Eystrahorn 34. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn 34. tbl. 33. árgangur

Fimmtudagur 8. október 2015

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Formleg opnun Fab Lab smiðju í Hornafirði

Að ofan má sjá Björn Inga Jónsson bæjarstjóra og Berglindi Hallgrímsdóttur framkvæmdastjóra Impru klippa á borðann við formlega opnum Fab Lab smiðjunnar í Hornafirði. Til vinstri má sjá samstarfsaðilana um verkefni Ræsingu í Hornafirði. Talið frá vinstri: mæðgurnar Bergþóra Ólafía Ágústsdóttir og Auður Inga Halldórsdóttir frá Pakkhúsinu, Inga Kristín Sveinbjörnsdóttir frá Jökulsárlóni ehf., Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri, Berglind Hallgrímsdóttir frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Geir Þorsteinsson frá Þingvaði, Guðrún Ingólfsdóttir frá Skinney-Þinganesi, Ólafur Vilhjálmsson frá Humarhöfninni og þær Sigríður Birgisdóttir og Hulda Waage frá Landsbankanum á Höfn.

Margmenni var í Vöruhúsinu miðvikudaginn 30. september síðastliðinn þegar þeim ánægjulega áfanga var náð að Fab Lab Hornafjörður – Hönnunarsmiðja var opnuð með viðhöfn. Að loknum ávörpum klipptu þau Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri og Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Impru, á borða og opnuðu smiðjuna formlega. Verkefnið hófst árið 2012 með samstarfi á milli Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þegar tekin var ákvörðun um að byggja upp smiðjuna í Vöruhúsinu, enda er samhljómur á milli stefnu Vöruhússins varðandi nýsköpun, list- og verkgreinar og þeirra möguleika sem Fab Lab býður upp á. Í janúar 2013 var síðan undirritaður þríhliða samningur á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, SASS og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um Eflingu menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi og var hluta af fjármagninu sem fylgdi þeim samningi varið til uppbyggingar

á tækjakaupum Fab Lab smiðjunnar. Ári síðar var undirritaður samstarfssamingur á milli Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Nýsköpunarmiðstöðvar, Grunnskóla Hornafjarðar og Framhaldsskólans í AusturSkaftafellssýslu þar sem Nýsköpunarmiðstöð veitti 6 milljóna króna framlag til tækjakaupa í smiðjuna. Samkvæmt samningnum bjóða skólarnir sínum nemendum upp á nám í nýsköpun og frumkvöðlafræði í smiðjunni, og var þar með lagður grunnur að starfsemi Fab Lab smiðjunnar í Hornafirði sem tengdi hana við aðrar Fab Lab smiðjur um allan heim. Fab Lab smiðjan er opin öllum íbúum samkvæmt stundartöflu Vöruhússins. Allir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér starfsemi smiðjunnar, en í Fab Lab smiðjunni býðst aðstoð og kennsla við notkun teikniforrita og Fab Lab tækja. Auk þess er reglulega boðið upp á ýmis námskeið í Vöruhúsinu sem tengjast hönnun og nýsköpun. Þau námskeið eru auglýst sérstaklega. Við

sömu athöfn var undirritaður samningur um verkefnið Ræsing í Hornafirði, en þar leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Sveitarfélagið Hornafjörður og sex fyrirtæki í bænum saman krafta sína til eflingar á nýsköpun í Hornafirði með því að vinna með heimamönnum að sjálfbærri atvinnuuppbyggingu og fylgja nýsköpunarverkefnum úr hlaði þannig að þau séu tilbúin fyrir fjárfestingu eða jafnvel rekstur. Ræsing í Hornafirði verður nánar kynnt í hádeginu föstudaginn 9. október í Nýheimum og þann sama dag opnað fyrir umsóknir. Mikil gróska er í atvinnusköpun í sveitarfélaginu og hvetjum við alla áhugasama til að kynna sér tækifærin með Ræsingu betur. Vilhjálmur Magnússon, umsjónarmaður Fab Lab Hornafirði. Árdís Erna Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.

Til sjós og lands Dúett í þágu góðs málefnis að Smyrlabjörgum laugardaginn 10. október 2015 Sjá auglýsingu í síðasta Eystrahorni


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.