Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 10. október 2013

34. tbl. 31. árgangur

Flatey í höndum heimamanna Töluverð óvissa hefur verið með framtíð kúabúsins í Flatey. Nú hefur hlutafélagið Selbakki, sem er dótturfélag SkinneyjarÞinganess, keypt búið og vonandi tryggt áframhaldandi rekstur þess. Eiríkur Egilsson bóndi á Seljavöllum hefur um nokkurn tíma hvatt til og rætt við menn um hvernig tryggja mætti eignarhald heimamanna á búinu. Í viðtali við blaðið sagði hann m.a.; „ Fyrir um ári síðan fór ég að leita fyrir mér með hugsanlega fjárfesta vegna kaupa á Flatey með það í huga að áfram væri mjólkurframleiðsla þar. Bar ég niður hjá eigendum Skinneyjar-Þinganess sem tóku mér vel og voru tilbúnir að skoða hugmyndina. Síðan hafa farið fram viðræður og óskað var eftir að ég kæmi að rekstrinum og ynni að málinu með nýjum eigendum. Nú er sem sagt komin niðurstaða sem hlýtur að vera öllum fagnaðarefni. Það skiptir máli að verja þessi störf og það hefði haft slæm áhrif á landbúnaðarsamfélagið hér ef fyrirtækið hefði horfið á braut. Flatey er ein besta jörð á landinu hvað stærð og landgæði snertir. Möguleikar eru góðir að auka heimfengið fóður á kostnað aðkeypts erlends fóðurs og aðstaða er til að bæta við mjólkandi kúm sem eru 90 í dag. Það er skynsamlegt að nýta róbótana og mannskapinn sem er fyrir

hendi. Auðvitað þarf eitthvað að taka til eftir svona erfiðleikatímabil. Starfsfólkið er endurráðið en það hefur sýnt mikla þolinmæði og tryggð í óvissuástandi og þrengingum undanfarið.“ Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Selbakka hafði þetta að segja um málið; „Sú var tíðin að útgerð og fiskvinnsla leitaði í nágrannasveitir eftir vinnuafli á vertíðum, sem efldi mjög þá þéttbýliskjarna sem mynduðust í tengslum við öflugar sveitir, þannig tóku allir þátt í að efla útgerð, fiskvinnslu, verslun og þjónustu til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Nú hefur verulega hallað á sveitirnar. Þegar Eiríkur á Seljavöllum leitaði til okkar, sáum við að þarna kynni að vera spennandi tækifæri að takast á við með fólki sem býr yfir mikilli þekkingu. Áður en vetur gengur í garð þarf að fullnýta þann búnað sem til staðar er, og því verður mjólkandi kúm fjölgað í 120, enda nægt fóður til staðar. Þá þarf að byggja haughús á næsta ári og hús fyrir kálfaeldi. Einnig er mikilvægt að fara yfir áform fyrri eigenda um kornræktun, þar kunna að leynast miklir möguleika í nýtingu jarðarinnar.“

Friðrik Reynisson og Kristín Egilsdóttir hafa verið fastir starfsmenn nánast frá upphafi. Þriðji starfsmaðurinn er Páll Sigfinnsson.

„Húrra nú ætti að vera ball“ sem endaði vel Laugardaginn 29. september voru haldnir vel sóttir og stórskemmtilegir tónleikar og fjörugur dansleikur í Sindrabæ. Hvatinn að þessari samkomu var að minnast ýmissa tímamóta en einstaklingar (hljómsveitarstjórarnir Haukur Helgi og Gunnlaugur Þröstur sjötugir) og einhverjar hljómsveitir áttu tímamótaafmæli og fimmtíu ár eru frá vígslu Sindrabæjar. Hátt í 60 manns komu að samkomunni og ýmsir aðilar styrktu framkvæmdina. Tilefnið var gott og ánægjulegt að ágóðinn fór fram úr björtustu vonum eða rúmlega 400 þúsund kr. sem afhentar voru fulltrúum Krabbameinsfélags Suðausturlands. Í framkvæmdanefndinni voru: Haukur Helgi Þorvaldsson, Heimir Heiðarsson, Jóhann Morávek, og Örn Arnarson. Ýmsir aðilar og einstaklingar aðstoðuðu og styrktu framtakið auk tónlistarfólksins s.s. Flugfélagið Ernir, Skinney-Þinganes, Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum, Efnalaug Dóru, Eystrahorn, Tónskóli Austur

Frá afhendingu ágóðans, framkvæmdanefndin ásamt Gunnlaugi Þresti Höskuldssyni og fulltrúum krabbameinsfélagsins sem voru auk Esterar þær Ólöf Óladóttir og Eyrún Axelsdóttir.

Skaftafellssýslu, Þorsteinn Sigurbergsson og Runólfur Hauksson. Haukur Helgi sem var aðalhvatamaðurinn að samkomunni afhenti fulltrúum Krabbameinsfélagsins

afraksturinn. Við það tækifæri þakkaði Ester Þorvaldsdóttir formaður krabbameinsfélagsins höfðinglega gjöf og þann hlýhug sem félaginu væri sýndur. Í máli hennar kom m.a. fram að félagið greiðir hlut einstaklinga sem eru í krabbameinsmeðferð og gista annarsvegar t.d. á Sjúkrahótelinu eða í íbúðum krabbameinsfélagsins meðan á meðferð stendur. Eins veitir félagið styrki til einstaklinga og styrki til kaupa á húsbúnaði í íbúðir krabbameinsfélagsins því mikilvægt er að hafa góðan aðbúnað þegar einstaklingar eru í strangri og erfiðri meðferð. Ánægjulegt að fá þessa veglegu gjöf í bleika mánuðinum sem tileinkaður er átaki gegn kvenkrabbameinum. Í tilefni af bleikum október verður á vegum félagsins haldið kvennafræðslukvöld þann 25. október sem auglýst verður sérstaklega síðar. Framkvæmdanefndin vill koma á framfæru sérstöku þakklæti til allra aðila sem veittu henni lið og til þeirra fjölmörgu sem komu á samkomuna.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 10. október 2013

Opið hús í Heppuskóla

Eins og Skaftfellingar hafa tekið eftir þá hafa mikla breytingar verið gerðar á Heppuskóla, bæði innandyra og utan síðustu þrjú árin og er þeim nú að mestu lokið. Af því tilefni ætla nemendur og starfsmenn Heppuskóla að vera með opið hús fyrir alla bæjarbúa laugardaginn 19. október næstkomandi. Þar á bæði að sýna húsið en einnig ætla nemendur að vera með sýningu þar sem verður farið yfir skólastarf í fortíð nútíð og framtíð. Um þessar mundir eru 40 ár síðan kennsla hófst í Heppuskóla og því við hæfi að fara aðeins yfir sögu skólans í máli og myndum. Vikan fyrir opna húsið verður notuð til að undirbúa sýninguna og verður m.a. allt skólastarf í 7. – 10. bekk brotið upp á mánudegi og þriðjudegi. Nemendur bjóða upp á veitingar og verða með leiki fyrir börnin svo foreldrar geti gefið sér tíma til að skoða sýninguna og setjast niður og spjalla saman. Húsið opnar kl. 11:00 og verður formleg dagskrá til að byrja með þar sem gamlir nemendur flytja ávörp ásamt fleiru og síðan lýkur dagskránni kl. 14:00. Það er von okkar að fólk noti sér þetta tækifæri og heimsæki okkur í skólann og sjái hvað breytingarnar hafa tekist vel.

Eystrahorn

„Staðhæfingar sem standast ekki“ Ráðstefna um líknarmeðferð verður haldin á Grand Hótel laugardaginn 12. október 2013 frá kl. 14:00 til 16:00. Fyrirlesarar verða Arndís Jónsdóttir, sérfræðingur í líknarhjúkrun á Landspítala, Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir á líknardeild Landspítala og Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur. Fundarstjóri verður Rósa Kristjánsdóttir, djákni og hjúkrunarfræðingur. Markmið ráðstefnunnar er að fræða um líknarmeðferð og vinna gegn mýtum „staðhæfingum sem standast ekki“. Einkunnarorð Alþjóðadags líknarþjónustu 12. október 2013 eru: Baráttan fyrir alþjóðlegri viðurkenningu á mikilvægi líknarþjónustu - Staðhæfingar sem standast ekki. Alþjóðadagur líknarþjónustu er haldinn árlega á vegum Alþjóðasamtaka um líknarþjónustu, The Worldwide Palliative Care Alliance, í samvinnu við Alþjóða heilbrigðismálastofnunina, WHO. Ráðstefnunni verður útvarpað með fjarfundarbúnaði til Akraness, Ísafjarðar, Sauðárkróks, Akureyrar, Egilsstaða, Hafnar í Hornafirði og Selfoss. Hér á Hornafirði mun ráðstefnan fara fram í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu á 2. hæð. Að loknum fyrirlestrum verða fyrirspurnir og umræður. Að ráðstefnunni standa Hollvinasamtök líknarþjónustu, Lífið, samtök um líknarmeðferð á Íslandi, Krabbameinsfélagið, ráðgjafarþjónusta og Landspítali. Öllum er heimill aðgangur. Hollvinasamtök líknarþjónustu

Ný skútuöld

F.h. nemenda og starfsmanna skólans Nemendaráð og skólastjóri

Kaþólska kirkjan Sunnudagur 13. október Krakkarnir hittast kl. 11:00 Hl. messa byrjar kl. 12:00 Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar. Allir hjartanlega velkomnir.

Rauði krossinn

Búðin okkar verður opin einu sinni í mánuði í haust. 12. október, 9. nóvember og 7. desember.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Fyrsti seglbáturinn (tvíbytna) sem smíðaður er á Hornafirði, alla vega á þessari öld, var sjósettur á Þveitinni á sunnudaginn. Það er Stefán Brandur í Martölvunni sem er eigandi og yfirsmiðurinn. Hann hefur haft aðstöðu við smíðarnar í skemmu, kallar það reyndar Skipasmíðastöð Grábrókar en útgerðafélagið með því heiti á húsnæðið. Reynslusiglingin gekk vel og kannski er þetta upphafið að meiri siglingaáhuga á svæðinu. Stefán og sonur hans vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til Grábrókar og Friðþórs, Veiðafæragerðar Skinneyjar-Þinganess og Vélsmiðjunnar Foss fyrir aðstoð og góðar ráðleggingar við smíðina.

Íformi verður helgina 5. - 7. september 2014 Um leið og við í stjórn Íformi viljum þakka þeim þátttakendum sem tóku þátt í mótinu í ár fyrir skemmtilegt mót viðurkennum við að það hefði verið skemmtilegra að fá fleiri keppendur á mótið en vonandi mæta bara fleiri næst. Mótið var samt sem áður stór skemmtilegt og þátttaka í sumum greinum var góð. Þó var áberandi hvað fáar konur mættu og var þeirra sárt saknað. Nú hefur verið ákveðið að blása til sóknar og færa mótið fram um tvær helgar með það í huga að reyna að fá fleiri til keppni. Íformi verður 5. 7. september 2014 og hvetjum við alla til að taka helgina strax frá. Greinar, mótsgjöld og annað verður endanlega ákveðið næsta vor en reikna má með að mótið verði með svipuðu sniði. Að lokum viljum við þakka styrktaraðilum, starfsmönum og öllum sem lögðu okkur lið við undirbúning og framkvæmd mótsins, kærlega fyrir hjálpina.


Eystrahorn

Fimmtudagur 10. október 2013

www.eystrahorn.is

Verum vistvæn, flokkum fyrir okkur !

Bleiki dagurinn föstudaginn 11.október Njótum dagsins saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Stóra tunnan breytist í flokkunartunnu þriðjudaginn 8. október. Starfsmenn Áhaldahússins vinna nú að því að keyra út auka tunnu á hvert heimili á Höfn. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki á morgun. Þá ættu öll heimili að vera með eina stóra tunnu (flokkunartunnan, 240 L tunnan) og eina litla tunnu (almennt óflokkanlegt sorp, 140 L tunnan). Það sem má fara í flokkunartunnuna ( stóru tunnuna ) er eftirfarandi: • Dagblöð og tímarit • Skrifstofupappír, bæklingar, umslög og ruslpóstur • Sléttur pappi/bylgjupappi s.s. hreinir pizzukassar og morgunkornskassar. • Málmar s.s. niðursuðudósir og lok af glerkrukkum • Fernur • Plastumbúðir s.s. sjampóbrúsar, plastdósir og plastpokar Flokkunartunnan er losuð einu sinni í mánuði.

Bleikar kveðjur Krabbameinsfélagið

Töfrandi aðventa

Það sem má fara í almennu tunnuna (litlu tunnuna) er eftirandi. • Allur almennur heimilisúrgangur • Plast/álsfjöld undan töflum • Matarleifar • Kaffikorgur • Dömubindi • Matarsmitaðar umbúðir • Áleggsbréf • Plast undan áleggi • Tannkremstúpur • Glerílát • Bleiur • Ryksugupokar • Úrgangur frá gæludýrahaldi • Plastpokar undan snakki Almenna tunnan er losuð á tveggja vikna fresti.

Leikskólafótboltinn er byrjaður í Bárunni. Sunnudaga kl. 9:45-10:30. Leiðbeinandi er Miralem Haseta

á Icelandair Hótel Héraði

Jólahlaðborð

Allar helgar frá 15. nóvember bjóðum við upp á okkar margrómaða jólahlaðborð. Ógleymanleg kvöldstund fyrir þá sem kjósa framúrskarandi þjónustu og umgjörð. Fyrir hópa er jólahlaðborðið í boði öll kvöld vikunnar. Happy hour á barnum alla daga frá kl. 17-19.

Jólatilboð

Jólahlaðborð og gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði. Verð á mann 14.900 kr. Bætið við aukanótt fyrir 2.000 kr. á mann. Gjafabréf á Brunch eða jólahlaðborð er hugulsöm gjöf á einstakri upplifun.

Bókanir og allar upplýsingar veitir starfsfólk okkar á staðnum, í síma 471 1500 og í tölvupósti á herad@icehotels.is.

REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

Í KEFLAVÍK

FLÚÐIR

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 10. október 2013

Eystrahorn

Takk fyrir samstarfið og Samstarf við Söderhamn 2012 fór stór hópur samfylgdina Hornfirðingar Vorið starfsmanna frá Nýheimum og Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi hefur til margra ára verið öflugt framsækið og til eftirbreytni á landsvísu. Samstarfsvettvangur þeirra SSA ( Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi ) var stofnað í október 1966 og hefur starfað óslitið síðan. Alls voru sveitarfélögin á Austurlandi þá 35 að tölu. Fyrsti aðalfundur SSA var haldinn á Höfn í Hornfirði í septembermánuði 1967. Staðsetning Hornafjarðar, sem öflugur útvörður Austurlands í suðri, styrkti landshlutasamtökin og samstarfið allt. Hornfirðingar áttu og eiga enn öfluga talsmenn sveitarfélagsins og Austurlands. Þeir tóku þátt í að tala fyrir og fylgja eftir, í góðu samstarfi við aðra sveitarstjórnarmenn á Austurlandi, mörgum góðum framfararmálum fyrir landshlutann. Höfuðstöðvar SSA voru til heimilis á Hornafirði í 9 ár þegar Sigurður Hjaltason fyrrv.sveitarstjóri þar var farsæll framkvæmdastjóri árin 1982-1991. Skrifstofan var á heimili Sigurðar að Svalbarði 5 allan þann tíma og gegndi kona hans Aðalheiður Geirsdóttir skrifstofustarfi í hálfu starfi lengst af. Albert Eymundsson fyrrv. bæjarstjóri var formaður stjórnar SSA 1992-1995. Hornfirðingar voru því í forystu fyrir SSA og leiddu samtökin í 13 ár. Sú handleiðsla var farsæl fyrir alla aðila. Árið 2000 samþykkti Alþingi lög sem fólu í sér breytingar á kjördæmaskipan. Kjördæmum var fækkað úr átta í sex. Austurlandskjördæmi var lagt niður en við tók stækkað kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Bæjarstjórn Hornafjarðar ákvað að leita álits íbúa sveitarfélagsins um hvort sveitarfélagið Hornafjörður skyldi tilheyra nýju Norðausturkjördæmi með 15 öðrum sveitarfélögum SSA á Austurlandi eða flytja sig yfir í nýtt Suðurkjördæmi. Meirihluti íbúa valdi Suðurkjördæmi og þann vilja staðfesti síðan bæjarstjórnin. Hornafjörður var þar með stjórnsýslulega orðinn hluti Suðurlands. Kosningar samkvæmt nýrri kjördæmaskipan fóru fyrst fram vorið 2003. Nafni SSA var breytt í Samband sveitarfélaga á Austurlandi. Undirritaður var á þessum tíma framkvæmdastjóri SSA og fylgdist náið með og vann fyrir landshlutasamtökin m.a. við að kynna sveitarfélögunum fyrirhugaða kjördæmabreytingu ásamt formanni SSA Smára Geirssyni. Það verður að segjast að ákvörðun Hornfirðinga á þeim tíma kom mörgum sveitarstjórnarmönnum á Austurlandi á óvart . En hvað um það Hornafjörður er á sama stað á landakortinu það breyttist ekki og vegalengdir milli staða eru óbreyttar. Sveitarstjórnarmenn sveitarfélagsins Hornafjörður lýstu vilja sínum til að starfa áfram í SSA. SSA starfaði því áfram óbreytt þvert yfir kjördæmamörk með 15 aðildarsveitarfélög í Norðausturkjördæmi og eitt í Suðurkjördæmi. Nú brá hinsvegar svo við að sveitarfélagið í Suðurkjördæmi átti ekki lengur sömu þingmenn og hin sveitarfélögin í SSA sem voru í Norðausturkjördæmi. Í samstarfi sveitarfélaga inna landshlutasamtaka var og er eitt lykilatriði að vera í góðu og virku sambandi við sína þingmenn. Þetta var leyst í fyrstu með því að efla samstarfið við þingmenn beggja kjördæmanna og taka upp formleg samskipti við landshlutasamtök Suðurlands og Eyþing á Norðausturlandi. Svo fór þó að lokum að Hornfirðingar óskuðu eftir því að kveðja samstarfið innan SSA og flytja sig alfarið yfir í samstarfið á Suðurlandi. Fræðslunet Austurlands stofnað 1998 og síðar Þekkingarnet Austurlands ( nú hluti Austurbrúar ) var það samstarfsverkefni innan SSA sem Hornfirðingar tóku lengst þátt í eftir að þeir fluttu sig. Þar eins og í fleiri verkefnum voru þeir öflugir og traustir og á Hornafirði var t.d. starfsstöð með tvo starfsmenn. Nú í ár er sá samstarfsstrengur endanlega rofinn og þar með er löngu, farsælu og sögulegu samstarfi á Austurlandi við Hornafjörð í SSA lokið. Það er því við hæfi að þakka sveitarstjórnarfólki á Hornafirði fyrir frábært samstarf í áratugi og óska þeim áframhaldandi góðs gengis með nýjum samstarfsaðilum. Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi heldur áfram en er fátækara eftir á. Þorvaldur Jóhannsson fyrrv.bæjarstjóri og framkvæmdastjóri SSA

bæjarfélaginu til Söderhamn í Svíþjóð til að kynnast bænum og þeim hugmyndum um menntun og frumkvöðlastarf sem þar er í forgrunni. Eftir heimsóknina kom í ljós að margt er líkt í stefnum beggja staðanna. Vöruhúsið okkar Hornfirðinga á sér hliðstæðu í Söderhamn og sömuleiðis eiga þeir hliðstætt hús og Nýheima, CFL Hildur Þórsdóttir ásamt góðum Centrum för flexibelt lärande, gestum frá Söderhamn. þar sem menntun, rannsóknir og fullorðinsfræðsla á sér samastað. Fyrir nokkru síðan fóru þeir Vilhjálmur Magnússon Vöruhússtjóri og Sigurður Mar Halldórsson kennari í FAS til Söderhamn til að kynna sér starfsemi í tengslum við list- og verkgreinar annars vegar og tómstundastarf hins vegar. Í kjölfarið á þeirri heimsókn er ætlunin að koma á fót ungmennaskiptum á milli Vöruhússins á Höfn og sambærilegrar stofnunar í Söderhamn. Í framhaldinu komu svo tveir starfsmenn frá CFL staddir á Höfn til að kynna sér starfsemi skólans og Nýheima. Þá vildu þeir einnig vita um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu menntunar og afþreyingar í samfélaginu. Meðan á dvöl þeirra stóð heimsóttu þeir nokkra staði. Þar á meðal var Þórbergssetur þar sem þessi mynd var tekin. Síðar í haust munu tveir starfsmenn FAS endurgjalda heimsóknina. Það er aldrei að vita nema að fleiri verkefni er varða samstarf á milli staðanna tveggja líti dagsins ljós.

Efldu þig í starfi!

Þrjú stutt og árangursrík námskeið á einum degi! Skilvirkari tölvupóstur Aukin yfirsýn og öflugri afgreiðsla. Skilar strax árangri, betri yfirsýn og utanumhaldi. Með vönduðu innihaldi og skýrari efnislínu verður notkunin markvissari, svörun betri og fjölda sendinga fækkar. Væri ekki frábær tilfinning að standa upp frá tómu innboxi í lok hvers dags? 3 klst. Verð: 11.000.- 28. okt. kl. 9-12

Árangursríkari fundir Aðalmarkmiðið er að gera allar tegundir funda markvissa og skilvirka. Markmið: Að þátttakandinn tileinki sér að taka ábyrgð á hlutverki sínu sem: boðandi, stjórnandi, ritari og þátttakandi á fundi. Fjallað er um tegundir funda, dagskrá, stjórnun, örvun eða lokun umræðna og afurðir og aðgerðir að fundi loknum. Eigandi funda ber höfuðábyrgð á árangri hans. 3 klst. Verð:11.000.- 28. okt. kl. 12:30-15:30

Áhrifaríkar kynningar Rétta tæknin er hjálpleg þegar segja þarf áhugaverða sögu. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur aðferðum til að nýta slæður til að auka áhrif og gæða kynningar lífi. Námskeiðið byggir bæði á sýnikennslu og vinnu við raunhæft verkefni sem þátttakendur velja eða fá úthlutað og fl. 2 klst. Verð 9.000.- 28. okt. kl. 16-18 Leiðbeinandi: Gunnar Jónatansson frá IBT Námskeiðin fara fram í Nýheimum 28. október.


Eystrahorn

Fimmtudagur 10. október 2013

VÍS húfur vinsælar "Eins og undanfarin ár tóku viðskiptavinir mínir með F+ fjölskyldutryggingu húfunum frá VÍS opnum örmum og erum við afar ánægð með frábærar viðtökur," segir Svava Kristbjörg þjónustustjóri VÍS á Höfn. Á landsvísu svarar fjöldi húfa til þess að fjögur af hverjum tíu börnum 3ja til 12 ára hafi fengið húfu. „Við gerum miklu betur því miðað við fjöldann sem ég er búin að dreifa ættu öll börnin hér að skarta þessum fallegu húfum. Það er mjög gefandi og gaman að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og stuðla um leið að meira öryggi barnanna. Ég vil þó brýna fyrir bæði börnum og fullorðnum að húfurnar koma ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru þær góð viðbót. Með endurskini sjáumst við fimm sinnum fyrr en ella í myrkrinu,“ segir Svava með bros á vör.

www.eystrahorn.is

Sultukeppni í Gömlubúð Sultukeppni fór fram í Gömlubúð laugardaginn 28.9.2013 samhliða uppskeruhátíð Ríki Vatnajökuls, SASS, Matís og NMÍ. Fjórir keppendur tóku þátt, þau Davíð Kjartansson, Haukur Helgi Þorvaldsson, Sigrún Kapitóla Guðrúnardóttir og Þórhildur Ásta Magnúsdóttir. Keppnin var jöfn og skemmtileg og fannst dómurum keppninnar erfitt að gera upp á milli sultanna en keppnin endaði þannig að Sigrún Kapitóla fékk flestu stigin. Við óskum henni til hamingju og fær hún að launum Vinaskjól og bókina Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð. Dómarar keppninnar voru flestir þeir gestir sem heimsóttu gestastofuna þann daginn. Við þökkum þeim kærlega fyrir hjálpina. Starfsfólk Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlubúð

Beint frá býli

Sunnlensk ferðaþjónusta – tölum saman

Úrvals lambakjöt af nýslátruðu, grísakjöt og fleira.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga býður til málþings á Hótel Heklu, Brjánsstöðum, 23. október frá kl.12-17.

Velkomin í sveitina og gerið góð kaup. Opið kl. 13:00 – 16:00 á laugardögum. Aðra daga eftir samkomulagi. Sími 863-0924.

Miðskersbúið

Pálína og Sævar Kristinn www.midsker.is

Dagskrá Kl. 12 Léttur hádegisverður í boði fyrir gesti Ísland allt árið Öðruvísi flétta = sérstaða Ferðaþjónusta - heilsársatvinnugrein? Afþreying fyrir alla fjölskylduna Matartengd ferðaþjónusta Uppbygging ferðaþjónustu Veitingasala við náttúruperlu

Inga Hlín - Íslandsstofa Knútur Ármann - Friðheimar Þorbjörg Arnórsdóttir - Þórbergssetur í Suðursveit Katrín Sigurðardóttir - Skeiðvellir Sölvi Arnarsson - Efsti Dalur Jóhann Helgi Hlöðversson – Vatnsholt Elísabet Þorvaldsdóttir - Seljalandsfoss

Kaffihlé Virði heilsársopnunar upplýsingamiðstöðva á Suðurlandi?

Grænmetismarkaður í Hólabrekku laugardaginn 12. október kl. 14:00 – 18:00 Úrvalsgott lífrænt ræktað grænmeti, glænýtt úr garðinum ásamt kartöflukonfektinu sem er að sigra heiminn. Kaffi og meðlæti í boði að gömlum og góðum sveitasið. Verið velkomin

Sandra Brá Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri Friðar & Frumkrafta Ferðaþjónusta – hlutverk sveitarfélaga: Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Pallborðsumræður Fundarstjóri, Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu Allir velkomnir, Þeir sem starfa við ferðaþjónustu og aðrir áhugamenn hvattir til að mæta. Aðgangur ókeypis. Skráning fer fram á www.sass.is


KONUKVÖLD

2. sýning á Hótel Höfn laugardaginn 12. október

Föstudagskvöldið 11. október ætlum við að hafa konukvöld milli kl. 20:00 og 23:00.

Húsið opnar kl. 19:30

Full búð af nýjum vörum.

Dansleikur með hljómsveitinni Andrá að lokinni sýningu.

Ýmis tilboð og léttar veitingar.

18 ára aldurstakmark og snyrtilegur klæðnaður.

Verið velkomnar Sveinbjörg og Laufey

Miðaverð kr. 2000,-

Vinstrihreyfingin grænt framboð á Hornafirði

heldur aðalfund sunnudaginn 13. október næstkomandi í húsnæði Afls við Víkurbraut. Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Sveitarstjórnarkosningar 2014 3. Önnur mál Nýir félagar velkomnir

ÍBÚAFUNDUR 10.OKTÓBER NÝHEIMUM

Haldinn verður íbúafundur um flokkun á úrgangi Í Nýheimum fimmtudaginn 10. október kl.20:00 til 21:00. Umræðuefni er flokkun á úrgangi frá heimilum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Frummælendur eru:

Sjálfstæðisfólk Almennur félagsfundur verður í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 10. október kl. 20:00. Bæjarmálefni Sveitarstjórnarkosningar Önnur mál Allir velkomnir Stjórnir Sjálfstæðisfélaganna

Ásgrímur Ingólfsson formaður umhverfisog skipulagsnefndar Gunnar Bragason markaðs- og gæðastjóri hjá Gámaþjónustunni Farið verður yfir kynningarefni um flokkun úrgangs og safnað saman spurningum sem íbúar hafa um málið. Umræður og fyrirspurnum svarað.

Eystrahorn 34. tbl. 2013