Fablab Selfoss - Ársskýrsla 2022

Page 1

FABLAB SELFOSS ÁRSSKÝRSLA 2022


FabLab smiðjur eru samstarfsnet smiðja sem eru búnar tækjum og tólum til þess að stunda nýsköpun. Þær eru frábær vettvangur til nýsköpunar þar sem sköpunarfærni, -kjarkur og -kraftur eru leystir úr læðingi. Þar er nemendum og almenningi veittur aðgangur að nýjustu tækni og verkþekkingu í hönnun og sköpun.

Í FabLab smiðjum fer fram þjálfun á færni sem nýtist atvinnulífinu og skapar samkeppnishæfara samfélag. FabLab smiðjur eru mikilvægar menntakerfinu og efla áhuga og færni í raungreinum ásamt verk- og tæknigreinum.

FabLab Selfoss er staðsett í verknámshúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands/ Hamri, þar sem smiðjan sinnir jafnt nemendum skólans sem og grunnskólanemum í Ársnessýslu ásamt öllum almenningi. FabLab smiðjan á Selfossi hefur unnið sér sess í samfélaginu þar sem tilvist hennar gerir fólki kleift að virkja sköpunarkraftinn, þróa nýsköpunarhugmyndir og efla tæknilæsi sitt.


FabLab Selfoss er samstarfsverkefni Héraðsnefndar Árnesinga, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Háskólafélags Suðurlands og Atorku – félags atvinnurekenda á Suðurlandi. Auk þess var gerður samningur við Menntamálaráðuneyti annarsvegar og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti hins vegar sem koma með góðan stuðning inn í smiðjuna.

Markmið FabLab er að efla nýsköpun í samfélaginu. Til að ná markmiðum er lögð áhersla á að efla nýsköpun í menntun, styðja við vöruþróun fyrirtækja og hlúa að nýjum hugmyndum hjá fólki á öllum stigum samfélagsins. FabLab myndar þannig skemmtilegt skapandi samfélag með fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að vera forvitið, lausnamiðað og hafa þor til að prófa.

ÁRSSKÝRSLA 2022

SÍÐA 3


STARFSEMIN 2022 Þegar árið 2022 fór af stað voru Covid takmarkanir í fullum gangi líkt og allt árið 2021. Fjarkennsla var þá nýtt, en smá saman fóru takmarkanir að minnka þar til þær voru alfarið afnumdar í febrúar en þá var hægt að opna smiðjuna af fullum krafti og í framhaldi lifnaði verulega yfir smiðjunni eins og sést þegar litið er yfir árið í eftirfarandi samantekt. Mikið hefur verið rætt um hnignandi þátttöku ungs fólks í iðn-, verk- og tækninámi og hefur FabLab smiðjan það sem eitt af sínum markmiðum að vekja áhuga á þess háttar námi með því að tengja betur ýmislegt þvert á greinar og því má segja að smiðjan sinni ákveðnu forvarnastarfi. Grunn- og framhalds-skólar eru með fasta tíma inni í smiðjunni en auk þess hafa Fræðslunet Suðurlands og Birta Starfsendurhæfing verið með námskeið í smiðjunni ásamt því sem boðið hefur verið upp á opna tímar og námskeið fyrir almenning og fyrirtæki.

FabLab smiðjurnar eru mikilvægur þáttur í að stuðla að virkri þátttöku landsins í fjórðu iðnbyltingunni með skilvirkri þjálfun nemenda, atvinnulífsins og þróun nýrrar tækni og miðlun þekkingar.

ÁRSSKÝRSLA 2022

SÍÐA 4


FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS / FSu Árið 2022 fór vel af stað í FSu. Fablab Selfoss hefur boðið uppá tvo Fablab áfanga fyrir nemendur skólans. Mikil og góð ásókn var í Fablab áfangana tvo sem kallast Nýsköpun og miðlun eða NÝMI2FL05 og í framhaldsáfangann NÝMI3HF05 sem var kenndur í fyrsta skipti árið 2020 og hefur verið kenndur samhliða grunnáfanga og eru báðir áfangar í boði á vor- og haustönn.

GRUNNSKÓLAR ÁRNESSÝSLU Það er aðeins misjafnt milli skóla hversu miklum tíma þeir verja í FabLab smiðjunni. Vallaskóli á Selfossi býður uppá FabLab val fyrir sína nemendur. Þaðan komu tveir góðir hópar þetta árið og áttu þeir fasta tíma á þriðjudögum í smiðjunni og voru tímarnir vel nýttir. Einnig var sérúrræðishópur sem kom í smiðjuna á föstudögum. Sunnulækjaskóli á Selfossi átti fasta tíma á mánudögum og fimmtudögum í vetur og annar tíminn var nýttur fyrir sérúrræðis hóp og hinn tíminn var fyrir valhópa. Voru tímarnir nýttir til að búið til marga flotta hluti í smiðjunni. Flóaskóli í Flóahreppi var með fasta tíma í vetur. Ragnar smíðakennari kom á föstudögum með nemenda hópa og auk þess kom einnig Eyjólfur tónlistarkennari Flóaskóla, en hann hefur undanfarið þróað verkefni sem gengur út á þverfaglegt samstarf tónlistar, þjóðfræði og verkgreina sem endar með því að nemendur í 5.bekk hanna og smíða sitt eigið langspils hljóðfæri í Fablab. Hvolsskóli á Hvolsvelli kom í heimsókn með áhugasama nemendur og kynnti sér smiðjuna en vonir standa til að hægt verði að ná til skóla utan Árnessýslu. Aðrir skólar í Árnessýslu komu svo í styttri heimsóknir auk þess sem haldin voru nokkur stutt kennaranámskeið fyrir skólana.

ÁRSSKÝRSLA 2022

SÍÐA 5


ALMENNUR OPNUNARTÍMI Á þriðjudögum eru fastir tímar í svokölluðu "opnu húsi" þar sem almenningur getur komið og fengið aðstoð við útfærslu, ráð um hinar ýmsu lausnir og hjálp við að raungera hugmyndir sínar. Þar fyrir utan er öllum velkomið að líta við á opnunartíma smiðjunnar og reyna starfsmenn þá að aðstoða eftir getu. Þetta er lykilþáttur í því að virkja og tengja smiðjuna við samfélagið.

ÁRSSKÝRSLA 2022

SÍÐA 6


SAMSTARFSVERKEFNI OG SAMSTARFSAÐILAR

Sem fyrr hefur FabLab Selfoss átt í mörgu góðu samstarfi við aðila á svæðinu sem og utan þess.

ÁRSSKÝRSLA 2022

SÍÐA 7


SAMSTARF VIÐ RÁÐUNEYTI Árið 2021 var gerður þriggja ára samningur við annarsvegar Menntamálaráðuneytið og hins vegar Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið en þessir samningar eru öflugur stuðningur inn í smiðjuna. Þetta samstarf tryggir áframhaldandi öflugt starf smiðjunnar til framtíðar.

SAMSTARF VIÐ HÍ / MENNTAVÍSINDASVIÐ Unnið er að undirbúningi starfsþjálfunarverkefnis fyrir kennara sem fara mun fram í FabLab smiðjum víðsvegar um landið og stefnt að því að sú þjálfun verði metin til eininga í námi á Menntavísindasviði HÍ.

SAMSTARF VIÐ VÍSINDAGARÐA Hugmyndir um uppbyggingu Super FabLab smiðju við Vísindagarða hafa verið kynntar og áframhaldandi samstarf er fyrirhugað við þróun hugmynda um uppbyggingu Djúptæknikjarna.

ÁRSSKÝRSLA 2022

SÍÐA 8


FRÆÐSLUNET SUÐURLANDS OG BIRTA STARFSENDURHÆFING Samstarfi við Fræðslunet Suðurlands – símenntunarmiðstöð og Birtu starfsendurhæfingu var haldið áfram árið 2022. Í byrjun júní var haldið námskeið sem stóð yfir í 2 vikur. Þetta samstarf er þýðingarmikið fyrir bæði smiðjuna og áðurnefnda samstarfsaðila þar sem það byggir upp þekkingu og færni hjá hópi fólks sem ekki hefur fundið sér farveg annarstaðar, og eykur sjálfstraust til þess að takast á við nýjar áskoranir.

FABLAB ÍSLAND FabLab Selfoss er í miklu og virku samstarfi við báðar hinar sunnlensku FabLab smiðjurnar, í Vestmannaeyjum og á Höfn, en einnig er mjög virkt samstarf milli smiðjanna allra á landsvísu. Vikulegir fjarfundir voru haldnir alla miðvikudaga en það samstarf er nauðsynlegt fyrir þróun og uppbyggingu innra starfs smiðjunnar. Fablab Bootcamp er haldið einu sinni á ári þar sem fulltrúar frá öllum smiðjunum koma saman vinna í stefnumótun, endurmenntun og hópefli og var það að þessu sinni haldið í Fablab smiðjunni á Ísafirði. Hópurinn dvaldi í fjóra daga og mættu fulltrúar frá 11 smiðjum alls 19 manns. Reglubundnir samstarfsfundir norrænu FabLab smiðjannan eru síðan haldnir tvisvar sinnum í mánuði þar sem þekkingu er miðlað milli smiðja og farið yfir starfsemina. Árlega er jafnframt staðið fyrir norrænu bootcamp sem haldið er í mismunandi FabLab smiðjum á Norðurlöndunum.

ÁRSSKÝRSLA 2022

NET NORRÆNU FAB LAB SMIÐJANNA FAB LAB ÍSLAND

SÍÐA 9


SAMSTARF MILLI DEILDA Í FSU Samstarf var aukið til muna á milli deilda í verknámshúsi FSu – Hamri. Má þar helst nefna að Rafiðnaðar deildin nýtti sér tæki Fablab smiðjunnar og þá sérstaklega fræsivél til prentplötugerðar Einnig nýttu þeir sér Shopbot CNC vél smiðjunnar til að fræsa út álkassa sem er svo settur saman utan um aflgjafa sem er eitt af nemendaverkefnum annarinnar, einnig voru allar merkingar utaná kassan gerð í smiðjunni.

Rafmagnsdeildin var svo með fasta tíma á þriðjudögum þar sem nemendur í áfanganum Forritanleg rafmagnskerfi - hönnuðu, teiknuðu og skáru út sína eigin hönnun á ljósastýringarkerfi í sérstakar kennslutöskur sem verða síðan notaðar í kennslu Það er alltaf gaman þegar unnið er þvert á fög. Í meðfylgjandi myndbandi eru það málmsmíðin og FabLab í FSu sem taka saman höndum. HÉR MÁ SJÁ MYNDBAND AF FERLINU

Nemandi í málmsmíði notaði laserskera FabLab til þess að merkja verkfærakistu sem hann smíðaði. Mjög flott útkoma á alla vegu og glæsilegur gripur.

FSu tók svo þátt í Erasmus+ verkefni sem heitir REDUCE. Kennarar og 55 nemendur komu við í Fablab og fengu að hanna og búa til sína eigin boli og voru þau mjög ánægð með útkomuna.

ÁRSSKÝRSLA 2022

SÍÐA 10


ERASMUS + ADULTS ON THE MOVE FabLab Selfoss er þátttakandi í áhugaverðu Erasmus+ Evrópuverkefni. Verkefnið gengur út á að styðja við ungt fólk í atvinnuleit sem hefur áhuga á stafrænni menningu og vill nýta sér þann áhuga til þess að efla sig á vinnumarkaðinum og gera sig hæfari til þátttöku í stafrænum veruleika nútímans. Verkefnið var þróað til að styðja við ungt atvinnulaust fólk á aldrinum 16-29 ára sem hafa fagleg tengsl við menningar- og skapandi geira og/eða hafa faglegan áhuga á stafrænni menningu og tækni. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa og prófa aðferðafræði og verkfæri sem munu veita ungu fólki aðgengileg og sjálfbær námstækifæri varðandi stafræna tækni. Þetta mun hjálpa við að auka stafræna færni og hæfni sem nauðsynleg er til að gera einstaklinga að meira aðlaðandi starfskrafti á nútíma vinnumarkaði, og takast þannig á við atvinnuleysi þessa hóps. Í desember fór starfsmaður Fablab með 4 nemendur til Noregs í 4 daga vinnufund ásamt samstarfsaðilum sem eru frá Noregi, Tyrklandi og Grikklandi. Þar voru afurðir verkefnisins prófaðar. NÁNAR MÁ LESA UM VERKEFNIÐ HÉR:

ÁRSSKÝRSLA 2022

SÍÐA 11


HREIÐRIÐ FRUMKVÖÐLASETUR FabLab Selfoss er stoltur samstarfsaðili Hreiðursins sem er frumkvöðlasetur, staðsett í Fjölheimum á Selfossi. Tilgangur Hreiðursins er að styðja við og efla frumkvöðla á Suðurlandi. Auka þekkingu og vitund þeirra á sviði nýsköpunar, vöruþróunar og markaðsmála og fjölga þannig vel skilgreindum og mótuðum verkefnum á svæðinu. Slíkt gerir frumkvöðlana jafnframt hæfari til þess að sækja sér fjármagn, hvort sem er í gegnum samkeppnis- og/eða vísisjóði, sem og aðrar fjármögnunarleiðir. Markmiðið er að til verði nýjar vörur og/eða þjónusta hjá frumkvöðlum á Suðurlandi ásamt fjölgun starfa á svæðinu. Í Hreiðrinu er boðið upp á vinnuaðstöðu ásamt handleiðslu ráðgjafa sem mótuð er út frá þörfum frumkvöðulsins. Nokkrir frumkvöðlar geta starfað í Hreiðrinu á sama tíma og njóta því einnig jafningjastuðnings. Frumkvöðlar geta jafnframt nýtt sér ráðgjöf og þjónustu FabLabsins og ráðgjafa þess til þess að þróa og móta sínar vörur. HREIÐRIÐ KYNINGARMYNDBAND

ÁRSSKÝRSLA 2022

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM HREIÐRIÐ MÁ FINNA HÉR:

SÍÐA 12


ÖNNUR VERKEFNI OG KYNNINGAR Mikill áhugi hefur verið á smiðjunni eftir að samkomutakmörkunu vegna covid var aflétt og hefur aðsókn að smiðjunni aukist jafnt og þétt á árinu. Í júní kom hópur af grunnskólakennurum í heimsókn og kynntu sér smiðjuna af miklum áhuga. Haldið var Fablab námskeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Einnig litu nokkur skemmtileg samstarfs- og þróunarverkefni dagsins ljós.

ÁRSSKÝRSLA 2022

SÍÐA 13


FABLAB LANGSPIL - NÝSKÖPUNAR OG ÞRÓUNARVERKEFNI Langspilssmíðaverkefni Eyjólfs Eyjólfssonar, þjóðfræðings og söngvara sem hefur verið í gangi síðastliðin þrjú ár í Flóaskóla fyrir nemendur í 5. Bekk, og voru hljóðfærin þróuð enfrek í fablabsmiðjunni og ný útgáfa af hljóðfærin leit dagsins ljós á árinu. Verkefnið tengir saman nám í tónlist, þjóðfræði og handverki ásamt stafrænni hönnun og framleiðslu, þar sem nemendur tóku þátt í að hanna sín eigin langspil í tölvu og láta laser skera þau út í FabLab verkstæðinu á Selfossi. Má því segja að hér sé um þverfaglega kennslunálgun að ræða.

Langspils áfangi í Listaháskólanum Tónlistar- og listkennsludeild Listaháskóla Íslands fékk Eyjólf Eyjólfsson til að kenna áfanga í skólanum þar sem farið er í gegnum allt ferlið við gerð Fablab langspilsins. Nemendur komu síðan í Fablab Selfoss og smíðu sín eigin hljóðfæri. Með þessu verkefni er verið að tengja saman nám í tónlist, þjóðfræði og handverki ásamt stafrænni hönnun og framleiðslu. Verkefni vetrarins lauk svo með Langspilsvöku í Þjórsárveri þann 25. maí. Nemendur úr 5. og 6. bekk sungu nokkur lög undir eigin langspilsundirleik, einnig komu fram nemendur við tónlistar- og listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Sérstakur gestur kvöldsins var söngkonan góðkunna Ragnheiður Gröndal og söng hún með nemendum.

Meðfylgjandi myndskeið sýnir þennan frábæra afrakstur.

Óperudagar 2022 Hróður verkefnins barst víða og var Eyjólfi ásamt nemendum úr Flóaskóla fengnir ásamt söngkonunni Ragnheiður Gröndal til að vera með atriði á Óperudögum 2022

OPERUDAGAR 2022

ÁRSSKÝRSLA 2022

FRÉTT Í MANNLEGA ÞÆTTINUM Á RÚV / LANDINN

SÍÐA 14


REKSTRARKOSTNAÐUR 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið Héraðsnefnd Árnesinga Fjölbrautaskóli Suðurlands Sértekjur Tekjur alls

Gjaldfærðir lausafjármunir Annar kostnaður

674.472

5% umsjónakostnaður HfSu

Aðrar heimsóknir 298

Þróun 94

Námskeið 332

18.130.000 12.940.227 648.372 1.552.640

Laun og launatengd gjöld

HEIMSÓKNIR

4.000.000 4.000.000 6.000.000 4.000.000 130.000

Gjöld alls

15.815.711

Afkoma ársins 2022

2.314.289

HEILDARFJÖLDI

3.722 Fjölbrautarskólinn 1346

Opið hús 499

WWW.FABLAB.IS FABLAB SELFOSS - FACEBOOK

Grunnskólar 1203

ÁRSSKÝRSLA 2022

FABLAB SELFOSS - INSTAGRAM

SÍÐA 15


ÁRSSKÝRSLA 2022

STYRKTARAÐILAR

FABLAB SELFOSS

WWW.FABLAB.IS

Forstöðumaður:

FABLAB SELFOSS - FACEBOOK

Magnus Stephensen Magnússon magnus@fls.is

ÁRSSKÝRSLA 2022

FABLAB SELFOSS - INSTAGRAM


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.