Læknaneminn 2014 (fagaðilar)

Page 94

FIMMTÍU GRÁIR SKUGGAR – Saga, tækni og þróun ómskoðunar innan læknavísinda Andri Leó Lemarquis og Anna Andrea Kjeld, fimmta árs læknanemar

HJALTI MÁR ÞÓRISSON Sérfræðingur í röntgenlækningum

Hvenær byrjaðir þú að óma?

Ég man það ekki fyrir víst. Vafalaust hefur það verið þegar ég var á kandídatsárinu en ég tók mánuð á myndgreiningar­deild sem hluta af kandídatsárinu.

Teikning: Una Sigtryggsdóttir

Aukið aðgengi að stærri tækjum innan spítalaumhverfis og auglýsingar sem lofa ómtæki á stærð við farsíma hafa leyft læknanemum að láta sig dreyma. Það væri ekki sem verst að bæta einhverju handhægu í vopnabúr líkamsskoðunar öðru en hlustunarpípu og viðbragðshamar gegn mismunagreiningum hinna illgreinanlegu einkenna. Hvort að hjartaómun á lyflækningasviði eða kviðarómun á almennri skurðdeild verði hluti af venjulegum stofugangi og hluti af þjálfun ungra lækna í framtíðinni eru kannski draumórar. En hver veit. Til að mynda sér skoðun, spá í spilin og huga að því hvað framtíðin ber í skauti sér höfum við því sameinað nokkra þætti tengda ómun. Hver er tæknin á bak við skuggamyndina, hver er saga hennar og hverjar eru skoðanir lærðra manna á notkun hennar á bráðamóttökum, sviði þar sem hún hefur verið hvað umdeildust en einnig af sumum talin endurspegla framtíð skuggans. Bætt tækni og aukið aðgengi að þjálfuðu starfsfólki hafa leitt til þess að notkun ómunar á bráðamóttökum hefur víðast hvar aukist. Notkun tækninnar í þessu samhengi er ekki ný en heimildir eru um slíka notkun á sumum stöðum frá áttunda áratug síðustu aldar. Á Landspítalanum hafa talsmenn slíkrar þróunar rökstutt hana með því að hún sé hagkvæm leið til að bæta þjónustu sjúklinga á bráðamóttökum. Aðrir eru andsnúnir þessu og hafa látið í ljós ótta sinn við að slíkri þróun fylgi auknar vangreiningar og þar með sé sjúklingum ekki veitt besta mögulega þjónusta. Hjalti Már Björnsson og Hjalti Már Þórisson; nafnar, ómarar og sjálfskipaðir eða skipaðir talsmenn andstæðra skoðana á notkun ómunar á bráðamóttökum hafa samþykkt að svara nokkrum spurningum varðandi ómun.

94

Í hvaða tilfellum ætti að nota bráðaómun í uppvinnslu á bráðadeild? Í stuttu máli myndi ég segja að ómun á bráðamóttöku ætti að nota þegar ekki er tími til að gera formlega myndgreiningarannsókn. Sem dæmi má nefna mat á mikið slösuðum sjúklingum (fjöláverkar) þar sem s.k. FAST-ómun á bráðamóttöku getur verið mjög hjálplegt tæki til að ákvarða hvort sjúklingur skuli strax í aðgerð eða hvort gera eigi tölvusneiðmyndarannsókn sem næsta skref. Einnig myndi ég nefna ómun af kvið m.t.t. ósæðargúls en slík ómun gæti þá hjálpað til við að greina þá sjúklinga strax sem koma á bráðamóttöku með rofin ósæðargúl en eru ekki með lækkaðan blóðþrýsting eða önnur bráð teikn og flokka þannig hverjir eigi að fara strax í Ts æðamyndatöku af ósæð. Hins vegar finnst mér nokk­uð augljóst að ef ekki er um slíkt bráðatilfelli að ræða þá eigi að gera formlega rann­sókn með tilheyrandi vistuðum myndum og formlegu svari. Hverjir eru helstu kostir bráðaómunar? Hér þarf fyrst að skilgreina hug­takið. Bráðaómun eins og

ég skil hugtakið er s.k. FAST­ ómun (Focused Ass­essment with Sono­graphy in Trauma) sem er mjög vel skilgreint fyrirbæri. Það á við hjá óstöðugum fjöláverkasjúklingum og er ágætlega stöðluð rannsókn. Helsti kostur FAST-ómunar er sá sem ég nefndi hér að ofan, þ.e. aðgengileg rannsókn í bráðauppvinnslu þegar taka þarf ákvarðanir skjótt. En ,,bráðaómun” eins og nú er stunduð á LSH er allt annað fyrirbæri. Verið er að gera alls konar mismunandi rannsóknir sem hvergi eru skráðar, eru illa eða ekkert staðlaðar og gera sjúk­ lingnum ákaflega takmark­að gagn. Það er að mínu mati fag­ lega óréttlætanlegt, stenst ekki lög (lög um sjúkraskrár eru afdráttarlaus um að myndgreiningarannsóknir eigi að vista í sjúkraskrá) og skilur sjúklingana oft eftir með brenglaða mynd af því sem gert var sem getur í vissum tilfellum leitt til misskilnings. Hverjir eru helstu gallar bráðaómunar? Bráðaómun eins og nú er stunduð á LSH hefur marga vankanta að mínu mati. Gerðar eru rannsóknir sem eru hvergi skráðar í sjúkraskrá, skortir faglega stöðlun og er framkvæmd undir óljósri faglegri ábyrgð. Ég tel nauðsynlegt að LSH taki á þessu. Ættu bráðalæknar að ómskoða í auknum mæli? Ég hef enga skoðun á því í


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.