomustelpum heldur að fá fáar til að bæta liðið og okkar stelpur sem leikmenn. Síðustu þrjú ár hafa að mínu mati verið fullkomin í þeirri vegferð.“

Stórt Tindastólshjarta „Mig langar til að óska stelpunum, Guðna og Jónsa innilega til hamingju með þennan mjög merkilega árangur. Einnig hafa síðustu stjórnir knattspyrnudeildar farið í þá átt að reyna að tryggja jafnrétti milli kynjanna. Það helst í hendur, ef hópurinn sýnir metnað og vinnusemi þá kemur stuðningur alls staðar frá. Svo langar mig, þar sem ég er að flytja úr bænum, að þakka öllum sem ég hef unnið með í kringum Tindastól fyrir samstarfið. Sérstaklega fólkinu sem vann alla sína vinnu í sjálfboðavinnu, það er ekki auðvelt að stýra svona batteríi í frítíma sínum og fá svo eiginlega bara gagnrýni fyrir. Tindastóll á stóran part í mínu hjarta,“ segir Guðjón að lokum. /PF


STÓLASTÚLKUR | 39/2020

9

Sunna Björk Atladóttir | Fyrrverandi fyrirliði mfl. kvenna

Til hamingju

Leiðin löng og ströng

Stólastúlkur LENGJUDEILDARMEISTARAR 2020

Sunna Björk Atladóttir lék með Stólum við góðan orðstír allt frá árinu 2002 til 2018 alls 128 leiki og var burðarstólpi varnarinnar og fyrirliði til margra ára. Sex ára mætti hún á sína fyrstu fótboltaæfingu hjá Tindastól og aðspurð segir hún að David Beckham hafi verið helsta fyrirmyndin í fótboltanum.

VERKFRÆÐISTOFA

S: 453 6069

SKAGFIRÐINGABRAUT 6

Vélaverkstæði LÖGREGLAN Á NORÐURLANDI VESTRA

félagsins. Þess vegna hef ég alltaf trúað því að einn daginn myndum við eiga lið í efstu deild. Það er ekki fyrr en í fyrra sem maður virkilega gerði sér grein fyrir því að núna værum við með lið sem gæti stefnt að því að eiga sæti í efstu deild,“ segir Sunna sem er virkilega stolt af

„Ég var fyrirliði liðsins á árunum 2011-2015. Ég æfði fótbolta með Tindastól þegar Vanda stofnaði meistaraflokk kvenna árið 2007 og spilaði minn síðasta leik árið 2018. Á þessum tíma sem ég æfði hefur gengi liðsins auðvitað verið upp og ofan. Markmiðið var alltaf að komast í úrslitakeppni 1. deildar sem ég held að hafi tekist einu sinni eða tvisvar. Þá voru einungis tvær deildir í Íslandsmótinu og 1. deild spiluð í tveimur til þremur riðlum sem lauk með úrslitakeppni um sæti í efstu deild.“ Hver var helsti styrkur liðsins og veikleikar á þeim tíma? „Helsti styrkleiki liðsins hefur alltaf verið liðsheildin og ég held að það megi segja að við höfum alltaf verið með mjög góðan hóp, bæði hvað varðar félagslega þáttinn og hæfileika. En Fyrirliðinn Sunna Björk ásamt þáverandi markmanni, Bryndísi Rut. MYND AÐSEND fótboltalega séð þá var varnarleikur styrkleiki liðsins en við vorum ekki nógu góðar stelpunum og óska þeim innilega til hamingju sóknarlega sem leiddi til þess að við vorum ekki að með þetta afrek. „Það hafa verið forréttindi að fá að fylgja liðinu í vinna leiki.“ öll þessi ár. Leiðin að sæti í efstu deild hefur verið Kviknaði sú hugmynd einhvern tímann í hópnum að löng og ströng en algjörlega þess virði. Ég vil því hægt væri að vinna 1. deildina og komast í þá efstu? „Á meðan ég æfði þá dreymdi manni auðvitað þakka öllum sem ég hef spilað með í meistaraflokki um það að leika í efstu deild en ég myndi segja að kvenna hjá Tindastól og komið að liðinu á annan við höfum alltaf verið svolítið langt frá því. Hins hátt. Án allra þessara aðila væri það sem ég einu vegar má geta þess að mér finnst við alltaf hafa sinni hefði kallað fjarlægan draum ekki orðið að verið með hóp af góðum leikmönnum og margar veruleika. Áfram Tindastóll!“ /PF góðar og efnilegar stelpum í yngri flokkum

Murielle Tiernan | Komin með 77 mörk í 53 leikjum fyrir Tindastól

Mur skorar og skorar... Tindastóll datt heldur betur í lukkupottinn þegar Murielle Tiernan rak á fjörur liðsins fyrir tímabilið 2018. Hún hefur nú leikið þrjú tímabil með liðinu og vakið athygli stærri liða en haldið tryggð við lið Tindastóls. Hún gerði 24 mörk í 14 leikjum í 2. deild kvenna fyrsta sumarið sitt á Króknum. Sú deild er að vísu töluvert slakari en 1. deildin (nú Lengjudeildin) og því einhverjir sem létu í ljós efasemdir um að Mur gæti haldið uppteknum hætti þegar andstæðingarnir væru orðnir sterkari. Og niðurstaðan? Jú, Mur svaraði með 24 mörkum í 17 leikjum sumarið 2019 og í þeim 17 leikjum sem búnir eru nú í sumar hefur hún gert 25 mörk og er lang markahæst í deildinni. Þá hefur hún gert fjögur mörk í fimm leikjum í Mjólkurbikarnum. Allt í allt 77 mörk í 53 leikjum sem er auðvitað stórkostlegt. Þá gerir það afrekið ekki minna að Mur er ekki vítaskytta liðsins. Jackie Altschuld er spyrnusérfræðingur Stólastúlina og hún hefur gert sjö mörk í sumar, Aldís María Jóhannsdóttir hefur gert fjögur, Hugrún Pálsdóttir er með þrjú í deild og þrjú í bikar og

María Dögg Jóhannesdóttir hefur gert þrjú, öll í sama leiknum. Þá hefur Rakel Sjöfn Stefánsdóttir gert tvö mörk í sumar. Þær sem hafa gert eitt mark í sumar eru Bergljót Ásta Pétursdóttir, Bryndís Rut Haraldsdóttir, Laufey Harpa Halldórsdóttir og Lára Mist Baldursdóttir. Lið Tindastóls hefur gert 50 mörk í 17 leikjum í Lengjudeildinni í sumar og fengið á sig sjö mörk.


10

39/2020 | STÓLASTÚLKUR

Knattspyrnukempan Vanda Sigurgeirsdóttir | Fagnar árangri Stólastúlkna

„Stolt af mínu liði og stelpunum“ Það er kristaltært að fyrsta fótboltastelpan á Króknum var Vanda Sigurgeirsdóttir, fædd 1965. Hún var lengi eina stelpan sem fékkst í tuðru-spark og ferill hennar í boltanum var bæði langur og farsæll. Hún lék sér að sjálfsögðu í fótbolta með strákunum á Króknum en komst loks í tæri við kvennaknattspyrnuna þegar hún fór í framhaldsskóla á Akureyri og spilaði síðan fyrir lið KA, ÍA, Breiðabliks, KR og loks Tindastóls. Hún lék einnig 37 leiki með íslenska landsliðinu og var fyrirliði liðsins í 28 skipti. Hún var þjálfari Breiðabliks árin 1994-1996 en þá tók hún við sem þjálfari íslenska landsliðsins. Sumarið 2001 þjálfaði hún, fyrst kvenna á Íslandi, karlalið en það var lið Neista á Hofsósi. Síðan hefur hún þjálfað kvennalið KR, Breiðabliks og Þróttar Reykjavík. Hún bjó á Króknum nokkur ár upp úr síðustu aldamótum og þjálfaði þá 4. flokk stúlkna hjá Tindastóli sumarið 2005, 3. flokk 2006 og loks mfl. Tindastóls sumarið 2007. Auk þess að spila með íslenska landsliðinu í knattspyrnu var Vanda reyndar einnig í körfuboltalandsliðinu um tíma. Þú varst lengi eina stelpan í fótbolta á Króknum. Var alveg ómögulegt að fá fleiri stelpur í boltann á þeim tíma? „Ég er sannfærð um að ef það hefði verið boðið upp á kvennaflokka þegar ég var lítil hefði fullt af stelpum verið með. Við vorum bara ekki komin á þann stað á þessum árum.“ Er eitthvað af stelpum í liði meistaraflokks sem þú varst að þjálfa hér á Króknum? „Já, Jenný Ágústsdóttir – sem var reyndar ekki með í sumar – var hjá mér þessi ár sem ég þjálfaði.“ Hefurðu séð einhverja leiki með liði Tindastóls í sumar? „Já, tvo leiki í eigin persónu, bikarleikinn við KR og leikinn við ÍA á Króknum núna í september. Svo hef ég horft á fullt af leikjum á netinu.“

Hverjir finnst þér vera styrkleikar Stólastúlkna? „Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Styrkleikarnir eru margir og ég ætla að telja nokkra upp: Í fyrsta lagi hefur varnarleikur liðsins batnað mikið. Í fyrra fengu þær á sig 34 mörk en eru bara búnar að fá á sig sjö núna. Sem dæmi skoruðu þær 48 mörk í fyrra og enduðu í 3. sæti. Núna eru þær búnar að skora 50 mörk. Þannig að munurinn er fyrst og fremst mörk á sig = betri varnarleikur. Í öðru lagi sterkir útlendingar. Murielle Tiernan er ótrúlegur markaskorari og frábært hvað hún hefur haldið tryggð við liðið þrátt fyrir tilboð um annað. Jacqueline er líka mjög góð á miðjunni og svo er ótrúlega mikilvægt að vera með góðan markmann. Í þriðja lagi þá virkar liðsheildin vel á mig, þar sem fyrirliðinn gengur á undan með góðu fordæmi innan vallar og utan.“ Auk þess nefnir Vanda til sögunnar flotta þjálfara, góða stjórn, frábæra stuðningsmenn, flotta blöndu af heimastelpum og aðkomnum og einnig gervigrasvöllinn. „Og síðast en ekki síst; í þeim leikjum sem ég hef séð þá gefast þær ekki upp og láta ekki slá sig út af laginu. Þetta skiptir miklu máli, ekki síst á næsta ári í mun sterkari deild,“ bætir Vanda við. Hverju mega Stólastúlkur búast við í efstu deild og hvað þarf að varast? „Það má búast við mun

meiri hraða og miklu sterkari liðum. Þær þurfa að vera mjög skipulagðar og í mjög góðu formi næsta sumar. Saman þurfa þjálfarar og leikmenn að auka tempó á öllum æfingum, til að undirbúa sig undir það sem koma skal. Hvað þarf að varast? Það er auðvelt að vinna og vinna leiki, eins og í sumar, en mun erfiðara að tapa. Þannig að það sem þarf að varast er slæmt form og óskipulag, ásamt andlegu þáttunum. Liðið þarf að æfa sig andlega alveg eins og líkamlega. Möguleikarnir felast í þessu. Í raun að taka liðið með öllum þeirra kostum og setja það upp á hærra plan.“ Vanda segir að til að halda Tindastóli í efstu deild þurfi liðið að hafa á að skipa sterkum útlendingum sem geta skipt sköpum í leikjum og hjálpað til með að halda góðu tempói á æfingum. Hún áréttar að liðið þarf að vera í góðu formi og rosalega skipulagt ásamt því að andlegi þátturinn þurfi að vera í lagi eins og hún kom inn á hér að framan. Stuðningur frá stjórn er einnig mikilvægur, sem og áhorfendur sem mæta og styðja liðið. „Að lokum langar mig að óska leikmönnum, þjálfurum, stjórn og stuðningsmönnum innilega til hamingju með sætið í efstu deild,“ segir Vanda. „Ég er ótrúlega ánægð með að Tindastóll sé að fara að spila í efstu deild. Stolt af mínu liði og stelpunum. Ég hlakka til að fylgjast með þeim áfram. Gæti ekki verið ánægðari fyrir þeirra hönd.“ Hún vill hrósa stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls og frábærum stuðningsmönnum Stólastúlkna sem fylgja þeim hvert fótmál. „Og Jónsi og Guðni, sérstakar hamingjuóskir til ykkar! Guðni var í meistaraflokki karla þegar ég var á Króknum og Jónsi var að þjálfa Þór þegar við vorum að spila á móti þeim 2005 og 2006. Og núna voru þeir að koma liði upp í Pepsi-Max. Glæsilegur árangur!“ /ÓAB

Til hamingju

Stólastúlkur LENGJUDEILDARMEISTARAR 2020

HÖNNUN Borgarflöt 1

PRENTUN

550 Sauðárkrókur

SKILTAGERÐ

Sími 455 7171

nyprent@nyprent.is

Stebbi Lísu og Guðbjartur

FYRRUM ÞJÁLFARAR MFL. KVENNA

ustöð Skagafjar ða eyp St r

SKAGAFIRÐI UÐÁ R K R ÓK I SA

Gimbur

GUESTHOUSE

Vanda í 5. flokki Tindastóls. Aftari röð frá vinstri: Hólmar Ástvaldsson, Eiríkur Sverrisson, Jósafat Jónsson, Jón Þór Jósepsson, Vanda Sigurgeirsdóttir, Pétur Helgason, Ölver Bragason og Hallgrímur Blöndal. Neðri röð frá vinstri: Rúnar Ingi Björnsson, Páll Snævar Brynjarsson, Hermann Sæmundsson, Þórhallur Björnsson, Úlfar Ragnarsson og Ómar Rafn Halldórsson. MYND: ÓMAR BRAGI


STÓLASTÚLKUR | 39/2020

Laufey Harpa Halldórsdóttir | Varnarjaxl sem rekur ættir sínar í Óslandshlíðina og Lýtingsstaðahrepp

Með hausinn rétt gíraðan

TIL STÓLASTÚLKNA

Guðný Guðmundsdóttir

Það er búið að vera dásamlegt að fylgjast með ykkur undanfarin ár og sjá ykkur vaxa og dafna. Þið getið allt sem þið ætlið ykkur. Til hamingju með frábæran árangur í sumar. Takk fyrir gleðina sem þið gefið okkur, gaman að fá að taka þátt í þessu með ykkur. Áfram Tindastóll alltaf, alls staðar!

Madeline Keane Laufey Harpa á fullri ferð. MYND: JÓI SIGMARS

sjá fyrir mér aðstæður sem gætu komið upp. „Svo finnst mér aðalmálið að vera með hausinn rétt gíraðan þegar ég mæti inn í klefa.“ Nú varst þú að gæla við að leika með

Þór/KA í sumar. Hvað geturðu sagt mér um það? „Ekkert meira en það að þeir klúðruðu því sjálfir og leiðin lá þá heim að hjálpa Tindastól að ná markmiði sínu.“ /PF

Jón Stefán Jónsson | Annar þjálfara Tindastóls

Það nennir enginn að falla úr Pepsi Max deildinni Annar þjálfara Stólastúlkna er Akureyringurinn Jón Stefán Jónsson en hann hefur þjálfað lið Tindastóls í þrjú ár í félagi við Guðna Þór. Feykir náði í hnakkadrambið á Jónsa á Facebook og lagði fyrir hann þrjár spurningar. Hver er X-fatorinn í liði Stólastúlkna? „X-factorinn er tvíþættur,“ segir Jónsi. „Annars vegar í einstaklingum og þá sérstaklega erlendu leikmönnunum sem eru allir feykiöflugir leikmenn og miklir karakterar sem skila miklu af sér út í hópinn. Hins vegar er það svo hóp X-factorinn og það er að þessi hópur er gríðarlega samstilltur og metnaðargjarn. Það er miklu meira en að segja það að fara upp um tvær deildir á þremur árum eftir að hafa fallið árið á undan því að þetta hófst. Það kostar þolinmæði og oft grát og gnístran tanna. En fyrst og fremst, já, er það þessi lygilega samheldni sem einkennir hópinn og hún er klár X-factor því samheldnin er einstök.“ Á lið Tindastóls eitthvert

skilaboð stuðningsmaður Tindastóls í blíðu og stríðu:

Laufey Harpa Halldórsdóttir er með bestu bakvörðum deildarinnar og einn sterkasti hlekkurinn í keðju Stólaliðsins. Hún stendur nú á tvítugu en eins og hjá mörgum árgöngum voru stelpurnar fáar sem æfðu fótbolta þegar hún byrjaði sinn feril. Í vor stóð til að Laufey færi í raðir Þórs/KA í Pepsi Max deildinni en svo fór að engin félagaskipti fóru fram.

„Við vorum ekkert rosalega margar sem æfðum fótbolta. Í mínum árgangi hér á Króknum er ég sú eina sem hef æft samfleytt frá því ég var fimm ára fram til dagsins í dag,“ segir Laufey en fátt komst að annað en fótbolti á hennar æskuárum. „Sjálf hugsaði ég aðallega um fótboltann en æfði frjálsar, en bara í stuttan tíma því mér fannst ekki góð tilhugsun að þurfa að keppa alein.“ Hverjar, eða hverjir, voru fyrirmyndir þínar í boltanum? „Eina fótboltastelpan sem ég vissi af þegar ég var yngri var Margrét Lára Viðarsdóttir. Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? „Ég tek mér smá stund og hugsa um það sem ég ætla að gera í leiknum og reyni að

11

erindi upp í efstu deild? „Lið sem vinnur Lengjudeildina með þetta miklum yfirburðum á klárlega mikið erindi í Pepsi Max deildina. Það að vera búin að vinna, þegar þetta er skrifað, 15 leiki af 17 segir okkur að þetta er engin tilviljun. Ég fullyrði að þessi leikmannahópur myndi standast liðum í neðri hluta Pepsi Max fyllilega snúning. En fyrir næsta ár þarf einfaldlega að bæta í, það þarf að efla umgjörðina í kringum liðið almennt, eins og eðlilegt er. Það

Jónsi tekur á móti Aldísi Maríu . MYND: JÓI SIGMARS

þarf stærra teymi í kringum þjálfunina, það þarf sjúkraþjálfara í alla leiki og svo mætti lengi telja. Þetta eru hlutir sem myndu styrkja hópinn innan frá,“ segir Jónsi. „Hvað varðar leikmannamál er ljóst að eitthvað þarf að bæta í, annað væri óeðlilegt,“ svarar Jónsi þegar hann er spurður um hvað þurfi til að halda liðinu í efstu deild. „Á móti kemur að það er líka frumskilyrði að Skagfirðingar mæti á völlinn til að horfa á sínar stelpur spila og þær eiga það líka 100% skilið að fá sitt tækifæri til að spila í deild þeirra bestu. Við höfum treyst þeim hingað til og ég held að við ættum ekki að hverfa frá því núna. Stutta svarið, öflugri umgjörð innan og utan vallar og skynsamlegar viðbætur við leikmannahópinn og þá getum við svo sannarlega haldið áfram að spila í deild þeirra bestu miklu lengur en bara eitt tímabil. Til hvers að fara upp til þess að fara beint aftur niður? Það nennir því enginn!“ segir Jónsi fjallbrattur. /ÓAB

spilaði með kvennaliði Tindastóls sumarið 2017: Áfram Tindastóll! I felt so lucky to play with and meet such an amazing team. You are all rockstars and I wish you the best with your season!

Ómar Bragi Stefánsson Tindastólsmaður út í gegn: Stelpurnar okkar eru nú í hópi þeirra bestu í fótbolta á Íslandi, en það gerðist ekki á einni nóttu. Til að svona stórkostlegur árangur náist þarf margt að vera til staðar, innan vallar sem utan, en auðvitað er hlutur stúlknanna mestur. Ef ég horfi til baka og velti upp hvað það er sem hefur einkennt stelpuhópinn og hvers vegna hann hefur náð svona langt, þá er það þetta: Foreldrar. Þjálfarar. Stjórnarfólk. Sjálfboðaliðar. Félagið. Umgjörð. Samstarfsaðilar. Aðstaða. Samfélagið. Forgangsröðun. Hugarfar. Gleði. Vonbrigði. Sviti. Tár. Áhugi. Markmið. Þrjóska. Þolinmæði. Þrautsegja. Félagsskapur. Virðing. Vinnusemi. Uppskera. Árangur. Þakklæti. Hógværð. Til hamingju stelpur, þið eigið þetta svo skilið. Þið eruð flottar fyrirmyndir.

Stólastúlkur

UMFJÖLLUN FEYKIS 2020 Hér er stiklað á stóru í sögu kvennaboltans á Króknum. Vonandi hafa einhverjir gagn og gaman að umfjölluninni. ÚTGEFANDI: Nýprent ehf. UMSJÓN: Páll Friðriksson og Óli Arnar Brynjarsson.


Profile for Feykir

Feykir – Stólastúlkur Lengjudeildarmeistarar 2020  

Fylgiblað Feykis þann 14. október 2020 í tilefni af því að kvennalið Tindastóls tryggði sér sæti í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu....

Feykir – Stólastúlkur Lengjudeildarmeistarar 2020  

Fylgiblað Feykis þann 14. október 2020 í tilefni af því að kvennalið Tindastóls tryggði sér sæti í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu....

Profile for feykir
Advertisement