Læknaneminn 2011 (fagaðilar)

Page 40

Tíu rauð augu eftir Andra Elfarsson, deildarlækni á augndeild Landspítalans Eng­inn verð­ur ólærð­ur lækn­ir. All­ir lækn­ar þurfa að vinna á heilsu­gæslu áð­ur en þeir fá lækn­inga­leyfi og þar er að­al­at­riði að missa ekki af al­var­leg­um sjúk­dóm­um eins og þeim í KIA tríóinu (Kera­tit­is, Ir­it­is og Ac­ute glauc­oma). Ef leita skal ráða á augn­deild má ganga í aug­un á vakt­haf­andi lækni með því að hafa eftir­tal­in at­riði á hreinu: Saga 1. Verkur 2. Móðusýn 3. Annað auga eða bæði 4. Ljósfælni 5. Útferð Skoðun 1. Dreifing roðans 2. Sjónmæling 3. Útlit hornhimnu 4. Deyfing 5. Ljósop

( P ain) ( V ision) ( C ompare) ( P hotophobia) ( P us) ( P eripheral/central) ( V ision) ( C ornea) ( P ain pharmacy) ( P upils)

Til að efla minnis­fest­ingu les­enda smíð­aði ég þessa minnis­ reglu, PVC-PP. PVC er plast­efn­ið poly­vin­yl chlor­ide og er öðr­ um plast­efnum, PP (pht­halate plast­iciz­ers), gjarn­an bætt út í það til að fá út mýkra efni sem er til dæm­is not­að í garð­slöng­ur og raf­magns­snúr­ur.

Saga: 1. Verkur (Pain) • Mik­ill verk­ur, sárt að depla og aug­að dreg­ið í pung eru merki um horn­himnu­vanda­mál. º Verk­ur frá horn­himnu gef­ur að­skota­hluts­til­finn­ingu, fólki finnst eins og það sé með stórt korn í aug­anu eða eitt­hvað und­ir augn­lok­inu. º Ef grun­ur er um verk frá horn­himnu muna að spyrja um linsu­notk­un og hvort eitt­hvað hafi raun­veru­lega far­ið í augað. • Djúp­ur verk­ur get­ur tákn­að lit­himnu­bólgu og þá er aug­ að oft aumt og ljós­fæl­ið. • Mikill djúp­ur verk­ur og ógleði get­ur tákn­að bráða­gláku. • Verk­ur frá auga leið­ir gjarn­an temp­oralt. 2. Móðusýn (Vision) • Óskýr sjón sem sjúkl­ing­ur lýs­ir sem: „móðu“/„þoku“/ „slikju“ eða jafn­vel „sé ekki neitt“. • Fylgir til dæm­is lit­himnu­bólgu og bráða­gláku. • Þarf ekki að fylgja keratitis en getur gert það. • Færð ekki verri sjón við conjunctivitis. 3. Annað auga eða bæði (Compare) • Lang-oftast eru alvarlegu sjúkdómarnir öðrum megin. • Conjunctivitis fer gjarnan úr einu auga yfir í hitt. • Ofnæmi, hvarmabólga og augnþurrkur eru oft í báðum augum. 4. Ljósfælni (Photophobia) • Verkur við að fá ljós í augað. • Fylgir mjög oft alvarlegum augnvandamálum, t.d. lit­ himnu­bólgu, kera­titis og bráðagláku. • Klassískt einkenni mígreni höfuðverks. 5. Útferð (Pus) • Aðaleinkenni conjunctivitis, sérstaklega ef um gröft er að ræða. • Klassískt er að augnlok séu límd saman að morgni.

40

• Tárarennsli getur þó fylgt alvarlegum sjúkdómum.

Skoðun: 1. Dreifing roðans (Peripheral/central) • Roði sem er centralt (í kringum hornhimnu) kallast ciliary flush og er teikn um alvarlegt vandamál eins og lithimnubólgu, kerat­itis og bráðagláku. • Central roða getur einnig fylgt roði í periferiu augans. • Roði sem eingöngu er í periferiu augans er ekki alvarlegt teikn. 2. Sjónmæling (Vision) • Ef Snellen kort (þetta klassíska sjónmælingakort) er á staðnum skal mæla sjónskerpu. º Ef ekki þá reyna að meta hvort sjón sé jöfn beggja vegna. • Mæla sjón með gleraugum ef fólk notar þau til að sjá frá sér. 3. Útlit hornhimnu og litun (Cornea) • Ef ekki er augnsmásjá á staðnum má gera þetta með handheldu ljósi og skoða alla hornhimnuna í mikilli nálægð frá öllum hlið­um. • Leita að þéttingum, aðskotahlutum eða rispum. • Gefa fluorescein litarefni og skoða eftir eina mínútu hvort ysta lag hornhimnu taki upp lit. • Skoðist í bláu ljósi og þá litast epithelial defect gulur. 4. Deyfing (Pain pharmacy) • Gott að nota við skoðun ef fólki finnst erfitt að hafa augað opið vegna verks. • Snjallt að gefa samhliða litarefni. • Ef verkur hverfur á mínútu og fólki líður „eins og Guð hafi snert augað“ þá er það klárt merki um hornhimnuverk. 5. Ljósop (Pupils) • Skoða fyrst bæði ljósop án þess að lýsa inn. • Lýsa í bæði augu og meta direct og indirect svörun. º Meta um leið ljósfælni. • Leita að hvort ljósop rauða augans sé jafnt og hreyfist eðlilega. º Ef ljósopið hreyfist ekki getur það t.d. verið vegna bráðagláku eða lithimnubólgu.

10 orsakir fyrir rauðu auga sem gott er að þekkja: Keratitis • Mjög mikill verkur og aðskotahlutstilfinning. • Ljósfælni. • Mögulega móðusýn ef centralt. • Sjást oftast macroscopiskt ef vel er að gáð sem grámi á horn­himnu. • Þéttingin tekur upp lit. • Verkurinn hverfur við deyfingu, „eins og Guð hafi snert augað“ º Fólk myndi gjarnan vilja fá deyfidropana með sér heim en má það ekki. • Ciliary flush, gjarnan mestur roði nálægt þéttingunni. • Pathogen: Bakteríur, veirur, amöbur, sveppir. • Ef grunur um keratitis spyrja út í linsunotkun. Bráðagláka • Djúpur verkur í auga eða í kringum augað til dæmis við auga­brún.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.