40. tbl. 2010

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 4. nóvember 2010

40. tbl. 28. árgangur

Lönguhólar

Nýja starfsmannaálman við Lönguhóla hefur verið tekin í notkun. Með þessari breytingu gjörbreytist öll aðstaða starfsfólks og aðgengi að skólanum. Í nýja hlutanum er kaffistofa, vinnuaðstaða fyrir starfsmenn, fundarherbergi, skrifstofa leikskólastjóra, snyrtiaðstaða fyrir starfsmenn og aðalinngangur skólans.Margrét Ingólfsdóttir leikskólastjóri var ánægð með breytingarnar og sagði m.a.; „Þetta er mikil breyting fyrir starfsemi skólans. Starfsmenn fá vinnuaðstöðu þar sem þeir geta unnið að undirbúningi fyrir starfið án truflana í tíma og ótíma. Aðstaðan var áður í einu af anddyri skólans og þar var gengið um með vörur, mat og fleira og satt best að segja ekki boðleg. Í

fundarherbergi hafa sérfræðingar tök á að vinna hér á staðnum það sem þeir hafa unnið á Heilsugæslunni og hægt er að funda með sérfræðingum og foreldrum við viðunandi aðstæður. Í gömlu kaffistofunni er komin aðstaða fyrir sérkennslu sem ekki var áður. Kaffistofan í dag er staðsett þannig að starfsfólk fær gott næði þann tíma sem kaffi er, einnig er hægt að nýta hana fyrir starfsmannafundi sem áður hafa verið inn á deildum, í stólum sem eru fyrir börnin. Vinnuaðstaða leikskólastjóra er góð og hægt að vera þar með minni fundi með starfsfólki, foreldrum eða öðrum”. Starfsmenn við leikskólann Lönguhóla eru 18 með mismikið stöðugildi og nemendur eru 57.

Eystrahorn í eitt ár Nú er liðið um ár síðan Eystrahorn fór að koma út eftir hlé sem var á útgáfu þess. Blaðið hefur ekki verið stórt í sniðum og þarf að sníða sér stakk eftir vexti. Stærð blaðsins ræðst af auglýsingatekjum og fjölda vildaráskrifenda og er útgefandi þakklátur þeim aðilum sem styrkja eða nýta sér blaðið. Með þessu móti hefur tekist að halda útgáfunni gangandi rekstrarlega og vera réttu megin við strikið eins og sagt er. Á þessum 12 mánuðum hafa komið út 47 tölublöð og að meðaltali hefur blaðið verið 7,5 síður. Útgefandi er þess alveg meðvitaður að efni blaðsins er rýrt á köflum en í staðinn fá þeir aðilar sem þurfa að koma skilaboðum á framfæri til sýslubúa tækifæri til þess. Það má vel kalla blaðið „skilaboðaskjóðu“ þegar þannig ber við. Í fyrsta tölublaði 2009 var ritstjórnarstefnu blaðsins lýst og stendur ennþá;

„Blaðið á fyrst og fremst að vera vettvangur til að miðla upplýsingum til lesenda með fréttum, fróðleik og auglýsingum ásamt að varðveita heimildir sem ekki eru skráðar annars staðar og skapa menningarleg verðmæti fyrir íbúana. Blaðið má aldrei vera farvegur fyrir þá sem telja sig þurfa að leysa persónuleg vandamál sín fyrir opnum tjöldum eða útkljá persónulegar deilur einstaklinga. Það má aftur á móti takast á um málefni og rökræða þau.“ Ákveðin reynsla hefur fengist þetta ár og hefur útgefandi ákveðið að halda áfram á sömu braut, en auðvitað er draumurinn að efla blaðið og auka efnisvalið því ekki er skortur á efni né hugmyndum. Rétt er að vekja athygli á að blaðið má lesa á netinu þ.e. eystrahorn.is og þar eru líka upplýsingar um útgáfuna.

Fundir bæjarstjórnar á netið

Það var merkilegt framtak á sínum tíma þegar farið var að sýna bæjarstjórnarfundi á SkjáVarpi. Þá voru Hornfirðingar í fararbroddi á þessu sviði. Nú hefur verið bætt um betur og hægt er að skoða bæjarstjórnarfundi á netinu (hvar sem við erum stödd í heiminum) með því að fara inn á hornafjordur.is. Ekki þarf að binda sig við ákveðinn útsendingartíma og sömuleiðis eru menn ekki bundnir af að horfa á fundina í heild sinni. Hægt er að velja sér kafla af hverjum fundi allt eftir áhuga hvers og eins. Upptaka og útsending bæjarstjórnarfunda veitir bæjarfulltrúum aðhald og gerir kröfur um vönduð og skilvirkari fundarsköp. Það er full ástæða til að hrósa aðstandendum fyrir þetta framtak og þakka fyrir bætta upplýsingamiðlun.

Eystrahorn 1. tbl. 27. árgangur

Fimmtudagur 5. nóvember 2009

Eystrahorn

Síldarstofninn ennþá sterkur þrátt fyrir allt

Þessa mynd tók Gunnlaugur Árnason á mánudaginn var út um skrifstofugluggann hjá sér af Ásgrími Halldórssyni með veiðarfærin úti rétt utan við höfnina í Stykkishólmi.

Nú er að koma að lokum rannsókna á síldarstofninum. Engin endanleg niðurstaða er þó komin um framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun og fyrstu niðurstöðum úr rannsóknum virðist sýking umtalsverð í síldinni. Jafnframt segir að teknu tilliti til mælingar á stærð veiðistofnsins og umfangi sýkingarinnar verður að telja líklegt að stofninn verði undir

viðmiðunarmörkum á næsta ári. Þetta er reiðarslag fyrir stað eins og Hornafjörð þar sem SkinneyÞinganes er eitt öflugusta fyrirtæki landsins sem veiðir uppsjávarfisk og verkar. Þrátt fyrir þessi tíðindi sýna mælingar að stofnin er sterkari en í fyrra sem gefur vonir um að hann standi af sér þessa ágjöf. Hermann Stefánsson framleiðslustjóri hjá Skinney-Þinganesi hafði

þetta að segja um málið þegar leitað var eftir viðbrögðum við þessum tíðindum; “Við höfum gert ráð fyrir því frá því að sýkingin kom upp í fyrra að brugðið gæti til beggja vona með síldveiðar og vinnslu þetta árið. Við höfum því lengt humarvertíðina fram á haustið meðal annars til að mæta því. Einnig var settur aukinn kraftur í bolfiskvinnslu félagsins á

vormánuðum og er henni meðal annars ætlað að mæta þessari stöðu. Það er því von okkar að við náum að halda sjó og halda uppi atvinnu í fiskiðjuverinu í haust en engu að síður er ljóst að síldarleysið er stórt áfall fyrir okkur. Þá er ljóst að starfsemi fiskmjölsverksmiðjunnar verður ekkert í líkingu við undanfarin haust.”

Samstarf FAS og Eystrahorns Við erum nemendur í Framhaldsskólanum í AusturSkaftafellssýslu, á lokaári, og erum að taka þriðja og síðasta áfangann okkar í fjölmiðlafræði. Okkur hefur verið falið það verkefni á þessari önn að skrifa greinar, sem munu birtast í Eystrahorni. Markmið

verkefnisins er að fá að taka þátt í blaðamennsku og sjá hvernig vinna við blaðaútgáfu gengur fyrir sig. Þetta er krefjandi verkefni en við hlökkum til að takast á við það og fá að vinna alvöru verkefni í tengslum við hefðbundið nám og erum þakklátar fyrir það. Svava, Inga og Fanney

Blað sem bætir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


2

Fimmtudagur 4. nóvember 2010

Jólahlaðborð 2010

Eystrahorn

BÆJARSTJÓRN HORNAFJARÐAR

FUNDARBOÐ

Fundur er boðaður í Bæjarstjórn Hornafjarðar fimmtudaginn 4. nóvember 2010, kl. 16:00 í Nýheimum.

27. nóvember (örfá sæti laus) 4. desember (einnig barnahlaðborð) 11. desember Uppákomur

Lifandi tónlist

að hætti heimamanna

Ásgeir Ólafsson matreiðslumeistari töfrar fram jólalegar kræsingar Forréttir: grafinn lax og reyktur, grafin gæs og reykt, heitreykt önd, reykt hrefna, hreindýra- og villigæsapaté, laxa- og fiskpaté, innbakaður lax “kulebyaka”, kengúruroastbiff, hægelduð grísalund, 6 útgáfur af síld og sósum. Aðalréttir: hamborgarhryggur, hangiket, lambalæri, purusteik, fyllt kalkúnabringa,

villikryddaðar kjötbollur, eplasalat, kartöflusalat, rauðkál, salöt, brúnaðar kartöflur og líka í uppstúf. Eftirréttir: ris a´la mandle, súkkulaðimús, sherrytryffle, cremebrulé, swissmarenge, dönsk eplakaka, ávaxtasalat + ostabakki.

1. Fundargerðir • Bæjarráð Hornafjarðar, 517. fundur, 11.október 2010. • Bæjarráð Hornafjarðar, 518. fundur, 28.október 2010. • Bæjarráð Hornafjarðar, 519. fundur, 1.nóvember 2010. • Bæjarstjórn Hornafjarðar, 159. fundur 11.október 2010 áður samþykkt. 2. Sjávarútvegsmál 3. Forsendur fjárhagsáætlunar 2011 4. Endurskoðun á aðalskipulagi - vinnuferli 5. Breyting á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis - reitur A 6. Kosningar - kjörstjórnir 7. Fyrirspurnir Hornafirði, 1. nóvember 2010 Hjalti Þór Vignisson

U mb o ð s a ð i l i

Verð á mann kr. 6.900 • Börn 10-15 ára kr 1.500

Tilboð á gistingu

Pantanir í síma 487-4694 eða á hotellaki@hotellaki.is

Eystrahorn Sími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949 Útgefandi:.................................HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.......................Albert Eymundsson Netfang: . .................................albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.........................Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:..............................Maríus Sævarsson Umbrot: ...................................Heiðar Sigurðsson Aðstoð:......................................Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ..................................Leturprent ISSN 1670-4126

Stofnfundur Lionsklúbbs kvenna

verður haldinn í Kaupmannshúsinu (Hafnarbraut 2) sunnudaginn 7. nóvember kl. 16.30. Við hvetjum allar konur til að mæta og taka þátt í félagsstarfinu. Stjórnin

Kæru sveitungar og vinir nær og fjær! Þökkum hjartanlega fyrir auðsýnda samúð og ómetanlegan stuðning við andlát og útför

Guðjóns Þorsteinssonar Svínafelli Öræfum

Guð blessi ykkur öll Jón Páll Pálsson Jóhann Þorsteinsson Pálína Þorsteinsdóttir Halldór Þorsteinsson og stórfjölskyldan

Hafdís Sigrún Roysdóttir Ólafur Sigurðsson


Eystrahorn

Fimmtudagur 4. nóvember 2010

Hornfirðingar sem vilja á stjórnlagaþing

Tveir íbúar í Sveitarfélaginu Hornafirði bjóða sig fram til setu á væntanlegu stjórnlagaþingi. Frambjóðendurnir eru Björn Ingi Jónsson (nr. 8705) framkvæmdastjóri/ bæjarstjórnarfulltrúi og Sigrún Kapitóla Guðrúnardóttir (nr. 2688) háskólanemi/stundakennari. Af öðrum frambjóðendum má þekkja þrjá sem við getum kallað Hornfirðinga; Álfheiði

Eymarsdóttur ( nr. 4668 ) verktaki, Árna Kjartansson (nr. 7297) arkitekt/framkvæmdastjóri og Eiríkur Beck (nr. 6703) sjálfstætt starfandi. Svo mætti nefna Hall Magnússon (nr. 9541) sjálfstæður ráðgjafi en hann starfaði hér um tíma sem félagsmálastjóri. Þetta er birt hér án ábyrgðar því einhverjir fleiri geta leynst á listanum sem ritstjóra hefur sést yfir.

Úrval af rúmum og dýnum Tilboð - Tilboð

Ný sending af smart úrum og skartgripum

Húsgagnaval

Opið 13 - 18 virka daga 13 - 15 laugardaga

Pakkhúsmarkaður alla laugardaga. Lamba- og svínakjöt, kartöflur, egg og beikon.

Miðskersbúið

Áskrifendur

Útgefandi þakkar þeim fjölmörgu sem nú þegar hafa greitt vildaráskrift.

Pókerklúbbur Hornafjarðar

Ottó Marvin (með húfuna) á Íslandsmótinu.

„Eftir miklar vangaveltur og undirbúning ákvað ég að stofna pókerklúbb því ég elska þennan leik“ sagði Ottó Marvin nýkominn af Íslandsmótinu í póker sem haldið var á Hótel Örk og bætti við; „Aðalmarkmið klúbbsins er dýpra en að spila bara póker. Með stofnun hans er ég að vonast til að geta gert leiknum betri skil, en talsverðar ranghugmyndir eru varðandi þennan leik. Ísland er langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að þessum málum. Í flestum löndum hefur þessi íþrótt fengið meiri viðurkenningu og þess má geta að það er gríðalegur fjöldi sem hefur þetta að atvinnu, einnig á Íslandi og vonast ég til að geta tilheyrt þeim hópi síðar. Fólk verður undrandi þegar ég tala um póker, líkt og ég sé að tala um eiturlyfjasölu eða eitthvað álíka og viðbrögð fólks eru hlægileg stundum. Ég hyggst keyra pókermót í bland við það að kynna fyrir fólki þessa íþrótt. Það má skipta póker upp í mótapóker, sem er viðurkennd íþrótt, í sama flokki og t.d. golf, skák og bridge og hinsvegar í peningaleik, sem margir pókerspilarar kjósa að stunda ekki vegna áhættu sem því fylgir. Sú hlið af póker er heldur

ekki skilgreind sem fjárhættuspil í sama skilningi og 21(BlackJack) og rúlletta. Lottó er mun meira fjárhættuspil en póker. Þar veðjar þú á 5 mögulegar tölur í röð af 40 og er þetta ekkert nema lukkuspil. Allt annað á við um póker en ég kem til með að reyna útskýra fyrir fólki muninn á þessu tvennu, það er efni í heila bók. Ég hyggst halda námskeið fyrir fólk sem vill fræðast um póker. Einnig hef ég áhuga á að kenna fólki leikinn sjálfan og útskýra mismunandi leikreglur en til eru ýmis afbrigði af pókerspilum. Fólk sem hefur áhuga á að prófa spilið getur hringt og athugað hvað sé í gangi hverju sinni þegar spilað er. Einnig má fólk hringja til að forvitnast um leikinn en ég vonast til að vera tilbúinn með kynningu á þessari starfsemi fljótlega.“ Klúbburinn hefur síðu á samskiptavefnum "facebook" en slóðin er www.facebook. com/pkhofn. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á e-mail: Marwin@simnet.is og í sérstökum pókersíma 774-7227. Klúbburinn mun hreiðra um sig á efri hæðinni á Veitingahúsinu Víkinni.

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

FÉLAG FASTEIGNASALA

lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

3

Sigríður Kristinsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, hdl, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn

Stafafellsfjöll í Lóni Til sölu er 3.000m² lóðarréttindi ásamt eldra 25 m² sumarhúsi. Lóðin er innarlega í sumarhúsabyggðinni, afgirt með neysluvatnsborholu.

Snorri Snorrason, Sigríður lögg. fasteignasali Kristinsdóttir, lögmaður og lögg. leigumiðlari, Höfn, Sími 580 7915

Hilmar Gunnlaugsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Snorri Snorrason, Sigurður Magnússon, SigurðurPétur Eggertsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Magnússon, lögg.lögg. fasteignasali, hrl. og lögg. fasteignasali,lögg. lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali, lögg. fasteignasali leigumiðlari Egilsstöðum, fasteignasali Egilsstöðum, Egilsstöðum, Húsavík, s. 580 7916 s. 580 7908 Sími 580 7908 s. 580 Sími 580 7902 Sími 580 7907 Sími7907 580 7925

Hafnarbraut Vel staðsett og glæsileg ca 420 m² fasteign miðsvæðis á Höfn. Eignin skiptist í verslunarrými og íbúð á 2 hæðum ásamt bílskúr. Einstakt tækifæri, að eignast þessa fallegu eign.

www.inni.is

Víkurbraut 0101 Fullbúið 66,9 m² atvinnuhúsnæði á 1. hæð á góðum stað. Sér inngangur


4

Fimmtudagur 4. nóvember 2010

Eystrahorn

Ríki Vatnajökuls convivium í Salone del Gusto Salone del Gusto (Höll bragðlaukanna) er risaviðburður á vegum Slow Food hreyfingarinnar og haldinn annað hvert ár í Torinoborg á Ítalíu. Þar fara fram yfir 300 smakkanir og fyrirlestrar um sértæk matvæli enda eru þar saman komnir, víðs vegar að úr heiminum, margir helstu sérfræðingar á sviði menningarlegrar matvælaframleiðslu, víngerðar og matseldar. Árið 2008 heimsóttu 180.000 manns, víðs vegar úr heiminum, sýninguna og í kjölfar hennar birtust 1200 blaðagreinar um sýninguna. Í ár heimsóttu um 200.000 manns sýninguna.

Í kjölfar ferðarinnar voru haldnir kynnisfundir fyrir einstaklinga og samtök sem endaði með að Slow Food deild Ríki Vatnajökuls var stofnuð í október 2010 og er önnur deildin á landinu ásamt Slow Food Reykjavík. Ríki Vatnajökuls convivium var stofnað seinni hluta árs 2009 af einstaklingum sem hafa áhuga á hugmyndafræði Slow Food samtakanna og í dag eru meðlimir deildarinnar 20.

Ari Þorsteinsson og Gísli Karl Ágústsson.

Þátttaka Ríki Vatnajökuls Convivium

Terra Madre Samhliða Salone del Gusto er haldin stærsta bændaráðstefna í heimi, Terra Madre. Þar koma saman smáframleiðendur frá u.þ.b. 150 löndum. Þetta er þungamiðja í viðburðaröð Slow Food samtakanna sem miðar að því að stytta bilið milli matvælaframleiðenda og neytenda.

Mikið að gera í íslenska básnum.

Ríki Vatnajökuls á Convivium Jóhann Morávek kynnir Ríki Vatnajökuls.

Íslendingar sem kynntu matinn í pallborði.

Árið 2008 buðu Slow Food samtökin Ara Þorsteinssyni (Frumunni), Guðmundi Gunnarssyni (Matís) og Grétari Vilbergssyni (Smábátafélaginu Hrollaugi) að taka þátt í Terra Madre og kynna sér starfsemi samtakanna. Félagarnir voru sammála um að mikilvægt væri fyrir matvælahéraðið Ríki Vatnajökuls að tengjast þessum samtökum. Það var þrennt sem þeim fannst mikilvægast; 1. Markaðsetja svæðið sem ferða- og matvælahérað. 2. K ynnast stefnum og straumum í Gastrónómý (vísindin um samspil milli menningar og matarvenja). 3. S tytta bilið milli ferðaþjónustuaðila/ matvælaframleiðenda og neytenda. 4. Þ jálfa fólk í að selja vörur sínar og þjónustu.

Buðum uppá „cured shark and Black death“ Þáttakendur höfðu þetta um ferðina að segja; „Við sem fórum á Slow Food matvælasýninguna áttum ekki von þeim gífurlega áhuga sem bás Ríki Vatnajökuls vakti. Af nógu öðru var í boði, kynningar og smakkanir á margvíslegu góðgæti svo sem skinku, ostum, ostrum, brauði, ávöxtum, þurrkuðum sveppum, kryddum, núggati, súkkulaði, bjór, eðalvínum ofl. frá öllum heimsins hornum. Það sem við gátum boðið upp á matarkyns var fyrst og fremst harðfiskur og lúra sem gestum þótti afar áhugavert og voru óhræddir við að smakka. Eins vorum við með sýnishorn af sólþurrkuðum saltfiski frá Ektafiski á Hauganesi sem vakti óskipta athygli. Svona utan dagskrár höfðum við tekið með eina brennivínsflösku og Grétar Vilbergs hafi laumað með sér nokkrum krukkum af niðurskornum hákarli. Þetta vakti mikla lukku og þótt leynilega væri með farið spurðist út um svæðið að í Ríki Vatnajökuls væri hægt að biðja um „cured shark and Black death“ . Það var ótrúlegur áhugi á þessari einstöku matarupplifun. Hópurinn sem fór héðan skipti með sér vöktum, oftast fjórir á vakt en básinn var opin frá kl. 11:00 – 23:00 alla dagana. Mest af tímanum fór í að kynna Ísland og sérstaklega Ríki Vatnajökuls sem við gerðum m.a. með ímyndarbæklingnum okkar og uppskriftabók Dóra kokks. Það hefði verið gaman að geta talið allan þann fjölda gesta sem stoppaði við básinn okkar en ég held að okkur sé óhætt að fullyrða að nokkur þúsund manns hafi heimsótt þetta útibú Ríki Vatnajökuls. Það er samdóma álit þeirra sem fóru í þessa merkilegu matarmenningarferð að hér sé um vannýtt sóknarfæri að ræða. Við eigum að notfæra okkur það á næstu árum og fjölmenna með úrval af afurðum úr matarkistunni Ríki Vatnajökuls.“

Slow Food deildunum á Íslandi stóð til boða að leigja sýningarbás í Salone del Gusto viðburðinum í ár sem var þegið. Deildin skipulagði sérstakan íslenskan viðburð sem bar yfirskriftina „Preserved food from Iceland“. Kynntar voru hefðbundnar aðferðir við geymslu á íslenskum matvælum m.a. hangikjöti, skyri, harðfiski, saltfiski, reyktum silungi og hornfirskri lúru. Þrettán aðilar skráðu þátttöku og Slow Food samtökin buðu sérstaklega fimm aðilum úr Ríki Vatnajökuls að taka þátt í Terra Madre og tóku átján aðilar úr Ríki Vatnajökuls þátt í viðburðunum. Áður er búið að nefna markmiðið með þátttökunni en jafnframt eykur þetta hæfni ferðaþjónustuaðila og matvælaframleiðendur, eflir Ríki Vatnajökuls sem eftirsótts ferðamannastaðar og matvælahéraðs, ýtir undir samheldni og samstarf aðila í Ríki Vatnajökuls og hvetur til samstöðu um kynningu á erlendri grundu. Slow Food deildirnar leituðu til Íslandsstofu um þátttöku í sýningunni og greiddi stofan kostnað vegna leigu á sýningarbásum, sem var mikilvægt framlag til verkefnisins. Einnig ákvað AVS rannsóknarsjóður að styrkja Íslandsviðburðina.


Eystrahorn

Fimmtudagur 4. nóvember 2010

5

Aflabrögð 18. – 31. október (tvær vikur)

Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjöldi landana, heildarafla í tonnum og uppstöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51 ................... net.............6.....100,1.......ufsi 76,4 Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv. ...2.......14,3.......blandaður afli Skinney SF 20...................... humarv.....3.......31,9.......humar 8,4 Þórir SF 77........................... humarv.....3.......37,7.......humar 16,2 Þinganes SF25..................... rækjutroll.. 1.........4,6.......rækja 1,7 Steinunn SF 10 ................... botnv.........2.....123,6.......steinbítur 33,0 Benni SF 66.......................... lína.............4.......26,2.......þorskur 23,8 Siggi Bessa SF 97................ lína.............7.......26,0.......þorskur 14,6 Auðunn SF 48...................... handf.........1.........0,5.......þorskur Kalli SF 144.......................... handf.........1.........0,6.......þorskur Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds lönduðu samtals um 1800 tonnum af síld. Fjórir aðkomubátar lönduðu í Hornafjarðarhöfn. Ársæll ÁR 66........................ humarv......2.......13,6.......humar 5,1 Friðrik Sigurðsson ÁR 17... humarv.....2.......16,1.......humar 3,1 Fróði II ÁR 38..................... humarv.....2.......31,3.......humar 11,0 Skálafell ÁR 50..................... humarv.....2.......15,5.......humar 5,7

OPIÐ HÚS Opið hús verður hjá Rauða krossinum að Víkurbraut 2 laugardaginn 6. nóvember frá kl. 13 -15.

Arnar Þór Guðjónsson

háls-, nef- og eyrnalæknir verður með stofu 11. - 12. nóvember n.k .

Ólöf K Ólafsdóttir

augnlæknir verður með stofu 15. - 18. nóvember n.k. Tímapantanir í síma 478-1400 virka daga. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Matráð vantar í 75% starf í matsal Grunnskóla Hornafjarðar frá 4. janúar 2011 Starf matráðar felst í að taka á móti mat í móttökueldhúsi skólans og afgreiða hann til nemenda, uppvaski og þrifum á matsal og nágrenni hans ásamt minni háttar matseld og innkaupum. Áhersla er lögð á að matráðurinn eigi auðvelt með að umgangast börn og unglinga og skilji þarfir þeirra. Vinnutími er frá 10:30 – 16:00 virka daga. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra þar sem fram koma upplýsingar um aldur og reynslu og meðmælendur. Umsóknarfrestur rennur út 10. nóvember. Launakjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélagsins við stéttarfélög. Frekari upplýsingar gefur skólastjórar í síma 470 8000, hulda@hornafjordur.is eða thorgunnur@hornafjordur.is.

Tipphornið Margir voru með 11 og 10ur um síðust helgi og einn tippari náði 12 en því miður var lítið fyrir hana í þetta skiptið. Í áskorunarleiknum marði Jaspis Inni 10 – 9 og skorar Jaspis á Blóm og Bróderí lítum á það! Blóm 1. Man. Utd. – Wolves 2. Birmingham – West Ham 3. Blackburn – Wigan 4. Blackpool – Everton 5. Fulham – Aston Villa 6. Sunderland- Stoke 7. Q.P.R. – Reading 8. Watford – Nott.Forest 9. Barnsley – Leicester 10. Coventry – Leeds 11. Doncaster – Millwall 12. Norwich – Burnley 13. Sheff.Utd. – Ipswich

og bróderí Jaspis 1 1 1x 1x2 x 1 2 x2 2 1 1x2 1x 1x 1 1 1 1x 1x2 1 1 1x2 1x2 1x2 1 2 x2

Allir voru með frá 9 uppí 11 í fyrirtækjaleiknum og vantar nú bara herslumuninn á þann stóra, en staðan lítur svona út. Vika 1 2 3 Hvanney SF 8 10 9 H. Christensen 7 7 9 Hopp.is 8 10 Ásgrímur Halldórsson 9 Lyftarverkstæði S-Þ Nettó 7 10 5 INNI Víkinn 10 Jaspis Flutningadeild KASK 7 Bakaríið 5

4 5 6 8 10 11 8 9 10 8 9 9 8 10 11 7 9 11 10 9 7 10

Samtals 56 50 44 38 27 22 19 17 10 7 5


Viรฐ hrun efnahagslรญfs รพjรณรฐarinnar fรณru mikil verรฐmรฆti forgรถrรฐum. ร mis รกรฐur viรฐurkennd gildi รญ รพjรณรฐfรฉlaginu eru nรบ til endurskoรฐunar. Verkalรฝรฐshreyfingin รพarf aรฐ eiga skรฝra aรฐkomu aรฐ enduruppbyggingunni. Viรฐ รพurfum aรฐ tryggja aรฐ grunnhugsjรณnir verkalรฝรฐshreyfingarinnar verรฐi hafรฐar aรฐ leiรฐarljรณsi. ร slenskir iรฐnaรฐarmenn hafa um รกrabil veriรฐ รญ forystu verkalรฝรฐshreyfingarinnar AFL 4UBSGTHSFJOBGร MBH t T t XXX BTB JT


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.