Eystrahorn 37. tbl

Page 1

Eystrahorn 37. tbl. 28. árgangur

Fimmtudagur 14. október 2010

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

„Ætlum að halda okkar striki eins og kostur er“

Frá starfsmannafundi HSSA á dögunum. Ljósmynd: Ásgerður Kristín Gylfadóttir.

Mikil umræða hefur verið um fjármál sveitarfélaga og niðurskurð á fjárlögum til heilbrigðismála. Eystrahorn leitaði til Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra og innti hann eftir hvernig þessi mál snéru að sveitarfélaginu hér.

Staða bæjarsjóðs „Staða bæjarsjóðs er góð þrátt fyrir að tekjur hafi dregist saman. Bæjarstjórn hefur gætt aðhalds á undanförnum árum og lækkað skuldir sem styrkir mjög stöðu okkar núna þegar harðnar á dalnum. Við vorum að samþykkja endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 núna á mánudaginn sem gerir ráð fyrir betri útkomu en við upphaflega áætlun. Nú förum við af stað fyrir alvöru að undirbúa fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 sem verður að mörgu leyti vandasamara en áður og við viljum vanda okkur vel við þá vinnu. “

Niðurskurður á HSSA „Niðurskurðurinn bitnar hart á stofnuninni. Gert er ráð fyrir niðurskurði upp á næstum 60 m.kr. sem er um 16% af fjárveitingum til stofnunarinnar. Við höfum verið að skoða það núna síðustu daga hvernig við tökumst á við niðurskurðinn. Vil þó geta þess að við erum afar óhress með þessi vinnubrögð og það samráðsleysi sem einkennir þessa tillögugerð. Ég hafði samband við heilbrigðisráðuneytið í lok ágúst til að fá upplýsingar um stöðu mála og hafði þá auðvitað í huga hvort við þyrftum að undirbúa okkur fyrir niðurskurð. Þar fékk ég upplýsingar um að búast mætti við minni fjárframlögum, en það var aldrei hægt að túlka þau orð þannig að um grundvallarbreytingu væri að ræða á fjárframlögum. Þetta kom okkur því mjög á óvart. Það sem hjálpar okkur núna er hversu HSSA hefur verið vel

rekin undanfarin ár sem mildar höggið að einhverju leyti. Við ætlum að bíða með að gefa út nokkrar yfirlýsingar um í hvaða aðgerðir við þurfum að ráðast fyrr en við sjáum fjárlagafrumvarpið lagt fram eftir umfjöllum fjárlaganefndar sem verður væntanlega í nóvember. Við förum á fund heilbrigðisráðherra, fjárlaganefndar og þingmanna Suðurkjördæmis núna á miðvikudaginn þar sem við förum fram á leiðréttingar og sýnum að boðaður niðurskurður gangi mjög nærri velferðarþjónustu á Hornafirði. “

Fjárlög 2011 „Fjárlög ríkisins fyrir árið 2011 bera þess auðvitað merki hversu staða ríkissjóðs er erfið og ekki margir góðir kostir í stöðunni til að skera niður. Mér finnst samt auðvitað alltof hart gengið fram í að skera niður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Fleiri stofnanir fá lægri fjárveitingar á fjárlögum en áður, s.s. eins

og Framhaldsskólinn og sýslumaðurinn. Þar ekki um eins mikinn niðurskurð að ræða en hefur auðvitað áhrif. “

Hvað er framundan? „Núna í vikunni er fjármálaráðstefna sveitarfélaga þar sem við fáum m.a. að vita um framlög jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins á næsta ári og í nóvember vitum við endanlega hvernig fjárlög ársins 2011 líta út. Ég hef metið það svo að þá séum við komin með góða mynd af því hvernig opinberum aðilum á Hornafirði, ríkisstofnunum og sveitarfélaginu mun reiða af í eftirmála hrunsins. Íslenska þjóðarbúið er auðvitað í afar erfiðri stöðu en ef við horfum út frá aðstæðum okkar hér á Hornafirði hef ég vonir um að afleiðingarnar fyrir okkur íbúa á Hornafirði verði ekki eins miklar og sum staðar annarsstaðar á landinu. Við erum með í undirbúningi framkvæmdir á næsta ári og ætlum að halda okkar striki eins og kostur er. “

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


2

Fimmtudagur 14. október 2010

Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa

Eystrahorn

Biðilsbuxur

Harðar Júlíussonar Víkurbraut 28

Guð blessi ykkur öll Sigrún Sæmundsdóttir og fjölskylda Úrval af rúmum og dýnum náttborðum og rúmteppum Ný sending af glæsilegum skartgripum og úrum Verið velkomin

Húsgagnaval

Opið 13 - 18 virka daga 13 - 15 laugardaga

Veitingahúsið Víkin verður lokað frá kl 16:00 n.k. laugardag vegna árshátíðar starfsfólks. Opnum aftur kl. 18:00 mánudag.

Outletmarkaður

Outletmarkaðurinn Vesturbraut 2 er opinn þriðjudaga og miðvikudaga kl 14:00-18:00

Mikið af fatnaði á frábæru verði Verið velkomin

Nú er vetrarstarf kórs heldri borgara að hefjast, og er þetta 17. árið sem við Jónína störfum með Gleðigjöfum. Kórinn er því sannkallaður gleðigjafi sem erfitt er að slíta sig frá. Þegar við stöllur byrjuðum var sterkur hópur í kórnum og eru allmargir enn að syngja, sterkir sem fyrr, og finnst mér það alveg sérstakt. Gleðgjafar hafa verið öflugir í sínum söng, sungið inn á geisladisk, farið í söngferðir og tekið þátt í kóramótum, ásamt því að sinna vel heimabyggðinni. Vona ég að svo geti verið áfram, en þar sem þetta er kór fyrir 60 + gefur auga leið að fólk heltist úr lestinni á löngum ferli með kórnum. Nú er svo komið að okkur vantar fleiri félaga til að styrkja starfið enn frekar, því

ekki viljum við láta deigan síga. Ég veit að það eru margir hér á réttum aldri sem geta sungið en hafa sig ekki í frammi, og telja sig alls ekki geta verið í kór. Til þess séu þeir einfaldlega ekki nógu góðir, en það er mesti misskilningur. Þetta fólk langar mig til að virkja og sýna þeim fram á að kórastarfið sé einmitt sniðið fyrir það. Söngurinn sameinar fólk, svo mikið er víst, og hann er líka góður fyrir sálina. Nú er ég semsagt á biðilsbuxum og hvet ykkur þarna úti að hafa samband, eða að mæta í Ekruna næsta þriðjudagskvöld klukkan 20. Það verður vel tekið á móti ykkur. Með söngkveðjum, Guðlaug Hestnes.

Aðalfundur

Framsóknarfélags Austur Skaftfellinga verður haldinn í Kaupfélagshúsi, þriðjudaginn 19. október n.k. og hefst klukkan 20:00 Dagskrá: • Hefðbundin aðalfundarstörf • Kjördæmisþing í Suðurkjördæmi 22. – 23. október n.k. • Önnur mál. Á fundinn mætir Eygló Harðardóttir alþingismaður.

Eystrahorn Sími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949 Útgefandi:.................................HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.......................Albert Eymundsson Netfang: . .................................albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.........................Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:..............................Maríus Sævarsson Umbrot: ...................................Heiðar Sigurðsson Aðstoð:......................................Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ..................................Leturprent ISSN 1670-4126

Stjórn Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga

Frystiskápur til sölu Whirlpool frystiskápur til sölu, 3 ára 160 cm á hæð hvítur. Upplýsingar í síma 894-4107 Til sölu fjárhús/hesthús á Ægisíðu. Húsið byggt 2008 og er um 40 fm., á afgirtri lóð. Vatn og rafmagn. Bústofn getur fylgt. Gott tækifæri á góðum stað. Upplýsingar í síma; 899-5677.


Eystrahorn

Fimmtudagur 14. október 2010

3

Lokahóf knattspyrnufólks Lokahóf knattspyrnufólks Sindra fór fram á Víkinni s.l. laugardag. Hátíðin fór vel fram, góð stemning og fullt hús. Að venju voru margir heiðraðir fyrir árangur og góð störf.

Hafnarkirkja Sunnudaginn 17. október Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00 Sóknarprestur

Menningarmiðstöð Hornafjarðar auglýsir eftir verkum í einkaeigu eftir David White vegna sýningar sem fyrirhuguð er í nóvember. Nánari upplýsingar veitir Guðlaug Ósk í síma 470 8057. Einnig er hægt að senda tölvupóst á gudlaugp@hornafjordur.is

Karen Björg, Heba Björg, Anna Mekkín og Lelja ánægðar með viðurkenningar.

Meistaraflokkur kvenna: Leikmaður ársins......................Lelja Cardaklija Mestu framfarir.........................Anna Mekkín Reynisdóttir Efnilegust...................................Karen Björg Halldórsdóttir Markadrottning.........................Heba Björg Þórhallsdóttir

Meistaraflokkur karla: Leikmaður ársins......................Atli Haraldsson Markakóngur.............................Kristinn Þór Guðlaugsson Efnilegasti leikmaðurinn..........Alex Freyr Hilmarsson

Tipphornið Það er nú aðeins hressara yfir tippurum eftir þessa helgi því nokkrar tíur og 1 tólfa duttu inn. Það er alltaf stór vinningur fyrir þrettán rétta t.d. voru rúmar 4 milljónir fyrir enska seðilinn núna þannig að það er til mikils að vinna. Það var nú algjör bakaríistaka í áskorandaleiknum þegar Nettó steinlá fyrir Víkinni 5 -10 þannig að það má nú segja að Nettó hafi tekist að finna ofjarla sína. Kokkarnir á Víkinni skoruðu á stórfyrirtækið Hopp.is og nú er bara að sjá hvorir eru betri í tippinu Víkin eða Hopparnir. 1. Arsenal -Birmingham 2. Bolton -Stoke 3. Fulham -Tottenham 4. Man.Utd – W.B.A. 5. Newcastle-Wigan 6. Wolves -West Ham 7. AIK -Gefle 8. Crystal Palace - Millwall 9. Leicester-Hull 10. Portsmoth -Watford 11. Q.P.R-Norwich 12. Reading -Swansea 13. Sheff.Utd. -Burnley

Víkin 1 12 1x2 1 12 12 1 1 1 1x2 1x2 1 1

Hopp.is 1 1x2 12 1 1 2 1 1x2 12 1 1 1x2 x2

Sindri þjálfari, Þorsteinn, Alex Freyr, Stefán Lárus og Óli þjálfari

2. flokkur karla: Mikilvægasti leikmaðurinn......Þorsteinn Jóhannsson Leikmaður ársins......................Alex Freyr Hilmarsson Mestar framfarir........................Stefán Lárus Reynisson Markhæsti leikmaður...............Alex Freyr Hilmarsson Silfurmerki félagsins fyrir góð störf og stuðning fengu Sverrir Aðalsteinsson fyrir að vera stuðningsmaður Sindra nr. 1 og Ólafur Jónsson og Miralem Haseta fyrir að sinna dómaramálum vel.

Það bættist við eitt fyrirtæki í leikinn skemmtilega þar sem fyrirtæki spreyta sig, en gaman væri að fá aðeins fleiri. Það er því ekkert annað að segja en „og koma svo“. Vika 1 2 Hvanney SF 8 10 H. Christensen 7 7 Nettó 7 10 Hopp.is 8 Víkin Ásgrímur Halldórsson Flutningadeild KASK 7 Bakaríið 5

3 9 9 5 10 10 9

Samtals 27 23 22 18 10 9 7 5

Það þarf líka dómara og áhorfendur eru mikilvægir. F.v. María dóttir Miralem Haseta sem tók við viðukenningu fyrir föður sinn, Valdimar Einarsson framkvæmdastjóri Sindra, Sverrir Aðalsteinsson og Ólafur Jónsson. Ljósmyndir: Lena Hrönn Marteinsdóttir.


%TU 0 ÁT L 4S

%TU 0 ÁT L 3S

R

R

AF

AF

PORK ROAST LONDONLAMB

GRÍSAHNAKKI

1.379kr

1.469kr

ÁÐUR 2.298 KR/KG

ÁÐUR 2.099 KR/KG

%TU 24SLÁT

R

AF

FERSKUR

1.299kr ÁÐUR 1.438 KR/KG

%TU 30SLÁT

R

AF

NAUTAFILLET

M/FITU, FERSKT

2.399kr ÁÐUR 3.148 KR/KG

%TU 30SLÁT

R

AF

LAMBASALTKJÖT BLANDAÐ 1. FL.

1.049kr

KJÚKLINGABRINGUR

BBQ MARINERAÐAR

1.998kr

KR/KG

%TU 50SLÁT

R

AF

KREBENETTUR Í RASPI

909kr

ANANAS

ÁVÖXTUR VIKUNNAR

148kr

ÁÐUR 1.498 KR/KG

ÁÐUR 1.298 KR/KG

ÁÐUR 295 KR/KG

%TU 29SLÁT

%TU 22SLÁT

%TU 32SLÁT

R

AF

LATABÆJARVATN

R

AF

HVERSDAGSÍS

310 ML

SÚKKULAÐI

ÁÐUR 139 KR/STK.

ÁÐUR 419 KR/STK.

99kr

329kr

Gildir meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur.

GILDIR 14. - 17. OKTÓBER SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Á WWW.NETTO.IS!

MJÓDD GRINDAVÍK SALAVEGUR AKUREYRI HVERAFOLD HÖFN REYKJANESBÆR

R

AF

HAFRAKEX

400 G

99kr

ÁÐUR 145 KR/PK.

markhönnun.is

LAMBAHRYGGUR

A

TR

X-


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.