Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 11. október 2012

35. tbl. 30. árgangur

Starfsemi Nýheima efld Viljayfirlýsing undirrituð

Framsögumenn í pallborði f.v. Hjalti Vignisson, Eyjólfur Guðmundsson, Katrín Jakobsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir og Jón Torfi Jónasson.

Vel heppnuð og vel sótt afmælisráðstefna Nýheima og FAS um mennta- og menningarmál var haldin í fyrirlestrasal Nýheima. Í upphafi ráðstefnunnar var undirrituð viljayfirlýsing um eflingu á starfi Nýheima á sviði menningar, menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Tvö ráðuneyti skrifuðu undir viljayfirlýsinguna, annars vegar mennta- og menningarmálaráðuneytið og hins vegar

Hlaup í Skarðið

Sunnudaginn 14.október kl 13:00 mun Frjálsíþróttadeild Sindra standa fyrir viðburðinum Hlaup í Skarðið í þriðja sinn. Eins og nafnið gefur til kynna fer viðburðurinn fram í og við Almannaskarð. Hlaup í Skarðið er ekki hugsað sem eiginleg keppni heldur frekar eins og Kvennahlaupið, en þar fara allir á sínum hraða; sumir hlaupa en aðrir ganga. Tekinn verður tími á hverjum þátttakanda þannig að í lok „hlaupsins“ fá allir þátttakendur viðurkenningarskjal með skráðum tíma. Boðið verður upp á tvær vegalengdir. Upp Skarðið og niður aftur eða þá upp Skarðið, niður Skarðsdalinn og svo sömu leið til baka. Þátttökugjald er kr. 500,- pr. einstakling en hver fjölskylda greiðir aldrei meira en kr. 1.500,-. Hlaup í Skarðið er kjörinn viðburður fyrir fjölskylduna til að eiga saman skemmtilega stund í góðum félagsskap.

atvinnu og nýsköpunarráðuneytið. Sérstakir gestir ráðstefnunnar voru Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Einnig fluttu erindi Eyjólfur Guðmundsson skólameistari FAS, Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri.

Í upphafi ráðstefnunnar var undirrituð viljayfirlýsing um eflingu á starfi Nýheima á sviði menningar, menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaog nýsköpunarráðherra, (fjarverandi) undirrituðu viljayfirlýsingu ásamt fulltrúum Nýheima. Vonast er til að viðræðum ljúki með skilamati til bæjarstjórnar Hornafjarðar og tilheyrandi ráðuneyta þann 1. desember nk. Það á meðal annars að gera stefnumótun og aðgerðaráætlun á eflingu þessara fjögurra greina. Einnig á að skoða hvernig efla megi list og verkgreinar, stuðla að sókn á sviði vistvænna orkugjafa og nýsköpunar á því sviði. Þá á að skoða sérstaklega hvernig á að stuðla að áframhaldandi þróttmiklu starfi á sviði ferðaþjónustu og matvælavinnslu. Ráðstefnan var að öllu leyti mjög vel heppnuð, fyrirlestrar voru mjög áhugverðir þar sem innihald erindanna leiddu að því hvernig þróun menntunar hefur verið og mun verða.

Nýtt deiliskipulag við Jökulsárlón

Landeigendur í Sameigendafélagi Fells, sem fara með um 80% eignarhluta í landi Breiðamerkursands austan Jökulsár, fagna tillögu að deiliskipulagi við Jökulsárlón sem Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur lagt fram til kynningar. Félagið hefur í mörg ár verið áfram um að svæðið verði skipulagt og hafði á sínum tíma frumkvæði að þeirri vinnu og kynnti þær hugmyndir fyrir bæjarstjóra. Í þeim hugmyndum var reyndar gert ráð fyrir hóteli á svæðinu. Í ljósi spáa um fjölgun ferðamanna á næstu árum teljum við enn að grundvöllur sé fyrir slíku hóteli. Löngu er tímabært að skipuleggja þetta svæði með tilliti til þess mikla fjölda ferðamanna sem kemur á svæðið á hverju ári. Það er nauðsynlegt að betri aðstaða verði til móttöku þeirra og að þeim bjóðist fjölbreyttari

tækifæri til afþreyingar. Það er einnig nauðsynlegt að huga vel að náttúruvernd og umgengni til að þessi náttúruperla verði áfram það aðdráttarafl sem hún er. Til þess þarf deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir þjónustu sem hvetur ferðamanninn til að staldra lengur við, öllum til hagsbóta. Það skipulag sem nú er í gildi er barn síns tíma og tók mið af mun umfangsminni rekstri en nú er raunin og heftir frekari uppbyggingu. Nú er tími til að horfa fram á veginn og að allir hagsmunaaðilar, sveitarfélagið, leigjendur og landeigendur, standi saman að nýrri framtíðarsýn og uppbyggingu á svæðinu til hagsbóta fyrir alla. Baldur Gíslason, formaður stjórnar Sameigendafélags Fells


2

Fimmtudagur 11. október 2012

Eystrahorn

Safnahelgi á Suðurlandi

Viltu vita meira um trú kaþólsku kirkjunnar?

Komdu þá á kynningarfund, sem haldinn verður næsta laugardag, 13. október kl. 20:00, í kapellu okkar, Hafnarbraut 40.

Allir eru velkomnir í messu 14. október kl. 12:00 á sama stað. Upplýsingar hjá bróður David, farsími 897-8563

Haustfundur Kvenfélagsins Tíbrár Haustfundur Kvenfélagsins Tíbrár verður haldinn þriðjudaginn 16. október kl. 20:00 í sal Ekrunnar. Nýjar félagskonur velkomnar. Vonumst til að sjá sem flestar. Stjórnin

Á Þórbergssetri

Helgina 2. - 4. nóvember verður Safnahelgi á Suðurlandi haldin hátíðleg í 5. sinn. Safnahelgin er stærsti sameiginlegi menningarviðburðurinn á suðurlandinu og nær hann frá Ölfusi allt til Hornafjarðar. Á síðasta ári tóku yfir sjötíu aðilar þátt með því að bjóða upp á margvíslega viðburði. Söfn, setur, veitingastaðir, kaffihús, listamenn, handverksfólk, sýningarsvæði og allir skapandi einstaklingar sem hafa áhuga geta tekið þátt í Safnahelgi. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru hvattir til að hefja undirbúning og ákveða hvað þeir vilja bjóða upp á. Upplýsingar um viðburðinn má svo senda á gudlaugp@hornafjordur.is. Nánari upplýsingar um helgina má svo finna á www.sunnanmenning.is

Markaðsdagur á Miðskeri næsta laugardag kl. 12:00 til 15:00

Úrval af nýju lambakjöti, svínakjöti, beikoni, eggjum og kartöflum. Góðar vörur • Gott verð.

Frá Ferðafélaginu

Opið framvegis á laugardögum.

Sívinsæla strandgangan 2012 - 2013. Fyrsti áfangi er laugardaginn 13.október kl.9:00

Verið velkomin Pálína og Sævar Kristinn

Mæting á tjaldstæðið á Höfn og sameinast í bíla. Einnig er hægt að mæta á bílaplanið vestan við Jökulsá á Breiðamerkursandi kl.10:00

Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs barnabarns okkar

Þaðan verður gengið að Fjallsá í Öræfum. Gangan tekur u.þ.b. 4 klst. + akstur. Gera þarf ráð fyrir 2 nestistímum og muna eftir hlýjum fötum. Ferðin kostar kr. 500,- og hentar öllm. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Heiðu Dísar Einarsdóttur Guð veri með ykkur

Frekari upplýsingar hjá Rögnu í síma 662-5074

Nanna Lára og Jón Ingi Atvinnuhúsnæði til leigu

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

@VjekVc\jg'Æ,%%:\^ahhiVÂ^gÆH†b^*-%,.%*Æ;Vm*-%,.%& www.inni.is

FÉLAG FASTEIGNASALA

Gott 50 m2 atvinnuhúsnæði =V[cVgWgVji&*Æ,-%=Ž[cÆH†b^*-%,.&*Æ;Vm*-%,.&& til leigu. Upplýsingar í síma lll#^cc^#^hÆ^cc^5^cc^#^h 772-4205.

Eystrahorn Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 hrl. og lögg. fasteignasali s. 580 7902

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

einholtsland

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

LÆKKAÐ VER

48 hektarar landspilda úr landi Einholts á Mýrum í Hornafirði í um 25 km fjarlægð frá Höfn.

Ð

VESTURBRAUT

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

Fallegt 130,4 m² endaraðhús við Vesturbraut m/ innbyggðum 28,3 m² bílskúr, alls 158,7 m² vinsæl raðhúsalengja byggð 1988 á góðum stað með frábæru útsýni.

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

LÆKKAÐ VER

stafafellsfjöll í Lóni

Ð

Til sölu er 3.000m² lóðarréttindi ásamt eldra 25 m² sumarhúsi. Lóðin er innarlega í sumarhúsabyggðinni, afgirt með neysluvatnsborholu.


markhonnun.is

NAUTALUNDIR DANSKAR

Kræsingar & kostakjör

3.379 ÁÐUR 3.975 KR/KG

DANSKIR DAGAR GRÍSABÓGUR HRINGSKORINN

OFNSTEIK MEÐ DÖNSKUM BLÆ

NAUTASTEIK

TTUR

29% AFSLÁ

496 ÁÐUR 698 KR/KG

KJÚKLINGABORGARAR

240 G X8

498 KR/PK

MJAÐMASTEIK

1.998 KR/KG

KALKÚNASTRIMLAR

1.499 ÁÐUR 1.898 KR/KG

1.998 ÁÐUR 2.498 KR/KG

GÆÐA MARSIPANTERTA

998 KR/STK

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


KJÚKLINGABRINGUR ÖND DANSKAR FRÖNSK - -HEIL 900 G

1.390 ÁÐUR 1.598 KR/PK

HALDA ÁFRAM Í NETTÓ! LAMBAHRYGGUR BAYONNESKINKA FERSKUR AF

SVÍNARIF

SVÍNAPURUSTEIK

ÚR BÓG NÝSLÁTRUÐU

BEINLAUS FLESKSTEIK

TTUR

45% AFSLÁ

987 ÁÐUR 1.495 KR/KG

494 ÁÐUR 898 KR/KG

JOLY COLA 33 CL

DIR

ALLAR TEGUN

198 KR/PK

89 KR/STK

34% AFSLÁTTUR

989 ÁÐUR 1.498 KR/KG

ÁVAXTASALAT 175 G PIPARRÓTARSALAT 150 G RÚSSNESKTSALAT 175 G KARRÍSALAT 175 G EGGJASALAT 175 G

298 KR/STK

Tilboðin gilda 11. - 14 . okt. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Eystrahorn

Fimmtudagur 11. október 2012

5

Móðurmálið er málið Tvítyngi – auður fyrir einstakling og samfélag Það er ávinningur fyrir sérhvern einstakling að hafa vald á mörgum tungumálum og fjöltyngdir einstaklingar eru afar verðmætir fyrir samfélagið. Þegar fjölskyldur flytjast milli landa er auðveldara fyrir þær að halda tengslum við heimaland sitt ef þær viðhalda móðurmálinu. Börn í slíkum fjölskyldum geta betur skilið og tileinkað sér menningararf foreldranna ef þau kunna móðurmál þeirra. Sterkt móðurmál er ekki einungis mikilvægt fyrir samskiptin í fjölskyldunni. Það auðveldar líka börnum að tileinka sér íslensku sem annað tungumál. Góður málskilningur stuðlar að sterkri sjálfsmynd og að barnið skynji sig sem mikilvægan hluta af heild. Sveitarfélagið Hornafjörður býr yfir miklum mannauði því í sveitarfélaginu búa einstaklingar frá um 20 þjóðlöndum. Á öllum skólastigum í sveitarfélaginu eru nemendur af ýmsum þjóðernum og því er nemendahópurinn fjölþjóðlegur með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn. Í börnunum búa mestu verðmætin því þau hafa tækifæri á að verða jafnvíg bæði á íslensku og móðurmál foreldra sinna. Samfélagið býr því yfir verðmætum í ört minnkandi heimi með brýna þörf fyrir einstaklinga sem hafa vald á mörgum tungumálum.

Hornafjörður og íslenskan Mikilvægt er að einstaklingar af erlendum uppruna fái að viðhalda móðurmáli sínu en jafnframt að tileinka sér íslenskuna sem er ríkismálið og samskiptamál samfélagsins. Þeir sem hafa íslensku sem móðurmál ættu því að vera duglegir að tala íslensku við íbúa af erlendum uppruna sem hér búa. Í alltof mörgum tilvikum er það hins vegar enskan sem notuð er í samskiptum við fólk af erlendu bergi brotið – jafnvel þótt það tali ekki ensku. Segja má að enskan sé orðin annað mál íslensku þjóðarinnar. Með því að spara íslenskuna í samskiptum er verið að taka tækifæri af fólki til þess að aðlagast íslensku samfélagi því tungumálið er lykillinn að því. Margar aðferðir eru notaðar til að kenna íslensku en sumar eru betri en aðrar. Hér eru dæmi um góðar aðferðir til að gera okkur skiljanleg í samskiptum við þá sem eru að læra íslensku. • Við tryggjum að gagnkvæmur skilningur sé til staðar. Við segjum ekki „Skilurðu mig? Heldur spyrjum við: „Hvað sagði ég? Hvað meinti ég?“ • Við bjóðum upp á val. Við spyrjum ekki „Hvað viltu?“ Heldur bendum við og spyrjum: „Viltu kaffi eða viltu te? Viltu vatn eða viltu mjólk?“ • Við segjum hlutina saman í kór. • Við notum líka íslensku þegar við notum ensku. • Við notum íslensku og hvetjum aðra til þess. • Við teiknum til að útskýra mál okkar. • Við hlæjum saman að mistökum okkar.

Hjá okkur færð þú silfurútgáfu af bleiku slaufunni hannaða hjá Sign í Hafnarfirði. Allur ágóði af sölu hennar rennur til Krabbameinsfélags Íslands

Úrval af rúmum og dýnum í öllum gerðum og stærðum Verslunin er opin virka daga kl. 13:00 - 18:00 Höfum opnað aftur á laugardögum frá kl. 13:00 - 15:00

Húsgagnaval Sími 478-2535 / 898-3664

Pólsk sögustund á bókasafninu

• • • • • • • • •

Við endurtökum á réttan hátt í stað þess að leiðrétta. Við notum sjónrænar stoðir í umhverfi okkar. Við notum svipbrigði, líkamstjáningu og talmálið. Við tölum skýrt, á eðlilegum hraða og ekki of hátt. Við kunnum að umorða og einfalda mál okkar. Við teljum upp að fimm á meðan við bíðum eftir svari. Við erum þolinmóð og gefum okkur tíma til að hlusta. Við kinkum kolli, brosum og bendum. Við komum skilaboðum beint til viðkomandi.

Comenius Regio SPICE verkefni

Bókasafnið Bókasöfn gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að viðhalda tungumálakunnáttu, því ekkert gerir betra gagn en að lesa til að auka orðaforða og auðga tungumálið. Í vetur ætlar skólabókasafn Grunnskóla Hornafjarðar að leggja áherslu á að hafa bækur á ýmsum tungumálum aðgengilegar. Safnið hefur fengið nokkurt magn af bókum fyrir börn og unglinga á portúgölsku, pólsku og serbó – króatísku. Á Íslandi eru móðursöfn sem einbeita sér að því að hafa bækur á einstaka móðurmáli. Sem dæmi er Bókasafn Ísafjarðar móðurstöð fyrir bækur á pólsku, Borgarbókasafnið er með bækur á serbó – króatísku og Bókasafn Garðabæjar með bækur á portúgölsku. Að sjálfsögðu eru svo önnur söfn með bækur á öðrum tungumálum sem við eigum eftir að nálgast. Þetta er einungis byrjunin á því að koma til móts við okkar fjölmenningarlega samfélag. Til að auðga bókakost bókasafns Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar gaf Hornafjarðardeild RKÍ 40.000 kr. í málefni innflytjenda til bókakaupa. Að þessu sinni voru pantaðar bækur frá Póllandi en þaðan er langstærsti hópur innflytjenda á Hornafirði. Nú er búið að panta bækurnar og þær væntanlegar innan skamms og þá verður meðal annars hægt að lesa bækur eftir Arnald Indriðason á pólsku. Bækurnar voru pantaðar með aðstoð þeirra sem hafa pólsku sem móðurmál. Pólsk sögustund var haldin 4. október sl. og það var hún Jolanta Swiercz sem las fyrir börn sem eiga pólsku að móðurmáli. Fyrirhugað er að fyrsta sögustund hvers mánaðar verði á erlendu máli. Þetta er þó aðeins upphafið á langri leið og markmiðið er að geta sinnt þessum málaflokki sem allra best á sem fjölbreyttasta hátt. Magnhildur Björk Gísladóttir, verkefnisstjóri um málefni innflytjenda

Beinþéttnimæling verður í Lyfju Höfn dagana 11. - 17. október. Rannsóknir sýna að beinþynning hrjáir þriðju hverju konu sem ekki grípur til fyrirbyggjandi aðgerða. Því er mikilvægt að taka í taumana og fyrirbyggja sjúkdóminn. Hvetjum karla jafnt sem konur að láta mæla beinþéttnina. Upplýsingar og tímapantanir í síma 478-1224


Kjörskrá neðangreindra kjördeilda vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, sem fram fer 20. október 2012, liggur frammi á Bæjarskrifstofum Hornafjarðar í Ráðhúsinu frá og með 10. október og til kjördags. Kjördeild I • Öræfi Kjördeild II • Suðursveit Kjördeild III • Mýrar Kjördeild IV • Nes

Full búð af frábærum úlpum frá ZO-ON • Kíktu við!

Kjördeild V • Höfn Kjördeild VI • Lón Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna er hægt að sjá á vefnum www.kosning.is. Höfn 10. október 2012

SÓLNING

Yfirkjörstjórn: Vignir Júlíusson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Anna Halldórsdóttir

Hjólbarðar r r r r

Hjólbarðaþjónusta fyrir fólksbíla og jeppa Hágæða dekk á góðu verði Persónuleg þjónusta Tjöruþvottur AFGREIÐSLUTÍMI

Virka daga 8–17 Helgaropnun eftir samkomulagi :MëLNj6EJLSVRL}JYQLE½ëVIOWXYVj WP}OOZMXŸONEïNzRYWXY:MëQYRYQZIMXE W}QYKzëYïNzRYWXYREWIQZIVMëLIJYVu %YWXYV7OEJXEJIPPWWíWPYWuëEWXPMëMRjV

Bugðuleiru 3, Höfn. Sími1616/894 894 1616 Bugðuleiru 3, Höfn. Sími 894 7962

Eystrahorn 35. tbl. 2012  
Eystrahorn 35. tbl. 2012  

Eystrahorn 35. tbl. 2012

Advertisement