Eystrahorn 43. tbl. 2010

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 25. nóvember 2010

43. tbl. 28. árgangur

Standa þarf vörð um grunnþjónustuna

F.v. í pallborði Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri, Árni Rúnar Þorvaldsson, Reynir Arnarson og Björn Ingi Jónsson bæjarfulltrúar, Guðrún Júlía Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson framsögumenn.

Bæjarstjórn Hornafjarðar boðaði til íbúafundar á Hótel Höfn fimmtudaginn 18. nóvember til að kynna og ræða fyrirhugaðan niðurskurð á fjárlögum ríksins vegna Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands og jafnframt

vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Um málefni HSSA fluttu framsögu Guðrún Júlía Jónsdóttir framkvæmdastjóri stofnunarinnar og Guðmundur Gunnarsson sem situr í stjórninni. Gerðu þau góða

grein fyrir áhrifum og afleiðingu þess ef þessar tillögur koma til framkvæmda. Sömuleiðis báru þau saman sambærilegar stofnanir annars staðar á landinu þar sem greinilega kom fram að framlög til HSSA eru lægri

á hvern íbúa. Fram kom að fulltrúar sveitarfélagsins hafa margoft fundað með þeim aðilum sem áhrif geta haft á málefnið s.s. ráðherrum, þingmönnum og embættismönnum.

Áskorun íbúafundar á Hornafirði þann 18. nóvember 2010 Íbúafundur á Hornafirði mótmælir harðlega tillögum um niðurskurð á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. Það er skýlaus réttur íbúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar að sitja við sama borð og aðrir landsmenn er varðar fjárveitingar til grunnþjónustu í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Undanfarin 15 ár hefur verið sýnt fram á hagkvæman rekstur hjá stofnuninni og boðaður niðurskurður því óskiljanlegur í því ljósi. Verði niðurstaðan eins og frumvarp til fjárlaga gerir ráð fyrir er það atlaga að einni mikilvægustu stoð samfélagsins þar sem einungis er veitt grunnþjónusta. Skilyrðislaust verður að hverfa frá niðurskurði á heilsugæslusviði og öldrunarþjónustu á HSSA. Nokkrar staðreyndir um HSSA: • Starfsemin verður ekki öðruvísi en grunnþjónusta.

skilgreind

• Engin flóknari heilbrigðisúrræði eru í boði á svæðinu. • Engin skurðstofa er til staðar. • Samanborið við sambærilegar heilbrigðisstofnanir eru fjárveitingar til HSSA nú þegar mikið lægri, reiknað á hvern íbúa. Sýnt hefur verið fram á að munurinn sé allt að 100 þúsund krónum

á hvern íbúa. • Frá Höfn til Reykjavíkur eru 458 kílómetrar, um 5 klst. í akstri og a.m.k. 2,5 tímar í sjúkraflugi frá því að óskað er eftir aðstoð. • Starfssvæði stofnunarinnar spannar um 200 km á þjóðvegi 1. • Stofnunin verður því að vera í stakk búin til að takast á við öll atvik er hent geta íbúa og ferðamenn á svæðinu. • Þjónusta sem stofnunin veitir íbúum og ferðamönnum felst í almennri heilsugæslu, hjúkrunarþjónustu fyrir langveika og aldraða, bráðaþjónustu fyrir veika og slasaða, fæðingum og sængurlegu samkvæmt skilgreiningu um D-fæðingarstað, eftirliti með sjúklingum sem lent hafa í slysi eða bráðaveikindum og bíða flutnings á hærra eða lægra þjónustustig, endurhæfingu eftir aðgerðir, hvíldarinnlagnir og skammtímavistun til greiningar og endurhæfingar, líknandi meðferð og lyfjagjöf sem annars kallaði á dagsheimsókn til Reykjavíkur. • Síðastliðin ár hafa sjúkrarými verið í 100% nýtingu • Sveitarfélagið hefur borið ábyrgð á rekstri heilbrigðis- og öldrunarmála frá 1996

samkvæmt samkomulagi við ríkið. Byggð hefur verið upp öflug heimaþjónusta sem er eitt af aðal markmiðum samkomulags sveitarfélagsins við ríkið og fækkað í langlegu. Hjúkrunarrýmum hefur fækkað úr 32 í 26 og dvalarrýmum úr 14 í 6. • Á sama tíma hefur íbúum eldri en 60 ára fjölgað um 15 %. • Gangi boðaður niðurskurður fram verður þjónusta lögð niður á Hornafirði með auknum kostnaði t.d. í sjúkraflugi, ferða- og dvalarkostnaði sjúklinga og aðstandenda. • Með því verður tilflutningur á kostnaði Sjúkratrygginga Íslands og fjölskyldna. Landspítalinn, hátæknisjúkrahúsið okkar Íslendinga mun taka við þjónustu sem hægt er að veita fyrir mun minna fé í heimabyggð. Það er mikilvægt að allir Íslendingar leggist á eitt við að koma efnahagslífi þjóðarinnar á réttan kjöl. Niðurskurður á rótum velferðarkerfisins er hins vegar ekki rétta leiðin til þess. Standa ber vörð um öryggi allra landsmanna, heilsu þeirra og velferð. Þess vegna verður að leiðrétta fjárheimildir til Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands.


2

Fimmtudagur 25. nóvember 2010

Eystrahorn

Úrval af rúmum og dýnum Falleg jóladagatalakerti

Húsgagnaval

Opið 13 - 18 virka daga 13 - 15 laugardaga

KJÖRFUNDUR

Njóttu jólanna með Fosshótel

Skaftafelli

Jólahlaðborð laugardaginn 11. Desember.

ALLT KLÁRT FYRIR ÞÍNA HEIMSÓKN

Verð frá 6.900 kr. Bókanir í síma 478 1945

Kjörfundir vegna stjórnlagaþingskosninganna 27. nóvember 2010 verða sem hér segir: Kjördeild I....... Öræfi...........Hofgarður............ Frá kl. 12:00 Kjördeild II...... Suðursveit...Hrollaugsstaðir.... Frá kl. 12:00 Kjördeild III.... Mýrar...........Holt..................... Frá kl. 12:00 Kjördeild IV.... Nes..............Mánagarður......... Frá kl. 12:00 - 22:00 Kjördeild V..... Höfn............Sindrabær............ Frá kl. 09:00 - 22:00 Kjördeild VI.... Lón..............Fundarhús........... Frá kl. 12:00

Kjósendur geta átt von á að verða krafðir um skilríki á kjörstað. Yfirkjörstjórn Jón Stefán Friðriksson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Anna Halldórsdóttir

Nánar á www.fosshotel.is

V I N A L E G R I U M A L LT L A N D

Eystrahorn Sími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949 Útgefandi:.................................HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.......................Albert Eymundsson Netfang: . .................................albert@eystrahorn.is Prófarkalestur:.........................Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:..............................Maríus Sævarsson Umbrot: ...................................Heiðar Sigurðsson Aðstoð:......................................Ásta Ásgeirsdóttir Prentun: ..................................Leturprent ISSN 1670-4126

Áskrifendur

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornfjarðarMANNI

Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

Útgefandi þakkar þeim fjölmörgu sem nú þegar hafa greitt vildaráskrift.


Eystrahorn

Fimmtudagur 25. nóvember 2010

Sunddeild Sindra

BRÉFAMARAÞON

Mikil aukning er í hópi þeirra sem að æfa sund og eru nú í haust um 40 sem æfa reglulega en til samanburðar þá voru iðkendur í vor um 30. Í haust hafa verið æfingar tvisvar í viku en að auki fá elstu krakkarnir eina kvöldæfingu í mánuði, sem hefur verið skemmtileg tilbreyting fyrir þau. Yngri krakkarnir hittust yfir bíómynd í október í Sindrabæ og vildu ólm hafa svoleiðis strax aftur. Við fórum í dósasöfnun og var mjög vel tekið á móti okkur, gekk okkur það vel að við gátum keypt sundhettur á liðið. Hettur verða einnig til sölu í sundlauginni. Þann 13. nóvember s.l. fór fjölmennur

hópur, um 33 sundkappar frá Sunddeild Sindra, á Djúpavog og keppti þar við félög af Austurlandi á bikarmóti UÍA. Farið var á einkabílum og fylgdu foreldrar og stundum systkini með. Við vorum sem sagt með gott lið bæði ofaní laug og uppá bakkanum. Keppt var um stigabikara og að auki fengu allir keppendur yngri en 10 ára þátttökupening. Stóðu krakkarnir okkar sig frábærlega og komu heim með bikar fyrir 2. sæti í stigakeppni liða. Við í Sunddeildinni erum að vonum hæst ánægð og stolt af okkar duglegu krökkum.

Aðventustemning í Pakkhúsinu nk. laugardag • Nýreyktir hamborgarhryggir og rúllur frá Miðskeri • Ferskur og saltaður fiskur frá SkinneyÞinganesi • Reyktur Makríll og makrílmyrja frá Unnsteini og Ómari • Lífrænt grænmeti frá Hólabrekkuafurðum • Jöklaís frá Árbæ og kaffiveitingar til styrktar félagasamtökum • Gingó kerti og gjafavörur

Verið velkomin á Heimamarkaðinn í Pakkhúsinu Opið frá 13:00-16:00 Matvælaklasinn í Ríki Vatnajökuls WOW

Stjórn Sunddeildar

ÁTTU ORÐ AFLÖGU? Taktu þátt í alþjóðlegu bréfamaraþoni

AMNESTY INTERNATIONAL í NÝHEIMUM, HÖFN í HORNAFIRÐI laugardaginn 4. DESEMBER og skrifaðu undir kort í þágu þolenda mannréttindabrota á aðventunni.

Tilbúin bréf til stjórnvalda á staðnum. Bréfamaraþonið stendur frá kl. 10 til 16.

FJÖLMENNUM Í ÞÁGU FÓRNARLAMBA MANNRÉTTINDABROTA.

3


4

Fimmtudagur 25. nóvember 2010

Eystrahorn

Það reddast!

Bókaútgáfan Hólar gefur út margar bækur fyrir jólin líkt og áður. Þar má fyrst nefna bókina Það reddast sem er ævisaga Sveins Sigurbjarnarsonar jöklafara og ævintýramanns á Eskifirði. Hann fer sjaldnast troðnar slóðir – ef þá nokkurn tímann; hefur þvælst um fjöll og firnindi, láglendi og hálendi og hjarnbreiður jöklanna með þúsundir ferðamanna og ævintýrin í þessum ferðum eru mörg og sum býsna skuggaleg. Kappinn lætur sér þó fátt um finnast, enda sagður áræðinn, jafnvel bíræfinn og ennfremur svalur í þess orðs dýpstu merkingu. Í bók þessari lítur Svenni um öxl og rifjar upp minninagrbrot frá liðinni ævi með aðstoð nokkurra samferðamanna. Yfir frásögnunum er vitaskuld ævintýrablær, enda sannleikurinn oft lyginni líkastur. Það er Inga Rósa Þórðardóttir sem skráir ævisögu Sveins. Í bókinni Í ríki óttans rekur hjúkrunarkonan Þorbjörg Jóns-

dóttir Schweizer örlagasögu sína. Sem ung stúlka kynntist hún vistarbandi, en síðar giftist hún Þjóðverjanum Bruno Schweizer og flutti með honum til Þýskalands skömmu áður en seinni heimsstyrjöldin skall á. Styrjöldin kom nokkuð við fjölskyldu hennar, einkum þó eiginmanninn, sem varað hafði við nasismanum og var því ekki í náðinni hjá þeim. Eftir stríðið töldu margir hann hins vegar tilheyra nasistum og því var vandlifað fyrir þennan rólyndismann. Saga Þorbjargar, skráð af Magnúsi Bjarnfreðssyni, snertir strengi í brjóstum okkar allra. Ævisaga Margrétar Guðjónsdóttur í Dalsmynni í Eyjahreppi ber heitið Með létt skap og liðugan talanda. Hún ákvað níu ára gömul að giftast aldrei. Sextán ára hitti hún manninn í lífi sínu og eignaðist ellefu börn. Þess utan höfðu þau hjónin fjölmörg börn í fóstri um skemmri eða lengri tíma svo það var sjaldnast lognmolla á heimili þeirra. Mörg af þessum börnum segja hér frá ævintýralegri vist sinni í Dalsmynni. Margrét segist ekki hafa verið penasta pían í sveitinni, en það hélt þó ekki aftur af henni, því hún er þekkt fyrir að hafa skoðanir á öllu og sumt af því hefur hún fellt í ljóðstafi, enda hagyrðingur góður. Það er Anna Kristine Magnúsdóttir sem skráir lífssögu Margrétar.

Læknir í blíðu og stríðu segir Páll Gíslason

Í bókinni

læknir, skátahöfðingi og borgarfulltrúi frá viðburðaríkri ævi sinni. Hann var brautryðjandi í æðaskurðlækningum og hóf

slíkar aðgerðir fyrstur lækna á Íslandi við sjúkrahúsið á Akranesi og byggði síðan upp æðaskurðdeild á Landspítalanum. Þá hefur hann verið skáti frá 12 ára aldri og unnið mikið og óeigingjarnt starf í þeirra þágu. Ennfremur lét hann til sín taka í pólitíkinni í fjölmörg ár og var til dæmis lykilmaður við gerð hinnar umdeildu byggingar, Perlunnar. Þeir sem hafa gaman af græskulausum sögum ættu alls ekki að láta þessa bók framhjá sér fara. Hér fljóta mörg gullkornin með og þess utan eru dregnir fram í sviðsljósið menn á borð við Albert Guðmundsson, sem ekki var hátt skrifaður hjá Páli, og Davíð Oddsson. Hávar Sigurjónsson skráði ævisögu Páls.

D-dagur – orrustan um Normandí, eftir Antony

Beevor, er eitthvert vinsælasta sagnfræðiritið í veröldinni um þessar mundir. Þessa bók lætur enginn áhugamaður um veraldarsöguna fram hjá sér fara. Flugmönnum, hermönnum og sjóliðum Bandamanna sem tóku þátt í orrustunni um Normandí leið 6. júní 1944 aldrei úr minni. Í dagrenningu var stærsti innrásarfloti allra tíma, mörg þúsund fley af öllum stærðum og gerðum, kominn að ströndum Frakklands. Á ströndum Normandí var þýskt herlið sem fékk síðbúna viðvörun um það sem í vændum var. Lokahnykkur síðari heimsstyrjaldarinnar var framundan.

jólabókaflóðinu, orðinn 96 ára gamall, en hann sendir nú frá sér bókina Feimnismál. Í þessari tuttugustu bók sinni gæðir hann fortíðina glettni hins góða sagnaþular; gluggar í gömul bréf, skoðar kynjamyndir Austfjarðaþokunnar, segir frá ferðum sínum með strandferðaskipum og kynnum af fjölmörgu fólki, m.a. listamönnum og stjórnmálamönnum, þ. á m. Ólafi Thors sem talaði eins vel um framsóknardindlana og hann þorði. Og hvernig fór svo með hvolpinn sem Vilhjálmur neitaði að flytja suður? Af öðrum bókum má nefna

Undir breðans fjöllum sem eru ljóð og lausavísur Þorsteins Jóhannssonar frá Sínafelli, Fjallaþyt – úr val

úr ljóðum Hákonar Aðalsteinssonar og Galar hann enn – gamansögur af Norðfirðingum og nærsveitungum.

Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku gerir það ekki endasleppt í bókaskrifum. Hann er vafalítið elstur þeirra sem taka þátt í

Evrópudagur sjúkraliða Evrópudagur sjúkraliða verður haldinn hátíðlegur með ýmsu móti um allt land þann 26. nóvember nk. Þema dagsins er: „Rétt mönnun sjúkraliða er sparnaður fyrir heilbrigðis-þjónustuna.“ Við sjúkraliðar á Hornafirði ætlum að vera sýnilegir í bænum þennan dag. Við ætlum að vera með blóðþrýstingsmælingu á þremur stöðum í bænum fyrir þá sem vilja: í Nettó kl. 16 18, í sundlauginni kl. 16 - 18 og í Nýheimum kl. 12 - 13. Við hvetjum fólk til að koma í mælingu og spjall. Sjúkraliðanám er 3 ára starfsnám sem kennt er í framhaldsskólum bæði í fjarkennslu og staðarnámi, flestir sem hafa útskrifast undanfarin ár, hafa að mestu stundað námið samhliða vinnu á HSSA.

Námið er 120 einingar og með örlítilli viðbót er hægt að ljúka náminu með stúdentsprófi. Einnig er hægt að bæta við sig einu ári í staðarnámi eða tveimum árum í fjarnámi í

öldrunarhjúkrun og öðlast þá frekari réttindi. Sjúkraliðanámið er skemmtilegt og fjölbreytt og gefur fólki tækifæri til að starfa á hinum ýmsu stöðum í heilbrigðisgeiranum. Hér á Hornafirði starfa sjúkraliðar meðal annars á hjúkrunardeild, í heimahjúkrun, hjá málefnum fatlaðra og á rannsókn og röngten á heilsugæslustöðinni. Á Hornafirði eru um 20 sjúkraliðar og sjúkraliðanemar, þetta er flottur hópur sem kemur saman af og til og gerir eitthvað skemmtilegt. Í næstu viku er til dæmis hin árlega jólasamvera, þá er mikið fjör. Að lokum vilja sjúkraliðar leggja áherslu á að aukið hlutverk sjúkraliða í hjúkrun er sparnaður í heilbrigðiskerfinu.


Eystrahorn

Fimmtudagur 25. nóvember 2010

Mikilvægt er að kjósa

Nr. 2688

Nr. 8705

Laugardaginn 27. nóvember verður kosið til stjórnlagaþings. Í fyrsta sinn í sögunni hefur Alþingi framselt vald sitt til fólksins. Á stjórnlagaþingi verður fjallað meðal annars um störf og starfsaðstöðu, vald og valdamörk þings og stjórnar. Fjölmörg atriði sem við fyrstu sýn virðast eiga heima í stjórnarskránni falla undir löggjafa- og fjárveitingarvald. Samkvæmt lögum skal stjórnlagaþing sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti: • Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. • Skipan löggjafarvalds framkvæmdarvalds valdmörk þeirra.

og og

• Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. • Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. • Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. • Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnskipunarlaga. • Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. • Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.

Stjórnlagaþing getur tekið fleiri þætti til umfjöllunar ef það kýs svo. Þinginu eru ætlaðir tveir mánuðir til starfa, með möguleika á því að lengja í mest fjóra mánuði. Starfið framundan verður því mjög krefjandi. Kosningafyrirkomulagið er í raun mjög einfalt. Þú skrifar niður t.d. á hjálparkjörseðil númer þeirra sem þú villt kjósa. Mikilvægt er að raða frambjóðendum í þá röð sem þú vilt að þeir nái kjöri. Nauðsynlegt er að fylla út fyrstu línu og svo samfellt þar á eftir, annars er seðilinn ógildur. Kjósendur ráða hversu mörgum þeir raða á kjörseðilinn þó að hámarki 25. Rúmlega 500 einstaklingar eru í framboði til stjórnlagaþings og því ærið verkefni fyrir kjósendur að velja úr þeim hópi. Ef framboðslistinn er skoðaður sést að einungis 20% frambjóðenda er af landsbyggðinni. Við teljum því mikilvægt að landsbyggðarfólk fjölmenni á kjörstað til að tryggja hlut dreifbýlisins þegar kemur að kjörnum fulltrúum til þingsins. Við bjóðum okkur fram til stjórnlagaþings og óskum eftir stuðningi ykkar. Við hvetjum þig, kjósandi góður, til að mæta á kjörstað og nýta rétt þinn til að kjósa fulltrúa á stjórnlagaþing sem er einstakt í sögu Íslands.

5

Nýtt fyrirtæki

Aðalsteinn Ingólfsson, Jaroslaw Ajtel og Bartosz Knop.

Búið er að ganga frá samningum um stofnun nýs fyrirtækis á Höfn sem framleiða mun niðursoðna þorsklifur. Um er að ræða samstarfsverkefni pólsks fyrirtækis og SkinneyjarÞinganess. Fyrirtækið mun heita AJTEL Icelndic ehf eftir móðurfélaginu í Póllandi. Jaroslaw Ajtel fulltrúi eiganda og Bartosz Knop framkvæmdastjóri voru hér á ferð í síðustu viku til að ganga frá samningum og leggja á ráðin með frekari undirbúning. Blaðamaður hitti þá og Aðalstein framkvæmdastjóra SkinneyjarÞinganess til að forvitnast um þessar fyrirætlanir. Pólska fyrirtækið hefur reynslu og þekkingu á þessu sviði og er með samskonar framleiðslu í heimalandinu. Fyrirtækið er jafnframt í annarri framleiðslu á

fiskafurðum en hjá fyrirtækinu vinna 40 – 120 manns. SkinneyÞinganes mun útvega fyrirtækinu hráefni til vinnslunnar. Niðurlagningaverksmiðjan verður í húsnæðinu á Ófeigstanga 9 í Óslandi. Tækjabúnaður kemur í byrjun desember og stefnt er að hefja rekstur strax á nýju ári. Reiknað er með að 5 – 10 manns starfi hjá fyrirtækinu og vonast eigendur til að starfsemin geti eflst og framleiðslan aukist með tímanum. Þeir félagar sögðust ánægðir með samstarfið við Íslendingana og þeim leist vel á framhaldið enda væri um langtímamarkmið að ræða hjá þeim. Á heimasíðu fyrirtækisins www.ajtel.pl má forvitnast um starfsemi þess.

Handsnyrting og að auki gelstyrking frítt á neglurnar. Frábært fyrir veturinn. Verð aðeins 4900 kr. Munið gjafabréfin fyrir jólin

Björn Ingi Jónsson nr. 8705 Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir nr. 2688

Í mjúka pakkann

Tilboð á handklæðum fram að jólum 1200 kr. Til sölu í íþróttahúsinu og sundlauginni


6

Jólakort Félags heyrnarlausra 2008 Jólakort félags heyrnarlausra Fimmtudagur 25. nóvember 2010

Eystrahorn

Mikilvægt að fólk komi vel undirbúið

Hér verður kosið.

Í tilefni af kosningum til stjórnlagaþings hafði blaðið samband við formann yfirkjörstjórnar í okkar sveitarfélagi, Jón Stefán Friðriksson og hafði hann þetta að segja um málið; „Kosningar til stjórnlagaþingsins eru óvenjulegar hvað varðar kosningafyrirkomulagið. Á Höfn verður kosið í Sindrabæ en ekki Hafnarskóla eins og í undanförnum kosningum. Ástæður þess er að fjölga þarf kjörklefum margfallt og aðstaðan í Hafnarskóla býður ekki upp á slíkt með góðu móti. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum dugðu tveir

kjörklefar en nú verða milli 20 og 30 klefar. Í venjulegum alþingiseða sveitarstjórnarkosningum er hver kjósandi u.þ.b. 15 sek. að kjósa en í þessum kosningum er talið að kjósandinn geti verið allt að 10 mínútur í kjörklefanum. Skrifa þarf fjögurra stafa auðkennisnúmer fyrir hvern frambjóðanda sem kjósa skal og getur hver kjósandi kosið allt að 25 frambjóðendur. Kjörstaðir í öðrum kjördeildum þ.e.a.s. í dreifbýlinu verða þeir sömu og áður eins og fram kemur í auglýsingum. Ég hvet kjósendur til að koma vel undirbúna til að forðast biðraðir.“

Kortið er hannað af heyrnarlausum listamanni, Arnþóri Hreinssyni. Þau koma 10 saman í pakka og kosta 1.000 krónur.

Óskum eftir snyrtilegum íbúðum á Höfn til skammtímaútleigu til ferðamanna næsta sumar. Íbúðir fólks sem fer í sumarfrí í 3-4 vikur eða meira koma til greina.Um góða búbót er að ræða. Hafið samband á leiga@icelandsummer.com eða beint við Sigurð í síma 8487142.

Aflabrögð 8. – 21. nóvember (2 vikur) Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum. Sigurður Ólafsson SF 44..... humarv.....3.......10,1.......skötuselur 6,0 Skinney SF 20...................... humarv.....3..... 52,8.......humar 6,2 Þórir SF 77........................... humarv.....2.......30,5.......humar 4,1 Hvanney SF 51 ................... net ........... 3.......26,1.......ufsi 18,3 Steinunn SF 10 ................... botnv.........2.....115,6.......steinbítur 72,9 Benni SF 66.......................... lína.............1........ 1,7.......þorskur 1,2 Dögg SF 18.......................... lína.............7...... 36,8.......þorskur 26,3 Guðmundur Sig SU 650 . ... lína . ..........2.........4,7.......þorskur 2,9 Ragnar SF 550 .................... lína . ..........1........ 2,5.......ýsa 1,9 Siggi Bessa SF 97................ lína.............3.........7,3.......þorskur 4,1 Kalli SF 144.......................... handf.........1.........0,1.......þorskur Sævar SF 272....................... handf.........1.........0,5.......ufsi Ásgrímur Halld. SF 250 ..... nót.............2.....................1.812 tonn síld Jóna Eðvalds SF 200 .......... nót.............2.....................1.708 tonn síld Síldarvertíð er lokið í bili. Af nýúthlutuðum loðnukvóta 139.000 tonnum fá skip Skinneyjar-Þinganess um 12.500 tonn. Það er að heyra á sjómönnum og útgerðarmönnum að þeir eru bjartsýnir á að loðnukvótinn verði aukinn þegar næst að mæla gönguna norðaustur af Langanesi. Heimild: www.fiskistofa.is

Halldór Ólafsson hefur tekið að sér að selja jólakort fyrir félag sitt, Félag Heyrnarlausra. Jólakortin seljast 10 saman í pakka og kostar pakkinn kr. 1000,- Jólakortin eru myndskreytt af heyrnarlausum listamanni Arnþóri Hreinssyni. Halldór tekur við pöntunum

í gegnum netfang sitt halldorolafs@simnet.is eða hægt er að hringja í foreldra hans, Ólaf eða Láru í hs. 4781017, gsm 8928177eða 8628199. Halldór verður líka á jólamarkaðinum í Nýheimum þann 4. des. n.k. með kortin til sölu.

Tipphornið Það voru tveir í áskrif sem fengu ágætis vinninga um helgina. Við minnum að sjálfsögðu á að það er ekkert mál að vera með miðann sinn í áskrift, því jú, miði er möguleiki. Það var nú með eindæmum lágt skor um síðustu helgi en reyndar var miðinn líka nokkuð snúinn en það fór svo að Martölvan vann Blóm & Bróderí 5 – 4 og skorar Martölvan á Bókhaldsstofuna. Skoðum hvernig það lítur út!

1. Man Utd -Blackburn 2. Bolton -Blackpool 3. Everton -W.B.A. 4. Fulham -Birmingham 5. Stoke -Man. City 6. West Ham -Wigan 7. Wolves –Sunderland 8. Q.P.R.-Cardiff 9. Bristol City -Sheff.Utd 10. Middlesbro-Hull 11. Preston -Millwall 12. Reading -Leeds 13. Scunthorp-Coventry

Martölvan Bókhaldsst. 1 1 x 1 1x2 1x 1 2 12 2 1x2 x2 1x x2 1x 1x2 2 1x2 x 1x2 1x2 2 x 2 2 2

Jæja þá er síðasta vikan af þessum leik að hefjast en að sjálfsögðu eiga fyrirtæki að halda áfram að tippa því það er jú bara skemmtilegt. Það verður líka spennandi þegar við teljum fyrir síðasta skiptið því þá verða aðeins 8 vikur sem telja. Bíðum og sjáum.

Vika 1 2 3 Hvanney SF 8 10 9 Hopp.is 8 10 Ásgrímur Halldórsson 9 H. Christensen 7 7 9 Lyftaraverkstæði S-Þ Jaspis Nettó 7 10 5 INNi Víkin 10 Blóm og Bróderí Flutningadeild KASK 7 Bakaríið 5 Martölvan

4 5 6 7 8 8 10 11 10 10 8 9 9 7 10 8 10 11 9 9 8 9 10 8 7 9 11 11 10 10 6 10 9 7 9

9 7 8 9 4 8 7 4 5

Samtals 83 69 65 62 56 23 22 19 17 13 7 5 5


Eystrahorn

Fimmtudagur 25. nóvember 2010

Umsóknir um styrki úr

Verkefnasjóði

7

Venjari ársins 2010

sjávarútvegsins

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði, auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna. Sjóðurinn mun styrkja rannsóknir á sjávarlífverum sem nú eru nytjaðar eða sem mögulegt væri að nytja. Áhersla verður lögð á verkefni sem efla rannsókna- og þróunarstarf á lífríki sjávar umhverfis Ísland og styrkja til lengri tíma litið sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins og samkeppnishæfni sjávarútvegs. Horft verður til grunnslóðarannsókna, vöktunar strandsvæða, þorskrannsókna og verkefna sem tengjast þróun aðferða við nýtingu á lífverum sjávar, svo sem líftækni sem og fleiri þátta sem kunna að falla að verkefnum og tilgangi sjóðsins. Við mat umsókna verður lögð áhersla á nýnæmi verkefnisins m.t.t. nýrrar þekkingar og/eða aukinna nýtingarmöguleika á lífríki sjávar. Veittir verða styrkir til stærri verkefna, allt að 8 m.kr. hver, og til smærri verkefna allt að 2 m.kr. hver. Styrkur nemur að hámarki 50% af áætluðum heildarkostnaði viðkomandi verkefnis. Styrkir eru veittir til eins árs í senn. Heimilt er að veita framhaldsstyrk á grundvelli nýrrar umsóknar, enda standist verkefnið kröfur um framvindu og gæði. Allir geta sótt um styrki, einstaklingar, fyrirtæki og rannsókna- og háskólastofnanir. Í stærri verkefnum er hvatt til samstarfs mismunandi aðila með þátttöku vísindamanna víða af landinu.

Birnir Hauksson, Skála, og Heðin Askham, EB/Streymur, eru kosnir ársins venjarar í 2010. Skála vann bronsuheiðursmerki í landskappingini, og tapti steypafinaluna. Íslendski Birnir Hauksson hevur føroyska damu, og hann tók fegin av, tá hann var biðin at venja besta kvinnuliðið hjá Skála. - Eg eri væl nøgdur við árið. Úrslitið var betri, enn eg hevði væntað. Nú er tíðin búgvin at koppa KÍ, sigur Birnir Hauksson. Heðin Askham er staddur uttanlands, og kundi tí ikki taka móti steypinum í kvøld. Þessi ánægjulega frétt birtist í færeyska blaðinu Sosialurin. Binni hennar Bjargar og Hauks er greinilega að gera það gott og hafði þetta að segja við blaðið; „Annars er sagan í stuttu máli sú að meðan ég var í Danmörkinni þjálfaði ég 10-14 ára stráka í 4 ár hjá AaB. Svo var ég ekkert í þjálfun í nokkur ár fyrr en ég var spurður hérna úti á götu hvort ég hefði áhuga á að taka að mér kvennaliðið. Það var stutt í að tímabilið byrjaði ég sagði bara já. Liðið okkar Skála IF komst í fyrsta skipti í 18 ár í úrslitaleikinn í bikarnum sem við töpuðum fyrir KÍ 1-0. Við enduðum í þriðja sæti í deildinni en enginn átti svo sem von á neinu frá okkur, þannig að þetta var bara gaman.“ Það má geta þess að Birnir er annar Hornfirðingurinn sem gerir garðinn frægan í Færeyjum en Kristján Már Hjartarson sú gamla knattspyrnuhetja okkar þjáfaði meistaraflokk Götu 1983 og gerði þá að Færeyjarmeisturum ásamt því að vinna bikarkeppina og Ólafsvökubikarinn.

Bændahátíð

Umsóknarfrestur er til 31. desember 2010 og skulu umsóknir sendar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu einnig berast á rafrænu formi á netfangið: hulda@ slr.stjr.is. Umsóknir sem berast eftir 31. desember 2010 verða ekki teknar gildar nema póststimpill sýni að umsóknin hafi verið póstlögð ekki síðar en þann dag. Þeir sem fengu styrk úr sjóðnum við síðustu úthlutun og hyggjast sækja um framhaldsstyrk skulu skila skýrslu um stöðu verkefnisins, ella koma viðkomandi umsóknir ekki til greina við úthlutun.

Í m y n du n a ra f l / S L R

Nánari upplýsingar um sjóðinn og leiðbeiningar um frágang umsókna er að finna á heimasíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins www.sjavarutvegsraduneyti.is Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

Á dögunum var haldin árleg bændahátíð sem lukkaðist með eindæmum vel. Veislu- og skemmtanastjórarnir Valur Freyr Pálsson og Sigfús Vilhjálmsson fóru á kostum yfir borðhaldinu. Maturinn var að vanda góður og sunnudagskaka Suðursveitar alveg í sérflokki. Eftir borðhaldið sáu Birgir Jóhann Birgisson og Már Elísson um fjörið og gerðu það með glæsibrag. Ekki er því hægt að segja annað en að hátíðin hafi heppnast vel og hátíðargestir skemmt sér konunglega. Mjólkursamsalan styrkti hátíðina eins og undanfarin ár.


8

Fimmtudagur 25. nóvember 2010

Hunda- og kattaeigendur á Hornafirði

Eystrahorn

Bjóðum ekki hættunni heim

Frá og með 15. nóvember fer fram í bæjarfélagi Hornafjarðar ormahreinsun hunda og katta Hægt er að panta tíma hjá Halldóru Hrund Guðmundsdóttir starfandi héraðsdýralækni að Höfðavegi 8 eða Janine Arens dýralæknir að Smárabraut 10. Veitt þjónusta frá Janine er frá 15. til 26. nóvember. Hunda- og kattaeigendum er bent á að það er brot á samþykktum um hunda- og kattahald ef ormahreinsun er ekki sinnt og kostar jafnvel leyfissviptingu. Því er hunda- og kattaeigendum bent á að nýta umrædda tíma til þessa að koma dýrum sínum í árlega ormahreinsun. Halldóra Hrund Guðmundsdóttir Héraðsdýralæknir Sími 661 2487 Janine Arens Dýralæknir Sími 478 1578 GSM 690 6159

F.v. Ingólfur Waage, Leifur Jón Helgason, Sigurður Guðmundsson og Hannes Ingi Jónsson

Það er virðingarvert framtak hjá Lionsmönnum að setja upp aðvörunarskilti við umferðargötur þar sem von er á skólabörnum á gangi. Nú fer dimmasti tími ársins í hönd og því einu sinni enn ástæða að vekja athygli á þeim einföldu forvörnum sem við eigum. Blaðamaður hefur í nokkur skipti hrokkið óþægilega við á keyrslu þegar börn og unglingar hafa allt í einu birst í myrkrinu gangandi, hlaupandi eða á reiðhjólum. Stundum alveg svartklædd og án þess að hafa neitt endurskin til að auðvelda bílstjórum að bregðast við. Það þarf ekki að útskýra fyrir lesendum gildi

KPMG HÖFN Í HORNAFIRÐI

Handbók stjórnarmanna, fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja og skattamál Síðdegisfundur í Nýheimum fimmtudaginn 25. nóvember kl. 17:15 – 18:45

Skráning og allar nánari upplýsingar á kpmg.is

endurskinsmerkja, þau þekkja allir og endurskinsmerki geta skilið milli lífs og dauða. Það á jafnt við um gangandi og hjólandi vegfarendur og ekki mega skokkararnir gleyma sér. Það er engin afsökun að segjast ekki eiga endurskinsmerki. Það er svo auðvelt að útvega sér þau og sennilega til á flestum heimilum, kannski bara ofan í skúffu. Það er líka gott að vanda valið og flestir ættu að finna endurskin við hæfi. Það er skemmtilegt að sjá leikskólabörnin í útiveru og jafn mikið á gangi og raun ber vitni og ekki síður ánægjulegt að sjá þau öll í endurskinsvestum. Tökum þau til fyrirmyndar.


Eystrahorn

Fimmtudagur 25. nóvember 2010

9

Átak Lions gegn sykursýki Laugardaginn 27. nóvember frá kl. 10 til kl. 16, munu Lionsklúbbur Hornafjarðar og Lionsklúbburinn Kolgríma vera í Miðbæ að bjóða upp á sykursýkispróf fyrir alla sem vilja.

Hvað er sykursýki? Lionsklúbbur Hornafjarðar og Lionsklúbburinn Kolgríma verða í Miðbæ á laugardaginn frá kl. 10 - 16 með fríar blóðsykurmælingar fyrir þá sem vilja. Af því tilefni bað blaðið Þórunni Önnu Karlsdóttur lækni, sem jafnframt er ritari í stjórn Lionsklúbbsins Kolgrímu, að svara spurningunni hvað er sykursýki? „Í sykursýki er sykurmagn blóðsins of hátt og það getur orsakast af ýmsum ástæðum. Sykursýkin greinist í þrjár gerðir: Insúlínháða sykursýki (týpa I), Insúlínóháða sykursýki (týpa II) og meðgöngusykursýki. Í sykursýki týpu I myndar brisið ekki insúlín. Insúlín er nauðsynlegt til að blóðsykur nýtist í frumunum sem orkugjafi í frumum líkamans , ef ekkert insúlín er framleitt þá safnast blóðsykurinn upp í blóðinu og blóðsykur mælist of hár. Þessi týpa sykursýki greinist oftast nær fyrir þrítugt en getur þó greinst síðar á ævinni. Einstaklingar með sykursýki af týpu I þurfa insúlín sprautur/dælu alla tíð frá greiningu. Einungis einn af hverjum tíu sem greinast með sykursýki eru með týpu I. Í sykursýki af týpu II framleiðir briskirtillinn nægjanlegt insúlín en það nýtist ekki frumum líkamans sem skyldi. Þessi týpa

sykursýki greinist oftast seinna á ævinni og tíðnin eykst með aldrinum. Níu af hverjum tíu sem greinast með sykursýki hafa týpu II. Blóðsykrinum er haldið innan eðlilegra marka með breyttu mataræði, hreyfingu og í flestum tilfellum töflumeðferðar . Alvarlegustu tilfellin þurfa einnig insúlín sprautur. Áhættuþættir sykursýkinnar eru helstar: Erfðir, offita, hækkaðar blóðfitur og hreyfingarleysi. Einkenni sykursýki eru m.a. þorsti, tíð þvaglát, lystarleysi og þyngdartap. Við ómeðhöndlaða sykursýki aukast líkur á fylgikvillum. Þeir algengustu eru að sár gróa hægt, aukin hætta á sýkingum, augnsjúkdómar og nýrnabilun auk einkenna frá tauga- og æðakerfi. Sykursýki er ólæknanlegur efnaskiptasjúkdómur en það er hægt að halda honum í skefjum og forðast fylgikvilla með breyttu líferni. Þar vegur þyngst mataræði, hreyfing og þyngartap þar sem það á við.“ „Ég hvet sem flesta til að koma og láta mæla sig þar sem fólk getur gengið með sykursýki í mörg ár áður en hún greinist. „ sagði Þórunn að lokum.

Hafnarkirkja Sunnudaginn 28. nóvember 1. sunnudag í aðventu

Sunnudagskóli og messa kl. 14:00 Sóknarprestur

Jólastemmning á Humarhöfninni Laugardaginn 4.des. og föstudaginn 10. des kl.19.00 Fimm rétta spennandi matseðill í einstöku umhverfi á rólegum nótum. Matseðilinn má sjá á www.humarhofnin.is Föstudaginn 10. des er alþjóðlegur dagur Slow Food samtakanna og renna 10% af innkomu til Slow food samtakanna í Ríki Vatnajökuls. Verð pr. mann 6.500 Borðapantanir þurfa að berast fyrir miðvikudaginn 1. og 8. desember hjá Önnu í síma 8461114 eða á info@humarhofnin.is Hittumst og gleðjumst í Kaupfélaginu.

Harmonikuball og gömludansarnir Karlakórinn Jökull stendur fyrir dansleik föstudaginn 26. nóvember í Sindrabæ þar sem gömludansarnir verða í fyrirrúmi

Danleikurinn hefst kl. 22:00 Á efnisskránni eru valinkunn danslög að hætti stjórnanda kórsins Karlakórsmenn skipta liði og syngja undir taktföstu undirspili hljómsveitar kórsins Hlökkum til að sjá sem flesta í dúndrandi dansstuði svona rétt fyrir jólaföstuna

Aðgangseyrir er 2000 kr. Karlakórinn Jökull


10

Fimmtudagur 25. nóvember 2010

Til foreldra og forráðamanna ungs fólks á Hornafirði Nú um helgina hófst verkefnið Evrópa unga fólksins. Menningarmiðstöðin í samvinnu við félagsmiðstöðina og skólana hefur haldið utanum verkefnið. Þátttakendur eru á aldrinum 13-30 ára. Auglýst var eftir þátttakendum í FAS, Heppuskóla og meðal ungs fólks á vinnumarkaði. Auk þess var auglýst á Skjávarpi og heimasíðu sveitarfélagsins. Það er pláss fyrir fleiri og allir þeir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir með okkur um næstu helgi, helgina 27. og 28. nóvember. Markmiðið er að efla ungt fólk til þátttöku í mótun samfélagsins. Fyrsta helgin gengur útá einstaklinginn og rödd hans, næsta helgi (27. og 28. nóv.) verður farið í hópastarf og áhersla lögð á samstarf, þriðju helgina (önnur helgin í janúar) verða stjórnskipulag og stofnanir útskýrð og þá síðustu (þriðja helgin í janúar) skapa þau sitt eigið draumasamfélag, með sínu stjórnkerfi og þeim áherslum sem þau vilja koma áleiðis. Námskeiðinu lýkur með stefnumóti kjörinna fulltrúa og

unga fólksins auk þess sem við viljum gjarnan að þau taki þátt í íbúaþingi sem fyrirhugað er eftir áramótin. Leikur og skemmtun eru lykilorð í þessari vinnu, samvinna og þátttaka eru vonandi afurðin auk betra samfélags fyrir þennan aldurshóp. Í framhaldinu verða unnin fleiri verkefni en nú er of snemmt að segja til um hver áherslan verður þar enda eiga þau að vera unnin útfrá þeim óskum sem fram koma á þessu námskeiði. Með þessu bréfi vonast ég til að við náum til þeirra sem ekki hafa heyrt af þessu brölti okkar og sjái að það eru allir velkomnir að vera með, það er að segja innan þessa aldurshóps. Ef þið hafið einhverjar spurningar er ykkur velkomið að hafa samband við mig í síma 699 1444 eða senda mér tölvupóst. Það er enginn þátttökukostnaður – bara að mæta og taka þátt ;-) Nánari upplýsingar er að finna á vef Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

Ný símanúmer Heilbrigðisstofnun Suðausturlands skiptir um símanúmer 1. desember n.k. Ný númer: Heilsugæsla.............. 470 8600 Hjúkrunarog sjúkradeild........... 470 8630 Dagvist Ekru............. 470 8650 Dvalarheimili............. 470 8660 Sjúkraþjálfun............. 470 8670 Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu HSSA, www.hssa.is

Björg Erlingsdóttir

Eystrahorn

Jólaljósin tendruð Ljósin verða tendruð á jólatré Hornafjarðar við hátíðlega athöfn kl. 17:00 á sunnudaginn kemur. Lúðrasveit Hornafjarðar leikur jólalög Ávarp og hugvekja Karlakórinn Jökull syngur jólalög Börnin úr leikskólunum bregða á leik í jólaskapi Nemandi í Grunnskóla Hornafjarðar tendrar ljósin Von er á góðum gestum í heimsókn með rauðar skotthúfur og er ekki að efa að það verður mikið fjör Jólatréð verður staðsett við sundlaugina Óskað er eftir að bílum verði ekki lagt á bílastæði sundlaugar meðan á athöfninni stendur Fólk er hvatt til að fjölmenna við athöfnina Allir hjartanlega velkomnir!

SamAust 2010 Stíl- og söngvakeppni Næstkomandi laugardag, 27.nóvember verður SamAust hátíðin haldin hérna á Hornafirði þar sem hæfileikaríkir krakkar úr 8.-10 bekk frá Austurlandi keppa í hönnun og söng.

Stíll-hönnunarkeppni: Verður haldin í Nýheimum og byrjar keppnin kl.14:00. Byrjað verður að selja inn þegar hóparnir byrja að undirbúa módelin sín kl.11:30 og allir eru velkomnir að koma og fylgjast með undirbúningnum.

Söngvakeppnin: Verður haldin í íþróttahúsinu á Höfn, húsið opnar kl.19:30 Keppnin byrjar stundvíslega kl.20:00

Hornfirðingar látið þetta ekki framhjá ykkur fara og fjölmennum á keppnirnar! Miðaverð er 1000 kr. Athugið að miðinn gildir bæði á Stíl og söngvakeppnina!


Eystrahorn

Fimmtudagur 25. nóvember 2010

Listmunasýning á aðventu Nokkrir listamenn og hönnuðir í Hornafirði opna listmunasýningu í kjallara Pakkhúsins 28. nóvember kl 13.00. Sýningin verður opin næstu helgar. Sumir eru að sýna verk á meðan aðrir bæði sýna og selja verk. Þessi hópur er samsettur af listamönnum og hönnuðum sem hafa verið virkir undanfarin ár á meðan aðrir eru rétt að byrja ferilinn í listsköpun. Þess má geta að hjómsveitin Sansú ætlar

að spila nokkur lög við opnuna. Þau sem standa að sýningunni eru: Sigurður Einarsson, Anna Guðlaug Albertsdóttir, Nína Sybil, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Guðrún Sturlaugsdóttir og Guðlaug Pétursdóttir. Hugsunin á bak við þessa sýningu er sú að vekja athygli á listafólki og hönnuðum hér á svæðinu, en mikil gróska hefur verið í listsköpun undanfarin ár og er alltaf að aukast.

Opinn bæjarmálafundur verður á Kaffi Horninu mánudaginn 29. nóvember kl. 12:00 Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

11

Jóla- og villibráðarhlaðborð á Hótel Smyrlabjörgum 4. og 11. desember

Forréttir: Fjöldi heimatilbúinna rétta, meðal annars síldarréttir, fiskipaté, grafinn skötuselur, gæsalifrarpaté, villibráðarpaté, sveitapaté, grafin gæs, grafið lamb, reykt önd og hrátt hangikjöt. Aðalréttir: Kaldur hamborgarhryggur og kalt hangikjöt, purusteik, hreindýrasteik og lamb. Framborið með tilheyrandi meðlæti, ásamt rúgbrauði, flatbrauði og laufabrauði. Eftirréttir: Heimalagaður frómas, ís, konfekt og ris a ‘la mandle. Lifandi tónlist • Jólatilboð á gistingu Miðaverð 6.800 kr Miðapantanir í síma 478-1074 eða á smyrlabjorg@smyrlabjorg.is

ALLAR VÖRUR

TAX FREE OPIÐ TIL 22 FIMMTUDAGINN 25. NÓVEMBER LÆG LÁG STA A VER Ð HÚS ASM IÐJU NNA R*

Húsasmiðjan Höfn Bjóðum upp á heitt súkkulaði og piparkökur á fimmtudagskvöld Opið laugardag 27. nóvember kl. 10 - 14 Opið sunnudag 28. nóvember kl. 12 - 16

Tax free gildir af öllum vörum en sjálfsögðu ekki af vörum sem merktar eru Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar enda höfum við þegar lækkað þær vörur í allra lægsta verð sem við getum boðið.

EINNIG TAX FREE AF JÓLALJÓSUM FRAM Á SUNNUDAG


markhonnun.is

1.098kr/kg Áður 1.498 kr/kg KALKÚNN

1. FLOKKUR

27%

afsláttur

JÓLIN NÁLGAST! 30%

30%

AFSLÁTTUR

31%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

2.099 kr/kg Áður 2.998 kr/kg

1.399 kr/kg Áður 1.998 kr/kg

898 kr/kg Áður 1.298 kr/kg

HANGILÆRI

HANGIFRAMPARTUR

HAMBORGARHRYGGUR

ÚRBEINAÐ

ÚRBEINAÐUR

25%

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

1.998kr/kg

1.349 kr/pk. Áður 1.798 kr/pk.

249 kr/kg Áður 498 kr/kg

ÓDÝRT FYRIR HEIMILIÐ

RAHBEK, 750 G

INNBAKAÐUR LAX

MANGÓ

129kr/kg

999kr/pk.

499kr/pk.

GÓMSÆT EPLI Á GÓÐU VERÐI

500 MG

ARIEL SENSITIVE, 800 G

KJÚKLINGABRINGUR

EPLADAGAR

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Á WWW.NETTO.IS!

LÝSI ÓMEGA 3 + D PERLUR

Verið velkomin í Nettó

Í LAUSU

ÞVOTTAEFNI

GILDIR 25. - 28. NÓV

MJÓDD · SALAVEGUR · HVERAFOLD · REYKJANESBÆR · GRINDAVÍK · AKUREYRI · HÖFN


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.