Eystrahorn 14. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn Gleðilega páska

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 4. apríl 2012

14. tbl. 30. árgangur

Tvær sýningar í listasafni

Fimm sækja um stöðu fræðslustjóra Nýverið var auglýst eftir umsóknum í starf fræðslustjóra hjá Sveitarfélaginu Hornafirði. Alls bárust fimm umsóknir er nú unnið að úrvinnslu á þeim. Samþykktir sveitarfélagsins kveða á um að bæjarstjórn ráði í helstu stjórnunarstöður sveitarfélagsins svo sem framkvæmdastjóra málefnasviða. Næsti bæjarstjórnarfundur er fyrirhugaður 12. apríl og þá mun endanleg niðurstaða liggja fyrir um val á umsækjanda.

Frá opnun sýningar Runólfs Haukssonar

Nú eru tvær sýningar í Listasafninu í Ráðhúsinu. Ljósmyndasýning Runólfs Haukssonar með myndum sem hann hefur tekið hér um slóðir síðustu misseri. Sýningin er sölusýning. Í aðalsal er sýning á verkum Gunnlaugs Scheving (19041972) og heitir hún Til sjávar og sveita. Gunnlaugur Scheving er meðal helstu listamanna þjóðarinnar og á sýningunni eru sýndar skissur og myndir

þar sem viðfangsefnið er maðurinn og umhverfi hans til sjávar og sveita. Sjávarlífsmyndirnar lýsa átökum við náttúruöflin, hafið og veðrið en sveitalífsmyndirnar einkennast af friði og ró. Báðar sýningarnar eru opnar til 4. maí og er boðið uppá leiðsögn um sýningu Gunnlaugs. Leiðsögnin passar öllum aldurshópum og hægt er að panta leiðsögn í síma 470 8050.

Íbúðir til sölu

Aðeins tvær íbúðir eftir

hteiningahus@gmail.com

Umsækjendur eru: • Daníel Arason, Eskifirði • Guðlaug Árnadóttir, Reyðarfirði • Magnhildur Gísladóttir, Hornafirði • Ragnhildur Jónsdóttir Hornafirði • Valgerður Halldórsdóttir Hafnarfirði

Hagkvæmur og góður kostur

við Álaleiru á Höfn

Áhugasamir hafi samband í síma 846-7272 (Hrafnkell) og 857-8813 (Björgvin) eða á hteiningahus@gmail.com • Vefsíða: hthus.123.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Eystrahorn 14. tbl. 2012 by Héraðsfréttablaðið Eystrahorn - Issuu