Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 16. janúar 2014

2. tbl. 32. árgangur

Rekstrarniðurstaða jákvæð um 179 m.kr.

Þann 12. desember sl. samþykkti bæjarstjórn Hornafjarðar fjárhagsáætlun fyrir árið 2014. Einnig var samþykk þriggja ára fjárhagsáætlun 2015 til 2017. Fjárhagsáætlunin var unnin í góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins með það að markmiði að tryggja og bæta þjónustu við íbúa sveitarfélagins og halda álögum í jafnvægi eins og kostur er. Helstu lykilstærðir áætlunarinnar fyrir A og B hluta rekstrarársins 2014 er að rekstrarniðurstaða jákvæð sem nemur 179 m.kr. Framkvæmdir og fjárfesting fyrir árið 2014 er áætluð 358 m.kr. Veltufé frá rekstri verður jákvætt um

Rekstrarniðurstaða (m.kr.)

346 m.kr. Helstu lykilstærðir áætlunarinnar fyrir A og B hluta rekstrarárin 2014 – 2017 er að rekstrarniðurstaða verður jákvæð öll árin eða sem samsvarar 779 m.kr. á tímabilinu. Framkvæmdir og fjárfesting tímabilsins er áætluð 1.083 m.kr. Lántaka tímabilsins er áætluð 100 m.kr. á meðan afborganir langtímalána er áætlað 444 m.kr. Álagningarreglur sveitarfélagsins eru óbreyttar frá fyrra ári að öllu leyti nema að breyting verður á útsvarshlutfalli, hækkun um 0.04% úr 14,48% í 14,52% ef að frumvarp um breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga verði samþykkt á alþingi. Gert

er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall þannig að ekki verður um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða. Þannig að hinn almenni skattborgari mun ekki finna fyrir þessum breytingum nái þær fram að ganga. Þær gjaldskrárbreytingar sem urðu nú um áramót hjá sveitarfélaginu eru á stöku gjaldi í sund og leigu á sundfatnaði og handklæði. Einnig er gerð breyting á sorpgjöldum sem tengjast innleiðingu 2ja tunnu kerfi. Aðrar gjaldskrár eru óbreyttar um áramót. Helstu niðurstöður áætlunarinnar fyrir A og B hluta árin 2014 – 2017 eru eftirfarandi:

2014

2015

2016

2017

179.284

196.794

201.586

201.708

Skuldir í hlutfalli af tekjum

65,00%

61,74%

58,08%

54,01%

Framkvæmdir (m.kr.)

358.000

200.000

200.000

325.000

Framlegð (EBIDTAR) %

17,87%

18,81%

18,99%

18,99%

Veltufé frá rekstri (m.kr.)

346.002

371.212

378.665

382.713

Handbært fé í árslok (m.kr.) Afborganir langtímalána (m.kr.)

24.736

86.674

151.569

90.825

(102.820)

(109.274)

(113.770)

(118.458)

582.435

491.139

415.902

Ný lántaka A-B hluta (m.kr.)

100.000

Langtímalán við lánastofnanir

665.963

Langtímalán á hvern íbúa

305.487

267.172

225.293

190.780

Skatttekjur hvern íbúa

729.183

729.183

729.183

729.183

Framkvæmdaáætlunin snýr að fjárfestingu í Vöruhúsi KASK við Hafnarbraut sem að sveitarfélagið hefur haft á leigu sl. 9 ár að hluta eða öllu leyti. Farið verður í miklar fráveituframkvæmdir á hafnarsvæði

og lokið við fráveituframkvæmdir í Nesjum. Framkvæmdir verða m.a. í Ekru, þjónustumiðstöð við áhaldahús, Sindrabæ, götur, gangstéttir og opin svæði. Haldið er áfram samkvæmt viðhaldsáætlun

sveitarfélagsins að öðru leyti. Nánari upplýsingar um fjárhagsáætlun eru aðgengilegar á www.hornafjordur.is

60 ára afmæli Slysavarnadeildarinnar Framtíðar Í tilefni af 60 ára afmæli Slysavarnadeildar Framtíðar þann 7. febrúar n.k er félagskonum boðið til hátíðarkvöldverðar og léttrar skemmtidagskrár. Þátttöku er hægt að tilkynna til Lindu (478-2055, 891-8155, fakaleira@simnet.is), Siggu (861-6202), Kristínar (895-4569) eða Fjólu (846-8586) Vonumst til að sjá sem flestar.

Stjórnin


2

Fimmtudagur 16. janúar 2014

Held væntanlega áfram þetta árið

Hafnarkirkja Sunnudaginn 19. janúar

Vaktsími presta: 894-8881

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

bjarnanesprestakall.is

Eystrahorn

Prestarnir

Þakkir Á síðustu jólatónleikum Karlakórsins Jökuls var Hafnarkirkju afhent innkoman á tónleikunum. Af því tilefni vill sóknarnefnd Hafnarsóknar þakka kórfélögum og öðrum sem komu fram á tónleikunum fyrir velvild og góðan hug til kirkjunnar okkar. Sömuleiðis ber að þakka áheyrendum sem greiddu aðgangseyrinn. Þessir fjármunir koma sér vel því tekjur kirkjunnar hafa verið skertar yfir 30% síðustu ár og verður framlagið nýtt til viðhalds á Hafnarkirkju sem setið hefur á hakanum vegna skertra tekna. Til að sinna eðlilegu viðhaldi á næstunni þarf meira til og þá sjáum við ekki aðra möguleika en að leita til ýmissa velviljaðra aðila og einstaklinga sem hugsanlega geta lagt okkur lið með frjálsum framlögum. Sóknarnefnd Hafnarsóknar

Ferðasaga Björns Gísla til Tyrklands og Georgíu Björn Gísli Arnarson mun segja frá ferð sinni til Tyrklands og Georgíu síðasta vor, í Nýheimum 16. janúar kl 20:00. Björn mun sýna fjölda fuglaog mannlífsmynda sem hann tók á ferð sinni um þessi lönd. Ferðin tók þrjár vikur og gistu ferðalangarnir mest þrjár nætur á sama stað, sem sýnir að það var farið víða.

Útgefandi Eystrahorns óskar lesendum og velunnurum blaðsins farsæls nýárs og þakkar fyrir gott samstarf og samvinnu sl. fjögur ár. Það eru einmitt rúm fjögur ár frá því að undirritaður endurvakti útgáfu Eystrahorns. Þetta er orðið lengra úthald en útgefandi reiknaði með í upphafi þar sem byrjað var með þriggja mánaða reynslutíma og síðan eitt ár. Útgáfan er að öllu leyti á ábyrgð útgefanda, bæði fjárhagslega og efnislega og stendur og fellur með ákvörðunum hans. Þess vegna telur útgefandi rétt að gera árlega grein fyrir ásetningi sínum varðandi framhald útgáfunnar. Eins og lesendum er kunnugt og gerð hefur verið grein fyrir áður, byggist fjárhagslegur grundvöllur útgáfunnar fyrst og fremst á auglýsendum. Um 85% af tekjunum koma af auglýsingum og um 15% frá einstaklingum og fyrirtækjum sem greiða svokallaða vildaráskrift. Auglýsingar þurfa að vera allt að þrír fjórðu hluti hvers tölublaðs til að standa undir föstum kostnaði s.s. prentun, umbroti, dreifingu, sköttum o.fl. Stundum þarf auglýsingahlutfallið að vera hærra, jafnvel í mörgum blöðum, þegar tap hefur verið á einu tölublaði á undan. Á þennan hátt hefur útgáfan komist af hingað til. Það er ástæða til að upplýsa að góðgerðafélög, frjáls félagasamtök, trúfélög o.fl. hafa í flestum tilfellum fengið auglýsingar fríar eða með miklum afslætti. Með þessu nær útgáfan betur markmiðum sínum sem er að vera „skilaboðaskjóða“ fyrir héraðsbúa. Af gefnu tilefni vill útgefandi ítreka að blaðið getur aldrei staðið undir því að vera alvöru fréttamiðill, hvað þá að birta langar greinar eða margra síðna ítarleg og fræðandi viðtöl við fólk. Það væri vissulega ánægjulegt að svo væri hægt en það er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir slíku. Meðan undirritaður ber ábyrgð á útgáfunni verður ekki stofnað til skulda á þann hátt. Stundum þarf aðsent efni að bíða um nokkurn tíma ef ekki liggur á að koma efninu á framfæri og sama gildir um fréttnæmt efni. Við verðum einfaldlega að sætta okkur við lítið blað sem þarf að sníða sér stakk eftir vexti. Undirritaður mun áfram gefa út blaðið og markmiðið er að taka eitt ár í einu eins og áður. Útgefandi

Bréfakassar í dreifbýli

Allir velkomnir

Handraðinn er fluttur að Víkurbraut 4 Opið: föstudaga kl. 11:00-18:00 laugardaga kl. 11:00-16:00 mánudaga kl. 20:00-22:00

Allir velkomnir

Pósturinn vinnur nú að samræmingu á staðsetningu bréfakassa í dreifbýli. Pósturinn þjónar um 6.000 heimilum í sveitum landsins og skiptir staðsetning bréfakassa miklu máli varðandi hagkvæmni í dreifingu því bréfum hefur fækkað mikið á síðustu árum. Markmið fyrirtækisins er að afhenda póst til móttakenda á réttum stað og á réttum tíma og er því mikilvægt að tryggt sé að móttökuskilyrði séu skv. lögum og reglum, en þau er meðal annars, rétt utanáskrift, rétt hæð bréfalúga, gott aðgengi að lúgu og rétt staðsetning á bréfakössum í sveitum. Þessi vinna hefur gengið vel og yfir 90% bréfakassa eru rétt staðsettir í dag samkvæmt reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu, en þar segir m.a.: "Í dreifbýli skal bréfakassi vera staðsettur við eða í húsi ef lengd heimreiðar er ekki lengri en 50 metrar. Ef heimreið er lengri en 50 metrar skal bréfakassi staðsettur við vegamót. Bréfakassi skal ekki vera staðsettur fjær en 500 metra frá húsi að jafnaði, undantekning er ef heimreið er yfir 2.000 metrar að stöku heimili.“

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915

júllatún

Nýtt á skrá

Gott raðhús með bílskúr á 2 hæðum, 3 svefnherbergi samtals 147,6 m². Mikið útsýni til jökla, Laust strax

Nýtt á skrá

kirkjubraut

Fallegt og velskipulagt 172,7 m² einbýlishús ásamt 37,3m² bílskúr og 15,6 m² sólstofu, samtals 225,6 m². 4-5 svefnherbergi. Mikið endurnýjað hús, teikning eftir dr. Magga Jónsson.

Nýtt á skrá

Silfurbraut

Rúmgott 147,6 m² 5 til 6 herbergja íbúðarhús ásamt 50 m² bílskúr, staðsett í botngötu við hlið golfvallarins og mikið útsýni til jökla. Hús í góðu viðhaldi.


Eystrahorn

Fimmtudagur 16. janúar 2014

Þrettándabingó 2014

Þrettándabingó Kvenfélagsins Óskar var haldið í Hrollaugsstöðum laugardagskvöldið 4.janúar kl. 20:30. Veðrið var verulega gott þetta kvöld miðað við veðurfarið undanfarnar vikur og var mæting mjög góð. Um 70 manns sátu og spiluðu bingó af mikilli ákefð og ekki að ástæðulausu þar sem vinningarnir voru ekki af verri endanum. Eftir bingóið gæddu gestir sér á girnilegum kaffiveitingum í boði heimamanna. Við viljum þakka þeim fyrirtækjum sem lögðu okkur lið í þessu bingói, án þeirra gætum við ekki haft þetta svona veglegt. Fyrirtæki sem gáfu vinninga voru, Jöklajeppar, Sigurbjörn J Karlsson sauðfjárbóndi Smyrlabjörgum, Húsasmiðjan, Húsgagnaval, Íslenskir Fjallaleiðsögumenn, Humarhöfnin, Jaspis, Snyrtistofan Amara, Nettó, Olís, N1, Skinney-Þinganes, Verslun Dóru, Lyfja og nokkrir litlir vinningar frá kvenfélaginu. Að venju mun ágóðinn renna til góðra verka í sveitarfélaginu. Kvenfélagskonur í Ósk

Stofan verður lokuð dagana 27. - 31. janúar og 20. - 28. febrúar Annars er opið mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 16:00. Opið til kl. 18:00 á fimmtudögum Lokað um helgar

3

Nýr þjálfari og góður árangur Það hefur verið mikið um að vera í körfunni að undanförnu. Ber þar hæst að mættur er til starfa mikill sómapiltur frá Atlanta í Bandaríkjunum, De´shaud Johnson að nafni eða DJ eins og hann er kallaður af körfuboltaiðkendum í andnauð. Þessi drengur hefur víða farið og unnið mörg afrekin innan vallar sem utan og sama við hvern er rætt þá fer af honum afskaplega jákvætt og gott orð. Auk þess að hafa komið með gríðarlega skemmtilega vídd inn í þjálfunina hjá Sindra þá leggur hann mikið upp úr stundvísi, aga, vinnusemi og hollu líferni, sem er kannski vísa sem aldrei er of oft kveðin nema það að þessum manni er full alvara með því sem hann segir og hafa iðkendur fengið að kynnast því að undanförnu. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa, minnibolta krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði á Sambíómótinu og 10. flokkur færist óðum nær því að teljast fullvaxtamenn og virðast bara eiga sér einn akkílesarhæl en það er lið FSU. Allir aðrir leikir strákana hafa verðið sem gangur í garðinum slíkir hafa yfirburðir okkar manna verið.Meistaraflokkurinn hefur aldrei litið jafnvel út og nú. Strákarnir hafa að undanförnu spilað erfiða törn, við fjögur af efstu liðum deildarinnar, og unnið Leikni R, Stálúlf , og Reyni Sandgerði nokkuð örugglega en þurftu svo loks að lúta í lakkað parket fyrir Bí í Breiðholti með einu stigi eftir framlengdan leik, sem var svekkjandi fyrir strákana, sem gátu þó huggað sig við mjólk og sultumána og þá staðreynd að Sindri sat í efsta sæti deildarinnar þegar pökkunum var slátrað undir trénu um jólin. Um komandi helgi er svo húsið við Heppu troðið af viðburðum því á laugardag mæta þeir fullvöxnu til leiks og spila gegn Heklu og á sunnudag spilar unglingaflokkur risabikarleik við Breiðablik. Hvetjum alla til að mæta og gerast partur af ævintýrinu. Áfram Sindri.

ÞORRABLÓT ELDRI BORGARA

Rakarastofa

Baldvins

Viljum við hafa áhrif?

Almennur félagsfundur verður í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 18. janúar kl. 11:30. Efni fundarins er hvernig raða skuli á framboðslista sjálfstæðisfólks fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Félagsmenn og stuðningsfólk hvatt til að mæta vel og taka þátt í undirbúningi kosninganna. Boðið uppá súpu og meðlæti. Stjórnir sjálfstæðisfélaganna og undirbúningsnefnd

Þorrablót eldri borgara á Hornafirði verður haldið á Hótel Höfn föstudagskvöldið 31. janúar kl. 20:00 ef næg þátttaka fæst. Húsið verður opnað kl. 19:30. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir um að skrá sig á Hótel Höfn í síma 478-1240 fyrir 20. janúar.

Þorrablót

Eldri borgara á Hornafirði verður haldið á Hótel Stjórn Félags eldri Hornfirðinga Höfn föstudagskvöldið 31. janúar n.k. kl. 20.00 ef næg þátttaka fæst. Húsið verður opnað kl. 19.30.


4

Fimmtudagur 16. janúar 2014

Grétar mannameistari

Eystrahorn

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í. Menningarráð Suðurlands hefur ákveðið að árið 2013 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: 1. Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað. 2. Verkefni sem efla nýsköpun tengd menningu. 3. Verkefni sem stuðla beint að fjölgun atvinnutækifæra. 4. Verkefni sem styðja við menningartengda ferðaþjónustu. 5. Verkefni sem draga fram staðbundin eða svæðisbundin menningareinkenni eða menningararf.

Hornafjarðarmeistaramótið í Hornafjarðarmanna fór fram milli hátíða að venju. Góð þátttaka var og keppnin spennandi. Hart var barist í úrslitaspilinu og stóð trillukarlinn, Grétar Vilbergsson uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti eins og í fyrra var margreyndur spilamaður og heimsmeistari í Hornafjarðarmanna, Gísli Jóhannsson frá Brunnum. Í þriðja sæti var Herdís Tryggvadóttir en hún vann fyrsta tilraunamótið afmælisárið 1997. Næsta Mannamót er Íslandsmótið sem fram er í Reykjavík föstudaginn 7. febrúar og verður auglýst nánar síðar.

Fréttatilkynning frá Jaspis Ágætu viðskiptavinir, Heiða Dís er úlnliðsbrotin og verður því frá vinnu fram í byrjun apríl. Sveinbjörg verður því eini starfandi hársnyrtirinn á þeim tíma og tekur við tímapöntunum í síma 4782000 og á Jaspis . Verslunin er opin alla daga og munu Sveinbjörg og Snorri afgreiða hárvörur en við eigum mikið úrval af frábærum hárvörum frá Moroccanoil, label.m, Sebastian, Di-fi ofl. Jaspis verður 25 ára í september á þessu ári og hefur ávallt haft það að leiðarljósi að þjónusta viðskiptavinum sínum sem best. Verið því velkomin á Jaspis, Snorri, Heiða Dís og Sveinbjörg

útsölulok Útsölunni lýkur 17. janúar - Gerið góð kaup!

Verslun Dóru

Menningarráðið mun ekki veita endurbótastyrki. Ekki verður heldur styrkt skráning á menningarminjum, starfsemi íþróttafélaga, bæjarhátíðir, almennar samkomur, safnaðarstarf og hefðbundið menningarstarf innan skóla.

Menningarráð Suðurlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála (styrkir sem Alþingi veitti áður)

Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkveitingarnar miðast við árið 2014. Umsóknarfrestur í báðum flokkum er til og með 20. febrúar 2014. Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum eyðublöð á heimasiðu Menningarráðs Suðurlands www.sunnanmenning.is. Allar nánari upplýsingar veitir Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands, í síma 480-8207, 896-7511 eða með tölvupósti menning@sudurland.is. Menningarfulltrúi verður til viðtals í Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Nýheimum, föstudaginn 31. janúar nk. kl. 16:00-18:00 og hann verður á Höfn laugardaginn 1. febrúar. Einnig er hægt að hittast í Þorbergssetri sunnudaginn 2. febrúar á milli kl. 11:00 - 12:00. Vinsamlegast pantið tíma í síma 480-9200 / 896-7511 eða með tölvupósti á netfangið menning@sudurland.is.

Menningarráð

Suðurlands

Skrifstofa Acta lögmannsstofu að Krosseyjarvegi 17 á Höfn verður opin frá 17. janúar n.k. Þeir sem óska eftir viðtali vinsamlegast sendið fyrirspurn á netfangið sigridur@acta.is eða í síma 533-3200 Verið velkomin, Sigríður Kristinsdóttir hrl


100% starf á Höfn Við óskum eftir vaktstjóra á þjónustustöð Olís á Höfn. Um starfið og hæfni • Starfið er 100% starf vaktstjóra • Starfið felur í sér uppgjör, stjórnun vakta, móttöku á vörum, skipulagningu þrifa, þjónustu við viðskiptavini o.fl. • Unnið er á tvískiptum vöktum • Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri

PIPAR\TBWA · SÍA · 140115

Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, stundvísi, snyrtimennsku og hæfni í mannlegum samskiptum. Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Skilyrði er að umsækjendur hafi hreint sakavottorð og séu reyklausir. Nánari upplýsingar um starfið fást hjá verslunarstjóra Olís á Höfn. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda í tölvupósti á netfangið hofn@olis.is, fyrir 26. janúar nk. Einnig er hægt að sækja um á www.olis.is.

Olíuverzlun Íslands hf.

Þorrablót Hafnarbúa 2014 F

Húsið opnað kl. 19:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30

Frábær skemmtiatriði á kostnað valinna bæjarbúa… Miðar seldir í íþróttahúsinu á Höfn fimmtudaginn 23. janúar frá 17:00 – 19:00

Verð 6500 kr.

(Ekki tekið við greiðslukortum.)

Ef enn verða til miðar á föstudag verða þeir seldir 24. janúar kl. 17:00.

18 ára aldurstakmark …og þú getur ekki misst af þessu!

Hljómsveitin Djammbandið sambandið og Elvar Bragi leika fyrir dansi fram á rauða nótt G E G G J A Ð

Miðar á dansleik seldir við innganginn frá miðnætti, miðaverð 2500 kr.

í íþróttahúsinu á Höfn 25. janúar

F J Ö R


Samningar standa eða falla með einu atkvæði AFL Starfsgreinafélag minnir á póstatkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga. Frestur til að koma atkvæðum í póst er að renna út með útkomu þessa blaðs en hægt er að koma atkvæðaseðlum á næstu skrifstofu félagsins og eins hafa trúnaðarmenn félagsins tekið að sér að veita atkvæðaseðlum viðtöku. Til að atkvæði sé talið þarf að vera rétt frá því gengið. Merkja þarf á atkvæðaseðilinn en óheimilt er að skrifa á hann að öðru leyti. Atkvæðaseðilinn þarf síðan að setja í umslagið sem sent var með og er merkt „atkvæðaseðill“ og loka því umslagi. Því umslagi á síðan að stinga í næsta umslag sem merkt er „svarsending“ og „AFL Starfsgreinafélag – berist til kjörstjórnar“. Kjarasamningar eru afgreiddir í allsherjaratkvæðagreiðslu og síðustu ár hefur kjörsókn hjá AFLi Starfsgreinafélagi verið tæp 30%. Í allsherjaratkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum. Það getur því verið þitt atkvæði sem staðfestir nýgerða kjarasamninga eða fellir þá. Þitt atkvæði skiptir því máli.

Eystrahorn 2. tbl. 2014  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you