Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 12. desember 2013

43. tbl. 31. árgangur

Jóla- og styrktartónleikar Karlakórsins Jökuls Sunnudaginn 15. desember kl. 20:00 í Hafnarkirkju Þar koma fram, Gleðigjafar kór aldraðra, Samkór Hornafjarðar, Barnakór Hornafjarðar, Stakir Jakar, Kvennakór Hornafjarðar og Karlakórinn Jökull, ásamt tónlistarfólki frá Tónskólanum og Lúðrasveit Hornafjarðar. Kynnir verður Soffía Auður Birgisdóttir. Ingólfur Baldvinsson hjá Ljósadeild Leikfélags Hornafjarðar mun sjá um að lýsa upp kirkjuna og gefa henni hátíðlegan blæ. Ágóðinn af tónleikunum hefur ætíð runnið til styrktar góðu málefni og að þessu sinni rennur hann óskiptur til viðhalds á Hafnarkirkju.. Miðaverð er að lágmarki kr. 2500 en þar sem um styrktartónleika er að ræða þá má borga meira. Við vonumst til að sjá sem flesta og þarna gefst bæjarbúum kjörið tækifæri til að styrkja gott málefni og grípa jólaandann ef þeir hafa ekki þegar gripið hann. Jólakveðja, Heimir Örn Heiðarsson, formaður Karlakórsins Jökuls.

Áskorun til aðila í ferðaþjónustu Ferðaþjónustan í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur eflst og stækkað hratt undanfarin misseri og ár og er nú orðin ein af aðalatvinnugreinum svæðisins. Það er jákvæð þróun sem hefur fært miklar tekjur og umsvif inn í sveitarfélagið auk þess sem ferðaþjónustan hefur orðið faglega sterkari með hverju árinu. Óhætt er að segja að ferðaþjónustan á Hornafirði sé orðin fyrirmynd í öðrum landshlutum.

Auknar kröfur í formi laga og reglna Samhliða auknum umsvifum um land allt hafa orðið auknar kröfur í formi laga og reglna til greinarinnar. Slík þróun er eðlileg og óhjákvæmileg í ljósi þess að greinin er að eflast og stækka og tekur árlega á móti miklum fjölda ferðamanna. Af hálfu sveitarfélagsins er lögð áhersla á að þessi mál séu í góðu lagi. Tilgangur þessara skrifa er að minna á mikilvægi þess að vera með öll leyfi í lagi og skora á aðila innan ferðaþjónustunnar að vera á varðbergi í þeim efnum. Sveitarfélagið leggur áherslu á að farið sé að lögum og reglum enda er mikilvægt að eitt gangi yfir alla og að ekki myndist ólík staða milli samkeppnisaðila. Þar sem eitt fyrirtæki leggur út í umtalsverðan kostnað og

hve langan tíma tekur að svara erindum eða umsóknum, þar sem það fer eftir umfangi og atvikum hvers máls. Mikilvægt er að tekið sé tillit til þess í ferlinu að sveitarfélagið þarf ráðrúm til að yfirfara hvert mál og afgreiða það.

Hver og einn kanni stöðuna hjá sér umstang við að afla sér tilskilinna leyfa á meðan annað fyrirtæki kemst upp með að gera það ekki.

Afgreiðsla eins hröð og kostur er Eins og allir sem starfa í ferðaþjónustu þekkja þá er reksturinn sveiflukenndur og vertíðin er yfir sumarmánuðina. Af þeim sökum er mikilvægt að fyrirtæki í þessum rekstri gangi frá sínum málum fyrir háannatíma. Því er upplagt að nýta veturinn, þegar víðast hvar er minna um að vera, til að yfirfara þessi mál og bæta úr ef þörf er á. Ekki koma sér í þá stöðu að hugsanlega þurfi að fjarlægja eða loka starfsemi á háannatíma næsta sumar. Afgreiðsla erinda hjá sveitarfélaginu tekur eðli málsins samkvæmt alltaf ákveðinn tíma þótt reynt sé að bregðast við eins skjótt og kostur er. Erfitt er að gefa fyrirfram út

Því er mikilvægt að þeir sem starfa í ferðaþjónustu kanni hjá sér hvernig leyfamálum er háttað. Er t.d. búið að afla stöðuleyfis fyrir gáma, hjólhýsi eða önnur laus mannvirki sem á að nýta fyrir starfsemina? Er gistileyfi fyrir hendi vegna starfsemi gistiheimilis? Ef íbúð í fjöleignarhúsi er seld út til gistingar, er æskilegt að húsfélagið fái að fjalla um það og eftir atvikum veita samþykki sitt fyrir breyttri notkun? Gerir sá sem rekur gistinguna sér grein fyrir því að með rekstarleyfi flokkast eignin sem atvinnuhúsnæði og að greidd verða hærri fasteignagjöld fyrir vikið? Atriði sem þessi þurfa að liggja ljós fyrir og hvetur sveitarfélagið hér með alla þá sem starfa í eða hyggjast fara út í ferðaþjónustu að huga að þessu í tæka tíð. Tilgangur sveitarfélagsins er ekki að bregða fæti fyrir einn né neinn heldur hvetja þá sem starfa í greininni

til að vera á varðbergi og tryggja fyrirfram að allt sé með felldu. Ef einhverjar spurningar vakna eða eitthvað er óljóst er besta ráðið að hafa samband við starfsmenn sveitarfélagsins og fá svör við þeim spurningum sem vakna.

Starfshópur um ferðaþjónustu í þjóðlendum Þá hefur sveitarfélagið sett á laggirnar starfshóp sem fjalla mun sérstaklega um fyrirkomulag starfsemi ferðaþjónustu og tengdra greina í þjóðlendum. Samkvæmt lögum nr. 58/1998 er starfsemi í þjóðlendum leyfisskyld. Sveitarfélög geta veitt leyfi til slíkrar starfsemi til eins árs en ef starfsemin er ætluð til lengri tíma skal leita leyfis frá Forsætisráðuneytinu. Ýmis sjónarmið koma til skoðunar við mat á því hvort veita eigi leyfi til slíkrar starfsemi, s.s. skipulag viðkomandi svæðis, náttúruvernd og einnig jafnræðissjónarmið varðandi úthlutun leyfa á slíkum svæðum. Starfshópurinn mun fara yfir þessi mál og skila af sér niðurstöðu í vetur. Það er von sveitarfélagsins að aðilar í ferðaþjónustu hafi þessi mál í lagi hér eftir sem hingað til. Það er svæðinu öllu til framdráttar. Ásgerður Katrín Gylfadóttir, bæjarstjóri


2

Fimmtudagur 12. desember 2013

Eystrahorn

Dregið í happdrætti Sindra

Hafnarkirkja Sunnudaginn 15. desember 3. sunnudag í aðventu

Vaktsími presta: 894-8881

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

bjarnanesprestakall.is

Prestarnir

Kálfafellstaðarkirkja Sunnudaginn 15. desember 3. sunnudag í aðventu Aðventusamkoma kl. 14:00 (ath. breyttan tíma frá fyrri auglýsingu)

Jóhanna Íris Ingólfsdóttir syngur einsöng. Birna Þrúður Sigurbjörnsdóttir flytur hugvekju

Vífill Karlsson tekur við 1. vinningnum úr hendi Valdemars Einarssonar framkvæmdastjóra Sindra.

Prestarnir

Jólablað

Eystrahorns

kemur út fimmtudaginn 19. desember Þeir sem óska eftir að senda jólakveðjur, auglýsa eða fá birt efni í jólablaðinu eru beðnir að hafa samband við ritstjóra sem fyrst í tölvupósti: albert@eystrahorn.is. Jólablaðið kemur út fimmtudaginn 19. desember og þarf allt efni, auglýsingar og kveðjur að berast í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 17. desember. Fólk getur sjálft samið kveðjurnar eða valið staðlaðar kveðjur sem hægt er að fá sendar í tölvupósti. Hér fyrir neðan er sýnishorn af einni gerð jólakveðju sem kostar kr. 3.000,(3.765,- m/vsk).

Dregið var hjá sýslumanni og eftirtalin númer hlutu vinning: • Miði nr. 293 42“ sjónvarp • Miði nr. 73 Kvöldverður og gisting fyrir 2 á hótel Flúðum • Miði nr. 343 Flug fyrir 1 Höfn - Reykjavík - Höfn • Miði nr. 439 Úttekt í Húsasmiðjunni • Miði nr. 165 Árskort í Sundlaug Hornafjarðar • Miði nr. 25 Matarkarfa úr héraði • Miði nr. 431 Matarkarfa úr héraði • Miði nr. 463 Úttekt á Jako vörum í Namo • Miði nr. 134 Greiðsla uppí utanlandferð frá Úrval/Útsýn • Miði nr. 281 Greiðsla uppí utanlandferð frá Úrval/Útsýn • Miði nr. 185 Jólahlaðborð í Pakkhúsinu fyrir tvo Hægt er að vitja vinninga hjá framkvæmdastjóra félagsins að Hafnarbraut 25 eða í síma 868-6865 gegn afhendingu vinningsmiða. Seldir miðar voru 449 og þakkar Knattspyrnudeildin stuðninginn.

Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár .

Jólastund Hin árlega jólastund Félags eldri Hornfirðinga verður í Ekrusalnum laugardaginn 14. desember kl. 15:00.

Jón og Gunna

Félag eldri Honfirðinga

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915

júllatún

Nýtt á skrá

Gott raðhús með bílskúr á 2 hæðum, 3 svefnherbergi samtals 147,6 m². Mikið útsýni til jökla, Laust strax

Nýtt á skrá

Hafnarbraut „Lyfja“

Vel staðsett og reisuleg fasteign í miðbæ Hafnar sem gefur mikla möguleika 180,8 m² atvinnurými og 223,7 m² íbúðarými ásamt bílskúr

Nýtt á skrá

Silfurbraut

Rúmgott 147,6 m² 5 til 6 herbergja íbúðarhús ásamt 50 m² bílskúr, staðsett í botngötu við hlið golfvallarins og mikið útsýni til jökla. Hús í góðu viðhaldi.


Eystrahorn

Fimmtudagur 12. desember 2013

22 verkefni styrkt um eina milljón eða meira

Heildarfjárhæð styrkveitinga á vegum SASS á þessu ári, til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi, nemur samtals 80 milljónum króna. 50 milljónum króna var nú úthlutað í síðari úthlutun ársins til 39 verkefna. Áherslur við mat á verkefnum byggja á stefnumörkun SASS í atvinnuþróun í landshlutanum. Markmið SASS í atvinnuþróun eru m.a. að efla og styðja við nýbreytni og almennan fjölbreytileika í sunnlensku atvinnulífi, að unnið sé út frá svæðisbundnum styrkleika og að sótt sé fram á við og inn á nýja markaði þegar tækifæri eru fyrir hendi. Þessu náum við fyrst og fremst með samþættingu í ráðgjöf, verkefnastjórnun og fjármögnun nýsköpunarverkefna. Styrkveitingar sem þessar geta og eiga að hjálpa til við að grípa og nýta þau tækifæri sem til staðar eru, með fjármagni sem dregur um leið úr áhættu tiltekinna verkefna, þar sem þau eru þá betur fjármögnuð. Í sumum tilvikum eru styrkveitingar grundvöllur þess að farið er af stað í upphafi. Þannig deilum við ábyrgðinni að hluta, við að ná fram sameiginlegum markmiðum í atvinnumálum fyrir svæðið, við að skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri. Atvinnustigið eitt og sér er ekki helsta viðfangsefnið, heldur fábreytni atvinnulífs í dreifbýli. Að því leyti þarf atvinnulíf á landsbyggðinni stuðning við að nýta tækifærin í samkeppninni við náttúrulega segla höfuðborgarinnar, eins og þekkist um heim allan. Alls bárust SASS 140 umsóknir að þessu sinni og hafa þær aldrei verið fleiri. 39 verkefni fengu styrk. Þar af voru 22 verkefni sem fengu styrk að upphæð yfir 1 m.kr. og var stærsta einstaka styrkveitingin að upphæð 8 m.kr. Matsferlið var langt og umfangsmikið. Að því komu 21 einstaklingar, innan og utan svæðis, við yfirferð, mat og endanlegt samþykki þeirra verkefna sem við fylgjum nú úr hlaði. Niðurstaða þessi er mjög ánægjuleg. Hin hliðin er auðvitað sú að það eru 101 verkefni sem ekki fékk styrk að þessu sinni. Mörg þeirra verkefna munu engu að síður verða að veruleika, sum hver eiga erindi við aðra sjóði eða annar farvegur talinn líklegri til árangurs. Öllum sem sótt hafa um styrki verður boðin aðstoð frá ráðgjöfum SASS. Styrkveitingar þessar á vegum SASS eru fjármagnaðar með Vaxtarsamningi Suðurlands, Sóknaráætlun Suðurlands og með fjármunum frá SASS. Ákveðin óvissa ríkir um fjármögnun styrkveitinga fyrir árið 2014 en styrkveitingar á vegum SASS til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar eru áætlaðar tvisvar á ári. Stefnumörkun um áherslur styrkveitinganna eru endurskoðar við upphaf hvers árs. Styrkveitingar sem komu í hlut verkefna í Austur-Skaftafellssýslu: • Markaðssókn á höfuðborgarsvæðinu Hornafjarðar heitreyktur makríll Sólsker ehf., Kr. 600.000 • Humarklær - Nýsköpun í sjávarútvegi Haukur Ingi Einarsson, Kr. 500.000 • Vatnajökull Photo - Markaðssetning ljósmyndaferðaþjónustu Rannsóknarsetrið á Hornafirði, Kr. 1.000.000

Seljavallakjötvörur Það verður opið á fjósloftinu laugardaginn 15. desember frá kl. 13:00 - 16:00. Verið velkomin, Ella og Eiríkur

3

Jólamót yngri flokka laugardaginn 14. desember

Jólamót Knattspyrnudeildar Sindra í yngri flokkum verður haldið í Bárunni laugardaginn 14. desember nk. 7., 6. og 5. flokkar drengja og stúlkna keppa kl. 10:00 – 12:00. 4. og 3. flokkar drengja og stúlkna keppa kl. 12:00 – 14:00. Mætum nú öll og höfum gaman af. Foreldrar eru líka hvattir til að mæta og fylgjast með. Munið að klæða ykkur vel. Síðustu æfingar fyrir jól verða miðvikudaginn 18. desember og æfingar byrja aftur 6. janúar samkvæmt stundaskrá. Yngriflokkaráð og þjálfarar óska öllum iðkendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.

Menntaverðlaun Suðurlands Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Verðlaunin verða veitt í sjötta sinn nú í vetur. Allir þeir sem koma að skólastarfi með einhverjum hætti geta fengið verðlaunin; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar, símenntunarmiðstöðvar, háskólastofnanir, kennarar, einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélög/skólanefndir, foreldrafélög o.fl. Veitt verða peningaverðlaun sem nýtt verði til áframhaldandi menntunarstarfs. Jafnframt fylgir verðlaununum formleg viðurkenning. Verðlaunin verða afhent við formlega athöfn í tengslum við hátíðarfund Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í janúar nk. Hér með er óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa allir þeir sem tengjast skóla- og menntunarstarfi með einhverjum hætti, sveitarfélög, skólanefndir, foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf. Tilnefningum skal fylgja ítarlegur rökstuðningur. Tilnefningar skulu hafa borist til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Selfossi, eigi síðar en 3.janúar nk. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga


markhönnun ehf

í jólaskapi

Jólabæklingurinn er kominn í hús – fullur af frábærum tilboðum

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


Munið gjafakortin

Tilboðin gilda 12. - 18. des Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

Fimmtudagur 12. desember 2013

Var að taka upp fullt af reykelsum og kertaluktum.

Minni á sokkabuxurnar í stórum stærðum. Full búð af nýjum vörum. Verið ávallt velkomin

Breyttur opnunartími Frá og með 12. desember verður opið sem hér segir:

Virka daga...................................... kl. 10:00 – 18:00 Laugardaga.................................... kl. 11:00 – 16:00 Sunnudaginn 22. desember........... kl. 11:00 – 16:00 Mánudaginn 23. desember............. opið frá kl. 10:00 Lokað 24. desember - 6. janúar

Rakarastofa

Baldvins Breyting á aðalskipulagi

Sveitarfélagsins Hornafjarðar 1998-2018 Svínafell, Stafafellsfjöll, Brekka Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 7. nóvember 2013 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 1998-2018. Svínafell, Stafafellsfjöll, Brekka. Breytingin fellst í stækkun frístundasvæðis í landi Brekku/ Stafafells. Skilgreining íbúðarsvæðis í landi Brekku. Ný efnistaka í landi Svínafells í Nesjum.

Eystrahorn

Sjálfboðaliðavefur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Í tilefni af Alþjóðadegi sjálfboðaliðans 5. desember 2013, vill Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðum innan hreyfingarinnar fyrir sitt framlag í þágu íþrótta. 157.686 Íslendingar eru félagar í a.m.k. einu íþróttafélagi innan ÍSÍ eða um 49,3% landsmanna. Um 25.000 einstaklingar eru sjálfboðaliðar í stjórnum, ráðum og nefndum innan íþróttahreyfingarinnar. Enn fleiri sjálfboðaliðar koma að skipulagningu á kappleikjum, mótum og foreldrastarfi. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar byggist að stórum hluta á vinnu sjálfboðaliða. Fjöldi fólks hefur lagt íþróttahreyfingunni lið með því að sitja í nefndum, ráðum eða vinnuhópum, tekið þátt í foreldrastarfi eða aðstoðað við framkvæmd móta eða kappleikja. Nýverið var tekinn í notkun sjálfboðaliðavefurinn „Allir sem einn“. Megin markmiðið með vefnum er að skapa vettvang fyrir sjálfboðaliða til þess að halda utan um sitt framlag hvort sem það er unnið í þágu íþróttahéraða, sérsambanda, félagsliða eða ÍSÍ. Einnig er markmiðið að fá yfirsýn yfir það fjölbreytta starf sem sjálfboðaliðar vinna innan íþróttahreyfingarinnar. Við hvetjum alla til að fara inn á www.isi.is smella á „Allir sem einn“ og skrá inn sitt vinnuframlag. Með því móti náum við að gera störf sjálfboðaliða innan íþróttahreyfingarinnar sýnilegri. Nánari upplýsingar um vefinn gefur Kristín Lilja Friðriksdóttir, verkefnisstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í síma 514-4000 / 865-0710 eða á netfangið kristin@isi.is.

Minnum á Þorláksmessuveisluna á Hótel Höfn Nánar auglýst í næsta blaði

Tillagan var auglýst frá 9. september til 21. október 2013. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 29. október 2013 í mkv. 1:100.000. Athugasemdir bárust og var tekið tillit til þess að frístundabyggð er í kjarrvöxnum birkiskóg og hugsanlegrar flóðahættu við Hvannagil. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri

Bæjarstjórnarfundur 12. desember Síðasti bæjarstjórnarfundur á árinu verður haldinn í Listasal Svavars Guðnasonar 12. desember kl. 16:00. Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri


Eystrahorn

Fimmtudagur 12. desember 2013

7

Fjölskyldu- og jólatrésdagur í Haukafelli

Kaupir þú áfengi fyrir þitt barn? Það er lögbrot að kaupa áfengi handa einstaklingum undir 20 ára.

Sunnudaginn 15. desember nk. kl. 11:00 – 15:00 Jólasveinar, kakó og kökur Allir velkomnir Skógræktarfélag Austur – Skaftfellinga

Aðgerðahópurinn

Hársnyrtistofan Flikk Sími 478-2110

Eitt mesta úrvalið af gullfallegum skartgripum - ný sending Fallegar gjafavörur á góðu verði HELLO KITTY OG ANGRY BIRD

Opnunartími:

Laugardagana 14. og 21. desember kl. 13:00 – 17:00. Sunnudaginn 22. desember kl. 13:00 – 16:00 ÞORLÁKSMESSU kl. 11:00 - 22:30

Verið velkomin, Birna Sóley

Díóðu ljósakrossar frá JS Ljósasmiðjunni fást Hjá lóu s: 478 8900

Spennandi störf Óskum eftir að ráða matráð til að elda hádegismat fyrir starfsfólk við byggingaframkvæmdir á Fosshóteli Vatnajökli frá og með 3. janúar nk. Viðkomandi þarf jafnframt að sinna ýmsum öðrum tilfallandi störfum.

Einnig auglýsum við eftir áhugasömu fólki í almenn hótelstörf á nýju glæsilegu hóteli sem opnar í maí 2014. Frekari upplýsingar veitir Stefán í síma 858-1755 eða stefan@fosshotel.is.

Fosshótel Vatnajökull

www.velaverkjs.is

Hornafjarðarmeistaramótið verður í NÝHEIMUM sunnudaginn 29. desember kl. 15:00 Þátttökugjald 500,- kr. Grunn- og framhaldsskólanemar fá frítt Útbreiðslustjóri


CATO L Ö G M E N N

HAFA OPNAÐ SKRIFSTOFU Á HÖFN Í HORNAFIRÐI CATO Lögmenn hafa opnað skrifstofu á Höfn í Hornafirði, að Krosseyjarvegi 17 og mun Auðun Helgason lögfræðingur sjá um starfsemina á staðnum. Hjá CATO Lögmönnum er fyrir hendi áratuga reynsla af lögmennsku og lögfræðistörfum og sinna lögmenn stofunnar alhliða þjónustu og ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Skrifstofan er opin frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga. Einnig er hægt að hringja í síma 595-4545 eða 659-0446. Nánari upplýsingar eru á www.cato.is VERIÐ VELKOMIN.

Þú finnur jólagjöfina hjá okkur Glæsileg úr og skartgripir fyrir dömur og herra, flottu kortaveskin í mörgum litum og gerðum frá veski.is, sjónaukar frá sjónaukar.is og margt fleira. Tax Free á völdum húsgögnum Ekki missa af þessu tækifæri Kaffi á könnunni - Verið velkomin

Húsgagnaval í Nýheimum laugardaginn 14. desember

Auðun Helgason Lögfræðingur

Markaðurinn hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 17:00. Skemmtileg dagskrá verður í boði og munu góðir gestir gleðja okkur með söng. Að þessu sinni eru það Kvennakórinn, Harmonikkubræður, Þórdís Imsland og félagarnir Þorkell Ragnar og Birkir. Jólalestin í öllum sínum skrúða verður á svæðinu frá klukkan 14:00. Í Vöruhúsinu verður ljósmyndasýning, fatasýning, sýning á verkefnum nemenda, lifandi tónlist frá kl. 13:00 til 16:00.

Höfðatún 2, 105 Reykjavík | Höfðatorg - 15. hæð Sími: 595 4545 | Fax: 595 4550 | www.cato.is

Vonumst til að sjá sem flesta Jólamarkaðsnefndin

Eystrahorn 43. tbl. 2013  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you