Page 1

Eystrahorn 46. tbl. 28. árgangur

Fimmtudagur 16. desember 2010

www.eystrahorn.is

Gleðileg jól

Mynd: Runólfur Hauksson

Aðventuspjall sr. Einars á Kálfafellsstað Og hafið þetta til marks, þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. (Lúk. 2) Brátt nálgast sú helgasta hátíð í bæ með heilögum ljósunum björtum. Andi Guðs leggst yfir lönd, yfir sæ og leitar að friði í hjörtum. (Hákon Aðalsteinsson)

Það er komið fram í aðventu. Já, blessuð jólin eru í nánd, einu sinni enn. Tíminn líður svo hratt, sérstaklega hjá okkur sem árin síga að, að það eins og taki því varla að taka niður útiseríuna frá síðustu jólum. Aðventan er tími undirbúnings og eftirvæntingar. Adventus merkir þann sem kemur og boðskapur kirkjunnar á þessum tíma er að benda á þann konung konunganna sem kom, kemur og mun koma. Hann kom í barninu litla í Betlehem, hann kemur til okkar í jólaguðspjallinu á hverjum jólum, í bæninni og tilbeiðslunni og hann kemur við endi aldanna til að dæma lifendur og dauða, eins og segir í trúarjátningunni. Það er mikill ys og þys í þjóðfélaginu nú í desember.

Allir eru að leita að þeim rofa sem kveikir á eftirvæntingu hátíðargleði, e.t.v. vegna þess uggs, að jólin kunna nú að misfarast. Sumir baka í erg og gríð, skúra og skrúbba sér til óbóta og tengja misjafnlega smekklega ljósaorma utandyra. Allt er þetta gott og blessað, svo langt sem það nær, en þegar allt kemur til alls, þá áttum við okkur á því að jólin geta aldrei mistekist – aldrei klikkað, eins og unglingarnir myndu segja. Svo sterkur er boðskapur kristinnar trúar í öllu sínu látleysi. Guð kemur til okkar sem lítið barn, sem hann felur okkur að færa í hús, annast það og þykja vænt um. „Og bláeygða jólabarnið þú berð inn í vöggu þína og allir englarnir syngja og allar stjörnurnar skína.“ (Jóh. úr Kötlum)

Þetta er kærkomið tækifæri til að eiga samverustund með okkar nánustu, borða góðan mat, skiptast á hógværum gjöfum, og treysta þau böndin sem þurfa að halda er á reynir. Enginn er

eyland, við eru alltaf öðrum háð. Gamall maður sagði um sig og konu sína; „Ég held að við höfum aldrei verið eins ástfangin og nú í ellinni, því nú þurfum við svo hvort á öðru að halda“. Öll verðum við að axla byrðar lífsins og gerum það hvert á okkar hátt. Það er mikið talað um kreppu í dag, og alls kyns efnahagsóáran. Það er ekkert nýtt fyrirbæri, við erum svo fljót að gleyma. Ætli lífskjörin séu ekki svipuð og þau voru 2002, að því undanskildu að nú lét margur glepjast af óheftu lánaframboði. Margur lítur til baka með söknuði, þá var allt svo miklu betra og einfaldara. Margur getur rakið sína sögu, sjálfur er ég uppalinn í Reykjavík eftirstríðsáranna við ágætis atlæti, en engan lúxus. Þá var mikið aðstreymi fólks í bæinn og sannkölluð barnasprengja 1940 – 1955. Alls staðar voru krakkar, og húsnæðisskortur viðvarandi. Það var fjölmenni í kjöllurum, bakskúrum og bröggum, sem Kaninn skildi eftir sig við stríðslok. Braggakampar

voru út um allt, Camp Knox, Camp Bilbao, Skólavörðu- og Háteigskampur. Braggarnir voru reistir sem bráðabirgðarhúsnæði og voru þeir ærið misjafnir að gæðum. Þeir voru einangraðir með tex-plötum, sem oft söfnuðu í sig raka og fúkka. En fólk átti engra kosta völ. Sjálfur átti ég lengst af heima í Vesturbænum og gekk í nýbyggðan Melaskóla. Ég stytti mér gjarnan leið í gegnum Comp Knox, geysilegt braggahverfi suður á Melum, og eignaðist þar ágætis vini og skólabræður. Þetta var litríkt samfélag, húsnæðislaust fólk í bland við þá sem örlögin höfðu skákað út í horn. Almenningur hafði ekki mikið milli handanna, oft kom til harkalegra verkfalla sem gátu staðið yfir vikum saman. Verkfallssjóðir voru nánast engir og því víða þröngt í búi. Verst fannst okkur mjólkurleysið. Verkfallsverðir með Guðmund jaka í broddi fylkingar voru upp við Geitháls, þar sem leitað var í bílum, sem kynnu að hafa þessa forboðnu vöru í felum. Það hefur ekki glatt upplitið á aumingja unglingnum sem var að koma Framhald á síðu 2


2

Fimmtudagur 16. desember 2010

Framhald af síðu 1 frá ömmu sinni á Selfossi, þegar dregnar voru tvær mjólkurflöskur úr barmi hans. Sá hét Þorsteinn Pálsson, sem seinna átti eftir að gera það gott í pólitíkinni. Loks var samið, en þær kjarabætur urðu gjarnan að engu innan skamms með verðhækkunum og gengisfellingu. Og sami vítahringurinn hélt áfram. Stéttarskiptingin var veruleg, og því miður oft litið niður á hina minnstu bræður. Klíkuskapur, misrétti og einelti, - allt þetta var ekki óalgengt í erli daganna. Biðraðamenning var nánast engin í búðum, allir olnboguðu sig áfram, og stundum kom til biturra orðahnippinga milli virðulegra húsmæðra. Við börnin urðum oftast að sæta því að vera afgreidd síðust. Eftir á að hyggja var engin hefð fyrir þéttbýli hér á landi, og borgin var að finna sjálfa sig og skapa sér tilverugrundvöll. Allt þetta mátti nú missa sig, og engin eftirsjá að. Við lifum í betra og mannúðlegra þjóðfélagi í dag, þótt margur sakni eldri tíma. Já, gleymskan er mikil Guðs gjöf, og hver tími hefur sín eigin vandamál. En æskan er alltaf söm við sig á öllum tíma, það var eins og nóg væri við að bjástra og gera eitthvað skemmtilegt. Hamingja æskunnar er ekki fólgin í sífellt nýrri leikföngum, heldur í því að kunna að leika sér. Við hættum ekki að leika okkur af því verðum gömul, heldur hitt, við verðum gömul ef við hættum að kunna að leika okkur. Það þótti happ að fá að bera út dagblöðin, fyrir það áskotnaðist

okkur einhverjar krónur. Með þær var svo farið í miðbæinn á Þorláksmessu og keypt eitthvað smálegt til jólanna. Eftir jólamessu kl. 18 á aðfangadag var svo sest að borðhaldi. Mömmurnar sóttu ekki messu enda uppteknar við matargerðina. Þeirra staður var fyrir aftan eldavélina, eins og Guðni Ágústsson vildi. Hvað var svo í matinn spyr einhver? Jú, hangikjöt eða steik með brúnuðum kartöflum og möndlugrautur á eftir. Þetta var algengast, og þessu svo skolað niður með Egilsmalti og appelsíni. Rjúpur sáust sjaldan, og þá helst hjá þeim er áttu ættir til dala norðanlands og austan. Þær var hægt að kaupa blóðugar og fiðraðar í kjötbúð Péturs við Skólavörðustíg, þar sem Árni

Eystrahorn

Tryggvason afgreiddi þær, milli þess em hann lék Lilla klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi. Í þeim skógi voru víst engar rjúpur. Ættingjar skiptust á að bjóða í mat, pakkar opnaðir og mikið spilað, þó aldrei á aðfangadagskvöldi. Það þótti ekki við hæfi, Þetta voru gleðileg jól, já, jólin geta aldrei mistekist. Hitt er svo annað mál á þessari hátíð að minnast þeirra sem minna mega sín. Hátíðarbirtan á að ná til allra. „Sjá ég stend við dyrnar og kný á“, segir í aðventutextanum. „Gjör dyrnar breiðar hliðið hátt – ég opna hlið míns hjarta þér“ segir í aðventusálmnum ómissandi. Sama efni – svipuð hugsun. Opna dyr, veisluborð, gleði.

Handan rökhyggju tímans taka draumalöndin við, lönd tilfinninga, trúar, vonar, og kærleika, og það er óskiljanlegur samgangur þar á milli. Annars værum við ekki manneskjur. Gerum okkur ekki veruleikann fátækari.„Það er mikið undur“, komst Þrúða fóstra mín á Kvískerjum gjarnan að orði, þegar hún var andaktug út af einhverju. Og það er sannarlega undur að fólk skuli getað skapað sér jafn dásamlega tíma og jólin gefa okkur, - ef við tökum á móti þeim eins og eðlilegt og óskaddað fólk. Kannski er það undrið mesta. Góðfúsum lesara þakka ég svo lesturinn og bið honum gleðilegra jólahátíðar.

Allt þetta einkennir jólin, allt þetta eigum við í vændum.

Einar G. Jónsson, Kálfafellsstað

Helgihald um jól Í BJARNANESPRESTAKALLI Hafnarkirkja 23. desember - Þorláksmessa Opið frá kl. 16:00 - 18:00 Tekið á móti framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar Heitt á könnunni og gott í munninn. Spilafélag Suðursveitar og nágrennis leikur frá kl. 17:00. Aftansöngur á aðfangadag jóla kl. 18:00 Hátíðarmessa á jólanótt kl. 23:30 Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 16:00 Aftansöngur á gamlárskvöld kl. 18:00

Bjarnaneskirkja

Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14:00

Stafafellskirkja

Eystrahorn

Hátíðarguðsþjónusta á annan í jólum kl. 14:00

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Aðstoð:................. Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ............. Leturprent ISSN 1670-4126

Hoffellskirkja

Hátíðarguðsþjónusta 27. desember kl. 14:00

Sóknarprestur


รรฆtlunar๏ฌ‚ug

Leigu๏ฌ‚ug

Skipulagรฐar รฆvintรฝraferรฐir

Bรณkaรฐu flugiรฐ รก netinu ร“dรฝrara รก ernir.is Verรฐ frรก 8.900 kr.

@a@@ยˆ R aยˆ _a [ \ aX\N R[[ Xaยˆ aN X_a\_a _aQ QQR [aNaNaN X\ X\ QR aN R[ _a @aยˆ ยˆQ X\ _a @a R[ @aยˆQ @aยˆQR[aNX\_a @aยˆQR[aNX\_a @aยˆQR[aNX\_a @aยˆ@QaยˆRQ[R[aaNNX\ _a _a X\ _a _a X\ aNX\ R[aN R[ QยˆQ Stรบdentakort @aยˆ@a @aยˆQR[aNX\_a @aยˆQR[aNX\_a S_NZUNYQ`  Us`XยƒYN[ RZN XยƒYN[RZN S_NZUNYQ`  Us` @2: 39B4:66 46916? @2: 39B4 .?. 7ย†aYjYVaj g

Jรณlapakkatilboรฐ

Allir jรณlapakkar undir 10 kรญlรณ aรฐeins 1.350 kr. hver sending

HVjร‚{g`gย‹`jg

HVjร‚{g`gย‹`jg

:66 926  @Nbs_X_ยƒ A69 2. 3?ร‡' XV  /~YQ

bQNY  4Wย†T_V S_NZUNYQ`  Us`XยƒYN[RZN =ยŽ[c

KZhibVccVZn_Vg

46916? @2: 39B4:66 Velkomi 7ย†aYjYVajg  n   .?. 926 A69 2. 3?ร‡' KZhibVccVZn_Vg HVjร‚{g`gย‹`jg  

 CR`aZN[[NRfWbZ =ยŽ[c

GZn`_Vkย†`

<_ยŽ\jg

46916? 2. 3?ร‡' .?. 926 A69 V_V  5ย†S[ ~ 5\_[NSGZn`_Vkย†`

<_ยŽ\jg

7ย†aYjYVajg<_ยŽ\jg

um bor รฐ!

=ยŽ[c

GZn`_Vkย†`

KZhibVccVZn_Vg

Velkomin um borรฐ!

40% afslรกttur veittur viรฐ kaup รก stรบdentakorti

Gleรฐileg jรณl og heillarรญkt komandi รกr Upplรฝsingar og bรณkanir รก ernir.is og รญ sรญma 478 1250 Hรถfn | 562 2640 Reykjavรญk

bรณkaรฐu flugiรฐ รก ernir.is


4

Fimmtudagur 16. desember 2010

Þriðjudaginn 28. desember verð ég sextug. Þeim tímamótum ætla ég að fagna með fjölskyldu minni á heimili mínu, Fákaleiru 10c. Gaman væri að vinir mínir og kunningjar kíktu í heimsókn Húsið verður opið frá morgni til kvölds

Jólakveðja, Gugga

Eystrahorn

Jólamessur í Kálfafellsstaðarprestakalli Jóladagur

Kl. 14:00 í Hofskirkju Kl. 16:00 í Kálfafellsstaðarkirkju

Annar í jólum

Kl. 14:00 Brunnhólskirkja Guð gefi oss öllum gleðilega jólahátíð. Sr. Einar G. Jónsson

Kynning á fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Leggðu góðu málefni Óskum Hornfirðingum gleðilegralið jóla og farsældar á komandi ári.Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Í Einkabankanum og Fyrirtækjabankanum á landsbankinn.is er þjónusta sem auðveldar einstaklingum og fyrirtækjum að styðja við góð málefni. Á einfaldan hátt er hægt að velja á milli 80 góðgerðarfélaga og leggja þeim lið með einni greiðslu eða með reglubundnum hætti allt árið. Það er auðvelt að skipta máli.

Starfsfólk Landsbankans á Höfn

landsbankinn.is | 410 4000

Kynning á fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 og 3ja ára áætlun 2012 - 2014 verður á Kaffihorninu þriðjudaginn 28. desember kl. 12:00. Súpa og brauð í boði. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar Hjalti Þór Vignisson

! Ferskasta hveitiÐ - alltaf nýmalaÐ

Kornax hveitimylla | Korngörðum 11 - 104 Reykjavík | Sími: 540 8700 | kornax@kornax.is | www.kornax.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 16. desember 2010

5

Reynum að samræma jólasiðina Það er alltaf fróðleg og skemmtilegt að heyra hvernig jólasiðir og venjur eru hjá öðrum þjóðum. Blaðið leitaði til Svanfríðar Arnardóttur og bað hana að bera saman jólin hennar á Hornafirði þegar hún var að alast upp hér og jólahaldið hjá þeim í hinni stóru Ameríku. Nú eru brátt liðin 6 ár síðan ég fluttist til Chicago,IL. Á þessum tíma sem liðinn er höfum við fjölskyldan eytt einum jólum heima á Hólabrautinni hjá foreldrum mínum en hinum hér heima hjá okkur,í litla bláa húsinu. Þar sem Bandaríkin og Ísland eru tvö ólík lönd þá er jólahald auðvitað ólíkt líka upp að vissu marki. Þó er margt líkt og ber hæst að nefna samverustund með fjölskyldum og vinum. Þakkargjörðarhátíðin ber upp á þriðja fimmtudag nóvembermánaðar og það má segja að sá dagur marki upphaf jólahátíðarinnar. Margir skreyta jólatréð og setja upp aðrar jólaskreytingar, jólalögin fara að óma og markaðstorg og búðir glitra af jólaseríum. Rétt eins og í bíómyndunum er vaknað snemma þann 25. desember og skoðað er hvað jólasveinninn setti í jólasokkana og aðrar gjafir opnaðar. Seinna um daginn er svo sest að matarborðinu og má segja að kvöldi jóladags séu jólin "búin". Ég hef séð fólk fleygja jólatrénu út að kvöldi jóladags en margir eru mennirnir í Bandaríkjunum þannig að líklegast eru hefðirnar margar og misjafnar og get ég því bara talað um það sem ég þekki hér í kringum okkur. Í upphafi sambands okkar Berts þá ákváðum við að reyna að ganga milliveginn þegar kæmi að hátíðardögum og skiptu jólin þar mestu máli í hugum okkar beggja. Aðventan er hluti jólahátíðarinnar í mínum huga og hef ég reynt að skapa sömu stemningu og ég er alin upp við að heiman, bæði frá mömmu og pabba og svo frá sjálfum Hornafirði. Ég baka sömu smákökur og mamma,hef bætt við mínum eigin og baka nú þær kökur sem Bert er alinn upp við. Ég held að íslensk aðventuhefð sé sér á báti þó ég þekki ekki siði margra landa en mér finnst eitthvað sérstakt við þennan tíma

F.v. Albert, Eyjólfur, Svanfríður og Nathaniel.

og þykir vænt um hann. Bert var vanur að skreyta jólatréð rétt eftir þakkargjörðardaginn en ég auðvitað ekki þannig að við höfum sett tréð upp á öðrum sunnudegi í aðventu og stendur það uppi fram að þrettándanum en þá eru jólin yfirstaðin og við það stendur hvar sem ég bý í þessum heimi!

Fyrir 2 árum síðan þá réðst ég í það verkefni ásamt félaga mínum Bob Paoinelli, að gera geisladisk. Hann inniheldur frumsamda tónlist hans en ég les Völuspá yfir tónlistina. Við lögðum mikið í diskinn og vorum mjög ánægð með útgáfuna. Diskurinn var gefinn út í Pennanum-Eymundssyni en einnig er hægt að kaupa hann og leigja á bókasafninu á Höfn. Þið hefðuð bara gaman af því að hlusta á hann!

Bert hefur eytt tveimur jólum á Íslandi og fannst jólahefð okkar mjög hátíðleg og því hringja jólin okkar inn klukkan sex að kvöldi aðfangadags rétt eins og heima.Það kvöld er mjög heilagt og förum við að eins og ég er vön að heiman. Hlustum á messuna á RÚV í gegnum netið á meðan við borðum og svo eru gjafirnar opnaðar og jólakortin lesin en amerísku jólin eru svo haldin á jóladag þegar fjölskylda Berts kemur hingað til okkar. Það ekkert skemmtilegra en að blanda hefðunum saman og leyfa hvort öðru að halda í það sem er mikilvægt. Núna er staða okkar hjóna svolítið skrítin því bóndinn mun halda jól og vonandi gleðileg, í Djibouti í Afríku þar sem hann hefur verið síðan í febrúar sl. Síðan 1992 hefur hann verið í Navy Reserves sem gæti verið þýtt sem varalið Navy. Það þýðir að hann vinnur sína vinnu í borgaralegum heimi en mætir svo á heræfingar reglulega og sinnir sínum störfum þar.Navy hefur hingað til verið eins og aukavinna en nú yfir 15 mánaða tímabil á Navy hann með húð og hári. Ég sem ætlaði aldrei að giftast sjóara er núna grasekkja "sailors"..lífið getur verið fyndið

Aðstandendur Eystrahorns senda lesendum og styrktaraðilum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Þökkum góðar móttökur, samstarf og stuðning á árinu sem er að líða.

á köflum! Ég ákvað að eyða jólunum hér heima hjá okkur og gera allt eins og við erum vön. Ég vil ekki fara á flakk með strákana yfir þennan tíma því nú sem aldrei fyrr hafa þeir þörf á festu og kunnugleika. Í sannleika sagt þá kvíði ég jólunum, í fyrsta sinn á ævinni, en ég held fast í þá trú að ég er sterk,íslensk kona og sterkar,íslenskar konur geta vel haldið jól með allt það sterka bakland sem ég bý yfir. Við strákarnir völdum hinsvegar vel í jólapakkann hans Berts og settum heimabakað bakkelsi ofan í, bjartar teikningar frá strákunum sem munu fara upp á vegg í gámnum sem Bert býr

í, grænn tópas fór líka ofan í og jólapakkar. Lífið getur alltaf verið verra og með það í huga held ég jákvæð inní jólahátíðina. Vil ég óska ykkur öllum heima gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakka ykkur fyrir allan þann stuðning sem þið hafið veitt mér og fjölskyldu minni. Þó maður flytji í burtu þá gleymir maður aldrei upprunanum og þrátt fyrir þá erfiðleika sem landið okkar stríðir við í dag þá er ég stoltur Íslendingur í útlöndum sem geri allt sem í mínu valdi stendur til að halda hefðum okkar og tungu gangandi í gegnum syni mína tvo. Með hlýju í hjarta kveð ég í kútinn, Svanfríður Eygló Arnardóttir -Getchell.


6

Fimmtudagur 16. desember 2010

Sendum Austurskaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða.

Eystrahorn

Óska viðskiptavinum mínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári.

Birna Sóley Sendi vinum og vandamönnum inilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks HSSA

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Efnalaug Dóru • Verslun Dóru

Þorvarður Gústafsson Sendum öllum Hornfirðingum og nærsveitungum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur. Þökkum viðskiptin á árinu.

Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Gröfuþjónusta Olgeirs

Bestu jóla- og nýárskveðjur.

Vélsmiðjan Foss ehf.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Kæru ættingar og vinir Sendi ykkur hugheilar jóla og nýárskveðjur, með þökk fyrir árið sem er að líða. Innilegar þakkir til ykkar sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og góðum kveðjum í tilefni 70 ára afmælis míns á árinu.

Starfsfólk Hótels Hafnar

Taxfree á öllum barnafatnaði fimmtudag, föstudag og laugardag Mikið úrval af fatnaði og skóm á alla fjöldkylduna Opið kl. 13:00 - 16:00 á laugardaginn

Verslun Dóru

Gísli Gunnarsson

Húsnæði óskast frá og með áramótum Óska eftir 2 – 4 herbergja íbúð til leigu helst með húsgögnum. Upplýsingar í síma 858-5110 Róbert


Eystrahorn

Fimmtudagur 16. desember 2010

7

Hann kann að elda Blaðið fékk Stefán Arnarson sem nýlega flutti „heim“ til að gefa fólki sýnishorn af góðum réttum vegna hátíðanna og um leið að segja frá fyrirtækinu og hugmyndum þeirra varðandi reksturinn hér í sýslu. Ég flutti heim síðasta vor með fjölskylduna mína til að taka við rekstri Fosshótel Vatnajökuls á Lindarbakka og aðstoða við reksturinn á Fosshótel Skaftafell á Freysnesi. Við erum ánægð hérna á Hornafirði, konan mín Ingibjörg Sveinsdóttir er kennari í Heppuskóla og dóttirin Berglind er í leikskólanum Lönguhólum. Reksturinn á báðum hótelunum gekk vel í sumar en tímabilið er helst til of stutt, maður finnur hins vegar fyrir miklum drifkrafti hjá ferðaþjónustuaðilum í sýslunni og það verður spennandi að taka þátt í að lengja tímabilið og leggja grunn að heilsársstarfssemi í ferðaþjónustunni. Nú í vetur erum við að láta reyna

Purusteik Fyrir 4 • Purusteik u.þ.b. 1,5 kg (ég mæli með grísasíðunni frá Sævari á Miðskeri) • Vatn • Maldon-salt • Svartur nýmalaður pipar • Lárviðarlauf • Negulnaglar • 1 matskeið ferskt Rósmarín • ½ matskeið Fennikkufræ Byrjið á að saxa rósmarín og vinnið það saman með fennikkufræunum í mortéli. Nuddið svo blöndunni á kjöthliðina á síðunniekki á húðina því þá brennur hún. Skerið rákir í puruna u.þ.b. 7 mm djúpar og nuddið vel af maldonsalti á hana. Hitið ofninn í 190°C. Setjið steikina í ofnskúffu með puruna niður. Hellið vatni í skúffuna, svo miklu að það fljóti uppá miðja steikina. Bakið í 20 mínútur. Hellið svo vatninu af og snúið steikinni við stráið salti og pipar yfir puruna. Stingið lárviðarlaufi og negulnöglum í rákirnar og setjið aftur inní ofn og bakið í 50 mínútur. Það er gott að skjóta aðeins á steikina með grillinu áður en hún er tekin út.

Eplasalat: • • • • • •

2 stk. græn epli 1 bolli græn vínber 2 dl rjómi 1 msk. sykur 100 g sýrður rjómi 1 tsk. Sítrónusafi

á vetraropnun á Lindarbakka í fyrsta skipti síðan Fosshótel tók

við rekstrinum ´97, við erum þó með takmarkaða opnun þ.e.a.s. fyrir fyrirfram pantaða hópa og viðburði eins og árshátíðir, jólahlaðborð, afmæli, hvataferðir, fermingar og brúðkaup. Hótelið í Skaftafelli er aftur á móti opið að fullu yfir veturinn. Það hefur gengið þokkalega en verkefnin mættu samt klárlega vera fleiri og bindum við vonir við að Hornfirðingar nýti sér þennan möguleika í auknu mæli á komandi árum. Það væri gaman að vekja athygli á því að við erum alltaf með tilboð í gangi og nú erum við byrjuð að selja Jólagjafabréfin sem hafa selst eins og heitar lummur undanfarin jól. Síðan

fljótlega eftir áramótin hefjum við sölu á sumartilboðunum sem eru gjafabréf á gistingu í 3 nætur og 5 nætur á frábæru verði sem nýta má á öllum Fosshótelunum Ég fæ alltaf annað slagið hringingar frá vinum og vandamönnum sem vantar ráðleggingar í eldhúsinu og hefur purusteikin vafist fyrir mörgum, það hefur jafnvel gengið svo langt að menn hafa hringt í mig eftir að hafa klúðrað eldamennskunni og skammað mig fyrir að hafa ekki svarað í símann þegar þá vantaði ráðleggingar. Þess vegna langar mig að deila með lesendum minni aðferð við þennan vandmeðfarna veislumat og því meðlæti sem ég kýs að framreiða með.

Flysjið eplin, takið kjarnana úr og skerið í litla teninga. Skerið vínberin í tvennt og steinhreinsið. Þeytið rjómann með sykrinum. Blandið sítrónusafa saman við sýrða rjómann og þeirri blöndu síðan varlega saman við þeytta rjómann. Bætið eplum og vínberjum varlega saman við.

Steikt rótargrænmeti: • • • •

Steinseljurót Sellerírót Sætar kartöflur Ferskt Tímían

Flysjið ræturnar og skerið í báta. Steikið í ólífuolíu þangað til þær hafa fengið gullbrúnan lit. Setjið í ofnskúffu, stráið salt og pipar yfir og leggið nokkrar greinar af Tímían með. Bakið við 190° í 15 mínútur.

Sósa: • • • • • • •

Villisveppir 500 ml Rjómi 2 stk Skarlottlaukar 1 stk Hvítlauksrif 50 ml Madeira 100 ml nautasoð Salt og pipar

Svitið laukana og sveppina í steikarpotti. Hellið víninu yfir og látið sjóða niður um helming. Hellið rjómanum yfir og látið sjóða niður um helming. Hellið nautasoðinu yfir. Hrærið með töfrasprota og smakkið til með salt og pipar.

Bleikja Einnig vil ég láta fylgja hérna uppskrift af bleikju sem er upplagt að hafa á milli stórsteika yfir jólahátíðarnar. Bleikja á stökku brauði með kóríanderpestó, steiktum fennel og sellerírótarmauki.

Fyrir 4 • 4 flök af bleikju ( mæli með jöklableikju frá Hala) • 4 sneiðar franskt samlokubrauð Takið roðið af bleikjunni. Skerið skorpuna af brauðinu og kljúfið í tvennt. Leggið roðhliðina á flakinu á brauðið og skerið meðfram (þannig að brauðið myndi einskonar roð). Bræðið smjör á pönnu og steikið bleikjuna á brauðhliðinni. Þegar brauðið er orðið gullin brúnt takið þá pönnuna af hitanum og makið pestóinu yfir. Látið svo standa á pönnunni í u.þ.b. 5 mínútur á meðan bleikjan hægeldast.

Kóríander pestó • 3 msk furuhnetur • 1 stk hvítlauksrif

• • • • • •

150 g ferskt Kóríander 4 msk sítrónusafi 30 g parmesanostur 1 stk avókadó, grófsaxað 1 dl ólífuolía salt og pipar

Setjið furuhnetur, kóríander, sítrónusafa, parmesanost og hvítlauksrif í matvinnsluvél og maukið vel saman. Bætið avókadóinu, olíunni út í og vinnið saman gróflega. Smakkið til með salt og pipar.

Sellerírótarmauk • 200 g Sellerírót • 100 ml mjólk • Salt og pipar Skrælið sellerírótina og skerið í teninga. Sjóðið í mjólkinni þangað til rótin er orðin mjúk. Látið drena á sigti og maukið í matvinnsluvél. Smakka til með salt og pipar.

Steikt fennel • 100 g fennel • Ólífuolía Skerið fennel í strimla og steikið í olíunni.


8

Fimmtudagur 16. desember 2010

Eystrahorn

Höfum reynt að tala hvort annað til Það eru ekki mörg hjón sem eru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera í hamingjuríkri sambúð í yfir sjötíu ár. Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason í Björk, sem bæði eru á tíræðisaldri, áttu á árinu 70 ára brúðkaupsafmæli sem kallast í fræðunum járn- og/ eða platínum brúðkaup. Fólk á þessum aldri hefur lifað tímana tvenna og hefur frá ýmsu að segja. Ritstjóri átti skemmtilegt spjall við þau heiðurshjón á heimili þeirra nú fyrir hátíðarnar. Ekki var að heyra að minnið væri farið að bregðast og frásagnargleðin,sem bæði eru þekkt fyrir naut sín. Álfheiður og Gísli hafa svo sannarlega markað sín spor og verið drjúgir þátttakendur í uppbyggingu og þróun félagslífs, menningarmála og atvinnusögu héraðsins. Löngu lífshlaupi verður ekki gerð nákvæm skil í stuttu spjalli og hér er skautað hratt yfir farinn veg.

Uppruni og æskuár Bæði eru fædd og uppalin á Mýrum og þekktust vel strax sem börn. Álfheiður er fædd í Holtum 29. júlí 1919. Foreldrar hennar voru Guðrún Benediktsdóttir frá Einholti og Magnús Hallsson fæddur í Holtum en ólst upp í Viðborðseli. „Já, ég átti góða æsku hjá foreldrum mínum þrátt fyrir lítil efni. Ég var eina barnið á bænum en átti nóg af leikfélögum því margir krakkar voru á bæjunum í kring. Við vorum öll eins og systkini og ein fjölskylda. Oft voru líka sumarbörn á bæjunum bæði frá Reykjavík og nágrenninu. Þar sem ég var eina barnið á heimilinu og sinnti hlutverki mínu innandyra gekk ég líka í öll strákaverk, það er að segja útiverkin eins og að smala, sækja kýr, hross og fleira. Skólagangan byrjaði þegar ég var 10 ára og stóð til fermingu og stuttur unglingaskóli eftir

það. Það var skemmtilegur tími eins og einn vetur sem ég var í Héraðsskólanum á Laugarvatni en mér tókst að safna fyrir skóladvölinni með ráðskonustörfum í vegavinnu.“ sagði Álfheiður. Gísli fæddist á Borg 16. september 1917. Foreldrar hans voru Ari Sigurðsson frá Borg og Sigríður Gísladóttir fædd í Þórisdal í Lóni. „Ég ólst upp á Borg í ellefu systkina hópi og er þriðji í röðinni. Það eru fyrst og fremst ánægjulegar minningar sem ég á frá bernskuárum mínum. Við lékum okkur mikið en samband við aðra bæi var ekki mikið, helst að við skruppum yfir á Bakka þegar lítið var í vötnum. Ég var ekki gamall þegar ég byrjaði að fara í ál eins og lúruveiðar voru kallaðar. Borg átti nefnilega veiðiland í firðinum á móti Einholti. Einholt var prestsetur og bjuggu prestar á Borg um tíma og ég hygg að veiðin hafi fylgt þeim. Sömuleiðis átti Borg annað hvert egg í hreiðri á Þernuvöllum þar sem flugvöllurinn var. Skólagangan var ekki löng, farskóli sem var einn mánuður tvö fyrstu árin og fór ég þá gangandi að Einholti. Síðan sótti ég farskóla í hálfan mánuð í Flatey. Því miður fengu börn frá bæjum sem voru eitthvað útúr minni kennslu, en aðstæður voru svona. Mér er alltaf í barnsminni þegar karlarnir komu ríðandi framhjá Borg til að sækja sjó frá Skinneyjarhöfða og þegar bátarnir voru dregnir á fyrstu ísum í var og þar var

Brúðhjónin á giftingardaginn 19. maí 1940.

dittað að þeim. Sömuleiðis eru Vatnsdalshlaupin, sem komu í Hólmsá minnisstæð, en þau skullu yfir sveitina og voru skelfileg, allt fór í kaf. Heinabergsvötnin runnu venjulega fyrir vestan Flatey en færðu sig austur fyrir bæinn í hlaupum, áin hlóð svo mikið undir sig.“ sagði Gísli.

Gifting Hér taka bæði við frásögnninni; „Við höfðum þekkst vel og lengi og byrjuðu sambúð 1940 en vorum trúlofuð áður. Einhvern veginn gerðum við bara ráð fyrir að rugla saman reitum okkar. Jú, það var mikið viðhaft við brúðkaupið. Fjögur pör giftu sig í Brunnhólskirkju um leið og slógu saman í giftingarveislu í

félagsheimilinu Holti. Þar var fullt hús og dansað fram á nótt þótt margir hafðu átt langt og seinlegt ferðalag heim, jafnvel upp í Lón sem var dagleið. Hin hjónin sem giftu sig um leið voru Vigfús bróðir Gísla og Halla Sæmundsdóttir, Hróðmar á Reyðará og Ingunn Bjarnadóttir tónskáld og Sigurður Einarsson og Sigríður Bjarnadóttir systir Ingunnar.

Rétt orðinn úti að sækja efni í giftingarfötin „Giftingarfötin voru heimasaumuð úr fínu efni sem sækja þurfti á Höfn.“ segir Álfheiður og Gísli heldur áfram; „Við Guðmundur Sæmundsson fóru


Eystrahorn

Fimmtudagur 16. desember 2010

9

fótgangandi í kaupstaðarferðina út á Höfn þegar Fljótin voru á haldi. Í bakaleiðinni hrepptum við aftakaveður. Það skall á okkur mikið norðan rok og sandfok. Við höfðum ekki tekið með okkur brodda né broddstafi en fengum lánaðan broddstaf á Austurhól. Við lögðum af stað frá Austurhól klukkan fjögur og komumst við illan leik á leiðarenda í Holt um miðnætti. Brúðkaupsferð var svo farin í samfloti með öðrum á hestum austur í Egilsstaði sem tók nokkra dag en var einstaklega ánægjuleg.“

Ætluðum að verða bændur „Við hófum búskap okkar í Holtum með foreldrum Álfheiðar. Vorum þar með búskap í fimm ár. Já, það stóð til að verða bændur en Gísli var með ofnæmi fyrir heyi og jörðin ákaflega lítil. Sem dæmi um búskaparhætti á þessum tíma þá var enginn dráttarvél á Mýrum en allmargir bændur tóku sig saman um kaup á einni slíkri um þetta leyti. Það var raunveruleg fátækt á þessum tíma og ekki björt framtíð fyrir ungt fólk að gerast bændur.“

Björk

„Við flytjum síðan til Hafnar vorið 1945. Þá hafði fjölskyldan stækkað og tvær elstu dæturnar fæddar í Holtum. Síðan stækkaði fjölskyldan og þrjár dætur bættust við eftir að við fluttum á Höfn. Meðn við vorum að byggja Björk fengum við að búa í Miklagarði. Það var ekki auðvelt að útvega sér byggingarefni á þessum árum. Við rifum hús í Holtum og notuðum í mótatimbur og fengum m.a. byggingarefni út á Fjörum hjá Bretanum, steypustyrktarteina sem klipptir voru úr netum sem Bretarnir notuðu á flugvöllinn. Við fengum harðduglegan mann til að vera byggingarstjóra, Benedikt Steinsen á Bjargi. Inn í húsið fluttum við svo án þess að hafa hita eða rennandi vatn til að byrja með.“

Álfheiður og Gísli á miðri mynd við Hólmsá 1937

Fengum mikla hjálp „Stuttu eftir að við fluttum inn kviknaði í út frá skorsteininum. Þetta var snemma morguns og hljóp Álfheiður með stelpurnar niður í Garð. Gísli var í vinnu og ekki auðvelt að ná til fólks í snarhasti. Það bjargaði okkur að það var landlega og sjómenn komu og handlönguðu fötur með sjó og tókst að slökkva áður en að eldurinn magnaðist. Þá náði sjórinn alveg upp að bakkanum hér við húsið þar sem nú er íþróttasvæðið. Öll fötin okkar og sumt tau brann og ekkert hægt að kaupa á staðnum en konurnar á Höfn komu með föt sem þær máttu missa og færðu okkur, það var mikil hjálp.“

Fékk alltaf einhverja vinnu Eftir flutninginn til Hafnar sinnir Álfheiður börnum og búi eins og algengast var á þessum tíma og Gísli heldur áfram; Ég gekk í þau störf sem buðust, var heppinn að eiga góða kunningja sem útveguðu mér ýmsa vinnu. Svo var ég á vertíðum, mest við beitingu, m.a. á Ingólfi með Kela, Tryggva Sigjónssyni, Óla frá Horni, Ásmundi Jakobs frá Norðfirði og Gísla Bergssyni sem var skemmtilegur karl. Það gat verið mikill hávaði í honum og hann var alltaf talandi og að segja okkur sögur.

Bjó í Helvíti út í Mikley „Við bjuggum í Mikley í verbúð sem kallaðist Helvíti vegna lélegs aðbúnaðar og þar var stundum kalt. Hinar verbúðirnar voru kallaðar Austurríki og Himnaríki þær voru hlýlegri og notalegri. Allt vatn þurfti að bera í tunnum langt norðan úr mýrinni á eyjunni og mjólk innan úr sveit og vörur voru fluttar á bátum út í hana.“

Vegavinna Steinasöfnun var mikið áhugamál Gísla. Hér er hann með Ingólfi Arnasyni og Baldri Geirssyni að rannsaka grjót.

„Ég var flokkstjóri í vegavinnu m.a. í vestanverðri Lónsheiði og veginn út á Stokksnes. Ég fékk líka það verkefni að reyna að veita Heinbergsvötnunum undir nýbyggða brúna yfir þau

Það er alltaf líf og fjör þar sem þessi fjölskylda kemur saman.


10

Fimmtudagur 16. desember 2010

Jólin í Björk Mikið annríki var við undirbúning jólanna í Björk. Smákökur og tertur voru bakaðar, allt þrifið í hólf og gólf og jólafötin saumuð á dæturnar. Þegar þær yngri voru litlar hófst sá siður að pabbi færi í ferð með þær og svo seinna meir barnabörnin, inn í sveit að ná í mosa og annað efni í skreytingar. Með í för var eitthvað gott að borða og líklega hefur verið með rauð húfa, allavega muna sum barnabörnin eftir því að hafa séð jólasvein á bak við klett með rauða húfu og heyrt í honum köllin. Þessar ferðir geymast í minni allra þeirra sem fóru í þær. Mamma og pabbi skreyttu jólatréð inn í lokuðu herbergi og það var ekki opnað fyrr en á aðfangadagskvöld, þá fengum við að sjá dýrðina. Klukkan 18:00 áttum við að setjast inn í stofu og hlusta á útvarpsmessuna. Fyrstu árin sat amma Guðrún með okkur. Setið var með

Fjölskyldan samankomin á jólum 1961

sálmabækur og fylgst með. Fyrri ár var heitt hangikjöt í matinn á aðfangadagskvöld og það borðað svo kalt á jóladag. Síðar var farið að borða hamborgarhrygg en alltaf kalt

Eystrahorn

hangikjöt á jóladag og til hátíðarbrigða var spælt egg með kjötinu. Síðan var gengið í kringum jólatréð og sungið og ef hringurinn var ekki nægilega stór var dúkkum bætt í eftir þörfum. Ekki mátti spila á spil á aðfangadagskvöld en mikið var spilað hina hátíðisdagana. Við munum best eftir jólagjöfum sem mamma og pabbi bjuggu til, dúkkurúmum með rúmfötum og dúkkur í heimasaumuðum fötum. Í einum pakka var alltaf bók og heimaprjónaðir vettlingar eða sokkar. Gamlárskvöld var ætið mjög hátíðlegt í Björk og þótti okkur mjög skrýtið þegar við fréttum af fólki sem var að skemmta sér á því kvöldi. En samt kom það fyrir að dansað var í stofunni eftir danslögunum í útvarpinu. Þá komu vinkonur okkar í heimsókn og dönsuðu með. Allar eigum við fallegar minningar frá bernskujólunum. Systurnar í Björk

en sá þegar ég var kominn inn eftir að með lítilli ýtu var það ómögulegt verk. Ég held að áin hafi aðeins runnið í um mánuð undir brúna.“

Námuvinnsla „Guðmundur í Hoffelli kom til mín árið 1937 og bað mig að koma í grjótvinnslu inn á Hoffellsdal um sumarið. Þetta var áður en við Álfheiður byrjuðum búskap. Með okkur voru Skafti Pétursson, Sigfinnur Pálsson og Benedikt að vestan sem kokkaði ofaní okkur. Þarna var unnið silfurberg og aragónít steinn. Aragónítsteinninn er notaður í mulning utan á hús og er fylgifiskur silfurbergsins eða öfugt. Silfurbergið er notað í skreytingar en var áður notað í stækkunargler o.fl. Í Þjóðleikhúsinu er silfurberg á víð dreif í lofti anddyrsins og mulningur utaná líka, ruslið sem kallað var. Þarna var hellisskúti alþakinn silfurbergshnúðum. Það var borað með handborum og ekki mátti sprengja nema lítið í einu því bergið var viðkæmt. Til að koma grjótinu niður voru strengdir tveir vírar í 400 m hæð og á þeim runnu sleðar með grjótið niður en fyrst þurfti að bera bergið upp úr námugilinu. Þetta var hörku púl og Guðmundur brosti breitt þegar vel gekk.“

Mjólkursamlagið „Bændur hér höfðu samþykkt að koma upp rjómabúi og árið 1948 var ég beðinn að fara til Húsavíkur að kynna mér mjólkurvinnslu þar og læra til verka. Lærði ég mikið á þessum stutta tíma, 2 – 3 mánuðum, og þóttist nú

Ævintýri á gönguför. F.v. Kristín Gísladóttir, Linda Tryggvadóttir, Sigrún Eiríksdóttir, Örn Ingólfsson, Kristján Imsland, Gísli konferensráð, Jóhannes Kristinsson og Árni Stefánsson.

Mjólkurbússtjórinn

maður með mönnum. Þegar ég kem heim er hætt við rómabúið en byggja mjólkurstöð í staðinn, tæki keypt og sett upp í gamla sláturhúsinu. Búið að setja upp tækin er allt stoppaði því bændur voru ekki tilbúnir að selja mjólk. Það er ekki fyrr en 1956 að mjólkurstöðin er gangsett en þá sagði ég nei þegar óskað var eftir að ég gerðist mjólkurbússtjóri. Þá fannst mér ég skorta þekkingu. Vann samt með Gísla Bjarnasyni mjólkurbússtjóra fyrstu tvö árin og tók svo við af honum 1958 og var til 1973 er nýja stöðin var komin vel í gang og ungir velmenntaðir menn tóku við. Í millitíðinni 1966 – 67 fór ég til Hveragerðis því mig langaði að ná mér í réttindi. Námið stundaði ég í Iðnskólanum á Selfossi og tók prófið í Reykjavík.“

Safnamál „Afskipti mín af safnamálum komu þannig til í upphafi að ég var ráðsmaður við heilsugæsluna og hjálpaði til þegar Skjólgarður var byggður, Friðjón sýslumaður


Eystrahorn

Fimmtudagur 16. desember 2010

11

kom mér í þetta. Safnið var í bílskúr og dreift hingað og þangað. Þegar brenna eða fjarlægja átti Gömlubúð var tekin ákvörðun um að flytja hana á núverandi stað og ég var að vesenast í kringum þetta og tók svo við safninu og uppbyggingu þess. Þegar safnið var orðið að raunveruleika vaknaði mikill áhuga hjá fólki sem kom færandi hendi með muni og sýslunefndin var sérstaklega áhugasöm um að gera vel við safnið. Jú, vissulega voru og eru margir dýrgripir í safninu s.s. vísir að náttúrugripa- og steinasafni. Jafnframt má nefna hærusekki ofna úr hrosshári, söðul smíðaðan af Jóni Guðmundssyni bónda í Hoffelli, plógur Sigurðar eldsmiðs, homópataveski Eyjólfs á Reynivöllum og fleira mætti nefna.

Leiklistin Hjónin hafa komið víða í félags- og menningarlífi staðarins og eiga mörg áhugamál. Gísli var einn af burðarásum í leiklistarstarfsemi og er eftirminnanlegur úr mörgum hlutverkum. En það eru sennilega færri sem muna að Álfheiður byrjaði á undan Gísla að leika á sviði með Ungmennafélaginu Sindra eftir að þau fluttu á Höfn en eftirlét Gísla sviðið því erfitt var fyrir bæði að vera í leiklistarstússi. Oft tóku þau leikstjóra í gistingu og fæði án þess að sendur væri reikningur til leikfélagsins. Gísli segir; „Ég lék í mörg ár og hafði gaman af þessu en það gat verið erfitt vegna vinnunnar sem var bindandi og ég verð að viðurkenna að ég var oft þreyttur á æfingum. En ég á margar góðar og skemmtilegar minningar frá þessum tíma. Ævintýri á gönguför, sem var fyrsta leiksýningin sem sett var upp í Sindrabæ, er eftir minnileg. Ferðin til Noregs var ógleymanleg þar sem við gengum um götur Óslóar í búningum og mættum í þeim í ráðhúsið. Ég hafði líka einstaklega gaman af ferðinni með varðskipinu Óðni austur á land og við vorum stolt þegar skipshöfnin marseraði inn salinn í einkennisklæðnaði og settist á fremsta bekk. Ef ég ætti að nefna einhver hlutverk kemur mér í huga konfersesráðið í Ævintýrinu og Ásbjörn í SkáldRósu þar sem ég lék guð. Eftir sýninguna í Noregi kom til mín áhorfandi og sagði; Svona vona ég að guð verði þegar ég kem í himnaríki“.

Haldið upp á 70 ára brúðkaupsafmælið. F.v. Erna, Eymar Ingvarsson og Þórólfur Árnason tengdasynir, Gísli, Álfheiður, Guðrún Sigríður, Ingibjörg, Magnhildur og Sigurborg. Aðrir tengdasynir sem ekki eru á myndinni eru Ingólfur Arnarson, Björn Björnsson og Haukur Reynisson.

Kvenfélagið Álfheiður tók þátt í að stofna kvenfélagið Einingu á Mýrum og tók mikin þátt í starfi Kvenfélagsins Tíbrá á Höfn þar sem hún sat í stjórn og var formaður í nokkur ár. Óhætt er að segja að kvenfélögin hafi lyft grettistaki á mörgum sviðum á þessum árum. „Ég hafði gaman af félagsstörfum og lét mig ekki vant þar sem ég gat lagt góðum málum lið. Kvenfélagið var mjög virkt á þessum árum og við konurnar létum okkur ekkert óviðkomandi. Kvenfélagið koma að mörgum

mikilvægum framfaramálum. Hægt er að nefna Sindrabæ, Hafnarkirkju, Skjólgarð, Fæðingarheimilið í Dagsbrún og margt fleira. Sum þessara mála voru unnin í samvinnu við önnur kvenfélög í sýslunni. Vegna félagsstúsins var ég stundum fengin til að flyja ræður við ýmis tækifæri. Til gamans má bæta við að það þótti ekki öllum ræðurnar skemmtilegar og ein dóttir okkar vorkenndi pabba sínum að eiga svona konu sem var að halda ræður á mannamótum. Ég á bara góðar endurminningar frá þessum dögum.“

Ótrúlega ern og hress á 70 ára brúðkaupsafmælinu.

Söngurinn Söngurinn er sameiginlegt áhugamál Álfheiðar og Gísla. Þau sungu lengi í kirkjukórnum og Gísli var um tíma í Karlakórnum Jökli. „Við höfum svo á seinni árum sungið í kór aldraðra, Gleðigjöfum. Það er góður og þarfur félagsskapur sem allir hafa gott af að vera þátttakendur í. Söngröddin þarf ekki að vera sérstök, mikilvægast er að vera með og njóta samvistar við aðra og svo er söngurinn allra meina bót.“ lögðu þau bæði áherslu á.

Höfum reynt að tala hvort okkar til Vissulega hefur gengið á ýmsu hjá okkur eins og á að gerast. Við höfum ekki alltaf verið sammála og alltaf reynt að tala hvort annað til. Nei, við eigum nú engin sérstök ráð að gefa öðrum varðandi sambúð og hjónaband. Það verða allir að ráða fram úr sínum erfiðleikum sjálfir og takast á við lífið. Við erum sátt við lífshlaup okkar og þakklát, dæturnar okkar fimm hafa gefið okkur ellefu barnabörn og barnabarnabörn eru orðin nítján. Við viljum nota tækifærið og senda okkar bestu jóla- og nýárskveðjur til allra og þakka fyrir liðin ár.“


markhonnun.is

ÚRBEINAЖHANGILÆRI gleðjumst saman um jólin

30%

afsláttur

2.099

kr/kg áður 2.998 kr/kg

Bráðum koma HAMBORGARHRYGGUR

LAMBAHRYGGUR LÉTTREIKTUR

30%

KLEMENTÍNUR 2,3 KG KASSI

afsláttur

30%

afsláttur

1.539

1.679

kr/kg áður 2.198 kr/kg

SVÍNALUNDIR FERSKAR

1.499

kr/kg áður 2.498 kr/kg

495

kr/kg áður 2.399 kr/kg

40% afsláttur

HUMAR

SKELBROT 1KG ASKJA

kr/pk áður 598 krpk

25% afsláttur

1.499

kr/pk. áður 1.998 kr/pk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is

Mjódd - Salavegi - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

COCA COLA 6X330ML

33%

afsláttur

395

kr/pk. áður 589 kr/pk.


KALKÚNN 1.FLOKKUR

GJAFAKORT NETTÓ GÓÐ GJÖF FYRIR ALLA

1.098

kr/kg. áður 1.498 kr/kg

blessuð jólin

1.198

kr/kg. áður 1.498 kr/kg

LINDT LINDOR 200 G

LAMBAHRYGGUR FERSKUR

ANTHON BERG GULL 400 G

1.598

1.998

kr/kg áður 1.998 kr/kg

SMÁAR KLEMENTÍNUR 1 KG POKI

LÍFRÆNAR KLEMENTÍNUR MMM...

695

kr/kg Tilboðsverð!

kr/pk. Tilboðsverð!

479

kr/pk áður 799 kr/pk.

40%

afsláttur

Birtist með fyrirvara um prentvillur.

LAMBALÆRI FERSKT

Tilboðin gilda 16. - 19. des. eða meðan birgðir endast


14

Fimmtudagur 16. desember 2010

Eystrahorn

Óskum vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða.

Sendum Austur Skaftfellingum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum kærlega fyrir allan stuðning á árinu sem er að líða. Framsóknarfélag Austur Skaftfellinga Bæjarfulltrúar Framsóknar og stuðningsmanna þeirra

Ari og María

Ættingjar og vinir á Hornafirði. Við óskum ykkur gleðilegra jóla, farsæls nýs árs og þökkum ykkur fyrir gömlu árin.

Óskum Austur-Skaftfellingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir árið sem er að líða.

Kær kveðja Jörundur frá Smyrlabjörgum og fjölskylda

Rósaberg ehf

Ég óska öllu skyldfólki mínu og vinum gleðilegra jóla og gæfuríks nýárs með þakklæti fyrir liðin ár.

Sendi vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur með þökk fyrir liðin ár .

Friðrik Friðriksson, Hraunkoti

Sigrún Sæmundsdóttir Óskum Austur-Skaftellingum gleðilegrar jólahátíðar. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Kæru ættingjar og vinir. Bestu jóla og nýárskveðjur. Þökkum liðnar stundir. Hanna og Einar Miðtúni 14. Sendum íbúum í Ríki Vatnajökuls bestu jóla- og nýárskveðjur.

Sendi sýslubúum hugheilar jóla og og nýárskveðjur. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða Dr.med vet. Janine Arens dýralæknir

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911 @VjekVc\jg'Æ,%%:\^ahhiVÂ^gÆH†b^*-%,.%*Æ;Vm*-%,.%& Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901 =V[cVgWgVji&*Æ,-%=Ž[cÆH†b^*-%,.&*Æ;Vm*-%,.&& Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

FÉLAG FASTEIGNASALA

lll#^cc^#^hÆ^cc^5^cc^#^h

Sindralegghlífarnar fást í íþróttahúsinu Flott jólagjöf Til í fjórum barnastærðum TILBOÐ 2.500 kr

Sigríður Kristinsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, hdl, lögg. fasteignasali hrl. og lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, s. 580 7902 Höfn

Söluskáli, Skyndibiti, Samlokugerð

Snorri Snorrason, Sigríður lögg. fasteignasali Kristinsdóttir, lögmaður og lögg. leigumiðlari, Höfn, Sími 580 7915 Nýtt á skrá

Til sölu er Mat Húsið ehf sem rekur söluskála og samlokugerð við Víkurbraut á Höfn. Söluskálanum fylgja öll tæki og innréttingar. Tilvalinn rekstur, en hægt er að flytja skálann hvert sem er.

Hilmar Gunnlaugsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Snorri Snorrason, Sigurður Magnússon, SigurðurPétur Eggertsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Magnússon, lögg.lögg. fasteignasali, lögg. leigumiðlari, hrl. og lögg. fasteignasali,lögg. lögg. fasteignasali, lögg. fasteignasali leigumiðlari Egilsstöðum, fasteignasali Egilsstöðum, Egilsstöðum, Húsavík, s. 580 7916 s. 580 7908 Sími 580 7908 s. 580 Sími 580 7902 Sími 580 7907 Sími7907 580 7925

Víkurbraut Fullbúið 66,9 m² atvinnuhúsnæði á 1. hæð á góðum stað. Sér inngangur.

www.inni.is

Miðtún

Mikið endurnýjað 128,3 m² einbýlishús byggt 1930 en timbur viðbygging frá 1999. 3 herbergi, 2 stofur, stór lóð með trjágróðri.


Eystrahorn

Fimmtudagur 16. desember 2010

15

Hvítasunnukirkjan á Hornafirði en að öðru leyti er lítill munur á trúarjátningum þessara safnaða. Hvernig er búið að söfnuðinum?

Bænaferð í Papey

Eins og sagt var frá í 42. tlb. Eystrahorns eru liðin tuttugu ár frá því að nokkrir einstaklingar á Hornafirði fóru að koma reglulega saman til trúariðkunnar. Starfsemi hópsins hefur þróast í söfnuð sem tilheyrir nú Hvítasunnukirkjunni á Íslandi. Blaðið ræddi við Matthildi Unni Þorsteinsdóttur sem er nývígður safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar hér á Hornafirði. Hvenær hófst starfsemin og hver voru tildrög hennar? Bænarhópurinn Lifandi Vatn varð til þegar nokkrir einstaklingar á Höfn eignuðust lifandi trú árið 1990. Tildrög þess voru að þá var í þjóðkirkjunni á Höfn starfandi farandsprestur sem heitir Guðmundur Örn Ragnarsson. Hann var mikill trúmaður og hvatti fólk til að hittast í heimahúsi til að eiga meira bænasamfélag saman. Við köllum þetta heimahópa, fólk syngur lofgjörðarsöngva, biður saman, fær stutta hugvekju og

þess háttar. Í þessum hópi var móðir mín Guðný Helga Örvar. Í hverju felst safnaðarstarf og helgihald ykkar og er það frábrugið öðrum kristnum söfnuðum? Safnaðarstarfið einkennist af lifandi tónlist, bæði sálmum og kórum og líka léttari tónlist sem við köllum allt lofgjörðartónlist. Sum lögin eru jafnvel á ensku enda er algengt að við séum með gesti frá öðrum löndum á samkomum okkar. Stundum eru prédikanir á öðrum tungumálum en íslensku, en þá túlkum við jafnóðum. (við höfum t.d. fengið gesti frá Indlandi, Afríku, Ameríku, Kanada, Pakistan, Finnlandi, Svíþjóð, Nýja Sjálandi svo eitthvað sé nefnt) Oft eru vitnisburðir frá fólki út í sal sem vilja segja frá hvað Guð hefur gert fyrir þau, og við biðjum saman fyrir bænarefnum sem fólk nefnir, auk þess sem einhver prédikar eða er með hugleiðingu eða biblíukennslu.

Oft er boðið fram til fyrirbæna í lok samkomu og einu sinni í mánuði höfum við það sem við köllum brauðsbrotningu fyrir safnaðarmeðlimi, svipað og altarisgöngu í þjóðkirkjunni. Við höfum einnig barnastarf í gangi á sunnudagasamkomunni, þar sem yngstu einstaklingarnir í kirkjunni fá að gera eitthvað við sitt hæfi. Á síðustu sunnudagssamkomu hvers mánaðar höfum fjölskyldu samkomu, þá er hefð fyrir því að krakkarnir koma meira fram á samkomunni, fara með minnisvers, syngja og þess háttar. Sennilega er helsti munurinn á samkomunum í Hvítasunnukirkjunni á Höfn og í Hafnarkirkju sá að stór hluti safnaðarins tekur mikinn þátt í þjónustunni á hverri samkomu. Í Hvítasunnukirkjunni erum við ekki með barnaskírnir og fermingar, en hver og einn tekur niðurdýfingarskírn í vatni þegar hann hefur aldur til að ákveða að gera Jesú að leiðtoga lífs síns,

Árið 2002 festum við kaup á iðnaðarhúsnæði að Hafnarbraut 59 sem er fyrsta húsið sem maður sér á Höfn þegar maður kemur yfir pípuhliðið. Við erum núna búin að fá arkitekt til að gera nýjar teikningar af því og við erum byrjuð að láta klæða það, og smátt og smátt erum við að gera það að huggulegu samkomuhúsi, og viljum endilega að það verði prýði fyrir bæinn okkar. Við köllum húsið kirkju, en við köllum söfnuðinn, okkur sjálf enn frekar kirkju en húsið sem við hittumst í. Í okkar hjarta er það persónan sem er hús Guðs, því Drottinn fær hjörtu okkar til búsetu. Hvernig hefur starfsemin þróast? Fyrstu árin hittist bænahópurinn Lifandi Vatn í heimahúsum og fljótlega, eftir að pabbi minn, Þorsteinn Matthíasson frelsaðist varð heimili þeirra, Norðurbraut 10 aðal samkomustaður hópsins. Lengi vel leiddi hann starfið á Höfn en ég tók við 6. október 2005. Svo bættist í hópinn og það varð úr að árið 2002 stofnuðu 10 einstaklingar Hvítasunnukirkju Hornafjarðar, um sama leyti og húsið á Hafnarbraut 59 var keypt. Núna eru um 20 manns skráðir í Hvítasunnukirkjuna á Höfn og á stórum samkomum erum við oft um 40 manns. Margir koma þó þeir séu ekki skráðir í Hvítasunnukirkjuna, og allir eru hjartanlega velkomnir.

Reglulegir viðburðir: Sunnudaga:

Samkomur kl. 13:00

Fimmtudaga: Bænstundir og biblíulestur kl. 19:30. Föstudaga:

Stundir sem við köllum “Í Hans nærveru” kl. 19:30

Helgihald um hátíðarnar: Þorláksmessa: Piparkökukvöld, kakó, tertur og lifandi tónlist. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Húsið er opnað kl. 18:00 en byrjað að spila lifandi tónlist kl. 19:30. Aðfangadagur: Hátíðarsamkoma kl. 13:00. Nú er góður tími til að kúpla sig frá amstri hversdagsleikans og hvíla við fætur Jesú í bæn, ljúfri tónlist, góðu samfélagi og rólegheitum. Þorsteinn Matthíasson

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.lifandivatn.is (erum líka á facebook)


16

Fimmtudagur 16. desember 2010

Eystrahorn

Ekki sama hver er Því miður er það nú þannig að skuggahliðum mannsins virðast engin takmörk sett, og það er hörmulegt hve margir þjást vegna ólíkra birtingamynda ofbeldis. Auðvelda leiðin er að þykjast ekki sjá eða verða var við ofbeldi, en hin getur verið erfiðari; að takast á við vandann og taka afstöðu gegn ofbeldi. Í nútímaheimi verður allt stöðugt flóknara, og með tilkomu aukinna samskipta í gegnum fjölmiðlun má einnig finna neikvæðar hliðar sem áhrif hafa á einstaklinga og hópa. Samskipti á netinu, sem geta bæði verið einhliða eða gagnvirk, kvikmyndir og sjónvarp hafa mun meiri áhrif á félagsmótun ungs fólk, og í raun samfélagsins alls, en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Friðhelgi heimilisins verður þar jafnvel fyrir ásókn. Tæknin í sjálfu sér hefur vissulega fleiri jákvæðar hliðar en neikvæðar, en það þýðir samt ekki að horfa þurfi framhjá hinum neikvæðu eða afneita þeim. Eitt afbrigði ofbeldis er einelti. Það ofbeldi sem á sér stað er eineltisástand kemur upp á aldrei rétt á sér og á aldrei að líðast. Skilgreining eineltis er síendurtekið neikvætt áreiti, annað hvort með orðum eða líkamlegu ofbeldi, þar sem jafnræði er ekki á milli aðila og veldur þolendum vanlíðan. Lífið er nógu brothætt og margslungið fyrir, og þolendur eineltis eiga aldrei þá framkomu skilið. Allir eiga rétt á að komið sé fram af samkennd og virðingu, og öll höfum við þörf til að tilheyra. Einelti getur skapast í hvaða umhverfi sem er. Í heimi hinna yngri ríkir oft hörð pólitík þar sem vinir ganga kaupum og sölum, allt eftir því hvernig stendur á hverju sinni. Geta skapast hálfgerð lénsveldi þar sem ríkjandi einstaklingar, einn eða fleiri, stjórna öllu í kringum

sig, annað hvort með ótta eða jafnvel vinskap, þótt ótrúlegt sé. Gert er upp á milli einstaklinga, og geta hin minnstu smáatriði skipt sköpum um hvar í flokk viðkomandi lenda. Í því ástandi myndast hópur, oft kallaður í almennu tali viðhengi, sem fylgja ráðanda í einu og öllu og eru honum þóknanlegir. Þessi hópur stendur vörð um gerendur og horfir framhjá athöfnum, sem vægast sagt geta talist neikvæðar, þykjast hlutlausir eða jafnvel

ósekju, en þarf hins vegar einnig að líta til geranda og skilgreina hans stöðu. Gerendur eru því miður oft einstaklingar sem eru í mikilli vanlíðan. Getur það komið til af hinum ýmsu ástæðum, bæði líffræðilegum sem og úr nánasta umhverfi. Þessir einstaklingar hafa oft lítið innsæi í sjálfa sig, skortir samkennd með öðrum og eiga erfitt með að greina rangt frá réttu. Af þessu leiðir alltof oft að einstaklingur í vanda telur að sókn sé besta vörnin, og lastar

Sviðsett mynd

hvetja gerendur áfram með einum eða öðrum hætti. Skapast einnig sú hætta að viðhengi taki beinan þátt, eða hefja einelti gegn einstaklingum til að upphefja sig fyrir þeim ráðandi eða sjálfum hópnum. Styrkur geranda í einelti felst yfirleitt í þessum hópi. Viðhengi taka því sem að þeim er rétt í von um að verða sjálf ekki fyrir kastljósi þessara neikvæðu afla. Oft er um að ræða einstaklinga sem ekki hafa styrk eða þor til að synda á móti straumnum, þó að þeim hugnist jafnvel ekki sjálfum aðgerðir þess sem er ráðandi og selja þannig eigin skoðanir til að falla inn í hópinn. Er þetta þó ekki algilt og ekki ávallt viðhengi til staðar fyrir gerendur. Í þessum málaflokki höfum við mikið litið til þolenda, og ekki að

Ríki Vatnajökuls sendir hluthöfum, samstarfsfólki, viðskiptavinum og öllum landsmönnum til sjávar og sveita bestu jólakveðjur með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

út á aðra í ómeðvitaðri tilraun til að líða sjálfum betur eða fá útrás fyrir sínar neikvæðu tilfinningar. Það er ekki spurning að yngri einstaklingar eiga erfiðara með að tjá tilfinningar sínar og leita aðstoðar, en er það þó engin afsökun fyrir því að eineltisatferli sé eitthvað sem sé umborið. Það er ekki unnt að líða að aðrir skaðist vegna vanda annarra einstaklinga. Í heimi hinna fullorðnu flækjast hlutirnir enn frekar, en eiga þó í raun sömu lögmál við. Það myndast ávallt hópar og sumir þóknanlegir en aðrir ekki. Við þekkjum öll þannig fólk. Alltof algengt er að einstaklingar ræði aldrei um aðra nema á neikvæðum nótum, annað hvort með sjálfskilgreindu gríni eða að sannleikurinn sé ekki látinn

eyðileggja góða sögu. Þetta fólk leynir sér ekki, og það er einungis spurning um hvort við viljum taka þátt í leiknum eður ei. Verðum við þó að gera greinarmun á gamanmáli í hópi milli jafningja, eða þess sem skapað er til að valda öðrum vanlíðan. Þar reynir á og þarf oft nokkuð hugrekki til að greina á milli og taka afstöðu. Þá þurfum við að gera kröfur á fagaðila sem koma að uppeldiseða félagsmálum. Þarf að tryggja að ekki séu einhver hentugleika sjónarmið sem ráði för, hvort heldur vegna ættareða vinatengsla, og að allir sitji við sama borð óháð ímyndaðri stöðu í samfélaginu, og það sé leyst úr vandamálum sem upp koma á faglegan hátt. Það þarf einnig stöðugt að fræða fagaðila sem koma að kennslu eða íþróttaþjálfun, og hafa þar hagsmuni allra barna að leiðarljósi. Er það von mín að með aukinni fræðslu og umræðu verði hægt að koma í veg fyrir einelti. Fólk þarf hins vegar að átta sig á að afleiðingar eineltis geta verið skelfilegar og hafa margar ólíkar hliðar, og jafnvel þó að við teljum að okkar börn eða nánustu séu ekki í vanda, þarf að taka afstöðu gegn þessari meinsemd í samfélagi okkar, því engin veit hvað morgundagurinn býður uppá. Vissulega er þetta ekki tæmandi upptalning, enda málaflokkurinn stærri en svo að unnt sé að dreypa á öllu í stuttri grein. Þá þurfa ekki allir að vera sammála um allt, en vona ég sannarlega að umræða aukist og að fólk leiti sér upplýsinga og læri að þekkja einkenni þessa ofbeldis sem einelti er. Lífið er gjöf og á ekki að vera einslit. Við eigum öll tilverurétt og rétt á að komið sé fram við okkur af virðingu. Jón Garðar Bjarnason

Sendum öllum Austur-Skaftfellingaum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Bókhaldsstofan ehf.


Eystrahorn

Fimmtudagur 16. desember 2010

Óskum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

17

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands sendir velunnurum og landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur með von um gleðileg jól og farsældar á nýju ári.

Glæsilegar gjafaöskjur

Sigríður Kristinsdóttir hdl,

lögg.fasteignasali og lögg.leigumiðlari

Snorri Snorrason,

lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Dúndur tilboð á hárvörum frá TIGI og MILK SHAKE SOTHYS húðvörur herra og dömu gjafatöskur Ilmir fyrir herra og dömur frá CALVIN KLEIN og MARC JACOBS Handsmíðaðir skartgripir frá GULLKÚNST Skartrgripir frá OXXO-SNØ og innfluttir Ýmsar spennandi gjafapakkningar Mikka mús og Prinsessu ilmvatn Opið fimmtudaga 13:00 - 19:00 Aðra virka daga 13:00 - 18:00 Laugardag 18. desember 13:00 - 16:00 Þorláksmessu 13:00 - 23:00 Milli hátíða er opið 30. des. 13:00 - 17:00

Hafnarbraut 15 • 780 Hornafjörður www.inni.is • www.tm.is

Bæjarstjórn og starfsfólk Sveitarfélagsins Hornafjarðar óskar íbúum sveitarfélagsins gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári.


18

Fimmtudagur 16. desember 2010

Annasamt haust hjá ÞNA Haustið hefur verið annasamt hjá okkur í Þekkingarnetinu. Hornfirðingar eru duglegir að sækja námskeið sem boðið hefur verið upp á, allt frá fundarsköpum og bókmenntalestri til þess að gera haustkransa og smíða skartgripi úr silfri. Íbúar af erlendum uppruna sóttu nám í íslensku og áfram verður haldið með þau eftir áramót. Farið var af stað með raunfærnimat meðal vélstjóra og starfsmanna í bönkum og greiningu á menntunarþörf meðal starfsmanna HSSA og hjá Málefnum fatlaðra. Nú í desember taka 17 fjarnemar 43 próf í grunnnámi og nokkrir meistaranemar eru í vinnu við rannsóknarverkefni og ritgerðir. Þekkingarnetið sinnir einnig margs konar þjónustu fyrir Vinnumálastofnun og Starfsendurhæfingu Austurlands.

Útskrift af íslensku 1 nú í desember.

Við erum komnar á fullt við að hugsa um námsvísi vorannarinnar og þeir sem hafa hugmyndir að skemmtilegum námskeiðum eru hvattir til að hafa samband við okkur.

Að þessu sögðu viljum við senda öllum Hornfirðingum okkar bestu óskir um gleðileg jól gott og farsælt komandi ár um leið og við þökkum fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða. Jólakveðjur Ragnhildur og Nína

Eystrahorn

Fólkið í plássinu Bók eftir Má Karlsson Núna um síðustu mánaðamót kom út bókin "Fólkið í plássinu" eftir Má Karlsson á Djúpavogi. Hér er um að ræða fyrstu bók höfundar, en sögur og þættir eftir hann hafa birst í blöðum og tímaritum. Í þessari bók blandar Már saman, með einkar áhugaverðum hætti, sagnfræði, almennum fróðleik og hnyttnum svipmyndum af atburðum sem hann upplifði í gegnum tíðina. Skiptast þar á skin og skúrir, gamansögur og dýpsta alvara, svo úr verður samofin heildarmynd af lífi fólks í litlu sjávarplássi, gleði þess og sorgum. Meðal fjölbreyttra frásagna er hér að finna umfjöllun um vöruávísanir Kaupfélags

Berufjarðar, sem settar voru í umferð á erfiðum tímum, stundum nefndar Djúpavogspeningarnir. Var hér um að ræða einstaka tilraun lítils samfélags til að halda úti eigin gjaldmiðli um skamma hríð. Már segir sögur af hrakningum á sjó og landi; meðal annars giftusamlegri björgun skipverja á vélbátnum Björgu sem vakti þjóðarathygli. Í bókinni er margvíslegur fróðleikur um Papey, til dæmis ítarleg frásögn af því fólki sem lengst bjó í eynni á fyrri hluta 20. aldar. Söluaðilar verða m.a. Office 1 Egilsstöðum og Reykjavík, Nettó Höfn og Samkaup Djúpivogi.

Óskum Austur-Skaftfellingum gleðilegra jóla, góðs og farsæls nýárs. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. Vátryggingafélg Íslands Svava Kr. Guðmundsdóttir Óskum vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir árið sem er að líða. Guðmundur Jónsson Svava Kristbjörg og Sigrún

Sendum starfsfólki okkar og Hornfirðingum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Skinney - Þinganes hf.

Sendum Austur-Skaftfellingum og öðrum landsmönnum hugheilar jólaog nýárskveðjur. Þökkum stuðning og samstarf á árinu sem er að kveðja. Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu

Jóla- og nýárskveðjur frá Búdapest. Jón Gunnar & Zsuzsa


Eystrahorn

Fimmtudagur 16. desember 2010

Margt um að vera yfir hátíðarnar hjá Sindra Firmakeppni knattspyrnu-deildar verður milli jóla og nýárs og bæði spilað í karla- og kvennaflokki. Keppnin verður auglýst nánar síðar. Briddskvöld í Ekru fimmtudaginn 30. desember kl. 19:00 Gamlárshlaup Sindra er á gamlársdag 31. desember kl. 12:00. Lagt verður af stað frá gömlu sundlauginni og geta þátttakendur valið um tvær vegalengdir 2,5 km og 7 km.

19

Sendum Austur-Skaftfellingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Starfsfólk Sýsluskrifstofunnar á Höfn

Minnum á póstþjónustu fimleika- og sunddeildar. Kassinn er í Miðbæ og er viðmiðunarverð á hvert kort 60- kr.

Íssýnir Þetta er Klaus Kretzer. Hann ætlar að vera með bókina sína Íssýnir, sem kynnt var í síðasta blaði, til sölu á Heimamarkaðnum í Pakkhúsinu á laugardaginn.

Þarftu að láta þvo sængur, kodda, yfirdýnur eða teppi fyrir jólin?

Föstudaginn 17. desember er Sebastian dagurinn um land allt. Af því tilefni verðum við með 10% afslátt af öllum Sebastian hárvörum þann dag. Einnig fylgir kaupauki ef keypt er sjampó og hárnæring í Sebastian línunni. Erum með gjafapakkningar frá Wella, Sebastian, Matrix og Dfi. Líka mikið úrval af sléttujárnum.

Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum viðskiptin á líðandi ári.

Fljót og góð þjónusta samdægurs Opið kl. 8:00 - 17:00

Efnalaug Dóru Línan

Búið er að draga í Línunni happdrætti Svd. Framtíðar og vinningar verið afhentir. Línunefnd vill koma á framfæri þakklæti til allra sem styrktu okkur með því að gefa vinninga og kaupa miða. Línunefndin

Leiðrétting Í síðasta tölublaði Eystrahorns misritaðis reiknisnúmerið hjá RKÍ, samfélagssjóðnum. Rétt númer er

0172 - 05 060921

Verið velkomin, Jóna, Ellý og Sigrún Hárstofunni Vesturbraut 2 Sími 478-1780

Þorláksmessuveisla

Skötuveisla í efri sal Saltfiskur, skata, plokkfiskur, grjónagrautur og brauðsúpa kr. 3.500.Í neðri sal Pizzuveisla á hlaðborði. • kr 1.690.Eitthvað fyrir alla!


AFL Starfsgreinafélag óskar félagsmönnum sínum svo og öðrum landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs.

Héraðsprent

Stjórn og starfsfólk félagsins þakkar samstarfið á liðnu ári.


Eystrahorn

Fimmtudagur 16. desember 2010

Herrakvöld

fimmtudaginn 16. desember frá kl. 20:00 - 22:00 Vantar þig hjálp við að kaupa gjöf handa konunni sem þér þykir vænt um? Full búð af flottum vörum og góðir kaupaukar. Auk þess er kynning á starfsemi sem boðið er upp á í húsinu. Við óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári. Sporthöllin opnunartími í desember 16. desember 17. desember 18. desember 20. - 22. desember 23. desember 24. desember 27. - 30. desember 31. desember

kl. 7:00 - 20:00 kl. 7:00 - 19:00 kl. 9:00 - 12:00 kl. 8:00 - 20:00 kl. 8:00 - 22:00 kl. 10:00 - 12:00 kl. 8:00 - 18:00 kl. 10:00 - 12:00

Alvöru jólastemning á heimamarkaðnum í Pakkhúsinu Laugardaginn 18.desember kl. 13 - 16 verður síðasti markaður Matvælaklasans fyrir jól Mikið úrval af afurðum úr héraði • Skinney - Þinganes, humar og úrval af söltuðum fiski • Erpur, makríll og makríl myrja • Miðsker, mikið úrval af fersku og reyktu svínakjöti • Hólabrekkuafurðir, lífrænt ræktað grænmeti, pestó og kartöflukonfekt • Ísen endur frá Hlíðarbergi, heilar endur, ferskar og reyktar andabringur • Dilksnes, kryddjurtir • Villibráð, grafnar gæsabringur • Seljavellir, ferskt nautakjöt, reyktar nautatungur

Í jólapakkann • Bókin Íssýnir / Icevisions eftir Klaus Kretzer • Bókin Jökulsárlón árið um kring eftir Þorvarð Árnason • Réttir úr ríki Vatnajökuls og jólaöskjur fyrir afurðir úr héraði • Gjafabréf í söng og gítar kennslu hjá Sigga Palla auk þess sem hann tekur lagið • Hrós íslensk hönnun frá Huldu Rós Tónlistarmenn munu syngja og spila jólalög og von er á jólasveinum í heimsókn. Kaffi, kakó og vöfflur.

Á neðri hæð Pakkhússins Laugardag og sunnudag sýningin Listmunir á aðventu. Opnunartími sýningarinnar er frá klukkan 13:00 - 17:00 báða dagana

Matvælaklasinn í Ríki Vatnajökuls

21


30% afsláttur

af öllum jólaseríum og jólaskrauti

fimmtudag til sunnudags Jólaseríurnar, jólapappírinn, jólakortin, jólamerkimiðarnir, jólastytturnar, jólakúlurnar, jólatopparnir, jólagrenið, jólaskreytingarnar, jólaservíetturnar, jólakertin og allt hitt jólaskrautið...

OPIÐ ALLA HELGINA EGILSSTÖÐUM • REYÐARFIRÐI OG HÖFN

GILDIR EKKI AF LIFANDI JÓLATRJÁM

LÆGS LÁGA TA VERÐ HÚSA S MIÐJ UNN AR*

Afsláttur gildir af öllum vörum en sjálfsögðu ekki af vörum sem merktar eru Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar enda höfum við þegar lækkað þær vörur í allra lægsta verð sem við getum boðið.


Eystrahorn

Fimmtudagur 16. desember 2010

Látum ekki kæruleysi skemma hátíðarnar

Slökkvuliðsmenn á Hornafirði hafa verið duglegir að fræða skólanema um gildi forvarna og viðbrögð við bruna. Hafa þeir þá ýmist heimsótt skólana eða boðið upp á kynningu í slökkvistöðinni eins og sést á myndinni.

Því miður er það staðreynd að á þessum árstíma koma fyrir óhöpp og slys sem rekja má til siða og athafna sem tengjast hátíðarhöldunum. En það má líka draga úr hættunni og koma í veg fyrir slys með sjálfsagðri árverkni. “Þú tryggir ekki eftir á” er algengt slagorð og það að sönnu. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og þess vegna full ástæða til að vekja athygli á nokkrum atriðum sem þarft er að huga að s.s.; brunahættu af kertum og skreytingum og slysum vegna flugelda og blysa

kringum áramót. Sömuleiðis slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum sem minnst var á í blaðinu nýlega. Það er ástæða til að benda fólki á nokkrar heimasíður sem hollt er fyrir alla að skoða, ekki síst foreldra með börnum sínum og ræða þessi mál. Góðar ábendingar og leiðbeiningar um öryggismál má finna á þessum síðum: • www.landsbjörg.is • www.umferdastofa.is • www.sjova.is • www.tm.is • www.vis.is

Aflabrögð

29. nóvember - 12. desember Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Hvanney SF 51 ................... net ............9.....111,7.......ufsi/þorskur Von SF 2............................... net.............4.........3,2.......skötuselur 3,1 Sigurður Ólafsson SF 44..... botnv.........4.......13,2.......blandaður afli Skinney SF 20...................... humarv.....1.......25,1.......skötuselur 10,1 Þórir SF 77........................... botnv.........2.......50,9.......blandaður afli Þinganes SF 25.................... rækjuv.......2.......27,0.......rækja 17,6 Steinunn SF 10 ................... botnv.........2.....113,6.......steinb/þorskur Benni SF 66.......................... lína 10................ 49,6.......þorskur 25,3 Beta VE 36........................... lína 9...................38,5.......ýsa/þorskur Dögg SF 18.......................... lína 9...................61.7.......þorskur 52,8 Guðmundur Sig SU 250...... lína 12.................59,9.......ýsa/þorskur Ragnar SF 550...................... lína 12.................47,7.......ýsa/þorskur Siggi Bessa SF 97................ lína 6..................16,5.......ýsa/þorskur Auðunn SF 48...................... handf.........1.........0,2.......ufsi Kalli SF 144.......................... handf.........3.........0,9.......ufsi/þorskur Stígandi SF 72...................... handf.........2.........0,3.......þorskur Sævar SF 272....................... handf.........3.........2,5.......ufsi 1,8

23

Jólatónleikar Karlakórsins Jökuls

Sunnudaginn 19. desember n.k. kl. 20 heldur Karlakórinn Jökull sína árlegu styrktar jólatónleika í Hafnarkirkju. Á tónleikunum koma fram eftirtaldir listamenn,: Lúðrasveit Hornafjarðar, Kvennakór Hornafjarðar, Samkór Hornafjarðar, Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu, Gleðigjafar kór aldraðra, Barnakór Hornafjarðar, Stakir Jakar, Karlakórinn Jökull og Ljósadeild Leikfélags Hornafjarðar mun lýsa upp öll herlegheitin undir stjórn Ingólfs Baldvinssonar. Eins og venja er mun aðgangseyrir af tónleikunum renna til góðgerðamála og að þessu sinni mun allur aðgangseyrir renna óskiptur til styrktar Samfélagssjóð Hornafjarðar. Þau samtök sem standa að sjóðnum eru Hafnarsöfnuður, Lionsklúbburinn og Hornafjarðardeild Rauða kross Íslands. Stjórn Karlakórsins Jökuls ákveður hverju sinni hvert ágóði tónleikanna rennur og notast þar við ábendingar sem komið er til þeirra. Kynnir á tónleikunum eins og undanfarin ár verður Magnús J. Magnússon og þökkum við honum kærlega fyrir liðlegheitin. Eins og að venju á jólatónleikum Karlakórsins þá sameinast allir kórarnir í söngnum í Heims um ból. Tónleikarnir hefjast kl. 20 eins og áður sagði og er aðgangseyrir kr. 2.000, frítt fyrir börn. Karlakórinn Jökull mun einnig syngja yfir hátíðirnar í Miðbæ á Þorláksmessu kvöld, kórmenn munu heimsækja Heilbrigðisstofnun á annan jóladag og syngja þar fyrir vistmenn og síðan verður kórinn með jólatónleika í Nýheimum 27. desember kl. 20, aðgangseyrir þar verður kr. 1.500. og frítt fyrir börn. Karlakórinn Jökull óskar Hornfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir allt gamalt og gott. Bestu þakkir til allra sem leggja sitt af mörkum til að gera þessa styrktartónleika að veruleika ár hvert og einnig þökkum við ykkur áheyrendur góðir sem komið og hlýðið á söng og fagra tóna. Fyrir hönd Karlakórsins Jökuls Heimir Örn Heiðarsson, formaður.

HornafjarðarMANNI Hornafjarðarmeistaramótið verður á Hótel Höfn miðvikudaginn 29. desember kl. 20:00. Útbreiðslustjóri


gleðjumst saman um jólin

Tvær góðar um jólin Hvað er það sem skiptir raunverulega máli?

Í þessari tímamótabók sem kemur út samtímis á mörgum tungumálum er svarað spurningunni um hvernig við getum haldið stöðugri stefnu á þessum óróleikatímum sem við nú lifum. Bókin leiðbeinir okkur með umfjöllun og nákvæmum aðferðum þannig að „ líf okkar verði það sem við viljum að það verði, svo veröldin geti orðið eins og okkur hefur alltaf dreymt um“. Þessi bók er sú fyrsta í nýrri ritröð þar sem viðfangsefnið er að hjálpa okkur til að öðlast algjörlega opna framtíð og lifa lífinu án ótta.

35%

AFSLÁTTUR

ÞAÐ SEM MÁLI SKIPTIR

1.795kr

verð áður 2.990kr

35%

AFSLÁTTUR

Bókin um hamingjuna:

Þessi bók á að hjálpa fólki að lifa fyllra og hamingjusamara lífi. Hér er greint frá hagkvæmum aðferðum til að sigrast á streitu, skorti á sjálfsþekkingu og sjálfstjórn ásamt öðru því sem kemur í veg fyrir vellíðan og tilgangsríka tilveru.

BÓKIN UM HAMINGJUNA

1.795kr

verð áður 2.990kr

Pétur Guðjónsson er landskunnur fyrir afskipti sín af þjóðmálum, stjórnunarráðgjöf og námskeiðum ásamt því að koma á stórtækum þróunarverkefnum erlendis. Pétur hefur starfað sem háskólakennari hérlendis sem og erlendis og auk þess unnið hjá Sameinuðu þjóðunum. Pétur Guðjónsson hefur mestalla ævi sína lagt sitt af mörkum til að gera heiminn örlítið manneskjulegri, og reynt að hjálpa öðrum til að bæta sjálfan sig. Þessi viðleitni Péturs byggir á eigin leit, lífsreynslu og þekkingu.

Jólablað 2010  

Jólablað 2010

Advertisement