Eystrahorn 33. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn Fimmtudagur 1. október 2015

33. tbl. 33. árgangur

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Uppskeruhátíð fótboltans

Uppskeruhátíð Knattspyrnudeildar Sindra var haldin 19 september. Um morguninn mættu yngri flokkarnir í Báruna, farið var í leiki, veittar viðurkynningar og að lokum voru svo grillaðar pylsur. Um kvöldið gerðu svo meistaraflokkar Sindra upp sumarið og bauð stjórnin upp á veislu í Slysavarnahúsinu.

Viðurkenningar Fyrsti meistaraflokksleikur: Aðalheiður Ármannsdóttir Freyja Sól Kristinsdóttir Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir Regielly Oliveira Rodrigues Thelma Ýr Sigurðardóttir Ylfa Beatrix N. Stephensdóttir Ási Þórhallsson

Guðjón Bjarni Stefánsson Ísar Svan Gautason Róbert Marvin Gunnarsson

Mikilvægasti leikmaður meistaraflokks kvenna: Inga Kristín Aðalsteinsdóttir.

100 leikir með mfl.:

Bestu leikmennirnir:

Ingvi Ingólfsson.

Ingibjörg Valgeirsdóttir og Einar Smári Þorsteinsson.

Efnilegustu leikmennirnir: Ólöf María Arnardóttir og Ívar Örn Valgeirsson.

Bleika slaufan Krabbameinsfélag Suð-Austurlands verður með fræðslukvöld fyrir konur þriðjudagskvöldið 27. október 2015 í tengslum við bleikan október. Nánar auglýst síðar. Í tengslum við bleiku slaufuna í október skorum við á öll heimili, skóla, stofnanir og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að taka þátt í verkefni sem felst í því að búa til bleika slaufu og láta hana hanga utan á húsinu allan október mánuðinn. Slaufurnar geta verið í ýmsum stærðum og gerðum. Fjölskyldan, skólar, stofnanir og starfsfólk fyrirtækja geta tekið sig saman og unnið að verkefninu saman. Hægt er að búa til slaufur úr allskonar efni, mála, prjóna, hekla, vefja, rafsjóða, smíða, leira, skera út, saga, klippa, kasta ljósi á vegg. Hægt er að nota plast, tré, járn, tau, gler, blóm, perlur, seríu, hvað sem hverjum og einum dettur í hug, bara að útkoman verði BLEIK SLAUFA. Síðan takið þið mynd af slaufunni og sendi okkur á netfangið eyraxe@simnet.is. Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna. Krabbameinsfélags Suð-Austurlands.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.