Eystrahorn 28. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn 28. tbl. 30. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 23. ágúst 2012

Jón Vilberg Íslandsmeistari í torfæru

Jón Vilberg með fjóra bikara.

Aðstoðarfólkið stóð sig líka vel.

Lokaumferðir í torfærukeppnum sumarsins fóru fram á Akureyri 18. og 19. ágúst. Um var að ræða tvær keppnir, Íslandsmeistaramótið og Norðurlandameistaramótið, sem voru samkeyrð þessa helgi. Fimm Norðmenn og einn Svíi mættu til leiks. Fyrir mótið var okkar maður Jón Vilberg Gunnarsson með 5 stiga forystu í stigakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í flokki götubíla. Hann þurfti því að keyra vel til að halda forystunni áfram. Fyrri dagurinn byrjaði illa og var hann í 5. sæti eftir þrjár þrautir en eftir góðan akstur í seinustu þrem þrautunum náði hann að tryggja sér sigur og þar með góða forystu í Íslandsmótinu. Seinni daginn þurfti Jón Vilberg því aðeins að keyra eina þraut til þess að verða meistari og útkoman var 3. sætið þennan dag eftir að hafa verið í toppbaráttu allan tímann en orðið fyrir bilun í seinustu þraut. Þar með var hann orðinn Íslandsmeistari. Jón Vilberg tók sömuleiðis öll tilþrifaverðlaun sumarsins sem er sennilega einsdæmi. Árangur hans er enn athyglisverðari fyrir þær sakir að þetta er hans fyrsta keppnistímabil. Kannski á „gamli“ sigurvegarinn, Gunnar Pálmi faðir hans, einhvern þátt í þessu en hann vann til fjölmargra titla á sínum tíma og Jón Vilberg ók einmitt gamla bílum en að sjálfsögðu mikið endurnýjuðum. Jón Vilberg bað um að koma á framfæri þökkum til allra sem lögðu hönd á plóg til þess að gera þetta að veruleika.

Skaftfellingur kominn út Tuttugasti og fyrsti árgangur héraðsritsins Skaftfellings er komið út. Ritið flytur að vanda fjölbreytt efni úr Austur-Skaftafellssýslu, bæði nýtt og gamalt. Má þar nefna frásagnir, viðtöl, verkefni framhaldsskólanema, smásögu eftir Kristínu Jónsdóttur, greinar presta um látna Hornfirðinga og síðast en ekki síst fjölda teikninga eftir Gísla Eystein Aðalsteinsson. Formála skrifar Hugrún Harpa Reynisdóttir formaður ritnefndar og Runólfur Hauksson tók kápumyndina. Útgefandi Skaftfellings er Menningarmiðstöð Hornafjarðar, en ritnefnd skipa Bryndís Björk Hólmarsdóttir, Guðrún Ingimundardóttir, Hugrún Harpa Reynisdóttir, Kristín Gísladóttir og Sigurður Örn Hannesson sem jafnframt er ritstjóri. Heiðar Sigurðsson annaðist umbrot og prentsmiðjan Oddi sá um prentun. Skaftfelling er hægt að fá bæði í áskrift og lausasölu hjá Menningarmiðstöð Meðal efnis í nýjasta Skaftfellingi er viðtal Hornafjarðar, Nýheimum, 780 Höfn, sími: 470 8050, við Guðmund Jónsson byggingameistara um netfang: menningarmidstod@hornafjordur.is kirkjubygginguna í Bjarnanesi.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.