Mótorolíur, Rainx, rafgeymar - ódýrast í Costco þegar verð á ákveðnum bílavörum er skoðað

Page 1

Sláandi verðmunur - ódýrast í Costco þegar verð á ákveðnum bílavörum er skoðað 24.05.2017

Vöruúrval fyrir bifreiðaeigendur er þó nokkuð í Costco í Kauptúni í Garðabæ en verslunin opnaði sl. mánudag. Sama dag vann FÍB verðkönnun á dekkjum sem vakti mikla athygli en í þeirri athugun kom í ljós að verð á Michelin dekkjum hjá Costco er töluvert ódýrara en almenningi hefur boðist fram að þessu. FÍB heldur verðkönnunni áfram bifreiðaeigendum til leiðbeiningar og kannar verð á mótorolíum, rafgeymum og á gluggahreini. Sú athugun leiðir í ljós að þessar vörur eru mun ódýrari í Costco en hjá öðrum söluaðilum þegar nákvæmlega sömu vörur eru bornar saman í könnunni. Upplýsingarnar um verðin hjá Costco fengust í versluninni við Kauptún í Garðabæ. Upplýsingar um verð á olíunni hjá N1 eru teknar af heimasíðu fyrirtækisins. Verð á rafgeymum byggir á upplýsingum af heimasíðu verslunarinnar Kemi á Tunguhálsi í Reykjavík og á Rain-X Glerhreinsi hjá AB varahlutum og Bílanaust. Sláandi verðmunur er á umræddum vörum á má í því sambandi nefna allt að 177,% verðmunur er á Mobil 1 0W 40 mótorolíu. Þá er 227,4% munur á Rain-X glerhreinsi þar sem hann er dýrastur og er verðmunurinn á Bosch rafgeymum allt að 79%. Til að njóta þessara kjara hjá Costco kostar ársaðild fyrir einstaklinga 4.800 krónur en fyrirtækjaaðild kostar 3.800 fyrir árið. Hér að neðan geta bifreiðaeigendur séð niðurstöðuna í samanburðinum sem gerður var.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.