Eystrahorn 29. tbl

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 19. ágúst 2010

29. tbl. 28. árgangur

Eystrahorn

Handverksmaður ársins 2010 Ragnar Arason frá Borg var valinn handverksmaður ársins 2010 á Handverkssýningunni á Hrafnagili um daginn. Eystrahorn ræddi við Ragnar sem hafði þetta að segja um áhuga sinn og smíðina; “Það var til heimasmíðaður rennibekkur heima á Borg sem Hálfdán á Bakka smíðaði og við strákarnir vorum að fikta við. Kannski byrjaði áhuginn þar. Þegar leið að starfslokum á vinnumarkaði fór ég að hugleiða hvað ég gæti gert ef heilsan leyfði, vildi vera undirbúinn fyrir þessi tímamót. Um þetta leyti sá ég auglýsingu um námskeið í rennismíði og ákvað að sækja það. Eftir námskeiðið fór ég svo að æfa mig og fann að þetta átti vel við mig. Síðan fór ég aftur á annað námskeið hjá Kristjáni Jóhannssyni í Kópavogi og þá var ekki aftur snúið. Ég hef aðstöðu í bílskúrnum þar sem ég hef bæði stóran rennibekk og annan lítinn sem ég get tekið með mér til dæmis upp í Ekru þar sem ég hef félagsskap meðan ég er að renna smærri hluti. Fólk sem kom í heimsókn og sá hlutina sem ég var að renna fór að falast eftir hlutum og því lá beinast við að koma þeim í sölu í Handraðanum. Það hefur gengið bara ágætlega að selja þar miðað við hvernig handverk selst almennt. Það var fyrir hvatningu að ég hef farið á

hina árlegu handverkssýningu á Hrafnagili í Eyjafirði. Ég hef farið þangað síðustu tíu ár með tveimur undantekningum. Sýningin er góður vettvangur til að koma sér á framfæri. Þetta er menningarleg samkoma og fjölbreytt handverk til sýnis þarna. Já, ég vinn mest úr íslenskum viði birki, reyniviði og gullregni sem er í mestu uppáhaldi hjá mér en það er erfiðara að útvega sér það. Sömuleiðis nota ég ösp sem er meðhöndluð á sérstakan hátt. Ég þurrka hana ferska í örbylgjuofni og þá helst hún hvít og falleg. Ég fæ efnið úr ýmsum áttum meðal annars fékk ég mikið af reynivið úr kirkjugarðinum á Stafafelli. Svo færir fólk mér tré en harðviðinn þarf ég að kaupa. Mest renni ég af alls konar skálum, eggjabikurum, eftirlíkingum af mjólkurbrúsum, mjólkurfötum og strokkum. Sömuleiðis töluvert af pennum og taflmenn líka. Ég hef mesta ánægju af að renna hluti sem þarf útsjónarsemi við og er svolítil áskorun.”

Sveinbjörg og Einar Ásgeir í landsliðið Frjálsíþróttafólkið okkar í USÚ, Sveinbjörg Zophoníasdóttir og Einar Ásgeir Ásgeirsson, hefur verið valið í unglingalandslið Íslands sem keppir á Norðurlandameistaramótinu sem fram fer að þessu sinni á Akureyri 28. - 29. ágúst nk. Einar keppir í 1500 m hlaupi og Sveinbjörg í langstökki og

4x100 m boðhlaupi. Ísland og Danmörk mynda sameiginlegt lið en hin Norðulöndin, Finnland, Noregur og Svíþjóð sem eru miklar frjálsíþróttaþjóðir mæta hver með sitt lið. Hér er um að ræða mjög sterkt mót enda Norðurlandaþjóðirnar með mikla hefð og gott uppbyggingarstarf hjá börnum og ungmennum.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


2

Fimmtudagur 19. ágúst 2010

Eystrahorn

Skemmtilegir leikir og spenna framundan Fjórar vítaspyrnur í sama leik Það gekk á ýmsu í leik meistaraflokks karla gegn Hvíta riddaranum hér heima um helgina. Sindramenn byrjuðu af krafti og höfðu yfir í hálfleik 4 – 0. Í leiknum voru dæmdar fjórar vítaspyrnur, tvær á hvort lið. Það er skemmst frá því að segja að Denis í marki Sindra varði báðar vítaspyrnur mótherjanna og Sindramenn misnotuðu aðra sína. Leiknum lauk svo með 5 – 0 sigri heimamanna. Þetta var síðasti heimaleikur meistaraflokks og nú er staðan sú að liðið getur tryggt sér sæti í

úrslitakeppni 3. deildar með sigri í síðasta leik. Sá leikur verður gegn efsta liðinu Árborg og fer fram á Selfossi nk. laugardag kl. 14:00. Þó getur staðan breyst ef KFG og Álftanes gera jafntefli í sínum lokaleik í kvöld. Þá getur Sindraliðið leyft sér að tapa leiknum með a.m.k. níu marka mun og komast samt áfram á hagstæðari markatölu. Hornfirðingar sem hafa tækifæri til og annað stuðningsfólk liðsins er hvatt til að mæta á leikinn á Selfossi og hvetja strákana okkar.

Strákarnir í 5. flokki eru duglegir að æfa og ánægðir með nýja gevigrasið.

Tvö mörk eftir rúma mínútu Það er örugglega mjög sjaldgæft að eftir rúmlega mínútu leik hafi bæði lið skorað eitt mark. Það var einmitt það sem gerðist í leik Sindra gegn Gróttu í 2. flokki karla á sunnudaginn. Hvort hér sé um einhvers konar met að ræða skal látið ósagt en þetta er óvenju fjörug byrjun á leik. Eftirleikurinn var líka spennandi enda leikið í úrhellisrigningu og völlurinn háll og boltinn sleipur. Gróttudrengir skoruðu svo tvö mörk áður en stundarfjórðungur var liðinn en Stúlkurnar í 5. flokki hafa staðið sig vel í sumar og urðu Austurlandsmeistarar. Næsta verkefni þeirra er að taka þátt í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Þjálfari þeirra er gamli markmaðurinn Hajrudin Cardaklija.

Jafntefli hjá stúlkunum Meistaraflokkur kvenna lék sömuleiðis um helgina gegn FRAM. Sindrastúlkur voru greinilega sterkari aðilinn og voru yfir í hálfleik 2 – 0. Þrátt fyrir góðan leik okkar stúlkna og ágætis marktækifæri voru það

gestirnir sem nýttu sín færi og jöfnuðu leikinn í seinni hálfleik. Meistaraflokkurinn hefur lokið heimaleikjum sínum en eiga eftir Fjölnir á útivelli föstudaginn 20. ágúst kl. 19:00.

Eystrahorn Sími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949 Útgefandi:.................................HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.......................Albert Eymundsson Netfang: . .................................albert@hornafjordur.is Ljósmyndir:..............................Maríus Sævarsson Umbrot: ...................................Heiðar Sigurðsson Aðstoð:......................................Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ..................................Leturprent ISSN 1670-4126

Sindradrengir klóruðu í bakkann með einu marki í viðbót fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik skoruðu Sindradrengir þrjú mörk áður en gestirnir minnkuðu muninn. Endaði þessi sérstaki en skemmtilegi og spennandi leikur því 5-4 fyrir Sindra. Með þessum sigri eru okkar drengir að blanda sér í toppbaráttuna í sínum riðli sem verður að teljast góður árangur en liðið á eftir að leika fimm leiki.

Húsnæði óskast Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir húsnæði til leigu sem fyrst. Guðrún Sturlaugsdóttir S. 867-6604.

Gefins hvolpar Yndislegir þrír hvolpar fást gefins. Móðir íslensk/ Border Collie og faðir Border Collie. Upplýsingar í síma 478-1432. Edda.

Áskrifendur

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornfjarðarMANNI

Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

Útgefandi þakkar þeim fjölmörgu sem nú þegar hafa greitt vildaráskrift.


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. ágúst 2010

3

Skiptinemar á Hornafirði Með þessari grein langar mig að vekja áhuga Hornfirðinga á starfi AFS. Afs eru sjálfboðaliðasamtök sem taka við skiptinemum frá löndum allstaðar frá. Á þessu ári er gert ráð fyrir að AFS á Íslandi taki á móti u.þ.b. 25 skiptinemum. Þetta er rosalega fræðandi og uppbyggjandi fyrir krakka – að fara út sem skiptinemar. Þetta er einstök lífsreynsla og segi ég fyrir sjálfa mig að þetta hafi verið besta ár lífs míns þegar ég fór út – og ég veit að margir skiptinemar eru sammála mér og hinir sem eiga eftir að fara eiga eftir að verða sammála mér. Vandamálið hér, eins og í mörgum öðrum löndum, er hinsvegar að finna heimili fyrir krakkana. Núna í júní/júlí yfirgáfu tveir skiptinemar Hornafjörð og höfðu þá ekki verið skiptinemar á Höfn í 4 eða 5 ár.

Greinarhöfundur í Mexíkó með fjölskyldu sinni.

Það eru margar fjölskyldur sem hafa það einstaka tækifæri að taka að sér skiptinema. Já, ég segi einstakt tækifæri þar sem það er ekki einungis frábært að fara út sem skiptinemi, heldur

ÚTSÖLULOK Síðasti dagur útsölunnar verður laugardaginn 21.ágúst

Enn meiri afsláttur

er líka yndislegt að taka að sér skiptinema og kynnast þeim, landi og þjóð í eitt ár. Fjölskylda mín hefur tekið við tveimur skiptinemum frá AFS og veit ég að þetta hefur verið frábær

reynsla fyrir okkur og þess vegna vil ég hvetja fólk á Hornafirði að skoða afs.is og kynna sér þetta. Þarna er hægt að finna lista yfir skiptinema sem eru að koma til landsins núna bráðlega. Á síðunni er svo hægt að sækja um og kynna sér þetta betur. Þú þarft ekki að skuldbinda þig í ár, það getur verið tímabundið til að byrja með til hálfs árs. Það styttist óðum í að krakkarnir lendi á klakanum (þ.e.a.s þeir munu fara til fjölskyldna sinna á sunnudaginn) en ennþá vantar okkur fjölskyldur sem eru til í að hýsa skiptinema. Þetta kostar ykkur ekkert og þið græðið bara á þessu. Gefum samfélaginu smá lit og hýsum skiptinema! Og koma svo, það sakar ekkert að kynna sér þetta! Þórhildur Rán Torfadóttir

Byrjendanámskeið í blaki Þriggja daga námskeið í blaki fyrir byrjendur verður í íþróttahúsinu eftirfarandi kvöld: mánudaginn 23. ágúst kl. 20:00, þriðjudaginn 24. ágúst kl. 20:00, miðvikudaginn 25. ágúst kl. 20:00. Blakdeildin hvetur bæði konur og karla til að mæta og sjá hvort þessi skemmtilega íþrótt henti þeim ekki.

Í FORMI

Hægt er að mæta eitt kvöld eða öll allt eftir aðstæðum fólks. Á HÖFN Í HORNAFIRÐI Hugmyndin er að þeir þátttakendur sem vilja geti verið með í vinsæla mótinu Íformi sem haldið verður helgina 17. – 18. sepember.

Stjórn Blakdeildar Sindra

Frá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu

Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

Innritun nýnema skólaárið 2010-2011 verður í Tónskólanum Sindrabæ fimmtudaginn 26. ágúst frá kl: 12:00 – 20:00 og föstudaginn 27. ágúst frá kl: 9:00 – 15:00. Allir þeir sem telja sig vera á biðlista þurfa að endurnýja umsókn sína. Þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um. Framhaldsskólanemendur eru beðnir um að skila inn ljósriti af stundatöflu sinni. Umsóknareyðublöð munu einnig liggja í Grunnskóla Hornafjarðar. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 470-8460 (ath breytt símanúmer) á umsóknartíma og inn á heimasíðu skólans www.rikivatnajokuls.is/tonskoli Skólastjóri

Í FORMI

Á HÖFN Í HORNAFIRÐI

U mb oð s að i l i


68;38A ( !! ร 6ร BC

COOP SPECIAL 500 g

288

KR

COOP BRAN FLAKES 359 g

Nestlรฉ Cheerios morgunkorniรฐ er loksins komiรฐ

รญ Nettรณ

359

KR

CO-OPERATIVE KORNFLร GUR 500 g

COOP SPECIAL 500 g

289

298

KR

KR

COOP HONEY BEES 500 g

COOP CORN FLAKES 500 g

298

298

KR

SAFARร K RAUร EPLI

119

KR

MORGUNKORN

SEM LOKKAR ร IG ร Fร TUR

$ PUb[uccda

B?A8:;0=38 ;9ร 554=6DA :>BCDA

KR/KG ร ร UR 237

= cc

a

COOP LAXALUNDIR

798 KR/PK

= cc

a

LAX INNBAKAร UR

1.798 KR/PK

= cc

a

LAXABITAR 4 X 100 G

798 KR/PK

= cc

a

LAXALUNDIR MEXICO

898 KR/PK

= cc

a

LAXALUNDIR TOSCANA

898 KR/PK

18AC <4 5HA8AE0A0 D< ?A4=CE8;;DA 68;38A <4 0= 18A6 8A 4=30BC B:Aร D 86 ร ?ร BC;8BC0== ร FFF =4CC> 8B


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.