Eystrahorn 41. tbl. 2010

Page 1

Eystrahorn 41. tbl. 28. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 11. nóvember 2010

Lausn vandamála felst í athafnasemi Nú styttist í alþjóðlega athafnaviku sem stendur yfir dagana 15. til 21.nóv. Í miðrými Nýheima er verið að setja upp stórt viðburðadagatal þar sem skráðir verða viðburðir vikunnar hér á Höfn. Markmiðið er að fá flesta til að taka þátt í þessari viku, hafa gaman af henni og njóta þeirra viðburða sem í boði verða. Viðburðir þurfa ekki að vera neitt flóknir og allir geta tekið þátt ! Sem dæmi geta fyrirtæki verið með opið hús eða kynningu á starfsemi sinni eða gert eitthvað sérstakt í tilefni vikunnar. Félagasamtök geta verið með kynningar, opna fundi, opið hús eða opnar æfingar svo eitthvað sé nefnt. Í miðrými Nýheima verður ýmislegt brallað þessa viku og margir möguleikar á athafnasemi. En þar verður prjónaður kærleikstrefill úr

Bæjarstjóri tekur við listaverkinu Bjartsýni eftir athafnavikuna á síðasta ári.

afgangsgarni, þar geta menn komið með hljóðfæri ef einhverjir vilja spila eða syngja, ræðukassi ef einhver vill koma fram og tala, lesa ljóð eða hvað sem mönnum hugnast, þarna verður hægt að

spila myndbönd eða vera með slæðusýningar o.fl. skemmtilegt. Athafnateygjan fer af stað á mánudeginum en hún gengur manna á milli og þegar menn hafa athafnast og skráð viðburð

skal hún afhent næsta manni með loforði um athafnasemi. Snilldarlausnir hugmyndakeppni framhaldskólanna hefst líka á mánudeginum, sú keppni gengur út á að skapa verðmæti úr þeim hlutum sem nemendur fá afhent og gera stutt skýringarmyndband um það. Mikilvægt er að skrá viðburði en það má gera hjá athafnavika.is og farið inná viðburðir og þar fyrir neðan er “Skrá viðburð”. Einnig er hægt að hafa samband við Tinnu tinnabjork@nmi.is, og Nínu nina@tna.is. Þar má einnig fá frekari upplýsingar um athafnavikuna. Með athafnakveðjum Fyrir hönd undirbúningshóps um athafnaviku á Höfn Tinna og Nína.

Hornafjarðarvinur Yfirlitssýning á verkum listamannsins David White stendur nú yfir í Nýheimum og verður opin til loka mánaðarins. David er mikill „Hornafjarðarvinur“ og kom á sínum tíma hingað í atvinnuleit til að fjármagna listnám sitt. Hann segist hafa verið einstaklega heppinn að hafa hitt gott og hjálpsamt fólk þegar hann kom fyrst til landsins og nefnir Þórð í Skógum, Gerðu og Unnstein á Fiskhól, fólkið á Stafafelli og Guðrúnu Hálfdánardóttur sem hann bjó hjá og reyndar marga fleiri sem of langt mál er telja upp. David stundaði sjómennsku og málaði

fjölda mynda meðan hann dvaldi hér. Hann hefur haldið sambandi við vini sína hér og eiga þeir mikinn þátt í að koma þessari sýningu upp ásamt Menningarmiðstöðinni. Myndir á sýningunni eru m.a. annars frá þessum tíma og margar í einkaeign en David var duglegur að gefa vinum verk eftir sig. Sjón er sögu ríkari og fólk er hvatt til að skoða verkin. Það er ekki verra að rekast á listamanninn um leið og spjalla við hann. David talar mjög góða íslensku enda segist hann hafa m.a. komið til landsins vegna tungumálaáhuga. Myndin er sjálfsmynd eftir listamanninn.

Viltu láta mála eða teikna af þér mynd? Ýmsir hafa sýnt áhuga á að fá Davíð til að mála fyrir sig myndir eftir ljósmyndum af börnum. Hann hefur fengið góða aðstöðu í Nýheimum og er reiðubúinn til þess, meðan hann dvelur hér. Sömuleiðis ætlar David að vera í Pakkhúsinu á laugardaginn (á heimamarkaðnum) og teikna og mála andlitsmyndir af fólki sem þess óska. Hann tekur aðeins 2000 kr fyrir myndina.


2

Fimmtudagur 11. nóvember 2010

Mælingar á Heinabergsjökli

Eystrahorn

Sveitarfélagið Hornafjörður og Þekkingarnetið kynna Kjör til stjórnlagaþings krefst þess að kjósendur komi undirbúnir til að kjósa fulltrúa á þingið. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á aðstoð við þann undirbúning í Nýheimum. Þú getur komið í Nýheima milli kl. 10:30 og 14 alla virka daga til kjördags, 27. nóvember og fengið aðstoð við að finna út hvernig á að undirbúa sig fyrir kosningarnar.

Skólameistari fylgist með að nákvæmt sé mælt.

Þriðjudaginn 2. nóvember fóru nemendur í NÁT 113 ásamt tveimur kennurum að Heinabergsjökli til að mæla jökulinn. Þessi ferð hefur um margra ára skeið verið hluti af námi nemenda í jarðfræði. Hér gefst nemendum tækifæri til að kynnast vísindalegum vinnubrögðum og um leið að skoða landmótun af völdum jökla og veðurs. Þótt það hafi verið nokkur gjóla þegar lagt var af stað frá Höfn var veðrið við jökulinn gott. Það er mikilvægt þegar unnið er úti í nokkra klukkutíma. Áður en við fórum hafði hópnum verið skipt í smærri hópa og hafði hver hópur ákveðið hlutverk. Það var gert til að mælingar myndu ganga hratt og vel fyrir sig. Nokkuð erfitt er að mæla Heinabergsjökul þar sem lón liggur fram við jökulsporðinn og því ekki hægt að komast að honum með málband. Því er brugðið á það ráð að nota hornaföll til að mæla út lengd frá ákveðnum punkti að jökli. Þessar mælingar verða ekki eins nákvæmar eins og þegar hægt er að ganga beint að jökulsporði, en gefa þó ákveðna vísbendingu.

Þá má einnig geta þess að jöklar sem ganga fram í lón geta tekið örari breytingum frá ári til árs en jöklar sem liggja fram á láglendið. Mælingar við Heinabergsjökul eru gerðar út frá tveimur föstum mælilínum sem liggja upp á jökulruðningunum. Nyrðri línan er nálægt miðju jökulsins en sú syðri er ekki langt frá þeim stað þar sem lónið fellur í Kolgrímu. Í þessari viku var unnið úr niðurstöðum. Samkvæmt þeim hafa orðið mismiklar breytingar á jöklinum frá því í fyrra. Við nyrðri línuna hefur jökullinn gengið fram sem svarar u.þ.b. 100 metrum frá því í fyrra. Við syðri mælilínuna hafa hins vegar ekki orðið neinar breytingar, niðurstöður eru nánast þær sömu. Þótt niðurstöður í mælilínunum beri með sér að Heinabergsjökull sé að ganga fram fremur en að hopa þá er þó greinilegt að jökullinn er að þynnast því geil sem myndaðist fyrir nokkrum árum stækkar stöðugt. Því má segja að þrátt fyrir mæliniðurstöður um framskrið þá megi einnig greina merki um rýrnun og hop. Eyjólfur Guðmundsson Hjördís Skírnisdóttir

Eystrahorn Sími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949 Útgefandi:.................................HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.......................Albert Eymundsson Netfang: . .................................albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.........................Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:..............................Maríus Sævarsson Umbrot: ...................................Heiðar Sigurðsson Aðstoð:......................................Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ..................................Leturprent ISSN 1670-4126

Við bjóðum eldri borgara sérstaklega velkomna, en þessi aðstoð stendur öllum til boða. Þekkingarnet Austurlands

Okkar innilegustu þakkir fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur vegna fráfalls móður okkar

Jóhönnu Dagmars Magnúsdóttur Víkurbraut 32 D Höfn. Minning hennar lifir með ykkur. Sigríður Hafdís Benediktsdóttir, Helga Fríða Tómasdóttir, Stephen Gunnar Lane, Magnus Richardson Lane.

Vorum að fá ný ja sendingu af skóm og fatnaði Ný ju ilmvötnin frá Jean Paul Gaultier komin Ætlum að hafa opið til kl.21:00 fimmtudaginn 11.nóvember Ný tt kortatímabil Verið velkomin 33” jeppanagladekk til sölu. Chaparral Steel Radial A/P 33x12.5 OR 15LT. Lítið notuð, á álfelgum. Verð 180 þús. Uppl. í síma 864 2553.


Latibær ® & © 2010 Latibær ehf. Öll réttindi áskilin.

Solla Stirða og Íþróttaálfurinn munu skemmta börnum í

Nettó Höfn

föstudaginn 12. nóv. kl. 15:00.

Íþróttanammi Latabæjar verður á 50% afslætti á meðan birgðir endast.


4

Fimmtudagur 11. nóvember 2010

Eystrahorn

Minnum á Markaðinn í Pakkhúsinu á laugardaginn. Verðum með mikið úrval af nýju og fersku nautakjöti.

Jólin nálgast

Úrval af rúmum og dýnum

Jólavörur streyma í hús Verið velkomin

Húsgagnaval

Opið 13 - 18 virka daga 13 - 15 laugardaga

Full búð af nýjum vörum, jólaföt, jólaskór, jóladúkar og margt margt fleira Opið alla laugardaga til jóla kl. 13-16. Nýtt kortatímabi

Verslun Dóru

Jóla- og villibráðarhlaðborð á Hótel Smyrlabjörgum 4. og 11. desember

Forréttir:

Fjöldi heimatilbúinna rétta, meðal annars síldarréttir, fiskipaté, grafinn skötuselur, gæsalifrarpaté, villibráðarpaté, sveitapaté, grafin gæs, grafið lamb, reykt önd og hrátt hangikjöt.

Aðalréttir: Kaldur hamborgarhryggur og kalt hangikjöt, purusteik, hreindýrasteik og lamb. Framborið með tilheyrandi meðlæti, ásamt rúgbrauði, flatbrauði og laufabrauði.

Eftirréttir: Heimalagaður frómas, ís, konfekt og ris a ‘la mandle. Lifandi tónlist • Jólatilboð á gistingu

Miðaverð 6.800 kr Miðapantanir í síma 478-1074 eða á smyrlabjorg@smyrlabjorg.is

Bifreiðaskoðun á Höfn 22., 23. og 24. nóvember. Síðasta skoðun ársins. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 19. nóvember.

Þegar vel er skoðað

SUNDLAUG HAFNAR LOKUN Sundlaugin verður LOKUÐ mánudaginn 15.nóvember vegna viðhalds. Opnum aftur þriðjudaginn 16.nóvember kl. 06:45. Sjáumst þá, hress að vanda. Starfsfólk Sundlaugar Hafnar


Eystrahorn

Fimmtudagur 11. nóvember 2010

Sunnlendingar afhenda ráðherrum undirskriftalista gegn niðurskurði

5

Íbúafundur Íbúafundur verður á Hótel Höfn fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20:00. Þar verður farið yfir stöðuna í heilbrigðismálum og fjármálum sveitarfélagsins. Í umræðunni á Hornafirði er lögð áhersla á að verja eftirfarandi grunnþjónustu í heilbrigðismálum: • Almenna heilsugæslu • Hjúkrunarþjónustu fyrir langveika og aldraða

Sunnlendingar munu safnast saman við sjúkrahúsið á Selfossi kl. 14:30 á fimmtudag og aka þaðan fylktu liði með undirskriftirnar til Reykjavíkur þar sem þær verða afhentar ráðherrum við Alþingishúsið.

Mikill kraftur og samhugur er meðal Sunnlendinga í baráttunni gegn blóðugum niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni á landsbyggðinni. Undanfarna daga hefur undirskriftum verið safnað meðal íbúa á Suðurlandi þar sem áformuðum niðurskurði er mótmælt og skorað á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja að sjúkrahúsunum á Selfossi, Vestmannaeyjum og Höfn verði ekki lokað eins og ætlunin er með fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011. Ákveðið hefur verið að afhenda forsætis-, heilbrigðisog fjármálaráðherrum undirskriftalista með mótmælum íbúa á

Suðurlandi við Alþingishúsið á fimmtudaginn 11. nóvember kl 16.00. Sunnlendingar munu safnast saman við sjúkrahúsið á Selfossi klukkan 14:30 á fimmtudag og aka þaðan fylktu liði á fólksbílum og langferðabílum til Reykjavíkur. Þetta er málefni sem snertir alla Sunnlendinga – sýnum samstöðu og mótmælum. Samband sunnlenskra kvenna Stéttarfélögin á Suðurlandi Samtök sunnlenskra sveitafélaga Búnaðarsamband Suðurlands Atorka, félag atvinnurekanda á Suðurlandi

• Bráðaþjónustu fyrir veika og slasaða • Fæðingar og sængurlegu samkvæmt skilgreiningu um D-fæðingarstað • Eftirlit með sjúklingum sem lent hafa í slysi eða bráðaveikindum og bíða flutnings á hærra eða lægra þjónustustig. • Endurhæfingu eftir aðgerðir, veikindi og slys, sem styttir legutíma á hátæknisjúkrahúsi • Hvíldarinnlagnir og skammtímavistun til greiningar og endurhæfingar • Líknandi meðferð • Lyfjagjöf sem annars kallaði á dagsheimsókn til Reykjavíkur.

Sveitarfélagið Hornafjörður

Síðkjólakvöld kvenfélaganna Hér í sýslunni eru nú þrjú virk kvenfélög, Vaka í Nesjum, Ósk í Suðursveit og Eining á Mýrum. Fulltrúar þeirra hittust í vor á SASK fundi (Samband Austur-Skaftfellskra kvenna) og var einhugur á þeim fundi að endurvekja samgang milli félaganna. Kvenfélagið Vaka reið á vaðið og bauð til sín á síðkjólakvöld í Mánagarði. Rúmlega 40 konur voru því saman komnar í Mánagarði í sínu allra fínasta pússi og þáðu veitingar og skemmtu sér saman. Kristín Gísladóttir sagði frá upplifun sinni af kvenfélögum og minnti okkur á nauðsynlegt og óeigingjarnt starf þeirra í gegnum tíðina. Fjáraflanir til uppbyggingar fæðingaraðstöðu og dvalarheimila aldraðra hér í Hornafirði. En sömu sögu má segja af starfi kvenfélaga um allt

land. Nú til dags hafa áherslur kvenfélaga breyst að einhverju leyti og er nú meiri áhersla lögð á félagslegan hluta starfsins þótt vissulega séu fjáraflanir í þágu margskonar verkefna enn stór þáttur í starfinu. Síðar las Vilborg Gunnlaugsdóttir upp ritgerð um stöðu konunnar um aldamótin 1900 og vakti sá lestur mikla kátínu enda sett fram á skemmtilegan máta séð frá sjónarhóli barns, en börn taka oft eftir smáatriðum sem þeir eldri missa af. Guðrún Ingólfsdóttir var með mjög áhugaverða kynningu á sér, list sinni, námi og vinnunni á bak við verkin. Fyrirhugað er að hún verði með námskeið fyrir kvenfélagskonur síðar í vetur. Þá var mjög flott tískusýning frá Verslun Dóru, þar sem ungar og efnilegar sýningarstúlkur sýndu föt og fylgihluti fyrir

konur á öllum aldri. Sannarlega skemmtileg sýning. Kvenfélags útgáfa af Útsvari vakti sérstaka kæti og höfðu spurningahöfundar valið og samið spurningar úr héraði. Var mjótt á munum en að lokum vann sameinað lið Einingar og Óskar lið gestgjafanna. Að lokum sýndi Danshópur Mána línudans, en dansað er á hverjum fimmtudegi í Mánagarði og eru iðkendur á öllum aldri af báðum kynjum. Kvenfélagskonur í Vöku hyggja

nú á árlegan laufabrauðsbakstur, sem er ásamt því að vera fjáröflun fyrir félagið, skemmtileg samvera kvenna þar sem margt er skrafað og skeggrætt. Það er sannarlega ánægjulegt að starf kvenfélaganna sé að blómgast á nýjan leik og vonandi að svo megi verða áfram. Kvenfélagið Vaka vill þakka öllum sem komu, gáfu af sér og þáðu, fyrir skemmtilega kvöldstund. Stjórn Kvenfélagsins Vöku


6

Fimmtudagur 11. nóvember 2010

Eystrahorn

Hornafjarðarmanni í Skaftfellingabúð

Aflabrögð 29. október til 5. nóvember

Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv. ...1.........4,5....... blandaður afli Skinney SF 20...................... humarv. ...2.......34,4.......humar 19,5 Þórir SF 77........................... humarv......1.......14,5.......humar 4,3 Hvanney SF 51 ................... net ........... 3.......49,8.......ufsi 48,3 Steinunn SF 10 ................... botnv.........1...... 51,5.......blandaður afli Benni SF 66.......................... lína.............1........ 5,6.......þorskur 4,1 Dögg SF 18.......................... lína.............4...... 33,5.......þorskur 27,8 Guðmundur Sig SU 650 . ... lína . ..........2.......12,9.......þorskur 7,9 Ragnar SF 550 .................... lína . ..........3...... 25,4.......þorskur 20,2 Siggi Bessa SF 97................ lína.............3.......18,6.......þorskur 9,9 Auðunn SF 48...................... handf. .......1.........0,9.......ufsi 0,8 Kalli SF 144.......................... handf.........2.........1,7.......ufsi 1,4 Stígandi SF 72...................... handf. .......2.........2,0.......ufsi 1,8 Sævar SF 272....................... handf. .......2.........5,7.......ufsi 5,5 Jóna Eðvalds SF 200 landaði 965 tonnum af síld. Tveir aðkomubátar lönduðu á Hornafirði. Ársæll ÁR 66........................ humarv......1.........7,6.......humar 0,9 Skálafell ÁR 50..................... humarv......1.........9,2.......humar 6,1 Heimild: fiskistofa.is

Þátttakendur og keppnisstjórinn. Fremstir eru úrslitaspilararnir og verðlaunahafarnir

Árleg keppni Skaftfellingafélagsins í Hornafjarðarmanna fór fram í Skaftfellingabúð fimmtudaginn 28. október. Að vanda tókst mótið vel undir styrkri stjórn Sigurpáls Ingibergssonar. Fimmtán manns hófu spilamennskuna á 5 borðum og lauk með því að Gyða í Tungu, Karólína Skagfirðingur og Jón Hilmar frá Þinganesi spiluðu

til úrslita. Fyrstu verðlaun, Hornafjarðarhumar, komu í hlut Gyðu Valgerðar Kristinsdóttur. Önnur verðlaun, bókina „Undir breðans fjöllum“ eftir Þorstein Jóhannsson frá Svínafelli hlaut Karólína Sveinsdóttir. Fyrir þriðja sætið fékk Jón Hilmar Gunnarsson (tvöfaldur Íslandsmeistari) diskinn „Í safni með Síðumönnum“.

Matarveisla • Veitingahúsið Víkin Stórt og glæsilegt matarhlaðboð sem félagarnir Egill, Mirza, Róbert, Hrafn Logi og Kristófer Laufar í skíðadeild Sindra ætla að halda með aðstoð Jóns Sölva, Gunnars Inga og Sindra. Hlaðborðið verður laugardaginn 20. nóvember kl. 18:30.

Allir eru velkomnir.

Eftir borðhald spila Júlli og Elvar fram eftir nóttu. Það verður risahlaðborð með yfir 25 glæsilegum réttum, hver öðrum girnilegri. Má þar nefna t.d. sushi, humar, réttir frá Bosníu, nautshaus, deserthlaðborð með heimalöguðum ís og margt margt fleira. Allir finna eitthvað gómsætt við sitt hæfi.

Verða á mann aðeins 4.500,- kr.

(Ágóðinn rennur óskiptur til Skíðadeildarinnar)

Borðapantanir í Síma 772-4205 Pantið tímanlega svo þið missið ekki af þessu! • Sækja þarf pantaða miða fyrir miðvikudaginn 17. nóvember. Við viljum þakka eftirtöldum fyrir góða aðstoð: Grænahraun, Seljavallakartöflur, Nóa Síríus, Miðsker, Hala í Suðursveit, Hlíðaberg, Freyja, Víkin


Viรฐ hrun efnahagslรญfs รพjรณรฐarinnar fรณru mikil verรฐmรฆti forgรถrรฐum. ร mis รกรฐur viรฐurkennd gildi รญ รพjรณรฐfรฉlaginu eru nรบ til endurskoรฐunar. Verkalรฝรฐshreyfingin รพarf aรฐ eiga skรฝra aรฐkomu aรฐ enduruppbyggingunni. Viรฐ รพurfum aรฐ tryggja aรฐ grunnhugsjรณnir verkalรฝรฐshreyfingarinnar verรฐi hafรฐar aรฐ leiรฐarljรณsi. Launafรณlk รก Austurlandi hefur um rรถsk eitt hundraรฐ รกr fariรฐ รญ fararbroddi รญ barรกttu fyrir Cย UUVN Mร GTLKร SVN PH Kร GOVยงJ Verkefniรฐ nรฆstu mรกnuรฐi verรฐur ekki sรญst aรฐ WFSKB ยขBยง TFN ร VOOJTU IFGVS 4Uร OEVN TBNBO AFL 4UBSGTHSFJOBGร MBH t T t XXX BTB JT


29%

AFSLÁTTUR

23%

OFNSTEIK

AFSLÁTTUR

M/ DÖNSKUM BLÆ

FERSKT M/FITU

2.995kr

1.597kr

ÁÐUR 3.890 KR/KG

ÁÐUR 2.298 KR/KG

FRÁBÆR TILBOÐ Í HVERRI VIKU 23%

AFSLÁTTUR

KJÚKLINGALEGGIR

LONDONLAMB

590kr

1.998 kr

BAYONNESKINKA

29% AFSLÁTTUR

BBQ

KJÖTSEL

999kr

ÁÐUR 831 KR/KG

KR/KG

ÁÐUR 1.298 KR/KG

VANILLUÍS SÚKKULAÐIÍS JARÐARBERJAÍS GRÍSASNITSEL

KREBENETTUR

995kr/kg

764kr/kg

Í RASPI, FROSIÐ

ÓDÝRT FYRIR HEIMILIÐ

298kr

Í RASPI – FROSNAR

NÚÐLUSÚPUR

ÁÐUR 389 KR/STK.

31%

30%

30% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

EMERGE

M&M

ORKUDRYKKUR 250 ML

KARRÝ, NAUTA EÐA KJÚKL.

115 G

69kr

69kr

199kr

ÁÐUR 99 KR/STK.

ÁÐUR 289 KR/PK.

ÁÐUR 99 KR/STK.

43%

AFSLÁTTUR

24%

AFSLÁTTUR

BASIL NÁTTÚRA

TÓMATADAGAR

199kr ÁÐUR

GLÆSILEGT ÚRVAL

349 KR/KG

30%

AFSLÁTTUR

GILDIR 11. - 14. NÓVEMBER

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Á WWW.NETTO.IS!

WWW.NETTO.IS

HVERAFOLD

MJÓDD

SALAVEGUR

AKUREYRI

HÖFN

GRINDAVÍK

REYKJANESBÆR

Gildir meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur | markhonnun.is

LAMBAFILLET


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.