Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 29. mars 2012

13. tbl. 30. árgangur

Frumútgáfur af verkum Þórbergs Þórðarsonar komnar heim í hérað Ritstjóri lagði leið sína í Þórbergssetur sl. sunnudag ásamt fleira fólki eða milli 80 og 90 manns. Tilefnið var að árlega er boðið uppá menningarlega dagskrá í mars í tilefni af afmælisdegi Þórbergs. Samkoman stóð fyllilega undir væntingum ritstjóra. Þorbjörg Arnórsdóttir hafði orð fyrir heimamönnum og Karlakórinn Jökull hóf dagskrána með kórsöng þar sem meðal annars voru sungin lög við texta eftir Þórberg og Megas og endað á frægu Eurovison lagi með texta og tilvísun í Hornafjörð. Sigurður Pálsson skáld og rithöfundur fór á kostum þegar hann las úr Bernskubók sinni og fór yfir tilurð hennar. Var honum afar vel fagnað og hann klappaður upp til að fá meira að heyra. Soffía Auður fjallaði um Lækningabók Jónassen og Þórberg og kom þar enn einu sinni fram hversu mikið ólíkindatól Þórbergur var og hvernig hann var alltaf með skrifum sínum í raun að setja raunveruleikann í skáldlegan búning. Í máli Þorbjargar kom fram að fyrir nokkru bauðst til sölu stórt safn af frumútgáfum af verkum Þórbergs Þórðarsonar, alls 46 bækur, allar mjög

Þorbjörg og Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar - Þinganess á innfelldu myndinni.

heillegar og vel með farnar. Skinney-Þinganes keypti safnið og færði það Þórbergssetri að gjöf. Í þessu safni er frumútgáfa af Bréfi til Láru sem aðeins kom út í 300 eintökum árið 1924 og er mjög fágæt. Í fyrstu útgáfu af Bréfi til Láru voru bækurnar allar númeraðar og áritaðar af Þórbergi, sérkennileg hönnun vekur athygli en bækurnar eru eins og umslög í laginu og ritað er utan á þær eins og þær séu tilbúnar til sendingar með póstinum. Eintakið í Þórbergssetri er

númer 109. Innihald Bréfsins olli sem kunnugt er miklu umróti og deilum í samfélaginu. Þórbergur gaf Bréf til Láru út sjálfur og veðsetti eigur sínar fyrir útgáfunni, en bókin seldist strax upp og var aftur gefin út árið 1925 í stærra upplagi. Þorbjörg sagði að bókagjöfin hefði mikla þýðingu fyrir safnið og þakkaði forsvarsmönnum SkinneyjarÞinganess sérstaklega fyrir þessa verðmætu gjöf. Einnig kynnti Þorbjörg sýningu á styttunum hans Sobeggi afa sem Lilla Hegga

gaf honum alltaf á afmælinu hans, og á afmælinu hans Jesús þ.e. á jólunum. Alls 43 styttur, gjöf frá Helgu Jónu Ásbjarnardóttur til Þórbergsseturs. Bæði söfnin hafa verið sett upp í skápa í sýningarsal Þórbergsseturs ásamt þeim bókum sem til voru fyrir á Hala. Þorbjörg bauð síðan gestum að líta báðar sýningarnar augum áður en sest var að rausnarlegu kaffihlaðborði. Í samtali við ritstjóra sagði Þorbjörg að alltaf væri eitthvað nýtt að sjá í Þórbergssetri og búið að vera gestkvæmt í vetur. „Síðast komu konur úr Kvenfélagi Kirkjubæjarhrepps í heimsókn og nutu veitinga og fór um sýningar og fjöldi erlendra ferðamanna hefur komið að Hala á þessum vetri. Norðurljósin, náttúran í vetrarríki og einstök menning dregur nú æ fleiri ferðamenn til Íslands yfir veturinn og er það afar ánægjuleg þróun. Eitt af meginmarkmiðum með starfsemi Þórbergsseturs er að hafa opið allt árið, leggja sig fram í þjónustu við ferðamenn á lágönn, og jafnframt að stuðla að framþróun menningarferðaþjónustu á Íslandi.“ sagði Þorbjörg að lokum.

Konukvöld

á Hótel Höfn föstudagskvöldið 13. apríl kl 20:00 Fordrykkur • Sushi og sticks • Frábært kvöld og glæsileg sýning, happadrætti o.fl. • Miðaverð kr. 3.500,-

Veislustjóri verður Sigríður Klingeberg Opinn dansleikur á eftir • Guggurnar spila fram á nótt Borðapantanir í síma 478-1240

Hótel Höfn


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 29. mars 2012

Eystrahorn

Kvenfélagið Tíbrá endurvakið

Hafnarkirkja

sunnudaginn 1. apríl Pálmasunnudagur Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00 - ferming Sóknarprestur

Stafafellskirkja sunnudaginn 1. apríl Pálmasunnudagur Messa kl. 14:00 - ferming

Sóknarprestur Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar okkar áskæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu.

Guðrúnar Hálfdanardóttir Miðtúni 8, Höfn í Hornafirði Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands fyrir einstaka umönnun og hlýhug

Aðalfundur Kvenfélagsins Tíbrár var haldinn þann 8. mars síðastliðinn. Á fundinum var ákveðið að endurvekja félagið. Kosin var ný stjórn en hana skipa: Þórey Harpa Þorbergsdóttir formaður, Björk Pálsdóttir gjaldkeri, Maríanna Jónsdóttir ritari, Sonja Garðarsdóttir og Hera Guðmundsdóttir meðstjórnendur. Markmið kvenfélagsins er að efla samvinnu og félagsskap kvenna í samfélaginu. Í tilefni þessa ætlar Kvenfélagið Tíbrá að halda vorfund/fagnað í maí þar sem kvenfélagskonur og allar áhugasamar konur er hvattar til að mæta og taka þátt í uppbyggingu kvenfélagsins. Á fundinum verður ákveðið hvernig við ætlum að starfa og hvað við viljum gera í framtíðinni. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.

Aðalfundur Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga

Guðný H. Svavarsdóttir Ingvar Þórðarson Haukur H. Þorvaldsson Vigfús Svavarsson Sigurlaug Hauksdóttir Snæfríður H. Svavarsdóttir Stefán Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl nk. kl. 11:00 á Smyrlabjörgum.

Íbúða og bílaskipti í sumar, London/Höfn

Við erum tvenn hjón og einn unglingur og við búum í London. Við erum með mikil tengsl við Ísland og Höfn og langar að dvelja á Hornafirði í sumar í 2-3 vikur. Við erum að hugsa um tímann frá ca 20 júlí til 25 ágúst. Við getum boðið húsið (raðhús)og kisuna okkar sem er í Bethnal Green í austur London, við Grand Union Canal og Victoria Park,(100 metrar) og 30 mín göngutúr á Ólympíusvæðið og fólksvagninn okkar, í skiptum fyrir húsnæði og bíl sem hentar okkur á Hornafirði. Hlakka til að heyra í áhugasömum, Gyða Jónsdóttir - gydajonsdottir@hotmail.co.uk

Næsta blað kemur út

Venjuleg aðalfundarstörf og kosning Búnaðarþingsfulltrúa Gestur fundarins verður Haraldur Benediktsson formaður BÍ og mun hann fjalla um fyrirhugaðar breytingar á leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði og endurskoðun á félagskerfi bænda Stjórn Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

@VjekVc\jg'Æ,%%:\^ahhiVÂ^gÆH†b^*-%,.%*Æ;Vm*-%,.%&

FÉLAG FASTEIGNASALA

www.inni.is miðvikudaginn 4. apríl. =V[cVgWgVji&*Æ,-%=Ž[cÆH†b^*-%,.&*Æ;Vm*-%,.&& Efni og auglýsingum lll#^cc^#^hÆ^cc^5^cc^#^h þarf að skila fyrir kl. 15:00 mánudaginn 2. apríl

Eystrahorn Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 hrl. og lögg. fasteignasali s. 580 7902

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

hlíðartún

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

NÝTT Á SKRÁ

Vel skipulagt 4ra herbergja einbýlishús ásamt bílskúr, samtals 160,7m². Skjólgóður staður í rólegri botngötu.

garðsbrún

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

Gott og vel viðhaldið 217,2 m² einbýlishús á tveimur hæðum, nú 3ja herb. íbúð í hluta af neðri hæð og 38,2 m² bílskúr. Samtals 6 herb., 2 stofur. og 3 baðherb. eða 255,4 m².

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

hafnarbraut

NÝTT Á SKRÁ

Reisulegt 122,8 m² 2ja hæða parhús ásamt 34,5m² bílskúr, samtals 157,3 m². Ágætt viðhald mikið ræktuð lóð laust strax.


Eystrahorn

Fimmtudagur 29. mars 2012

HumarhĂśfnin opnar Vegna ĂłtrĂşlegs ĂĄgangs ferĂ°amanna til Ă?slands, sĂłlgosa og ĂĄtaksins Ă?sland allt ĂĄriĂ° opnum viĂ° HumarhĂśfnina mĂĄnuĂ°i fyrr en venjulega eĂ°a fĂśstudaginn 30.mars OpnunartĂ­mi verĂ°ur frĂĄ kl. 18:00

Heimamenn velkomnir GleĂ°ilega pĂĄska

www.eystrahorn.is

Aðstoðarleikskólastjóra vantar Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra í 50-75% starf frå 14.maí n.k. UmsÌkjendur Þurfa að hafa lokið leikskólakennaranåmi. Óskað er eftir sjålfstÌðum, åbyrgum og jåkvÌðum einstaklingum. MikilvÌgt er að Þeir eigi auðvelt með mannleg samskipti og sÊu tilbúnir að takast å við skemmtilegt starf með bÜrnum. � starfinu felst einnig að sjå um stuðning við bÜrn og starf með elstu bÜrnunum. Laun samkvÌmt kjarasamningi Launanefndar íslenskra sveitarfÊlaga og FÊlags leikskólakennara. Nånari upplýsingar veitir SnÌfríður Hlín Svavarsdóttir leikskólastjóri í síma 470 8480 og 820 9619. UmsóknareyðublÜð må nålgast í leikskólanum. Umsóknarfrestur er til 13.apríl 2012.

SeljavallakjĂśtvĂśrur OpiĂ° fĂśstudaginn 30. mars frĂĄ kl. 15:00 - 18:00

AĂ°eins 86 dagar Ă­ HumarhĂĄtĂ­Ă°

Nú er unnið hÜrðum hÜndum að móta dagskrå að Humarhåtíð 2012, Þessi håtíð er 20. håtíðin. Okkur langar að biðja sem flesta að taka Þått og ef Þið hafið hugmyndir sem ykkur langar að framkvÌma eða atriði sem ykkur langar að vera með å håtíðarsvÌði endilega sendið póst å info@humar.is

ATH sĂ­Ă°asta opnun fyrir pĂĄska SjĂĄ nĂĄnar ĂĄ www.seljavellir.is VeriĂ° velkomin, Ella og EirĂ­kur, sĂ­mi 860-7582

Humarkveðja • Nefndin

Rýmingarsala

StĂłrfengleg g g borg g

Beint flug frå EgilsstÜðum

ĂĄ vĂśldum skĂłm

25. - 28. okt.

Riga

Margar gerðir å góðu verði

Verslun DĂłru

OpiĂ° virka daga kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 18:00

HĂśfn Ă­ HornafirĂ°i

FrĂ­ rĂĄĂ°

Inga KristjĂĄnsdĂłttir nĂŚringarĂžerapisti ǤǤǤ˜‡”Ą—”Ă€›ƌ— ĂšÂˆÂ?Ă€ ‘”Â?ÂƒĆ¤Â”Ä„Â‹ƒĄ hjĂĄlpa viĂ°skiptavinum aĂ° rata Ă­ gegnum „§–‹‡ˆÂ?ƒŠ‹ŽŽ—”Â?ƒ”‘Â?Â?ƒ”‘‰˜‡ŽŒƒ”¹––— Â˜Ă€Â–ÂƒÂ?Ă€Â?‹Â?‘‰„§–‹‡ˆÂ?‹Â?•‡Â?Š‡Â?–ƒǤ ÇľČŤČśČźÉ†ÉƒĘ´Ę°ɀȞȜȸȲČˇČşÉ…É†É„ĘłÉƒÉ†ÉƒɇʤɅȲȞʤȿɄɅȜȺȿȜȡȿȺ Č˛ČżČľÉ€É‰É†ČżČ˛ÉƒČśČˇČżČşČ˛Č´ČşČľÉ€É ČšČşČ˝É†É„ɀȸČťÉ†ÉƒÉ…ČşÉƒ"

Lettlandi

gjĂś

f

ÇľȞȜɅȲČłĘ?ɅȺȜȡȿȺČšČťĘ˜Č˝É Č˛Ę§ɇȺʧȡȽȜɄɅɆȞ ȟɇȺȽȽɆȞ"

ÇľČ&#x;ɇȲʧȲČłĘ?ɅȺȜȡȿȺĘ˜É…É…Ę´Ę°ȲʧɇȜȽȝȲɀȸȚɇȲʧÉ‡ČşÉƒČźČ˛Éƒ ÇľČŤČśČźÉ†ÉƒĘ´Ę°ɀȡȞȺȟȺʧȜʧȲɀȡȽʤɅȺʧ" ČˇÉŠÉƒČşÉƒʴȺȸ" 

Komdu Ă­ Lyfju HĂśfn Ă­ HornafirĂ°i fĂśstudaginn 30.mars frĂĄ 13-17. Inga svarar Ăžessum spurningum og fleirum.

Gamli bĂŚrinn er frĂĄ ĂĄrinu 1201 og er verndaĂ°ur af Unesco. Ăžar ber hĂŚst kastalinn Ă­ Riga, kirkja Sankti PĂŠturs og DĂłmkirkjan. Gamli bĂŚrinn Ă­ Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litiĂ° er og setur borgina ĂĄ stall meĂ° fallegri borgum EvrĂłpu.

VerĂ° Ă­ tveggja manna herbergi. kr. 95.900,InnifaliĂ°: Flug, skattar, hĂłtel, fararstjĂłrn og rĂşta til og frĂĄ flugvelli. Trans Atlantic sĂŠrhĂŚfir sig Ă­ ferĂ°um til Eystrasaltslanda.

Upplýsingar í síma 588 8900


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 29. mars 2012

Eystrahorn

Fermingartilboð

Rúm og dýnur í öllum stærðum og gerðum

Fermingagjafir s.s. tjöld, svefnpokar, bakpoar, skart o.fl.

Húsgagnaval Freyjuhlaupið

Verðum í Sindra-húsinu, Höfn Hornafirði, fimmtud. 29. mars kl. 13:00 - 18:00

Laugardaginn 31. mars ætlar frjálsíþróttadeild Sindra í samstarfi við Sælgætisgerðina Freyju að standa fyrir nokkurskonar víðavangshlaupi. Hlaupnar verða 3 vegalengdir og allar hér innanbæjar. Lengsta vegalengdin sem boðið verður upp á eru 10 km, næsta vegalengd eru 5 km og sú stysta eru 2,5 km. Keppt verður í karla og kvennaflokkum og til mikils er að vinna því Freyja ætlar að gefa sigurvegurunum gómsæt páskaegg en allir keppendur fá að sjálfsögðu líka góðan þátttökuglaðning frá Freyju. Hlaupið verður frá íþróttahúsinu og hefst skráning kl 12:30. 10 km hlaupið verður ræst kl 13:00; 5 km hlaupið verður ræst kl 13:15 og 2,5 km hlaupið verður ræst kl 13:30. Þátttökugjald í þetta hlaup eru 500.- pr einstakling en hver fjölskylda greiðir þó aldrei meira en 1.500,- Vonumst til að sjá sem flesta í páskaskapi! Frjálsíþróttadeild Sindra og Sælgætisgerðin Freyja

REKSTUR KAFFITERÍU NÝHEIMA Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, fyrir hönd rekstraraðila Nýheima, óskar eftir tilboðum í rekstur veitingasölu Nýheima. Tilgangu rekstursins er að sjá um veitingasölu til starfsmanna, nemenda og almennings auk funda og ráðstefnugesta. Opnunartími þarf að vera að lágmarki frá 20. ágúst til 20.maí og frá kl. 8:30 - 14:00 alla virka daga yfir þann tíma. Reksturinn þarf að vera í samræmi við markmið FAS sem heilsuskóla og í samræmi við markmið og stefnu Nýheima að öðru leyti. Í Nýheimum eru um 40 starfsmenn, 150 nemendur stunda þar nám auk þess sem húsið er opið almenningi allt árið um kring. Nýr rekstraraðili skal hefja rekstur eigi síðar en 20. ágúst 2012 en mögulegt er að hefja rekstur 1.júní 2012. Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu skólans eða fá þau send í tölvupósti frá og með fimmtudeginum 29. mars. Skila skal tilboðum á skrifstofu skólans eigi síðar en föstudaginn 20. apríl 2012 kl. 15:00 og verða þau opnuð þar kl. 15:05 þann sama dag. Rekstaraðilar Nýheima


Eystrahorn

Fimmtudagur 29. mars 2012

www.eystrahorn.is

Samstarf Olís og Björgunarbátasjóðs Hornafjarðar:

Réttum fram hjálparhönd með stolti „Fjárhagslegur stuðningur Olís við Björgunarbátasjóð Hornafjarðar er mjög mikilvægur fyrir okkur og þar með rekstur björgunarskipsins Ingibjargar SF. Þær fjárhæðir sem berast árlega frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og ríkissjóði nægja einfaldlega ekki til að reka sjóðinn, þannig að Olís leggst sannarlega á árarnar með okkur til að láta enda ná saman, ásamt velviljuðum fyrirtækjum hér heima og sveitarfélaginu,“ segir Sigurður Guðmundsson stjórnarmaður Björgunarbátasjóðs Hornafjarðar. Hann segir að frumkvæðið hafi á sínum tíma komið frá Hauki Sveinbjörnssyni umboðsmanni Olís á Hornafirði. Eftir að málið hafi verið lagt á borð annarra stjórnenda fyrirtækisins hafi verið gengið frá samningi. „Styrkurinn hefur nægt til að greiða þriðjung til helming eldsneytiskostnaðar Ingibjargar, þannig að við erum að tala um góðan styrk. Í mínum huga er þetta framlag Olís ánægjulegt dæmi um hvernig hægt er að styðja við bakið á samfélaginu með ábyrgum hætti. Fyrirtækið er með rekstur hérna fyrir austan og sýnir með afgerandi hætti að það telur sig hafa samfélagslegum skyldum að gegna.“

Okkar er heiðurinn „Þorri landsmanna dáist að því fólki sem sinnir hjálparstarfi í frístundum sínum og hefur bjargað ótal mannslífum, oft við erfiðar og hættulega aðstæður. Þetta fórnfúsa starf er ómetanlegt og við hjá Olís réttum fram hjálparhönd með stolti. Samstarf fyrirtækisins og Björgunarbátasjóðs Hornafjarðar hefur verið einstaklega ánægjulegt í mörg ár og ég bind vonir við að svo verði áfram. Okkar er því heiðurinn,“ segir Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri sölusviðs Olís. Sigurður Guðmundsson er ekki í vafa um að samstarfið við Olís sé komið til að vera. „Árin eru nú þegar orðin allmörg og mér heyrist á Olís að þar á bæ ríki almenn ánægja með samstarfið. Samningurinn er endurskoðaður árlega, hann er okkur mikilvægur og ég merki ekki annað en að vilji sé fyrir áframhaldandi stuðningi frá Olís í framtíðinni.“

Aðalfundur Sindra Ungmennafélagið Sindri minnir á aðalfund í Nýheimum 4 apríl kl 18:00 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar félagsins 3. Fjárhagsáætlun fyrir 2012 4. Lagabreytingar 5. Vímuvarnarstefna 6. Umhverfisstefna 7. Önnur mál Aðalstjórn Sindra

Karlmenn Munið fundinn um karlaheilsu og krabbamein í kvöld kl. 20:00 á Víkinni Kiwanisklúbburinn Ós

Dugnaður og harka „Ég fylgist ágætlega með Björgunarbátasjóði Hornafjarðar og hrífst af þróttmiklu starfi sjóðsins eins og fleiri hjá fyrirtækinu. Björgunarsveitarfólk nýtur trausts og virðingar í samfélaginu, dugnaðurinn og harkan einkenna starfið um land allt. Með því að styrkja björgunarsveitir landsins er Olís vonandi að létta róðurinn,“ segir Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri sölusviðs Olís.

Fiskirí og vinnsla Eins og sést á aflatölum hefur verið mokfiskirí hjá netabátum. Ólafur Björn á Sigurði Ólafssyni segir að þrátt fyrir slæmar gæftir væri heildarafli góður. Nægur fiskur væri í sjónum en hann segist ekki muna eftir eins miklum frátöfum vegna veðurs og nú á löngum ferli sínum. Þeir fara á humarveiðar eftir páska. Ásgeir hjá Skinney-Þinganesi segir að góðri loðnuvertíð sé lokið. Alls var aflinn á þeirra skipum 45.700 tonn. Jóna Eðvalds endaði sína loðnuvertíð með að fara einn síldarrannsóknartúr í Breiðafjörðinn fyrir Hafrannsóknarstofnunina og var töluvert að sjá af stórri síld en nokkur sýking er ennþá í stofninum. Hjá uppsjávarskipunum tekur við norsk-íslenska og makríl vertíð sem gæti hafist í byrjun júní. Góðri netavertíð er lokið og við tekur humarvertíð og Þórir landar væntanlega fyrsta humrinum í dag, fimmtudag. Hvanney er að fara á netarallið fyrir Hafró og í framhaldinu fer hún á snurvoð. Ásgeir segir að verkefnastaðan ætti að vera nokkuð góð næstu mánuðina.

Aflabrögð 12. – 25. mars ( 2 vikur) Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51..................... net..........8....... 181,9...þorskur 106,4 Sigurður Ólafsson SF 44..... net........10....... 214,1...þorskur 210,7 Skinney SF 20...................... net..........8....... 260,5...þorskur 197,6 Þórir SF 77........................... net..........9....... 198,6...þorskur 145,4 Steinunn SF 10..................... botnv......3....... 186,2...ýsa 98,2 Benni SU 65......................... lína..........7......... 62,5...þorskur 51,6 Beta VE 36........................... lína..........4......... 28,6...þorskur 19,5 Dögg SU 118........................ lína........10......... 60,0...steinbítur 34,0 Guðmundur Sif SU 650....... lína..........4......... 32,2...þorskur 27,5 Ragnar SF 550...................... lína..........4......... 34,7...þorskur 28,7 Halla Sæm SF 23................. handf......3........... 2,9...þorskur 2,9 Hulda SF 197....................... handf......4........... 5,3...þorskur 5,1 Húni SF 17........................... handf......3........... 2,6...þorskur 2,5 Stígandi SF 72...................... handf......2........... 1,1...þorskur 1,1 Uggi SF 47........................... handf......1........... 2,0...þorskur 2,0 Ásgrímur Halldórsson SF 250...............2.313 tonn loðna Jóna Eðvalds SF 200..............................2.726 tonn loðna Heimild: www.fiskistofa.is


Eystrahorn 13. tbl. 2012  

Eystrahorn 13. tbl. 2012

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you