Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 15. september 2011

32. tbl. 29. árgangur

Fylgst með gróðri á Skeiðarársandi Í síðustu viku fóru nemendur úr NÁT103 í dagsferð út á Skeiðarársand. Tilgangurinn með ferðinni var að rannsaka merkta reiti og athuga breytingar og mæla vöxt plantna. Þetta er í þriðja skipti sem nemendur í þessum áfanga fara í ferð til að rannsaka gróðurframvindu á þessu svæði. Á sandinum í nánd við gömlu réttina fylgist FAS með fimm 25 fermetra afmörkuðum reitum. Í hverjum reit eru taldar trjáplöntur, þær flokkaðar eftir tegundum, hæð þeirra mæld svo og lengsti árssproti. Nemendur þurfa líka að áætla hlutfall gróðurþekju í hverjum reit og greina þær háplöntur sem þar eru. Ferðin gekk ljómandi vel. Í nyrstu reitunum var þó áberandi mikil aska sem gæti haft áhrif á niðurstöður. Í þessari viku vinna nemendur úr mælingum þessa árs og bera saman við upplýsingar fyrri ára. Þó er hægt að segja að lengsti mældi árssproti var 47 cm og hæsta plantan er 161 sentimetri. Hækkun á plöntum frá fyrra ári er ekki mikil en þeim fjölgaði mikið, einkum víðiplöntum. Myndun rekla hefur einnig aukist og áberandi aukning er á ummerkjum eftir skordýr. Á leiðinni heim kom hópurinn við í Skaftafelli og borðaði nesti og einnig var stoppað við Kvíármýrarkamb til að skoða hop jökulsins og tína ber. Eyjólfur Guðmundsson og Hjördís Skírnisdóttir

Hornfirðingar sigruðu

Sigursveit Hornfirðinga. Fremri röð f.v. Óli Kristján Benediktsson, Gestur Halldórsson og Guðmundur Borgar. Aftari röð f.v. Guðmundur Kr.Guðmundsson, Gísli Páll Björnsson, Héðinn Sigurðsson, Sævar Gunnarsson. Á myndina vantar Magnús Jónasson.

Sveitakeppni golfklúbba á Austurlandi var haldin hér á Hornafirði 10.- 11. september með þátttöku allra golfklúbba á Austurlandi. Keppt var í tveimur riðlum. Í A-riðli sigraði sveit Golfklúbbs Hornafjarðar en Golfklúbbur Neskaupsstaðar í B-riðli. Þessar sveitir léku svo til úrslita þar sem leikar stóðu jafnir eftir 18 holur. Jafnt var líka eftir tvær holur í bráðabana þar sem Guðmundur Borgar og Héðinn Sigurðsson léku fyrir heimamenn. Þá var gripið til þess að slá eitt högg af 100 metrum og sigurvegari yrði sá sem væri nær holu og tryggði Héðinn Sigurðsson þá heimamönnum sigurinn. Glæsilegt afrek eftir hörkuleik við mjög sterka sveit Norðfirðinga. Gestur Halldórsson liðsstjóri Hornfirðinga sagði að leikmenn klúbbanna hefðu dásamað bæði umgjörð og aðstöðu hér á frábærum Silfurnesvellinum. Varð sumum á orði að það ætti að spila hér á Silfurnesvelli annað hvert ár því þetta væri örugglega besti golfvöllurinn á Austurlandi. Gestur vildi þakka öllum kylfingum þátttöku í mótinu og sagðist vonast til að sjá sem flesta að ári.


2

Fimmtudagur 15. september 2011

Sjómanna minnst við messu Í dag eru liðin nákvæmlega 50 ár frá því að vélbáturinn Helgi SF 50 fórst á heimleið úr sölutúr til Englands. Með Helga fórust sjö sjómenn en tveir komust af eftir að hafa hrakist í björgunarbáti í 22 klukkustundir í slæmu veðri, kaldir og matarlausir. Ítarlega frásögn af slysinu má lesa í Sögu Hafnar bls. 236 – 240. Sömuleiðis er í ár 40 ár frá því að Sigurfari SF 58 fórst í Hornafjarðarós 17. apríl 1971. Í Sigurfaraslysinu fórust átta sjómenn en tveimur var bjargað eftir hetjulega baráttu í brimrótinu. Í Sögu Hafnar má lesa um slysið á bls. 240 – 242. Við messu á sjómannadaginn í ár Forsíða Morgunblaðsins var sjómannanna sem fórust með 17. september 1961. Sigurfaranum minnst og í messu á sunnudaginn kemur verður sjómannanna sem fórust með Helga sérstaklega minnst.

Deiliskipulag – Hafnarvík Heppa Boðað er til kynningarfundar um nýtt deiliskipulag fyrir Hafnarvík Heppu á Höfn ásamt málstofu um nýtingu húsa á svæðinu. Fundurinn verður haldinn í Pakkhúsinu á Höfn fimmtudaginn 22. september n.k. kl 20:00 og reiknað er með að kynningin ásamt umræðum standi til kl. 21:00. Kaffi og meðlæti verður til sölu á fundinum. Framkvæmda- og fjármálasvið ásamt atvinnu- og menningarmálanefnd standa að kynningunni sem er hluti af deiliskipulagsferlinu og stefnumótun fyrir nýtingu húsa innan svæðisins. Hægt er að nálgast kynningargögn um skipulagið á neðangreindri vefslóð.

Eystrahorn

Félagslíf í FAS Nú á dögunum hóf Sandra Björg Stefánsdóttir störf sem félagsfulltrúi FAS en nemendafélag skólans gekkst undir talsverðar breytingar á síðustu önn. Ákvað síðast starfandi nemendaráð að leggja starf sitt niður og breyta umgjörðinni á starfsemi félagsins, má því segja að Sandra sé að koma inní nýtt skip á nýrri stefnu.

Sandra Björg Stefánsdóttir

Starfið leggst vel í Söndru. Boltinn fer hægt en örugglega af stað en Sandra hóf störf um sl. mánaðamót. Nú þegar hefur tekið til starfa nýr leikhópur FAS og segir Sandra að það sé fullt af fleiri pælingum í startholunum. Starf Söndru fellst í að vinna til hliðar Sigfinni Björnssyni, forseta nemendafélagsins og Símoni Rafni Björnssyni,

Áherslur þremenninganna verða á frjálsa deildarstarfsemi sem eiga að tóna við áhugamál hvers og eins, allir eiga að geta tekið þátt. Sandra nefnir að þetta eigi ekki bara tengjast frítíma nemenda, heldur einnig áhugamálum þeirra. Þegar þessi frétt er birt hefur þegar verið haldinn fundur til að virkja og kynna tækifæri þeirra sem vilja starfa eða stofna deild innan nemendafélagsins. Starfið leggs vel í Sigfinn og Símon sem segja að samvinnan verði leikur einn og vona þeir að allt muni ganga vel, því allt veldur þetta á þátttöku og áhuga nemenda FAS. Eystrahorn þakkar Söndru, Sigfinni og Símon Rafni, sem innan veggja skólans eru kölluð „eSSin þrjú“. Ottó Marvin Gunnarsson Nemendur í fjölmiðlafræði í FAS

Íbúð til leigu

84 fm. íbúð til leigu. Er laus strax. Upplýsingar í síma 478-2110

http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/ upplysingar/skipulag/ikynningu/

varaforseta félagsins, vinna þau að koma fólki með lík áhugamál saman eins og gerðist með leikhópinn, en Sandra segir að hann hafi byrjað með innskoti þriggja nemenda sem höfðu leitað til hennar og hún hafi svo komið þeim saman.

Íbúð til leigu

Til leigu er 97 fm íbúð miðsvæðis á Höfn. Laus strax. Upplýsingar í síma 471 2675 eða 896 2675.

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

Eystrahorn

@VjekVc\jg'Æ,%%:\^ahhiVÂ^gÆH†b^*-%,.%*Æ;Vm*-%,.%& www.inni.is

FÉLAG FASTEIGNASALA

Vildaráskriftina má greiða =V[cVgWgVji&*Æ,-%=Ž[cÆH†b^*-%,.&*Æ;Vm*-%,.&& í Landsbankanum lll#^cc^#^hÆ^cc^5^cc^#^h

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Gunnlaugsson, Útgefandi:.Hilmar ........... HornafjarðarMANNI

hrl. og lögg. Ritstjóri og fasteignasali ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson s. 580 7902 Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

kirkjubraut

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

Vel staðsett einbýlishús ásamt bílskúr og sólstofu, 4 svefnherbergi, alls 199,1 m². Auðveld kaup.

MIÐTÚN

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

Vel staðsett 69,4 m², 3ja herb. íbúð í parhúsi, mikið endurnýjuð að innan, góð fyrsta eign.

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

hlíðartún

Vandað og vel byggt 245,9 m² einbýlishús með auka íbúð og tvöföldum bílskúr. Endurnýjuð, bað, gólfefni, lagnir o.fl. Staðsetningin en frábært innst í botngötu.


Opið hús laugardaginn 17. september 2011 Frá kl. 10 – 16 Í tilefni af 65 ára afmæli sínu býður Skinney-Þinganes öllum Hornfirðingum að heimsækja nokkrar starfsstöðvar fyrirtækisins og kynnast starfseminni sem þar fer fram. Einnig býðst gestum að koma og skoða nýja sýningu sem útbúin var til að minnast afmælisins. DAGSKRÁ: Veiðarfæragerðin, Óslandi Opnun afmælissýningar um sögu og starfsemi Skinneyjar-Þinganess. Léttar veitingar og lifandi tónlist. Opið frá kl. 11:00 – 16:00. Fiskimjölsverksmiðjan, Óslandi Skoðunarferðir undir leiðsögn verkstjóra. Opið frá kl. 10:00 – 14:00.

Frystihúsið, Krossey Skoðunarferðir undir leiðsögn verkstjóra. Opið frá kl. 10:00 – 14:00 Vinsamlegast athugið að börn 14 ára og yngri fá ekki að koma með í skoðunarferðirnar nema í fylgd með foreldrum.


Skinney-Þinganes er eitt af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum Íslands. Fyrirtækið rekur saltfiskverkun árið um kring auk þess að frysta í stórum stíl humar, loðnu, makríl og síld. Við þessa starfsemi vinna 110–130 manns í landi. Fyrirtækið gerir út sjö fiskiskip með 90 manna áhöfn alls.

Starfsfólkið

Húsin

Helsta verðmæti Skinneyjar-Þinganess er mannauður þess. Hjá fyrirtækinu starfa um 220 manns og er bakgrunnur þeirra, þjóðerni, menntun og aldur mjög fjölbreytilegur. Mikil þekking á ólíkum sviðum er til staðar innan fyrirtækisins. Lögð er áhersla á að tryggja góðan aðbúnað starfsfólks og eru öryggismál í fyrirrúmi.

Hús Skinneyjar-Þinganess setja mikinn svip á höfnina og nærliggjandi svæði. Starfsemin fer fram í tólf byggingum sem samtals eru um 25.700 m² að flatarmáli. Frystihúsið í Krossey er þeirra stærst eða 9.000 m² að stærð. Þar næst koma veiðarfæragerðin í Óslandi (um 3.500 m²) og Skinneyjarhúsið (um 3.300 m²) þar sem saltfiskkælir fyrirtækisins er til húsa.

Bátarnir

Samstarfslöndin

Stærstu fiskveiðiskip Skinneyjar-Þinganess eru nóta- og togskipin Jóna Eðvalds SF-200 (1.741 brúttó tonn) og Ásgrímur Halldórsson SF-250 (1.528 brúttó tonn) sem bæði voru smíðuð í Noregi. Nýjustu skip flotans eru Skinney SF-20 og Þórir SF-77 sem voru smíðuð í Tævan árið 2009. Skinney-Þinganes á alls níu skip en tvö þeirra hafa verið án verkefna um nokkra hríð.

Skinney-Þinganes á í margvíslegu samstarfi víðs vegar um heim enda er langstærsti hlutinn af framleiðslu fyrirtækisins seldur úr landi. Gróflega má áætla að aðeins um 0,3% af afurðum þess fari beint til neyslu innanlands. Frá því að gámur leggur af stað frá Höfn líður allt frá einni viku og upp í tvo mánuði þar til hann er kominn á áfangastað. Ræðst það aðallega af vegalengdum og þeim höftum og skilyrðum sem útflutningur er háður.


Afurðirnar

Vinnslan

Skip Skinneyjar-Þinganess koma með fjölbreytt sjávarfang að landi. Aflinn er að mestu unninn í vinnslum fyrirtækisins á Hornafirði, í margvíslegar afurðir. Afla sem kemur til vinnslu má í grunninn skipta í þrennt: Uppsjávarfisk (síld, loðna og makríll), bolfisk (t.d. þorskur og ýsa) og humar. Uppsjávarfiskur er einkum frystur og seldur þannig úr landi, ýmist flakaður eða heill. Einnig er hluti aflans unninn í mjöl og lýsi hér á Hornafirði. Bolfiskur er seldur frosinn, saltaður og ferskur. Verðmætasta afurð fyrirtækisins er humarinn sem er frystur og fer verð hans eftir gæðum, stærð og útliti.

Fiskvinnsla Skinneyjar-Þinganess er starfrækt allt árið og fer öll vinnslan fram í landi. Reynt er að stýra veiðum og vinnslu fyrirtækisins þannig að starfsemin verði sem jöfnust á milli mánaða. Vinnslulínurnar eru sjö talsins, flestar sérsmiðaðar. Ólíkar vinnslulínur gera fyrirtækinu kleift að hafa tiltölulega jafna starfsemi allt árið, auk þess sem fjölbreytt vinnsla dregur úr rekstraráhættu. Mest eru af köstin í uppsjávarlínu en frystigetan í uppsjávarlínunni er um 400 tonn á sólarhring.

Hagræn staða

Samfélagsstuðningur

Skinney-Þinganes er umsvifamesta fyrirtækið á Hornafirði og stærsti atvinnuveitandi í sveitarfélaginu. Gjaldeyristekjur þess árið 2010 námu rétt um 7 milljörðum króna. Um 70% af tekjum fyrirtækisins fara í að greiða beinan kostnað við veiðar og vinnslu en þau 30% sem eftir standa eru nýtt til að greiða af borganir af lánum, vexti og skatta, svo og til nýfjárfestinga. Árið 2010 greiddi fyrirtækið samtals um 374 milljónir króna til Sveitarfélagsins Hornafjarðar (útsvar, aflagjöld, fasteignagjöld o.fl.). Skinney-Þinganes er einnig stór neytandi í heimabyggð og námu greiðslur þess til annarra fyrirtækja á Hornafirði vegna aðkeyptrar vöru eða þjónustu samtals um 380 milljónum króna á árinu 2010.

Saga sjávarútvegs og byggðarlags er samofin og góð tengsl við samfélagið á svæðinu eru fyrirtækinu því afar mikilvæg. Skinney-Þinganes leggur áherslu á eflingu byggðarlagsins og ver á hverju ári hluta af hagnaði sínum til góðgerðar- og líknarmála og í stuðning við ýmsa samfélagslega starfsemi, svo sem íþrótta- og tómstundastarf. Árið 2010 varði Skinney-Þinganes alls um 7,4 milljónum króna í samfélagsstyrki af þessum toga.


Saga fyrirtækisins í 65 ár Forsaga og tilurð Skinney-Þinganes var stofnað árið 1999 með samruna þriggja fyrirtækja: Borgeyjar hf., Skinneyjar hf. og Þinganess ehf. Borgey var elst þessara fyrirtækja, stofnað af Kaupfélagi AusturSkaftfellinga ásamt hópi einstaklinga árið 1946, en Skinney og Þinganes voru fjölskyldufyrirtæki með að baki um 30 ára sögu. Skinney var stofnuð árið 1968 en Þinganes árið 1972.

annar skuttogari í flotann, Stokksnes SF-89. Árið 1992 tók Borgey yfir allan sjávarútvegsrekstur Kaupfélags Austur-Skaftfellinga og var þar með komið í hóp stærri sjávarútvegsfyrirtækja landsins. En róðurinn var þungur og í árslok var reksturinn kominn í þrot. Borgey varð að sjá á eftir báðum togurum sínum ásamt miklum bolfiskkvóta.

Í kjölfarið fylgdi umfangsmikil fjárhagsleg Bæði Skinney og Þinganes gerðu út vertíðarbáta. endurskipulagning sem skilaði ágætum árangri Borgey gerði lengi vel út einn vertíðarbát en fyrst í stað en á árunum 1997-1998 fjaraði frá 1975 voru þeir tveir, Hvanney SF- 51 og hratt undan rekstrinum. Í framhaldinu hófust Lyngey SF-61. Um miðjan níunda áratuginn var viðræður um frekari sameiningu við önnur starfsemin aukin með kaupum á skuttogara, sjávarútvegsfyrirtæki. Í janúar 1999 samþykkti Þórhalli Daníelssyni SF-71. Síðar voru keyptir tveir meirihluti eigenda Borgeyjar tilboð Skinneyjar og vertíðarbátar til viðbótar og eftir sameiningu við Þinganess um kaup á rúmlega helmingi hlutafjárins útgerðarfélagið Samstöðu hf. árið 1992 bættist og í kjölfarið voru fyrirtækin þrjú sameinuð.

Með byr í seglin á nýrri öld Frá upphafi hefur Skinney-Þinganes lagt áherslu á að endurnýja skipaflota sinn og auka kvóta fyrirtækisins til að styrkja rekstrargrundvöll þess. Þetta hefur meðal annars verið gert með samvinnu við önnur sjávarútvegsfyrirtæki, kaupum á minni útgerðarfélögum og nýsmíði skipa. Jafnframt hafa verið gerðar margvíslegar úrbætur á búnaði fiskvinnslunnar. Árið 2002 keypti dótturfyrirtæki Skinneyjar-

Þinganess, Skeggey ehf., fiskimjölsverksmiðjuna á Höfn en frá árinu 2007 hefur verksmiðjan verið í eigu Skinneyjar-Þinganess. Árið 2010 tók fyrirtækið yfir starfsemi netaverkstæðis Ísfells á Hornafirði. Önnur fyrirtæki sem eru að hluti til í eigu fyrirtækisins eru þrjú: Iceland Pelagic, Ajtel Iceland og Nóna. Að öllu samanlögðu telst Skinney-Þinganes vera eitt af tólf stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins.


Eystrahorn

Fimmtudagur 15. september 2011

Þakkir fyrir góðar móttökur Okkur hjónunum langar að koma á framfæri sérstökum þökkum fyrir einstaklega góðar móttökur í heimsókn okkar til Íslands og Hornafjarðar þar sem rætur Toms eru. Heimsóknin hafði mikil áhrif á okkur og verður ógleymanleg. Hafið einlæga þökk, frændfólkið sem við hittum og bar okkur á höndum sér svo og aðrir Hornfirðingar sem kynntu okkur svæðið og aðstæður í þessu fallega héraði.

7

Ágústa fær alþjólega viðurkenningu

Tom og Clara Eymundson frá Kanada

Aflabrögð 1. - 11. september Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv...... 3..... 40,8.humar 2,1 (halar) Skinney SF 20...................... humarv...... 2..... 29,3.humar 5,8 Þórir SF 77........................... humarv...... 2..... 57,6.humar 16,7 Steinunn SF 10..................... botnv.......... 2... 107,9.ufsi 47,2 Guðmundur Sig SU 650...... lína.............. 2....... 2,8.ýsa 1,6 Ragnar SF 550...................... lína.............. 2....... 6,7.ýsa 5,7 Dögg SU 118........................ lína.............. 4..... 12,4.þorskur/keila/langa Ásgrímur Halldórsson........ flotv............ 2...... 924.síld 784 Jóna Eðvalds SF 200........... flotv............ 3... 1.531.síld 987 Þinganesi SF 25................... flotv............ 1..... 17,4.13,4 makríll

Ágústa Margrét er í annari röð fyrir miðju.

Í síðustu viku fór fram í Hörpu í Reykjavík stærsta Evrópuráðstefna kvenna í nýsköpun. Í tengslum við ráðstefnuna fengu 50 konur frá fjölmörgum löndum alþjóðlega viðurkenningu fyrir nýsköpunar verkefni þar af um 20 frá Íslandi. Meðal þeirra var Ágústa Margrét Arnardóttir (dóttir Ödda og Unnar) sem fékk viðurkenningu fyrir nýsköpun á sviði nýtingar á náttúrulegum hráefnum sem annars færu til spillis. Ágústa sem býr og starfar á Djúpavogi sagði þetta mikinn heiður fyrir sig og opna ýmsar dyr m.a. tengslanet við konur og karla út um allan heim. Ágústa Margrét hefur verið dugleg að kynna verk sín og ekki alltaf farið troðnar slóðir í þeim efnum. Þeir sem vilja kynna sér framleiðslu Ágústu Margrétar geta farið inná www.arfleifd.is eða http://www.facebook.com/arfleifd.

Heimild: www.fiskistofa.is

PVC-u GLUGGAR HURÐAR OG GLER

Hafnarkirkja

Sunnudaginn 18. september Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00

Í messunni verður þess minnst að þann 15. september voru liðin 50 ár frá því að Helgi SF 50 sökk á Færeyjabanka. Sóknarprestur

Á Íslandi er síbreytileg veðrátta alþekkt. Þess vegna ættu Íslendingar að velja vandaðar byggingavörur sem standast erfið veðurskilyrði og krefjast lágmarks viðhalds.

Minningarkort Hafnarkirkju er hægt að nálgast hjá: Hafdísi í Sport-X í Miðbæ í síma 478-1968 Ástríði Sveinbjörnsdóttur í síma 847-8918 Guðrúnu Þorsteinsdóttur í síma 864-4246

Full búð af barnafötum frá Disney og Me too Verið velkomin

Öll framleiðsla fyrir Glerborg er CE vottuð

Komdu við á söluskrifstofu okkar að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu. Við bjóðum upp á greiðsluskilmála við allra hæfi.

SÍMI: 565 0000

Opið virka daga frá kl. 13-18

Dalshraun 13 • 220 Hafnarfjörður • Sími 565 0000 Fax 555 3332 • glerborg@glerborg.is • www.glerborg.is


markhonnun.is

NAUTAHAKK

33%

FERSKT

afsláttur

Kræsingar & kostakjör

998

kr/kg

áður 1.498 kr/kg

KRÆSINGAR & KOSTAKJÖR FERSKT

25%

1.799

afsláttur

kr/kg áður 2.398 kr/kg

GOURMET LAMBAHRYGGUR

FERSKT

1.998

1.399

kr/kg Frábært verð!

SVÍNALUNDIR

FERSKUR

GOURMET LAMBALÆRI

FERSKAR

kr/kg áður 1.698 kr/kg

GRÍSAKÓTELETTUR FERSKAR

SL N ÁT ÝRA Ð

NAUTAINNRALÆRI

NAUTAGÚLLAS FERSKT

42%

1.699

kr/kg áður 1.985 kr/kg

VÍNBER GRÆN

SL N ÁT ÝRA Ð

afsláttur

50%

1.495

1.199

kr/kg Líttu á verðið!

PESTÓ

RAUTT/GRÆNT

kr/kg áður 2.049 kr/kg

TANNKREM 3 TEGUNDIR

275

kr/kg áður 549 kr/kg

199

kr/stk. áður 259 kr/stk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

149

kr/pk. FRÁBÆRT VERÐ!

Tilboðin gilda 15.-18. sept. eða meðan birgðir endast

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

afsláttur

Eystrahorn 32. tbl. 2011  
Eystrahorn 32. tbl. 2011  

Eystrahorn 32. tbl. 2011