Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 5. desember 2013

42. tbl. 31. árgangur

Íslandsmót í stökkfimi 2013

Tinna Marín, Einar Smári og Arney.

Fimleikadeild Sindra sendi 19 stelpur á aldrinum 9-14 ára á fimleikamót helgina 23.24. nóvember sl. Mótið er einstaklingsmót í stökkfimi og var í umsjón fimleikadeildar Fjölnis í Reykjavík. Þátttakendur á mótinu voru 320. Í stökkfimi er keppt á trampólíni bæði með og án hests og einnig er keppt á dýnu þar sem bæði eru gerðar æfingar fram og aftur. Frá Sindra kepptu sex stelpur í 9 ára hóp, sex í 10 ára hóp, fjórar í 11 ára hóp, tvær í 13 ára hóp og ein í 14 ára hóp. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og fengu 11 verðlaun. Hekla Karen Hermannsdóttir og Tinna María Sævarsdóttir lentu saman í 2. sæti á trampólíni í 9 ára B. Arna Ósk Arnarsdóttir lenti í 3. sæti á dýnu og fékk verðlaun fyrir 6. sæti í samanlagt í 10 ára B. Angela Rán Egilsdóttir fékk verðlaun fyrir 7. sæti í 10 ára B. Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir lenti í 1.

sæti á trampólíni og 3. sæti fyrir samanlagt í 13 ára B. Tinna Marín Sigurðardóttir lenti í 2. sæti á dýnu og 3. sæti samanlagt í 13 ára A. Arney Bragadóttir lenti í 1. sæti á trampólini og 1. sæti samanlagt og við það varð hún Íslandsmeistari í 14 ára A. Fleiri stelpur voru nálægt því að komast á pall, t.d. Telma Rut Hilmarsdóttir sem lenti í 4 sæti á dýnu 9 ára B, María Romy Felekesdóttir sem varð í 6. sæti og skildi aðeins 0,05 á milli hennar og 3. sætisins og Eydís Arna Sigurðardóttir varð í 7. sæti á trampólíni í 11 ára B. Hópurinn í heild sinni var Sindra til sóma og var eftir því tekið hversu náinn hann var. Árangurinn er eftirtektarverður og enn þá sætari þar sem við erum að ná að fylgja eftir öðrum liðum sem æfa við margfalt betri aðstöðu. Það er von okkar sem komum að fimleikum á Hornafirði að aðstæður muni

Sigríður Birgisdóttir ráðin útibússtjóri Landsbankans Sigríður Birgisdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans á Höfn í Hornafirði og tók við stöðunni 1. desember. Sigríður lauk námi í Vottun fjármálaráðgjafa vorið 2012 og á einnig að baki nám í viðskipta- og fjármálafræðum. Sigríður hóf fyrst störf hjá Landsbankanum á Höfn í Hornafirði í janúar 1982. Hún hefur starfað þar nánast óslitið síðustu 25 ár og á þeim tíma tekið þátt í ýmsum sérverkefnum um allt land á vegum bankans. Sigríður er fædd 1962. Hún er gift Guðmundi Ólafssyni, trésmíðameistara og eiga þau þrjá uppkomna syni.

batna í komandi framtíð. Eftir áramót hefst vinna vegna hópfimleikamóta sem eru næst á dagskrá en í hópfimleikum er unnið saman í liði og keppt í dýnustökki, trampólínstökki og hópdansi. Jólasýning fimleikadeildar Sindra verður miðvikudaginn 18. desember kl. 16:30. Hvetjum við fólk að koma og sjá duglega fimleikafólkið okkar leika listir sínar. Haustönnin lýkur með að horfa á jólamynd og þá fáum við okkur smá kræsingar, föstudaginn 20. desember (tímasetning auglýst síðar). Að lokum minnum við á síðu íþróttadeildar Sindra www.umfsindri.is en þar eru fréttir af starfi íþróttadeilda innan Sindra. Einar Smári Þorsteinsson, yfirþjálfari fimleikadeildar Sindra. Stjórn fimleikadeildar Sindra.

Bleik slaufa

Bleika slaufan verður til sýnis í Nýheimum í desember. Verkið er afrakstur 48 hornfirskra kvenna. Verkið er tileinkað bleiku slaufunni og því sem hún stendur fyrir og öllum konum sem láta sig varða heilsu sína og líðan. Hvetjum fólk til að koma. Krabbameinsfélag Suðausturlands

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


2

Fimmtudagur 5. desember 2013

Aðventusamkomur í Bjarnanesprestakalli

Eystrahorn

Andlát

Jóhanna Vilborg Ingvarsdóttir Jóhanna fæddist 15. apríl 1924 að Litlu-Fljótum í Biskupstungum. Foreldrar hennar voru Ingvar Jóhannsson f. 11. mars 1897, d. 24. apríl 1983 og Jónína Ragnheiður Kristjánsdóttir f. 30. ágúst 1890, d. 25. desember 1974. Jóhanna var oftast kennd við Þorgeirsstaði í Lóni en þangað flutti hún ásamt sonum sínum þeim Ingvari, Gunnari Pálma og Ragnari og hóf búskap þar með Karli Guðmundssyni árið 1969. Þau Karl bjuggu í Þorgeirsstöðum þar til þau fluttu á Höfn árið 2004 og bjuggu á Bogaslóð 10. Jóhanna dvaldi síðustu fjögur árin á Hjúkrunarheimilinu á Höfn og lést þar 2. desember. Jóhanna lætur eftir sig synina þrjá, fjögur barnabörn og tvö barnabarnabörn. Starfsfólki HSSA eru færðar innilegar þakkir fyrir góða umönnun á liðnum árum.

Laugardagur 7. desember Í Hofskirkju kl. 13:00

Skólabörn syngja og lesa. Sr. Sigurður sóknarprestur flytur hugvekju. Kaffiveitingar í Hofgarði.

Í Brunnhólskirkju kl. 20:30

Einsöngur: Guðjón Magnússon. Sr. Sigurður sóknarprestur flytur hugvekju.

Sunnudagur 8. desember Í Hafnarkirkju kl. 16:00

Barnakór og Samkór Hornafjarðar syngja. Einsöngur: Guðjón Magnússon. Ásgerður Kristín Gylfadóttir bæjarstjóri flytur hugvekju.

Útför Jóhönnu fer fram í kyrrþey frá Stafafellskirkju að ósk hinnar látnu.

Í Bjarnaneskirkju kl. 20:00

Barnakór og Samkór Hornafjarðar syngja. Einsöngur: Guðjón Magnússon. Eiríkur Sigurðsson flytur hugvekju. Kaffiveitingar í Mánagarði.

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar

Snorra Sigjónssonar.

Sunnudagur 15. desember Í Kálfafellsstaðarkirkju 13:00

Einsöngur: Jóhanna Íris Ingólfsdóttir. Birna Þrúður Sigurbjörnsdóttir flytur hugvekju.

Samverustund

Prestarnir

Samverustund verður í Ekrusal föstudaginn 6. desember kl. 17:00.

Kaþólska kirkjan Sunnudagur 8.desember Börnin hittast kl. 11:00 Hl. messa byrjar kl. 12:00

Séra Stígur Reynisson sýnir gamlar myndir úr fórum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

„Við kveikjum tveimur kertum á...“ Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir hjartanlega velkomnir

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Ingibjörg Sigjónsdóttir Þorsteinn Sigjónsson Jóna Sigjónsdóttir og fjölskyldur.

Rauðakrossbúðin verður opin laugardaginn 7. desember frá kl. 12:00 15:00. Þetta er síðasti opnunardagur ársins.

Félag eldri Honfirðinga

Jólabingó eldri borgara Bingóið okkar verður í Ekru mánudaginn 9. desember kl. 13:00 Allir eldri borgarar hjartanlega velkomnir. Veglegir vinningar - Spjaldið kostar 500 kr. Hlökkum til að sjá ykkur Starfsfólk Dagdvalar


Eystrahorn

Fimmtudagur 5. desember 2013

Foreldrar ungbarna Núna nálgast jólin með öllum sínum kertum og öðrum hættum fyrir ung börn. Fimmtudaginn 12. desember kl. 10:30 mun hjúkrunarfræðingur koma á foreldramorgun í Safnaðarheimili Hafnarkirkju og fræða foreldra ungbarna um hættur á heimilinu. Allir foreldrar ungbarna eru boðnir velkomnir í Safnaðarheimilið frá kl.10:00.

3

Vígsla á nýju upplýsingaskilti

Hafnarkirkja

Við erum flutt að Víkurbraut 2 (gengið inn baka til)

Opið frá 10 - 17 alla virka daga 15% afsláttur af Canon og HP bleki 20% afsláttur af Canon ljósmyndapappír 20% afsláttur af nær öllum vörum Afsláttur gildir frá 5 - 11 desember eða meðan birgðir endast. Hjartanlega velkomin, Stefán og Sigga

Sælkerabasar!

Við hjá Fimleikadeild Sindra verðum með sælkerabasar í Miðbæ til fjáröflunar á búningakaupum fyrir iðkendur 1.-10. bekkjar föstudaginn 6. desember. Opið frá kl. 11:00 til 19:00 Hlökkum til að sjá ykkur Fimleikadeild Sindra

í Nýheimum laugardaginn 7. desember Markaðurinn hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 17:00. Samkórinn kemur og syngur jólalög kl. 15:00. Í Sindrabæ hefst jólabíó kl. 15:00 og sýnd verður hin klassíska jólamynd Þegar Trölli stal jólunum! Frítt inn. Góða skemmtun Jólamarkaðsnefndin

Ungmennasambandið Úlfljótur og Ferðafélag Austur-Skaftfellinga hefur undanfarið unnið að því í sameiningu að efla kynningu og merkingu gönguleiða í Sveitarfélaginu. Tilgangurinn með verkefninu er að fá fleira fólk til að stunda hreyfingu og útivist með því að efla fræðslu og setja upp gestabækur á vinsælar gönguleiðir. Þannig má fylgjast með þeim fjölda sem notar gönguleiðirnar. Fyrstu áfangar verkefnisins voru að merkja leiðina "fyrir Horn" en gengið er frá Papósi fram með ströndinni og endað við Horn, eða öfugt. Búið er að koma fyrir skiltum við báða upphafsstaði leiðarinnar en gangan „fyrir Horn“ er fjölbreytt og skemmtileg leið sem hentar ungum sem öldnum. Gangan tekur 4-5 klst. Næstkomandi laugardag þann 7. desember kl. 11:00 ætla USÚ og Ferðafélagið að vígja nýtt upplýsingaskilti við Almannaskarð en eins og flestir vita er leiðin mikið notuð af almenningi sem vill stunda holla útiveru og líkamsrækt. Gengið verður upp Skarðið og gerðar verða nokkrar styrktar- og teygjuæfingar. Eftir gönguna verður hægt að gæða sér á heitu kakói og piparkökum. Við viljum hvetja Hornfirðinga til að fjölmenna í Skarðið á laugardaginn og fagna með okkur. Við viljum einnig nota tækifærið og þakka þeim sem hafa lagt okkur lið við framkvæmd verkefnisins en Ómar Antonsson hefur hjálpað okkur við að setja upp skiltin, UMFÍ, Landsbankinn, Ferðamálastofa og Ferðafélag Íslands hafa styrkt verkefnið með fjárframlögum og Náttúrulega ehf. sá um hönnun skiltanna.

Jóla - tertu - tónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða í Nýheimum miðvikudaginn 11.desember kl. 20:00 Komið og njótið með okkur söngsins á aðventunni og svo hið frábæra tertuhlaðborð á eftir. Miðaverð er kr. 2.000,(tökum ekki kort) Börn yngri en 12 ára fá frítt í fylgd með fullorðnum

Kvennakór Hornafjarðar


í jólaskapi

BAYONNESTEIK

ÚR ÍSL. REYKTUM GRÍSAHN.

-50%

HANGILÆRI

999

-26%

ÁÐUR 1.998 KR/KG

M/BEINI - KJÖTSEL

1.997

ÁÐUR 2.698 KR/KG

LAMBAHRYGGUR

ÖND

FERSKUR

1.884

HEIL - 2,3 KG

1.392

ÁÐUR 2.298 KR/KG

ÁÐUR 1.698 KR/KG

KALKÚNN

FRANSKUR

1.274 ÁÐUR 1.592 KR/KG

PIZZA

ORGANIC- 3 TEG

JARÐARBER

HVÍTLAUKSBRAUÐ COOP - FÍNT/GRÓFT

498

199

ÁÐUR 579 KR/STK

ÁÐUR 299 KR/PK

250 G

-50%

299 ÁÐUR 598 KR/PK

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


markhönnun ehf

JÓLALEIKUR NETTÓ kauptu kippu af 4x2l Coke og þú getur unnið gjafabréf í Nettó fyrir sömu upphæð og þú verslaðir fyrir. Nánari uppl. í verslunum.

KJÚKLINGALEGGIR NETTÓ

782

COCA COLA

5 heppnir vinningshafar verða dregnir út í hverri nettó verslun!

Dregið 23.12 2013

ÁÐUR 878 KR/KG

KJÚKLINGAVÆNGIR

999

JÓLAHÚS NETTÓ OPNAR 6. DESEMBER

HVÍTLAUKS

-43%

-LIGHT - ZERO 4 x 2L

398

Mjódd | Akureyri | Njarðvík | Borgarnes | Egilsstaðir | Selfoss | Grandi

ÁÐUR 698 KR/KG

OPNUNARTÍMAR VIRKIR DAGAR LAUGARDAGAR SUNNUDAGAR 19. - 23. DES. AÐFANGADAG

- Jólak

FANGAÐ affi 2013 UH ILM JÓLINN SANNA - Jólakaffi 2013 AN N A N SANNA IN H U Ð A G N A F ILM JÓLANNA

12 – 19 12 – 18 12 – 18 12 – 22 10 – 12

Fáðu ráðleggingar hjá sérfræðingi okkar varðandi jólasteikina og hangikjötið.

KR/PK FROSIN BER

BLÁ-,HIND-,SKÓGARBER

-25% ILM RÍKT K sem fangar AF F I blikið á jó augnalunum.

I ILM RÍ KT KAFF asem fangar augn . blikið á jólunum frá Úrvals baunir íu Kólumbíu, Eþíóp fa ge og Panama og kaffinu líflegt gð. skemmtilegt bra

TE & KAFFI

SÚKKULAÐITERTA

JÓLAKAFFIÐ 400G

1/2

559

MUNIÐ RTIN GJAFAKO

Úrvals ba unir frá Kólumbíu, Eþ og Panam íópíu a kaffinu líf gefa legt og skemmtileg t bragð.

MALAÐ

-30%

ÁÐUR 798 KR/STK

299 ÁÐUR 398 KR/PK

I teogkaffi.is I Laugavegi I Smáralind I Kringlun ni I Aðalstræ ti

KOMIÐ Í VERSLANIR Austurstræ ti I Skólavö rðustíg I Lækjartorg i I HR I Aku reyri I

Tilboðin gilda 5. - 8. des Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. yri I rtorgi I HR I Akure vörðustíg I Lækja Austurstræti I Skóla

I Aðalstræti alind I Kringlunni Laugavegi I Smár I teogkaffi.is I


6

Fimmtudagur 5. desember 2013

Eldvarnarátak í eldvarnaviku

Eystrahorn

Kynning á nýju deiliskipulagi í Stafafellsfjöllum Íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefst kostur á að kynna sér nýtt deiliskipulag frístundasvæðis í Stafafellsfjöllum. Kynningin fer fram í Ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 28, fimmtudaginn 5. desember kl. 13:00-15:00.

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, umhverfis- og skipulagsstjóri Verkefnið „Logi og glóð“ er leitt af slökkviliðunum í landinu og hefst þegar nær dregur eldvarnaviku. Logi og glóð er forvarnarverkefni þar sem fjallað er um hversu mikilvægt er að huga að eldvarnarmálum og hlú að fjölskyldunni á þessum tíma. Í samstarfi við grunn-og leikskóla hefur slökkvilið Hornafjarðar útbúið A-skilti sem viðskipavinir Nettó nota þegar þeir raða vörum á afgreiðsluboð þegar þeir bíða eftir afgreiðslu við afgreiðslukassann. Starfsfólk Nettó tók á móti hópi leikskólabarna og börnin afhentu starfsfólki Nettó skiltin sem hafa það hlutverk að minna á mikilvægi þess að ganga í gegnum aðventuna slysalaust.Börnunum voru færðar mandarínur og þeim þakkað fyrir þessa skemmtilegu heimsókn sem sýnir hversu mikilvægt að hafa eldvarnir lagi. Þáttur leikskólabarnanna að virkja sinn innri eldvarnaeftirlitsmann og taka þátt í að skapa umræðu sem er ómetanlegt. Ef eldur verður laus þá gerir hann engan mannamun og fer þangað sem hann hefur mestu næringuna. Slökkviliðið bendir fólki á að fara yfir reykskynjara og slökkvitæki á þessum tíma og láta fagaðila fara yfir slökkvitækin. Hægt er að nálgast leiðbeiningar á heimasíðu sveitarfélagsins. Slökkvilið Hornafjarðar mun heimsækja grunnskóla og leikskóla og fræða þau um eldvarnir og öryggismál og gefa þeim kost á að taka þátt í eldvarnagetraun landssambandsins. Markmið slökkviliðsins er að tryggja öryggi fólks, líf, heilsu og eignir. Með þessu orðum viljum við óska landsmönnum öllum árs og friðar. Borgþór Freysteinsson, eldvarnafulltrúi Slökkvilið Hornfjarðar

Hefur þú látið gera tilboð í tryggingarnar nýlega? Vegna mikillar eftirspurnar vantar húsnæði á skrá á Höfn bæði til leigu og sölu.

Jaspis ehf

Litlubrú 1 - Sími 580-7915

Umboðsaðili TM og Fasteignasölunnar INNI

Leiðbeinandi í æskulýðsog tómstundastarfi Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Þrykkjuna. Starfið felst í því að vinna að tómstundastarfi með ungmennum. Umsækjandi þarf hafa frumkvæði, skipulagshæfileika, búa yfir ákveðinni festu, vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa hreint sakavottorð.

Ábyrgðar- og starfssvið:

• Er undirmaður tómstundafulltrúa • Skipuleggur starf félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar í samvinnu við Þrykkjuráð og tómstundafulltrúa. • Starfar með börnum og unglingum í félags- og tómstundastarfi. • Hefur samskipti við skóla og félagasamtök vegna félags- og tómstundastarfs. • Vinnur að forvörnum á breiðum grunni. Laun og starfskjör taka mið af samningum Launanefndar Sveitarfélaga og samningum viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknarfrestur er til 1. jan. nk. 2014 Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berist til Vilhjálms Magnússonar tómstundafulltrúa á netfangið vilhjalmurm@hornafjordur.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar í síma 470-8475 eða 862-0648.


Eystrahorn

Fimmtudagur 5. desember 2013

Hættumat vegna eldgosa á Íslandi

Veðurstofa Íslands í samstarfi við Háskóla Íslands og Almannavarnarnefnd Ríkislögreglustjóra vinnur að gerð hættumats vegna eldgosa á Íslandi. Þann 11. desember kl. 20:00 verður haldinn fundur í Hofgarði í Öræfum þar sem verkefnið Forgreining á áhættu vegna flóða samfara eldgosum – Öræfi verður kynnt. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Kynning á heildarverkefninu: Hættumat vegna eldgosa á Íslandi. Sigrún Karlsdóttir 2. Kynning á verkefninu: Forgreining á áhættu vegna flóða samfara eldgosum – Öræfi. Emmanuel Pagneux 3. 3) Eldgos í Öræfajökli og ísbráðnun samfara gosum Magnús Tumi Guðmundsson 4. Líkanreikningar á jökulhlaupum niður hlíðar Öræfajökuls Ásdís Helgadóttir 5. Umræður Allir velkomnir og boðið verður upp á kaffi.

Körfubolti Laugardagur 7. desember kl. 16:30 2. deild karla - Sindri -Stálúlfur

Frítt inn Körfuknattleiksdeildin

Opið á laugardögum til jóla

Jólaleikur dregið á Þorláksmessu Verið velkomin Heiða Dís og Sveinbjörg

Hinn árlegi Suðurlandsskjálfti Um mánaðamótin mars/apríl 2014 stendur til að blása til mikilla hátíðarhalda á Suðurlandi . Til að vel takist til er nauðsynlegt að allir leggist á eitt, taki vel á móti gestum og gangandi, setji af stað sem flest verkefni og sýni með stolti, hógværð og festu, þann kraft og dugnað sem einkennir atvinnu- og mannlíf á Suðurlandi. Megininntakið í átakinu er : Matur – Saga – Menning. Af nógu er að taka á Suðurlandi og því er hér kærkomið tækifæri, til að lengja ferðamannavertíðina og koma öllum leyndarmálum Suðurlands á framfæri. Markhópurinn að þessu sinni er Íslendingar og Sunnlendingar sjálfir. Á Suðurlandi eru mörg leyndarmál, sem eru vel þess virði að deila með náunganum en “leyndarmál” - er einmitt boðskapur ársins í herferð Íslandsstofu, “Ísland allt árið” á þessu ári. Með því að blása í herlúðra sunnlendinga samtímis, er vonandi hægt nýta fjármagn eins vel og kostur er og ná samlegð milli verkefna. Fyrirmyndir að svona verkefnum eru víða og hefur það reynst vel að virkja sem flesta aðila til að vera með, en algjörlega á forsendum hvers og eins. Þannig eru engin þátttökugjöld, kvaðir eða aðrar skyldur, sem lagðar eru á þátttakendur í verkefninu. Hver og einn ræður hvernig komið er að því og hvað mikið er lagt í verkefnið. Og hvað á svo eiginlega að gera ? Raunar eru engin takmörk á því, en hér koma nokkur möguleg dæmi til að örva hugmyndaflugið : Tilboð á veitingastöðum og sérmatseðlar - tveir fyrir einn í helgargistingar; - ókeypis í sund milli 06 og 09 alla daga – sérstakar listsýningar – tónleikar – skólaskemmtanir – vörutilboð á sunnlenskum vörum í verslunum – lengdur opnunartími verslana – ókeypis í strætó – tilboð í hestaleigunni – bíóvika á Selfossi – hátíðarfundur stjórnar SASS á Þingvöllum – eldmessa á Kirkjubæjarklaustri – afsláttur í Herjólf og fyrsta golfmót ársins í Vestmannaeyjum – árgangamót í fótbolta í Bárunni á Hornafirði og svona er endalaust hægt að halda áfram. Nú er bara að láta hugann reika og ákveða hvað gera skal í lok mars á næsta ári. Um að gera að dreifa þessum upplýsingum sem víðast og virkja áhuga og hugmyndir sem flestra. Á næstu vikum munum við reyna að hafa samband við sem flesta og ræða verkefnið betur. Velkomið er líka að hafa samband við einhvern úr stýrihópnum og koma með hugmyndir. Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga og Markaðsstofa Suðurlands hafa frumkvæðið að átakinu og nýta til þess fjármuni úr Sóknaráætlun Suðurlands. Þeir fjármunir verða nýttir til auglýsinga og markaðsherferðar og til að virkja sem flesta til að sækja Suðurland heim. Einstaklingar, félagasamtök, sveitarfélög og fyrirtæki geta nýtt sér markaðsátakið til að koma sinni starfsemi á framfæri, á sínum eigin forsendum. Í stýrihóp verkefnisins eru: • Þorvarður Hjaltason, thorvard@sudurland.is • Gunnar Þorgeirsson, oddviti@gogg.is • Þórarinn E. Sveinsson, thorarinn@sudurland.is • Fanney Björg Sveinsdóttir, fanney@sudurland.is • Dorothee Lubecki, dorothee@sudurland.is • Ásborg Arnþórsdóttir, asborg@ismennt.is • Davíð Samúelsson, davidsam@south.is • Ingunn Jónsdóttir, ingunn.jonsdottir@matis.is • Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, eirikur@vik.is ;

Íþróttahús Heppuskóla

Glæsileg tilboð frá ásamt veglegum kaupaukum

7

&

Jaspis

Hársnyrtistofa Sími 478 2000

Seljavallakjötvörur Það verður opið á fjósloftinu laugardaginn 7. desember frá kl. 13:00 - 16:00.

Hakk, hamborgarar, steikur, reykt nautatunga o.fl. Heitt á könnunni. Verið velkomin, Elín og Eiríkur


VERÐUR SAMIÐ VIÐ AFL?

AFL Starfsgreinafélag hefur krafist sérstaks kjarasamnings um störf á vegum undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls frá því verksmiðjan tók til starfa. Þeirri kröfu hefur verið hafnað hingað til en nú hefur félagið vísað kröfunni sem sjálfstæðri vinnudeilu til ríkissáttasemjara. 1. AFL Starfsgreinafélag lítur á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls sem sérstakt atvinnusvæði og að allir sem koma að starfssemi þar eigi að njóta sambærilegra kjara. 2. Stór hluti starfsmanna undirverktaka vinnur nákvæmlega sömu störf og unnin eru af starfsmönnum ALCOA – en á öðrum kjörum. 3. Á athafnasvæðinu eru unnin mikilvæg störf við þjónustu - við viljum að starfsfólk þeirra undirverktaka fái sambærileg kjör og aðrir á svæðinu.

Nú standa yfir tilraunir til að ljúka gerð aðalkjarasamnings aðildarfélaga ASÍ. Í þeim viðræðum hafa Samtök Atvinnulífsins alfarið hafnað kröfu AFLs um sérstakan kjarasamning á athafnasvæðinu. Það mun því væntanlega reyna á hvort gerður verður kjarasamningur við AFL Starfsgreinafélag um leið og önnur verkalýðsfélög á meðan þetta mál er óútkljáð.

Við viljum semja um okkar laun en ekki láta skammta okkur þau. Undirverktakar á svæðinu greiða í sumum tilfellum laun yfir kjarasamningum – en það eru einhliða ákvarðanir viðkomandi fyrirtækja.

Kaffi á könnunni

AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

Eystrahorn 42. tbl. 2013