Eystrahorn 38. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 5. nóvember 2015

38. tbl. 33. árgangur

Hornafjörður í fimmta sæti Í nýjasta tölublaði Vísbendingar kemur fram að Sveitarfélagið Hornafjörður stendur fjárhagslega mjög vel miðað við önnur sveitarfélög á landinu og er valið í fimmta sæti sem draumasveitarfélag. Seltjarnarnes kom best út og var valið draumasveitarfélagið en 36 sveitarfélög voru í úrtakinu. Tímaritið Vísbending hefur í mörg ár skoðað fjárhag sveitarfélaganna. Vísbending gefur sveitarfélögum á landinu einkunn í nokkrum þáttum, þar sem gerður er samanburður á hvernig þau eru stödd fjárhagslega, en tekið er fram að það geti ekki veitt fullnægjandi svör um fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna. Fimm þættir voru skoðaðir; breytingar á fjölda íbúa, afkoma sem hlutfall af tekjum, skattheimta, hlutfall skulda af tekjum og veltufjárhlutfall.

Hornafjörður kemur mjög vel út í samanburði við önnur sveitarfélög Skuldir á íbúa er talið gefa góða vísbendingu um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga. Þegar gerður er samanburður á landsvísu þá er skuldastaðan á Hornafirði ásættanleg, þegar reiknaðar eru skuldir sem hlutfall af tekjum. Hlutfallið gefur til kynna hve lengi sveitarfélögin eru lengi að borga skuldir sínar ef þau þyrftu ekki að sinna rekstri eða nýjum framkvæmdum. Það sem dregur Hornafjörð niður er að íbúafjöldinn stendur í stað á milli ára. Árið 2014 eru skuldir Sveitarfélagsins Hornafjarðar 47% sem hlutfall af tekjum en sem dæmi þá eru skuldir hlutfall af tekjum í

Mynd: Þorvarður Árnason

Reykjavík 186%, Fjarðabyggð 149%, Garðabæ 82% en Seltjarnarnes aðeins 9%. Þess má geta að Seltjarnarnes er í fyrsta sæti og Garðabær í öðru sæti yfir draumasveitarfélög. Tekjur sveitarfélaga á íbúa virðast ekki haldast í hendur við skuldahlutfall sveitarfélaga. Hornafjörður er í meðaltali í þeim flokki eða um 975 þús. pr. mann en Reykjavík er með 1.098 þús., Fjarðabyggð 1.167 þús., Garðabær 786 þús. Veltufjárhlutfallið á Hornafirði er 0,91 sem gefur vísbendingu um að sveitarfélagið sé með nokkuð góða lausafjárstöðu, miðað við að viðmið um

draumasveitarfélag sé með veltufjárhlutfall nálægt 1.0. Þá er afkoma sveitarfélagsins sem hlutfall af tekjum 10,3 % en á að vera sem næst 10% sem telst mjög gott. Hornafjörður hefur verið í efstu sætum síðustu ár en árið 2013 datt sveitarfélagið niður í 19 sæti en talið er að fækkun íbúa það árið hafi haft þau áhrif, þar sem aðrar samanburðartölur gefa til kynna að sveitarfélagið hafi staðið mjög vel að vígi það ár eins og hin samanburðarárin. Stuðst er við heimildir úr 42 tölublaði Tímaritsins Vísbending frá 26. október 2015.

Sveitabúð opnuð í Nesjum Næstkomandi laugardag, 7. nóvember, verður opnuð sveitabúð í húsnæði N1 í Nesjum. Að opnuninni standa hjónin á Hólabrekku og ábúendur á Miðskeri. Í versluninni verður boðið upp á vörur beint frá býli sem sagt afurðir úr svínakjöti, kartöflur, lífrænt ræktað grænmeti og grænmetisréttir. Verslunin verður opin á laugardögum frá kl. 12:00-17:00. Auglýst verður sérstaklega ef um annan og meiri opnunartíma verður að ræða. Seldar verða veitingar á staðnum. Súpa og brauð og að sjálfsögðu kaffi og með því. Hugmyndin

með þessari verslun er að auðvelda aðgengi fólks að vörum beint frá býli og handunnum vörum og þar sem húsnæðið er mjög stórt, er nóg rými fyrir þá sem hafa áhuga á að koma sinni vöru á framfæri. Einnig er hugmyndin að gefa félagasamtökum sem eru í fjáröflun pláss þegar þeim hentar.Við vonum að þessari nýjung verði vel tekið og fólk sýni því áhuga að koma og versla og fá sér kaffibolla og spjalla.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.