Eftir að pabbi dó
After Dad died
Pabbi dó haustið 2007 en ég hélt áfram ferðum mínum í Landsveitina. Ég setti mig í samband við Þór Jakobsson og hann kom mér í kynni við eigendur Stóra-Klofa, þau Ruth Árnadóttur sjúkraliða og Grétar Skarphéðinsson húsameistara og dóttur þeirra Margréti ferðamálafrömuð sem býr í Stóra-Klofa.
My dad died in 2007 but I continued to visit Landsveit. I got in touch with Þór, and he introduced me to the owners of Stóri-Klofi, physiotherapist Ruth Árnadóttir and builder Grétar Skarphéðinsson, and their daughter Margrét, a tourism entrepreneur, who lives in Stóri-Klofi.
Eftir þau kynni var ég komin heim í „sveitina mína“ og leitin að ummerkjum bústaða forfeðranna varð auðveldari. Þór kallar ættina Reynifellsætt og rekur hana aftur til Guðrúnar Erlendsdóttur og Þorgils Þorgilssonar, sem settust að á Reynifelli á Rangárvöllum árið 1760. Ruth er af Reynifellsætt og erum við frænkur í fimmta lið. Formóðir og forfaðir hennar í Landsveit eru Margrét Árnadóttir og Árni Finnbogason á Galtalæk, en hann var bróðir Jóns í Mörk, langafa míns. Faðir Ruthar, Árni Árnason, var einn af þeim sem helguðu líf sitt uppgræðslu og háðu harða baráttu gegn uppblæstrinum.
14 Landvist
After making their acquaintance I felt I had come home to “my country,” and the quest for traces of my ancestors’ homes became easier. Þór calls the clan the Reynifell Clan, which he traces back to Guðrún Erlendsdóttir and Þorgils Þorgilsson, who settled at Reynifell in 1760. Ruth is also a member of the Reynifell Clan, and we are fourth cousins. Her ancestors in Landsveit were Margrét Árnadóttir and Árni Finnbogason of Galta lækur, the brother of Jón Finnbogason of Mörk. Ruth’s father Árni Árnason, was one of the local people who devoted their lives to combating desertification by reestablishing vegetation cover.