Eystrahorn 41. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn 41. tbl. 33. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 26. nóvember 2015

Fjárhagsáætlun Hornafjarðar 2016 - 2019 Húsnæði málefna fatlaðra þarfnast úrbóta. Fullnægjandi húsnæði vantar fyrir starfsemina, en í dag er hún bæði og lítil og dreifð um bæinn. Það er meðal annars horft til þess að sameining leikskólanna undir eitt þak gæti losað um ákjósanlegt húsnæði fyrir málefni fatlaða. Samningur sveitarfélagsins um rekstur heilbrigðismála rennur út í lok árs 2016, en unnið er að því að ná nýjum samningi um rekstur málaflokksins. Einnig er verið að þrýsta á stjórnvöld um að koma með fjármagn inní framkvæmdasjóð aldraðra til að hægt verði að byggja nýtt hjúkrunarheimili. Fjárhagsáætlun er mikilvægasta stjórntæki hvers sveitarfélags, en þar er mörkuð stefna um þær áherslur sem vilji er til að vinna að á komandi ári. Fyrri umræðan um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fór fram 5. nóvember síðastliðinn og seinni umræðan fer fram þann 3. desember næstkomandi. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi og fjárhagsleg staða þess er góð. Engu að síður er ekki hægt að neita því að reksturinn er að þyngjast og á það einnig við hjá mörgum öðrum sveitarfélögum um landið. Útgjöld hafa vaxið og verkefnum fjölgað en tekjuliðir hafa ekki fylgt þeirri þróun. Mikilvægt er að sveitarfélög fái aukna hlutdeild í heildarskatttekjum hins opinbera. Mikil fjölgun ferðamanna eykur vissulega möguleika til að skapa tekjur í heimabyggð, en á sama tíma kallar þróunin einnig á aukin útgjöld, bæði við ferðamannastaði og við ýmsa innviði samfélagsins. Framboð á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu er ekki mikið og er vöntun á leiguíbúðum og er því úrlausnarverkefni næstu mánaða að koma í gang uppbyggingu leiguíbúða. Þetta vandamál er til staðar í mörgum sveitarfélögum um landið. Vinna er í gangi á vegum ráðuneyta og stofnanna ríkisins með það að markmiði að draga úr byggingarkostnaði, en mikilvægt er engu að síður að ekki verði dregið úr gæðum á íbúðarhúsnæði. Sveitarfélagið Hornafjörður samþykkti að fella niður gjöld vegna nýbygginga á íbúðarhúsnæði á þessu ári til að reyna að gera sitt til að ýta undir nýbyggingar hér á svæðinu Á árinu 2015 var hafist handa við fyrsta áfanga í fráveitu framkvæmdum sem hefur það markmið að koma fráveitu þéttbýlisins í það horf sem best þekkist á Íslandi. Talsvert verk

er enn eftir til að ná þeim áfanga og verður næsta skref tekið í þeim málum á árinu 2016. Því er stór hluti af framkvæmdarfé sveitarfélagsins í fráveitu á árinu 2016 líkt og árið 2015, eða um 150 milljónir króna. Áætlaður heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 400 milljónir króna. Á árinu 2015 var lokið við hreinsivirki fráveitu í Nesjahverfi og er það komið í virkni. Á árinu var gerð skoðanakönnun um umgjörð leikskóla og samkvæmt niðurstöðum hennar var tekin ákvörðun um að sameina leiksskólana tvo í einn. Sú vinna er nú að hefjast og ætlunin að henni ljúki í ágúst 2017. Til að leiða þetta ferli hefur verið stofnaður starfshópur þar sem allir hagsmunaaðilar eiga fulltrúa, auk þess sem ráðinn verður sérfræðingur til að aðstoða við þetta ferli. Markmiðið með breytingunum er að búa ungum börnum sem allra besta uppeldisog námsskilyrði í samræmi við þroska og þarfir þeirra, með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það er einnig vonin að með þessari samþættingu skapist framtíðar sátt um leikskólamál í bænum.

Jökulheimar hafa fengið umtalsverða umfjöllum í nefndum og ráðum sveitarfélagsins undanfarin tvö ár. Fram að þessu hefur stefnan verið að koma Jökulheimum fyrir í Miklagarði, en nú hefur verið ákveðið að kanna möguleika á aðkomu fjárfesta í að byggja upp Jökulheima og þá í nýrri byggingu. Það er mikill áhugi hjá bæjarstjórn Hornafjarðar að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Meginmarkmið með uppbyggingu Jökulheima er að skapa fjölbreytt menningarlíf á Höfn í Hornafirði þar sem Jökulheimar verða hryggjarstykkið í aðdráttarafli staðarins, miðlun, fræðslu og upplifun fyrir heimamenn sem gesti. Samhliða þessu var tekin ákvörðun um að Mikligarður verði gerður upp í eins upprunalegri mynd og kostur er, en í umfjöllun atvinnumálanefndar er hvatt til að þar þrífist fjölbreyttur atvinnurekstur svo sem veitingasala og skapandi greinar. Nauðsynlegt er því að klára að verja húsið þannig að það haldi vatni og vindum.

Nokkrar lykiltölur úr fjárhagsáætlun 2016 og þriggja næstu ára 2016

2017

2018

2019

Rekstrarniðurstaða (m.kr.)

159.019

186.801

188.335

186.789

Skuldir í hlutfalli af tekjum

62,80%

60,30%

62,73%

58,63%

Framkvæmdir (m.kr.)

350.000

245.000

300.000

225.000

Framlegð %

14,93%

16,02%

16,15%

16,15%

Veltufé frá rekstri (m.kr.)

323.261

354.189

357.707

359.038

Handbært fé í árslok (m.kr.)

148.827

160.687

239.017

250.152

Afborganir langtímalána

131.473

147.329

129.377

122.903

Ný lántaka A-B hluta (m.kr.)

120.000

50.000

150.000

Langtímalán við lánastofnanir

683.714

624.247

669.895

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

629.695


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.