Eystrahorn 7. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn 7. tbl. 32. árgangur

Fimmtudagur 20. febrúar 2014

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Opið bréf til þingmanna Suðurkjördæmis Mynd: Óðinn Eymundsson

Í tilefni umræðu um afnám verðtryggingar langar undirritaðan að spyrja þingmenn kjördæmisins eftirfarandi spurninga. 1. Er þingmaðurinn fylgjandi forræðishyggju? Getur þingmaðurinn útskýrt hvort það samræmist stefnu flokks hans / hennar að stjórnvöld skipi fjármálastofnunum að fækka valkostum á fjármálamarkaði þannig að neytendum standi aðeins tilteknir lánaflokkar til boða? 2. Treystir þingmaðurinn fullorðnu fjárráða fólki til að velja sjálft – án milligöngu stjórnmálamanna – þá tegund lána sem viðkomandi óskar að fjármagna fasteignaviðskipti sín með? Ef svarið er já – er þingmaðurinn þá sammála þeirri fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að banna tiltekin lán – þ.e. verðtryggð langtímalán? 3. Er þingmaðurinn sammála því að tilfærslur – þ.e. að það að nota skattfé m.a. til að niðurgreiða húsnæðiskostnað með vaxtabótum eða álíka – sé í grunninn félagsleg aðgerð til að auðvelda tekjulágum fjölskyldum til að komast í ásættanlegt húsnæði með viðráðanlegri greiðslubyrði? 4. Ef svarið við 3 er já – ertu þá sammála niðurstöðu vinnuhóps ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingar, að stytta lán og hækka verulega greiðslubyrði til að flýta eignamyndun í húsnæðinu? 5. Er réttlætanlegt að nota skattfé til að flýta eignamyndun íbúðakaupenda? 6. Ef svarið við 3 er nei – til hvers eru þá vaxtabætur? 7. Gerir þingmaðurinn sér grein fyrir því að ef tillögur vinnuhópsins ná fram að ganga – mun tekjulægsta fólkið í samfélaginu aldrei eiga möguleika á að koma sér upp eigin húsnæði eða komast í öruggt húsnæði með

ásættanlega greiðslubyrði? 8. Ef svar við 7 er já – hefur þingmaðurinn eða stjórnmálaflokkur hans/ hennar einhverjar fyrirætlanir um hvernig koma eigi til móts við það fólk? 9. Ef lausnin við spurningu 7 er að koma upp virkum leigumarkaði þar sem leigjendur geta gengið að góðu húsnæði og búsetuöryggi – væri ekki grundvallaratriði að koma þeim markaði á fót áður en markaðnum er lokað á tekjulægsta fólkið? 10. Ef venjulegur launamaður hefði keypt íbúð á kr. 7 milljónir í ársbyrjun 1997 ( í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu) og tekið til þess 5 milljón kr. 40 ára verðtryggt jafngreiðslulán hefði greiðslubyrði verið 40% af mánaðarlaunum miðað við 5. launaflokk SGS ( sá launaflokkur í launatöflu þá sem samsvarar launaflokki 5 í dag.) Lánið stæði í dag í kr. 9.314.000 og greiðslubyrðin væri 27% af dagvinnulaunum viðkomandi miðað við 5. launaflokki SGS. Íbúðin væri væntanlega um 25 milljón kr. virði miðað við meðaltal fermetraverðs þinglýstra kaupsamninga. Getur þingmaðurinn upplýst hvernig verðtryggt langtímalán hefur skaðað hagsmuni þessarar fjölskyldu: a) Með tilliti til greiðslubyrði? b) Með tilliti til eiginfjárstöðu í húsnæðinu? Aths. Undirritaður er enginn sérlegur aðdáandi verðtryggingar og reyndar sammála því viðhorfi að með verðtryggingu er lánveitandi með bæði belti og axlabönd á lánaáhættu sína og mér finnst það ekki endurspeglast í vaxtakröfum. Þannig finnast mér 5,1% vextir eins og reiknað er með í dæminu hér að ofan - vera nánast okurvextir miðað við veðstöðu og verðtryggingu lánsins. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að

í því efnahagslífi sem við búum við með verðbólguskotum og sveiflum – eru verðtryggð langtímalán að mínu mati eitt besta búsetuöryggi láglaunafólks sem við eigum völ á í dag. Það að verðbótaþættinum er jafnað á eftirstöðvar tryggir að áhrifum verðbólguskota (sem verður í óverðtryggðu kerfi mætt með vaxtahækkunum) er dreift á eftirstöðvarnar og í því felst m.a. búsetuöryggið. Ennfremur óttast ég að með styttingu lána og hærri vaxtabyrði í upphafi eins og kynnt er í tillögum um óverðtryggð lán þar sem vaxtabyrði er þyngst í upphafi láns – muni stór hópur fólks ekki standast greiðslumat og því vera gert ókleyft að kaupa eigið húsnæði – fólk sem í dag stenst greiðslumat miðað við langtíma jafngreiðslulán. Í dag er ekkert kerfi sem grípur fólk sem ekki ræður við kaup á eigin húsnæði – annað en óskipulagður leigumarkaður þar sem búsetuöryggi er ekkert svo og leiguíbúðir sveitarfélaga sem eru fáar og biðlistar langir. Aðrar lausnir eru t.d. Búseti og álíka kerfi – en umfang þeirra er hvergi nógu mikið til að mæta þörfum. Verði tillögur „verðtryggingahópsins“ að veruleika – sé ég ekki betur en að félagslegum markmiðum húsnæðismála sé fórnað fyrir hagsmuni þeirra sem ráða við hærri greiðslubyrði og vilja hraðari eignamyndun og geta tekið á sig sveiflur í greiðslubyrði. Í sjálfu sér er ekkert að því markmiði – en ég hef aldrei náð að skilja hvers vegna það á að „afnema verðtryggingu“ . Ég hefði haldið að það væri sjálfsagt að fjölga valkostum á markaðnum – en sýnist að það sé aðallega pólitískur rétttrúnaður sem ræður för. Fórnarlömbin verða láglaunafólk sem verður dæmt út af fasteignamarkaðnum og mun því þurfa að þvælast á milli leiguíbúða og skólahverfa með börn sín – og mun aldrei ná að byggja upp neitt eigið fé. Sverrir Albertsson Framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.