Eystrahorn 36. tbl

Page 1

Eystrahorn 36. tbl. 28. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 7. október 2010

4. október 2010. Ljósmynd: Hrafn Heimisson

Almenn umhirða í Sveitarfélaginu Hornafirði Nýverið staðfesti umhverfisráðherra samþykkt Sveitarfélagsins Hornafjarðar er varðar umgengni og þrifnað utanhúss. Samþykktin snýr að almennum reglum um hvernig haga beri umhirðu og þrifnaði utanhúss hjá heimilum, fyrirtækjum, opinberum aðilum og á opnum svæðum innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Megin markmið samþykktarinnar er að tryggja að íbúar, lóðarhafar og umsjónarmenn lóða gangi ekki á rétt annarra íbúa í sveitarfélaginu með athöfnum sínum, og virði skilmála lóðaleigusamnings viðkomandi lóðar. Almenn umhirða í kringum lóðir innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar er til fyrirmyndar. Einstaka þætti má hinsvegar lagfæra og bæta. Umhverfisog skipulagsnefnd hefur fjallað um samþykktina og falið

sér nýstaðfesta samþykkt og tileinka sér þær almennu reglur sem settar eru fram í samþykktinni. Jafnframt hvetjum við sömu aðila að taka til á lóðum sínum og gæta almennrar snyrtimennsku innan lóða sinna, koma hlutum sínum þannig fyrir að þeir séu innan lóðamarka o.s.frv. Samþykktina má finna á vefnum www.hornafjordur.is.

Það er viðeigandi að birta mynd af Ránarslóðinni og húsunum við götuna þegar fjallað er um umgengni. Götumyndin er falleg og þessi gömlu hús eru til mikillar prýði og vel viðhaldið. Til gamans og fróðleiks skal rifjað hér upp hvað húsin hétu áður en götuheitið kom til. Vestast f.v. Bifröst, Sjávarborg, Sólberg, Strönd/Litli Garður, Dröfn, Hallfríðarstaðir/Hlöðutún, Sindrabær og Ekra.

starfsmönnum að beita henni þar sem það á við. Sveitarfélagið Hornafjörður

hvetur fyrirtæki, heimili, opinbera aðila, lóðarhafa og aðra íbúa í sveitarfélaginu að kynna

Með sameiginlegu átaki allra íbúa sveitarfélagsins má bæta ásýnd þess svo úr verði eitt snyrtilegasta sveitarfélag landsins. Með von um kröftugar jákvæðar undirtektir

og

Framkvæmda- og fjármálasvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


2

Fimmtudagur 7. október 2010

Eystrahorn

Verslun Dóru stækkar

Guðbjörg Aðalheiður og Guðbjörg Halldóra að afgreiða.

VÍKIN

Laugardagskvöldið 9. október munu hinir mögnuðu meðlimir hljómsveitarinnar Bermuda spila á dansleik frá 23:30 - 3:00. Dansgólfið verður troðfullt enda ein af bestu ef ekki besta ballhljómsveitin á landinu að spila. Aðgangseyrir 2000 kr. 18 ára aldurstakmark, munið skilríkin.

Dósasöfnun

Fimmtudaginn 7. október mun Sunddeild Sindra ganga í hús á Höfn og safna dósum. Þeir sem vilja gefa en eru ekki heima geta sett dósapoka út fyrir dyr. Vonumst eftir góðum viðtökum. Sunddeild Sindra

Eystrahorn Sími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949 Útgefandi:.................................HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.......................Albert Eymundsson Netfang: . .................................albert@hornafjordur.is Prófarkalestur:.........................Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:..............................Maríus Sævarsson Umbrot: ...................................Heiðar Sigurðsson Aðstoð:......................................Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ..................................Leturprent ISSN 1670-4126

Nýlega stækkaði Halldóra í Verslun Dóru verslunarrýmið. Dóra segir að það hafi verið farið að þrengja að bæði verslun og efnalauginni. Nú er rýmra um allt vöruúrvalið en fyrir utan fatnað og skó er góða sala í lopa og garni. Starfsemi efnalaugarinnar hefur sömuleiðis aukist með meiri þjónustu við gistihúsin og

yfir sumartímann er þvegið lín af 700 - 800 rúmum daglega og þá starfa 14 manns hjá fyrirtækinu. Dóra lét vel af starfseminni og sátt við afkomuna. Ekki þarf að tíunda hversu mikilvægt er að hafa svona starfsemi í heimabyggð. Fólk man það vel frá því að hreinsun starfaði ekki hér í mörg ár.

Uppskeruhátíð Sindra Uppsker uhátíð meistaraflokka kvenna, karla, 2. flokks og stuðningsmanna þeirra, verður haldin á Veitingahúsinu Víkinni þann 9. október nk. Húsið opnar kl. 19:30. og hefst borðhald stundvíslega kl. 20:00. Kynnir verður Valdemar Einarsson og skemmtiatriði er í höndum Meistaraflokks karla og kvenna. Auðvitað er svo verðlaunaafhendingin á sínum stað. Hvetjum alla velunnara og stuðningsmenn að koma og skemmta sér með okkur og loka sumrinu með stæl.

Matseðill Aðalréttur: Lambavöðvi með kartöflum, sérvöldu grænmeti og kryddjurtasósu. Eftirréttur: Karmellu-súkkulaðikaka borin fram með rjóma og blönduðum ávöxtum. Verð Matur kr. 4.000.Matur og dansleikur kr. 5.500. Hljómsveitin Bermúda sér um fjörið fram á rauða nótt. Miðaverð á dansleik er kr.2.000.18 ára aldurtakmark. Miðapantanir á borðhald í síma 863-1269 eða 478-2300

Áskrifendur

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornfjarðarMANNI

Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

Útgefandi þakkar þeim fjölmörgu sem nú þegar hafa greitt vildaráskrift.


Eystrahorn

Fimmtudagur 7. október 2010

3

Andlát

Hörður Júlíusson fæddist 23. ágúst 1929 í Lóni, AusturSkaftafellssýslu. Hann lést á Landspítalanum 22. september 2010. Foreldrar Harðar voru hjónin Guðný Magnúsdóttir frá Holti á Mýrum f. 6. nóvember 1897, d. 29. nóvember 1995 og Júlíus Sigfússon frá Bæ í Lóni f. 31. júlí 1894, d. 13.maí 1982. Systkini Harðar eru Hjalta Sigríður f. 13. nóvember 1918, d. 5. september 2002, Maren Karolína f. 20 ágúst 1921, d. 29. apríl 2008, Eiríkur f. 13. ágúst 1923, d. 6. júní 2007, Óli Sveinbjörn f. 8. mars 1925, d. 2. nóvember 2005, Ásgeir f. 31. október 1926 og Jóhanna Sigríður f. 31. júlí 1935. Hörður kvæntist 30. desember 1951, Sigrúnu Sæmundsdóttir frá Stóra- Bóli, Mýrum f. 17. maí 1928. Foreldrar hennar voru Sæmundur Halldórsson f. 20. febrúar 1887, d. 19. september 1976 og Guðrún Þorsteinsdóttir f. 3. janúar 1892, d. 20. mars 1973. Börn Harðar og Sigrúnar eru 1) Sæmundur f. 9. júní 1950, maki 1 Anna Elín Marteinsdóttir f. 12. mars 1953, þau eiga þrjár dætur og þrjú barnabörn, maki 2 Vigdís

Unnur Gunnarsdóttir f. 8. júlí 1943. 2) Sigfús f. 28.september 1951, maki Þóra Jóna Jónsdóttir f. 3. mars 1957, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 3) Ásta Guðríður f. 24. desember 1953, maki Sigurjón Björnsson f.20. Apríl 1952, þau eiga eitt barn. 4) Herdís Kristrún f. 18. september 1962, maki Guðmundur Björnsson f. 10. desember 1959, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 5) Friðþór f. 15. febrúar 1964, maki Rigmor Jensen f. 8. apríl 1965, þau eiga þrjú börn. 6) Elín Sigríður f. 5.apríl 1970, maki Hermann Stefánsson f. 12. mars 1970, þau eiga fjögur börn. Hörður var fæddur í Kambahrauni í Lóni og ólst þar upp til 7 ára aldurs, þá flutti hann til Hafnar með fjölskyldu sinni og bjó þar upp frá því. Eftir fermingu var Hörður á sjó á Gissuri hvíta og vann síðar á jarðýtum við vegagerð. 19601970 var hann vélagæslumaður í frystihúsi Kask. 19701982 ráku þau hjónin Olís á Höfn. Eftir það gegndi Hörður ýmsum störfum s.s. í veiðafæragerð Hornafjarðar, áhaldahúsi hreppsins og vinnu við höfnina. Hörður var náttúruunnandi. Þau hjónin ferðuðust mikið og voru langdvölum í sumarbústaðnum í Stafafellsfjöllum. Hörður hafði gaman af söng og var einn af stofnendum Karlakórsins Jökuls. Seinni árin snérust tómstundir hans meira um handverk, s.s. útskurð og rennismíði. Útför Harðar var gerð frá Hafnarkirkju 2. október sl.

Stórdansleikur á Hótel Höfn

gerir allt “kreisí” og það kostar bara 2000 kall inn.

Hornfirskt - já takk!

Síðastliðin tvö ár hefur verið starfandi áhugahópur um fuglaferðaþjónustu á Suðausturlandi. Verkefnið hófst sem hluti af NEED verkefni Háskólasetursins á Hornafirði. Á vordögum 2009 var formlega stofnað félag um verkefnið. Vel hefur gengið að afla fjár með styrkjum meðal annars frá Sveitarfélaginu Hornafirði, Djúpavogshreppi, Ferðamálastofu, Vaxtarsamningi Austurlands og fleiri aðilum. Félagið hefur gefið út bækling sem sýnir 16 áhugaverða fuglaskoðunarstaði á svæðinu frá Skeiðarársandi til Berufjarðar. Einnig hafa verið settar upp merkingar við þjóðveginn þar sem áhugavert fuglalíf er aðgengilegt. Vinna við skilti á nokkra fuglaskoðunarstaði er langt komin og hafin er vinna við heimasíðu félagsins. Stefnt er að því að bjóða upp á fuglaskoðunarferð um Suðausturland næsta vor. Fimmtudaginn 7. október kl. 14.00 verður aðalfundur félagsins haldinn í Nýheimum. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Rifill til sölu. Marlin rifill til sölu, 22 magnum. Upplýsingar í síma 848-4083

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 @VjekVc\jg ' Æ ,%% :\^ahhiVÂ^g Æ H b^ *-% ,.%* Æ ;Vm *-% ,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji &* Æ ,-% = [c Æ H b^ *-% ,.&* Æ ;Vm *-% ,.&& Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

laugardagskvöldið 9. október.

Hljómsveitin Almannaskarð

Fuglaferðaþjónusta

FÉLAG FASTEIGNASALA

lll#^cc^#^h Æ ^cc^5^cc^#^h

Sigríður Kristinsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, hdl, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn

Bjarnahóll

Til leigu er vel skipulögð 77,7m², 3ja herbergja íbúð á efri hæð í 2ja hæða fjölbýli. Sjá heimasíðu www.inni.is

Snorri Snorrason, Sigríður lögg. fasteignasali Kristinsdóttir, lögmaður og lögg. leigumiðlari, Höfn, Sími 580 7915

Til leigu

Hilmar Gunnlaugsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Snorri Snorrason, Sigurður Magnússon, SigurðurPétur Eggertsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Magnússon, lögg.lögg. fasteignasali, hrl. og lögg. fasteignasali,lögg. lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali, lögg. fasteignasali leigumiðlari Egilsstöðum, fasteignasali Egilsstöðum, Egilsstöðum, Húsavík, s. 580 7916 s. 580 7908 Sími 580 7908 s. 580 Sími 580 7902 Sími 580 7907 Sími7907 580 7925

Álaugarvegur

Til sölu er 315,4m² eignarhlutur í steyptu atvinnuhúsnæði, góð lofthæð stór iðnaðarhurð og rúmgóð lóð.

www.inni.is

Garðsbrún

Glæsilegt einbýlishús ásamt bílskúr alls 229,2 m². Húsið var innréttað á árunum 2007 og 2008. Húsið stendur á frábærum útsýnisstað miðsvæðis á Höfn. Margskonar skipti koma til greina


4

Fimmtudagur 7. október 2010

Aflabrögð 27. september - 3. október

Eystrahorn

Tipphornið Ekkert gengur að finna stóra vinninginn þannig að Tippstjóri hvetur nú alla til að koma og tippa um hegina og bendir jafnvel á sjálfval. Þannig er nú gangurinn í tippinu þessa dagana. Þrír voru með 10 rétta og enginn með meira en það svo nú spurning hvort vanti nýtt blóð í tippara hér um slóðir. Minnt er á að það er kaffi á könnunni og alltaf hægt að komast í gott spjall. Það var ójafn leikur þegar Nettó rúlluðu yfir KASKarana 10 – 7 og fannst nú stelpunum í búðinni þeir í flutningadeildinni vera heldur lélegir í tippinu. Nettó staffið skorar næst á Víkina og leitar logandi ljósi að einhverjum sem er góður í tippinu svo það fái sanngjarna samkeppni.

Ingvaldur Ásgeirsson skipstjóri á Þóri. Mynd: Hlynur Pálmason

Róleg vika í löndunum enda bræla og leiðinda sjóveður. Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Skinney SF 20...................... humarv.....1......7,3.......humar 3,4 Þórir SF 77........................... humarv.....1....10,1.......humar 3,8 Þinganes SF 25 ................... humarv.....1....20,7.......humar 2,2 Hvanney SF 51 ................... dragnót.....1......6,3.......ýsa 3,2 Steinunn SF 10 ................... botnv.........1....51,2.......steinbítur 27,1 Dögg SF 18.......................... lína.............2..... 8,8.......þorskur/ýsa Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson lönduðu um 1.000 tonnum af síld. Ekki var mikið magn af makríl eða kolmunna í aflanum. Skinney, Steinunn og Þórir lönduðu í Reykjavík og Dögg á Stöðvarfirði. Gófaxi VE 300 landaði 13,3 tonnum og af því voru 12,7 tonn skötuselur.

Tökum vel á móti Hornfirðingum

Restaurant Höfnin • Geirsgötu 7c • 101 Reykjavík • hofnin@hofnin.is Restaurant Höfnin • Geirsgötu 7c • 101 Reykjavík • hofnin@hofnin.is

1. Tyresö FF-LdB Malmö 2. Östersund-Boden BK 3. V.Frölund-Kristians 4. Brentford-Oldham 5. Carlisle -Notts Conty 6. Colchester –Huddersfield 7. Hartlepool -Peterbo 8. MK Dons-Dagenham 9. Rochdale -Yeovil 10. Sheff.Wed – Orient 11. Southampton-Tranmere 12. Walsall -Exeter 13. Crewe -Torquay

Nettó x2 1x x2 2 1 1 2 1 1x2 1 1 1x2 2 1x2

Víkin 12 1 1 12 1 12 1x2 1 1 1x2 1 1x2

Þá eru 2 vikur búnar í fyrirtækjaleiknum en enn vantar fleiri fyrirtæki og lýsir tippstofan sérstaklega eftir fleiri skiphöfnum. Ekkert annað en að hringja og við reddum málinu. Aldrei of seint að byrja, 8 vikur eftir, og koma svo. Vika 1 2 Samtals Hvanney SF 8 10 18 Nettó 7 10 17 H. Christensen 7 7 14 Hopp.is 8 8 Flutningad. KASK 7 7 Bakaríið 5 5


Eystrahorn

Fimmtudagur 7. október 2010

5

Fylgst með gróðurframvindu á Skeiðarársandi Það fer varla fram hjá þeim sem eiga leið um Skeiðarársand að gróður hefur aukist þar umtalsvert á undanförnum árum. Gróðurþekja er víða orðin samfelld og eins má sjá töluvert af trjám. Haustið 2009 var ákveðið að fara með nemendur á náttúrufræðibraut í FAS í vettvangsferð á sandinn. Tilgangur ferðarinnar var að setja niður fimm jafnstóra reiti með um 200 metra millibili og auðkenna þá. Innan hvers reits voru svo framkvæmdar ýmsar mælingar og talningar til að fá sem gleggsta mynd að gróðrinum. Jafnframt var ákveðið að fylgjast reglulega með reitunum svo hægt sé að meta breytingar frá ári til árs. Verkefnið er unnið í samvinnu við Þóru Ellen Þórhallsdóttur líffræðiprófessor við Háskóla Íslands og Þorvarð Árnason hjá Háksólasetrinu í Nýheimum, en þau voru skólanum innan handar við að móta verkefnið. Í haust kom það í hlut nemenda í NÁT103 sem er grunnáfangi í líffræði að fara að skoða ástand reitanna. Fyrir ferðina var farið yfir skipulag og tilgang rannsóknarinnar með nemendum og þeim skipt upp í fimm hópa sem hver um sig átti að rannsaka og mæla einn reit. Í hverjum hópi voru þrír til fimm nemendur og var einn hópstjóri og annar ritari. Hver hópur

Ungir og áhugasemir vísindamenn að störfum.

fékk úthlutað poka með því sem þurfti til rannsóknarinnar og skráningarblaði. Áður en lagt var af stað til að finna reit hópsins voru færðar inn á skráningarblaðið almennar upplýsingar um hvenær var farið, hverjir voru í rannsóknarhópnum og hvernig veðrið var. Til að finna reitinn var notað GPS-tæki sem hnit reitsins höfðu verið skráð í. Þegar reiturinn var fundinn var tekin ljósmynd af honum á stað sem er sérstaklega merktur til þess til að auðveldara sé að bera saman ljósmyndir af reitunum þegar fram líða stundir. Síðan hófst rannsóknin sjálf en auk fyrirfram ákveðinna atriða hafði nemendum verið uppálagt að skrá hjá sér allt það sem þeir

sáu og gæti tengst viðfangsefni rannsóknarinnar. Fjöldi birkiplantna og víðiplantna í reitnum var talinn og niðurstöður færðar á skráningarblaðið. Umfang skófa á grjóti var metið, hlutfall gróðurþekju í reitnum og hlutfall mosa af gróðurþekju. Að þessu loknu voru þær plöntur sem höfðu verið merktar í síðustu ferð skoðaðar og mældar. Nýjar plöntur voru einnig merktar. Greint var hvort plantan var birki eða víðiplanta, hæð hennar mæld, lengsti ársproti mældur, reklar taldir, metið hvort sæjust merki um beit og að lokum hvort sjá mætti ummerki um afrán skordýra. Niðurstöður þessara mælinga og athuganna voru skráðar á skráningarblaðið.

Helstu niðurstöður í ár voru þessar: Birkiplöntur í reitunum voru 29 og hafði fjölgað um 5 plöntur frá því í fyrra. Víði plöntunum hafði fjölgað meira eða úr 24 í 33. Meðalhæð birkiplantna sem mældar voru bæði árin fór úr 45 cm í 55 cm og meðal hæð víðiplantna fór úr 12 cm í 16 cm. Lengsti árssproti mældist 49 cm en þrjú tré mældust með yfir 40 cm árssprota. Mestur fjöldi rekla á einu tré voru 87 reklar en alls voru átta birkitré með rekla og þjár víðiplöntur. Munur á milli reita er töluverður. Í reit 4 voru taldar 29 birki- og víðiplöntur, 24 í reit 5, fimm í reit 3, tvær í reit 1 og engin í reit 2. Þessar fyrstu niðurstöður gefa mjög sterkar vísbendingar um mikla grósku og öra framvindu gróðurs á Skeiðarársandi. Varðandi einstaka mælingar þarf þó að hafa fyrirvara vegna áreiðanleika mælinga bæði vegna þess að alltaf má gera ráð fyrir mistökum við mælingar og einnig vegna þess að mælingaaðferðir þurfa að slípast til og þróast. Þetta verkefni fellur vel að þeirri stefnu skólans að nota umhverfi hans til að þjálfa nemendur í vísindalegum vinnubrögðum og hafa þau verkefni með þeim hætti að þau nýtist vísindunum almennt og sé áhugavert fyrir íbúa svæðisins.

Nettó er ekki bara á Hornafirði Það var heldur betur fjör í verslun Nettó í Mjóddinni í Reykjavík þegar verslunin var opnuð að nýju eftir miklar breytingar. Tímamótunum var fagnað með því að bjóða viðskiptavinum upp á ómótstæðileg tilboð á ýmsum vörum. Þannig ruku út heilu kjötfjöllin af lambahryggjum, lambalærum, sviðum og svínahamborgarhryggjum, svo eitthvað sé nefnt. Einnig mátti sjá fjölmörg önnur freistandi tilboð um alla búð. Það voru ekki bara viðskiptavinir Nettó sem nutu góðs í gær, því við opnunina afhenti Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa hf., sem eiga og reka Nettó, þremur aðilum veglega styrki. Fyrst má nefna Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, þá Landsamband eldri borgara og einnig Kærleiksboðberana, sem eru reglusystur Móður Teresu. Allir þökkuðu kærlega styrkina og sögðu þá koma sér vel á þessum síðustu tímum.

Brottfluttir Hornfirðingar versla líka í Nettó og þá m.a. í Mjóddinni

Eyjólfur Guðmundsson og Hjördís Skírnisdóttir


6

Fimmtudagur 7. október 2010

Eystrahorn

Markviss samvinna Þann 30. september skrifuðu stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands og Málefna fatlaðra undir samstarfssamning við framkvæmdastjóra Sveitamenntar, sem er fræðslusjóður almennra starfsmanna er starfa hjá sveitarfélögum og hafa félagsaðild að AFLi starfsgreinafélagi. Samningurinn felur í sér að Sveitamennt útvegar áðurnefndum málaflokkum ráð-gjafa að láni í ákveðinn tíma. Hlutverk ráðgjafans felst í að leiða vinnu stýrihóps, sem í sitja fjórir starfsmenn og einn stjórnandi. Áformað er að gera viðhorfskönnun og greiningu á þörfum um menntun og fræðslu fyrir starfsmennina og gera fræðsluáætlun til lengri tíma.

Landsmennt samdi síðan við Þekkingarnet Austurlands um að ráðgjafi þess innti þessa vinnu af hendi. Markmiðið með verkefninu er: a) að fyrir liggi fræðsluáætlun til lengri tíma en eins árs sem miðar að því að auka almenna og faglega þekkingu starfsmanna. b) að hvetja starfsmenn til að afla sér fagmenntunar á því sviði sem þeir hafa áhuga á. Ákveðið er að strax í janúar n.k. verði farið af stað með 60 kennslustunda fagnámskeið fyrir starfsmenn þar sem námskeiðsþættirnir byggja á vali og forgangsröðun starfsmannanna sjálfra.

Úrval af rúmum og dýnum Einnig fallegar gjafavörur við öll tækifæri. Alltaf eitthvað nýtt.

F.v. Maren Ósk Sveinbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Málefna fatlaðra, Olga Friðjónsdóttir fulltrúi HSSA, Kristín Njálsdóttir framkvæmdastjóri Sveitamenntar, Gunnhildur Bjarnadóttir fulltrúi HSSA, Guðrún J. Jónsdóttir framkvæmdastjóri HSSA, Pálína Sighvatsdóttir fulltrúi HSSA, Helena Ingvadóttir fulltrúi Málefna fatlaðra og Ragnhildur Jónsdóttir Markviss ráðgjafi Þekkingarnets Austurlands.

Mömmumorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10:00.

Húsgagnaval

Opið 13 - 18 virka daga 13 - 15 laugardaga

Mæður með börn sín eru hvattar til að mæta og eiga notalega samverusund.

ÚTBOÐ FRÁGANGUR HREINSIVIRKIS VIÐ LEIÐARHÖFÐA Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í uppsetningu hreinsivirkis við Leiðarhöfða. Helstu magntölur eru: Gröftur Fylling Veggir, spyrnumót Uppsláttur veggja innan frá Undirsláttur plötu innan frá K10 K12

350 280 53 46 19 1.150 170

m³ m³ m² m² m² kg kg

Steinsteypa Botnplata C35/45 Veggir C35/45 Plata C35/45 Grunnlögn ø400 VDR Brunnur ofan á þróarkassa Brunnur fyrir utan þróarkassa

7 16 7 34 2 2

m³ m³ m³ m stk stk

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. janúar 2011 Útboðsgögn má nálgast á vef sveitarfélagsins á slóðinni http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/utbod frá og með fimmtudeginum 7. október. Kjósi bjóðendur að sækja útprentuð útboðsgögn þá verða þau seld hjá Sveitarfélaginu Hornafirði Hafnarbraut 27 á Höfn frá og með fimmtudeginum 7. október. Verð útboðsgagna er 4.000 kr. Skila skal tilboðum á sama stað kl. 14:00 mánudaginn 18. október 2010 og verða þau opnuð þar kl. 14:05 þann sama dag.

Framkvæmda- og fjármálasvið Hornafjarðar


TILBOÐ

Það fá allir safaríkan bita við sitt hæfi; hamborgara, samlokur, pylsur og margt fleira af grillinu á N1 Höfn

Ostborgaratilboð Ostborgari, franskar, Pepsi Max eða Pepsi 0,5 lítri og Toffee Crisp

899 kr.

Pylsutilboð Pylsa og Pepsi Max eða Pepsi 0,5 lítri og Toffee Crisp

499 kr. Fjölskyldutilboð 4 ostborgarar, franskar og kokteilsósa

2.499 kr.

Kjúklingasalat

995 kr.

Tilboðin gilda til 1. nóvember 2010 WWW.N1.IS / Sími 440 1000 N1 verslanir: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, N1 HÖFN Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn.

Meira í leiðinni


32%

afsláttur

0% 4 afsláttur LÉTTREYKTUR LAMBAHRYGGUR

GRÍSAMÍNÚTUSTEIK FERSK

1.139 KR/KG ÁÐUR 1.898 KR/KG

1.499 KR/KG ÁÐUR 2.194 KR/KG

KJÚKLINGUR

SVÍNASÍÐA

ÓDÝRT FYRIR HEIMILIÐ

ÚRB. M/PURU

598 KR/KG

699 KR/KG ÁÐUR 898 KR/KG LAMBALÆRISSNEIÐAR Í RASPI

UNGNAUTAHAKK NETTÓ

LAMBALÆRI FERSKT

30%

31%

afsláttur

1.499

1.069

afsláttur

898

KR/KG ÁÐUR 1.298 KR/KG

KR/KG ÁÐUR 1.258 KR/KG

KR/KG ÁÐUR 2.141 KR/KG

PANTENE PRO-V ÝMSAR TEG.

% 0 5 afsláttur

% 3 3 afsláttur KÍNAKÁL

149 KR/KG ÁÐUR 298 KR/KG

398 KR/STK. ÁÐUR 589 KR/STK. Appelsínusafi 1,5 l

20%

afsláttur

32%

afsláttur

99

199 markhonnun.is

Hafrakex 400 g

Lakkrískonfekt 500 g

kr/pk. var 359

kr/pk. var 359

249

kr/pk. var 145

kr/stk. var 249

Repjuolía 1l

298

TILBOÐIN GILDA 7. - 10. OKTÓBER WWW.NETTO.IS

MJÓDD

SALAVEGUR

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR HVERAFOLD

AKUREYRI

HÖFN

GRINDAVÍK

REYKJANESBÆR


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.