Costco og netverslun skekja hjólbarðamarkaðinn dæmi um hátt í 50% verðlækkun á milli ára 03.11.2017 Í átta tilvikum er yfir 30% verðlækkun á milli ára og í tveim tilvikum er verðlækkunin yfir 40% Í átta tilvikum er yfir 30% verðlækkun á milli ára og í tveim tilvikum er verðlækkunin yfir 40% Veruleg verðlækkun á hjólbörðum Árlega vetrardekkjakönnun FÍB leiðir ekki bara í ljós að neytendur standa frammi fyrir meira úrvali en oft áður heldur er verð á vetrardekkjum mun hagstæðara nú en í fyrra. Hvað hefur breyst sem veldur þessari jákvæðu þróun neytendum til hagsbóta? Verð á dekkjum hafa lækkað með aukinni samkeppni og neytendur njóta ábatans af þessari jákvæðu þróun. Samkeppnin er einnig að skila auknu öryggi til vegfarenda því góð dekk skipta miklu máli upp á öryggi, eyðslu og mengun. Innflytjendur hafa ef til vill náð betri samningum í innkaupum. Vörugjöld og tollar féllu niður 1. Janúar 2016. Gengisvísitala íslensku krónunnar styrktist um 17% frá seinni hluta sumars 2016 fram á sumarið í ár en sú styrking hefur gengið nokkuð til baka. Viðskipti á netinu hafa færst í aukana á síðustu árum og töluverður kippur kom á liðnum vetri í þau viðskipti. Fréttir bárust m.a. um innflutning á dekkjum frá Bretlandi og víðar og FÍB vakti athygli neytenda á gríðarlegum mun á verði vetrarhjólbarða á Norðurlöndunum og Íslandi – Íslenskum neytendum í óhag - http://www.fib.is/ is/um-fib/frettir/okrad- a-oryggi.
Costco hrist upp í markaðnum Bandaríski smásölurisinn Costco hefur hrist verulega upp í markaðnum. Costco selur Michelin dekk og býður upp á hjólbarðaþjónustu (umfelgun) fyrir þá sem kaupa af þeim dekk. Costco dekk og þjónusta bjóðast á mun sanngjarnara verði en áður hefur sést hér á landi. Í töflunni hér undir má sjá dæmi um 47% verðlækkun á þekktum Michelin dekkjum hjá Costco samanborið við verðin á sömu dekkjum hjá N1 fyrir ári síðan. Hjá Costco