Page 1

Eystrahorn 35. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 17. október 2013

Gull, silfur og brons á Norðurlandamóti Austur-Skaftfellingar sigursælir

Ómar bæði veiðir og verkar makrílinn

Nú er nýafstaðin ráðstefnusýning og Norðurlandakeppni í smáframleiðslu matvæla sem haldin var í Östersund í Svíþjóð 8.-10. október. Þetta var í sautjánda sinn sem keppni þessi er haldin og er mikilvæg fyrir smáframleiðslu matvæla á Norðurlöndum.

Í keppnina bárust um 600 vörur í ýmsum flokkum frá öllum Norðurlöndum og þar af nokkrar frá Íslandi. Keppnin var hörð þar sem metnaður í smáframleiðslu matvæla er mikil í þessum löndum og því ekki sjálfgefið að komast á verðlaunapall. Veitt voru 40 verðlaun og af þeim unnu íslenskir framleiðendur þrenn auk þess sem einn framleiðandi fékk 1. verðlaun fyrir umbúðahönnun. Það voru afurðir úr Austur-Skaftafellsýslu sem komust á verlaunapallinn. Besta varan og gullverðlaunin í flokki heitreykts fisks fékk makríll frá Ómari Franssyni á Hornafirði sem hann hefur framleitt og þróað í matarsmiðju Matís á Höfn síðan 2009. Makríllinn þótti skara fram úr sem segir okkur hve langt Ómar er kominn í að framleiða gæðavöru. Vigfús Ásbjörnsson hjá Matís tók við verðlaununum úti í Svíþjóð fyrir hönd Ómars. Silfurverðlaun hlaut Klaus Kretzer í Skaftafelli fyrir Hnjúk sem er þurrverkaður og reyktur kindahryggvöðvi og einnig fékk Klaus bronsverðlaun fyrir Jöklabita sem er ölpylsa unnin úr kindakjöti. Þess má geta að allar afurðir frá Klaus eru unnar úr kindakjöti úr Öræfum. Hægt er að skoða fyrirtæki Klaus á heimasíðu hans http://www. skaftafelldelicatessen.com/. Ómar og Klaus hafa sýnt mikinn metnað í þróunarvinnu og framleiðslunni sem er til eftirbreytni. Árangur sem þessi gerir afurðir þeirra eftirsóttari með tilheyrandi virðisauka og vekur eftirtekt víða m.a. á Norðurlöndum. Allar vörurnar hafa verið þróaðar í Matarsmiðju Matís á Höfn sem staðfestir mikilvægi þess að frumkvöðlum og smáframleiðendum í matarhandverki

Klaus leiðbeinir þátttakenda við girnilegt kynningarborðið hjá Íslendingum

sé gert kleift að taka sín fyrstu skref á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt. Þeim félögum eru færðar hamingjuóskir með mikla viðurkenningu og frábæran árangur.

Opið hús í Heppuskóla Laugardaginn 19. október verður opið hús í Heppuskóla frá kl. 11:00 – 14:00 Miklar breytingar hafa verið gerðar á skólanum á síðustu árum og nú býðst öllum að koma og skoða húsnæðið. Nemendur verða með dagskrá allan daginn og bjóða m.a. upp á leiðsögn um skólann auk þess að vera með leiki fyrir yngri kynslóðina í íþróttahúsinu. Í skólanum verður kaffihús, sagt frá sögu skólans í máli og myndum, kennt á iPada, reynt að slá Heppuskólamet og fleira og fleira. Um þessar mundir eru líka 40 ár síðan kennsla hófst í Heppuskóla og af því tilefni verður hátíðardagskrá í íþróttahúsinu kl. 11:00 þar sem gamlir nemendur skólans segja frá veru sinni þar. Vonandi koma sem flestir og njóta þessarar samverustundar með okkur.

Nemendur í 7. – 10. bekk Grunnskóla Hornafjarðar

• Saga skólans í máli og myndu m • Hátíðardags krá • Leikir • Fræðsla • Kaf fihús • Ipadar • Heppuskólam et og fleira

mst u á j S ess! r h eld


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 17. október 2013

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Sunnudaginn 20. október Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 Prestarnir

Bjarnaneskirkja Sunnudaginn 20. október Uppskerumessa kl. 17:00 Við færum Guði þakkir fyrir gjöfult sumar og afrakstur jarðarinnar. Eftir messu býður sóknarnefndin í kjötsúpuveislu í Mánagarði. Allir hjartanlega velkomnir.

Eystrahorn

Hágæðavörur Anna Lilja Gestsdóttir frá Höfn í Hornafirði er að selja fallegar vörur sem bera nafnið Federico Mahora, fyrir fyrirtækið FM Iceland. Þetta eru förðunarvörur, snyrtivörur og hreinlætisvörur fyrir heimilið og húsdýrin. Þetta eru hágæðar vörur sem eru framleiddar á Ítalíu og Þýskalandi. Þær eru ekki prófaðar á dýrum og eru vistvænar. Þær eru allar ofnæmisprófaðar. Þetta eru vörur sem eru 30-70% ódýrari en á almennum markaði. Ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur vörurnar, fá Önnu Lilju til að halda kynningu eða panta í gegnum síðuna hennar á Facebook þá endilega hafið samband. Allir notað eitthvað af snyrtivörum, hér er því frábært tækifæri til að spara fyrir heimilið og styrkja unga konu í leiðinni. Ekki má gleyma að jólin eru að nálgast. Við munum vera með fullt af jólatilboðum. https://www.facebook.com/groups/154690381403853/ Netfang: annaliljagess@hotmail.com Sími: 849-3360

Slysavarnardeildin Framtíðin

Prestarnir og sóknarnefndin

Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari og fjallgöngukona heldur fyrirlestur í Nýheimum mánudaginn 21. október kl. 16:15 - 17:15.

Minnum á haustfundinn laugardaginn 19. október kl. 11:30. Stjórnin

Á fyrirlestrinum mun hún fjalla um gildi þess að setja sér markmið og um leiðir til að vinna að settum markmiðum.

3. sýning á Hótel Höfn laugardaginn 19. október

Aðgangur ókeypis og fólk er hvatt til að mæta.

Konukvöld - fræðsla í bleikum mánuði Konukvöld verður föstudagskvöldið 25. október kl. 20:00 á Hótel Höfn. Raghildur Magnúsdóttir kvensjúkdómalæknir flytur erindi um heilsu og líðan kvenna. Höfum gaman saman og mætum í einhverju bleiku. Allar konur hjartanlega velkomnar. Aðgangur ókeypis.

Krabbameinsfélag Suðausturlands

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Húsið opnar kl 19:30 Dansleikur með hljómsveitinni Andrá, Verð kr. 2000,18 aldurstakmark og snyrtilegur klæðnaður.

Kvöldstund við orgelið í Brunnhólskirkju miðvikudaginn 23. október kl. 20:30 Kristín og Guðjón frá Hólmi flytja vögguljóð Aðgangur ókeypis en frjáls framlög renna til Brunnhólskirkju

Frá Ferðafélaginu

Firðirnir fögru 1. áfangi. Gengið yfir Lónsheiði Sunnudagur 20. október. Lagt af stað frá tjaldstæðinu á Höfn kl. 09:00 og þjóðvegi 1 við Össurá í Lóni kl. 09.30. Göngutími 5 klst. Verð kr. 500 og kr. 1.000 - 1.500 til bílstjóra Allir velkomnir með, munið að taka með nesti og klæðast eftir veðri. Allar frekari upplýsingar gefur Ragna í síma 662-5074.


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. október 2013

Draumar geta ræst „Markmiðasetning er góð leið til að láta drauma sína rætast og ná lengra í lífinu. Það er gott að brjóta stór markmið niður í minni verkefni. Ef maður missir aldrei sjónar af stóra markmiðinu og fagnar litlum sigrum þá kemur að því að maður nær því sem lagt var upp með. Þetta er sá boðskapur sem ég flyt í fyrirlestrum mínum“, segir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari. Vilborg Arna er fyrsta íslenska konan til að fara í skíðaleiðangur á Suðurpólinn og fyrsti Íslendingurinn til að ganga þar ein síns liðs. Hún komst á pólinn á 60 dögum og með því varð 10 ára markmið hennar að veruleika en allan þann tíma vann hún meðvitað og ómeðvitað að undirbúningi leiðangursins. Vilborg Arna mun halda fyrirlestra um markmiðssetningu og leiðir til að vinna að markmiðum sínum fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólanum á Höfn og síðan opinn fyrirlestur fyrir íbúa sveitarfélagsins í Nýheimum kl. 16:15 -17:15 mánudaginn 21. október.

Samverustund Samverustund verður í Ekrusal föstudaginn 18. október kl. 17:00. Kristín Gísladóttir sér um stundina. Haukur Helgi Þorvaldsson mætir. Félag eldri Honfirðinga

Auglýsing um deiliskipulag Árnaness

www.eystrahorn.is

Jólahlaðborð

Kaffihornið mun bjóða uppá jólahlaðborð

29. og 30. nóvember 6., 7. og 14. desember Borðapantanir í síma 478-2600

Ríki Vatnajökuls - Tilvist og tækifæri

Opin ráðstefna og uppskeruhátið á Höfn, 1. nóvember 2013

09:40 - 10:10 Mæting og skráning

10:10 - 10:20 Ráðstefna sett - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 10:20 - 10:30 Ávarp bæjarstjóra 10:30 - 12:10 Lykilfyrirlestrar

Markaðshorfur í ferðamálum og möguleikar á fjarlægum mörkuðum

Möguleikar í þróun vetrarferðaþjónustu

Nokkrar lykiltölur ferðaþjónustunnar í Austur-Skaftafellssýslu

Developing Slow Adventure Tourism in Nordic Countries

Ársæll Harðarson, svæðisstjóri Icelandair, S-Evrópa, A-Evrópa, Asía Árni Gunnarsson, formaður Samtaka Ferðaþjónustunnar

Guðrún Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá RV og Háskólasetrinu á Hornafirði Dr. Peter Varley, Centre for Recreation and Tourism Research, University of the Highlands and Islands, Skotlandi

12:10 - 13:00 Hádegispása 13:00 - 14.00 Örerindi

Álitamál í greiningu hagstærða og svæðisbundinna áhrifa í ferðaþjónustu

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Árnaness 5 Nesjum samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipan ferðamála í Austur-Skaftafellssýslu

Áfangastaðir innan Vatnajökulsþjóðgarðs

Markmið skipulagsins felst í að sníða ramma utan um uppbyggingu í ferðaþjónustu á jörðinni. Deiliskipulag ásamt greinargerð verður til sýnis í Ráðhúsi Hornafjarðar Hafnarbraut 28. frá og með 17 okt. til og með 28. nóv. 2013 Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagisns http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28.nóv. og skal skilað í Ráðhús Hornafjarðar Hafnarbraut 28, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan tilskilins frests telst henni sammála.

Samstarf um markaðssetningu þjóðgarðs

Menning og minjar í Ríki Vatnajökuls

Sjálfbær ferðaþjónusta Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði

F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar 17. okt. 2013 Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Umhverfis-og skipulagsfulltrúi.

Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála Ásmundur Gíslason, Árnanesi

Regina Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður

Kristbjörg Hjaltadóttir, framkv.stj. Vina Vatnajökuls Vala Garðarsdóttir, forstöðumaður Hornafjarðarsafna

14:00 - 15:00 Umræður á borðum 15:15 - 16:00 Kynning á niðurstöðum umræðuhópa 16:00 - 16:20 Lokaorð 16:30 - 17:15 Óvissuferð í samvinnu við Náttúrustofu Austur-Skaftafellssýslu 19:00 - 20:00 Fordrykkur í Skreiðarskemmunni í boði Ríkis Vatnajökuls 20:00 Kvöldmatur í Nýheimum, veislustjóri Jóhannes Kristjánsson 23:00 Dans og djamm í Pakkhúsinu með Villa Trúbador

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 20.október hjá gudrun@visitvatnajokull.is bæði á ráðstefnuna og kvöldprógrammið. Ráðstefnan er ókeypis (hádegisverður á kr. 1.500,-) Kvölddagskrá með mat kr. 5.950,-


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 17. október 2013

Eystrahorn

Ríkidæmi Hornfirðinga Nú í upphafi júnímánaðar tók ég við starfi Miklagarði mun eflaust kosta skildinginn, forstöðumanns Hornafjarðarsafna. Ég hef þó væri raunhæft að vinna að uppbyggingu ekki enn komið mér fyrir hér á Höfn að neinu hans í áföngum svo kostnaðurinn verði viti þar sem megin uppstaðan í húsgagnaflóru viðráðanlegur. Efri hæð Miklagarðs mun minni er ísskápur og rúm. Það bergmálar í því verða húsakostur Hornafjarðarsafna til íbúðinni. En góðir hlutir gerast hægt, eins framtíðar en kjallarinn sinna fjölbreyttri flóru og maðurinn sagði. Aðra sögu hef ég að skapandi greina, nýsköpun- og frumkvöðla segja um vinnuumhverfi mitt, þar er ekki starfsemi. Einnig er hægt að sjá fyrir sér að bergmál, heldur fullar hirslur sem innihalda planið við Miklagarð verði nýtt til ýmissa arfleið forfeðranna, þar sem gripir fylla athafna og atburða tengda þeirri flóru, sem hvert rýmið af öðru og vekja forvitni mína mun án efa krydda tilveru gesta og gangandi. og löngun til frekari vitneskju. Í geymslum Saga Hornafjarðar byggðasafnsins er allt annað er bergmál. Ég verð þó að viðurkenna að ég sakna að geta Þegar ég var krakki fór ég oft og iðulega á ekki rakið betur byggðasögu Hornafjarðar, byggðasafnið til hans Gísla, alltaf tók hann vel á móti manni. Hjólatúrinn á byggðasafnið sem má segja að eigi sér upphaf um 850 e.kr. og á öskuhaugana er hvað eftirminnilegast og er sem óskrifað blað fram á síðmiðaldir. úr minni æsku, það hljómar ekki eins töff og Hér hefur mannlíf þróast ólíkt öllum öðrum það var. Hér á Höfn ólst ég upp, eyddi unglingsárum mínum í Reykjavík og þrítugsaldrinum í útlöndum. Alltaf hafði ég sterkar taugar til Hornafjarðar og er stolt af því að hafa alist hér upp, milli hafs og jökla. Löngun mín og forvitni um að fá að vita meira um sögu Hornafjarðar varð síðan æ meiri eftir því sem ég varð eldri, ég tala nú ekki um eftir að ég fór að hafa vit á Íslendingasögunum. Eftir að hafa lokið námi í fornleifafræði og verið að vinna við fornleifauppgrefti í Svíþjóð og Belgíu horfði ég ætíð hýru auga til heimasveitarinnar. Þegar heim var komið fór ég norður að vinna svo í Hugmyndir og tillögur að framtíðarskipulagi Heppu- og norðaustur og svo á suðurlandið, jú og Hafnarvíkursvæðisins. svo var ég örlítið fyrir vestan, en aldrei stöðum á landinu, það gefur auga leið, fór ég austur, fyrr en nú. Hingað er ég nú sérstaklega þegar litið er á búsetuskilyrði, komin og þverfóta vart fyrir möguleikum. erfiðar samgöngur, ólíkindi vatna og áa,

Hornafjarðarsöfnin

Menningararfur Hornafjarðar er óþrjótandi og er því mjög mikilvægt að vita með hvaða hætti við viljum miðla honum til Hornfirðinga og okkar gesta, innlendra sem erlendra. Nú þegar Gamlabúð er komin á þann stað sem hún stóð sem lengst, við Höfnina, Pakkhúsið endurnýjað ásamt Kaupmannshúsinu með tilheyrandi mannlífi, Skreiðarskemman orðin sýningarsalur, Kartöfluhúsið klæðskerasmiðja og Mikligarður í farvatninu, gefur auga leið að Hafnar-og Heppusvæðið verði, líkt og hér áður, hjarta bæjarins. Með því sem nú þegar hefur verið gert er komin vísir að því, sem ég tel að flestir Hornfirðingar hafi stefnt að um árabil, að byggja upp fjölbreytt mannlíf samhliða atvinnulífinu, við höfnina. Það verkefni er langhlaup og því þarf að þróa og hlúa vel að þeim markmiðum sem við setjum okkur til framtíðar. Hámenning við höfnina gæti komið einhverjum spánskt fyrir sjónir en ég sé ekkert nema tækifæri og ef af verður, þá mun hér dafna einstakt mannlíf.

Mikligarður Hið merkilega og fallega hús, Mikligarður, er sá húsakostur sem ég vil sjá í framtíðinni sem höfuðsafn Hornafjarðar. Innan veggja Miklagarðs mun vel rúmast byggða-, sjó- og náttúrusagan sem í sameiningu endurspeglar sögu Hornafjarðar. Þar sem endurgerð á

jökulhlaup, eldgos, ófærar lendingar og svo mætti lengi telja. En hér hefur þó fólk búið frá upphafi þrátt fyrir hverflyndi náttúrunnar. Saga forfeðranna sem yrktu landið og sóttu sjóinn er hér allt í kringum okkur og slær enn í brjósti margra. Þeirra sögu vil ég segja, þeim til virðingar er á undan okkur gengu, en okkur hinum til lærdóms, ánægju og menntunar. Sem fornleifafræðingi finnst mér ég vera mjög heppin með svo ósnerta sögu í túnfætinum, og því er rannsóknaráætlun okkar hér á Hornafjarðarsöfnum orðin ansi vegleg.

Sveitin sæla Það er ekki hægt að rægja Hornfirðinga um framtaksleysi, svo mikið er víst þó margir vilji meina að þeir séu rólegir í tíðinni. Þegar ég keyri hér um sveitina verð ég alltaf jafn hissa á því sem fólk er búið að byggja upp, og má eflaust segja að bróðurparturinn af þeirri vinnu sé gerður í hjáverkum frá hinum hefðbundnu bústörfum. Almenn ferðaþjónusta og afþreying ásamt menningartengdri ferðaþjónustu er og verður veigamikil atvinnugrein hér í héraðinu. Ef björtustu spár rætast þá mun ferðamannaiðnaðurinn vaxa um 30% fram til ársins 2015. Þessar tölur kalla á framkvæmdir. Að því gefnu tel ég mjög mikilvægt að Hornafjarðarsöfn geti verið þeim sem vilja byggja upp söfn og sýningar á sínu bæjarstæði innan handar, og

styðji þá uppbyggingu með ráðum og dáð. Sérfræðiþekking innan Hornfjarðarsafna er til staðar og mun án efa geta þjónustað þá aðila sem vilja byggja slíkt upp. Mýmörg dæmi eru í öðrum sveitum um slíkt samstarf og er það farsælt. Hvet ég því alla sem hafa áhuga á slíku að hafa samband við okkur.

Jöklasafn Það fyrsta sem ég heyrði talað um er ég kom á Höfn var brotthvarf Jöklasýningarinnnar. Hér á Höfn á að vera jöklasafn, svo mikið er víst. En hvernig á það að vera velti ég fyrir mér! Hvernig var jöklasafnið sem var, hver var ásóknin? Hvað fannst gestum? Hvað fannst heimamönnum? Hvað má betur fara, og hvað er gerlegt? Þegar þessum spurningum verður nokkurn veginn svarað, þá spyr ég enn og aftur, hvernig getum við byggt upp jöklaveröld til framtíðar? Sagan kennir okkur að ef grunnurinn er góður verður sú vinna sem á eftir kemur hægari um vik. En stóra spurningin er þessi, hversu háleit mega markmiðin vera? Ég sé fyrir mér jöklasetur, þar sem undir einu þaki sameinast afþreying í sýningarformi til gesta og gangandi, fræða- og rannsóknarsetur í samvinnu við íslensku háskólana ásamt alþjóðlegri stofu sem hefur uppá að bjóða aðstöðu fyrir fræðimenn til lengri eða skemmri tíma. Þessari stofnun tilheyrðu svo fræðasetur í héraði þar sem vettvangsvinnan færi fram, og eru nokkrir staðir í héraði sem koma sterklega til greina sem slíkir. Slík stofnun þarf þó tíma til að þróast og er því um langtíma verkefni að ræða. Ávinningur jöklaseturs er af ýmsum toga og má þá einna helst nefna þekkingu sem af henni sprettur, gæði og nálægð við fræði og vísindi ásamt auknum fjölbreytileika í mannlífi, menningu og vísindum. En fyrst og fremst er það Hornafjörður sem á að vera heimabær slíkrar stofnunar þar sem nálægð við efnivið rannsókna er í heimatúni sveitarfélagsins. Hér væri hægt að skapa aðstöðu þar sem alþjóðlegar ráðstefnur og námskeið geta átt sér stað, með það fyrir augum að hér verði eftirsóknarvert að vera fyrir fræðimenn og stofnanir sem eru leiðandi í rannsóknum á sviði umhverfis- og loftslagsbreytinga, jarðvísinda sem jöklafræði, eldfjallafræði og jarðeðlisfræði. Slík aðstaða myndi móta jarðveg til framtíðar sem hefði án efa stóraukin áhrif á atvinnu- og menningarmál í Hornafirði, en síðast en ekki síst, akkur fyrir allt samfélagið.

Að lokum Ég vil hvetja alla íbúa til sjávar og sveita að koma við í Menningarmiðstöðinni Nýheimum og spjalla við okkur um heima og geima, og ef einhver á sögu eða grip í fórum sínum eða vitneskju um vænar tóftir þá þætti mér vænt um að fá að heyra og sjá. Með kærri kveðju, Vala Garðarsdóttir, forstöðumaður Hornafjarðarsafna


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. október 2013

Á Smyrlabjörgum verða eftirfarandi viðburðir í vetur: 9. nóvember 7. desember 14. desember

Árleg uppskeruhátíð Jólahlaðborð Jólahlaðborð

Nánar auglýst síðar Hótel Smyrlabjörg Sími 478-1074

Hjá okkur færðu bleiku slaufuna til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands Úrval af rúmum og dýnum frá Svefn og heilsu og R.B. rúm Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 og laugardaga kl. 13:00 - 15:00.

Verið velkomin - kaffi á könnunni

Húsgagnaval

www.eystrahorn.is

Nei við erum ekki hætt! Nú undanfarið hefur okkur borist æ oftar spurningin hvað við ætlum að gera þegar við yfirgefum Miðbæ og lokum Martölvunni. Eruð þið hætt ? Ásamt því að ýmsar sögur hafa farið á kreik um allskyns hrókeringar á húnæði hinna og þessara fyrirtækja sem hafa í besta falli haft skemmtana gildi. Martölvan er með þríþættan rekstur í dag. Við rekum verslun í Miðbæ, erum með þjónustuverkstæði sem þjónar einstaklingum og fyrirtækjum og erum með sívaxandi innflutning. Eins og sjá má þá er verslunin einn þáttur af starfseminni og er langmest áberandi. Hins vegar hefur verslunin þróast á þann veg að sala á tölvum og tækjum hefur færst í síauknu mæli á vefverslanir og til Reykjavíkur en skilur eftir hjá okkur þjónustu við ferðamenn, fyrir Símann og Sjóvá. Nettó hefur í raun tekið til sín sölu á tækjum og tónlist sem við sinntum um árabil og keyptum af Pálma hjá KASK á sínum tíma. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á þjónustudeild þegar ábyrgðarþjónusta á tölvum og tækjum er flutt til Reykjavíkur en þó hafa verkefnin verið næg. Einnig rekur Martölvan lítið gagnaver með StorIce ehf. en þar eru miklir möguleikar. Við erum að vinna í uppsetningu á vefverslun og mörgum öðrum verkefnum sem vonandi fara af stað á næstunni. Það er hins vegar óákveðið með framtíð verslunar Martölvunnar. Þar sem við höfum í auknu mæli þjónustað ferðafólk er bagalegt að vera ekki staðsett þar sem umferðin er mest. Þess vegna er ekki enn ákveðið hvort við verðum með verslun eða þjónustuskrifstofu en hitt er vitað að hvorki er Martölvan ehf. að hætta rekstri né loka starfseminni. Kveðja, Sigga og Stebbi í Martölvunni

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi Til úthlutunar eru 50 milljónir króna Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur - nú til og með 23. október Eftirfarandi forsendur og áherslur verða lagðar til grundvallar við mat á umsóknum 2013: • Vöruþróun og nýsköpun einkum í matvælaiðnaði og ferðaþjónustu • Markaðssetning ferðaþjónustu utan háannar • Grænmetisframleiðsla; framleiðslu- og vöruþróun, markaðssetning og sala • Markaðssókn fyrir vörur og þjónustu á nýja markaði • Fjármögnun verkefnastjórnunar í stærri rannsóknar- og þróunarverkefnum á Suðurlandi • Klasar og uppbygging þeirra • Tímabundin ráðning starfsmanna með sérþekkingu til að hagnýta möguleika fyrirtækis til vaxtar Verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir vinna saman að rannsóknum, þróun og fræðslu njóta forgangs til 2/3 hlutar ofangreinds fjármagns. Umsækjendum er því bent á að leita eftir samstarfsaðilum. Ofangreindar áherslur eða samstarf fyrirtækja eru ekki skilyrði fyrir styrkveitingu. Mótframlag verkefnis þarf að vera að lágmarki 50% en mótframlag getur verið í formi vinnuframlags. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Þegar áfallinn kostnaður er ekki styrkhæfur. Horft er til þess að verkefni leiði til varanlegs ábata fyrir samfélagið og séu atvinnuskapandi til lengri tíma. Styrkveitingar til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar eru fjármagnaðar með Vaxtarsamningi Suðurlands, Sóknaráætlun Suðurlands og með fjármagni frá SASS. Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og þiggja aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið sass@sudurland.is. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.

SASS - Selfoss Austurvegur 56 480-8200

SASS – Hvolsvöllur

Ormsvöllur 1 480-8200

SASS – Vestmannaeyjar

Þekkingarsetur VE 480-8200

SASS - Höfn Nýheimar 480-8200


Nýtt kortatímabil!

Kræsingar & kostakjör

ostadagar allt að 20% afsláttur af ostum

lambamjaðmasteiK jurtamarineruð

-17%

2.598 áður 3.130 Kr/Kg

grÍsabógur

hringsKorinn - fersKur

-35%

578 áður 889 Kr/Kg

KalKúnn heill ÍslensKur

1.492 áður 1.798 Kr/Kg

-50%

VÍnber

græn / rauð

KjúKlingur heill

179

799

áður 358 Kr/asKjan

áður 898 Kr/Kg

Tilboðin gilda 17. - 20. október Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Eystrahorn 35. tbl. 2013  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you