Page 1

Eystrahorn 20. tbl. 29. árgangur

Fimmtudagur 19. maí 2011

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Ljósmyndara langar á sjó

Sigurður Ólafsson skipstjóri á Sigurði Ólafssyni hafði samband við blaðið vegna áhugaljósmyndara frá Frakklandi sem hefur sérstakan áhuga á að ljósmynda sjómenn við störf. Sýnishorn af myndum hans má sjá hér á forsíðunni. Siggi Óla hafði þetta um málið að segja; „Stutta útgáfan er sú að Fred Beveziers var á ferðalagi um Ísland í fyrra og hitti okkur á bryggjunni þegar við vorum að landa eftir humartúr. Eftir spjall var svo ákveðið að hann kæmi með okkur í næsta túr og varð hann gríðarlega ánægður með þann túr og er búinn að vera í sambandi við mig síðan. Svo ánægður var hann með

Íslandsdvölina og þá sérstaklega Hornafjörð og sjóferðina að hann ætlar að koma aftur í heimsókn núna um miðjan maí og vera fram yfir sjómannadag. Aðal markmiðið með heimsókninni núna er að taka myndir og þá sérstaklega af sjómönnum. Í framhaldi af því langar hann að halda ljósmyndasýningu á afrakstrinum eða gera eitthvað meira með myndirnar. Fred er í franska sjóhernum en í fríum hefur hann ferðast mikið um heiminn til að taka myndir og mikið til af fólki við ýmsar aðstæður og ætlar nú að einbeita sér að sjómönnum hér. Ég er að reyna að koma þessum upplýsingum á framfæri fyrir

hann og athuga hvort einhverjir eru ekki til í að taka þátt í þessu verkefni með honum með því að leyfa honum að taka eina mynd af sem flestum þegar hann kemur. Það sem hann vill náttúrulega helst er að taka mynd af hverjum og einum eins og hann kemur fyrir og er útbúinn í vinnunni. Einnig vill hann taka myndir af sem flestum sjómönnum á Hornafirði og auðvitað á öllum aldri til að fá heildstæða mynd af heilli atvinnugrein í sjávarþorpi. Það skýrist svo á næstu vikum hvernig hann ætlar að gera þetta, heimsækja bátinn í löndun eða annað en það skýrist síðar. Helgin 20.-22. maí er hentug og svo hvenær sem er og bátar eru í

landi eða að landa. Fred ætlar að koma með okkur á Sigurði einn eða fleiri túra á humrinum og hef ég líka áhuga á að koma honum í túr á fleiri bátum. Þetta er fínn náungi sem hefur prufað ýmislegt svo það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hafa hann með, það er bara gaman. Endilega hafið samband við mig ef þið eruð til í að segja sís í einni myndtöku eða svo. Netfangið er sigol@simnet.is og síminn: 895 8644.“ Hægt er að skoða síðurnar hans og myndir á www.beveziers. net/fr/accueil.html, www.flickr. com/photos/beveziers , www. facebook.com/beveziers

Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun


2

Fimmtudagur 19. maí 2011

Frábær þátttaka á námskeið í vetur

Almenn námskeið voru vel sótt eins og kransagerð, silfursmíði, skyndihjálp, fatasaumur, leir og síðast en ekki síst sushimatargerð sem er að tröllríða öllu um þessar mundir. Fleiri sérhæfð og lengri námskeið fóru af stað og klárast nú í maí. Íslenskukennsla fyrir útlendinga, fagnámskeið fyrir fólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu, vinnustofur fyrir fatlaða, námskeið fyrir unga atvinnuleitendur og fleira. AFL starfsgreinafélag hefur haldið nokkur frábær námskeið fyrir félagsmenn sína og aðra en ÞNA sér um umsýslu námskeiðanna. Má þar nefna Lesum saman, Að koma fram af sjálfsöryggi, fundarritun og fundarstjórn, Starfslok – hverju

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

Nína Síbyl Birgisdóttir starfsmaður Þekkingarnets Austurlands á Hornafirði.

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

FÉLAG FASTEIGNASALA

lll#^cc^#^hÆ^cc^5^cc^#^h

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI

Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126

Þann 1. maí s.l. urðu mikil sóknarbörn eiga rétt á. Þetta sé tímamót í austur-skaftfellskri hægt að lesa á vefslóðinni http:// kirkjusögu. Þá lét sr. Einar Guðni kirkjuthing.is/mal/2010/7. Jónsson af embætti sóknarprests Þá sagði sr. Sigurður: í Kálfafellsstaðarprestakalli eftir "Samkvæmt þessari samþykkt rúmlega tuttugu ára þjónustu. er alveg ljóst að einn prestur í Hans verður áreiðanlega saknað Bjarnanesprestakalli getur ekki og fylgja honum þakkir og hlýjar uppfyllt þær starfsskyldur sem kveðjur þegar hann nú yfirgefur þessi samþykkt gerir ráð fyrir. Auk fæðingarstað sinn þar sem afi þess er gert ráð fyrir afleysingum hans og faðir þjónuðu á undan í forföllum sóknarprests frá honum. Kirkjubæjarklaustri sem er í Á kirkjuþingi 2009 var ákveðið að 200 km fjarlægð og/eða frá leggja Kálfafellsstaðarprestakall Djúpavogi sem er í 100 km niður og færa sóknir þess til fjarlægð. Þetta þýðir augljóslega Bjarnanesprestakalls. Þetta mjög skerta þjónustu frá því sem átti að taka gildi við starfslok áður var þegar afleysingin kom sóknarprests. Þá var frá Kálfafellsstað í 50 biskupi Íslands veitt km fjarlægð." heimild til að ráða Nú hefur biskup lagt héraðsprest í hálfa áherslu á að vonandi stöðu með sérstakar sé þetta tímabundið skyldur við hið nýja ástand og í framtíðinni Bjarnanesprestakall þegar hagur en vegna bágrar kirkjunnar vænkast fjárhagsstöðu verði ráðinn annar kirkjunnar nú prestur til svæðisins. um stundir ákvað Vonandi verður það að biskup að nýta Sr. Einar Guðni Jónsson veruleika sem fyrst. ekki þessa heimild. Samkvæmt lögum Þess vegna kemur það í hlut eiga sóknarprestar einn frídag í sr. Sigurðar Kr. Sigurðssonar viku. Nú hefur verið skipulögð sóknarprests að þjóna einn afleysing vegna vikulegs frídags öllum fimm sóknum hins nýja sr. Sigurðar og verður hann Bjarnanesprestakalls. Hann framvegis í fríi á mánudögum frá mun á næstunni funda með miðnætti aðfaranótt mánudags til sóknarnefndunum um framtíð miðnættis aðfaranótt þriðjudags. prestsþjónustunnar. Sr. Sigurður Þeir sem óska eftir þjónustu sagði í samtali við Eystrahorn prests á þessum tíma þurfa því að það vera erfitt verkefni að leita til nágrannapresta. Þeir sem skipuleggja þjónustu kirkjunnar búa á Höfn, Nesjum, Suðursveit á svæðinu en á kirkjuþingi og Mýrum geta leitað til sr. Sjafnar 2010 hafi verið samþykkt Jóhannesdóttur á Djúpavogi í áætlun um heildarskipulag síma 8927651. Öræfingar geta þjónustu kirkjunnar í leitað til sr. Ingólfs Hartvigssonar landinu. Þar sé skilgreind sú á Kirkjubæjarklaustri í síma lágmarksgrunnþjónusta sem 849-7549.

@VjekVc\jg'Æ,%%:\^ahhiVÂ^gÆH†b^*-%,.%*Æ;Vm*-%,.%& www.inni.is =V[cVgWgVji&*Æ,-%=Ž[cÆH†b^*-%,.&*Æ;Vm*-%,.&&

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. Ritstjóri og fasteignasali ábyrgðarmaður:. Eymundsson s.. Albert 580 7902

Breytingar í kirkjunni

þarf að huga, Skapandi skrif ásamt því að ná að halda tvö af þessum námskeiðum á Djúpavogi. Enn eru eftir tvö skemmtileg námskeið sem haldin verða í maí, það eru námskeið fyrir fólk í þjónustustörfum sem Örn Árnason leikari og Margrét Reynisdóttir sjá um og Ræktun mat- og kryddjurta. Almenn ánægja er með öll námskeiðin og munum við halda ótrauð áfram næsta haust og bjóða uppá flott námskeið sem allir geta tekið þátt í. Gleðilegt sumar!

Eystrahorn

Eystrahorn

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

hVANNABRAUT

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

Viðhaldslétt, mikið endurnýjað og endurskipulagt, 147,6 timbur einbýlishús. 5 svefnh., flott alrými og góð verönd

MIÐTÚN

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

NÝTT Á SKRÁ

Gott einbýlishús ásamt bílskúr og stórri verönd miðsvæðis á Höfn. Fasteignin skiptist í 135m² íbúð og 33.5 m² bílskúr og geymslu, auk ca 70 m² verönd með skjólveggjum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

LÆKKAÐ VER

Ð • LAUST ST

austurbraut

RAX!

Fallegt og vel við haldið 137,3 m² einbýlishús ásamt 44,9 m² bílskúr, samtals 182,2 m² 3 - 4 svefnherbergi, garðhús, verönd með skjólveggjum og heitum potti.


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. maí 2011

Útskriftar- og tækifærisgjafir í miklu úrvali

Opið 13 - 18 virka daga • 13 - 15 laugardaga

Húsgagnaval

Íbúð óskast

Óska eftir íbúð til leigu í haust, helst langtíma leiga. Upplýsingar í síma 867-8207 Jóa johanna_fannarsd@hotmail. com

Capacent Ráðningar

Til leigu

Lítið einbýlishús til leigu í hjarta bæjarins. Uppl. í síma 822-2889 og 696-3057

Það var handagangur í öskjunni þegar slysavarnakonur komu færandi hendi í Hafnarskóla og gáfu öllum nemendum í 5. bekk reiðhjólahjálma. Þeim til aðstoðar var lögreglan og hjúkrunarkona sem útskýrðu fyrir nemendum gildi notkunar hjálmanna sem öryggistæki. Húsasmiðjan styrkti framtakið sérstaklega.

3


4

Fimmtudagur 19. maí 2011

Eystrahorn

Þjálfarinn ánægður með mannskapinn Í tilefni af að Íslandsmótið í knattspyrnu er að hefjast eins og fram kemur hér í blaðinu ræddi Eystrahorn við þjálfara meistaraflokks Óla Stefán Flóventsson sem er nú á öðru ári sínu sem þjálfari Sindra. Óla Stefán þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugafólki. Hann hefur mikla reynslu sem leikmaður í efstu deild og lék lengst af með sínu uppeldisfélagi Umf. Grindavík. Þess má geta að Óli Stefán er ættaður héðan úr Hornafirði og heitir í höfuðið á afa sínum Óla frá Horni (Óla Jónssyni á Guðbjörginni) skipstjóra og útgerðamanns í Sandgerði. Hann er í sambúð með Guðrúnu Ásu Jóhannsdóttur kennara, knattspyrnukonu og þjálfara hjá Sindra. Óli Stefán sagði m.a.:

Undirbúningstímabilið Undirbúningurinn hefur gengið vonum framar. Það var risastökk fyrir fótboltann hér og íþróttir almennt á Hornafirði að fá gervigrasið. Grasið er af bestu gerð enda var vandað vel við valið. Völlurinn er rétt rúmlega hálfur fótboltavöllur sem er góð stærð fyrir æfingar. Nú höfum við því getað æft við góðar aðstæður í allan vetur og því gengið vel.

Leikmannahópurinn Það er meira jafnvægi í hópnum í ár en í fyrra. Við höfum misst nokkra lykilmenn en fengið góða menn inn. Ég náði að „plata“ Sinisa Kekic félaga minn til margra ára að koma og spila með okkur. Keli eins og hann er kallaður er öllum knattspyrnuunnendum að góðu kunnur enda einn allra besti útlendingur sem hefur spilað hér á landi. Hann kom í febrúar hingað austur og líkar

Óli Stefán Flóventsson. Mynd: fotbolti.net

einstaklega vel hérna. Með því að fá hann inn fáum við mikla reynslu framar á völlinn og hann miðlar vel frá sér til yngri strákanna. Einnig verð ég að minnast á þátt yngri drengjanna í liðinu. Í fyrra tók stór hluti þeirra stórt framfaraskref en í ár eru margir þeirra að festa sig í liðinu og þjarma vel að þeim sem áður áttu „öruggt“ sæti í liðinu. Við þjálfararnir erum því í miklum vandræðum með val í lið hverju sinni og það sem meira er þá er mjög erfitt að velja 16 manns í hóp. Nú er það bara þannig að ég er með tvo góða leikmenn í hverri stöðu og þannig á það að vera.

Mótherjarnir Við förum að þessu sinni í austur/norður-riðil eftir að hafa verið í suðurriðli í fyrra. Ég er ánægður með það vegna þess að mínu mati fáum við meira af

alvöru leikjum þar sem liðin eru með betri umgjörð og baklandið öflugra. Í fyrra mættum við stundum á staði þar sem allt var læst og nánast enginn vissi að það væri leikur. Í ár erum við að spila við lið þar sem fólk mætir á völlinn og lætur í sér heyra. Ég þekki ekki styrkleika liðanna sem við spilum við nema þá helst Leikni Fáskrúðsfirði sem sló okkur út úr bikarnum og við spilum einmitt við á föstudaginn, þeir eru með flott lið. Einnig veit ég að Magni Grenivík verður með hörku lið.

Leggja hart að sér Við stefnum hátt í sumar og næstu misseri. Þegar að ég kom hingað fyrir um einu og hálfu ári sá ég að það var margt sem þurfti að huga að áður en að knattspyrnufélagið Sindri gæti farið að hugsa lengra. Það var lágt tempó á æfingum og agamál voru í lamasessi

Sin d rav e l l ir 3. deild

Sindri - Leiknir

föstudag 19. maí kl. 19:00 Allir á völlinn!

bæði innan vallar og utan. Menn mættu of seint og jafnvel án þess að láta hvorki kóng né prest vita. Næturlífið heillaði suma meira en góðu hófi gegndi. Einnig voru ýmis mál sem tengjast aðbúnaði og aðstöðu félagsins í lamasessi. Jafnt og þétt höfum við tekið á þessum málum og strákarnir oftar en ekki teknir á krísufundi til að byrja með. Línur voru lagðar og eftir þeim farið og í dag erum við að sjá árangur á öllum sviðum. Strákarnir hafa tekið sig allsvakalega á og öll agamál eru til fyrirmyndar. Nú finnst mér strákarnir oft fá ósanngjarna gagnrýni og í raun dæmdir fyrir gamlar syndir. Ég heyri enn þann dag í dag spurninguna „eru þeir ekki alltaf fullir hvort sem er?“ Málið er að í liðinu hjá mér er stór hluti leikmanna sem drekka ekki áfengi. Sumir fara stundum út á lífið og eru þá búnir að láta okkur þjálfarana vita. Strákarnir ætla t.d að sleppa skemmtunum um verslunarmannahelgina og fara saman á góðan stað til að æfa meira. Það er ekki lítil fórn fyrir unga drengi og ekki mörg lið sem gera það í efstu deildum. Við getum hins vegar alltaf á okkur blómum bætt og höldum áfram að sinna þessum málum.

Góðir stuðningsmenn mikilvægir Við sem stöndum að knattspyrnunni hjá Sindra stefnum hátt. Það er mikil vinna í gangi og hugarfarið að breytast. Það sem þarf í raun að fylgja í kjölfarið er stemning í bænum, stemning fyrir því að gera vel og ná langt. Stuðningur bæjarbúa vegur þungt og hefur í raun meiri áhrif en fólk gerir sér grein fyrir. Því hvet ég alla til að standa saman og mæta á völlinn sem oftast í sumar.


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. maí 2011

5

Boltinn byrjar að rúlla - Allir á völlinn

Það var kuldalegt á æfingu meistaraflokks í vikunni en menn láta það ekki á sig fá þegar undirbúa þarf mikilvægan leik.

Á morgun, föstudag, kl. 19:00 tekur Sindri á móti Leikni Fáskrúðsfirði í fyrsta leik sumarsins í 3. deild karla. Reyndar eru þessi lið búinn að spila einn leik í bikar þar sem Leiknir sigraði 3 -2 eftir framlengdan leik. Þessi leikur átti að fara fram á Búðargrund en vegna vallaraðstæðna þar þá var ákveðið að víxla leikjum og verður leikur sem átti að vera 22. júní hér því á Fáskrúðsfirði. Karlalið Sindra er töluvert breytt frá því í fyrra og eru eftirtaldir ekki með okkur í sumar; Jón Haukur Haraldsson Noregur, Denis Cardaklija Fram, Friðrik G. Ólafsson Reynir Sandgerði, Hjalti Vignisson, Sigfinnur Björnsson, Ólafur Einir og Davíð Rúnarsson. Nokkrir nýir leikmenn hafa bæst í hópinn; Sinisa Valdimar Kekic Reyni Sandgerði, Jón Unnar Viktorsson Grindavík, Tadej Venta Sloveníu og Hlynur Kristjánsson Völsungi. Þá hafa Jakob Guðlaugsson, Ingi Steinn Þorsteinsson og Sævar Gunnarsson tekið fram skóna og verður að segja eins og er að hópurinn lítur mjög vel út fyrir sumarið.

út stuðningsmannakortið en það gildir sem aðgöngumiði fyrir tvo á alla heimaleiki í sumar Það er fleira sem fylgir þessum aðgöngupassa því við byrjum tímabilið á því að bjóða í súpu og brauð þar sem þjálfarateymið okkar fer yfir leikmannamál og tímabilið framundan. Súpufundurinn verður í Pakkhúsinu í kvöld, fimmtudag, kl. 20:00. Stuðningsmannakaffið fyrir hvern leik verður á sínum stað þar sem farið verður yfir leiki. Handhafar kortsins fá jafnframt; siglingu á Jökulsárlóni, 10% afslátt í Sportex og 20% afsláttur af pizzum á Víkinni á leikdögum meistaraflokkanna. Við vonum að þessi nýjung verði til að fjölga í stuðningsmannaklúbbnum. Stuðningsmannakortið kostar aðeins 10 þúsund krónur og gildir á 14 leiki og vonandi á nokkrra leiki í úrslitakeppninni. Þeir sem hafa áhuga að skrá sig í klúbbinn geta sent póst á sindri@hfn.is eða haft samband við Valdemar í síma 86 86 86 5

Stuðningsmannaklúbbur Sindra

Landsbanki Íslands hefur verið með auglýsingu framan á búningum meistaraflokkanna undanfarin ár. Með nýjum samningi verður

Stuðningsmannaklúbbur Sindra ætlar að gefa

Nýr samningur við NBI

merki Krabbameinsfélags Suðausturlands á búningunum í stað Landsbankans. Við undirritun á nýjum samningi Sindra og NBI greiddi NBI Krabbameinsfélagi Suðausturlands 500.000 krónur og að auki 10.000 krónur á hvern unnin leik hjá meistaraflokkum Sindra sem skiptist milli Krabbameinsfélagsins og Sindra.

Áheit Öllum verður boðið að taka þátt í þessum áheitum hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar, þ.e.a.s. ákveðin upphæð á hvern unnin leik hjá meistaraflokkunum og upphæðin skiptis jafnt á milli Krabbameinsfélags Suðausturlands og Sindra. Þeir sem hafa áhuga að taka þátt geta haft samband við Valdemar í síma 8686865 eða sindri@hfn.is

Mætum á völlinn Verum nú enn duglegri að mæta á völlinn í sumar en áður og styðja við bakið á öllu knattspyrnufólkinu okkar.

Stuðningsmannaklúbbur Sindra Súpufundur í Pakkhúsinu í kvöld kl. 20:00 Þjálfarar kynna áætlanir sínar Kynning á stuðningsmannakorti Eflum baráttuþrekið!

Áfram Sindri


6

Fimmtudagur 19. maí 2011

Garðplöntur, garðáburður o.fl.

Eystrahorn

Aflabrögð 2. - 15. maí

Opnunartilboð

25% afsláttur af trjáplöntum (12 tegundir) Opnunartími virka daga 13 – 18 Laugardaga 11 – 15 Verið velkomin

Gróðrarstöðin

Dilksnesi

Sími 8491920 Námskeið í þurrkun matvæla, verður haldið í matarsmiðju Matís á Höfn föstudaginn 27. Maí frá kl 10-15. námskeiðið er ætlað öllum áhugasömum um þurrkun matvæla. Farið verður yfir öll meginatriði varðandi vinnslu og meðhöndlun vörunnar, allt þar til hún er komin á borð neytenda. Hvernig og hvað þarf til að framleiða hana (þ.á.m. hráefni, tækjabúnaður, aðstaða), kostir og gallar mismunandi aðferða, hættur sem ber að varast, mat á gæðum ofl. Kennslan verður bæði bókleg og verkleg. tilvalið námskeið bæði fyrir áhugamenn og þá sem hugmynd hafa að afurðum til framleiðslu og vilja auka þekkingu sína á þessu sviði. Leiðbeinendur: Irek Adam Klonowski og Vigfús Ásbjörnsson hjá Matís Verð 7.000 krónur, skráning og frekari upplýsingar fást í síma 858-5136 og gegnum netfangið: vigfus@matis.is

Starfsmenntasjóðir endurgreiða kostnað vegna námskeiðahalds til einstaklinga og fyrirtækja allt að 75%. Sjá nánari upplýsingar um starfsmenntasjóði og úthlutunarreglur á www.starfsafl.is , www.landsmennt.is og www.starfsmennt.is

ATVINNA

Starfsmaður í Þjónustustöð Fjármála- og framkvæmdasvið óskar eftir starfsmanni í 100% starf í Þjónustustöð Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Viðkomandi þarf að geta gengið í flest störf og leyst að jafnaði verkefni dagsins nokkuð sjálfstætt. Við ráðningu verður horft til reynslu viðkomandi og hæfni í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að umsækjandi hafi réttindi á vinnuvélar. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknareyðublöð Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu bæjarfélagsins og á http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/ Umsoknir/nr/2915 Einnig má skila inn rafrænt á netfangið birgir@ hornafjordur.is. Skila ber umsóknum fyrir 26. maí nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Þjónustustöðvar í síma 478-1473 Höfn 10. maí 2011 Haukur Ingi Einarsson Fjármála- og framkvæmdasvið

Mynd: Fred Beveziers

Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Dröfn RE 35......................... botnv.........8.........7,4.......þorskur 5,9 Hvanney SF 51..................... dragnó.......8.....165,8.......blandaður afli Örn KE 14............................ dragnót.....2.......49,4.......skarkoli 22,8 Ársæll ÁR 66........................ humarv......1.........6,9.......humar 3,0 (halar) Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv.....3.......30,4.......humar 4,7 (halar) Skinney SF 20...................... humarv.....4.......79,5.......humar 22,7 Þórir SF 77........................... humarv.....4.......99,7.......humar 44,6 Steinunn SF 10..................... botnv.........4.....281,5.......blandaður afli Benni SU 65......................... lína............10......55,0.......þorskur 37,0 Beta VE 36........................... lína.............8.......32,4.......þorskur 18,0 Dögg SU 118........................ lína............10......70,6.......þorskur 25,0 Guðmundur Sig SU 650...... lína............10......80,0.......þorskur 68,2 Ragnar SF 550...................... lína.............9.......70,6.......þorskur 54,5 Auðunn SF 48...................... handf.........4.........3,6.......ufsi 2,6 Birta Dís GK 135................. handf.........3.........8,9.......ufsi 8,6 Herborg SF 69..................... handf.........6.........4,0.......þorskur 3,7 Húni SF 17........................... handf.........8.......10,2.......þorskur 10,0 Kalli SF 144.......................... handf.........7.........8,8.......þorskur 8,5 Lundi SF 12.......................... hand..........3.........0,9.......þorskur 0,9 Mímir SF 11......................... handf.........4.........2,9.......þorskur 2,9 Siggi Bessa SF 97................ handf.........2.........6,7.......ufsi 5,8 Silfurnes SF 99.................... handf.........7.......11,5.......þorskur 9,6 Staðarey SF 15..................... handf.........4.........2,9.......Þorskur 2,8 Stígandi SF 72...................... handf.........6.........9.8.......þorskur 9,5 Sæunn SF 155...................... handf.........7.........5,2.......þorskur 5,0 Uggi SF 47........................... handf.........8.........5,1.......þorskur 5,0 Örn II SF.............................. handf.........8.........5,9.......þorskur 5,9 Strandveiðibátar frá Höfn eru 8 og hafa klárað kvótann á suðursvæðinu fyrir þennan mánuð. Heimild: www.fiskistofa.is

Ný sending – ný sending Frá Belludonnu og Lindinni Fallegir kjólar í útskriftina Sokkar, síðir bolir og leggings í stóru Innifatnaður á börnin


Eystrahorn

Fimmtudagur 19. maí 2011

7

Mikil ánægja með flugslysaæfinguna Það var athyglisvert að fylgjast með flugslysaæfingunni sl. laugardag. Ritstjóri hefur átt þess kost að fylgjast með fyrri æfingum líka og greinilegt er að æfingarnar eru farnar að skila árangri og framfarir sjáanlegar og áþreifanlegar að sögn stjórnenda og aðstandenda æfinganna. Það er ómetanlegt fyrir samfélagið hér að hafa jafn öflugt teymi og raun ber vitni. Fólk sem er tilbúið að leggja hart að sér og fórna miklum tíma í þjálfun til að vera betur í stakk búið að takast á við krefjandi og óvænt verkefni.

Hjördís

Guðmundsdóttir

upplýsingafulltrúi ISAVIA hafði þetta um æfinguna að segja; „Flugslysaæfingin á Hornafirði tókst mjög vel. Áhugi heimamanna í undirbúningi æfingarinnar og framkvæmd var framúrskarandi. Allir þættir flugslyss voru æfðir s.s. slökkvistörf, björgun og aðhlynning á slysstað, flutningur slasaðra á söfnunarsvæði slasaðra, greining og aðhlynning á söfnunarsvæði. Þá voru sjúklingar fluttir með þyrlu á Heilsugæsluna á Suðausturlandi. Rauðakrossdeildin opnaði fjöldahjálparstöð á Höfn, aðgerðarstjórn almannavarna í sýslunni opnaði stjórnstöð og samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var opnuð. Fast að tvö hundruð manns komu að æfingunni.“

Jón

Garðar

Bjarnason

lögreglumaður sem var í stjórnstöð bætti við; „Æfingin gekk mjög vel. Mikill áhugi og gríðarlega góð þátttaka, bæði frá viðbragðsaðilum sem og sjálfboðaliðum sem léku farþega í flugvélinni. Flugslysaæfingin er ekki bara einn dagur heldur nokkrir dagar og í aðdraganda voru haldin ýmisskonar námskeið, s.s. vegna fjarskipta og skyndihjálpar, auk

funda þar sem farið yfir sjálfa flugslysaáætlunina. Þetta skiptir verulegu máli fyrir samfélagið og skerpir á viðbragðsaðilum og þrátt fyrir að heita Flugslysaæfing nýtist þetta á mun breiðari grunni og er skipulag sem hentar alltaf. Vissulega komu til hnökrar sem hægt er að læra af en í heildina gekk þetta gríðarlega vel. Voru stjórnendur æfingarinnar mjög ánægðir með hana. Mikill áhugi heimamanna á námskeiðum og

fundum í tengslum við æfinguna vakti athygli og ekki síst var ánægja með þátttöku sjálfboðaliða sem stóðu sig með afbrigðum vel. Nóg var af sjálfboðaliðum og eiga þeir miklar þakkir skyldar fyrir sitt framlag sem og aðrir sem komu að æfingunni, bæði viðbragðsaðilar, sem og stjórnendur æfingar.“

Hafnarkirkja Sunnudaginn 22.maí

Fluguveiðinámskeið Veiðiheims & Veiðiflugunnar

Messa kl. 11:00 Sóknarprestur

Kennd verða fluguköst, fluguhnýtingar, veiðistaðalestur og einnig verður farið yfir og ráðlagt um allan veiðibúnað. Námskeiðið er 2 kvöldstundir 3-4 tímar í senn. Allar upplýsingar má finna á www.veidiheimur.is og í síma 692-2376

.is

rn o h a

Við verðum á Höfn dagana 19. - 20. maí.

tr s y e


markhonnun.is

GRÍSAKÓTELETTUR FERSKAR

51 % afsláttur

Kræsingar & kostakjör

998kr/kg áður 2.049 kr/kg

SUMAR STEMMNING LAMBA RIB-EYE FERSKT

25%

KJÚKLINGABRINGUR

GRÍSAKÓTELETTUR

OKKAR

RAUÐVÍNSKRYDDAÐAR

afsláttur

2.999

kr/kg áður 3.998 kr/kg

LAMBALÆRISSNEIÐAR 1. FL. FERSKAR

28%

afsláttur

1.998

1.079

kr/kg Tilboðsverð!

kr/kg áður 1.498 kr/kg

ANANAS

40%

afsláttur

1.499

kr/kg áður 2.498 kr/kg

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is

50 % afsláttur

FERSKUR

148

kr/kg áður 295 kr/kg

Tilboðin gilda 19. - 22. maí

Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

eða meðan birgðir endast

Eystrahorn 20. tbl. 2011  

Eystrahorn 20. tbl. 2011

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you