Eystrahorn 42. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 3. desember 2015

42. tbl. 33. árgangur

Vignir og Ragna kveðja flugvöllinn Tilhlökkun Starfið leggst bara mjög vel í mig, eftir að hafa nánast alist upp á flugvellinum með ömmu og afa. Ég hlakka bara til að takast á við þessa nýju áskorun.

Afi og amma fyrirmyndir Afi og amma eru án efa besta fólk sem ég þekki og ég gæti ekki verið heppnari með þau, að hafa fengið að alast upp í næsta húsi við þau eru forréttindi. Amma og afi hafa alltaf verið endalaust þolinmóð

Síðastliðinn mánudag var síðasti starfsdagur Vignis Þorbjörnssonar og Rögnu Eymundsdóttur á Hornafjarðarflugvelli. Það þarf ekki að hafa mörg orð um samviskusemi þeirra hjóna í starfi og tryggð við flugið. Það þekkja þeir vel sem hafa starfað í fluginu og farþegar sömuleiðis. Af þessu tilefni var slegið í smá veislu á flugvellinum. Þetta eru merkileg tímamót því Vignir hefur þjónað flugi á Hornafirði í 53 ár og Ragna með honum sl. 23 ár. Vignir tók við af föður sínum sem tók við af Sigurði Ólafssyni föður hans en hann byrjaði að þjónusta flugið 1939. Nú tekur við barnabarn þeirra Vigdís María Borgarsdóttir. Vignir og Ragna sögðust vera mjög sátt við þessi starfslok og ánægð að Vigdís María taki við og haldi starfinu í fjölskyldunni. Hörður Guðmundsson forstjóri Flugfélagsins Ernis sagðist afar þakklátur þeim hjónum fyrir hönd flugfélagsins og sömuleiðis ánægður að fá afkomanda þeirra til að taka við keflinu. Í stuttu spjalli við ritstjóra var létt yfir Vigdísi Maríu og sagði hún m.a. þetta;

afi minn og hann verður amma mín, þetta fer að verða efni í gott Ladda lag!

Afi fær sennilega að eiga metið Ef ég ætti að ná sama starfaldri og afi yrði ég orðin 70 þegar ég hætti,þar sem ég byrjaði að vinna á vellinum formlega 17 ára. Svo ætli hann fái ekki að eiga metið áfram karlinn.

Afar þakklát Ég vil bara að lokum koma á framfæri þökkum til allra sem hafa sent okkur kveðjur á þessum tímamótum í fjölskyldunni og til yfirmannanna í Reykjavík fyrir það að treysta mér fyrir þessu mikilvæga starfi. Ég hlakka til að taka á móti ykkur öllum með bros á vör á flugvellinum.

og alltaf hafa þau stutt mig í öllu sem mér dettur í hug, sem í gegnum tíðina hefur nú verið ýmislegt. Þau eru klárlega fyrirmyndir mínar í lífinu og ég er þvílíkt stolt af því að fá að taka við keflinu af þeim, og mun ég reyna mitt besta að sinna starfinu jafn vel og þau hafa gert í öll þessi ár.

Ég verð afi minn og pabbi verður amma mín Það var auðvitað lítið annað í boði en að halda þessu vel innan fjölskyldunnar svo ég plataði pabba, Borgar Antonsson með mér í þetta. Ég verð

Mælingar á Heinabergsjökli Miðvikudaginn 25. nóvember síðastliðinn fóru tveir tugir nemenda úr FAS ásamt tveimur kennurum að Heinabergsjökli til árlegra mælinga. Það er nokkuð erfitt að mæla jökulinn því hann gengur fram í lón og því ekki hægt að komast að jökulsporðinum. Því þarf að grípa til stærðfræðinnar og reikna út vegalengdir. Daginn fyrir ferð var farið yfir vinnuferlið og nemendum skipt í smærri hópa en hver hópur hefur ákveðið hlutverk á vettvangi. Á jökulruðningunum eru tvær mælilínur sem er reiknað útfrá. Þá er þess gætt að taka alltaf myndir frá sama sjónarhorni árlega. Hópurinn gekk rösklega til verks þannig að mælingar gengu vel. Ekki spillti fyrir að veður var með eindæmum gott og allir nutu útiverunnar en við lónið var stilla. Það er upplagt í ferð sem þessari að skoða umhverfið og hvernig jökulinn

hefur mótað það í aldanna rás. Á leið okkar frá bílastæðinu og niður að lóninu er gengið yfir gamla árfarvegi þar sem Heinabergsvötn hafa runnið áður. Þá sést vel hvernig jökullinn hefur ýtt upp ruðningum og myndað

metra. Framskriðið er þó heldur minna í syðri punktinum. Þegar myndir eru bornar saman á milli ára sést greinilega að ís minnkar stöðugt norðan megin í lóninu. Þá sést það líka vel á myndum að jökullinn er að

jökulgarða. Það er líka athyglisvert að sjá ummerki frostveðrunar og hvernig gróður eykst á svæðinu frá ári til árs. Daginn eftir ferðina var komið að því að reikna út úr mælingunum. Miðað við útreikninga frá í fyrra hefur jökulinn skriðið fram um 70

þynnast töluvert. Næstu daga vinna svo nemendur skýrslu um ferðina. Á leiðinni heim var stoppað hjá brúnni yfir Heinabergsvötn. Sú brú var tekin í notkun vorið 1948 og þótti á þeim tíma mikil samgöngubót. Nokkrum mánuðum seinna hvarf áin úr farvegi

sínum og sameinaðist Kolgrímu og er svo enn í dag. Hjá brúnni er líka mynd sem sýnir hvar jökullinn lá skammt frá á þeim tíma. Segja má að brúin sé í dag ágætis minnisvarði um hversu breytilegt umhverfið okkar er. Mælingar eins og þær sem er beitt við Heinabergsjökul verða aldrei mjög nákvæmar. En þær gefa þó ágætis vísbendingu um stöðuna í hvert sinn. Það er ekki síður athyglisvert að skoða aðrar breytingar á svæðinu eins og t.d. hvernig lónið stækkar ár frá ári norðan megin eða þá hvernig jökulinn er greinilega að þynnast. Nú eru uppi hugmyndir í skólanum að þróa jöklamælingar áfram og tengja þær tækninni. Með því er vonast til að mælingar verði nákvæmari og gefi um leið ítarlegra yfirlit.

Hjördís Skírnisdóttir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.