34. tbl. 2010

Page 1

Í FORMI

Eystrahorn Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

Fimmtudagur 23. september 2010

34. tbl. 28. árgangur

Nýr vefur www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Það var líflegt á íþróttasvæðinu um síðustu helgi

Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

Íþróttamótið Íformi var haldið um helgina í blíðskaparveðri. Þátttaka var mjög góð og ef allar greinar eru taldar saman þá tóku 237 keppendur þátt í mótinu. Flestir þátttakendur voru í frjálsíþróttum og brennó, rúmlega 50 í hvorri grein. Úrslit og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins www.iformi.is

Viðunandi afkoma Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf. var haldinn föstudaginn 10. september 2010. Ástæða þess að dregist hefur að halda aðalfund vegna rekstrarársins 2009 er að erfitt hefur verið að fá upplýsingar um stöðu lána frá lánastofnunum. Hluthafar eru 152 og 225 starfsmenn (heilsársstörf). Fyrirtækið og dótturfyrirtæki þess gera út tvö uppsjávarskip, fimm skip sem eru á netum og trolli og tvo línubáta. Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur samstæðunnar 7.382 milljónum kr. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 2.972- milljónir kr. Eignir samstæðunnar námu um 25 milljarðar kr. og eigið fé var 3.870- milljónum kr. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 15,5%. Þess má geta að það hlutfall var 33% árið 2007 og fór í 0,9 % 2008 sem sýnir hvað sérkennilegt rekstrarumhverfið hefur verið. Á síðasta ári var fagnað komu Skinneyjar SF 20 og Þóris SF 77 frá Taiwan. Undirbúningur hófst á haustmánuðum 2004 og smíðasamningar voru undirritaðir í mars 2005. Í skýrslu stjórnarformanns, Gunnars Ásgeirssonar segir; „Koma þessara

skipa til heimahafnar á árinu 2009 segir okkur að rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja þarf að vera tryggt til langs tíma. Ella stöðvast öll endurnýjun flotans og þar með möguleikar að bæta aðstöðu sjómanna og til að bæta meðferð hráefnis og þar með arðsemina í greininni“. Jafnframt segir í skýrslunni; „ Sýking í íslensku sumargotsíldinni hélt áfram í fyrra og er útlit fyrir að við séum á leið inní þriðju síldarvertíðina í röð með sýkingu. Engu aflamarki var reyndar úthlutað í síld. Loðnuvertíð var enn og aftur mikil vonbrigði, og útlitið ekki gott þar sem engu aflamarki hefur verið úthlutað. Engin úthlutun er í rækju á nýbyrjuðu fiskveiðiári, örlítil hækkun í þorski, svona eins og gott tog, en aðrar tegundir skertar. Aðalsteinn og Gunnar segja að þrátt fyrir óvissu og að erfitt sé að skipuleggja og fjárfesta með langtímamarkmið í huga sé alltaf verið að framkvæma og betrumbæta hlutina s.s. umhverfið á athafnasvæðum fyrirtækisins. Sömuleiðis er sífellt verið að huga að betri meðferð hráefnis m.a. með kælingu og að vinna hráefnið sem ferskast til að auka verðmæti aflans.

Skipverjar á Þóri SF 77

Myndir: Hlynur Pálmason


2

Fimmtudagur 23. september 2010

Vísindakaffikvöld í Pakkhúsinu Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindafólk sem stundar rannsóknir í hinum ýmsu fræðigreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi á Vísindavöku, en hún er haldin samtímis um alla Evrópu í tilefni af „Degi evrópska vísindamannsins“ sem er síðasta föstudag í september. RANNÍS stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi á hverju ári og stendur hún yfir í þessari viku um land allt þar sem haldin eru svokölluð

„Vísindakaffikvöld“ fyrir almenning. Markmiðið með Vísindakaffikvöldunum er að færa vísindin nær fólki og kynna það rannsóknastarf sem stundað er í landinu á aðgengilegan hátt. Vísindakaffi verður í Reykjavík, á Akureyri, Skagaströnd, Húsavík, Sandgerði og á Höfn. Fimmtudaginn 23. september kl. 20:00 - 21:30 verður haldið vísindakaffi í Pakkhúsinu á Höfn á vegum Háskólasetursins þar sem Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur kynnir rannsóknir sínar á höfundarverki Þórbergs Þórðarsonar. Soffía Auður mun einnig segja frá nýútkominni bók, Meistarar og lærisveinar, sem hefur að geyma áður óbirtan texta eftir Þórberg. Allir eru velkomnir á vísindakaffi og í boði verður að sjálfsögðu kaffi og konfekt.

Eystrahorn

Aflabrögð 13. - 19. september Frekar rólegt var yfir bátaflotanum þessa viku eins og sést á löndunum og litlum heildarafla. Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistaða fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51 ................... dragnót.....3....34,9.......blandaður afli Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv.....1......4,8.......blandaður afli Þórir SF 77........................... humarv.....2....20,5.......humar 4,5 Steinunn SF 10 ................... botnv.........1....65,4.......blandaður afli Benni SF 66.......................... lína.............2....12,0.......þorskur 9,0 Dögg SF 18.......................... lína.............4....27,1.......þorskur/steinb. Guðmundur Sig SU 650 . ... lína ...........2....17,2.......þorskur 15,2 Ragnar SF 550 .................... lína ...........2....15,2.......þorskur 13,1 Steinunn, Þinganes og Þórir hafa verið á veiðum fyrir sunnan og landað þar. Línubátarnir aftur á móti sótt á mið fyrir austan og landað á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Seyðisfirði. Glófaxi VE 300 frá Vestmannaeyjum, sem lagði skötuselsnet við Hrollaugseyjar, landaði í annað sinn á Hornafirði 12,6 tonnum og af því voru 12,1 tonn skötuselur.

Opið hús

Steinteppakynning Að Höfðavegi 13 laugardaginn 25. september frá kl. 14:00 - 17:00 Sjón er sögu ríkari.

Frá Skíðadeild Sindra Árleg inflúensubólusetning Bólusetning gegn inflúensu hefst föstudaginn 24. september nk. á Heilsugæslustöð Hornafjarðar. Bólusett er virka daga frá kl. 11-12 og 13-14 til 1. október. Eftir það virka daga milli kl. 11-12. Ekki þarf að panta tíma. Landlæknir hvetur sérstaklega alla 60 ára og eldri og þau börn og fullorðna sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum að láta bólusetja sig. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands

Eystrahorn Sími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949 Útgefandi:.................................HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.......................Albert Eymundsson Netfang: . .................................albert@hornafjordur.is Prófarkalestur:.........................Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:..............................Maríus Sævarsson Umbrot: ...................................Heiðar Sigurðsson Aðstoð:......................................Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ..................................Leturprent ISSN 1670-4126

Skíðadeild Sindra er að undirbúa vetrarstarfið. Þess vegna er leitað til fólks sem gæti átt skíðabúnað og er tilbúið að gefa deildinni hann eða lána. Þeir sem vilja leggja deildinni lið á þennan hátt eru beðnir að hafa samband við Jón Sölva í síma 772-4205 eða á jon@kokkur.is

Tipphornið Síðasta vika var erfið hjá hornfirskum tippurum og var besta skor 9 á laugardagsmiðann. Það var líka eftir miklu að slægjast eða 163 milljónir í fyrsta vinning og var heppinn Svíi sem nældi í þessa upphæð. Kökukeflið var greinilega ekkert á lofti hjá Jóni og félögum í bakaríinu því Nettó náði jafntefli við bakaríisgengið ógurlega. 7 -7 var niðurstaðan og reyna því þessi fyrirtæki með sér aftur, kíkjum á það.

1. Liverpool-Sunderland 2. Arsenal -W.B.A. 3. Birmingham-Wigan 4. Blackpool-Blackburn 5. Fulham -Everton 6. West Ham -Tottenham 7. Leeds -Sheff.Utd. 8. Scunthorp-Ipswich 9. Burnley -Brist.City 10. Nott. Forest -Swansea 11. Q.P.R. -Doncaster 12. Reading -Barnsley 13. Watford -Middlesbro

Bakaríið 1 2 1 1 1x2 1 2 1x2 2 1 1x2 1 12 1x

Nettó 1x 1 1x 1 x2 2 2 1 x2 2 1 1x2 1x 1 1

Fyrirtækjaleikur tippstofunar fer í gang um þessa helgi og er um að gera að vera með frá upphafi. Tökum 10 vikna sprett og 8 bestu vikurnar telja. Sigurvegari frá síðasta vetri er tipphópur Hvanneyjar SF, en í honum eru 4 menn og fá þeir miða á landsleik Íslands og Portúgal núna í október! Til hamingju með það drengir. Það er því eftir einhverju að slægjast með því að taka þátt, smá glaðningur frá Tippstofunni og svo alltaf möguleiki á þeim stóra!!!.


Eystrahorn

Fimmtudagur 23. september 2010

3

Meistarar og lærisveinar

Bifreiðaskoðun á Höfn 4., 5. og 6. október Soffía Auður Birgisdóttir við Þórbergssetur.

Í sumar gerðust þau tíðindi að út kom áður óbirt bók eftir Þórberg Þórðarson. Um er að ræða handrit sem Þórbergur vann að á fjórða áratugnum, um svipað leyti og hann var að skrifa Ofvitann og frásögnin tekur við þar sem frásögn Ofvitans sleppir. Bókin hlaut nafnið Meistarar og lærisveinar enda lýsir það vel frásagnarefninu þar sem Þórbergur er ýmist í hlutverki meistara eða lærisveins. Meginhluti frásagnarinnar snýst um árabilið 1913-1925 sem er að mörgu leyti eitt afdrifaríkasta tímabilið í lífi Þórbergs. Á

þessum árum leggur hann drög að lífsstarfi sínu með norrænunáminu og gefur út sín fyrstu bókmenntaverk. Það hlýtur þó að vera mikill fengur fyrir lesendur Þórbergs að fá í hendur þessa bók þar sem þeir geta sjálfir séð hvernig Þórbergur lýsir ritstörfum sínum, norrænunáminu, guðspekiáhuga sínum og esperantónáminu, svo fátt eitt sé talið. Þá eru hér skemmtilegar lýsingar á Unuhúsi og gestum þess og líkt og í öðrum bókum Þórbergs eru hér óborganlegar lýsingar á ýmsu samferðafólki hans.

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 1. október. Næsta skoðun 22., 23. og 24. nóvember.

Þegar vel er skoðað Til sölu vel með farinn 5 ára, 6 skúffu Zanuzzi bakara- og gufuofn. Upplýsingar í síma 892-9708 Gauti Árnason

Tímatafla Umf Sindra Sundlaug Hafnar Tími 14:00 15:00 16:00 17:00 18:00

Þriðjudagur 7-9 ára 10-12 ára 13 ára +

Mánagarður Tími 14:10 15:00 16:00 16:10 17:00

Fimmtudagur 7-9 ára 10-12 ára 13 ára +

Tími 13:00 14:30 15:20 16:10 17:00 18:00

Þriðjudagur x

Tími 17:00 18:00 19:00 20:00 21:00

Mánudagur

Tími 14:00 15:00

Fimmtudagur 7 fl kk & kvk 6 fl kk & kv. 3.fl. kk 4. fl kk

Karfa dr.fl

Tími 17:00 18:00 19:00 20:00 21:00

Þriðjudagur dans Máni dans Máni

Tími 14:30 16:00 17:00 18:00 19:00 20:30

Föstudagur 3.fl. kvk 2.fl. kk. 4. fl kk 4. fl kvk mfl. kk

Tími 14:20 15:30 15:30 16:30-17:45 17:00 - 19:00 18:00 - 20:30 20:30 - 22:00 20:30 - 22:00

Tími 17:00 18:00 19:00 20:00 21:00

Fimmtudagur

Föstudagur

dans Máni dans Máni

Tími 17:00 18:00 19:00 20:00 21:00

Tími

Laugadagur

Tími

Sunnudagur

12:00 13:00 14:30

mfl.kk

Föstudagur Karfa 8-9 flokkur karfa 7 flokkur Karfa 1-2b (míkró)

Tími 09:20 - 10:00 10:00 - 10:40

Laugadagur leikskól leikskóli

10:45

1 - 2 bekkur fim 3 - 5 bekkur fim 6 - 8 bekkur fim Elstu fim

12:00 13:00 14:00 15:00 16:00 17:30

séræfing frjá 16 ára + frjá 16 ára + mót

Badmington Badmington

Karfa MFL

Gervigras Tími 14:30 16:00 17:00 18:00 19:00 20:00

Mánudagur 3.fl. kk 5 flokkur kk 3.fl. kvk 4. fl kvk

séræfing mfl.kk

21:30

18:00 19:00 20:00

7 fl kk & kvk 6 fl. Kk & kv. 5 flokkur kk 4 fl kk 5. fl kvk

séræfing

Tími 14:30 16:00 17:00 18:00 19:00 20:00 20:00

Miðvikudagur 3.fl.kk 5 flokkur kk 3.fl.kvk 4.fl kvk mfl. kk Drottningar

Séræfing

Old Boys mfl.kvk

16:00 17:00

18:00

5. fl kvk mfl.kvk

19:00 20:00 21:00

Old boys

Tími 14:20 14:20

Fimmtudagur Karfa 3-4 b (MB 10) Karfa 5-6 b (MB 11)

mfl.kk

Íþróttahús Heppuskóli Tími 14:10 - 15:15 14:10 - 15:15 15:15 - 16:45 15-15 - 16:00 16:00 - 17:30 16:30 - 19:00 19:00 20:00 21:30

Mánudagur

frj 10 ára 5-6 fl. Karfa 3-5 bekkur fim Leikskóli fim 1-2 bekkur fim

6 - 8 bekkur fim Blak 3 flokkur Blak mfl kvk Blak mfl kk

Tími Þriðjudagur 13:40 Karfa 1-2b (míkró) 13:40 3-4 flokkur karfa 14:30 5-6 b karfa kvk

14:30 7-9 b karfa kvk 15:20 16:10 17:00

frjá 11-15 ára

18:00 19:00 19:00

Badmington Badmington Frjá 16 ára+

20:00 21:00

karfa 8-9 flokkur Karfa Dr.fl

7 flokkur karfa

blak 4-7 bekkur

Tími

Miðvikudagur

14:40 14:40

frjá 10 ára -

15:30 - 18:00 15:45 - 17:00 16:45 - 18:15 18:15 19:15 20:15 21:15

Karfa 5-6 b 6-8- bekkur fim 1-2 bekkur fim 3-5 bekkur fim Blak mfl kvk Blak mfl kk Blak 3 flokkur Karfa Dr.fl/mfl

15:10 frjá 11-15 ára 16:00 blak 4-7 bekkur 17:00 frjá 16 ára+ 18:00 Karfa 7 flokkur 19:00 20:00

Karfa 8-9 flokkur Karfa Dr.fl

mót mót lokað

12:00 Markmanns 13:00 5. fl kvk 14:00 séræfing 15:00 séræfing


Eystrahorn 34. tbl. 28. árgangur

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

Fimmtudagur 23. september 2010

www.eystrahorn.is

Náttúruskoðunarferð í Mývatnssveitina Eins og eflaust allir vita er umhverfi okkar á suðaustur horni landsins að stærstum hluta mótað af jöklum. Til að skoða ummerki eldsumbrota þarf að sækja lengra. Í nokkur ár hefur nemendum á náttúrufræðibraut í FAS sem komnir eru áleiðis í námi boðist að fara í ferð í Mývatnssveitina. Þar er bæði hægt að skoða fjölbreyttar jarðmyndanir sem hafa myndast vegna eldsumbrota og ekki síður að fræðast um fuglalífið sem er einstakt. Það voru tæplega þrír tugir nemenda ásamt tveimur kennurum sem lögðu af stað í ferðina miðvikudaginn 15. september. Eftir því sem norðar dró bærði haustið sífellt meir á sér því rigningin breyttist smám saman í slyddu. Fyrsti áfangastaðurinn var í Mývatnsstofu þar sem tekið var á móti hópnum og hann fræddur um svæðið. Því næst var farið í heimsókn í Kröflustöð sem framleiðir rafmagn með jarðgufu. Þó veðrið væri ekki upp á það besta lét hópurinn það ekki aftra sér og labbaði í kringum Leirhnjúk en þar sjást

enn vel ummerki Kröflueldanna sem lauk fyrir tæpum 30 árum. Eftir það voru gervigígarnir við sunnanvert Mývatn skoðaðir. Hópurinn hafði aðstöðu í félagsheimilinu Skjólbrekku og eftir að hafa komið sér fyrir þar var haldið í Jarðböðin. Á fimmtudagsmorgninum var síðan gengið á Hverfjall en þaðan er einstakt útsýni yfir svæðið og gott að fá yfirlit yfir mismunandi hraun og gíga. Af Hverfjalli var síðan gengið niður í Dimmuborgir sem skörtuðu fagurlega haustlitunum. Áður en Mývatnssveitin var kvödd var komið við í Grjótagjá og á fuglasafninu í Neslöndum sem er mjög skemmtilegt. Safnið stendur við bakka Mývatns og hægt er að virða fyrir sér margar tegundir fugla út um glugga safnsins. Síðasti áningarstaðurinn var síðan við hveraröndina í Námaskarði. Það var lúinn en ánægður hópur sem kom heim á fimmtudagskvöldinu. Langflestir voru áhugasamir og gaman var að sjá hvernig þeir tengdu saman það sem þeir höfðu áður lært við raunveruleikann.

Söngur um lífið Hornfirska skemmtifélagið flytur lög Rúnars Júl

Sýningar:

sýnt m u r F er b ó t k 2. o

Frumsýning • 2. október • UPPSELT 2. sýning • 9. október • UPPSELT 3. sýning • 16. október 4. sýning • 23. október 5. sýning • 30. október - UPPSELT

Tilboð fyrir hó pa!

Pantanir og nánari upplýsingar á Hótel Höfn í síma 478 1240

www.skemmtifelag.is

Hornfirska skemmtifélagið


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.