Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 10. janúar 2013

1. tbl. 31. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Báran skapar aðstöðu fyrir alla aldurshópa sem vilja hreyfa sig

Ljósmyndir: Þórgunnur Þórsdóttir

Fjölmenni var við vígslu og afhendingu Bárunnar laugardaginn 22. desember sl og fólkið greinilega í hátíðarskapi. Dagskráin var fjölbreytt með tónlist, ávörpum, leikjum og hamborgaraveislu. Efnt var til samkeppni um nafn á húsinu og alls bárust 140 tillögur. Salvör Dalla Hjaltadóttir níu ára stúlka átti vinningstillöguna. Nafnið hefur víðtæka skírskotun í bygginguna sjálfa, umhverfið og samfélagið á Hornafirði. Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, rakti aðdraganda og byggingarsögu hússins í ávarpi sínu. Til að setja stærð hússins í samhengi nefndi hann að öll sjö skip og bátar fyrirtækisins rúmast inni í því. Þakkaði hann öllum sem komu að undirbúningi og

framkvæmd byggingarinnar og lagði áherslu á að allir aðilar hefðu lagt sig fram um að vanda til verksins. Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri tók við húsinu fyrir hönd sveitarfélagsins og þakkaði þessa einstöku gjöf. Séra Gunnar Stígur Reynisson blessaði húsið í takkaskónum sínum. Hornstein að byggingunni lagði Albert Eymundsson með aðstoð Ástu Ásgeirsdóttur konu sinnar. Við vígsluna heiðruðu fulltrúar Knattspyrnusambands Íslands Aðalstein Ingólfsson, framkvæmdastjóra SkinneyjarÞinganess, og Gunnar Ásgeirsson og afhentu þeim gullmerki sambandsins. Í lokin var svo heljarmikil hamborgaraveisla og spilaður fótbolti. Í viðtali við blaðamann kom fram

hjá Gunnari Ásgeirssyni, Árna Kjartanssyni arkitekt og Birki Birgissyni að mikil áhersla hefði verið lögð á að húsið yrði opið og gegnsætt þannig að athafnir í því yrðu hluti af bæjarlífinu og þeir sem í húsinu dveldu upplifðu umhverfið fyrir utan, mannlífið, umferðina, árstíðirnar, veðráttuna og birtuna. Þetta töldu þeir að hefði tekist vel og myndi gleðja jafnt vegfarendur í nágrenni hússins og þá sem í því væru við leik eða áhorf. Alltof oft væru hús af þessu tagi risavaxnir svartir kassar, tengslalausir við umhverfið og kaldir jafnt úti sem inni. Jafnframt bentu þeir á að natni hefði verið lögð í alla útfærslu, jafnt í stóru sem smáu.

Byggingarlýsing

Salvör Dalla merkir Báruna.

Húsið er 4.200 fermetrar, rúmtak 28.000 rúmmetrar og lofthæð um 12 metrar. Meginburðarvirki hússins eru límtrésbogar frá Límtré, sem setjast á steypta spyrnuveggi og undirstöður til hliðanna, sem hvíla á steyptum rekstaurum. Á milli burðarboganna koma langásar í skó. Ysta klæðning þaks er sínusbárað alúsink, klæðning á göflum er grófari stálklæðning sem ber sig yfir lengra haf. Á langhliðum og göflum eru gluggafletir til að hleypa inn birtu og til að sjá inn í húsið og út úr því. Hurðir eru í þessu kerfi eftir þörfum. Fyrir miðjum göflum hússins eru vélgengar vinduhurðir. Hæst á þaki er svæði með báruðu glæru plasti til lýsingar og reyklosunar í hugsanlegum eldsvoða. Loftun er sjálfdrifin. Loftrás er bak við rennu eftir öllum langhliðum og upp í gegnum mæni. Öflug raflýsing er í húsinu, stýrt eftir útibirtu og kveikingar í samræmi við starfsemi hverju sinni. Framkvæmdastjóri verkefnisins er Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, og verkefnis- og hönnunarstjóri Birkir Birgisson, starfsmaður hjá fyrirtækinu. Ýmsir aðrir starfsmenn fyrirtækisins komu að verkefninu og vinnu við bygginguna en heimaverktakar unnu sértæka verkþætti, þ.ám. Gunnar Gunnlaugsson byggingarverktaki. Byggingarstjóri er Gísli Guðmundsson tæknifræðingur og Arkitektastofan GlámaKím sá um aðalhönnun og útlit en Verkís og Límtré um burðarvirki.


2

Fimmtudagur 10. janúar 2013

Frá Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881

Helgarferð 12. og 13. janúar

Sunnudaginn 13. janúar Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00.

bjarnanesprestakall.is

Eystrahorn

Strandganga í Öræfum

Athugið - skrá þarf í þessa ferð fyrir kl. 16:00 á föstudag 11. janúar.

Prestarnir

Laugardagur:

Lagt af stað kl.9:00 frá Tjaldstæðinu á Höfn, einnig er hægt að mæta á Fagurhólsmýri kl. 10:30. Gengið frá Nestanga að Virkisá. Kvöldmatur á Fagurhólsmýri. Gist í svefnpokaaðstöðu.

Kaþólska kirkjan

Kæru bræður og systur

Við ætlum að halda áfram með messur eins og ákveðið var, alltaf annan og síðasta sunnudag mánaðarins kl.12:00 á Hafnabraut 40.

Sunnudagur:

Gengið frá Virkisá að Skaftafellsá. Gengið er er ca í 4 - 5 tíma hvorn dag. Heildarverð er kr. 3.500 fyrir fullorðna en kr. 1.000 fyrir börn. Innifalið er gisting og kvöldmatur. Endilega hafið samband ef fólk vill aðeins vera með annan daginn. Upplýsingar og skráning hjá Rögnu í síma 662-5074. Munið hlýjan klæðnað,laxapokar eða stígvél gætu komið að góðu gangi. Hlökkum til að sjá sem flesta og hvetjum fólk til að drífa sig í þessa næst síðustu ferð í strandgönguævintýrinu.

Næsta messa er sunnudaginn 13. janúar, kl. 12:00. Eftir messu er mögulegt að skipuleggja tíma húsblessunar ef einhvern langar. Gleðilegt nýtt ár. br.David

Flæktu ekki líf þitt að óþörfu

Ferðanefndin

ÚTSALA ÚTSALA

Með kveðju frá vinnuhópi um heilbrigði og velferð

Rauðakrossbúðin

Útsalan er hafin hjá okkur

verður opin alla laugardaga í janúar kl. 12:30 – 15:30.

25 - 70% afsláttur

Laugardaginn 12. janúar verður allt í búðinni á kr. 250,-

Íbúð óskast

Gerðu góð kaup á góðum vörum

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

Ung hjón með tvö börn óska @VjekVc\jg'Æ,%%:\^ahhiVÂ^gÆH†b^*-%,.%*Æ;Vm*-%,.%& www.inni.is eftir 2-3 herbergja íbúð á =V[cVgWgVji&*Æ,-%=Ž[cÆH†b^*-%,.&*Æ;Vm*-%,.&& Höfn sem fyrst. Upplýsingar í síma 7738251. lll#^cc^#^hÆ^cc^5^cc^#^h Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Eystrahorn Hilmar Gunnlaugsson, Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 hrl. og lögg.

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI fasteignasali

s. 580 7902 Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Sigríður Kristinsdóttir, lögmaður

Silfurbraut

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari s. 580 7908

Nýtt á skrá

Gott 147,6 einbýlishús á rólegum stað í botngötu, 4 svefnherbergi, stórar stofur, hús sem gott er að breyta.

bogaslóð

FÉLAG FASTEIGNASALA

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali s. 580 7916

nýtt á skrá

Til sölu er Hóll eða Guðmundarhús, fallega uppgert og endurbyggt 158,4 m² einbýlishús, 5 herbergi, 2 baðherb, góð verönd með skjólveggjum, einstakt tækifæri til að eignast þetta fallega hús.

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali s. 580 7907

lækkum aftu

r verð!

Tjarnarbrú 20, neðri hæð Rúmgóð 2ja herb. íbúð á fyrstu hæð með sér innagangi, garði og bílskúr.


Eystrahorn

Fimmtudagur 10. janúar 2013

3

Andlát

Andlát

Hulda Sigurðardóttir

Jón Páll Pálsson

Hulda Sigurðardóttir fæddist í Haga á Höfn í Hornafirði 4. mars 1931. Hún varð bráðkvödd að morgni 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Agnes Bentína Moritzsdóttir Steinsen frá Krossbæ í Nesjum, f. 21. 7. 1896, d. 27. 9. 1951 og Sigurður Eymundsson frá Dilksnesi í Nesjum, f. 8. 10. 1888, d. 24. 3. 1956. Systkini Huldu voru: 1) Eymundur, f. 11. 8. 1920, d. 16. 10. 1987, 2) Vilhjálmur, f. 7. 8. 1921, d. 25. 3. 2008, 3) Halldóra, f. 27. 8. 1922, 4) Guðrún, f. 4. 9. 1923, d. 9. 9. 2008, 5) Björn, f. 10. 10. 1924, d. 10. 7. 2007, 6) Rannveig, f. 16. 8. 1926, d. 16. 11. 2005, 7) Valgerður, 7. 12. 1927, 8) Ragna, f. 4. 3. 1931, 9) Karl, f. 13. 7. 1934. Auk þess eignuðust Agnes og Sigurður andvana fæddan dreng árið 1933. Hulda var tvíburasystir Rögnu, en þær voru næst yngstar í tíu systkina hópi af þeim sem upp komust. Þrjú af systkinunum voru tekin í fóstur af ættingjum í Nesjum. Hulda giftist Guðna Óskarssyni, 15. 9. 1961, Guðni var fæddur, 24. 7. 1931 á Höfn, d. 6. 6. 1995. Þau slitu samvistir. Börn Huldu og Guðna eru: 1) Óskar, f. 1. 2. 1951, kvæntur Lamphu Hingprakhon, saman eiga þau eina dóttur : a) Lillý, f. 28. 11. 2007, fyrir á Óskar, b) Áslaugu, f. 12. 6. 1974, móðir Margrét Jóna Sveinsdóttir, c) María Elisabeth, f. 21. 8. 1991 og d) Niels Baldur, f. 25. 3. 1996, móðir þeirra er Pia Monrad Christensen. 2) Sigurður, f. 8. 1. 1960, kvæntur Rósu Áslaugu Valdimarsdóttur, f. 6. 3. 1959 börn þeirra eru: a) Hulda Rós, f. 21. 12 1985, í sambúð með Snævari Leó Grétarssyni, b) Valdís Ósk, f. 7. 3. 1988, c) Jón Guðni, f. 3. 6. 1993. 3) Lovísa Kristín, f. 11. 12 1967, gift Halldóri Laufland Jóhannessyni, f. 23. 11. 1955, dætur Lovísu frá fyrra hjónabandi eru : a) Saga Lind, f. 21. 6. 1997, og b) Lea Sól, f. 8. 10. 1999.

Jón Páll Pálsson frá Svínafelli í Öræfum andaðist á hjúkrunarog dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 8. desember s.l. en þar var hann til heimilis síðustu æviárin. Jón fæddist í Svínafelli 10. mars 1929. Hann átti þar heima til fullorðinsára. Foreldrar hans voru Halldóra Sigurðardóttir frá Hofsnesi, f. 4. ágúst 1893, d. 18. ágúst 1978 og Páll Pálsson fæddur og uppalinn í stórum systkinahópi í Svínafelli, f. 4. febrúar 1889, d. 11. apríl 1954. Systir Jóns Páls var Sigrún Pálsdóttir, f. 7. apríl 1926, d. 27. júní 2004. Hennar maður var Þorsteinn Jóhannsson frá Hnappavöllun, f. 7. sept. 1918, d. 26. sept. 1998. Jón var ókvæntur og barnlaus. Börn Sigrúnar og Þorsteins: 1) Guðjón, f. 13. mars 1949, d. 13. okt. 2010. 2) Jóhann, f. 9. apríl 1952, kvæntur Hafdísi Sigrúnu Roysdóttur, f. 14. janúar 1959. Þau eiga 3 börn. 3) Pálína, f. 29. janúar 1955, gift Ólafi Sigurðssyni, f. 3. febrúar 1954, þau eiga 3 dætur og 3 barnabörn. 4) Halldór, f. 2. október 1957. Jón bjó lengi vel félagsbúi í Austurbænum með Sigrúnu systur sinni og Þorsteini uns synir þeirra tóku við. Þá fór Jón að vinna í Reykjavík, fyrst um sinn einungis yfir vetrarmánuðina en var þá alltaf heima frá vori og fram yfir sláturtíð, ýmist í búverkum, vegavinnu o.fl. Í Reykjavík vann hann á nokkrum stöðum, s.s. hjá Jóni Loftssyni, í Ísbirninum, stundum hjá byggingaverktökum en lengst vann hann hjá Málmsteypu Þorgríms Jónssonar, fyrst einungis á veturna en í fullu starfi í nálægt 20 ár og bjó þá í eigin íbúð í Hraunbænum. Jón kom þó oft á ári heim að Svínafelli um helgar og í lengri frí og hélt þar allar hátíðar með sínu fólki meðan heilsan leyfði. Útför Jóns Páls fór fram frá Hofskirkju 15. desember 2012. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og allan stuðning við andlát og útför hans.

Hulda bjó alla sína tíð á Höfn og sinnti hluverki húsmóður samhliða vinnu. Hún starfaði lengst af hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga, sem starfsmaður í mötuneyti fyrirtækisins. Einnig starfaði hún í fiski, sláturhúsi kaupfélagsins og við þrif meðal annars á skrifstofu sýslumannsins á Höfn síðustu starfsár sín. Hulda var samviskusöm og ósérhlífin við öll sín störf. Útför Huldu fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 12. janúar 2013 kl. 14:00.

á

ÚTSALA • ÚTSALA

Útsalan er hafin

Komið og gerið góð kaup! Verið velkomin

Höfn

Bifreiðaskoðun á Höfn 14., 15. og 16. janúar Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 11. janúar. Næsta skoðun 25., 26. og 27. febrúar.

Þegar vel er skoðað


4

Fimmtudagur 10. janúar 2013

Eystrahorn

Áramót Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri gerir upp árið 2012 „Sérhver áramót eru líkt og ofurlítill depill á æviferlinum“ skrifar Þorleifur Jónsson frá Hólum í ævisögu sinni. Þau gefa okkur samt ætíð tækifæri að líta um öxl, gera upp liðna tíð og meta hvernig best er að halda áfram. Um reikningsskil milli 19. og 20. aldarinnar sagði Þorleifur í sömu bók: „Brotsjóar höfðu öðru hvoru gengið yfir þjóðarskútuna. Hún hafði legið undir stóráföllum...Gamla öldin skilaði hinni nýju engum verulegum auði til handa en ég hygg þó, að margar liðnar aldir hafi ekki skilað hinni nýju, sem við tók, jafnmiklum vonum, jafndjörfum hugsjónum um bættan þjóðarhag sem 19. öldin arfleiddi þá tuttugustu að. Framfaraandinn var vaknaður.“ Þessi orð leita á hugann nú þegar erfið ár í sögu þjóðarininar eru að baki. Þó að enn eigi margt eftir að gera upp er samt mikilvægt að horfa einbeitt til framtíðar, með þau gildi að leiðarljósi sem Þorleifur skrifar um varðandi reikningsskil aldanna. Ef rýnt er í stöðuna á heimaslóð þá einkenndist árið 2012 öðru fremur af spræku atvinnulífi. Fjárhagur sveitarfélagsins er traustur. Í samfélaginu er líka inngróinn framfaraandi. Í öllu þessu felast tækifæri nú þegar erfið ár í kjölfar efnahagshrunsins eru að baki.

Sprækt atvinnulíf en lítill heimamarkaður Veiðar, vinnsla og sala á fiski verða áfram um langa framtíð hornsteinn velmegunar í samfélaginu. Gengið var gott á yfirstandandi ári en vaxandi samkeppni við aðrar þjóðir og erfiðleikar í mikilvægum markaðslöndum eru áskoranir sem greinin þarf nú að takast á við. Til hliðar við sjávarútveginn er að vaxa upp sífellt öflugri ferðaþjónusta þar sem finna má nokkur dæmi um fyrirtæki sem eru í mikilli starfsemi yfir háveturinn. Styrkur ferðaþjónustunnar birtist jafnframt í miklum fjárfestingum hjá fyrirtækjum í greininni, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Samskipti sveitarfélagsins við bændur einkennast í sífellt meira mæli af vilja til að sækja fram með nýjungar og skapa sterkari grunn undir landbúnað í sveitarfélaginu öllu. Iðnaðarmenn og verktakar hafa haft talsvert að gera. Afar ánægjulegt er upplifa að fleiri íbúðarhús eru nú í byggingu í sveitarfélaginu en lengi hefur sést. Helst eru það þjónustufyrirtæki og verslanir sem standa of veikt. Hár rekstrarkostnaður og lítill heimamarkaður ógnar tilvist margra þeirra. Reglur um útleigu á húsnæði sveitarfélagsins og innkaup á vörum og þjónustu voru settar fyrir nokkrum árum. Frá því í haust hefur staðið yfir endurskoðun á þessum reglum og kannað hvort ástæða sé til að skýra þær og þrengja með það að markmiði að stuðla betur að uppbyggingu samkeppnismarkaðar í heimabyggð. Við íbúar þurfum líka að hafa hugfast að með því að versla í heimabyggð tryggjum við með betri hætti framboð á þjónustu. Við komum

örugglega flest til þess að sakna þess ef fyrirtæki þurfa að hætta starfsemi.

Grynnslin hættuleg og hamla þróun Sveitarfélagið hefur beitt sér fyrir því að gerð verði ítarleg rannsókn á Grynnslunum fyrir utan Ós. Í sumar var gerð umfangsmikil mæling á sjávarbotningum innan og utan fjarðar, sú stærsta hingað til. Gögnin varpa nýju ljósi á hið flókna samspil náttúruaflanna á Grynnslunum. Þrátt fyrir meiri vitneskju þá er ekki endilega lausn í sjónmáli. Vonir stóðu til að hægt yrði að kynna áfangaskýrslu um rannsóknirnar nú fyrir jól en það dregst fram á nýtt ár. Grynnslin eru hættuleg og jafnframt flöskuháls í þróun útgerðar. Því er brýnt að kanna allar leiðir til þess að bæta ástandið.

sér um daglegan rekstur þess. Í kjallara Gömlubúðar verður aðstaða fyrir starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs. Með þessu vinnst margt: aukin festa fæst í miðlun upplýsinga til ferðamanna sem er einkar mikilvægt í ljósi vaxandi umferðar yfir vetrarmánuðina, sveitarfélagið lækkar rekstrarkostnað sinn verulega og getur þá einbeitt sér að frekari uppbyggingu í safnamálum og atvinnulífi í staðinn. Frá því að Jöklasýning opnaði eftir endurbætur 2005 hafa nýjar sýningar og söfn litið dagsins ljós, Þórbergssetur, Huldusteinn og Listasafn Svavars Guðnasonar. Auk þess hefur margskonar önnur afþreying verið sett á laggirnar í sveitarfélaginu, til dæmis fjórhjólaferðir og húsdýragarður. Gamlabúð þurfti á gagngerum endurbótum að halda

Skaftafell og Jökulsárlón Í síðasta áramótapistli var frá því greint að unnið væri að skipulagi á þremur áningarstöðum og í framhaldi yrði hafin uppbygging á grunni þeirrar vinnu. Þetta voru Skaftafell, Jökulsárlón og svæðið við Heppu. Nýtt skipulag hefur verið staðfest fyrir Skaftafell og Heppu en erfiðara hefur verið að landa skipulagi á Jökulsárlóni. Eftir síðustu hindranir á þeirri leið sem fólst í hugleiðingum Vegagerðarinnar um framtíð hringvegarins á ekkert að standa lengur í vegi fyrir að nýtt deiliskipulag verði samþykkt fyrir Jökulsárlón. Það verður auglýst í byrjun árs og í framhaldi – ef eining næst meðal landeigenda – verður hægt að hefja uppbyggingu sem þjónar þörfum þeirra fjölmörgu gesta sem koma að lóninu. Skaftafell og Jökulsárlón eru með mikilvægustu ferðamannastöðum landsins. Með nýju skipulagi er gert ráð fyrir talsvert umfangsmeiri mannvirkjum en eru nú á þessum stöðum. Með auknum fjölda ferðamanna þarf að fjölga áningarstöðum í sveitarfélaginu. Með því skjótum við frekari stoðum undir þróun ferðaþjónustu í sveitarfélaginu öllu. Heinaberg, Hjallanes, Hoffell og Lónsöræfi eru á góðri leið. Með frekari uppbyggingu á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs og landeigenda, ásamt markvissri kynningu munu þessir staðir toga til sín sífellt fleiri ferðamenn. Allir ofangreindir staðir hafa það sameiginlegt að draga fram sérstöðu svæðisins, stórbrotið fjalllendi sem aðgengilegt er allt árið. Það er sérstaðan sem skapar sóknarfæri.

Gamlabúð komin heim Á Heppusvæðinu var hafist handa í samræmi við nýtt skipulag. Gamlabúð var flutt aftur að höfninni. Þar mun Vatnajökulsþjóðgarður setja upp upplýsingamiðstöð og sýningu um samspil manns og náttúru, fugla og fræðslu um jökla, jarðfræði og loftslagsbreytingar. Þjóðgarðurinn leigir húsið til 10 ára, greiðir árlega um fjórar milljónir í leigu og

ef húsið á að þjóna því hlutverki að vera einn af megin viðkomustöðum ferðamanna á svæðinu. Það var ekki hæft til að hýsa heilsársstarfsemi, meðal annars vegna lélegrar einangrunar. Undanfarin tvö ár komu rétt ríflega 1000 manns á sýninguna í Gömlubúð en til samanburðar voru gestirnir yfir 4000 talsins fyrir tíu árum síðan. Ný staðsetning, endurbætur á húsinu og ný sýning munu efalítið koma þessu merka húsi og sögu þess á nýjan stall. Það er líka mikilvægt að halda til haga að sveitarfélagið greiddi árlega háar upphæðir með rekstri Jöklasýningar auk þess sem sífellt erfiðara var að reka sýninguna undir sama þaki og skólastarfsemi, sérstaklega í ljósi lengri ferðamannatíma. Sérstaða byggðar í Austur-Skaftafellssýslu fólst í því að hér tókst manninum að lifa af við erfið skilyrði í meira en 1000 ár, með Atlantshafið á aðra höndina og Vatnajökul á hina. Þá sögu þurfum við að segja og verður nýrri sýningu í Gömlubúð meðal annars ætlað það hlutverk. Sveitarfélagið hefur lagt umtalsverða fjármuni í safnamál á undanförnum árum, með kaupum á þjónustuhúsi, flutningi á Gömlubúð og stofnun Listasafns. Uppbygging í safnamálum lýkur ekki þar. Horft verður til samvinnu við einstaklinga og fyrirtæki með sérstökum samningum sem munu halda bæði vatni og


Eystrahorn

Fimmtudagur 10. janúar 2013

vindum gagnvart lögum og reglum. Að fyrirmynd slíkra samninga hefur verið unnið í haust og er því verki nærri lokið. Jafnframt verður áfram haldið að þróa sýningu um Höfn á Heppusvæðinu sem sjá mátti vísi að síðastliðið sumar. Framkvæmdir á Heppunni sem ráðist var í síðast liðið sumar hafa nýst ágætlega þegar upp er staðið. Til dæmis reyndust söluhjallarnir mikilvægir við framkvæmd Meistaramóts FRÍ sem haldið var á Sindravöllum í ágúst. Jafnframt var hjöllunum komið fyrir við ráðhúsið á aðventunni þar sem jólamarkaðurinn var haldinn. Þá koma þeir að góðum notum við framkvæmd landsmótsins sem haldið verður í sumar. Fegrun svæðisins við Heppu og Hafnarvík með gróðursetningu, málun húsa og gatna lífgaði upp á svæðið. Til að standa sterkt sem samfélag þarf sífellt að aðlagast nýjum veruleika um leið og áhrif er haft á þróunina með nýsköpun í störfum okkar og bættri ásýnd til sveita og bæjar.

efla rannsóknir og berjast fyrir betra rekstrarumhverfi eins og lækkun orkukostnaðar. Á þessum grunni má vinna að nýsköpun í landbúnaði. Matarsmiðja Matís hefur reynst mikilvæg og full ástæða til að kanna hvort efla megi starfsemina enn frekar í samvinnu sveitarfélagsins, Matís og fyrirtækja á staðnum. Viðræður um slíkt munu hefjast strax á nýju ári.

Hátt framkvæmdastig Sveitarfélagið mun fjárfesta fyrir um 400 m.kr., á nýju ári þar af ríflega 100 m.kr. í gatnagerð og gangstíga. Vitað er um stór verkefni á vegum annarra aðila sem eru í burðarliðnum. Sveitarfélagið hefur endurbætt skólahúsnæði, byggt upp aðstöðu fyrir íþróttir og farið í verulegar endurbætur á fasteignum þess. Á árinu 2013 lýkur endurbótum á Heppuskóla og byggt verður við Krakkakot. Undirbúningur er hafin að lokaáfanga í endurbótum á Sindrabæ. Þegar þessu lýkur mun skólastarf búa við mjög ákjósanlegar aðstæður. Æskulýðs- og íþróttastarf verður í forgrunni áfram. Nýja knatthúsið, Báran, sem Skinney - Þinganes lét reisa og gaf af rausnarskap er nýjasta trompið. Undirbúningur er hafinn að frekari uppbyggingu á íþróttasvæðinu en hún mun í fyrsta lagi hefjast árið 2014 fyrir utan nauðsynlegar úrbætur og viðbætur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á næsta ári.

Aðstaða fyrir frumkvöðla í list- og verkgreinum Ljósmynd: Sigurður Mar

Allt er breytingum háð. Við þurfum að hafa kjark til að breyta og prófa nýja hluti til að ná að vaxa og dafna sem samfélag – og þannig vera í forystusveit. Stundum gerast mistök en fyrir þau er iðulega hægt að bæta, sé góður hugur að baki gerðum okkar. En um leið og við missum kjarkinn erum við dæmd til að staðna og dragast aftur úr.

Betri fjarskipti og nýsköpun í landbúnaði Íbúar í sveitum búa víða við verra fjarskiptasamband en í þéttbýli. Við því verður að bregðast og hefur sveitarfélagið lagt 30 m.kr. til hliðar til að bæta úr. Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið fyrir vorið. Fyrir um ári gerði sveitarfélagið samning við bændur um tilraunir með ræktun olíufræja sem lukkaðist víða ágætlega. Veðráttan var ekki til þess að auðvelda störfin og víða brunnu tún. Þá er líka hægt að fullyrða að búið sé að prófa ræktun við erfiðar aðstæður. Áhugavert væri að útvíkka samstarf bænda og sveitarfélagsins og horfa til landbúnaðar í heild sinni í stað þess að afmarka það við tilraunarækt á olíufræjum. Til að efla landbúnað þarf einnig að hlúa að félagsstarfi bænda og auka samheldni í þeirra röðum, fjölga möguleikum til menntunar,

Sveitarfélagið seldi húsnæði félagsmiðstöðvarinnar til kaþólska safnaðarins á Höfn. Starfsemi fluttist í gamla Vöruhús KASK. Þar er stefnt er að frekari uppbyggingu list- og verkgreina með aukið námsframboð á grunn- og framhaldsskólastigi að leiðarljósi sem og að byggja upp aðstöðu fyrir áhugafólk um list og hönnun. Við höfum þegar séð öfluga einstaklinga hasla sér völl á þessum vettvangi. Fjölgun ferðamanna og markviss stuðningur við vöruþróun og markaðssetningu gæti eflt uppbyggingu þessa nýjasta sprota í atvinnulífinu enn frekar.

Heitt eða kalt svæði? Orkukostnaður heimila og fyrirtækja hefur hækkað mikið. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur í samvinnu við önnur sveitarfélög á köldum svæðum beitt sér fyrir breytingum sem stuðla að jöfnun orkukostnaðar. Unnið er að borun vinnsluhola í Hoffelli sem gefa vonir um að Höfn og stór hluti af Nesjasveit geti í náinni framtíð nýtt heitt vatn til húshitunar. Stefnt er að því að kanna enn frekari kosti til orkuvinnslu í héraðinu, heimilum og fyrirtækjum til hagsbóta. Í vor verður ráðstefna um þau mál.

Rannsóknir og nýsköpun Nýheimar fögnuðu 10 ára afmæli sínu í haust. Á undanförnum árum hafa stofnanir og starfsfólk sem þar starfa lagt lóð á vogaskálar í að auka þekkingu á ferðaþjónustu, stuðla að

5

vöruþróun og markaðsetningu í greininni, ýta undir fullvinnslu matvæla og sölu beint frá býli og aukið námsframboð fyrir íbúa svo dæmi séu tekin. Af tilefni afmælisins var sett af stað vinna í samvinnu við tvö ráðuneyti um stefnu til næstu 10 ára. Sveitarfélagið hafði frumkvæði að stofnun Náttúrustofu Suðausturlands sem tekur til starfa á nýju ári. Stofnun Náttúrustofu mun auka kraft í rannsóknum og vöktun á náttúrufari svæðisins. Þá barðist sveitarfélagið jafnframt fyrir því að starfstöð Atvinnuþróunarfélags Suðurlands og Samtaka sunnlenskra Sveitarfélaga yrði sett á laggirnar á Hornafirði. Það tókst og verður starfsmaður ráðinn nú strax í janúar til að sinna því starfi. Auk þess liggur fyrir að sveitarfélagið eykur stuðning sinn við vöruþróun og markaðssetningu í ferðaþjónustu ásamt því að efla Nýheima og tengja starfið þar betur við íbúa og fyrirtæki í samfélaginu.

Velferð og öryggi Á síðasta ári jók sveitarfélagið starf sitt í málefnun nýrra íbúa til muna. Bakgrunnur íbúa verður sífellt fjölbreyttari. Mikilvægt að unnið sé markvisst í að efla tengsl allra íbúa og auðvelda þeim sem hafa annað móðurmál en íslensku að takast á við daglegt líf. Frásagnir íbúa af erlendu bergi brotnu, sem við gátum lesið um í staðarmiðlum fyrir jólin, sýna að rætur íbúa liggja um allan heim. Jafnframt var ákveðið að auka starf í upplýsingamálum hjá sveitarfélaginu og styrkja ýmsa þætti í stjórnsýslu þess. Meðal annars verður unnið að innleiðingu á rafrænni stjórnsýslu og þannig dregið úr pappírsnotkun og störfin gerð sýnilegri. Bæjarstjórn samþykkti nýja stefnu í æskulýðs- og íþróttamálum þar sem áherslan verður að bæta starf sveitarfélagsins og félagasamtaka. Í nýrri stefnu er ekki talið nauðsynlegt að einblína á uppbyggingu mannvirkja eins og fyrri stefna gerði. Það segir allt sem segja þarf um þá breytingu sem orðið hefur á aðstöðu til íþróttaiðkunnar í héraðinu á fáum árum. Unnið hefur verið að gerð nýs samnings um rekstur HSSA og hafin undirbúningsvinna að byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Á nýju ári verður kapp lagt á að tryggja stuðning ráðuneytis og þingmanna við byggingu nýs heimilis. Jafnframt verður unnið að því að tryggja framgang nýsamþykktrar stefnu HSSA.

Góð staða með erfið ár að baki Nýtt ár færir okkur nýjar áskoranir. Af æðruleysi og með kjark í farteskinu munum við takast á við þær og gera okkar besta til að styrkja samfélagið. Áfram verður haldið í uppbyggingu á sterku starfi í stofnunum sveitarfélagsins, áfram verður unnið að endurbótum á húsnæði í eigu þess, ráðist í viðgerðir á götum, veitum og gangstéttum en ekki síst haldið áfram að reyna skapa skilyrði til frekari vaxtar atvinnulífs og eflingu samfélags. Með þessu orðum þakka ég íbúum sveitarfélagsins samfylgdina á liðnu ári og óska öllum gæfuríks nýs árs.


6

Fimmtudagur 10. janúar 2013

Eystrahorn

Smyrlabjörg er bær mánaðarins í janúar

Sigurbjörn og Laufey.

Í byrjun hvers mánaðar er valinn einn ferðaþjónustubær innan vébanda Ferðaþjónustu bænda sem hefur staðið sig sérstaklega vel á sviði gæða - og umhverfismála, vöruþróunar og í þjónustu við viðskiptavini. Þá er einkum horft til sérstöðu staðarins og nýbreytni á sviði þjónustu og afþreyingar. Val á bæ mánaðarins byggist á umsögnum gesta og mati starfsfólks skrifstofu Ferðaþjónustu bænda. Smyrlabjörg er bær mánaðarins í janúar. Smyrlabjörg er vel búið og vinalegt fjölskyldurekið sveitahótel staðsett við rætur Vatnajökuls. Gisting er í 52 björtum tveggja - og þriggja manna herbergjum með baði og fallegu fjalla – eða sjávarútsýni. Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda eru gæði og gestrisni í fyrirrúmi hjá gestgjöfunum þeim Laufeyju Helgadóttur og Sigurbirni Karlssyni og fjölskyldu. Persónuleg þjónustan og metnaðurinn í matargerðinni ásamt einstakri staðsetningu í nálægð við Vatnajökul gera dvöl að Smyrlabjörgum sérstaklega eftirminnilega að mati fyrrgreindra. Laufey segir frá því hvernig reksturinn byrjaði: „Við byrjuðum okkar ferðaþjónustu í gamla burstabænum sem var steyptur hér árið 1937 af ömmu og afa Bjössa. Við opnuðum 4. júlí 1990 þá með alls sex herbergi. Það eina sem við Bjössi áttum var hvort annað og fjögur börn á aldrinum 0-8 ára. Það yngsta þá var fætt þarna um vorið og svaf uppi á ískápnum alla morgna það sumar - og fékk aldrei í eyrun!“ Í september 2011 rifum við svo niður burstabæinn og byggðum upp

Færanlegt hús til sölu Rúmlega 20m2 að stærð. Einangrað. Stendur á Bugðuleiru 2. Nánari upplýsingar í síma 894-1616

740m2 hús sem er í burstabæjarstíl. Við opnuðum það síðastliðið vor en þessi nýja bygging er algjör bylting fyrir okkur og ferðamanninn.“ Á Smyrlabjörgum er lögð mikil áhersla á matvæli úr heimabyggð og á sumrin er boðið upp á kvöldverðarhlaðborð með fjölda heimagerðra rétta úr úrvals hráefni frá Austur-Skaftafellssýslu, meðal annars ferskum fiski, lambakjöti og hreindýrakjöti. „Við höfum alltaf reynt að vera persónuleg og sýnileg hér og borðum alltaf hér í salnum ásamt okkar gestum. Við reynum líka alltaf að hafa jákvæðnina að leiðarljósi gagnvart bæði starfsfólki og gestum“, segir Laufey. Góð ráðstefnu- og fundaraðstaða er á Smyrlabjörgum en veislusalurinn tekur 150-200 manns í sæti og er tilvalinn fyrir árshátíðir, afmæli og aðra viðburði. Gestgjafarnir hafa sérstaklega gaman af viðburðahaldi. Laufey nefnir nokkur dæmi: „Síðastliðin ellefu haust höfum við haldið Bændahátíð. Þá koma saman bændur og búalið og við fögnum uppskeru haustsins með mat, drykk og dansleik, alveg ógleymanlega gaman. Jólahlaðborðin eru svo fastur liður hjá okkur þegar líður að aðventu.“ Hótelið er einkar vel staðsett fyrir þá sem vilja skoða sig um á Suðausturlandi. Þá má nefna bátsferðir á Jökulsárlóni og jeppa- og snjósleðaferðir á Vatnajökli. Fjöldi gönguleiða er í nágrenninu og svæðið er tilvalið til fuglaskoðunar. Miklar líkur eru á því að sjá hreindýr í nágrenninu og á veturna gleðja norðurljósin margan ferðamanninn.


Eystrahorn

Fimmtudagur 10. janúar 2013

SASS með starfstöð í Nýheimum

ú t s a l a ! Dúndurútsala hefst á morgun Hjalti Þór Vignisson, Gunnar Þorgeirsson og Þorvarður Hjaltason.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands sameinuðust undir merkjum SASS á aukaaðalfundi þann 14. desember 2012. Sameiningin tók gildi þann 1. janúar. Í desember var auglýst eftir umsóknum í störf atvinnuráðgjafa og verkefnastjóra, á Höfn og á Selfossi. Alls bárust 24 umsóknir í störfin og er stefnt að því að ganga frá ráðningum í janúar. Formaður SASS, Gunnar Þorgeirsson, og framkvæmdastjóri, Þorvarður Hjaltason, komu til Hafnar þann 4. janúar til að skrifa undir húsaleigusamning og leggja drög að starfinu. Megin áhersla starfstöðvar á Höfn verður að styðja við íbúa, fyrirtæki og stofnanir í Sveitarfélaginu Hornafirði og Skaftárhreppi. Jafnframt munu starfsmenn SASS, hvar sem starfstöðin er, sinna verkefnum fyrir allan fjórðunginn samhliða því að liðsinna íbúum á nærsvæði starfstöðvanna. Með tilkomu starfsmanns SASS á Höfn er einnig horft til aukinnar samvinnu við aðra aðila sem vinna að eflingu samfélagsins, eins og Matís, Nýsköpunarmiðstöð, aðila í framhaldsfræðslu, rannsóknarstofnanir og viðkomandi sveitarfélög.

HÖFN eða

+

+

Verslun Dóru

Opið kl. 10:00 -12:00 og 13:00 - 18:00 virka daga

Unnur Brá Konráðsdóttir

Alþingismaður heldur opinn fund á Kaffi Horninu föstudaginn 11. janúar n.k. Unnur Brá fer yfir helstu áherslu mál sín vegna komandi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins þar sem hún sækist eftir 2. sæti listans. Stuðningsmenn

=

BEARNIESBORGARI franskar kartöflur og ½ l. gos í plasti

1.195 kr.

FRÁBÆR OG FREISTANDI VEITINGATILBOÐ

eða

eða

+ +

N1 HÖFN SÍMI: 478 1940

+

=

CRÈPES 990 kr.

=

KJÚKLINGABRINGA

=

í ciabattabrauði, franskar kartöflur og ½ l. gos í plasti

1.495 kr.

KJÚKLINGASALAT og ½ l. gos í plasti

1.495 kr.

7


Kræsingar & kostakjör

NETTÓ KJÚKLINGABRINGUR

1.990 ÁÐUR 2.398 KR/KG

UNGNAUTAHAKK

KJÚKLINGALEGGIR NETTÓ

696

1.090

ÁÐUR 819 KR/KG

ÁÐUR 1.198 KR/KG

BYGGBRAUÐ BAKAÐ Á STAÐNUM*

TTUR Á L S F A % 5 3

ÝSUFLÖK OKKAR

1.188

292

ÁÐUR 1.398 KR/KG

ÁÐUR 449 KR/STK

VETRARÚLPUR S-XXL 2 LITIR

30%

AFSLÁTTUR

30%

VETRARBUXUR S-XXL

AFSLÁTTUR

SNJÓBUXUR BARNA

Tilboðin gilda 10. - 13. janúar www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Eystrahorn 1. tbl. 2013  

Eystrahorn 1. tbl. 2013

Advertisement