Læknaneminn 2011 (fagaðilar)

Page 31

Tilfelli af Bangsaspítalanum Brunasár eftir dreka

Krabbamein alls staðar

Ástæða komu: Brunasár á fótum Sjúkrasaga: Búr drekans var ekki læst nógu vel svo að hann slapp út og brenndi bangsann á fótunum. Skoðun/rannsóknir: Skoðun leiddi í ljós mikil brunasár á fótum og líka verk í eyrum. Meðferð og ráðleggingar: Bangsinn fékk fullt af sárabindum og extra flottum prinsessuplástrum auk þess sem að við ákváðum að það væri best ef að bangsinn fengi rör í eyrun. Svo átti bangsi bara að vera duglegur að fara að sofa snemma og passa sig á öllum drekum. Þess má geta að stelpan sem átti bangsann var líka að fara að fá rör í eyrun fljótlega.

Ástæða komu: Bella dúkka var með krabbamein alls staðar.

Of mikið kúr um jólin Ástæða komu: Kúraður of mikið. Sjúkrasaga: Lúlli bangsi var kúraður of mikið yfir jólin.

Sjúkrasaga: Bella var með krabbamein alveg eins og ein frænka stúlkunnar sem á Bellu. Henni var líka búið að vera voða illt í fætinum. Skoðun/rannsóknir: Við skoðuðum stoðkerfið sérstaklega vel og tókum röntgenmynd af fætinum. Þá kom í ljós að fóturinn var brotinn en hvergi sást nú samt merki um krabbamein. Meðferð og ráðleggingar: Við komumst að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að Bella væri líklega ekki með krabbamein og ræddum um það að krabbamein væri nú dálítið erfiður sjúkdómur og fólkið með hann væri nú dálítið veikt. Bella var sem betur fer bara fótbrotin. Hún fékk gifs á fótinn og þurfti að hvíla hann vel og borða hollan mat.

Skoðun/rannsóknir: Magi var skoðaður og stoðkerfi. Meðferð og ráðleggingar: Umbúðir settar um maga. Ráðleggingar að hvílast vel og kúr vel leyfilegt en ekki of fast. Fara snemma að sofa og borða hollt. 31


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.